Spurningar um fótbolta?

Ég er of reiður, sár og bitur til að vera brjálaður akkúrat núna. Þetta er ein af þessum stundum, þegar maður þarf að setjast niður, hugsa um tilgang lífsins og reyna að rifja það upp að fótbolti er bara íþrótt. En vá maður, ég held að ég hafi upplifað sambandsslit, sem hafa verið skemmtilegri en að upplifa leikinn áðan.

Ég get í raun ekkert sagt. Það eina, sem kemst að í höfðinu á mér eru spurningar:

  1. Af hverju byrjaði Sinama-Pongolle ekki inná?
  2. Hver er ástæðan fyrir því að þegar Hyppia brýtur á United leikmanni innan vítateigs, þá er dæmd vítaspyrna og Hyppia fær rautt spjald, en þegar Rio Ferdinand brýtur greinilega á Liverpool manni, þá er ekkert dæmt?
  3. Af hverju datt Emile Heskey í stað þess að skora úr dauðafæri?
  4. Af hverju er Michael Owen meiddur akkúrat núna?
  5. Af hverju fékk Nilsteroy ekki rautt spjald fyrir að hafa reynt að skora með hendi?
  6. Hvor er lélegri framherji: Emile Heskey eða Diego Forlan?
  7. Af hverju er knattspyrnan svona hrikalega ósanngjörn íþrótt?
  8. Hvernig stendur á því að Liverpool hafa verið miklu betri aðilinn í leikjum á móti Chelsea, Arsenal og Man United, en samt tapað 2-1 í öllum leikjunum?
  9. Af hverju er 2 mínútum bætt við leiktímann þegar Man United er yfir, en 6 mínútum þegar þeir eru undir?
  10. Er Nilsteroy óheiðarlegasti leikmaður í heimi?

Það eina, sem ég veit núna er að allavegana verður Sinama-Pongolle alveg skuggalega góður framherji. Fyrstu 10 mínúturnar eftir að hann kom inná voru með skemmtilegustu mínútum af fótbolta, sem ég hef séð með þessu Liverpool liði.

Þetta lið er á réttri braut. Liverpool eru að spila frábæran fótbolta, það er virkilega skemmtilegt að horfa á liðið þessa dagana. Það sem vantar er stöðugur framherji með Owen og smá sjálfstraust hjá liðinu um að þeir geti pakkað saman hvaða liði sem er. Það mun koma.

12 Comments

  1. Ég veit ekki hvað skal segja um Heskey. Mér fannst hann vera að gera góða hluti í þessum leik, það var t.d. verulega vel að verki staðið hjá honum þegar hann lagði upp færið fyrir Murpy, þar hefði Murpy mátt vera grimmari og nota vinstri fótinn.

    En það er ófyrirgefanlegt að klúðra svona færi eins og Hesky gerði í lokin 🙁

  2. Er gefið rautt spjald fyrir að reyna að skora með hönd? Veit að það skal gefið fyrir að verja með hönd en hvernig er það þegar reynt er að skora?

    Annars var ég að vona að Liverpool myndi vinna ManU og skemma örlítið fyrir þeim og hjálpa mínum mönnum í Arsenal!

  3. Ég veit ekki hvað reglurnar segja, en mér fannst þetta bara vera svo óheiðarlegt að það verðskuldaði rautt spjald!

    Og það grátlega við þetta allt líka Matti, er að ég var farinn að taka Heskey pínkulítið í sátt. Hann var ekki alslæmur í leiknum, en samt þá fannst mér hann alltaf snúa baki í markið þegar hann fékk boltann og ALLTAF spila honum aftur tilbaka. Við sáum vel muninn á Heskey og alvöru sóknarmanni af Guðs náð (HA HA!!) þegar Sinama kom inná.

  4. Svakalegt, ég segji burt með húllíer og látiði heskey fylgja með sem töskuburðamaður, ekki það að ég sé sátt við úrslitin 😉 En sigurinn er barasta mun sætari þegar liverpool er með í baráttunni 😉

  5. heheh byrjunin er það fyndnasta sem ég veit.. þoli samt ekki fólk sem segir að íþróttir séu “bara leikur” því þær eru sko miklu meira en það!!

  6. Tja… ég veit ekki. Ég er ekki sá vinsælasti hjá EOE þessa dagana en ég verð nú bara að segja það að lið sem dominerar með því að láta boltann rúlla í kringum miðjupunktinn er nú ekki að gera það sem ræður úrslitum, sækja og skora!

    Chelsea sýndu hvernig á bæði að láta boltann rúlla OG skora.

  7. Ég veit að United menn eru ekki líklegir til vinsælda á þessari síðu…en Hyppia fékk rautt spjald fyrir að toga niður mann sem var sloppinn inn fyrir…Rio rendi sér eftir boltanum og hafði betur. Sárt en satt.

    Ég verð þó að játa að Liverpool var töluvert betri aðilinn í þessum leik, hins vegar áttu þeir í öllum leiknum 10 skot að ég held að marki og 8 þeirra voru á síðustu 10-15 mínútunum…það verður að skjóta til að skora.

  8. There is only one Heskey! En annars var þetta verðskuldaður sigur. Við stóðumst bara pressuna.

    p.s. þú gleymdir punkti númer 11: af hverju er ekki löngu búið að dæma Gerrard í langt bann fyrir þessar glórulausu tveggjafóta

  9. Jamm, Rio renndi sér á eftir boltanum, en náði honum ekki og felldi Pongolle!! Það er VÍTI. Hann kom aldrei við boltann. Víti, I tell ya!

    Og Hyppia rétt snerti Nilsteroy, sem auðvitað hné niður einsog hann hefði verið skotinn. En ég meina hey, ég er búinn að jafna mig á því atviki.

    En þetta var VÍTI! Og plús það, á þessi Ferdinand ekki að vera kominn í bann fyrir að vera nógu heimskur til að “gleyma” lyfjaprófi?

    Já og Jói, það er varla hægt að líkja saman United vörninni og vörn Newcastle! Auk þess vantaði hættulegasta framherjann í lið Liverpool, hefði hann verið inná, þá hefðu þeir pottþétt klárað eitthvað af þessum færum.

  10. 1. Houllier. hehe.

    2. Af því að Hyypia sneri sér við og tók van Nistelrooy niður án þess að reyna í boltann en Ferdinand reyndi við boltann og dómaranum sýndist þetta vera fair.

    3. Það er það sem hann kann best.

    4. Samsæri.

    5. Af því að það er ekki brottrekstrarsök skv knattspyrnulögunum.

    6. Hvor hefur skorað fleiri mörk í mikilvægum leikjum?

    7. Af því að við þurftum að þola 8. og 9. áratuginn. Paybackið er bara rétt hálfnað.

    8. Houllier.

    9. Ertu bitur?

    10. Gerrard. Tvífótatæklingar. Pot. Kettle. Black.

    Ég hélt að eftir að við færum að taka bikara reglulega þá yrði aldrei jafn gaman að taka ‘púl í bakaríð. hehehe. En það er ógeðslega ljúft að taka svona næstum ósanngjarna sigra.

    1-2 In Your Cup Final.

  11. Ég er svo ánægður með þetta afrek hjá þér að svara öllum spurningunum að ég ætla nú ekki mikið að setja útá þetta.

    En vá, hvað United menn eru blindir á þessa Ferdinand vítaspyrnu! Og mér finnst að svindl eigi að vera brottrekstarsök. En ég meina hey, núna er landsleikjahlé og ég held með Hollandi, þannig að næstu viku verður Nilsteroy uppáhaldsleikmaðurinn minn. Ef hann kemur ekki Hollandi á EM, þá verð ég fyrst brjálaður! 😡

Tími fyrir Keegan?

Liverpool??