Í kvöld var tilkynnt á opinberri heimasíðu Liverpool FC að búið er að ráða Kevin nokkurn Keen sem þjálfara aðalliðsins og verður hann mættur til starfa á Melwood í fyrramálið þegar leikmennirnir koma til æfinga eftir sumarfrí.
Kevin þessi var nokkuð öflugur leikmaður á sínum tíma, helst náði hann árangri í léttleikandi West Ham liði á níunda áratug síðustu aldar. Hann starfaði sem þjálfari og síðar aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Hömrunum frá árinu 2002 allt þar til í dag. Hann stjórnaði West Ham í síðasta leik liðins tímabils eftir að Avram Grant hafði verið rekinn og lék þann leik líka árið 2008 þegar hann var bráðabirgðastjóri í kjölfar brottreksturs Alan Curbishley og þar til Gianfranco Zola og Steve Clarke tóku við.
Keen er 44ra ára gamall og er mikils metinn þjálfari. Það er alveg ljóst að ráðning hans sýnir enn á ný hversu hátt klúbburinn metur Steve Clarke, þarna er verið að velja inn þjálfara sem að Clarke vill hafa með sér og þar með auka áhrif hans á æfingavellinum. Þeir náðu vel saman hjá West Ham og nú ætla þeir sér að ná frekari árangri undir stjórn kóngsins.
Keen var við vinnu hjá West Ham á meðan félagið var í íslenskri eigu og þótti afar samviskusamur og klár náungi með þægilega nærveru og öflugan fótboltahaus.
Velkominn til starfa hr. Keen!!!
Uppfært (Babu)
Mættur til starfa ásamt megningu af liðinu
Frábært að fá fleiri góða þjálfara til Liverpool
Betri er Keen en Kean!
Og enn betri en Keane
Eg las Kevin Keegan! djøfull hefdi thad verid magnad teymi…
Þið eruð magnaðir að gera stórfrétt um einhvern nobody….þvílík vonbrigði að þetta skuli ekki vera einhver alvöru kall, enn einn meðaljóninn!!!
Já frekar skondin frétt. Hljómar eins og einhver gæi sem Allardyce vildi strax losna við hjá West Ham, ekki að Liverpool sé búið að berjast eitthvað við að ná í.
Er þetta ekki aðstoðarmaður Clark. Hver var aðstoðarmaður Sammy Lee ? Einhver stórmerkilegur eflaust sem er enn við störf. Er ekki bara verið að bæta við þjálfunarhópinn, eitthvað sem sýnir bara metnað en ekki metnaðarleysi !!
“Brilliant – I thought West Ham should have made him manager. Once Allardyce came in, though, a coach committed to pass-and-move was never going to stick around.
news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/13433281.stm
Tekið af official síðunni en þar er einmitt talað um að þessi náungi er með “pass & move” hugarfara, smellpassar inn í hugmyndafræði Kenny.
Við skulum hafa það á hreinu áður en við missum okkur yfir þessum gæja að West Ham vildi hann ekki sem stjóra hjá sér, þeir völdu frekar Avram Grant….segir meira en mörg orð um þennan Keen gæja!
@Johnny nr. 9…Það gæti líka sagt meira en mörg orð um þá ágætu eigendur, Gold og Sullivan, sem hafa ekki beint verið að ríða feitum hesti frá þeirra komu.
tökum við ekki scott parker með bara;)
Johnny Smith, hvern hefðir þú þá viljað sjá sem þjálfara í aðalliðinu fyrst Keen er ekki nógu stórt nafn? Fyrst þú ert svona vel að þér í þjálfaraheiminum þá getur þú kannski frætt okkur hina um það?
Mr. Keen, velkominn til starfa.
Verð samt að viðurkenna að ég var nú frekar að vonast eftir því að fá Hyypia eða Haman í þjálfarateymið en það er auðvitað byggt á nostalgiu um þessa einstaklinga og ég veit ekkert um getu Keen til þjálfunarstarfa.
Já frekar skondin frétt. Hljómar eins og einhver gæi sem Allardyce vildi strax losna við hjá West Ham, ekki að Liverpool sé búið að berjast eitthvað við að ná í.
Þú verður bara að fyrirgefa en þessi ummæli eru einmitt hrós í mínum augum, það að Fat Sam vilji ekki nota hann segir mér að þarna sé hugsandi einstaklingur á ferð en ekki einhver í anda Allerdyce.
Síðan má alveg benda á að þetta er ekki fréttasíða. Þetta er svæði þar sem nokkrir Liverpool stuðningsmenn blogga um hugrenningar sínar um sitt fótboltalið, allt sem þeim dettur til hugar að pæla í. Þetta er ekki gert til að uppfylla upplýsingaþörf okkar sem lesum þetta heldur stendur þetta opið svo aðrir áhugasamir einstaklingar geti commentað og spjallað saman um þær pælingar sem þeir setja fram. Ef einhver er ósáttur við það sem er verið að fjalla um þá er alveg vert að hafa það í huga að við erum inni á einkasíðu annars aðila og það er nánast eins og að vera í heimsókn hjá honum, farðu annað ef þér hugnast ekki það sem er verið að fjalla um í stað þess að standa í miðri stofunni og drulla á allt í kringum þig (þetta er almennt orðalag og ekki beint til neins sérstaks).
Þar fyrir utan þykir mér skondið að sjá ummælin undanfarið, er allt að fyllast hér af frekum krökkum sem vilja bara fá allt fyrir ekkert og helst í gær?
Myndi helst vilja gefa ummælum nr. 13 minnst 13 þumla upp!!!
Auðvitað hefði verið gaman að fá nostalgíunafn ef eitthvað slíkt hefði verið tilbúið í slaginn en með allri virðingu í heiminum fyrir okkar gömlu stjörnum eru þeir ekki margir á þjálfaramarkaðnum sem fara nálægt þeim hæfileikum og reynslu sem Keen hefur. Þessi maður hefur verið þjálfari í 9 ár hjá liði í efstu deild, þar af 5 ár sem einn aðalþjálfara þess liðs.
West Ham United hefur löngum verið þekkt sem lið sem spilar “pass and move” fótbolta og þess vegna var farið í þeirra smiðju að ná í starfsmann. Keen var í þriggja manna teymi með Zola og Clarke og var ekki látinn fara með þeim. Svo í vor þegar Grant var látinn fara var talið mjög líklegt að hann tæki við liðinu, ekki síst vegna þess að það var ósk leikmannanna.
En mannvitsbrekkurnar sem eiga West Ham ákváðu að ráða Sam Allardyce til að stjórna þeim klúbbi sem utan okkar klúbbs er sá sem þekktastur hefur verið í gegnum tíðina fyrir gæðaknattspyrnu. Keen var boðið starf aðstoðarmanns þar en sagði að sjálfsögðu nei.
Það að tala um metnaðarleysi í þessu tilviki er auðvitað bara kjánalegt og sýnir frekar það sem talað er um í færslu nr. 13 – það að við séum að verða hálf vænisjúkur þjóðflokkur sem teljum nöfn skipta meira máli en hæfileikar og eigum bara að kaupa inn eftir Fifa 11. Andre Vilas Boas, Rafa Benitez, José Mourinho, Arsene Wenger og Alex Ferguson náðu ekki árangri sem knattspyrnumenn en ég tel þá umtalsvert betri þjálfara en Paul Gascoigne, Eric Cantona, Ian Rush eða Graeme Souness.
Þessi ráðning er algerlega í takt við þá fílósófíu sem liðið okkar stendur fyrir. Hæfileikaríkur þjálfari með réttar áherslur en ekki stórt og mikið nafn sem tekur til sín athygli frá klúbbnum okkar.
Og í guðs bænum hættum að halda það að til þess að hafa skoðun á hlutunum þurfi maður að vera neikvæð(ur) – það er algengur misskilningur þessa dagana, allt hjal um metnaðarleysi t.d. er óþarft. FSG og Kenny Dalglish verða ekki vændir um slíkt þó þeir eyði ekki tíma og peningum af krafti í vitleysu!!!
Ertu þá að meina að við (kop.is) eigum að rífa upp veskið og bara kaupa einn helvítis leikmann til að þóknast þér? Fréttin um Kevin Keen er sú stærsta sem komið hefur úr herbúðum Liverpool sl. viku og því fær hún sér færslu hér. Skoðaðu lokaorðin í ummælum nr.13 og kannaðu hvort þetta eigi við þig.
Hvað Keen varðar þá vitum við fyrir það fyrsta ekkert um þennan mann þannig séð og því síður hvaða kosti hann hefur. Ef Dalglish og Clarke vilja fá hann þá er það nóg fyrir mig. Að nota það sem höggstað á hann að West Ham hafi ekki viljað hann sem framkvæmdastjóra er hlæjilegt að mínu mati enda erum við fyrir það fyrsta ekkert að ráða hann til að stýra Liverpool liðinu og þar fyrir utan réðu WHU Avram Grant og FÉLLU og ætla sér að laga það með því að fá inn Fat Sam Allardyce!
Verði þeim að góðu.
Glæsilegt þá er þjálfarateymið komið á hreint, hvað er þá næst? Jú klára að gera hópinn fyrir næsta tímabil. Mjög sáttur við að missa að Clichy hann er búin að vera að mínu mati einhver sá lélegasti bakvörðuð hjá toppliðunum síðustu 2 ár. Liverpool vantar betri bakvörð en Clichy.
En velkominn til starfa kevin Keen.
Finn það á mér að eitthvað frábært fer í gegn í þessari viku. Hvað það er veit ég ekki! En flott að fá Keen í teymið. Nú er liverpool liðið að koma saman til æfinga í dag, er ekki rétt hjá mér að einu mennirnir sem að mæta ekki eru Lucas og Luis?
Mikið rosalega er mig farið að þyrsta í einhverjar leikmannafréttir… en maður verður víst að bíða þolinmóður og treysta því að verið sé að vinna hörðum höndum bakvið tjöldin.
http://www.gettyimages.com/Search/Search.aspx?contractUrl=2&language=en-US&family=editorial&p=liverpool&assetType=image&ep=2
Myndir frá Liverpool æfingu í morgun 🙂
Spennan magnast hægt og rólega. Góðir hlutir gerast hægt. 🙂 Ekkert moldviðri eða fjaðrafok í gangi í kringum Liverpool. Mikið er það góð tilfinning. Samt er eitthvað í loftinu. Ég hef fulla trú á King Kenny og frábæru þjálfara teymi hans… Hjartanlega velkominn Keen! Nýjum eigendum lætur betur að berast lítið á og láta verkin tala. Ég er svo fáranlega bjartsýnn fyrir næstu leiktíð að jafnvel þó engin stórkostleg tíðindi gerist í leikmannamálum þá hef ég tröllatrú á þeim leikmannahóp sem fyrir er!!
YNWA
Athyglisverð umræða hér og reyndar eru fyrri umræðuþræðir einnig áhugaverðir. Mér finnst samt bera svolítið á því að menn vilji fá einhverjar ofurstjörnur, einhver nöfn, óháð því hvort að þær “stjörnur” passi inn í heildardæmið. Það að Westham vildi frekar Grant sem stjóra en Keen segir ekki nokkurn skapaðan hlut varðandi það hvort að Keen passi inn í heildarpakkann hjá okkur. Ég ætla að leyfa mér að treysta því að Kenny viti hvað hann er að gera. Dæmum hann síðan af verkunum.
http://www.soccerex.com/industry-news/new-york-times-co-reduces-fenway-sports-group-stake/
Alveg óviðkomandi þræðinum, afsakið það. Fannst þetta bara áhugavert og væri til í að vita hverjir þessir nýju hluthafar eru.
Í guðanna bænum Ágúst, vertu ekki að setja tengla á rauðnef halda á 19 dollunni eða framhjáhaldarann flaggandi lausaleikskrógunum sínum. (“,)
Mér finnst fólk hérna vera voðalega gleymið og fljótt að skella einhverjum hörðum og neikvæðum orðum á FSG, Dalgish og Comolli. Er fólk hérna virkilega búið að gleyma að þetta eru mennirnir sem náðu Suarez og Carroll inn á sama andartaki og Torres fór út! Þeir hafa einnig fengið Jordan Henderson sem stóð sig mjög vel á seinasta tímabili.
Leikmannakaup munu koma! Þolinmæði þrautir vinnur allar. Ef þeir teldu einhver kaup lífs nauðsynleg þá væru þeir leikmenn komnir til Liverpool. Ég held að menn eins og Downing og Adam séu ekki komnir vegna þess að FSG ætlar ekki að láta mjólka sig! Leikmenn koma 🙂 Verum rólegir.
#19: Þarna er sérlega gaman að sjá Aquilani mættan til leiks. Nokkrir aðrir eru líka mættir sem maður átti kannski ekki von á að sjá, Brad Jones, Christian Poulsen, David N´Gog og jafnvel Joe Cole. Þetta eru allt fagmenn sem mæta til vinnu þótt eitthvað sé jafnvel í gangi bakvið tjöldin og kannski segja þessar myndir okkur lítið sem ekkert.
Ég er hins vegar fullviss um að Keen passi vel inn í þjálfarateymið og kemur þar í stað Sammy Lee sem er kannski meiri kraftaboltaþjálfari.
Ég held að það sé nú á hreinu að Johnny Smith sé ekki Liverpool stuðningsmaður. Líklegast er þetta bara einhver náungi að reyna að skemma móralinn á þessari frábæru síðu. Staðreyndin er nefnilega sú að ekkert annað lið í ensku deildinni á jafn stórfenglega bloggsíðu á Íslandi og við Liverpool menn. Og það er staðreynd að stuðningsmenn annarra liða öfunda okkur mikið af þessari síðu og oftar en ekki þá eru það laumulesarar líka.
YNWA
Liverpool mun bjóða Tottenham að fá Alberto Aquilani sem hluti af kaupverðinu fyrir Aaron Lennon. (Fantatix)
Liverpool ætlar einnig að gera aðra tilraun til að fá Jose Enrique frá Newcastle eftir að félaginu mistókst að krækja í Gael Clichy. (Footie Online)
RITSKOÐAÐ – slúður um Downing af klósettpappír sem ekki á heima á þessari síðu. Þetta er ekki flókin regla.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=110797 hvernig er þetta
LFC Transfer Speculations:
According to serbian media Jovanovic has been released from #LFC without any compensation and have to look and find a new club. Jovanovic has confirmed to a serbian site that hes in talks with Greek side Olympiakos.
Veit ekki hversu áreiðanlegt þetta er, en mikið yrði ég feginn ef þetta er satt.
Liverpool hefur samþykkt að senda Jay Spearing til Atletico Madrid í skiptum fyrir Sergio Aguero og mun Atletico einnig greiða Liverpool 15 milljónir evra í milli (Rassgatið-á-mér.com)
Það eru margar ástæður fyrir því að það ætti að eyða commenti #27 og jafnvel setja viðkomandi í tímabundið bann!
Mæli með því að í næsta podcasti fari ritstjórar Kop.is yfir það hvernig rekja má heimildir frétta og sigta ruslið frá þeim fréttum sem hlustandi er á. Mér er fúlasta alvara með þessari uppástungu.
#29
Af hverju? Hann er ekki gera neitt nema tilvitna í slúðurpakka frá fotbolta.net ? Þeir sem fylgjast með fótboltanum vita hvernig slúðurpakkinn virkar. Það er ástæða fyrir að þetta heitir slúður 🙂
Verð þó að segja að ég væri til í hærra upphæð á milli vegna Aguero og Spearing! Aldrei minna en 25 millur ef Jay Sprearing er að fara!
Palli G (#29) segir:
Algjör óþarfi að fara eitthvað mikið yfir það: fylgist bara með á Kop.is. Við segjum ykkur hverju þið getið trúað og hverju ekki. 🙂
Annars er Fótbolti.net ekkert að gera öðruvísi hluti en t.d. LFC.tv sjálfir, þ.e. að taka saman slúðurpakka yfir það sem er helst verið að ræða. Eins og LFC.tv sögðu frá sjálfir fyrir helgina var Liverpool orðað við 66 leikmenn í júnímánuði einum og sér og í mesta lagi 2-3 af þeim munu koma. Það ætti að segja mönnum hversu mikið mark er takandi á slúðurpökkum.
#27 er að vitna í ömurlegasta sorpblað veraldar
KAR las augljóslega ekki síðustu færsluna í þessum slúðurpakka sem Benni setti hér inn (ritskoðaði mistökin hjá Benna).
Fyrir það fyrsta þá er þetta ótrúlega einfalt, ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ VITNA Í EITT BLAÐ Á ÞESSARI SÍÐU. Sama í hvaða formi það er nema verið sé að gera lítið úr þeim miðli.
Eins er fínt að halda svona slúðri bara í þessum slúðurpökkum og hafa aðeins vitrænni umræðu hérna enda nákvæmlega EKKERT að marka þessa miðla sem vitnað er í þarna. (sjá Nr.27).
Ég satt að segja skil ekki hvernig .net nennir að halda þessum lið úti, fær mig til að langa minna í Powerade.
Ekki veit ég hvað menn sjá að powerade slúðrinu á fotbolta.net.. Það er það sem ég bíð mest spenntur eftir alla daga í tengslum við boltafréttirnar, ekki það að ég kaupi allt sem þar stendur en oft er eitthað til í því sem er í slúðrinu og ég hef alltaf haft mjög gaman að þessum pakka hjá þeim
Það væri reyndar gaman að gera rannsókn á því hversu stór prósenta af powerade-slúðrinu reynist síðan rétt.