Gamli Liverpool þjálfarinn Joe Fagan lést í dag. Þetta eru auðvitað sorgarfréttir fyrir alla knattspyrnunnendur. Joe Fagan stýrði Liverpool liðinu, sem var fyrst allra liða til að vinna þrennu, er þeir unnu deildarbikarinn, deildina og evrópubikarinn árið 1984.
Fagan stjórnaði einmitt Liverpool liðinu í fyrsta Liverpool leiknum, sem ég man eftir. Þá var ég átta ára og horfði á Liverpool-Juventus í úrslitaleik evrópukeppninar. Sá leikur var haldinn á Heysel leikvanginum í Brussel. Sá leikur er ekki þekktur vegna knattspyrnunnar heldur vegna yfir 30 aðdáenda Juventus sem létust. Þetta reyndist síðar verða síðasti leikur Liverpool undir stjórn Fagan. Eftir þann leik hef ég aldrei getað hugsað mér að halda með öðru liði en Liverpool.