Guardian: [Owen on verge of move to Madrid](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1279788,00.html)
Michael Owen er að fara til Real Madrid í skiptum fyrir Fernando Morientes og 10 milljónir punda.
Hvað á maður að segja?
Guardian er EKKI slúðurblað. Þetta er að gerast.
Ég er of þreyttur til að skrifa eitthvað um þetta núna. Ætla að sofa á þessu og sjá hvort eitthvað hafi breyst í fyrramálið. Ég segi bara að það er eins gott að Benitez viti hvað hann sé að gera. Þvílíkur dagur.
Guardian er það sem tjallinn kallar ‘gooner rag’, og þeir eru ekkert heilagri en aðrir í því að vilja koma skoti á andstæðingana og ýta þannig undir sundrungu.
Það er eitt sem ég skil ekki alveg í þessu og það er hvað Real ætlar að gera við alla þessa framherja. Nú þegar eru þeir með Ronaldo, Raul, Morientes og þarna gaurinn sem kom alltaf inná í meistaradeildinni í hittifyrra og skoraði endalaust (heitir einhverju nafni sem minnir mig á Nachos).
Ef þeir fá Owen og láta okkur fá Morientes þá er alveg ljóst að Owen kæmi inn í byrjunarlið á undan þarna þesum gaur, sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu.
Þá eru þrír kostir í stöðunni:
1) Hann slær út Ronaldo/Raul
2) Þeir verða allir þrír látnir spila í byrjunarliðinu, sem kæmi doldið á óvart þar sem Camacho er búinn að vera að gagnrýna hvað Real hefur lítið verið í því að verjast (er það ekki?).
3) Hann situr á bekknum, sem mér finnst nú ekki raunhæfur kostur.
Annars las ég einhvers staðar að Ronaldo væri kannski að fara til Ítalíu í janúar-glugganum, svoleiðis að þá þyrftu þeir svosem ekki að hafa áhyggjur af því að koma þessum þremur fyrir í sama liðinu.
Nú er bara að bíða og sjá :confused:
Eitt, sem mér datt svo sem í hug þegar ég var að hugsa um þetta út frá sjónarmiði Real Madrid. Það væri að það væri eitthvað að klikka með Patrick Vieira.
Kannski ákvað Vieira að hann vildi vera áfram hjá Arsenal. Þá hefur Perez séð að hann myndi fara í gegnum sumar án þess að kaupa stórstjörnu og þess vegna hafi hann hringt í Liverpool.
Bara pæling sko.
Ég er reyndar á því að Owen sé meðal 10 bestu framherja í heimi. Vandamálið er að tveir af þeim, sem ég tel vera betri en Owen, eru akkúrat hjá Madrid. Hann yrði ekki byrjunarmaður með Raúl og Ronaldo þarna og hann yrði aldrei jafn dáður og hann yrði hjá Liverpool. Raúl verður alltaf númer 1 í Madrid.
ÉG ER Í SKÝJUNUM YFIR ÞESSUM FRÉTTUM!!! :biggrin:
Við erum að fá stórkostlegan leikmann í Morientes og tel ég að LFC hafi gert góð kaup þar sem Owen var ekkert á því að samþykkja að vera áfram. Enn einu sinni sýnir HERRA Benitez að hann er FLOTTUR í þessu starfi! Ég er farinn að elska hann! :biggrin:
Héref þú nennir að laga linkinn Einar 🙂 ) kemur fram að Madrid hafi látið Marca blaðið vita að þeir hefðu ekki áhuga á að kaupa Owen.
Spurning hvort hinn spænskumælandi pistlahöfundur þessarar síðu myndi nenna að tékka á því fyrir okkur hvort eitthvað sé rætt um þetta mál hjá Marca.
Þeir eru nú alveg svakalega óheiðarlegir hjá Madrid, þannig að maður trúir engu sem þeir segja.
Annars, þá er ekkert mál að setja link hérna inn. Annaðhvort að nota bara venjulegt HTML eða aðra leið, sem er að setja hornklofa utan um texta og svo strax á eftir sviga utan um link. Þannig að það, sem er innan hornklofans kemur sem texti fyrir linkinn.
Varðandi linkadæmið – ég prófaði að nota html. (bara ) en það virkaði ekki….
Kannski klikkað á einhverju – en prófa þetta næst!
Ég hef einmitt líka prófað að nota HTML hérna og gekk ekkert alltof vel… Er hægt að nota Markdown?
Jamm, Markdown virkar. Fyrir þá, sem þekkja það ekki, þá eru leiðbeiningar [fyrir Markdown hér](http://daringfireball.net/projects/markdown/syntax#backslash).
Aðallega sniðugt fyrir linkana. Til að setja inn link til dæmis á Official heimasíðuna í komment hér, þá þarf aðeins að skrifa
\[Opinbera Liverpool síðan\]\(http://www.liverpoolfc.tv\)
Það mun birtast sem
[Opinbera Liverpool síðan](http://www.liverpoolfc.tv)
Einnig er hægt að feitletra orð með því að setja \*\* utan um orðin. Þannig að
\*\*Dudek\*\*
verður
**Dudek**
Sama gildir með skáletrun en þá er aðeins notað eitt \*