Chelsea á morgun!

Shjit hvað þetta verður svakalegt. Við spilum við Chelsea á morgun á Stamford Bridge og undanfari þessa leiks er einfaldur: við getum ekki skorað á útivelli og þeir fá ekki á sig mörk í deildinni.

Eeeenn… nú hef ég það eftir áreiðanlegum heimildum að Benítez hyggist koma Chelsea-mönnum eilítið á óvart í þessum leik. Ég er ekki mikið fyrir að þykjast hafa “insider” vitneskju um eitthvað, og mér er svo sem sama þótt ég bendi á heimildirnar, þar sem þetta er ekkert leyndarmál.

En allavega, þessi gæji er góðvinur Luis García og hann kemur reglulega inn fyrir leiki eða stórfréttir og segir frá þeim snemma. Hann sagði til dæmis frá því að García væri örugglega að koma, sem gerði okkur Einari kleift að geta verið nokkur vissir um að vera að segja satt þegar við fullyrtum á miðvikudegi að hann væri að koma … þótt það hafi ekki verið orðið opinbert fyrr en á föstudegi.

Síðan þá hefur hann jafnan komið með góðar fréttir úr herbúðum Liverpool og þær hafa undantekningarlaust reynst réttar. Í dag kom hann einmitt með slíka frétt.

Það er alvitað að Benítez gefur ekki út byrjunarliðið sitt fyrr en í fyrsta lagi klukkutíma fyrir leik. Hann vill að allir leikmennirnir búi sig jafn vel undir leik, því sé betra að þeir viti ekki fyrr en á síðustu stundu hvort þeir byrja inná eða á bekknum. Hins vegar þá vita allir það sem hafa æft fótbolta að síðasta æfing fyrir leik gefur oft rosalega sterkar vísbendingar um það hvað þjálfarinn er að hugsa fyrir leikinn.

Nú, í dag talaði ‘vinurinn’ við García og fékk þær fréttir að á lokaæfingu í dag hefði Benítez verið að fara yfir teknísk atriði, skipt í tvö lið og “aðalliðið” í þessum taktíska æfingaleik leit svona út:

Chris Kirkland

Josemi – Carragher – Hyypiä – Riise

García – Alonso – Hamann – Warnock

Cissé – Kewell

Sjáiði þetta? Ef þetta er sem sagt byrjunarliðið á morgun þá er nokkuð ljóst að það verður blásið til sóknar! Þannig að ætlunin er greinilega að reyna að koma Chelsea-liðinu í opna skjöldu með því að pressa grimmt frá byrjun (eitthvað sem við höfum alls ekki náð að gera á útivelli hingað til) og sjá hvort þeir panicka.

Þá sagði ‘vinurinn’ einnig þetta um undirbúninginn á lokaæfingu fyrir leik:

1: Kewell spilar í holunni, fyrir aftan Cissé, á meðan García og Warnock spila á vængjunum. Hins vegar verða þeir ekki í föstum stöðum heldur ætlar Benítez þessum þremur að flæða úr einni stöðu í aðra stanslaust allan leikinn fyrir aftan Cissé, þannig að Chelsea-menn viti aldrei hvern þeir eiga að dekka.

2: Benítez er að leggja áherslu á sigur í þessum leik, ekki tap. Ef þetta er rétt og þessi liðsuppstilling er raunveruleg, þá verður Rafa Benítez seint sakaður um að skorta kjark! 😉

3: Þeir munu ekki BARA spila svæðisvörn í föstum leikatriðum, eins og undanfarið. Benítez gerir greinilega ráð fyrir að Mourinho sé búinn að undirbúa Chelsea-liðið til að reyna að nýta sér veikleika í svæðisvörninni okkar þannig að hann er kominn með gagnvopn: að skipta á milli þess að spila svæðisvörn og að spila maður-á-mann. Þannig að þegar Drogba & Co. stilla sér upp í hornspyrnu þá vita þeir ekki hvort þeir geta gengið í auða svæðið sem Mourinho var búinn að segja þeim að nýta sér, eða hvort að þeir verða teknir úr umferð, maður fyrir mann. Líst vel á þetta.

Ég endurtek: Ég er ekki 100% viss hvort að maður ætti að treysta þessu, ekki af því að heimildirnar eru ekki traustar (þær eru það, mjög traustar!) heldur af því að þetta er helst til of nákvæmt fyrir minn smekk. Ef þetta er allt saman satt þá hlýtur García að vera mesta blaðurskjóða í heimi, sem gæti þýtt að hann lenti í vandræðum gagnvart Rafa fyrir lausmælgi.

Hins vegar þá verður að viðurkennast að ef þessar upplýsingar eru réttar … þá verður leikurinn á morgun Enn Svakalegri En Maður Þorði Að Vona!!!

Ég nenni ekki að tala um Chelsea-liðið, þar sem þið vitið allt sem þarf að vita. Þeir fá ekki á sig mörk, þeir halda boltanum 60-70% tímans í öllum sínum leikjum, þeir pressa alveg fáránlega stíft á heimavelli og þeir eru sérfræðingar í að vinna nauma 1-0 og 2-0 sigra. Þá pyntaði Drogba okkur í fyrra með Marseille og vill eflaust endurtaka leikinn.

Mín spá: Vá, ég veit ekkert hvernig ég á að spá þessu. 90% af mér eru meira eða minna viss um að við töpum og sætta sig við að sjá liðið berjast, gefa sig alla í leikinn og skora a.m.k. eitt mark. Hin 10% af mér lifa í draumaheimi og í þeirri veröld skorar Cissé þrennu á morgun, Drogba ekki neitt, Lampard er rekinn útaf fyrir að reyna að sannfæra Gerrard um að ganga til liðs við Chelsea og Abramovich setur klúbbinn á útsölu um þetta leytið annað kvöld.

Sennilega verður hin raunverulega niðurstaða einhvers staðar þarna á milli. Ef við náum jafntefli verð ég sáttur en það er greinilega ekki nóg fyrir Rafa. Hann spilar til sigurs og þótt yfirgnæfandi líkur séu á að við töpum á morgun, látið ykkur samt ekkert koma á óvart þótt við “stelum” þessu fyrir framan nefið á José “the special one” Mourinho. 😀

Áfram Liverpool!!!!!

3 Comments

  1. Draumur: “Ég er á Anfield (aldrei komið þar). Finnst eins og ég sé með syni mínum (hann er þriggja mánaða)!!!!! Allt er eitthvað svo smátt, heimilislegt (cosy) og indoors!! Skyndilega átta ég mig á því hvar ég er og ég segi við sessunaut minn að ég hafi verið hér nýlega!! En nú finni ég mig virkilega heima og ég finn sæluhroll streyma um mig -ég fæ tár, ég er kominn heim!! Það er fyrri hálfleikur Liverpool – MUFC!!! Sætin eru úr leðri! Skyndilega heyri ég kallað -Jón Jón….. Ég lít aftur fyrir mig og þar er frændi minn(Veit ekki hvort hann er púllari .. en tékka pottþétt á því núna. Hann er slökkviliðsmaður -hvað svo sem það þýðir!!!). Hann segir “ég þekkti þig, frábært að sjá þig. Veerðum að hittast eftir leik” -réttir mér bleikan (ekki spyrja mig hvað það þýðir) blaðsnepil með adressu -Red street, númer eitthvað. Eitthvað mikið meira skrifað á þennan snepil.. gaf mér ekki tíma til að lesa hann. Það er hálfleikur, leikvangurinn tæmist! Seinni hálfleikur er að fara að byrja -allir að koma sér fyrir. Ég er yfir mig spenntur. Fæ högg í hnakkann MU fanisti þóttist rekast í mig er hann var að setjast. Ég stekk upp og á hann!!! Skelli honum aftur fyrir sig og segi að svona geri hann ekki!!! (Ekki líkt mér, -so out of caracter) Uppsker fagnaðarlæti frá félögum í kringum mig. Sest aftur. Eldri maður, ótrúlega einbeittur í framan, situr á milli tveggja MU aðdáenda segir grimmilega en um leið eitthvað svo einlæglega “I am taking the Deck right away”. Ég segi á móti með sömu staðfestu “I am with you”.
    Skyndilega gengur inn á leikvöllinn í farabroddi leikmanna beggja liða, gamall grunnskólabekkjarbróðir minn með bláan (segi og skrifa bláan) Liverpool trefil um hálsinn….. þá hrökk ég upp”
    😯 😯 😯

    Nú skil ég það sem haft var eftir Bill Shankly um fótboltan. Þetta með að hann skildi ekki fólk sem segði að fótbolti væri upp á líf og dauða. Hann er svo mikið meira en bara það!!!

  2. Chelsea – Liverpool.
    Gott að fá upphitun frá þér Kristján. Beið og beið í gær. Spenntur að fá fréttir! Og þvílíkar fréttir ef reynist vera. Ég er sammála þér að ef þetta á að vera leynivopn þá er ekki gott að svona nokkuð sé að leka út. En kannski skiptir þetta engu svona stuttu fyrir leik. Mér líst vel á þessa uppstillingu. Við höfum engu að tapa held ég. Benites er greinilega ekki fyrir neina lognmollu -Það er allt eða ekkert. Sem er betra viðhorf þegar horft er á stóru myndina. En vá……… þetta verður spennandi. Þessi náungi (ég-moi) verður límdur fyrir framan impann klukkutíma fyrir leik -alveg pottþétt. Ekki einu sinni jarðskjálfti fimm á richter fær haggað mér.
    Nota bene, kannski er þessi uppstilling ekki svo byltingarkennd. Kewell þekkir þessa stöðu og meira að segja blómstraði einu sinni í þessari stöðu! Svo er bara að sjá.

    Enda á setningu sem ég pikkaði upp á sömu spjallsíðu og Kristján benti á hér fyrir ofan:

    “No longer sure how important formations really are, it´s more about heart”

    Ég er hjartanlega sammála þessu.

    Go Reds…………..

  3. Ég er alveg sammálu síðasta punktinum, sem Jón benti á. Þetta snýst ekki svo mikið um uppstillinguna, heldur baráttuna. Á móti Olympiakos var það ekki uppstillingin, heldur var það skortur á allri baráttu, sem var vandamálið.

    Benitez þarf að sjá til þess að menn komi á fullu í þennan leik og berjist um hvern einasta bolta. Ef ekki, þá munum við einfaldlega tapa.

    Chelsea hefur ekki fengið á sig mark í **359 mínútur** í Úrvalsdeildinni, eða síðan James Beattie skoraði gegn þeim. Það er kominn tími til að breyta því.

Kirkland með + Gerrard ánægður

Liðið í dag!