Figo og Stevie G

Chris Bascombe greinir frá því í dag að Liverpool séu alvarlega að spá í að [fá Luis Figo til liðsins](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15625605%26method=full%26siteid=50061%26headline=figo%2d%2di%2dwant%2dreds%2dmove-name_page.html).

Greinin vitnar reyndar í vikugömul ummæli Figo (sem við höfum [fjallað um áður](http://www.kop.is/gamalt/2005/06/02/09.28.59/)), þar sem hann segist geta hugsað sér að spila fyrir Liverpool.

Bascombe segir að aðalhindrunin sé sú að Rafa Benitez sé ekki 100% viss. Bæði það að launakröfurnar yrðu sennilega miklar og svo er Rafa (einsog margir Liverpool aðdáendur) ekki vissir um hversu hungraður Luis Figo sé.

Ég held því áfram fram að Figo yrði góð viðbót við þennan hóp. Það er þó langt frá því að vera 100% öruggt. Kannski vill hann bara fín laun og taka því rólega síðustu árin í boltanum. Eeeen, hann getur líka verið ákveðinn í því að sýna Real Madrid mönnum og öðrum að hann sé langt frá því að vera búinn í fótbolta. Frábærir knattspyrnumenn einsog Luis Figo gleyma því ekki skyndilega hvernig á að spila knattspyrnu, þannig að þrátt fyrir slappt tímabil þá er ég sannfærður um að Figo geti verið góð viðbót við þennan hóp.

Við skulum líka ekki gleyma því að það er ekki einsog Figo sé orðinn fertugur. Nei, hann er 32 ára gamall. Nákvæmlega jafngamall og Didi Hamann og Sami Hyypia. Ég vil sjá Figo hjá Liverpool.


Já, og það er merki um breytta tíma að maður kippir sér vart upp við að lesa svona yndislegar fyrirsagnir:

[GERRARD: OF COURSE I WANT TO STAY](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149092050613-1442.htm).

Jamm, það er gaman að vera Liverpool stuðningsmaður þessa dagana 🙂

5 Comments

  1. 32 ára er hann það er rétt. En það hefur oft sannast að aldur í fótbolta er afstæður og má í því samhengi nefna að Pellegrino, sá argi silakeppur er 33 ára gamall…. ekki sá hraðasti í bransanum. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að Figo myndi standa sig hjá Liverpool.

  2. Figo gæti orðið eins og Cantona var fyrir United algjör snillingur og gert út um leiki á eigin spýtur, eða hann gæti verið eins og Kluivert var fyrir Newcastle algjört flopp. Ómögulegt að segja.
    En ef hann kemur fyrir sanngjarnt verð og sanngjarnar launakröfur þá vil ég taka sénsinn.

  3. Ef við fáum hann frítt… og borgum honum laun innan velsæmismarka…. þá er vel þess virði að gera við hann árs samning (möguleiki uppá ár í viðbót) og taka sénsinn…. því ef hann stendur sig og er hungraður þá er hann klárlega einn besti leikmaður í heimi…. ef og þetta ef er þess virði þegar leikmaðurinn heitir Figo! Minni á að hann var keyptur frá Barcelona fyrir 37 mill.punda fyrir aðeins 5 árum síðan

  4. Fínt er við fáum hann free transfer, þá eigum við meiri pening í að styrkja liðið enn frekar væri líka til að sjá EDGAR DAVIDS í liver hann er í miklu uppáhaldi hjá mér enn kannski er hann búin á því , var mjög svekktur í fyrra þegar að hann fór í Inter Milan held að það sé hægt að fá hann frítt líka. Vill bara fá einhver nöfn í sumar ekki einhver ónöfn til dæmis Crouch þá fer ég að halda með everton ef við kaupum hann!!!!

  5. Er hann ekki með samning við þá enþá var held ég verið að tala um að borga 2 millur fyrir hann.
    Annars er ég svona 50 / 50 að fá hann.

Við eigum ennþá Morientes, sko…

Essien og Diouf