Fjárhagsfréttir

Liverpool Echo-ið komst í ársuppgjör LFC fyrir síðasta fjárhagsár sem nær frá ágúst 2009 til júlí 2010.

Þeir sem vilja geta kíkt á það hér.

Í stuttu máli eru þar bæði jákvæðar og neikvæðar fréttir. Innkoma jókst um 7 milljónir punda milli ára og er þá samningurinn við Standard Chartered ekki kominn inní myndina, sá hljóðar upp á 20 milljónir punda pr. tímabil í stað u.þ.b. 6 milljóna. Vinir okkar í Carlsberg fóru af treyjunum en gerðu samt stóran samning og síðan erum við að fá stærsta samning við íþróttavöruframleiðanda sem gerður hefur verið svo að útlitið tekjulega er fínt.

Neikvætt er auðvitað arfleifð vitleysinganna sem ég nefni ekki aftur á nafn. Heildarútkoman er taprekstur upp á 20 milljónir punda og það þó við hefðum grætt á leikmannamarkaðnum! Vaxtagreiðslur hækkuðu um 5 milljónir punda á ári upp í tæpar 18 og launaseðillinn um 20 milljónir punda. Þar kemur líka í ljós að það kostaði okkur 8 milljónir punda að reka Rafael Benitez og hans starfslið. Mér skilst að við höfum svo keypt Hodgson á 4 milljónir punda og síðan greitt honum um 3 milljónir punda við starfslok hans.

Glaður er ég að kóngurinn stjórnar núna en í sögunni hljóta þessar 15 milljónir að jafnast á við alla mestu vitleysu sem gerð hefur verið í peningamálum þessa félags frá stofnun, jafnast nærri á við söluna til umræddra vitleysinga!

Ian Ayre segir reksturinn í allt öðru fari eftir eigendaskiptin og reiknar með verulegri breytingu fram að næsta uppgjöri. Það gefur auga leið að launaseðillinn verður lækkaður í sumar, hann er einfaldlega alltof hár miðað við gæði. Það mun þýða að við þurfum að selja dýr nöfn sem lítið fá að spila. Jova, Cole, Konchesky, Poulsen, Kyrgiakos og jafnvel Maxi klárlega kandidatar þar, auk þess sem varla verður farið í að semja við Insua og hugsanlega selja menn fleiri sem gætu gefið pening, t.d. N’Gog og Brad Jones. Áðurnefndir auglýsingasamningar munu klárlega skila miklu, nýir eigendur ætla að gera alvöru úr ameríska markaðnum með Warrior samningnum og Asíuferð mun gefa af sér.

Líka er rætt um Anfield. Þar hefur verið gerð greining sem segir völlinn vera efnahagslega hagstæðan næstu fimm árin. Það þýðir í raun að menn ætla sér að vera þá tilbúnir með nýjan völl ef sá kosturinn verður valinn haustið 2016. Ef hins vegar endurbygging Anfield verður valinn munu menn væntanlega fórna efnahagslegu gæðunum fyrr og vera tilbúnir með endurgerðan völl á svipaðri dagsetningu, hugsanlega ári seinna.

Í samantekt held ég að við vitnum í lagið okkar góða og áttum okkur á því að í fjármálunum erum við búin að labba gegn vindbörðu regninu og erum að greina fuglasöng í fjarska, vitandi það að við erum aldrei ein!

64 Comments

  1. Smá off topic, en það er frekar sérstakt að sjá kosningu á leikmanni ársins á Liverpoolfc.tv
    Þar sem að tveir umdeildustu menn Liverpool eru þar að rúlla upp kosningunni.

    Lucas með 38%
    Kuyt með 26 %
    Meirales með 11%

    Og svo er kóngurinnn Gerrard sem hefur vanalega verið ofarlega núna með 1 %

    En að efni þráðarins þá er rosalegt að hugsa til þess ef að Gillet og Hicks hefðu unnið dómsmálið, þá værum við sennilega orðnir gjarldþrota.

  2. Finnst samt undarlegt að sjá ekki Reina á topp 3 í kosningunni. Kannski spilar óvissan um framtíð hans eitthvað inní. Finnst hann hafa verið hvað stabílastur í vetur, og hélt liðinu oft á floti, á meðan allir aðrir voru að leika illa. 12 tapleikir og þessir þrír léku illa í þeim flestöllum. Lucas hins vegar vel að þessu kominn. Hans langbesta tímabil.

  3. Maður verður bara að vera sammála þessu vali, Ásmundur. Í raun hófst tímabilið ekki fyrr en í janúar og nánast enginn lék vel fyrir þann tíma – nema Lucas. Og frá janúar, þrátt fyrir frábæra spilamennsku manna eins og Suarez, Kuyt og Meireles, er erfitt að gefa Lucas ekki verðlaunin líka eftir áramót.
    Þessi grein er ágæt og lýsir vel hversu blindir fjölmiðlar geta oft verið á framlag Lucas:

    There has also been an element of purblindness as far as the Brazilian is concerned. Like Jamie Redknapp reasoning that Liverpool missed Xabi Alonso and using the 4-1 victory at Old Trafford as an example of the Spaniard’s influence. Except Alonso didn’t play in that game. Lucas did, fresh from a trip to the barber’s – and he was brilliant.

    Greinin segir einnig frá því að Stevie Gerrard velji Lucas sem sinn leikmann tímabilsins. Það er óhætt að segja að strákurinn sé búinn að vinna efasemdamenn á sitt band í vetur.
    Annars er nauðsynlegt að staldra við á þessum jákvæðu dögum og skoða ársreikningana fyrir síðasta árið í eigu Hicks & Gillett. Og að átta sig á því að klúbburinn væri nær örugglega orðinn gjaldþrota í dag ef þeim hefði tekist að endurfjármagna lánin sín sl. haust. Það munaði svo litlu að það er skuggaleg tilhugsun.
    Aldrei aftur. Og ef FSG-liðar reynast vera svipaðir úlfar í sauðagæru verður þeim slátrað í svefni, nái Púllarar einhvers staðar til þeirra. Vonum ekki.

  4. Verð nú bara að segja að það er hreinn og klár dónaskapur við þá sem eru að setja inn skýrslur með því að setja inn “off topic” dæmi strax í annarri athugasemd!! 
    Þeir sem eru að setja inn skýrslu eru væntanlega að leggjast í heimildarvinnu osfrv, og umbunin hjá þeim er væntanlega að menn ræði um málefnið sem höfundur er að setja inn.

    það er nú bara þannig (eins og einhver segir hér á síðunni)

  5. Og er eitthvað minni dónaskapur að röfla yfir því strax í 5 svari og leggja ekkert til málanna ?

    Og ef þú lest allt svarið mitt þá sérðu að ég talaði um Gillet og Hicks líka.

  6. Nr. 5 Jóhann
    Já og nei, meðan topic er fjárhagsfréttir þá er nú kannski í lagi að benda aðeins á smá fótboltafréttir líka. 🙂 En leyfum fjármálunum að lifa lengur og hendum síðan bara upp kop.is könnun á næstunni þar sem við veljum sjálf leikmann ársins.

    Annars fátt sem kemur á óvart í þessum tölum og lífsnauðsynlegt að stórlaga þetta fyrir næsta uppgjör. Þegar búið að því líklega. Brottrekstur Benitez og ráðning Hodgson er og verður fyrir mér ennþá með því vitlausara sem gert hefur verið hjá þessu ágæta félagi og þessar tölur undirstrika það þó ég hafi ekkert verið að meina þetta í fjárhagslegum skilningi. Það er við hæfi að það fíaskó var eitt af síðustu verkum þessara fábjána sem við fengum frá USA.

    Blessunarlega stefna nýjir eigeindur á að laga orðspor landa sinna innan Liverpool FC heimsins og gengur vel, mikil var a.m.k þörfin á því.  

  7. Minn kæri Ásmundur!

    Held að það sé enginn dónaskapur að leggja neitt til málanna, hef einfaldelga ekki kynnt mér þessa skýrslu sem Maggi Mark er að vitna í.
    Það væri hinsvegar dónaskapur af minni hálfu að leggja eitthvað til málanna um mál sem ég hef ekki kynnt mér.
     
     

  8. Babu, ég held að það sé allt að því 100% öruggt að við munum koma út í talsverðum plús við næstu ársreikninga:

    Komum út á sléttu í leikmannakaupum í janúar. Kaupum eflaust fyrir meira en verður selt fyrir í sumar en það er þá allavega bara einn gluggi í mínus.
    Standard Chartered-samningurinn kemur inn í þetta. 20m á ári sem voru ekki í reikningunum í fyrra.
    Skuldin var þurrkuð út við eigendaskipti í október í fyrra þannig að það eru engar svimandi háar vaxtagreiðslur í ár.
    Hvíslið það lágt, en liðið gæti verið að detta inn í Evrópukeppni sem gefur allavega eitthvað.
    Eins og Maggi minntist á verður örugglega lögð áhersla á að lækka launakostnaðinn í sumar. Það er, selja menn á svimandi launum sem eru ekki lykilmenn í liðinu og kaupa yngri/betri/hungraðri leikmenn á lægri launum inn í staðinn.

    Og eflaust eitthvað fleira sem veldur því að klúbburinn skilar hagnaði árið 2011. Vonum svo að sá hagnaður aukist enn meira árið 2012, þegar við þurfum sennilega (vonandi) ekki að eyða jafn hárri upphæð í leikmenn og sumarið 2011 og getum (vonandi) fagnað þátttöku í Meistaradeildinni á nýjan leik. Auk þess að þurfa ekki að skipta um knattspyrnustjóra það árið. 😉

  9. Jóhann – ef mér hefði þótt Ásmundur ganga of langt með Lucas-ummælum sínum hefði ég hent þeim út í stað þess að svara þeim og halda þeirri umræðu áfram. Slökum bara á og endilega leyfið mér að sjá um að ritstýra þessari síðu. 🙂

  10. Sælir félagar
     
    Ég viðurkenni dónaskap minn fyrirfram ef mér skyldi verða það á að segja eitthvað óviðeigandi og “utan dagskrár” í þessarri arhugasemd minni.  Ég þakka Magga fyrir skýrsluna sem er mjög góð en gæti verið betri og algjörlega óviðunandi að tala um eitthvað annað en hana í athugsemdum um hana sem eru þá um hana en ekki eitthvað annað.
     
    Sem sagt ég vil frekar tala um hana en hænu – enda væri umræða um hænu algjörlega út í hött ef maður er að tala um hana.  Og hana nú.
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  11. Fyrst af öllu fins mér frábært að þú (Maggi) neitir að nefna vittleisingana á nafn, finst líka að það ætti að banna nöfn þeirra hér á spjallinu, frábært hjá þér…  Þetta er nokkuð athyglisverð upptalning og það sem er best að taka út úr þessu er það jákvæða og það er að klúbburinn er á uppleið og þegar næsta uppgjör verður gert verður staðan væntanlega allt önnur og betri… það skyldi maður allavega ætla af ummælum Ian Ayre að dæma og annað er það nú ekki sem mér finst vert að nefna í þessu samhengi…

    Það eina sem maður bíður eftir núna er að samningur við Dalglish verði gerður að veruleika.

  12. Kristján Atli talar um að kaupa unga leikmenn sem fara fram á lítil laun. Mér hefur nú skilist að Dalglish vilji fá fáa en góða leikmenn eins  og Young og Cahill og þeir verða ekki ódyrir og munu heldur ekki sætta sig við lá laun. Ekki það að ég vilji vera neitt neikvæður en þá segja sumir að illa gangi að semja við kónginn út af því að hann sættir sig ekki við að Comolli eigi einn að sjá um kaup og sölur á leikmönnum svo að við skulum aðeins anda með nefinu áður en við förum að fagna peningamálum Liverpool fyrir næsta ár. Ég vil allavega að Dalglish fái að hafa eitthvað um það að segja hverir verða seldir og keyptir til klúbbsins næstu árin , þegar hann réði síðast þá keypti hann menn eins og John Barnes og Peter Berdsley sem voru dýrstu leikmenn Bretlands á þeim tíma og þeir urðu svo uppistaðan í besta liði sem leikið hefur og þá er næstum sama við hvað er miðað og þannig vil ég sjá hlutina ske aftur og það skeður bara ef Kóngurinn fær að ráða og fær alla þá peninga sem hann vill fá í sumar. Svo að ég vil heldur sjá rauðar tölur í bókhaldinu næsta ár og gott lið sem flýgur beint inn í championslige heldur en smá hagnað sem svo kanske þýðir að við verðum áfram í europalige. Og svo vona ég að Man utd tapi fyrir Barcelona og verði í öðru sæti í deildinni af því að secund sucks og sárindin munu verða svo svakaleg í Ferguson og öllum þessum glory hunters sem þá styðja að það mundi fara langleiðina með að fá mig til að gleyma Hodgson,Gillett,Perslow og Hicks og öllum leiðindonum sem þeir ollu okkar ástkæra liði.

  13. Ég vill sjá launatölurnar hækka en ekki lækka. Það hefur margsinnsi verið bent á að þau lið sem eru að borga bestu launinn eru að ná bestum árangri…. en að sjálfsögðu verða menn að vera topp leikmenn til þess að fá há laun

    Samkvæmt listanum sem var birtur um daginn átti Liverpool 5 leikmenn á topp 100 yfir launhæstu leikmennina. J.Cole er að mér finnst sá eini á þeim lista sem mér finnst ekki eiga heima þar, þannig að þá eru eftir 4 og ég væri til í að fá 5 til viðbótar á þennan lista….topp leikmenn.

    Minnir að Barcelona og Man utd hafi bæði átt 9 eða 10 leikmenn á þessum lista og hvað eru þau lið að gera í dag? 

  14. það þarf að henda út ruslinu sem er með há laun , cole, jova etc og fá inn gæða leikmenn og þeir vilja alvöru laun … en það er alltof mikið af meðalmönnum og jafnvel mönnum sem eru undir meðal, á alltof háum launum þarna . 2 stór signings ( 80-90 þús pund á viku ) og 3-4 ungir leikmenn eða squad signings ( 50-60 þús pund á viku)

  15. það er ekkert svo langt síðan að tom werner kom fram í sjónvarpsviðtali og hann sagði það mjög rækilega að þeir eru væru klárlega EKKI að fara lækka launakostnað heldur HÆKKA hann!!

    svo er það matsatriði hvernig honum er skipt á milli leikmanna…. finnst bara alltilagi að joe cole fái annað tímabil, hann hefur ekki kostað liverpool nema 800,000 pund síðan hann kom

  16. Það er stór munur á því að borga manni sem skilar liðinu einhverju, er reglulega spilandi og á góðum aldri 80-90 þúsund pund á viku í staðinn fyrir t.d. Joe Cole sem lítur út fyrir að nenna ekki að vera þarna. Ég held að það sé þar sem munurinn liggur.

    Við erum með alltof marga slaka/gamla leikmenn sem eru ekki að skila miklu fyrir liðið á of háum launum, það er í raun ekki að fá eitthvað fyrir peninginn. Við munum reyna að losna við þá, henda óþarfa leikmönnum af launaseðlinum og gefa sömu/hærri laun til yngri og betri leikmanna.

  17. Rétt sem að doddijr segir, það ætti að fara varlega í að tala um að það eigi að lækka launakostnað. En það er alveg augljóst að það þarf að fara eyða pening í rétta leikmenn og mér sýnist FSG alveg vita hvað þeir eru að gera. Við vorum að eyða því sem þurfti í Carroll og það er enginn að fara segja mér að Suarez sé á einhverjum sultarlaunum.

    En við erum mjög líklega hættir að borga mönnum eins og Joe, Cole risalaun í mörg ár er hann nálgast endasprettinn á ferlinum og kaup á ellismellum eins og Poulsen og Konchesky heyra sögunni til enda menn með of há laun miðað við getu og svo sannarlega ekkert betri en við eigum fyrir í unglingaliðinu.

  18. Ég held að flestir misskilji áætlanir FSG með launaseðilinn.

    Þeir ætla að hækka hann en að fylla hann af góðum leikmönnum. John Henry sagði þetta nokkrum dögum eftir að hann keypti félagið.

  19. doddijr, hvernig færðu það út að Joe Cole sé bara búinn að kosta okkur 800.000 pund? Ég held að yfirleitt sé talað um að hann sé með ca. 90.000 pund á viku og síðast þegar ég tékkaði voru 52 vikur í árinu og því kostar hann okkur um 4,7 milljónir punda á ári. 4 ára samningur kostar okkur því tæpar 20 milljónir punda. Það væri hægt að kaupa ágætan leikmann fyrir þá fjárhæð.

  20. @ 17…  Mikid er eg ther sammala…En munid ad enska deildin er marathon en ekki spretthlaup..En ykkur mun ørugglega ganga betur a næsta timabili !…..Rett eins og eg er øruggur um ad minir menn komast i efstu deild.

  21. Ég hef trú á því að launaseðillinn okkar verði lækkaður til að byrja með.

     

    Við erum með gríðarlegan fjölda leikmanna á samningi og ég er alveg handviss um það að verulega verður fækkað af fullorðnum leikmönnum sem ekki eru fastamenn í liði.  Augljósastur er Joe Cole með rúmlega 90K, Maxi er með 90K, Jova með 65K, Poulsen 50K og Konchesky 35K. Á ársgrundvelli eru þetta rúmlega 17 milljónir punda í launagreiðslur til leikmanna sem spila stopult.  Er alveg viss um að Kyrgiakos fær ekki nýjan samning og við verðum líka að skoða þetta þegar við t.d. ræðum um Aquilani sem er með um 80K á viku og Agger í kringum 100K.

     

    Ungir menn eins og Pacheco, Ayala, N’Gog, Amoo og Eccleston verða líka undir hamrinum til að fækka á launaskránni, gætum alveg séð þá kveðja.  Í raun bara Ayala sem er fastur maður í sínu lánsliði í neðri deild.  Satt að segja veit maður ekki alveg hvort ástæð er til að hamast í því að halda mönnum sem ekki eru byrjunarmenn í liðum eins og Norwich, Hull og Charlton orðnir 20 ára gamlir…

     

    Svo launaseðillinn verður lækkaður til að byrja með og svo hugsanlega settur í sömu hæðir, en þá með afburðaleikmönnum.  Held að samningar með launatölum eins og Maxi, Agger og Cole sjá núna séu liðin tíð á Anfield.

  22. #16 DoddiJr

    Hvernig færðu út að joe cole hafi kostað okkur 800.000 pund síðan hann kom ? Gæjinn er með 90-100 þús pund á viku og er buinn að vera hja okkur i tæpt ár ??

    Þetta slagar öruglega hatt uppi 5 milljonir punda sem að hefur kostað fyrir okkur að láta hann halda bekknum heitum 🙂

  23. Ég er nú ekki sammála því að það ætti að losa Maxi undan samning við félagið, Hann var vissulega ekki búinn að standa undir væntingum en í þeim fáum leikjum sem hann hefur spilað undir stjórn King Kenny þá er hann vel þess virði að vera með þessi laun, ef hann verður meira notaður að sjálfsögðu.
    Joe Cole er aftur á móti maður sem mætti losna undan samning ef hann verður ekki notaður meira en þetta.
    Poulsen og Milan mættu svo fara sömu leið enda gera eir ekkert nema að hirða laun.

    En það er erfitt að ætla að lækka launakostnað og ætla samtímis að berjast á öllum vígstöðum, en vonandi finna þeir menn sem allavega vinna inn fyrir þessum launum þá gæti mér ekki verið meira sama hvað þeir þéna.

  24. Þröstur í 20. Auðvitað má kaupa leikmann fyrir 20 milljónir punda, en það þarf líka að borga honum laun. Yfirleitt eru þessir dýru leikmenn ekkert ódýrir í rekstri og því er ekki óeðlilegt að maður eins og Suarez sé á 100 þúsund pundum á viku, og því muni hann á endanum “kosta” okkur yfir 40 milljónir punda, kaupverð + laun.

  25. Það sem menn eru að reyna að segja en enginn hérna virðist skilja er að launakostnaður per leikmann eins og þá sem eru í varaliði muni lækka meðan launakostnaður þeirra sem eru í aðalliði muni hækka. Meðal launakostnaður muni haldast sá sami eða jafnvel hækka aðeins við það en klassa leikmenn sem eru að spila í hverri viku fá hærri laun fyrir vikið. 

    Það er auðvitað ekki verið gagngert að fara í að slægja aðdráttarafl Liverpool með því að lækka þann launakostnað sem fyrir er hjá félaginu, það væri heimska. Myndi skilja það ef að Liverpool væri í mun hærri launakostnaði en United en svo er ekki.

    Varðandi tekjulindina og fjármálin almennt svo ég segi ekki eitthvað um það, vil ekki fá Jóhann á bakið á mér fyrir það að tala um eitthvað annað,  þá er Liverpool ekkert að fara að skila einhverjum blússandi hagnaði á næsta ári heldur. Þetta er þrátt fyrir nýja og mun betri styrktar og búninga samninga. Afhverju?? Það er jú planið að eyða því í leikmenn sem að Liverpool FC aflar er það ekki ?? Varla eru FSG menn að fara að leggja eigin ávísanahefti inn í þetta ?? Ég myndi giska á að Liverpool sé að fara að sjá taprekstur næst einnig en svo þegar um hægist og ekki þörf á eins viðamiklum kaupum á einu bretti eins og í sumar þá fari efnahagsreikningurinn að verða jákvæður og jafnvel að skila af sér nokkuð górði afkomu. 

    Strákar mínir mæli með Fjárhagsbókhaldi   í HR !!

  26. biðst innilega forlárts félagar… hélt að hann væri með 90,000 á mánuði 🙂

  27. Það væri aftur á móti óskandi doddi 🙂 Þá mætti hann alveg þvælast áfram á Melwood fyrir mér.

  28. Það sem menn eru að reyna að segja en enginn hérna virðist skilja er að launakostnaður per leikmann eins og þá sem eru í varaliði muni lækka meðan launakostnaður þeirra sem eru í aðalliði muni hækka.

    Erum við ekki nokkurnvegin búnir að vera segja það?

    þá er Liverpool ekkert að fara að skila einhverjum blússandi hagnaði á næsta ári heldur. Þetta er þrátt fyrir nýja og mun betri styrktar og búninga samninga. Afhverju?? Það er jú planið að eyða því í leikmenn sem að Liverpool FC aflar er það ekki ??

    Hárrétt, það flokkast samt alveg klárlega sem mikið betri afkomutölur fyrir því og því kannski hægt að tala um blússandi “hagnað”.

    Ef við losnum við:– svimandi háar og lamandi vaxtagreiðslur af láni sem tekið var til að kaupa klúbb sem var svo gott sem skuldlaus áður en hann var keyptur til að byrja með,
    – að reka rándýran stjóra og starfslið aðeins til að ráða rándýran og vonlausan stjóra sem er rekinn stuttu seinna með tilheyrandi kostnaði.
    – að borga varaliðsmönnum sem fá svo gott sem ekkert að spila gríðarlega og fáránlega há laun
    – að rýra verðmaæti leikmannahópsins á hverju ári með að kaupa gamla og verðlausa leikmenn.

    Ef við hreinsum þetta út og fáum í staðin:
    – Nýja leikmenn sem annaðhvort bæta leik liðsins töluvert og/eða hafa fínt endursöluverð næstu ár.

    Þá skiptir ekki öllu hvort staðan í bókhaldinu verði græn eða smá rauð. Það er blússandi “hagnaður” miðað við síðata ár og ég vona svo sannarlega að nákvæmlega þetta verði raunin, þ.e. að þeir eyði öllum hagnaði í að byggja upp lið sem getur náð árangri og þannig skilað ennþá meiri hagnaði.

    FSG veit það vel að til að ná sem bestum árangri, bæði hvað sigurlaun varðar og ekki síður í auglýsingatekjum þarf að vera með lið sem nær árangri, því meiri árangur því meiri tekjur.

    Það er ógnvænlegt að hugsa sér auglýsingatekjur og slíkt ef við myndum nú loksins brjóta EPL múrinn á næstu árum.

    FSG veit vel af því.

  29. Athyglisvert line-up í varaliðsleiknum sem er á eftir gegn ManUtd.
     
    Confirmed #LFC reserves line-up: Chamberlain; Mendy, Wisdom, Wilson, Irwin; Suso, Poulsen, Shelvey, Ince; Cole, Ngog.
     
    Þarna eru nokkrir að fá að spila sem hafa ekki verið mikið með að undanförnu eins og Wilson, Poulsen & fl.

  30. Nokkuð góðar ábendingar hjá þér 13 #Tommi, og það er að ég held alveg deginum ljósara að það er ekki hægt að einsetja sér að kaupa bara unga leikmenn, þa verða að koma reindir leikmenn og það eru nokkrir eflaust í sigtinu og það er ég viss um að þeir verða ekki á neinum lúsarlaunum. Hitt er svo annað að það eru allt of margir leikmenn sem ekkert geta hjá okkur sem eru á allt of háum launum, samanber tiltekt hér að ofan 22 #Maggi.

    Það er búið að vera skrifa um að það eigi að kaupa leikmenn og eiða peningum í sumar, hversu áræðanlegar fréttir það eru veit ég ekki, en hitt veit ég að það er algerlega fáránlegt að ráða stjóra sem hefur ekkert með það að segja hverjir verða seldir og hverkir peyptir, bara einfaldlega gengur ekki…

    Það væri hægt að skrifa hér endalaust um þessi mál og til þess er þessi vetvangur nú einu sinni, en ég ætla að láta staðar numið hér… og vona bara eins og einn penni hér að ofan nefndi, þá þarf það að vera í forgangi að koma okkur í CL á næstu leiktíð, sem og að gera alvarlega tillögu að tittlinum…

  31. Að sjá þessar launatölur frá Magga í #22 er rosalegt, þeas ef við gefum okkur það að þær séu réttar.
    Þarna eru miðlungsleikmenn á svimandi launum, og hreinlega alltof margir sem eru ekkert að nýtast okkur. Held að það sé hægt að taka verulega til.
    Annað sem þessar launatölur sýna er hvað það er svakaleg bóla í gangi í launamálum í fótboltaheiminum, ég neita að trúa að þetta sé sustainable til lengdar. Það er einsog menn séu að hamstra áfengi á barnum rétt áður en hann lokar. Fair play reglurnar eiga væntanlega eftir að kippa mörgum klúbbum og leikmönnum vel niður á jörðina.

  32. Haukur Logi #26, það er alltaf gaman að tala niður til manna – en verður vandræðilegt þegar menn hafa ekki vit á  hlutunum….

    Það er nú eini sinni þannig að leikmenn eru afskrifaðir, og þar með gjaldfærðir í rekstri (þú veist eins og fjárhagsbókhaldið í HR segir líklega til um, útskýrir rekstrarreikningin betur. Og víst við erum að velta okkur uppúr fjármálum þá kemur HÍ mun betur við veskið á landanum, með betri kennslu í þokkabót. Færð BS og Master gráðu þar fyrir svipaðan pening og önnin er á í HR. Kanski betra að mæla með því á þessum verstu tímum) á þeim tíma sem samningurinn nær til. Kaupin á Carroll fara til að mynda í gegnum rekstur á þessum fimm og hálfu ári sem samningurinn nær til.

    Þar fyrir utan segir rekstrarreikningurinn afskaplega lítið sem slíkur, ef menn vilja fara að skoða reksturinn betur þá ættu menn að skoða sjóðsstreymið frekar en reksturinn á einstaka rekstrarári.

  33. Shelvey að jafna fyrir Varaliðið 1-1… Alvöru Stevie G mark. Fengum aukaspyrnu á 25 metrunum. Joe cole tók spyrnuna, rúllaði honum fyrir Shelvey sem hamraði honum í fjær hornið 🙂

  34. @Haukur Logi 26 . Hvernig er það, kenna þeir ekki muninn á efnahags og rekstrarreikning þarna uppí HR?
    Þú kannski lítur við hjá þeim í JJ fjármálum og færð þá til að útlista þetta fyrir þér. Hef heyrt að þeir séu með toppverð og hlutina á hreinu!

  35. Var að horfa á varaliðsleikinn og er mjög hrifinn af Shelvey, Suzu og Wilson. Framtíðlrleikmann og óþarfi að kaupa dýra menn í þeirra stöður innan fárra ára. Gott fyrir bókhaldið:-)

  36. Hvað finst ykkur um að fá ein fætta normannin hann risse aftur á anfield?

  37. Shelvey greinilega farinn að reyna að falla inn í hópinn hjá Meireles, Agger og Skrtel! Kominn með tattoo!

    http://assets.liverpoolfc.tv/uploads/copy_of_prop110505-42-liverpool_man_utd.jpg

    Ps. Afsakið þráðarán en ég er ekki alveg nógu fróður um fjármálin svo að ég ætla bara að halda mig við að off topic’a. En svona til að bæta við einhverju þá er ég sáttur með nýju eigendurnar og þeirra vinnu sem þeir eru að koma í gegn bæði innan sem utan vallar.

  38. Ja, ekki ætla ég mér að reyna að halda því fram að ég sé sérfræðingur í fjármálum, þó síður sé.  Langaði samt að kommenta því hér inn að mjög fróður maður í fjármálum fótboltafélaga á Englandi sagði mér það að leikmenn séu ekki eignfærði og þar með ekki heldur afskrifaðir í bókhaldi.  Þeir eru víst gjaldfærðir í bókhaldi, bæði kaupverð og aðrar greiðslur.  Ekki það að það skipti hér einhverju höfuð máli, varð samt að henda þessu inn 🙂

    En annars góð grein Maggi og það er algjörlega ljóst að rekstur okkar ástkæra félags horfir nú margfalt betur við en áður, sem veit vonandi á mun bjartari tíma framundan.

  39. Spá í að breyta þessari umræðu í hárið á Joe Cole. Er það ekki farið að þynnast?

    En allavega lýst mér frábærlega á flesta þá hluti sem eru í gangi á Anfield þessa dagana.
    Virðist allt benda til þess að klúbburinn sé á hraðleið í að detta í sama klassa og þessi síða hérna. 😉

  40. Steinn #44. Það er ekki rétt hjá þér, skv FRS 10 segir:
    “FRS 10 requires investments in player contracts by football companies to  be capitalized and amortized”

  41. Hvað er ekki rétt hjá mér Elías?  Að þessi aðili hafi sagt mér þetta?  Hann sagði þetta víst 🙂  En eins og ég sagði í byrjun, þá er ég fjarri því að vera fróður um svona fjármáladæmi, fjarri því og ætla því alls ekki að rengja þig því þú lítur út fyrir að vita um hvað þú ert að tala.  Ég hef meira að segja ekki hugmynd um það hvað FRS er.

  42. Maggi, ég er reyndar ekki að kaupa allar þessar launatölur sem eru í póstinum hjá þér.  Ég hélt að Maxi væri “einungis” á rúmum 50 þúsund pundum á viku, sama og Jovanovic.  Er reyndar líka nokkuð viss um að Agger er töluvert lægri en 100k, eiginlega meira en nokkuð viss um það, hann held ég að sé nærri 60 þúsund pundunum, sama með Alberto.  Ekki að þetta skipti neinu höfuð máli í þessari umræðu, breytir því ekki að það eru nokkrir “fringe” leikmenn á alltof háum samningum og spila lítið sem ekki neitt.

  43. @Elías Þór
    Var ég að tala niður til manna eða ?? Erfitt að tala niður til einhvers sem maður þekkir ekki eða veit ekki einu sinni hver er! Hvort HÍ eða HR er betra ætla ég ekki að fara að rífast um, verið í báðum skólum og finnst báðir góðir. Hér er rætt um Liverpool en ekki háskóla. Þetta með fjárhagsbókhaldið var auðvitað kaldhæðni ef þú ert ekki að fatta það!

  44. Ég tala svo bara niður til United manna en ber virðingu fyrir öðrum :):):)

  45. Ef að Agger væri með 100 þús pund á viku og Maxi með 90 þús pund á viku þá hefðu þeir verið á þessum lista yfir launhæstu knattspyrnumenn heims sem birtur var um daginn, en svo var ekki.

  46. http://fotbolti.net/fullStory.php?id=107457

    Samkvæmt þessum lista er:
    S.Gerrard með c.a. 140.000 pund á viku
    G.Johson með c.a 120.000 pund á viku
    J.Cole með c.a 100.000 pund á viku
    A.Carroll með c.a 93.000 pund á viku
    J.Carragher með c.a 84.000 pund á viku.

    Sá sem er neðstur á þessum listar er með c.a 70.000 pund á viku þannig að ég held að Agger sé ekki með 90.000 pund

  47. Svo er það væntanlega með alla þessa leikmenn að þeir eru með einhverja fasta tölu og svo eru alls konar bónusar fyrir spilaða leiki, árangur o.s.frv. Þannig að það væntanlega voðalega erfitt að slá á nákvæma tölu. Hérna er svo náttúrulega frægasti launaseðill Liverpool, sem John Arne Riise missti út á internetið, þannig að hægt er að sjá hvernig þetta er sett upp.

  48. Ég ætla rétt að vona að Herra Liverpool fái einhverja bónusa umfram þessi laun.
    Fáránlegt að Joe Cole Og Glen Johnson fái hærri laun en Carra!

  49. Mér finnst Cole alltof hár, og Glen Johnson mætti vera svona 90-100…. en hvar er Pepe Reina… á þessum lista sem ég benti á hér að ofan eru 6 markmenn, en ekki besti markmaður í heimi.

  50. Ætli það sé tilviljun að tveir gamlir chel$ki menn séu með svona há laun? Líklega voru þeir með svo há laun þar að það var erfiðara að semja við þá á lærri launum en þetta, og auðvitað að Cole á free transfer.

    En ég er alveg sammála finnst Glen og Cole með aaalltof há laun.. Sérstaklega auðvitað Cole þar sem hann kemst ekki í liðið og stundum ekki í hóp einu sinni. Ef ég ætti að gera top 5 leikmenn sem ættu að vera launahæstir hjá okkur væri hann líklega svona.

    Gerrard
    Carragher
    Suarez
    Reina
    Carroll

  51. Já sælir Essien með 5.5 m meðan Yaya Toure er með rúmar 18 millur ! Þetta shitty lið er náttúrulega alveg eðlilegt…

  52. Smá off topic. Peter Odemwinge valinn leikmaður apríl og Anchelotti stjóri mánaðarins. Ekki það að þessir tveir séu ekki vel að þessu komnir en ég bara skil ekki hvers vegna er gengið fram hjá Dalglish og leikmönnum Liverpool. Kannski verður Dalglish stjóri maí mánaðar.

  53. Mér lýst gríðarlega vel á framtíðina hjá okkur um þessar mundir. Ég held að við hefðum bara ekki getað verið heppnari með eigendur. Við lendum ekki í hóp með City og Chelsea sem eru í FM þeirra súper ríku. Við erum líka lausir við að vera með eigendur líkt og G6H og Gilazer sem eru bara í þessu svo þeir geti tekið útúr þessum business sem mestan pening. (gaman að vera Glazer sem getur ekki einu sinni mætt á eigin heimavöll)

    FSN hafa sýnt fram á að þeir hafa mikinn metnað þegar kemur að árangri í íþróttum. Þeir vita það að Liverpool þarf helst að verða meistari og spila í Meistaradeildinni til að full nýta möguleikana sem LiverpoolFC svo sannarlega hefur.

    Það er með hreinum ólíkindum hversu massífan fan base þetta lið á enn þann dag í dag, þó liðin séu meira en 20 ár síðan þeir voru upp á sitt besta. Ég sé bara ekki mörg lið leika þetta eftir. Liverpool er eitt að stærstu nöfnunum í fótboltanum og held ég með góðri markaðsetningu sem okkar nýju eigendur virðast vita mikið um og ekki síst góðum árangri á fótboltavellinum er ekkert sem stöðvar Liverpool að verða enn stærra og jafnvel jafn stærsta nafnið í fótboltanum á alþjóða vísu. 

    Ég er stoltur að hafa verið Liverpool aðdáandi í yfir 20 ár og hlakka til að vera Liverpool aðdáandi næstu 20 plús.

    The future is bright, the future is Liverpool FC !

  54. 62. Haukur. Liverpool tapaði fyrir WBA, það er ástæðan held ég. Chelsea vann alla leiki nema einn, gerði jafntefli þar.

Deildarstaða sl. tvö ár

Sögur af misgóðum mönnum