Tottenham á morgun

Jæja, það er komið að því. Síðasta upphitunin á þessu tímabili er að verða að veruleika. Mér finnst alltaf jafn gaman að skrifa upphitanir, og kannski eins og margir hafa tekið eftir, þá er ég ekki jafn hrifinn af því að skrifa leikskýrslur. Ástæðan? Veit ekki alveg, það er kannski vegna þess að ég er alltaf bjartsýnn fyrir leiki og hlakka ávallt til þegar er að styttast í leik hjá Liverpool. Eftir leik sem hefur boðið upp á vond úrslit, þá stundum fer ég hreinlega ekki á netið dögum saman. Menn taka þetta misjafnt út, og kannski er þetta einmitt megin ástæðan fyrir því að ég er alltaf “up for” upphitanir.

Hvað um það nóg af mér, þessi leikur er sem sagt á White Hart Lane á morgun gegn liði Tottenham. Ég hef nú komið inn á það nokkrum sinnum áður að Tottenham (ásamt Newcastle) er eitt mesta “næstumþvílið” í Evrópu. Þeir hafa oft verið með mjög öflug lið og eytt fúlgum fjár, en geta samt aldrei tekið þetta skref yfir í það að geta talist sem gott lið. Ég hef ávallt haft svona “soft spot” fyrir þessu liði, finnst það oft á tíðum spila skemmtilegan bolta og hafa margoft haft virkilega góða og skemmtilega leikmenn innan sinna raða. Þeir klúðruðu auðvitað tímabilinu strax í byrjun tímabilsins með fáránlega lélegum úrslitum undir stjórn Jol. Ég fer ekki af því að núna gætu þeir fyrst orðið virkileg “threat” á næsta tímabili, því í fyrsta skipti (nánast síðan ég man eftir mér) eru þeir komnir með stjóra sem ég tel vera virkilega góðan.

Þeirra helsta hætta er auðvitað Berbatov, og svo eiga þeir nokkra öfluga sókndjarfa leikmenn. Vörnin er nokkuð solid þegar kemur að miðvörðunum, en svo eru þeir auðvitað með brandarann Robinson í markinu. Þeir hljóta hreinlega að losa sig við hann í sumar og fá sér alvöru mann í þá stöðu. Woodgate er klassa miðvörður fyrir framan hann og King er einn sá hæfileikaríkasti. Þetta er sem sagt lið sem getur á góðum degi unnið flest öll liðin í deildinni, en ef okkar menn hitta á góðan dag, þá er þetta engin spurning.

Þá að okkar mönnum. Jákvæðar fréttir úr herbúðum okkar, Aurelio og Agger byrjaðir að æfa á nýjan leik. Leikurinn kemur of snemma fyrir Agger, en Aurelio gæti verið klár í slaginn. Hey, Kewell er líka heill, en ég stórefa að einhver missi hjartslátt yfir því, enda hann væntanlega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Það verður einmitt fróðlegt að sjá uppstillinguna, því eflaust munu einhverjir lesa eitthvað út úr henni með það hverjir hverfa á braut í sumar. Ef Liverpool spilar sinn leik, þá á þetta ekki að vera spurning. Ég held að núna snúist málið ekki um að leikmenn séu að spila fyrir framtíð sinni hjá liðinu, það er of seint í rassinn gripið fyrir sumar og þessi síðasti leikur mun ekkert skera úr um það. Ég er mjög beggja blands með uppstillingu á liðinu. Ein röddin í hausnum á mér segir að liðið verði hefðbundið, en önnur treður Crouch inn í liðið. Ég ætla að taka fyrri kostinn og tippa á tiltölulega venjulegt byrjunarlið. Ég reikna jafnframt með því að sjá einhvern af kjúllunum á bekknum. Ég held að Rafa komi öllum á óvart og setji Nemeth þar og leyfi honum því að prófa sig í fyrsta skipti með aðalliðinu.

Reina

Finnan – Carragher – Skrtel – Riise

Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Ég ætla sem sagt að tippa á að Riise fái kveðjuleik frekar en að Insúa spili (reikna ekki með að hann treysti Aurelio inn svona strax eftir meiðslin). Eins og áður sagði, þá var ég í mestum vandræðum með að koma ekki Crouch fyrir í liðinu, þá væntanlega á kostnað Babel eða Kuyt og Gerrard myndi þá færast út á annan hvorn vænginn. Ég er eins og áður ávallt bjartsýnn og held að við endum þetta tímabil on the high. Eigum við að segja að Pepe haldi upp á gullhanskann með því að halda hreinu og þeir Torres og Babel setji sitt hvort kvikindið? Er það ekki bara díll?

Ég vil hér með þakka fyrir lesturinn á upphitunum þetta tímabil, get ekki beðið eftir þeirri næstu því það þýðir að allt er að fara af stað aftur. Við tekur núna algjört silly season þar sem við munum vera með puttann þétt á púlsinum og fjalla um það sem um er að vera hverju sinni.

Bring on Spurs

21 Comments

  1. Trúi því ekki að tímabilið sé búið nánast og hinn stórskemtilegi Íslenskibolti sé tekinn við:(..Hægt samt að hugga sig við að EM fer að byrja,þannig að þetta verður ekki nema rúmur mánuður af fótboltaleysi……

    En að leiknum þá vona ég að allar helstu stjörnurnar verða með ásamt því að
    Krisztian Nemeth fái tækifærið sem hann á sko sannalega skilið..Ekki þarf að kvíla leikmenn fyrir næsta leik og því á maður von á því að það eigi að enda tímabilið með stæl….En fyrst og fremst vona ég að Krisztian Nemeth fái loksins smjörþefinn af PL…

  2. Ef að Torres setur eitt kvikindi og tekur metið af hollenska veðhlaupahestinum þá mun ég brosa, óháð úrslitum leiksins.

    Nema Dawson skori auðvitað.

  3. Takk fyrir góða upphitun SSteinn.

    Ég er forvitinn að sjá Crouch og Torres saman. Kuyt á bekkinn og Gerrard á kantinn. En þetta er sennilega óskhyggja hjá mér. Ég hefði viljað halda í Crouch. Ég vona að hann sé ekki að fara frá okkur. En ég held að hann langi ekki til að eiga aðra svona leiktíð. Hann þarf að spila meira. En ég held líka að ef Crouch er þolinmóður og hann verði áfram þá mun hann spila mun stærri rullu næstu leiktíð.

    Annars er ég ekkert súperbjartsýnn fyrir þennan leik. Engin pressa. Aðeins heiðurinn. En það sama gildir fyrir Tottenham nema þeir hafa kannski meir að sanna þar sem þeir eru á heimavelli.

    Koma svo Liverpool…. og Torres go go

  4. Las á spjallinu á official Liverpool síðunni að Nemeth hafi farið aftur heim til Búlgaríu ásamt hinum Búlgörunum í Liverpool (Simon og Gulacsi) til að spila með u19 ára landsliði Búlgara. Samkvæmt þessu getur hann ekki spilað á móti Tottenham.

    Það var nú miður ef þetta er satt, hefði verið virkilega áhugavert að sjá hann spreyta sig.

  5. Ég er sammála SSteina með liðið. Benítez er ekkert að fara að leika sér að liðsuppstillinguna í þessum leik. Þessi leikur er nokkuð mikilvægur þrátt fyrir allt. Metið hjá Torres og Reina…..og síðan langar öllum að klára tímabilið með góðum sigri. Mjög mikilvægt að klára þetta Tottenham lið.

  6. held nú að metið hanns Reina sé safe þar sem, að ég held, að James sé meiddur og spili ekki leik á morgun… en það er næstum því nauðsyn að Torres slái Vaninum við!! Vona að Németh hafi ekki farið til Ungverjalands, langar ekkert smá að sjá hann spila, þar sem ég hef ekki getað fylgst neitt með varaliðinu, ekkert smá spenntur fyrir þessum leikmanni! áfram liverpoo, það þíðir ekki að við tökum ekki nema 1-2 stig af tottenham þessa leiktíðina

  7. Koma svo Liverpool !!! Væri gott að enda tímabilið með flottum sigri og þá helst svona 3-0… Ég yrði allavega gífurlega sáttur..

    Svo varðandi næsta ár þá er kominn tími á að fá alvöru leikmenn til Liverpool sem eru þá í sama kalíbera og Torres… Hætta að kaupa alltaf miðlungs leikmenn.. Djöfull er það orðið þreytt enda skilar þetta engu.. Enginn fokinn titill í deildinni í alltof mörg ár!! Babel á reyndar eftir að nýtast okkur vel á næsta ári.. Vil fá 1-2 topp klassa defenders og 1 alvöru striker með Torres og þá erum við í business !! Liverpool champs næsta ár …

    Sammála ??

  8. Bara svona til ad monta mig, tha er eg ad fara ad leggja af stad uppeftir til London nuna med midana i away-stukuna i vasanum!

  9. Það er flott ef Riise fær kveðjuleik. Hann er búinn að vera góður hjá okkur, en þetta tímabil er búið að vera erftitt fyrir hann.

  10. Mín tilfinning er sú að um jafntefli verði að ræða en með mörkum þó,
    vona auðvitað að Reina haldi hreinu og Torres skori og það helst 3.
    Væri það ekki enn eitt metið, það er ef Torres setti eina þrennu í viðbót?
    Jæja, óþarfa fabúleringar hjá mér.
    Y.N.W.A!

  11. Er einhver með Sopcast link á leikinn. Er búinn að finna Tvants, en hef aldrei fengið Tvants til að virka almennilega.

  12. The Reds XI in full is: Reina, Insua, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Babel, Gerrard, Mascherano, Kuyt, Torres, Voronin. Subs: Itandje, Hyypia, Finnan, Lucas, Benayoun.

  13. The Reds XI in full is: Reina, Insua, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Babel, Gerrard, Mascherano, Kuyt, Torres, Voronin. Subs: Itandje, Hyypia, Finnan, Lucas, Benayoun.

  14. Hafði rétt fyrir mér þettað með Riise að hann yrði ekki með #2

  15. Ég skil nú ekki hvern fjandann Voronin er að gera í liðinu en Alonso eða Lucas ekki. Eins er líklegt að Riise og Crouch hafi nú þegar leikið sínar síðustu mínútur fyrir Liverpool. Er Pennant meiddur?

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Extra 2

Liðið í dag.