Yes, Mark Lawrenson spáir [Chelsea sigri gegn Liverpool](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/3689328.stm). Það þýðir að við munum vinna. Það klikkar aldrei að þegar hann spáir okkur tapi, þá vinnum við.
>Chelsea have been showing of late what a very, very good side they are.
Bleeeeh, Chelsea er leiðinlegt lið. Hvenær ætli fjölmiðlar fatti það? Ég veit ekki, en það er með ólíkindum að fylgjast með umfjöllun um þetta lið. Hversu margar myndir af Mourinho hefur Mogginn birt? Þær eru án efa í tugatali síðan hann var ráðinn. Öllum ómerkilegustu ummælum hans er slegið upp með stríðsletri í blaðinu.
Það veitir ekki af að lækka rostann í þessu Chelsea liði. Við erum svo sannarlega með nógu sterkt lið til að vinna þá. Stanford Bridge var alger óhappa völlur fyrir Liverpool en síðast þegar við spiluðum þar, þá unnum við 1-0.
Liverpool liðið, sem endaði þann leik var svona skipað: Luzi, Henchoz, Hyypia, Traore, Biscan, Diouf, Murphy, Hamann, Cheyrou, Heskey, Kewell.
Af þessum leikmönnum má búast við að Hyypia, Hamann og Kewell spili á laugardaginn. 3 af 11!! Og Chelsea leikurinn var í janúar. Það hefur lítið verið fjallað um það, en Benitez er að gera byltingu á Anfield.
Við verðum að vinna á sunnudaginn.
Jamm, Chelsea er leiðinlegt lið. En því miður lið sem vinnur leiki og fær sjaldan eða aldrei á sig mark. Því verð ég að segja því miður að ég er ekkert allt of bjartsýnn á sunnudagsleikinn.
Hins vegar, þá hef ég ekki verið jafn svartsýnn fyrir nokkurn leik síðustu árin og ég var gegn Chelsea á The Bridge á síðasta tímabili. Og sá leikur vannst!
Þannig að kannski er svartsýnin mín bara góðs viti? Gvöð, hvað ég vona það innilega… 🙂
Já, gvöð hvað ég vona það innilega líka…… Maður sveiflast fram og til baka… Ég verð þeirri stundu fegnastur þegar þessum leik er lokið. Ég vona heitt og innilega að við eigum betri fyrri hálfleik heldur en á Old Trafford fyrir tveim vikum….!!!! :blush:
Persónulega er ég sammála því að Chelsea hafi ekki verið að spila skemmtilegan bolta en ekki gleyma því að það er nýr stjóri sem veit hvað hann vill og er búin að vinna allt sem hægt er að vinna, liðið er ekki að tapa leikjum og það heldur og mun halda áhangendum þess ánægðum ég er viss um að við púlarar myndum vera ánægðir ef við værum búnir að hala inn svo mörg stig. Árið sem við unnum alla bikarana voru allir aðrir en við púlarar á því að liðið sðilaði leiðinlegan bolta en við vorum samt ánægðastir það árið.
En svo að ég komi mér að leiknum á sunnudaginn þá er ég ekkert allt of bjartsýnn en þetta er jú fótbolti og allt getur gerst. Ég hef séð að menn eru að gagnrýna Dudek og á það jú kannski rétt á sér að vissu marki, en þess ber að geta að menn hafa aðalega verið að minnast á leikinn við Man utd og Olympiakos og á sama tíma verið að gagnrýna halfsentana okkar og það er likilatriði fyrir markmann að hafa menn sem að hann getur treyst og gætum við þá ekki bara tekið t.d. Carrager út úr liðinu, en ég er ekkert að gera lítið úr því að Kirkland og veit ég eins og flestir að ef hann hefði haldið sér heilum þá væri hann í markinu. Annar maður sem hefur klikkað er Cisse og ég veit ekki alveg hversu mörgum leikjum við getum fórnað í að bíða eftir að hann detti inn í hópinn, menn hafa verið að hrósa Benitez fyrir að ná í ungu strákana í akademíuna og vera óhræddur við að nota þá, hefur Mellor ekki verið að skora talsvert fyrir varaliðið og fer hann þá ekki að fá tækifæri. En ég er á því að framlínan hjá okkur sé búin að vera slök og ef það væri ekki fyrir Garcia þá byði ég ekki í hana og Benitez verður að vinna lausn á því sem allra fyrst við megum bara ekki við því að býða lengi.
Ég segi ef við vinnum Chelsea þá erum við í fínum málum þar sem þá eru útileikirnir gegn bæði MU og Chelsea frá þannig að maður þarf ekki að hafa áhyggjur í nokkurn tíma aftur.
nokkup til í síðasta lagi en við verðum að hugsa um að kirk-land :biggrin2: er ekki búinn að spila með aðalliðunu þannig að eru svona 50-50 :tongue: