Benitez um Diouf

Einsog Matti benti á, þá verður leikurinn í kvöld, Liverpool Porto sýndur beint á Ölver. Það er gott mál. Ég verð ekki í bænum, en Kristján mun fylgjast með leiknum og skrifa um hann.


Rafa Benitez veitir [viðtal á Official heimasíðunni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145521040730-0225.htm). Þar kemur m.a. eftirfarandi fram um El-Hadji Diouf:

>The first thing I always do is talk with the player first. I talked with Diouf and told him he will not play a lot in my team and perhaps it would be good for him to play with another team. At the moment he is looking for another team.

Ég spyr bara: **Af hverju?** Af hverju er Diouf sagt áður en að bolta er sparkað að hann muni ekki spila?

Af hverju er aumingjanum Diao gefinn annar sjens, en Diouf sparkað? Ég bara get ekki með nokkru móti skilið þetta. Ég vil fá skýringu!


Svo vil ég benda á góða hrein hjá Paul Tomkins um [undirbúningstímabilið í ár](http://www.redandwhitekop.com/article.php?id=542303&PHPSESSID=8f2745f632b72a533bc390c0571181ad).

Þar talar hann m.a. um þann möguleika að nota Biscan í stað Hamann á miðjunni. Ef að Biscan er virkilega einsg góður og hann hefur verið í síðustu leikjum, þá er spurning hvort hann sé ekki betri kostur en Hamann.

Biscan verður aldrei Ruud Gullit (einsog okkur var lofað í byrjun og Tomkins rifjar upp), en hann hefur sýnt að hann hafi hæfileika og það er spurning hvort Benitez að ná þeim loksins fram.

3 Comments

  1. Ég las það fyrir nokkrum mánuðum að Diouf hefði gert sig sekan um nokkur agabrot eftir að hann kom tilbaka frá Afríkumótinu. Það varð meðal annars til þess að hann var settur úr hópnum í síðustu 4 leikjum tímabilsins. Þetta snýst því ekki um knattspyrnu hæfileikana heldur þá staðreynd að geta ekki farið eftir þeim reglum sem gilda fyrir leikmenn liðsins.

  2. En hversu svakalegt er þetta fyrst að nýr þjálfari heldur áfram að refsa honum.

    Var ekki nóg að Houllier skyldi vera í fýlu alveg frá áramótum og alveg þangað til nokkrum vikum eftir að hann var rekinn?

  3. Fín síða hjá ykkur. Diouf fór víst út á lífið í afríkukeppninni og var með vændiskonum eitt kvöldið og braut agareglur. Mætti síðan mörgum dögum of seint frá Afríkíukeppninni til æfinga hjá Liverpool. Eftir þetta var hann í kuldanum hjá Houllier.

Andstæðingar í Meistaradeildinni

Liverpool 0 – Porto 1