Gluggavaktin (sumar 2012)!

Gleðilegan gluggadag! Eins og venja er á hátíðardögum sem þessum verðum við með puttann á púlsinum hvað leikmannakaup og sölur varðar. Við uppfærum þessa færslu þegar/ef stórfréttir berast varðandi leikmenn Liverpool ásamt því að slúður og annað kemur eins og skot í ummælin við færsluna. Góða skemmtun!


22:10 – Kristján Atli
GLUGGINN ER LOKAÐUR!

Við þurfum ekkert að fela hlutina. Sumarið lítur svona út:

Farnir: Kuyt, Maxi, Bellamy, Aurelio, Carroll, Spearing, Adam, Aquilani, Eccleston, Wilson, Amoo, Darby, Doni.

Komnir: Borini, Allen, Sahin, Assaidi, Yesil, Joe Cole.

Í fyrra skoruðu Kuyt, Maxi, Bellamy og Carroll þriðjung marka liðsins í öllum keppnum. Og samt voru mörkin of fá og ljóst fyrir sumarið að það yrði að leggja áherslu á sóknarlínuna. Þessir leikmenn fóru og í þeirra stað komu … hinn 21s árs gamli Borini og hinn óþekkti Assaidi. Það er ansi mikið lagt á herðar þeirra að eiga að skila jafn miklu og þessir fjórir sem fóru, hvað þá að gera betur.

Á miðjunni var liðið klárlega styrkt, Adam og Spearing véku fyrir Allen og Sahin. Það er gæðamunur þar á en engu að síður situr eftir að þetta var ekki það svæði sem þurfti mest að styrkja í sumar. Hefði okkur verið betur borgið með að halda Adam og fá Sahin lánaðan fyrir Spearing, sleppa því að borga 15m fyrir Allen og setja það fé í framherja?

Hefði okkur verið betur borgið með að halda Carroll en að taka sénsinn á að lána hann og sitja eftir tómhentir?

Ég veit það ekki. Ég veit ekki hver fjandinn gerðist. Í morgun var verið að slúðra um á bilinu 2-5 framherja (Dempsey, Sturridge, Walcott, Damiao, Castaignos) en þegar allt kom til alls vildu Chelsea ekki lána Sturridge, við áttum ekki einu sinni peninginn sem fékkst fyrir Adam-söluna til að bjóða í Dempsey og hann, sá sem hafði átt að vera öruggastur í allt sumar, fór til TOTTENHAM FOKKING HOTSPUR.

Hvað gerðist? Eru FSG búnir að loka á eyðsluna? Og þá, hvers vegna? Eiga þeir ekki meiri pening, eða telja þeir að það að spara launakostnað hafi verið ofar öllum markmiðum í sumar? Það er allavega engin leið að sjá, þótt vörnin sé óbreytt og miðjan hafi verið styrkt, að við séum búnir að styrkja liðið frá því síðasta vetur. Hvað með það þótt liðið stjórni öllum leikjum, ef enginn er til að skora mörkin? Hvað ef Suarez og/eða Borini missa úr leiki?

Þetta er stórkostlegt klúður. LFC TV auglýsti sérstaka beina útsendingu í kvöld, rúllaði Roy Evans og fleirum í settið og tilkynnti svo eftir klukkutíma að ekkert myndi fréttast. Klúður. Rodgers talaði um á blaðamannafundi Í HÁDEGINU Í DAG að hann væri að vonast eftir að fá einn eða tvo menn inn í sóknina. Enginn kom. Klúður. Og eins og þetta sé ekki nóg reyndu þeir að skipta Henderson út fyrir Dempsey í gær en Hendo neitaði, og er því væntanlega ekkert sérstaklega sáttur við lífið í dag. Klúður.

Klúður, klúður, klúður. Við bíðum útskýringa.

Þetta er leikmannahópur Liverpool í dag:

Markverðir: Reina, Jones, Gulacsi. Ókei.

Vörn: Agger, Skrtel, Carragher, Coates, Johnson, Kelly, Flanagan, Enrique, Robinson, Downing. Breidd hér.

Miðja: Gerrard, Lucas, Sahin, Allen, Henderson, Shelvey, Cole, Assaidi, Pacheco, Suso, Coady. Breidd hér, þótt ég væri alveg til í 1-2 vængmenn í viðbót.

Sókn: Suarez, Borini, Sterling, Morgan. Já einmitt.

Sjáiði það sem ég sé? Þetta er eins og að fara í búðir til að versla jakkaföt fyrir brúðkaup og kaupa tvenn pör af skóm, tvo jakka en gleyma buxunum.

Það er eins gott að Borini og Suarez missi ekki úr mínútu fram í janúar. Og það er eins gott að Sterling standi undir álaginu sem bíður hans næstu mánuðina.

Meira hef ég ekki um málið að segja, í bili. Skaðinn er skeður. Nú snýr maður sér að því að hugsa um Arsenal-leikinn og bíður rólegur eftir að Rodgers og/eða klúbburinn reyni að rökstyðja klúður dagsins.


21:00 – Kristján Atli
Þetta er alveg kostulegt. Fulham neituðu 4,5m punda tilboði Liverpool í Dempsey, sögðust vilja fá 7m punda. Stuttu seinna tóku þeir 5m punda tilboði Tottenham í Dempsey og hann er farinn þangað! LFC TV sagði frá því nú fyrir stundu að Ian Ayre og Brendan Rodgers væru farnir heim. Vaktin er nokkurn vegin búin. Liverpool lánaði Carroll í gær, Rodgers talaði um þörfina á einum eða tveimur leikmönnum í gærkvöldi en svo skitu menn á sig við faxtækið í kvöld og útkoman er hlægileg. Það er enn klukkustund eftir og svo ætla ég aðeins að gera þetta upp í þessari færslu en ef ekkert stórkostlega óvænt gerist erum við að tala um allt að því hlægilegan glugga hjá Liverpool sumarið 2012.

20:10 – Kristján Atli
Ben Smith hjá BBC segir að Nathan Eccleston sé á leiðinni til Blackpool og Dani Pacheco sé á leiðinni til Spánar. Þar sem það virðist vera nokkuð ljóst að Liverpool kaupir engan í dag er um að gera að láta tvo af rétt rúmlega tvítugu sóknarmönnunum okkar fara… það verða bókstaflega bara Suarez, Borini og Morgan eftir á morgun. Guð, Búddha og Elvis hjálpi okkur ef Suarez meiðist eitthvað fyrir áramót. Eða lendir í öðru leikbanni. Tímabilið stendur núna og fellur á því að hann og Borini standi undir stóru orðunum.

19:40 – Babu
Ennþá að melta þetta en eins og staðan er núna og virðist alls ekkert vera að breytast þá semsagt er Liverpool svo blankt að það var betra að lána Andy Carroll í eitt ár og fá þýskt barn í staðin. Tom Werner sem sagði ekki fyrir svo löngu að Liverpool gæti keppt við hvern sem er á leikmannamarkaðnum og byrjaði með látum lítur núna hrikalega mikið út eins og Tom Hicks og þarf að vinna hressilega í því næstu mánuði að ná þeim stimpli af sér. Mín skoðun.
Kudos síðan á PR deildina sem auglýsti spennandi 4 tíma beina útsendingu frá lokametrum félagsskiptagluggans aðeins til að tilkynna það snemma að það kæmi enginn í dag því við ráðum ekki við að kaupa leikmann af Fulham sem á eitt ár eftir af samningi. Ég er hundfúll með þetta sumar ef þetta fer svona.

19:35 – Babu
Það var verið að tilkynna það á LFC TV að það væri mjög ólíklegt að Liverpool myndi kaupa fleiri leikmenn í þessum glugga. Ian Ayre væri á leiðinni heim og Rodgers er þegar farinn. Vonbrigði hjá þeim rétt eins og okkur.

19:10 – Kristján Atli
David Ornstein hjá BBC segir að Joe Cole verði áfram hjá Liverpool, að einhverjir hafi boðið í hann en ekkert sem Cole leist á og hann muni berjast fyrir sínu á Anfield í vetur. Það er kannski bara ágætt að hann verður áfram, það er þá allavega einhver breidd í hópnum. Aðrir miðlar að segja Fulham hafa neitað tveimur tilboðum Liverpool í Dempsey í dag þannig að það er alls ekki víst að hann klárist einu sinni í kvöld, hvað þá aðrir. En það eru enn þrír tímar eftir, við höldum í vonina. Ég er mjög svekktur ef við ætlum inn í tímabilið með svona þunnskipaða framlínu eins og hún er í dag.

17:55 – Babu
Daniel Sturridge sem töluvert hefur verið orðaður við Liverpool er á bekknum hjá Chelsea í kvöld en þeir eru að spila í Monaco sem evrópumeistarar við sigurvegara Europa League. Held að hann sé klárlega ekki að koma.
Clint Dempsey er lang líklegastur eins og staðan er núna og einhverjir miðlar segja að Liverpool og Fulham séu nálægt því að ná samkomulegi um kaup á honum. Erum að bíða eftir fréttum af a.m.k. honum. LFC TV verður með beina útsendingu frá 18:00 til loka gluggans.
Hér er síðan hægt að horfa á blaðamannafund Rodgers frá því fyrr í dag

13:50 – Babu
Brendan Rodgers var á blaðamannafundi fyrir Arsenal leikinn þar sem hann tjáði sig um leikmannamál. Hann segir þarna að markaskorari sé aðaltakmark dagsins og hann vonist til að ná inn 1-2 leikmönnum í dag en vildi ekki nefna nein nöfn utan þess að hann sló Huntelaar alveg út af borðinu.
Hann sagði að líklega færi enginn út nema kannski Pacheco og róar það líklega allan orðróm um Henderson.
Rodgers þakkaði síðan Charlie Adam fyrir hans framlag en sagði á sama tíma að það væri ekkert mjög mikill peningur til að eyða þrátt fyrir sölur og lánsdíla undanfarið. En það er allt á fullu bak við tjöldin sem er gott, eins gott að það skili okkur einhverju.

13:00 – Babu
Chalie Adam er búinn að kveðja á twitter með þessum orðum:
“Just like to thank the great support of LFC and the club for a fantastic year was honoured to have been giving the opportunity to wear no 26”

Hann fylgir því svo eftir með þessu:
Delighted to have signed for Stoke City. Looking forward to a successfull 4 years and beyond. See Ure great support at Wigan tomorrow.

11:58 – SSteinn
Charlie Adam búinn að skrifa undir 4 ára samning við Stoke, kaupverð sagt vera 5-6 milljónir punda.

11:40 – Kristján Atli
Dregið var í riðla Evrópudeildarinnar nú rétt í þessu. Liverpool eru í riðli A ásamt ítalska liðinu Udinese, Young Boys frá Sviss og Anzhi frá Rússlandi. Skemmtilegur og spennandi riðill og ekkert gefið. Sex spennandi Evrópuleikir fram undan. Hægt er að sjá dráttinn í heild sinni hérna.

10:48 – Kristján Atli
STAÐFEST – Charlie Adam á leið til Stoke. Þarf bara að semja um laun og klára læknisskoðun, hvoru tveggja bara formsatriði. Bless, Charlie. Ég var ótrúlega spenntur að fá þig og varð fyrir ótrúlegum vonbrigðum. C’est la vie.

09:36 – Kristján Atli
STAÐFEST – Jay Spearing lánaður til Bolton. Opinbera vefsíðan staðfesti þetta nú rétt í þessu. Einhverra hluta vegna er ég ekki sannfærður um að þetta séu endalokin hjá Spearing og Liverpool.

08:30 – Kristján Atli
BBC segja núna frá því að Liverpool og Chelsea séu að tala saman um mögulegt lán á Daniel Sturridge. Liverpool Echo segja líka frá þessu þannig að þessar viðræður virðast nokkuð örugglega vera í gangi. Hverjar eru líkurnar á að Chelsea vilji lána hann til okkar? Ég veit það ekki, en þetta gæti gengið í gegn í dag.

06:35 – Kristján Atli
Fyrsta fréttin í morgunsárið er að Charlie Adam er í viðræðum við Stoke og er búist við að hann klári 4-5m punda sölu til þeirra í dag skv. BBC, sem sögðu frá því í gær að Stoke hefðu boðið í hann. Þetta virðist vera mjög líklegt og ég verð hissa ef Adam er enn leikmaður Liverpool á miðnætti. Ef við erum að selja/lána Carroll, Adam og Spearing nú á lokasprettinum bara hljótum við að fá meira en einn mann inn í staðinn. Rodgers hefur verið að kvarta yfir skorti á breidd og að missa þessa þrjá og fá t.d. bara Clint Dempsey í staðinn er ekki aukning á breidd að mínu mati, og varla aukning á gæðum. Ég er eilítið stressaður fyrir daginn, viðurkenni það.

00:05 – Kristján Atli
Fyrsta frétt er úr Telegraph: Liverpool reyna að fá Daniel Sturridge á láni. Fréttin segir að Sturridge sé staddur í Mónakó með Chelsea f. UEFA Super Cup í kvöld og svo heldur Chris Bascombe, sem skrifar greinina, því fram að Liverpool hafi samþykkt að borga Jordan Henderson plús pening fyrir Clint Dempsey. Mér finnst ótrúlegt ef það er satt – hvað eru menn að hugsa? Sjáum hvar þetta endar í dag væntanlega en ég get ímyndað mér að Hendo sé ekkert sérstaklega sáttur við sína stöðu í dag ef þetta er satt.

Miðnætti – Babu / Kristján Atli
Það er ljóst að Silly Season verður ekki minna fjörugt í ár heldur en í fyrra. Nýr stjóri hefur heldur betur sýnt það í sumar að það á að taka til (aftur) á Anfield og þeir sem ekki eru í plönum stjórans fá að fara. Ef við förum aðeins yfir það sem hefur nú þegar gerst í þessum fyrsta leikmannaglugga Brendan Rodgers stjóratíðarinnar þá ber það helst að sex leikmenn sem tóku of stóra prósentu af launagreiðslum félagsins m.v. framlag hafa nú yfirgefið liðið en nú fyrir lokadaginn hafa fjórir komið í staðin plús Joe Cole og átján ára Þjóðverji.

Þessir eru farnir:
Andy Carroll er farinn á láni til West Ham sem greiða 1m punda og launin hans þetta tímabilið. Frá þessu var gengið á meðan leik Liverpool og Hearts stóð.
Dirk Kuyt fór til Fenerbahce í Tyrklandi þar sem hann er að standa sig vel
Alberto Aquilani er loksins alfarinn heim til Ítalíu og spilar með Fiorentina í vetur.
Maxi Rodriguz er farinn heim til Argentínu og leikur með Newell’s Old Boys, sínu uppeldisliði.
Craig Bellamy fékk að fara heim til Cardiff.
Fabio Aurelio er farinn heim til Brasilíu og leikur með Gremio, Lucas Leiva til mikillar ánægju.

Lykillinn á bak við nánast öll viðskipti félagsins í sumar virðast vera þau að lækka launakostnað. Í stað hálaunamannanna hér að ofan eru komnir inn þegar þetta er skrifað:

Fabio Borini frá Roma.
Joe Allen frá Swansea.
Oussama Assaidi frá Heerenveen.
Nuri Sahin frá Real Madrid (á láni).
Samed Yesil (18 ára) frá Bayer Leverkusen.
Joe Cole til baka úr láni.

Þó nokkur viðskipti nú þegar en þrátt fyrir þetta er búist við því að fjölmargir minni spámenn til viðbótar yfirgefi liðið í dag:

Jay Spearing vill ekki fara en er sagður hafa samþykkt að fara á láni til Bolton í vetur.
Charlie Adam var á vellinum í kvöld með umboðsmanni sínum en slúðrið segir að Stoke hafi nú þegar boðið í hann og fleiri lið hafi áhuga.
Joe Cole var einnig með umboðsmanni sínum á Anfield í kvöld og er klárlega til sölu.

Aðrir sem eru líklegir til að fara a.m.k. á láni eru:

Danny Wilson – Hefur ekki alveg gengið hjá honum að heilla stjóra Liverpool og annað lán eins og í fyrra er hann fór til Blackpool líklegt.
Alexander Doni – Hann er ennþá á mála hjá okkur en það hefur ekkert sést eða heyrst frá honum síðan í fyrra.
Nathan Eccleston – Ekki nógu góður fyrir aðalliðið en kominn á þannig aldur að hann þarf spilatíma.
Daniel Pacheco – Virðist ætla að endast lengi hjá Liverpool en á ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu.

Slúðrið í upphafi lokadagsins er háværast í kringum Clint Dempsey hjá Fulham þó Sunderland sé talið veita okkur samkeppni um að krækja í hann. Eins hafa Daniel Sturridge (kaup eða lán) og Theo Walcott (samningsvesen) verið nefndir til sögunnar. Rodgers staðfesti a.m.k. að það væri verið að skoða nokkra leikmenn (fleirtala).

Við uppfærum færsluna fram eftir degi um leið og eitthvað er að frétta. Nýjustu uppfærslur munu koma inn efst í færslunni. En fyrst: smá svefn áður en vaktin hefst.

513 Comments

  1. Það virðist vera markmið númer 1 hjá eigendum liðsins að “lækka” launakostnað hjá liðinu, en það er alveg hægt að gagnrýna það og segja að ef þú vilt fá leikmenn í heimsklassa þá þarftu að borga aðeins hærri laun en þú borgar meðalleikmanni. Á móti kemur að heimsklassa leikmaður gæti komið klúbbnum í meistaradeild á næsta tímabili. Ég er á því að allt þetta tal um að lækka, lækka lækka launakostnað á auðvitað rétt á sér þegar við erum að horfa til leikmanns eins og J. Cole, en ef við erum að bera saman Carrol og aðra ónefnda framherja þá held ég að það sé mjög svo réttlætanlegt að kaupa allavega einn heimsklassa framherja á J. Cole launum. Liverpool getur alveg endað með því að hafa einhverja verkamenn í liðinu hjá sér og árangurinn mun verða eftir því, er það virkilega það sem Yankies vilja. Djöfull hef ég takmarkaða þolinmæði fyrir könum sem eiga Liverpool football club. Því miður.

  2. Það er óskandi að FSG komi okkur nú á óvart á morgun því slúðrið í kringum hugsanleg kaup Liverpool á morgun er alls ekkert hughreystandi og raunar bara þvert á móti. Þeir láta eins og félagið eigi ekki grænan eyri og slúðrað er um öll kaup á þann hátt að þau séu háð sölu á öðrum leikmönnum eða sem lánssamningur.

    Fyrir það fyrsta trúi ég ekki í eina sekúndu fréttinni sem segir að Liverpool hafi boðið hinn 22 ára gamla enska landsliðsmann sem kostaði félagið 12-16mp fyrir ári síðan í skiptum ásamt pening fyrir hinn 29 ára Clint Dempsey sem öfugt við Henderson á bara ár eftir af samningi.

    Þú þarft ekki að hafa farið í meira en grunnskólaviðskiptafræði til að sjá hversu enganvegin þetta gengur upp. Sama hvaða blaðamenn eru með þessa frétt og hvað þeir eiga að vera áreiðanlegir. Ég skal trúa þessu þegar Ian Ayre segir okkur frá þessu…sem verður líklega á sama tíma og hann fær uppsagnarbréfið.

    Ég er nokkuð viss um að flest allir sem komu að síðasta (og þarsíðasta) díl milli Fulham og Liverpool hafi verið reknir en þá sælla minninga fengum við Paul Koncesky í staðin fyrir 3,5 mp og tvo betri leikmenn. Eini sem ég man eftir sem gat mögulega komið nálægt þeim viðskiptum er Ian Ayre og…..oh shit!

    Þar síðasti díll við Fulham var þegar við rákum Benitez og borguðum honum fyriir það og keyptum Hodgson og borguðum Fulham fyrir það.

    Lærdómur = EKKI VERSLA VIÐ FULHAM.

  3. Ég vona að Brendan eigi nóg af Red Bull til vöku. Næsti sólarhringur verður rugl.

  4. Sammála þér Babu, það er RUGL ef það á að bjóða Henderson fyrir Dempsey, ég bara trúi því alls ekki fyrr en ég sé það staðfest. Eitt er verðið, annað er aldurinn, “meikar” ekki sens. Þótt það sé jafn ólíklegt og að LFC vinni deildina á tímabilinu þá el ég þá von enn í brjósti mér að BR sé með eitt tromp í höndinni hvað varðar framherja. Ég vona Huntelaar, en það er bara óskhyggja hjá mér. Hópurinn fer að verða helv þunnskipaður ef við losum okkur við Spearing,Adam,Wilson og Cole. Svo ef við fáum bara einn framherja í staðin ? Ég væri alveg til í að fá Affelay frá Barca líka.

    In a perfect world 🙂

  5. @Nr. 4

    Huntelaar er mjög ólíklega að koma þar sem að hann var að óska samlanda sínum Ibrahim Affelay til hamingju með að vera kominn til Schalke 04 á láni þetta tímabilið.

    Ég skil í rauninni ekki af hverju allir eru svona spenntir fyrir Huntelaar. Ég horfi mjög mikið á Bundesliguna (sem ég mæli með að allir geri, heilt yfir skemmtilegri deild en sú enska) og það sást mjög greinilega að ástæða þess að Huntelaar hefur vegnað svona vel með Schalke er þjónustan sem hann hefur fengið. Hann myndaði virkilega gott samband við Raul og chemistry-ið milli þeirra var eitthvað sem er ekki búið til uppúr þurru. Síðan var hann með Farfan, Obasi og fleiri til að styðja við sig. Ef hann verður áfram hjá Schalke verður mjög fróðlegt að sjá hvort hann getur endurtekið afrek síðasta tímabils eftir að Raul hefur farið, alls ekki víst um að hann verði sama markamaskínan.

    Persónulega sé ég hann ekki fá þessa þjónustu hjá Lpool. Síðan vitum við ekkert hvernig hann á eftir að finna sig í þessari deild. Ferillinn sýnir glögglega að hann hefur átt erfitt með að aðlaga sig sbr. tíma hans á Ítalíu og Spáni. Eins var komið inn á í öðrum þræði hér kop að hann getur farið í örgustu fýlu og verið mjög eigingjarn. Þeir sem sáu þær fáu mínútur á EM í sumar muna kannski að vinnslan í honum var ekkert til að hrópa húrra yfir og síðan er alls ekki víst um að hann passi inn í flæðandi kerfi Rodgers, en það er að sjálfsögðu eitthvað sem að BR þarf að vega og meta.

    En á hinn boginn gætu við líka séð hann mynda afburðar samband við Suarez og verða markakóngur á tímabilinu eins og á síðasta tímabili í Bundesligunni. Mitt point er, að mínu mati, við ættum ekki að halda inní okkur andanum eða að missa okkur úr spenningi. KJH myndi vera áhættusamari kaup en margir gera sér grein fyrir. Virðist sér í lagi ólíklegt eftir að Huntelaar var að minna Afellay á að mæta tímanlega á æfingu…

    https://twitter.com/KJ_Huntelaar

  6. Hugsanlega var Henderson boðinn að láni, en líkt og aðrir trúi ég ekki að hann hafi verið boðinn + peningur í Dempsey!

  7. Vona bara að menn á Anfield hafi ákveðið að sleppa því að sofa í nótt og séu á fullu við að amk replaceA Big Andy!!!!!

    Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að við hefðum þurft 1 sóknarsinnaðann/Kantfrmaherja þó svo að Andy hefði haldið áfram, en nú þegar hann er farinn vill sé sjá 2 nýja leikmenn á Anfield í dag…… eeeennnn það er eitthvað sem segir mér að Dempsey verði eini leikmaðurinn sem við kaupum í dag… Ekki misskilja mig ég vill alveg fá Dempsey, hörkugóður leikmaður en ég bara fá 2 kvikindi inn , anskoti nóg hefur farið út þessum glugga….

    FSG: Ekki hugsa bara um þennan blessaða launakostnað, fáum Dempsey inn og annan Quality Striker…Hvern? það veit ég ekki,

    Varðandi Sturridge þá finnst mér einhver ,,smokescreen,, lykt vera af því öllu, veit ekki afhverju.. En svo kannski kaupum við hann bara…..

    úff þvílík veisla framundan í dag….

    Verð með puttana á púlsinum hér og á Twitter ( @ragnarsson10 )

  8. LFC Bootroom ?@KEVLFCBOOTROOM
    Adam is at Stokes training ground

  9. I ‘ve just seen him arriving in a white Range Rover … with Tony Pulis close behind

    Sky Sports News’ Peter Stevenson spots Charlie Adam at Stoke’s training ground

  10. Talað um að við eigum enga peninga til að kaupa, nema að selja fyrst. Tippa á að við seljum Adam og kaupum þá Dempsey, fáum svo hugsanlega Sturridge lánaðan. Fáum aldrei Walcott þar sem það er ekki búið að ákveða verð á Carroll.

    Væri samt gaman að sjá eitthvað óvænt útspil í dag…

  11. Eigendur Liverpool hafa komið okkur á óvart með kaupum á mönnum eins og Assaidi sem engin sá fyrir og svo í gær kom þessi Þýski strákur out of the blue frá Leverkusen þannig að ég held í vonina að það komi eitthvað skemmtilega á óvart í dag.
    En ég vona að Liverpool séu ekki það vitlausir að losa sig við Henderson plús pening fyrir Dempsey.

  12. Hvað er í gangi ?

    Tony Barrett ?@TonyBarretTimes
    For everyone doubting whether the Henderson offer was made to Fulham. It 100% was but he turned the move down.

    Adam virðist vera búinn að samþykkja sína framtíð.

    Liam Tomkins ?@liam_tomkins
    Charlie Adam having his medical at Stoke now, frees up the cash to complete the Clint Dempsey deal. #LFC

  13. Get ekki með nokkru móti trúað því að Henderson hafi verið boðinn í skiptum fyrir Demspey

  14. Af hverju bara næ eg þvi ekki að við hofum boðið Henderson plus pening i 29 ara gamlan Dempsey sem a ár eftir af samning? Sa sem reyndi þann díl er miklu meira fífl en sa sem keypti Carroll að minu mati. Hvað er að gerast à Anfield? Djofull lyst mer ekkert a þennan lokadag.

    Èg vil fà Dempsey en aldrei með þvi að làta Henderson fara og svo verðum við að fà einn enn sem fer beint i fyrstu 11 til að eg verði sàttur við þennan dag. Það er buið að þynna hópinn ansi hressilega og nu krefst maðut þess að það gerist eitthvað jakvætt.

  15. Ég var að uppfæra færsluna. BBC og Echo staðfesta að Liverpool sé að ræða við Chelsea um mögulegt lán á Daniel Sturridge. Áhugavert.

    Og já, mér finnst tilhugsunin um 22 ára Henderson, sem kostaði 16m punda fyrir ári, plús pening fyrir 29 ára Clint Dempsey, vera algjör sturlun. Henderson hlýtur að vera meira virði en Dempsey á markaðnum í dag. Af hverju að selja Hendo? Og ef já, af hverju svona ódýrt? Stórskrýtin ákvörðun.

  16. Þetta endar með því að fá fáum Babel, Owen og fleiri pappakassa sem að eru lausir undan samningum.
    Ég verð ekki sáttur nema að við fáum inn allavega 2-3 leikmenn sem bæta byrjunarliðið.
    Og erum við virkilega svo ógeðslega blankir að það er verið að leitast við að fá Sturridge lánaðan ?
    Get ekki sagt að ég sé sérstaklega bjartsýnn á daginn en vonin er ennþá smá sterk.

  17. Henderson er númer 5 eða 6 í röðinni á miðjuna. Gerrard, Allen, Lucas og Sahin munu allir verða á undan honum og af haustinu að dæma þá er Shelvey það líka. Henderson þarf spilatíma til að bæta sig og mér finnst ekkert ólíklegt að Rodgers og Henderson hafi komist að þessari niðurstöðu. Sem mér finnst sorgleg. Það ætti þá a.m.k. að fá eitthvað fyrir manninn.

    Varðandi það að liðið sé að lækka launakostnað og eigi engan pening þá held ég og vona að það sé verið að segja bæði stuðningsmönnum og félögum sem Liverpool mun eiga viðskipti við að það sé ekki hægt að pumpa verðið upp úr öllu valdi. Kannski er þetta meira von en raunveruleiki en hvort sem er, er þetta snjallt viðskiptalega en hvort það verði snjallt fyrir liðið og frammistöðu þess á eftir að koma í ljós.

  18. Okei eg er með díl aldarinnar, Adam fer og Cole ma fara ef hann vill en við faum Sturridge með kauprett a honum og Dempsey okei?

  19. Eftir að hafa heyrt þessar fréttir um mögulegan skiptidíl á Henderson og Dempsey plús pening þá er ég orðinn algjörlega sannfærður um eitt,þeir sem stjórna peningamálum á Anfield hafa ekkert,EKKERT vit á peningamálum!!!

    Og svo virðist sem það séu Villa og Sunderland sem eru farin að berjast um Dempsey og við þar með búnir að missa af honum,það verður bara erfitt að ná saman í lið í vetur ef dagurinn heldur svona áfram!!!

    en samt…..ÁFRAM LIVERPOOL!!!

  20. Fernando Llorentes, það er eini maðurinn sem fyllir skarð A Carroll almennilega. FSG, vinsamlega keyra þau kaup í gang :).

    Sammála með Henderson uppí Dempsey – bilun !

  21. Þegar líður að lokum dags …… ætli M Owen detti þá ekki bara inní hópinn aftur !, okkur vantar greinilega menn, höfum ekki efni á of miklu, en þurfum að auka breiddina – já svei mér þá, Owen er sennilega málið !

  22. Ég nenni nú ekki að vera að drepast úr neikvæðni hérna. En hvað ætla þessir jólasveinar að gera ef þeir fá ekki Dempsey og Sturridge díllin gengur ekki í gegn ? Voru menn kannski aðeins of fljótir á sér að lána Carrol ?

    Ég verð að viðurkenna að ég er hundfúll með þróun mála en vona að sjálfsögðu bara það besta.

  23. og Dempsey er nú kannski ekkert að ganga í gegn…., og Fulham vill líka örugglega ekki selja okkur hann !;

    Aston Villa have had a bid accepted for Fulham forward Clint Dempsey. The United States international, who is valued at about £7m, remains a target for Liverpool although swap-deals involving Charlie Adam and then Jordan Henderson collapsed yesterday leaving a proposed move to Anfield on hold.

  24. Þetta er taktík hjá Fulham til að hækka verðið á Dempsey eða sjá hvað LFC ætla sér að gera varðandi hann, vita alveg að Dempsey sjálfur hefur engan áhuga á því að fara til Villa

  25. Hvað er í gangi!? Ég er brjálaður yfir þessum Carroll díl. Afhverju gat hann ekki verið á bekknum í nokkrum leikjum. Hvað er svona óhugsandi við það að hann hefði síðan slegið Borini út úr liðinu, ef ég væri varnamaður þá veit ég hvorum ég mundi frekar vilja mæta. Hingað til hefur Borini ekki sannað neitt fyrir mér (ekki það að ég sé eitthvað að væla yfir honum strax, líst ágætlega á hann)

    Síðan þegar maður er í hámarki pirrings út af þessu Carroll máli þá kemur Bascombe og segir okkur að við höfum boðið Henderson + pening í stað Dempsey. Síðan kemur Tony Barret og staðfestir nokkurveginn boðið, hann segir að það hafi verið boðin skipti, og þá ekki neinn lánsdíl.

    Síðan er Adam pottþétt farinn til Stoke og litla dúllan Spearing til Bolton.

    Þannig það er ekki nema von að maður spyrji, Hvað er í gangi? Hvar er breiddinn?
    Eru menn virkilega alveg rólegir yfir þessu og með blinda trú á okkar mönnum í FSG

  26. Er með í maganum fyrir þessum degi, viðurkenni það. Ég átti erfitt með að sofna þar sem mjög áreiðanlegir twitterar töluðu um Dempseydílinn og Hendo, ég bara á ekki orð til yfir þessi vinnubrögð, því héðan af sitjum við uppi með einn efnilegasta miðjumann Englendinga sem veit það að hann átti að vera skiptimynt fyrir mann sem er verðlagður til hálfs við hann og að hann er kominn greinilega í hóp “cover players” eftir að stjórinn talaði hann upp til tunglsins eftir fyrstu tvær vikur undirbúningstímabilsins.

    Hér hafa margir reynt að halda fram að allt sé á áætlun, en ég leyfi mér að halda efanum út daginn. Ég skil ekki ákvörðun að lána Carroll nema að kaupverð sé klárt, þar sem ég er bara ekki viss um að Allardyce sé treystandi fyrir þessum dreng og vel sé mögulegt að söluvirði hans hrynji. Við erum að gambla töluvert þar, óháð því hvort við náum inn.

    Og áfram höldum við að selja, Charlie Adam er farinn á næstu klukkutímum og Spearing á láni í burtu. Með Charlie Adam og Carroll fara í burt samtals leikmenn sem báru ábyrgð á yfir 60 mörkum síðasta tímabils sem var vonlaust sóknarlega. Við höfum losað fimm sóknartýpur og í staðinn er í dag Borini kominn, auk þess sem Sterling reiknast þar. Því erum við að tala um þrjá leikmenn til að standa í stað milli ára í dag takk…

    Hitt er svo það að samningsstaða okkar versnar með hverri mínútu, nú hafa Sunderland og Aston Villa fengið peningatilboð samþykkt í Clint Dempsey og hann mun ekkert bíða endalaust.

    Sturridge er eigingjarn leikmaður sem á afar erfitt uppdráttar í leikmannahóp Chelsea eins og hann átti hjá City. Fékk hringingu í gær frá miklum Chelsea manni sem stríddi mér töluvert á því að nú væri kominn tími á það að við losuðum þá við vandræðagemsa og tækjum Sturridge frá þeim. Svo ég leyfi mér að hafa áhyggjur af honum.

    En mestar áhyggjurnar hef ég núna af því að miðað við síðustu 12 klukkustundirnar virðist liðið okkar ekki í neinni stöðu til að keppa á markaðnum um alvöru leikmenn og sýnist desperat í öllum viðskiptum, losa, losa, losa um laun og helst skuldbinda sig ekkert nema fram á næsta vor…

    Það líst mér bara ekkert á!!!

  27. Hvernig er það er allt cash búið sem FSG ætlar að spandera í þessum glugga? Getum ekki einu sinni skrapað saman í kaup á Dempsey sem kostar ca. 7-8 mp m.v. fréttir bresku pressunnar

  28. ,,Ef,, Hendo var boðinn sem skiptimynt upp í Dempsey.. er það þá ekki klárt mál að Rodgers hefur enga trú á stráknum!!!

  29. Skil ekki hvernig nokkrum hér dettur í hug að dreyma um Huntelaar eða Llorente!

    Við erum að horfa á lánsdíla elskurnar og það eru engin stórlið að fara að lána stærstu bitana sína…..úbbs – gleymdi.

    Ef við skoðum mögulega lánsdíla þá dettur mér bara einn í hug, Kaka. Ætla að leyfa mér að dreyma um hann…og vona enn eftir einhverju óvæntu. Er líka á því að Charlie Adam díllinn verði geymdur þar til klárt verður að við fáum inn mann í stað hans…

  30. Dempsey skoraði 17 mörk í fyrra, Henderson 2 þ.a. ég skil þennan skiptidíl vel þrátt fyrir aldursmuninn. Einnig erum við nokkuð vel mannaðir á miðjunni, menn sem eru mun betri en Hendo (Lucas, Gerrard, Allen og Sahin (+Shelvey)).

  31. Smá pæling….nú eru bæði Michael Owen og Emile Heskey á lausu fyrir slikk….hvernig væri nú að endurvekja þann dúett á Anfield?

    En í fullri alvöru….Craig Gordon er á Free transfer. Væri hann ekki góður kostur á bekkinn?

  32. Er glasið fræga orðið hálftómt hjá mönnum?

    Teygja sig í ísskápinn og bæta smá mjólkurdreitli í glasið.

    Áhugaverður dagur. Skrýtnar horfur og keðjan líklega löng. Vonandi flækja menn sig ekki í keðjunni á lokametrunum.

    Svona lokadagsdílar eru náttúrulega absúrd, það er eins og menn séu í spilavítinu komnir í örvæntingatransinn.

    Það góða í málinu er að glugginn lokast og menn geta farið að fókusera á það sem skiptir máli.

    Verst að maður getur ekki slitið sig frá þessu og verð á F5 í dag með von um stóra vinninginn. Takk fyrir að þræða miðlana strákar, kop.is dugar mér.

    YNWA

  33. En Joe Cole ætlar að vera áfram og sanna sig. Neitaði að fara til Spartak Moskvu.

    Ætlaði að vera kaldhæðinn en svei mér þá, kannski bara á maður að vera glaður með þá ákvörðun ef dagurinn í dag fer illa…

  34. Liverpool are weighing up a move for Leandro Damiao. The club have been offered the option of season long loan at cost of £3m with the option to sign him on permanent deal for £13m next summer.

    Þetta er á Daily Mail. Hvernig líst ykkur á þetta?

  35. Ég er ekki að geta þennann dag … er svo ótrúlega smeykur um að hópurinn okkar verði þunnskipaður og enginn alvöru sóknarmaður komi inn fyrir Big AC.

    að svo sögðu þá verð ég að viðurkenna það að ég er með það á tilfinningunni að það eigi eitthvað óvænt eftir að gerast í dag sem að hefur ekkert verið rætt…
    þ.e við eigum efitir að signa einhver striker sem að enginn var búinn að spá í að fá.

    furðulegt að vera svona spenntur en á sama tíma svona ógeðslega stressaður yfir einum félagskiptaglugga ! 🙂

    Annars bara F5 for the win í dag …

    Kv, GunnarG

  36. Sævar H. (#40) – hann er ekki farinn til Villa. Það er bara búið að semja um kaupverð. Dempsey á alveg eftir að ræða við Villa og samþykkja þá. Það þarf ekkert að vera að það gerist, og enn er tími fyrir Liverpool að koma inn í dæmið ef þetta er maðurinn sem Rodgers vill fá.

  37. Ef það er eitthvað til í þessu með Leandro Damiao þá hoppa ég hæð mína sem er svo sem ekkert mikil en samt 🙂
    Damiao er frábær slúttari sem myndi klárlega styrkja okkur en mér finnst þetta samt eitthvað svo langsótt.

  38. Ég frussaði kaffinu yfir tölvuskjáinn í morgun þegar ég las um þessi Henderson – Demspey skipti. Nú verður einhver að labba yfir á Anfield og taka í taumana, stoppa þessa vitleysu. Það er morgunljóst að menn eru búnir að tapa sér þarna.

  39. Ég er nú mjög bjartsýnn maður, en miða við að við erum búnir að losa okkur við 7 (8 ef Adam fer) og svo miða við hverja er verið að orða við okkur í staðin (Dempsey og Sturridge), þá lýst mér nú eeekkert á þetta.

    Hópurinn okkar hefur einmitt verið alltof þunnur undanfarin ár, og núna erum við að losa okkur við mikið af mönnum sem voru í first 11 eða í 16 manna hóp. Sem er alveg gott og blessað enda komnir á aldur flestir og á háum launum miða við það, en það er líka eins gott að það koma menn í manns stað!

    Úfff þessi dagur verður erfiður….. Bið fyrir að þeir séu að vinna hörðum höndum bakvið tjöldin og koma með díl sem ekkert er búið að slúðra um, og það 2-3 díla!

    YNWA

  40. Ég hef ekki alveg átað mig á því hvað sjá menn í þessum Dempsy. Ég velti því bara fyrir mér hvort fsg vilji ekki bara kaupa hann vegna þjóðernis og upp á treyjusölu. Ég hef að minstakosti ekki minstan áhuga á að sjáhann í treyjunni RAUÐU.

  41. Dempsey fer ekki til Villa samkvæmt fréttamanni Sky eftir viðtal við Paul Lambert. Það virðist staðfest. Hann vill fara til LFC .

  42. Ég skil ekki þessa Andy Carroll ástsýki í sumum hérna.

    Hann hefur skorað 11 mörk í 53 leikjum fyrir Liverpool.

    Td. skoraði Fernando Morientes 9 mörk í 45 leikjum fyrir Liverpool. Ekki var hann vinsæll.

    Suarez hefur skorað 23 mörk og átt 15 stoðsendingar í 55 leikjum Hann er miklu betri framherji á allan hátt.

  43. Ekki ad atta mig a thessu Dempsey otholi. Hann er Winger/Att.midf/Forward. Passar thvi afskaplega vel a annanhvorn vænginn. Hann hefur synt thad af ser ad hann er godur markaskorari og er gridarlega fokuseradur a ad na arangri og gefst aldrei upp. Henderson er nr. 5-6 i rødinni a midjunni hja okkur og hefur att afar daprar stundir i Liverpool lidinu, afskaplega on off. Meira on off off off off off off on. Hann var keyptur a mikla peninga en hefur bara synt ad hann var kannski ekki virdi theirra fjarmuna, thvi midur. Vid thurfum minimum 5 sætid a thessu timabili og med thvi ad bæta vid Dempsey sem ætti ad geta verid godur fyrir okkur næstu thrju arin tha eigum vid mun meiri sens a topp 5 en ef vid erum med Henderson. Thessi skipti meika bara fullkomid sens. Man annars einhver eftir virkilega godum leik fra Henderson i raudi treyjunni?

  44. Það er alveg ljóst að þessi ár án meistaradeildarinnar hafa verið okkur dýr. Klúbburinn lítur út fyrir að vera mjög félítill og því er verið að spara spara og spara. það má einnig horfa á þetta þannig að við séum að hallast í átt að rekstrarmódeli Arsenal.

    Varðandi Dempsey og Sturrage…. þá verð ég að viðurkenna að ég er ekkert að naga á mér neglurnar af spenningi yfir þessum leikmönnum. En þar sem okkur vantar sóknarmenn þá býst ég við að það sé betra að fá þessa menn inn heldur en enga menn.

    Vonum það besta 🙂

  45. Kíkti á Damiao á youtube. Lýtur út fyrir að vera striker af bestu náð. Kannski svipað hlutverk og Graham spilar fyrir Svanina. Alltaf á réttum stað og potar kannski mikið, en það eru líka mörk.

    Ég vil bara minnast á þetta tvíeggja sverð sem lánasamningar eru. Minni áhætta og minni trygging. Standa sig ekki vel, töpum við minna á því. Standa sig ofur vel, töpum við meira á því.

    Frá fjárhagslegri ábyrgðar hliðinni þá er þetta frábært, trial-and-purchase attitude er miklu meira spennandi fyrir mér heldur en að henda 15-30 milljón pundum í leikmann sem er alltaf rosaleg áhætta, no matter who.

    Mitt álit er að ég væri frekar til í Damiao + Sturridge frekar en Dempsy + Sturridge. En hugsanlega er þessi Damiao orðrómur mjög veikur.

  46. Þó ég sé nú ekkert viss um að þessi Damiao sé að koma þá væri það samt svo sweet ef rétt er sérstaklega eftir að Tottenham er búið að vera að berjast við að fá hann að virðist. 🙂 En lærið er komið í ofnin á þessum hátíðisdegi, hirði alla takka af lyklaborðinu nema F5 takkan á eftir og svo tekið hátíðarbaðið með tölvuna 🙂 Verður spennandi að sjá hvað gerist í dag, vonandi eitthvað bitastætt.

  47. Er ósáttur við að hafa ekki fengið Afellay til Liverpool. Held að hann mundi smellpassa inn í kerfi BR. Er spenntari fyrir honum heldur en Sturridge eða Dempsey. Ég er ekki spenntur fyrir Sturridge. Hann er eigingarn og með lítið auga fyrir samspili. Eins og ég sé hugmyndafræði BR þá er teamwork/samspil/hreyfing án bolta/tækni mjög mikilvægt í hans fræðum. Dempsey er fínn leikmaður, en hann bætir liðið lítið. Gæti kannski fittað vel í staðinn fyrir Maxi.

  48. Tók samt enginn eftir því að 18 ára guttinn frá Bayer Leverkusen, aka Hyypia seldi okkur hann. Lýst vel á að Hyypia sé að henda til okkar mönnum sem hann telur efni og það bara á slikk.

    Alltaf Rauður! YNWA

  49. Ég tel það vera ansi hæpið að Chelsea séu alvara í því að lána Sturridge til LFC. Ekki eins og þeirra sóknarlína sé líka yfirmönnuð þó miðjan hjá þeim sé það vissulega.

    Adam mun eftir allt saman vera áfram hjá Liverpool. Dempsey kemur inn og svo spái ég því að einn óvæntur lánssamningur muni ganga í gegn, Yossi nokkur Benayoun.

  50. Ég er með eina spurningu til Kristjáns Atla, tekur þú þér frí á degi sem þessum eða hefur þú svona frábæra yfirmenn sem sýna þér skilning á degi sem þessum? 😉

  51. Dóri stóri, ég er minn eigin herra. 🙂

    Annars reynir maður að haga hlutunum aðeins í kringum þennan dag til að geta verið á vaktinni á Kop.is. T.a.m. vaknaði ég snemma í morgun og uppfærði síðuna, fór svo á skrifstofuna og er hér enn nema að ég var með kúnna í heimsókn á milli 9:30 og 10:30 og uppfærði því ekkert þá. Ég gæti verið upptekinn í kringum hádegisbilið líka og svo fer ég bara snemma í helgina og ligg væntanlega á F5-takkanum.

    Það er mjög auðvelt að fylgjast með og uppfæra (tekur 30 sekúndur max hver uppfærsla) þegar maður situr á skrifstofunni, við tölvuna. 🙂

  52. 61 Þetta er ótrúlega nördalegt en algjör snilld bjargaði alveg deginum:)

  53. Hvernig ætli staðan sé á Kaká hann er trúlega ekki í framtíðarplönunum hjá José Mourinho. Ætli það sé einhver séns á því að hann sé að fara á láni eitthvert? Hann er allaveganna nr 1 á óskalistanum mínum. Þessi Leandro Damiao virðist líka vera mjög spennandi leikmaður en þetta eru nú allt draumórar. Ég er allveganna ekki æstur í að fá þá Dempsey eða Sturridge og það er klárt mál að við munum bæta við framherjum í dag hver svo sem það verður.

  54. Udinese, Young Boys og FC Anzhi Makhachkala í riðli með Liverpool í Europa League. Verður skemmtilegt að sjá Anzhi leikinn, sjá hvernig Samuel Eto’o og Yuri Zhirkov eru að standa sig.

  55. Flottur riðill, Udinese er mitt lið í Ítölsku deildinni, verður bara gaman að sjá þá spila við Liverpool

  56. Sælir bræður og systur.
    Eitt varðandi okkar ástkæra Agger.Orðrómurinn/áhuginn á honum frá Barcelona eða City – er hann endanlega dauður? Getur maður verið nokkuð rólegur með að fá ekki svoleiðis transfer frétt í andlitið í dag?

  57. Strakar bara til að lifga uppa umtæðuna þa skaust eg til tannlæknis aðan og let draga ur mer 2 tennur, hafdi með mer simann og hlustaði a podcastið um united a meðan tannsinn reif þessar 2 tennur ur mer, ætlaði aldrei að eyða minum tima i þetta united podcast en agætt að hlusta a það hja tannsanum, naði 47 minutum af þessu og hafdi baragaman af, held kannski afram með þetta podcast i næsta tannsa tima eftir 3 vikur.

    Hlakkaði til að koma heim og ath hvort það væru einhverjar frettir, enn ekkert merkilegt en maður biður og vonast eftir kraftaverki. Er ekki að na þvi hver tilgangurinn var að lana Carroll ef Rodgers fekk ekki leyfi til að spandera nuna peningunum sem fast fyrir hann næsta sumar.

    Trui samt ekki oðru en að Dempsey detti svona um fimm leytið i dag og svo liggur maður a bæn um að sturridge, huntelar eða brassinn þarna komi lika.

    Þetta verður langur dagur það er a hreinu, get ekki einu sinni reykt ofan i stressið fyrir einhverjum grisjum i kjaftinum a mer en það er a hreinu að þeim verður hrækt utur ser sem allra fyrst svo eg geti reykt mig i hel og reynt að halda stressinu niðri.

    Annars bara gleðilega hàtið og gaman að eyða deginum með ykkur

  58. Sturridge fer ekkert, Chealsea nær ekki að replace-a hann.

    Inn koma: Dempsey, Damiao og G.Ramirez! That’s right! G.Ramirez er ekki enn búinn að semja við Southampton og LFC semur við hann um leið og Chelsea neitar að láta Sturridge fara.

  59. Numer 70, þu ættir að geta slakað a yfir Agger, það er ekkert sem bendir til að hann se að fara en aldrei hægt að boka neitt serstaklega eftir ruglið i gærkvoldi þegar menn ætluðu skyndilega að lata Henderson plus pening uppi Dempsey.

    En nei Agger er ekki að fara held það se a kristaltæru

  60. Án þess að vera leiðinlegur en er þetta ekki staðfesting á því að nánast öll kaup king kenny voru léleg? Nánast búið að hreinsa þá alla í burtu aftur 😛

    Hópurinn orðinn frekkar þunnur núna

  61. Adam farin á 4 milljónir punda. Carroll á lán. Mér sýnist að kaupin hjá Dalglish og félögum sé versta fjárfesting í sögu klúbbsins finnst svona er komið. Við erum í 3 sæti frá stofnun úrvaldseildar í klúbbi sem eyðir mestum peningum. Aðeins City og Chelsea eru fyrir ofan okkur. Árangurinn er langt í frá í samræði við kaup og sölur síðustu 2 áratugi.

    Kannski er bara fínt að hreinsa út yfirborgaða ofmetnaða menn og fá unga óþekkta hungraða leikmenn á lægri launum. Erum búnir að reyna hina leiðina þannig afhverju ekki að taka annan pól í hæðina og byggja þetta skynsamlega upp eins og Rodgers er að gera. Þessu vil ég trúa þótt ég hljómi eins og brosandi geðskjúklingur bryðjandi pillur hlæjandi í spennutreyju út í horni!

  62. Adam farinn á 5-6 mills….var hann ekki keyptur á 8 mills í fyrra anyone who knows ?

  63. Erfitt að geta í eyðurnar hvort að Liverpool eigi nánast engan pening til leikmannakaupa eða hvort eigendurnir séu svona rosalega brenndir eftir síðustu kaup hjá félaginu. Eins og ég ómælda virðingu fyrir Dalglish og ekkert kemur til með að breyta því að þá voru nánast öll hans kaup alveg skelfileg fyrir félagið. Downing, Henderson, Carroll og Adam; 80 millj. punda sem nýtast okkur ekkert í dag. Jú Downing í bakvörðinn! COME ON!!
    Skil eigendurna vel að þeir séu ekkert tilbúnir að láta mann sem er nýkominn til félagsins óútfyllta ávísun til leikmannakaupa.

  64. því miður lýtur út fyrir að þetta verði vonbrigðargluggi hjá okkur þar sem fsg á greinilega ekki bót fyrir rassinum á sér þrátt fyrir fögur löforð um annað. við verðum ekki samkeppnishæf þar sem þeir sem bæta ekki við sig gæðum falla neðar, vildi svo vona að fsg myndi standa sig en sorry no dice held ég.

  65. Punters are continuing to back Clint Dempsey at 4/7 to join Liverpool but another striker Klass Jan Hunterlaar is also being heavily backed at odds on to join the US international at Anfield. Check out the latest odds
    by Sky Bet 12:42 PM

  66. @83 Já það er reyndar alveg rétt. Hefur sannast margsinnis að Neikvæðnis og Svartsýnis eldingin slær ansi oft niður á sama bloggið.

  67. sá á stuðnigmanna síðu Liverpool á facebook að Dempsey er vist með einhverjar svaka lauakröfur og LFC hættir við. p.s Twitter slúður

  68. Lpool þarf bara ekki Clint þvi við erum með við erum með sex leikmenn sem geta spilað á miðjuni hvernig væri bara að splæsa í Messi eða eitthvað??

    vonaþað #maðurverðuraðverabjartsýnnídag

    koma svo kaupa einhverja good shit dúdda í dag 😀

  69. Góð ábending með Guardian bloggið. Good guy Jordan Henderson strikes again.

    “Did anyone else hear that Stoke were more than a little interested in Jordan Henderson? You have, oh? Well did you also hear that he said there was more chance of Liverpool winning the league than him going to Stoke? What? You have heard that, too? Oh. Well that shuts me up then.”

  70. RT @TonyBarretTimes Rodgers: “We’re hopeful of adding to the squad. There are a number of players we’re looking at.” @BenSmithBBC

    Þó það nú væri – ekki bara horfa – það má snerta.

    Tottarar og sjittíar fara hamförum.

  71. Væri meira en til í huntelaar þótt hann myndi nú bara skora helminginn af þeim 48 mörkum sem hann skoraði í fyrra.

  72. Það er algerlega klárt í ljósi Dempsey-ar sögu hinnar löngu að kappinn verður kominn með Liverbird á brjóstið fyrir lok gluggans. Ég vona bara að fleiri fylgi með. Ég spái að Dempsey klárist núna og monningarnir frá Stoke fari til Fúl-hamrana. Síðan held ég að við höfum lánað Andy C því Sturridge sé að koma, amk á láni…

    Annað. Það að BR vilji skipta út þeim leikmönnum sem King Kenny keypti segir ekki allt til um gæði þeirra. BR vill spila sinn bolta og telur þá líklega ekki henta sinni hugmyndafræði.

  73. Missti ég af þegar þessi “brunaútsala” hjá Liverpool var auglýst ? Ef ég hefði vitað af þessu þá hefði ég reynt að fá Henderson á láni til KF, og látið Liverpool borga 99,9% af laununum hans. Jesús minn, maður vonar bara að við náum í 16 manna hóp á móti arsenal. 🙁

  74. Fólk er of neikvætt hérna við erum bara búnir að missa B-classa leikmenn (sem allir voru vælandi yfir því hvað þeir hefðu verið lélegir í fyrra). Mér finnst hópurinn persónulega sterkari núna en í fyrra þrátt fyrir að það sé ekki búið að fá neinna í dag. Ef einhver kemur í dag verður bara stór plús fyrir Liverpool

  75. Eitt í viðbót: Allt þetta hjal um að við eigum lítinn pening gæti verið taktík til að fá verðið niður í kaupum dagsins! Vonandi 🙂

  76. Já við höfum misst b-klassa leikmenn en í hvaða klassa eru þeir sem hafa komið þá ?
    Tvö alvöru nöfn á diskinn fyrir miðnætti og ekkert kjaftæði!! Heyriði þetta kanar?
    Síðan má ekki gleyma að Lucas er frá í amk 3 mánuði. Come on Reds!!!

  77. Ég held að eigendur Liverpool eigi minni pening en öll önnur lið í deildinni. Djöfull er Liverpool fátækt lið.

  78. Er þetta bara ekki allt partur af þessum ameríska raunveruleikaþætti að við kaupum kanann Clint Dempsey á lokamínútum félagaskiptagluggans?

  79. Tja… Held ad tad seu fåir i PL sem geta nad miklu ut ur mannskapnum eins og BR. Hann hefur synt tad med Swansea. Annars svidur alveg svakalega thessi omurlegu kaup a t.d. Carroll, ad kaupa hann a 35m er bara otrulegt og ad minu mati ein verstu kaupin i håa herrans tid. Eg er mjøg hlynntur thessari stefnu ad skera nidur kostnadinn og koma B-klassamønnum ut.
    Bid spenntur eftir kvøldinu!

  80. Eru leikmenn sem skipta um lið í dag löglegir fyrir leiki helgarinnar eða er það eitthvað lengri prósess?

  81. 101 þeir eru allir löglegir bara spurning hvort þeir verði með þar sem þeir ná varla æfingu með liðinu. Ég reikna með að þeir verði í hóp en á bekknum.

  82. Klaas Jan Huntelaar. vs Sturridge er það ekki augljóst val ætlar br virkilega að velja Sturridge fram yfir huntelaar .í alvöru sturridge er engin markaskorari það er huntelaar hinsvegar held að menn ættu að líta á skorið hjá huntelaar í gegnum ferilinn.

  83. Reikna með að einhver eða 2 af 3 eftirtöldum klæðist rauðu treyjunni í dag/kvöld. Daniel Sturrige, Theo Walcott eða Clint Dempsey

  84. According to Brazilian press, Liverpool have decided to “proceed” with the signing of Damiao. (€5m loan fee + €15m)
    Þetta væri geðveikt 🙂

  85. 101 og #102 Smá leiðrétting. Leikmaður verður að vera skráður í nýtt lið fyrir hádegi á föstudegi til að fá vera með í leikjum helgarinnar.

    Það t.d. náðist með Charlie Adam skilst mér og því mun hann vera með Stoke um helgina en enginn af þeim við munum kaupa í dag verða með á sunnudag.

  86. 15m Mario Balotelli ?@MarioBaloltelli
    BREAKING: Man Utd have rejected a £38m bid from Chelsea for Howard Webb.

  87. Skil ekki þessa Huntelaar umræður, var það nafn bara dregið upp úr hatti. Menn tala eins og að við séum hreinlega að velja á milli hans og Sturridge. Persónulega finnst mér Huntelaar mjög ofmetinn leikmaður sem hefur floppað hjá stórum liðum en átti gott tímabil í fyrra. Efast um að hann sé þessi Tiki Taka týpa sem BR er að leita eftir, því ekki er hann hraður eða með mikla tækni.

    Svo efast ég nú um að eitthvað sannleikskorn sé í þessum Damiao fréttum. Hann hefði þurft að ferðast í gær til Englands til að fara í samningaviðræður og læknisskoðun og slíkt. Held að menn væru búnir að spotta hann á Englandi ef svo væri. Sorry, hefði verið spenntur fyrir kauða.

  88. Veðbankar hafað breytt úr 66/1 í 4/1 að Owen komi til Liverpool….. er það eitthvað sem klúbburinn þarf?

  89. Uss nú er þetta að verða magnað veðbankar í Englandi segja að líkurnar á því að Owen sé að fara í Liverpool 4/1 úr 66/1 hvað er að gerast.

  90. Nú er Yossi á leiðinni aftur til okkar samkvæmt slúðrinu á sky.

  91. Einnig verið að bendla okkur við Gary Hooper frá Celtic
    Too often Liverpool lack punch up front and Brendan Rodgers could do a lot worse than make a late bid for a man who has netted 44 goals in 62 league starts for Celtic. His performances in Glasgow have led many England fans to call on Roy Hodgson to cap the 24-year-old and if he sealed a move south of the border, his chances of donning the Three Lions shirt would increase dramatically. Hooper could be a real steal for Rodgers’ revamped Merseysiders because he wouldn’t break the bank
    Read more at http://www.talksport.co.uk/magazine/features/120830/five-transfer-targets-liverpool-window-shuts-179892?p=3#YdvSqBPCGoRSgygd.99

    Og svo leikmann cska moscow Seydou Doumbia
    The Ivory Coast goal machine has scored 33 goals in 53 games at CSKA Moscow and has been on the radar of many European clubs including Man United, Chelsea, Napoli and Roma. Why not Liverpool? Dubbed by some as ‘the new Drogba’, who in May he said: “I’m ready for the Italian championship, Spain or England. I want to make the next step in my career.” If Liverpool are prepared to part with £20m+, they could land a gem in Doumbia
    Read more at http://www.talksport.co.uk/magazine/features/120830/five-transfer-targets-liverpool-window-shuts-179892?p=4#wxR1ikSpRrLeSMI0.99

  92. ef það og þá stórt EF það er eitthvað í því að við séum að reyna að fá yossi og eða owen (hrollllll) aftur er þetta lið (FSG) að skíta á sig og panica eins og hreinn sveinn í hóruhúsi…………..

    gott dæmi um hvar áhuginn er hjá þeim:

    Tony JFT96 ?@Tony_The_Red
    What pisses me off about @John_W_Henry and his FSG is that they have ploughed their own money into Red Sox for expensive players SMH #LFC

  93. Það er allt að gerast og ég get ekki slitið mig frá tölvunni kemst ekki á salernið er að farast úr spenningi. Enn sem komið er gluginn búinn að vera mikil vonbrigði og erum við búnir að missa meiri gæði úr liðinu heldur en að eru komin til okkar.

    Held í fingur mína treysti á guð og lukku og vona það besta
    Við eigum eftir að sjá 2-3 leikmenn koma fyrir lok dags klárlega Dempsey síðan annaðhvort Sturrigde eða Walcott og síðan verður eitthvað eitt wildcard sem að enginn hefur heyrt orðróm um. Spái því að það verði Cavani

  94. þvílíkt rusl sem er verið að bendla okkur við. Yussi, Owen og Sturrige. Er ekki hægt að drullast til a kaupa alvoru striker fyrst að það var verið að lána Caroll

  95. Liverpool will make an stunning deadline day swoop on Barcelona to sign striker . Brendan Rogers is desperate to bolster his attack before the day is out . The Liverpool boss is now expected to move for 30-year-old Villa after his return from a broken leg and despite Barca’s reluctancy to sell the Spain international a bid between £40-50 million could see a deal reached. talkSPORT

  96. Ég elska Owen of mikið til að neita honum. Dæmið mig eins og þið viljið, hann kann að skora og væri fínn back-up fyrir okkur ef þetta er pay as you play díll.

  97. James Pearce ?@JamesPearceEcho
    Told there is no chance of Benayoun coming back. #LFC

  98. Vááá ég held ég hafi sjaldan verið eins lítið spenntur fyrir leikmönnum sem eru bendlaðir við Liverpool. Þessi hátíðisdagur er vonbrigði so far en maður heldur þó í vonina að eitthvað töfrandi sé að gerast á bakvið tjöldin sem við vitum ekki af.

    YNWA

  99. Athyglisvert.

    Owen 52 leikir 17 mörk fyrir UTD. FAILURE!
    Carroll 53 leikir 11 mörk fyrir Liverpool. SUCCESS!

    Owen 33 mörk í 93 leikjum fyrir Newcastle FAILURE!
    Carroll 33 mörk í 91 leik fyrir Newcastle. SUCCESS!

  100. Sem betur fer er verið að slá þessa orðróma um Yossi og Owen út af borðinu, djöfull yrði ég heiftarlega reiður ef sá stutti kæmist á launaskrá hjá okkur.

  101. Fer það ekki hvað er í tölvunni þegar inn í sturtuklefann er komið 😀

  102. Eg sagdi her fyrr i sumar og i hadeginu við pabba og felaga minn að owen væri ekki vitlaus kostur a bekkinn ef litið er tilaf seðlum

    Er samt að.vonast eftir dempsey og sturridge. Vill fara sja eitthvað gerast nuna, tottenham, city og fleiri að fa samþykkt kauptilboð hægri vinstri a meðan allt gengur hægt hja okkar monnum eins og vanalega

  103. er það bara ég sem fynnst að sturrige og dempsey séu ekki nóg?

    og svo er það nýjasta að það verði bara dempsey……

    WTF

  104. Uppskrift að síðasta degi félagskiptagluggans:

    Hmm best að ýta á F5 .. okei enginn ný frétt ……

    10 sek seinna

    F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5 F5

    verð síðan pirraður yfir að það sé verið að orða Yossi til baka eða Owen
    og skalla lyklaborðið ae$%rgæo&airjg

    Fer síðan heim úr vinnuni og endurtek eftir hentugleika

    þessi dagur úfffff

  105. Ég vona svo sannarlega að Hr. Rodgers sé að vinna í því á bak við tjöldinn að fá inn almennilegan leikmann/leikmenn… ég er svo fáránlega lítið spenntur fyrir Dempsey og Sturrage.

    Þetta verða erfiðir tímar næstu 6 stk.

  106. þessir menn eru að gera okkar ástkæra lið að athlægi ef það gengur eftir að þeir félagar Yossi og Owen koma aftur til Liverpool. Ég er ekki að trúa því sem er að gerast. Djöfuls fokk !! Það er verið að staðfesta það að þetta er að verða miðlungsklúbbur.

  107. ég vil ekki sjá owen aftur, getur ekki neitt og löngu útbrunninn….#svikari

  108. Til ykkar sem eru að reyna vera fyndnir, þá er þetta ekki dagurinn.
    Er bara alls ekki í stuði fyrir einhvern aulahúmor á þessari stundu 🙁

  109. Owen já?

    Eigum við þá ekki bara að taka Torres og Meireles líka?

  110. Fyrsti bjórinn verður opnaður um leið og næstu kaup verða tilkynnt. Koma svo!

  111. Heldur vil ég fá Berger en nokkurn tímann júdas owenson til baka!!

  112. Buin að reyna vera jakvæður i allann dag en er að verða helviti stressaður…..

  113. Já góðan daginn Liverpool elskendur… Ég væri alveg til í eitt stykki Llorente, held að það væri drullu góð kaup. Myndi frekar hafa Morgan en Owen. Síðan er ég mjög svekktur að við höfum misst af Ibrahim Affelay, geysilega efnilegur leikmaður þar á ferð ! Ásamt Llorente væri ég til í Dempsey og Sturridge. En Llorente nr 1, Dempsey nr og Sturridge nr 3.

  114. Sky sources: Liverpool have reached an
    agreement with Fulham for the transfer of
    striker, Clint Dempsey

  115. Tottenham að lenda i vandræðum með að landa Moutinho s.k.v Sky, hvernig væri að stela honum beint fyrir framan nefið þeirra

  116. Sky sports segja núna að helvítis Tottenham sé búið að bjóða í Dempsey.

  117. Ætli Liverpool eigi ekki ekki eftir að gera upp á bak en einn deadline daginn og klúðra þessu öllu. Ég spá því að það komi engir leikmenn til okkar í dag.

  118. Svo endar þetta með Owen og Dempsey og allt glatað!
    nei vona ekki góða helgi félagar og takk fyrir frábæra síðu!

  119. Heilvítis Spurs þarf alltaf að blanda sér inn í áhuga Liverpool á leikmönnum. Mér er sama hversu ó/spennandi leikmennirnir eru alltaf þarf þetta slepjulega “want to be” rottuklúbbur frá London að blanda sér í málið. Þótt það væri Hörður Magnússon sem Spurs væri að yfirbjóða Liverpool yrði ég samt fúll!

  120. Veðbankar úti hafa breytt úr 212/1 í 6/1 að Hörður Magnússon komi til Liverpool….. er það eitthvað sem klúbburinn þarf?

  121. Hvaða menn þarf inn til að aðdáendur verði sáttur við gluggann? Ég yrði mjög sáttur ef við fáum Demspey + Pure Striker…
    Mér finnst Demspey + Sturridge ekki mikil styrking, því miður..Hvað yrðu menn sáttur við?

  122. Btw sturridge á bekknum hjá Chelsea í kvöld, og sá orðrómur þá væntanlega úr sögunni

  123. Rosalega er ég farinn að verða neikvæður út í þessi leikmannamál.
    Hvað á svo að gera ef að Suarez meiðist ?
    Spila Borini og hverjum frammi ?

  124. Jæja Sturridge á bekknum hjá Chel$ki svo hann er úr sögunni. Er þetta þa´bara Dempsey, Owen og Yossi sem eru enþá í pottinum? Ég er nú ekkert að deyja úr spenningi.

  125. Ef við fáum þessa 3 þá er titillinn okkar(verst að hin liðin vita ekki af .því)

  126. Sky Sports News ?@SkySportsNews

    Sky Sources: Fulham reject bid from Liverpool for Clint Dempsey #skydeadlineday

    SNILLD

  127. Er ekki hægt að fá Carroll aftur. Borga bara West Ham skaðabætur fyrir að hætta við lánið upp á c.a. 2 milljón punda! Þetta yrði ekkert heimskulegir viðskiptahættir miðað við margt annað hjá FSG!

  128. Bíðiði spenntir..
    það kemur eitt ROSALEGT 5 mínútur í lokun !!!!

  129. Ætli við spilum ekki framherjalausir eins og Spánn. Markatalan í lok tímabils verður 11-9

  130. Hvað eru menn samt að spá að lána Carrol degi fyrir gluggann án þess að vera búnir að tryggja sér annan mann í staðinn ? Eru menn alvarlega tognaðir á heila eins og Riera ?
    Hefði frekar mátt bíða með að lána hann þangað til seinna í kvöld, þegar og ef við náum að landa öðrum leikmanni. Djöfull eru þessir eigendur farnir að fara í taugarnar á mér.
    Segjum sem svo að Dempsey myndi koma þá er það samt langt frá því að vera nægilega mikil styrking á liðinu.

  131. Afhverju þarf allt að gerast bara nokkrum klukkutímum fyrir lok gluggans??? Því var ekki hægt að klára allavega að tryggja sér sóknarmann fyrir tímabilið fyrr staðinn fyrir að lenda í þessari vitleysu!!!

  132. Leandro Damiao er ekki að fara að koma til okkar núna, nema að hann fái Babels helicopter lánaða og drífi sig 🙂

  133. Í síðustu tveimur blaðamannafundum sem ég hef séð með BR þá hefur verið spurt hvort hann hafi áhuga á Theo Walcott og hann brosir bara og neitar því ekki 🙂
    Held að Walcott sé að koma 🙂

  134. Rosalega lyktar þetta allt saman að Royal bank of Scotland sé að krefja FSG um borgun. FSG yfirtók LIverpool með skuldsettri yfirtöku og hefur aldrei lagt krónu til.

    FSG hefur ekkert annað gert en að mjólka hverja einustu krónu sem það hefur getað út úr Liverpool. Styrktarsamningar runnið beint í þeirra vasa en ekki til uppbyggingar Liverpool. Improve er ekki til í orðasafni þeirra. Average er í uppáhaldi.

    Á meðan sekkur Liverpool dýpra og dýpra. Aðeins 1 stig og 5 stigum þegar hent út um gluggann ú 2 fyrstu leikjunum. Liverpool þarf ekkert lengri tíma en önnur lið. Vælið í Brendan nutcase er hjákátlegt.

    FSG og Brendan nutcase geta tekið pokann sinn STRAX ef þeir standa ekki við að koma með 2 gæðaleikmenn nú á síðustu klukkutímum. Dempsey og Sturrage eru ekki í flokki með gæðaleikmönnum sem lofað var, bara hlægilegt.

  135. Og núna er líka sá tími að renna upp að lið fara að pumpa upp verðin á leikmönnunum. Fulham eru að neita öllum tilboðum Liverpool í Dempsey vitandi að LFC fara að verða örvæntingarfullir.

  136. Bond, akkùrat sem ég ætladi ad koma inn á. Okkar menn eru ordnir desperate og ad sjálfsögdu ganga hin lidin á lagid.

    En fokk hvad ég er spenntur………..

  137. Ef það gerist ekki mikið næstu klukkutíma eru það vonbrigði, ekki heimsendir, rolex.

    Tekið af TTT, snilld

    “Napoli owner Aurelio De Laurentiis is a movie producer. He has a penchant for showmanship. Remember how he unveiled new signing Gokhan Inler last summer in a lion’s mask? Well, tonight he might have gone one better.

    “At the beginning of a press conference called to reveal the future of star striker Edinson Cavani, he opened with a sombre look on his face. “At times marriages come to an end,” he said. “Unfortunately Edi wants to go to England, to that cold city of Manchester, and there’s a plane ready to take him there.” Cavani is sitting next to him in a fit of the giggles and has to interrupt the charade. “What plane!,” he said. “I am staying at Napoli.” Delighted, De Laurentiis then turns to him and says: “Well sign then! Bring me the contract.” Cavani goes on to put pen to paper in front of the cameras then they hold up his No.7 shirt with 2017 written on the back.

  138. Maður er að verða stressaður, við verðum að losna við Joe Cole af launaskrá, væri frábært að lána hann og sleppa við að borga eitthvað af laununum hans. Vona það sé verið að vinna í þessu á fullu. Allt of hár launakosnaður !!!!

  139. Nr.193

    Það er RISASTÓR munur á því að vera orðaður við stórlið og að stórlið hafi í raun og veru áhuga. Það eru mun fleiri leikmenn orðaðir við stórlið heldur stenst svo skoðun. Hvað heldur þú að umboðsmenn séu að gera á daginn? 🙂

  140. þetta er áhugavert. er verið að sýna frá leik liverpool og hearts….

    allt í lagi með það en BR snertir ekki skiltið hmmmmm en svo kemu Marsh og legst næstum því á það.

    hræddur um að BR er bara í orði en ekki borði varðandi þetta lið….. hjarta fylgir ekki hug hjá honum greinilega….

    verð hræddari og hræddari um að þetta verði slæmt timabil með FSG og BR.

    mark my word.

  141. Hugur minn er hjá þeim sem ætluðu að bíða með að opna þann kalda þar til fyrsta signið dytti inn.

    Það stefnir í þurrt kvöld.

    Kannski þetta séu eintómir korter í þrjú gæjar þarna á Melwood.

  142. Spering, Adam og Carroll farnir og inn í staðinn Dempsey. Ég get ekki séð að það sé verið að styrkja liðið með þessu. Það er bara búið að þynna hópinn sem mátti nú ekki við því og veikja hann. Ekki það að Dempsey sé lélegur leikmaður væri alveg til í hann en er ekki sáttur við þessa þynnigu. Þurfum bráðnauðsynlega á hreinræktuðum striker að halda Demsey er eiginlega meira framsækinn miðjumaður.

  143. Falcao búinn að skora 2 mörk á móti Chelsea, trúi ekki öðru en að Abrahomavich taki upp veskið eftir leikinn og bara kaupi hann. BAMM, Sturridge hefur þá ekkert að gera þarna í Chelsea og við fáum hann jeje!

  144. Ég er búin að vera svo sultuslakur í allan dag , bara í vinnunni og að chilla mér og ekki ýtt einusinni á F5, what will be will be. Höfum trú.

  145. Daniel Sturridge looks like he’s definitely not joining Liverpool. According to reports he turned down the move as he was only interested in a permanent deal, while Liverpool and wanted a loan move

  146. Ok hvað er félagsskiptaglugginn opinn lengi, 3 mánuði sirka? Hvernig stendur þá á því að “öll” lið bíði fram á síðasta dag og síðustu klukkustundir til þess að versla leikmenn? Er þetta allt gert fyrir fjölmiðla því ekki sé ég að þetta sé ákjósanleg leið til þess að stunda viðskipti. Algjör ringulreið, hærra verð fyrir leikmenn osfrv. @skilþettaekki :/

  147. jæja þetta getur nú ekki verið góðs viti að það sé akkúrat ekkert að gerast hjá okkur?

    þetta er örugglega leiðinlegasti/rólegasti gluggi sem kop.is hefur fylgst með.. strákar?

    ekkert að heyra… hvað með smá innlegg um það hvað gerist fyrir okkur ef við fáum ekki ja 2 strikera, vinstri væng og…. kanski 1 markvörð… hvað veit maður.. eitthvað annað sem vantar??

  148. twitter síða BBC segir að Liverpool séu hættir við að kaupa í þessum glugga; mjög undarlegur gluggi, svo ekki sé meira sagt og ef þetta reynist satt þá er ákvörðunin um að lána Carroll mjög undarleg…

  149. Ben Smith BBC

    Clint Dempsey’s proposed move to #LFC is on the brink of a collapse. Sides too far apart. May not be any ins at Anfield tonight

  150. sá þetta frá bbc, ef satt reynist þá verður baráttan um 6-9 sætið eina sem verður möguleiki

  151. ?@BBCSport
    We’re hearing there will be NO incoming transfers at Liverpool tonight. Looks like the Clint Dempsey deal is off for good…

  152. FSG má hins vegar alveg leggja fram tilboð í þennan framherja A.M. kannski að Torres geti sannfært hann….

    djók

  153. @BBCSport
    We’re hearing there will be NO incoming transfers at Liverpool tonight. Looks like the Clint Dempsey deal is off for good…

  154. LFCTV… not likely that anyone will come in from nowone.

    TAKK FSG TAKK.

    Hefði getað verið rólegur í dag ef þeir hefðu bara sagt “ok við erum lúðar með hor og viljum ekki láta Liverpool vera annað en miðlungs lið og já go USA”

  155. Ussss, ég treysti þeim mannskap sem við höfum núna til að standa sig vel í vetur. Kjúklingarnir fá þá fleiri tækifæri.

  156. Hvað ætlum við að gera þegar menn fara að meiðast? Það er engin breidd í liðinu lengur og líklegast engir fleiri að fara detta inn í þessum glugga… ég er orðlaus !!

  157. Jæja ég er búin að gefast upp á því að eitthvað að viti gerist á næstu tveim tímum,
    Þannig here goes YANKS OUTstrong text

  158. Þetta er ÖMURLEGT, búið að peppa sig upp í að fylgjast með spennandi glugga og vonandi spennandi leikmönnum að koma inn…..en NEI, við erum að skíta rækilega á okkur!!!

    Farinn að drekka mig í algleymi

  159. Eru bara krakkar og unglingar sem eru að tjá sig á síðunni? Óttalega barnaleg reiði sumra.

  160. Í stadinn fyrir ad hreinsa út deadwood leikmönnu
    m ætti Lfc ad fara ad hreinsa út tessa gæja sem sjá um innkaup
    og samningstilbod hugsanlegra nýrra leikmanna.
    Tetta er til skammar!

  161. Úff… nú er ég farinn í rúmið! Það er ekki hægt að leggja þetta á Liverpool aðdáendur úti um allan heim. Búnir að bíða í 3 mánuði eftir þessum degi og þessum striker sem átti vonandi að koma og svo gerist ekkert nema að Carroll er lánaður burt. Hvað í ósköpunum er það?

    Ég er allavega búinn að taka ákvörðun um að þetta sé búið og er farinn í rúmið að lesa… ef ekkert hefur gerst í fyrramálið var tíminn vel nýttur í lestur og svefn í kvöld. Annars væri fínt að láta koma sér á óvart í morgunsárið. Lifið heilir í kvöld og ekki missa vitið.

  162. Hvað segja Kop.is-pennar um væntanlega niðurstöðu gluggans; er hann vonbrigði þegar allt kemur til alls eða er BR að fylgja eftir reglum eins af lærimeisturum sínum, Jose Mourinhou, sem vill alls ekki hafa stóran hóp heldur hafa hans eins þéttan og hann mögulega getur….

  163. Ég er gjörsamlega brjálaður núna! Hópurinn er svo sjúklega þunnskipaður núna… Það má bara enginn meiðast til þess að við lendum í vandræðum

  164. Strakar, rolegir. Thetta er pottthett einhvad trikk hja theim. Vid eigum eftir ad sja ALLAVEGANNA 1 koma adur glugginn er lokadur. Mark my words.

    YNWA!

  165. Þvilikur brandari þessir fsg drullusokkar.
    Það a svo að setja veiðileyfi a þann fabjana sem lanaði carroll i gær með ekkert i hondunum til að koma i staðinn. Klubburinn okkar ef hann einhverntimann var grín undir stjorn Gillett og Hicks þa er hann athlægi i dag undir stjorn John Henry.

    Hvert var markmiðið i sumar? Að losa 25-30 milljonir af launakostnaði? Hvaða rugl er i gangi? Eins og allir her vita þa hef eg ekki haft tru a FSG i langan tíma en nu eru þeir svo sannarlega bunir að missa allt mitt àlit. Vona að þessir drullusokkar làti ekki sja sig i Liverpool borg aftur.

  166. Maður er búinn að vera á báðum áttum með eigenduna, en þó leyft þeim að njóta vafans…núna er farið að tæmast verulega í glasinu sem áður var hálffullt..

  167. Skv Sky þá eru Ian Ayre og Brendan Rodgers farnir heim. Það þýðir bara eitt!

  168. Jæja er þetta að verða af staðreynd?
    ARE FSG GIVING UP ON LFC?
    http://live4liverpool.com/2012/08/view-from-the-kop/transfers-summer-2012-are-fsg-giving-up-on-lfc-2?

    Þeir virðast ekki vera samkeppnishæfir á leikmannamarkaði.
    Liverpool er lið sem þarf að styrkja, En félagið er að gogga í unga ódýraleikmenn sem eiga að nýtast félaginu í frammtíðinni á meðan núverandi hópur félagsins inni stórkostlegan sigur ef þeim tækist að ná 4 sætinu.

  169. jæja er samt ánægður að WOW kaupin komu inn shit get ekki beðið eftir því að horfa á Samed Yesil rífa upp vörnina hjá skumms og… nei bíddu hver er þetta og er þetta wow kaupin eða…..

  170. Hvað er í gangi hjá þessum aumingjum sem eiga þetta lið ?
    Ef þú ætlar að eiga LiverpoolFC þá skaltu vera tilbúinn að opna veskið og eyða peningum. Þannig færðu titla og meiri pening í kassan.
    Mér finnst þessir menn hafa svikið ALLT sem þeir hafa talað um og ég vil ekki sjá þessa vesalinga eiga félagið.

    Hvers konar sóknarlínu á Rodgers að geta stillt upp ef að Suarez meiðist ?
    Við losum okkur við Kuyt, Maxi , Bellamy og Carrol og við fáum Assaidi og Borini í staðinn fyrir þá. Frábært ef þú hugsar um launaumslagið sem þú þarft að borga í hverri viku en hvað með frammistöðuna á vellinum ?
    Hvað héldu þeir að þeir þyrftu að borga fyrir Dempsey, 3-4 millur

    Ég get varla líst því hversu hrikalega pirraður ég er á Þessari MEÐALMENNSKU sem þetta félag er að stefna í.

  171. Ef það er rétt að menn séu bara farnir heim eru þetta rosaleg vonbrigði. Lánið á Carroll og salan á Adam gera ekkert annað að veikja hópinn ef ekkert er keypt. Afhverju lá svona ósköplega á að lána Carroll? Þetta lyktar af blankheitum og ekkert annað! Enn eitt skrefið tekið í átt að miðlungsklúbb ef þetta endar svona!

  172. Mjög undarlegur gluggi og enn og aftur er því klúðrað að fá framherja; eitthvað sem liðinu hefur vantað í háa herrans tíð… maður getur ekki annað en tekið undir orð sumra; FSG er ekki að vinna sér inn mörg prik.

  173. Oj hvað þetta er leiðinlegt spjall í dag….ekki vantar stóru orðin hjá sumum hérna og glugginn ekki einu sinni lokaður. Slappiði af, fáið ykkur einn hrímaðan (þeir ykkar sem hafa aldur til) og hættið að drulla yfir alla sem klúbbnum tengjast.

    Er hættur að kíkja hingað í kvöld…held mig við viti bornar umræður.

    Yfir og út

  174. 1-2 kaup pfff. Það er hreint með ólíkindum að þessir meistarar hafi verið að setja stefnuna á 4 sætið. Við erum að missa af leikmönnum því við tímum ekki að eyða krónu.Ég meina commmmmon Everton er búið að eyða meiri pening í þessum glugga en við.

  175. Er það ekki rétt munað hjá mér að það er bara verið að fara að loka glugganum að kaupa leikmenn. Við getum ennþá fengið menn inn á lánum fram í nóvember.
    Það er mikið búiða að tala um sturridge komi á láni, jafnvel Kaka frá real eða Tellio frá Barca, þannig við fáum örugglega einhvern inn á endanum. Samt gríðaleg vonbrigði að hafa aukið breiddina á miðjuni en minkað hana frammi þar sem mesta þörfin var á styrkingu.

  176. Það hlýtur bara að vera að það komi inn 1 striker i minnsta lagi en ef það kemur engin inn þá var þetta move að lána Carroll örugglega eitt það heimskulegast sem ég hef séð í fótbolta….
    YNWA!!

  177. Við verðum nú samt að gefa LFC sjónvarpsstöðinni smá props fyrir eitthvað best heppnaðasta troll síðari ára, það tekur það enginn af okkur að við erum fyndnir andskotar Liverpool menn! 😉

  178. Það sem ég er búinn að heyra af orðrómum er eftirfarandi.

    Sturridge átti að koma inn og það er einhver sem var backup ef það virkaði ekki
    Dempsey átti að koma inn. EN, Aston Villa bauð 5m núna 2m næsta sumar sem var samþykkt. Liverpool bauð minna en það og eru ekki tilbúnir að hækka boð sitt. Svo það er off.
    Mikið af leikrænum atburðum hafa átt sér stað. Ryksprengjur og læti frá liverpool starfsfólki til að lækka verð en greinilega ekki virkað.
    Hugsanlega mun evrópskur leikmaður koma inn sem er striker.
    Damiao var af alvörunni athugaður en var mjög langt skot (a really long shot)

    Er fólk samt ekki frekar sátt við það að við séum ekki að taka Comolli á þetta og eyða langt fram um verðmæti á Dempsey. Margur hér ekkert spenntur fyrir honum og núna allir brjálaðir fyrir að ekkert búið að gerast ? Þversagnir! Þú getur ekki verið reiður og leiður yfir að kaupa “meðalmanninn” Dempsey áður en það gerist, og svo líka leiður yfir að það hann verði ekki keyptur af því við vildum ekki borga yfirsprengt verð. (Clint Dempsey fyrir mér er á leið upp, 60 mörk í 225 leikjum hjá Fulham, 23 mörk í 46 leikjum á síðustu leiktíð vs. Suarez sem hefur skorað 24 mörk í 46 leikjum hjá Liverpool í öllum keppnum! , skv. Wikipedia)

  179. ef satt reynist að það sé búið að pakka þessum glugga saman, þá er ég illa vonsvikinn og ég veit að það verður allt vitlaust í liverpool borg

  180. Hann kemur pottþétt svo lengi sem hann heldur sig við það að vilja fara til liverpool. Þá hef ég enga trú á því að Fullham vilji brenna inni með hann.

  181. Sér Einar Bárða um að semja við nýja leikmenn fyrir Liverpool ? Hvað er í gangi ? Afhverju finnst mér aldrei nein samingamál falla Liverpool í hag ? Gerist alltof oft að einhver góður fótboltamaður er orðaður við okkur út allan gluggann en síðan á síðustu stundu klúðrast eitthvað og við missum manninn til botnliðs!!!

  182. Babú hvenær sagdi tom werner að þeor gætu keppt við hvern sem er a markaðnum? Ertu að vitna i eitthvað nylegt eða?

    Var það ekki bara klart fyrir daginn i dag

    að ekkert kæmi? Urðu þeir ekki bara að þykjast gera eitthvað? Buðu td 4,5 millur i dempsey sem allir vissu að yrði hafnað….

    Eg vill bara að Henry svari fyrir þetta ekki seinna en KL 22. I KVOLD hvaða rugli þeir eru i með klubbinn okkar. Heimta lika kroftug motmæli i 90 minutur a sunnudaginn, svona a ekki a ð koma fram við aðdaendur felagsins… mer finnst eins og eg hafi verið hafður af algjoru fifli i dag. Ætla ekki að segjast hættur að halda með liverpool en fullyeði her og nu að það fer ekki krona af minum peningum til Liverpool a meðan FSG a felagið nema eitthvað storkostlegt breytist.

  183. Ef þeir geta ekki rekið þennan klúbb almennilega seljið hann þá!!!
    Yanks out!!!!

  184. Tetta er lidur i sjónvarpstháttarördinni til ad búa til drama…svo kemur eitthvad sætt sem allir geta grátid yfir ad gledi 😉

  185. Las á einhverri ensku síðunni rétt áðan (man ekki hverri, er búinn að lesa svo margar í kvöld) að BR hafi verið eins og þrumuský í framan þegar hann yfirgaf Melwood. Kannski ekki furða ef það verða bara útlán og sölur í dag en engin kaup! Hvað sagði Rafa forðum, ég bað þá um borð en þeir létu mig hafa lampaskerm (eða eitthvað svoleiðis)!

  186. Nathan Ecclestone is on his way to Blackpool this evening. Danny Pacheco also on his way out of Liverpool back to Spain.”

    Þetta minnir nú bara óþæginlega á það þegar Glazer fjölskyldan tók meistaralið Tampa Bay og seldi alla bestu leikmennina og keyptu ekkert . Árið eftir endaði liðið á botninum

  187. hvaða helv… rugl er þetta ? lána Carrol og fara svo bara heim í popp og kók og bíða eftir sunnudeginum ?

    Sjæze FOKK !

  188. Ég er á leiðinni til Liverpool as we speak, mér skilst að þeir eigi ekki lengur til menn í 25 manna hópinn og séu að leita af mönnum sem að þurfa engin laun.

  189. Það lítur út fyrir að fsg skíti uppá bak með kaup á leikmanni í dag 🙁 ömurlegt ! !

    Kanar sem eigendur er eitthvad sem fer svo illa í mig 🙁

  190. Ég ælta aðeins að fjalla um nettó eyðslu Liverpool síðan meistari Hodgson var við völd.
    Ef einhver er ekki með það á hreinu þá er það þá Hodgson, Kenny og BR.

    Við erum að tala um 45,3 milljónir punda. Það er ekki meira en það og í raun líklega eitthvað minna því inní þessu er ekki tekið sölur á
    Thomas Ince
    Poulsen
    Damien Plessis
    Maxi
    Bellamy

    Ég veit þetta er ekki mikið og í einhverjum tilvikum líklega bara 0 en á lfchistory þá eru þeir gefnir upp sem undisclosed (ekkert undisclosed í kaupum bara sölum)

    Þetta er bara sorglegt og mér finnst ég vera svikinn eins og staðan er.
    Maður hefur verið að gefa FSG benfit of the doubt en ef kvöldið endar svona þá er búið að svifta hulunni af því leikriti

  191. Maður neitar að trúa að enginn komi í kvöld. Það væru ein mestu vonbrigði síðustu ára (og er af nægu að taka þar). Ef Carroll er lánaður til WH án þess að fá annan sóknarmenn í staðinn lítur út fyrir að klúbburinn sé í mun verri málum en manni hefði nokkurn tíma grunað.

  192. Alveg týpískt LFC, all rumours but no action. Tekst aldrei að laða alvöru menn að liðinu og að bjóða bara 4 milljónir í Dempsey og geta ekki boðið bara 7 einfaldar milljónir í hann sem myndi tryggja okkur hann. Hann vill spila fyrir okkur en við getum ekki drullast til að punga út 7 milljónum. Þeir geta hent 75 milljónum samanlagt í Downing, Carroll og Henderson en þeir geta ekki bætt við aumum 7 milljónum í Clint Dempsey sem hefur sannað sig í PL sem markaskorari. Drullisti til að gera eitthvað einu sinni. Þessir aular kunna greinilega ekki að reka klúbb, ef þeir ætla ekki að gera þetta almennilega þá geta þeir selt klúbbinn. Maður er alltaf jafn bjartsýnn fyrir hvert tímabil og heldur að maður sé með bókað top 4 sæti en það endar alltaf í sama 6-8 pakkanum. Þetta er orðið þreytandi og eitthvað verður að gerast strax.

  193. Ég segi bara eins og einn skrifaði á Liverpool-spjallið fyrir nokkrum árum ,,Salkið á strákar”

    Það mætti halda að himinn og haf væri að falla saman í kvöld!

    Leyfið BR og staffinu hans að sanna sig. Hef svo fulla trú á þessum gaur að ég myndi treysta honum til að gera Frammara að meðalliði á stuttum tíma!

  194. Rory Smith ?@RorySmithTimes
    Dempsey’s at Spurs Lodge.

    Ríðið mér ekki!

  195. Hættur að lesa kop.is í kvöld, því þið eruð svo miklir vælukjóar.

  196. Einu sinna hafði ég trú á FSG en ef það er enginn að fara að koma í kvöld þá sýnir það skýrt og klárt metnaðarleysi og getuleysi í samningamálum sem er reyndar eitthvað sem við erum vanir.

    Frábært að lána Carroll og ekkert í staðinn,úff þetta verður enn erfiðara fyrir áramót.

    YNWA in Brendan we trust but FSG What the fuck!

  197. ég neita að trúa því að fsg menn láni Carroll og fái engan í staðinn.
    L’pool menn vilja gera allt á bak við tjöldin, og vitiði til,…
    Það mun koma einn til tveir menn áður en glugganum lokar á eftir…

    Ekkert stress! Skál!!

  198. haha og enn toppar vitleysan sig:

    Here is some shock news as Tottenham Hotspur pull another surprise on deadline day. Sky Sports sources understand Clint Dempsey has signed for the White Hart Lane club.

    Verð nú bara sáttur ef við höldum sæti okkar í deildinni miðað við þessa skitu

  199. Ég fékk þetta sent í skeyti fyrir ekki svo löngu, þetta á mögulega við núna

  200. Anfield Mole ?@AnfieldMole All gone tits up clint would not wait ,
    don’t blame him anyway see Ye all enjoy season

    Sky, Höddi Magg, allir að staðfesta að Clint sé kominn á Spurs Lodge. Þetta er svekkjandi svo sannarlega í mínum bókum. Væri gaman að sjá alla Dempsey hatarana fagna að hann komi ekki til Liverpool. Tölum svo aftur saman í Maí, hvort að það hafi verið gott eða slæmt fyrir Liverpool að missa af honum.

  201. @Svavar Station #263

    “Leyfið BR og staffinu hans að sanna sig. Hef svo fulla trú á þessum gaur að ég myndi treysta honum til að gera Frammara að meðalliði á stuttum tíma!”

    Hahahaha!!!! Að gera frammara að meðalliði, svo góður er hann Brendan ekki! :o)

  202. Ef hann verður þá eitthvað mikið lengur við stjórn. Hver veit hvað honum var lofað. Og hver segir að hann sætti sig eitthvað við þetta helvítis bull frekar en við. Já Dempsey á leiðinni til Tottenham búnir að vera orðaðir við manninn í marga mánuði en tók tottenham 15 mín að ræna honum af okkur . Þetta var það sem toppaði skituna

  203. Er það bara ég sem er orðinn þreyttur á því að vera Liverpoolmaður? Finnst eins og ég sé búinn að vera að bíða eftir stóru nafni í 15 ár. Því miður er Torres líklega eina stóra nafnið sem Liverpool hefur keypt síðustu 10-15ár. Annað eru meðalmenn sem er kannski i takt við meðallið.

    kv. Einn þungur

  204. Liverpool hefur ekki misst einn mann sem Rodgers vildi halda. Höfum fengið inn allavega tvo mjög spennandi leikmenn í þeim Allen og Sahin. Héldum Agger þrátt fyrir mikinn áhuga Man City og gerðum langtímasamning við einn besta mann deildarinnar, Suarez.

    Til viðbótar fékk hann Borini sem hann hefur augljóslega mikla trú á, og svo skilst mér Samed Yesil sé mikið efni.

    Þetta er langt frá því að vera einhver heimsendir eins og sumar vilja láta.

    Hinsvegar finnst mér þetta hafa verið allt of opið á köflum, þessar sögur með bæði Gylfa og Clint Dempsey. En ég trúi því samt það hafi bara á endanum ekki verið nægilegur áhugi og þess vegna voru þeir ekki keyptir.

    Varðandi Andy Carroll, ef Rodgers vill hann ekki. Til hvers þá að hafa hann á launaskrá. Ef Rodgers finnst Morgan vænlegri kostur, hvað vitum við? Er þetta þá ekki rétt ákvörðun að lána hann fyrst enginn vill kaupa?

  205. það er aldeilis að Brendan og félagar ætla að setja pressu á sjálfa sig…
    þá hef ég bara bullandi trú á Yesil, hann verður 15 marka maður!
    kv. bjartsýnisfélag Plóla.

  206. Mikið rosalega er ég byrjaður að hata Tottenham. Veit ekki hvort það hefur komið fram áður.

    Þeir eru í þessum töluðum orðum að signa Dempsey. Ekki það að ég hafi verið æstur yfir að fá hann en það virðist bara vera nóg að Liverpool sýni áhuga á leikmann að Spurs komi hlaupandi inn í dæmið. Var það ekki Van Der Vart sem þeir tóku á síðustu metrunum þegar Lpool hafði áhuga fyrir nokkrum árum?

    Þeir voru nú heldur betur mikið að reyna að fá Adam á sýnum tíma sem var þess valdandi að við keyptum hann mun dýrari en við hefðum geta fengið hann á. Síðan þekkja nú allir Gylfa söguna frægu. Og nú Dempsey. Er ég að gleyma einhverjum?

  207. strákar verið rólegir við erum með úber striker í honum morgan…… shit

  208. 276 nei þú ert sko ekki sá eini, vá hvað ég er orðin þreyttur á þessu og ég held að þetta verði ekkert skárra þetta árið

  209. Bara ein spurning! Tottenham er talsvert minna félag í mælikvarða á aðdáendum og fylgjendum á heimsmælikvarða. Minni sölur á treyjum og svo framvegis.

    Hvernig í ósköpunum eiga þeir efni á að kaupa Jaoa Moutinho, Hugo Lloris, Emanual Adebayor og Clint Dempsey ? (og liverpool ekki)

  210. haha hvaða grín er þetta að fara hata tottenham fyrir að taka leikmenn sem okkur langar í, þú ættir frekar að hata stjórn liverpool sem loka ekki þessum dílum!!

    Ekkert við tottarana að sakast fyrir að bæta við sig mönnum.

  211. Guardian :

    Spurs and Fulham have agreed a fee for Clint Dempsey
    And word is it’s a mere £6m. You can’t argue with that.

    Aston Villa setur 5+2. Liverpool (Ian Ayre) neitar að fara yfir 4! Það getur ekki verið 2m virði að missa af framherja sem okkur vantar!

  212. Tómas, þeir seldu Modric á 30 í vikunni og svo fór VDV fyrir 10 millur í dag. Svo áttu þeir eitthvað í pottinum.

  213. Við gátum ekki einu sinni signað leikmann sem vildi helst bara fara til Liverpool. Á maður að hlæja eða gráta

  214. 267 Andri Már “ég neita að trúa því að fsg menn láni Carroll og fái engan í staðinn.”

    BR sagði að það mætti kalla sig Brenda Nutcase ef FSG og hann mundu lána Carrol og fá ekkert í staðinn. Ég er þegar farin að kalla BR: Brendan Nutcase.

    FSG og Brendan Nutcase eru farnir heim að sofa vegna þess að það var næstum heartattack fyrir þá að spila við Hearts í gær.

  215. jæja klukkutími eftir NÚNA GERIST ÞETTA!!!!!!!!!

    help us god að það gerist eitthvað.

  216. Það voru 2 menn í heiminum sem vildu að Carroll yfirgæfi Liverpool. Brendan Rodgers og Sam Allerdyce…..

    Svo ég svari öðrum já ég er fúll yfir að stjórn Lfc skuli ekki hafa klárað samninga við þessa leikmenn og geta ekki kept við Spurs. Samt sem áður virðast Spurs hafa gríðanlega áhuga á leikmönnum sem Lpool er akkúrat að eltast við!

  217. Djöfull getur verið óþolandi að horfa uppá svona vinnubrögð ár eftir ár! við getum alveg gleymt því að fara skora eitthvað af viti með engan mann sem er hreinn striker!

  218. @Mummi:288 Jú það er rétt. Er aðallega að tala um þessar 6 milljónir fyrir Dempsey. Hef verið kappsmaður bjartsýnis og jákvæðni hér á Kop.is en það verður að segjast, þetta eru ágæt vonbrigði þegar okkur vantar í raun sóknarmenn sem skora

  219. Þessir kana andskotar eru búnir að gefast upp á Liverpool og eru að selja eins marga leikmenn og þeir geta til að fá penning og selja svo liðið innan tíðar. Heyrðuð það fyrst hér. Djöfulsins aumingjaskapur.

  220. Mér líður eins og við höfum verið að tapa 7-0 fyrir Scums og það á heimavelli!! langar að gráta..

  221. @285 Hugsa að sölurnar á Modric og VDV coveri þessi kaup þeirra að mestu leyti.

    Stjórnin og eignarhaldið virðist einnig innihalda hreðjameiri einstaklinga heldur en samkeppnisaðilar þeirra í Liverpool.

    Ansi hræddur um að það sé enn eitt tímabilið til að gleyma í vændum… ekki það að ég hafi búist við meistaradeildar baráttu. En þó átti ég nú von á meiri metnaði en sá sem við sjáum nú…

  222. @299 Sammála! Það sem er augljóst eftir kvöldið í kvöld. Daniel Levy > Ian Ayre.

    Svo vil ég líka biðja fólk um að vakna og kenna Ian Ayre um mistökin, ekki bara könunum. Það er rosa vinsælt að segja kanarnir eru hálfvitar. En orðrómar segja að BR hafi verið eins og þrumuský í framan þegar hann fór af Melwood í dag eftir mistök og asnalæti í Ian Ayre (sem er ekki bandaríkjamaður).

  223. Eigendur Liverpool ganga víst núna undir nafninu briefcase wankers:)

    Ég er svo pirraður,búinn að hlakka til að skríða uppúr fjallinu eftir erfiðan dag í vinnunni og var viss um að ég ætti von á að lesa um einhverja spennandi leikmenn að koma inn,það liggur við að ég skríði aftur ofaní holuna og verði þar þangað til amk janúar en svo hugsa ég einmitt til þess að Agger verður áfram,Suarez skrifaði undir nýjan samning,Allen og margt spennandi.

    En auðvitað hefði þurft alvöru markaskorara og þarf enn.

    Það verða extra margar svefntöflur til að sofna í kvöld hahaha

  224. HAHAHAHAHAHA. Dempsey farinn til Spurs, samkvæmt þessu deadline transfer stream-i. Djöfulsins bull dagur er þetta búinn að vera.

  225. er að horfa á sky og búið aðstaðfestaað DC sé kominn á 6 mils 3 ára samningur….

  226. P.s getum við ekki beðið southamton um að lána okkur pening? Þeir gátu allavega keypt Gaston Ramirez

    Hahaha þetta er svooo slæmt

  227. Jæja tæp klukkutími eftir. Ég er orðin rosa spenntur fyrir Owen núna!!!!! koma svo!!!!!! [kaldhæðnistakkinn]

  228. Vá ég gerði mér ekki í hugarlund að hægt væri að mála sjálfan sig svona út í horn. Skelfileg stjórnun í gangi á Melwood og eftir stendur berstrípað félag með tvo ágæta framherja og kjúklinga.

    Sorglegt bara, ætla að fylgjast með öðrum deildum í vetur.

  229. Kanarnir að sanna sig Hulk að skrifa undir á 40milljónir evra strákurinn endaði flott hjá ATM í kvöld og skoraði þrennu

  230. ESPN understands that the fee Fulham wanted for Dempsey from Liverpool was higher than that they accepted from Spurs or Villa.
    Djöfullsins RASSHAUSAR er Fullham

  231. “Strong rumours abound that Liverpool are about to solve their goalscoring problems by signing a beachball! Come on, do something!”

  232. Ég held að margir ykkar lesi mjög vitlaust í Dempsey málið. Hér eru mínar kenningar:

    1) “ESPN understands that the fee Fulham wanted for Dempsey from Liverpool was higher than that they accepted from Spurs or Villa.” Sem sagt, Liverpool neitar að láta taka sig í rassgatið og er það vel.

    2) Tottenham bauð hærri laun enda höfðu þeir nægan pening til þess (fullt rassgat af seðlum og misstu af aðal targetinu í dag sem vildi ekki koma). Hvað var Liverpool tilbúið að borga mánaðarleg laun fyrir 29 ára gamlan leikmann í þrjú ár? Á þennan pakka verða menn að horfa til.

  233. ef þetta segir ekki allt hvað vandamálið sé þá veit ég ekki hvað

    This Is Anfield ?@thisisanfield

    Liverpool’s forwards have a combined total of 16 Premier League goals. Clint Dempsey scored 17 last season alone.

  234. Ekki veit ég hvernig þessi heimur virkar en hitt er þó að verða ljóst að hér eru margir snillingar.

  235. Strákar…..ég redda þessu, var að kveikja á FM og er að fá 4 leikmen til Liverpool #núlíðurmérbetur

  236. Jæja það hlýtur að koma einhver bomba í blálokin, allt annað er bara skaddað 🙂

  237. Sky Sports News ?@SkySportsNews

    Aston Villa sign Christian Benteke from Genk for £7m

    aston villa á money…… síðan hvenær

  238. Guð – gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.

  239. Svo virðist vera sem að við séum en í sárum efir Daglish skituna ógurlegu. En vill meina að Liverpool sé ekki verr statt núna í ár heldur en fyrir síðasta tímabil.

  240. aston villa á money…… síðan hvenær

    Síðan þeir plötuðu okkur í að borga 20m fyrir Downing

  241. Það er að gera mig gráhærðan að horfa á Rolex úrið mitt, tikka og tikka í átt að klukkan tíu. Það er akkúrat ekkert að gerast hjá Liverpool þessar mínúturnar. Dýrt spaug. Kaupi mér Seiko næst.

  242. Hvernig stendur samt á því að þegar að Sky ræði við Rodgers seinni partinn í dag þá segist hann mjög bjartsýnn á að fá allavega 2 sóknarþekjandi leikmenn í kvöld og svo hvað ? Hvað klúðraðist.
    Það er engin smá press á Suarez fram að áramótum og eins gott að strákurinn taki sig á og byrji að drita inn mörkum í bunkum.

  243. Fyrir mánuði síðan talaði BR um hversu heimskulegt það væri að lána Carroll. Hann þyrfti amk 3 strikera.

    BR er væntanlega brjálaður. Þetta 4 milljón punda tilboð í Dempsey segir í raun mjög mikið, í ljósi þess að nýbúið er að lána Carroll. 6 milljón pund í Dempsey hefði væntanlega verið samþykkt, og eru það sirka peningurinn sem fékkst fyrir lánið á Carroll og söluna á Adam. Auk þess sem klúbburinn strokaði sirka 120 þúsund pund af launareikningum, sem gerir aðrar 6 milljónir punda á ári.

    Þessar 33 milljónir punda sem FSG hafa keypt leikmenn fyrir í sumar munu núllast út þegar búið er að leggja saman innkomutekjur fyrir selda leikmenn og gríðarlegan sparnað í launakostnaði.

    Frábærir styrktarsamningar fara greinilega að í annað en að styrkja leikmannahópinn, sem sjaldan eða aldrei hefur verið eins þunnskipaður og einmitt í dag.

    Fyrir helgi höfðum við þó Lucas heilan, Carroll, Adam og Spearing.

  244. 330 gaur ef rolex úrið þitta tikkar þá ertu stupid þar sem það er 100% fake…. eins og þú…

  245. Það er frekar pirrandi að sjá að sumir geta ekki horft í augu við sannleikann og viðurkennt að þessi dagur var bara alls ekki nógu góður, hann er reyndar verri en mín versta martröð.

    Carroll á LÁNI og enginn inn hvað eru menn að hugsa. AAARGGGG
    Morgan þriðji maður frammi. Guð hjálpi okkur.

  246. Iss… Þetta er ekkert mál. Við setjum bara Downing í centerinn. Hann hlýtur að geta það eins og bakvörðinn.

  247. MrAgent ?@MerseysideAgent

    gonna let you #lfc fans enjoy this , wont spoil the surprise , its well worth the wait

    eitthvað að gerast??

  248. Nú er Man U maður byrjaður að hughreysta mig….Hversu sorglegt getur þetta orðið hahahaha

  249. Rory Smith, hjá Times, segir að L’pool hafi farið illa að ráðum sínum í síðustu gluggum. Þeir sem þá voru við stjórnvölinn eyddu illa þeim peningum sem FSG lét þá hafa og nú sé verið að súpa seyðið af því.
    Grátlegt en satt; svo virðist sem sökin liggi eilítið hjá manni að nafni King Kenny og samstarfsmanni hans, Damien Comolli. 35 mills fyrir Carroll og allar þessar milljónir sem borgaðar voru fyrir Henderson og Downing voru of stór biti fyrir klúbb eins og Liverpool því þessir menn hafa litlu sem engu skilað aftur til klúbbsins….

  250. Það virðist vera bara skylda ad LFC geri sig að fífli allavega 1x á ári. Ég var að vona að leikurinn gegn Hearts í gær hafi verið það hnakkaskot þetta árið en óóónei!

    LFC höfðu allt helvítis sumarið að til að klára Dempsey (meira að segja fullyrtu að hann væri kominn til LFC á heimasíðu sinni!) , en enduðu með kæru fyrir kjaftæðið.

    Það að hreinsa til og gera reksturinn auðveldari er fínt og þeir leikmenn sem fóru voru ekki að fara að gera neitt nema taka heim há laun. En það er óafsakanlegt að sjá leikmenn allt í kring fara á skít og kanil og ekki gera neitt í því. Td Berbatov á 4m, leikmaður sem ég hefði aldrei viljað til LFC, en hefði slottað fínt sem skorarinn.

    Ég allavega er mjög ósáttur með afrek dagsins og er þessi afrakstur eitthvað sem mætti líta á sem vanrækslu í starfi. Það verða engin töfrabrögð í vetur og sé ég okkur vera að berjast um 6.-9.sætið nema Sahin og Marokkó-Messi bæti uppá það sem við höfum nú þegar.

  251. hvernig er að ætli sé hægt að bítta á eigendum lfc og qpr?? þeir kaupa eins og enginn sé morgundagurinn.

  252. Liverpool eiga núna 17 útileikmenn yfir 21 árs og þá er Lucas meðtalinn.
    Það er eins gott að það meiðist ENGINN leikmaður fram til janúar.

  253. Óneitanlega vonbrigði ef enginn verður keyptur á næsta hálftíma. Mesta áhyggjuefnið hjá mér er þó það að ef að BR hefur verið svikinn um einhver loforð. Fyrr í dag sagði hann að það væru allar líkur á að hann fengi 1-3 leikmenn inn. Ég yrði gríðarlega vonsvikinn að missa hann frá Liverpool vegna svikinna loforða, byrjar amk ekki vel ef svo er.

  254. Snæþór @251

    Frekar svona: Eiður Smári orðaður við Liverpool. Play as you Pay díll

  255. “Seems very much like tonight was the night Brendan Rodgers picked up the tab for £100m spending under Kenny Dalglish.”

  256. MShit FSG, verð að segja að Viðar Skjóldal hefur haft rétt fyrir sér í allt sumar með að grýna þess kana druslur.
    En hvað eru þeir að spá getur verið að þeir ætli sér hreinlega að selja klúbbinn þeir hafa bjargað honum frá gjaldþroti lækkað launakostnaðinn betri sölu vara, hafa ekkert gert með vallar mál gæti verið að kanarnir væru hreinlega á útleið, á þessari mínútu vona ég það svo sannarlega vill bara ekki kana aftur.
    Kannski bara láta mig dreyma vegna getuleysis eiganda en Viðar skjóldal held alveg örugglega þú hafir verið að gagnrýna FSG stend með þér, ÚT MEÐ HELV!”#$ KANANA!!

  257. Kenny á heiðurinn af þessum glugga …. 100 mp í skít sem selst ekki fyrir 30 mp ári seinna úfff Takk .., BR er bara að súpa seiðið af svo kölluðum kóngi ….

  258. Ekkert rosa líklegt að einhver leikmaður sé að koma. Annars finnst mér sú kenning sem hefur komið hérna nokkrum sinnum um að þetta “last minute shit” sé gert viljandi til að gera spennandi TV. Vonum það besta elsku vinir 🙂

  259. Held að BR reddi einhverjum á láni í næstu viku …. eða vona það ..

  260. Mér líður eins og ég hafi verið kýldur í magann!

    Ég ætlaði að kaupa mér bæði aðalliðs- og varatreyjuna á afmælisdaginn minn 2. sept. Vonaðist eftir einhverju spennandi nafni til að setja aftan á treyjurnar.
    Eins og staðan er núna dettur mér ekki í hug að kaupa treyju og styrkja þessa helvítis metnaðarlausu aumingja sem eru að reyna eyðileggja klúbbinn minn.

    Fari þeir til andskotans!

  261. ofan á þetta allt neitaði Joe Cole að fara í dag. Nú getur maður þakkað fyrir það, þó ég hafi vonast eftir því í allt sumar að liðinu tækist að losa sig við hann.

  262. Hvað haldiði að það sé langt í að rykið verði dustað af “Yanks Out” skiltunum?

  263. shit hvað það á eftir að kjöldraga okkur á sunnudaginn og þetta season verður shit erfitt.

    að vera stuðningsmaður Liverpool er svo erfitt að það er ekki hægt að leggja það á herðar eðlilegra manna né kvenna.

    höldum hökunni hatt því það At the end of a storm is a golden sky.

    YNWA.

  264. 17 leikmenn segiru? Náum ekki einusinni að skipta í 2 lið á æfingu

  265. hh 345. Já, já ég veit nú hvað það er.

    Hættu nú allveg er góður þáttur á Rás 2. Þar kom þetta meðal annars fram. Þú getur leitað að þeirri upptöku.

    Cheers og farðu nú að smæla framan í heiminn.

  266. Þetta sýnir ekkert annað en HARKALEGA MIKIÐ GETULEYSI Ian Ayre og annarra stjórnarmanna.

    Þessi Ameríkanar eru að hallast út á braut forvera þeirra og samlanda.

    Þvílíkt vonleysi.

    Sjáið styrkinn sem Tottenham er að fá inn:
    Gylfi Sig
    Dembele
    Dempsey
    Adebayor

    Þessir fjórir eru ALLIR leikmenn sem Liverpool hefðu átt að fara eftir. Ég er mikill aðdáandi allra þessara fjögurra leikmanna og ég get bara ekki annað en verið sár út í Liverpool að hafa ekki náð amk. einum þessara. Dembele á eftir að reynast svakalegur, hann er ótrúlega góður.

    Adebayor var svosem aldrei inn í myndinni en vá hvað Liverpool hefðu haft gott af hans kröftum.

    Ef Suarez fer ekki að verða beittari fyrir framan markið þá verður þetta þvílíkt vonleysi.

    Drunginn færist yfir mig.

  267. Ingi Torfi : ertu búinn að selja hillusamstæðuna?
    held að liverpool séu að leita af einhverju til að kaupa og róa áhangendur

    Ég: hafnaði tilboðinu, þeir báðu um að fá hana lánaða

  268. þið eruð æðislegir
    ykkur verður illt í veskinu ef það eru keyptir leikmenn fyrir mikinn pening
    þið verðið brjálaðir ef leikmenn eru ekki keyptir á yfirverði
    og að fylgjast með á meðan leik stendur er brandari. ef okkar menn skora ekki á 7 mínútna fresti verðið þið brjálaðir.

    ég hlakka til að fylgjast með í vetur.
    held að það verði gaman

    ps orðunum fyrir ofan er ekki beint að öllum

  269. nennti ekki að lesa neitt hérna, skrollaði bara beint niður til að segja hvað mér finnst. Mér finnst þessi gluggi hafa verið algjört bull…. hef ekkert meir til málanna að leggja, held örugglega að flest öll rök og mót rök fyrir hinum ýmsum kaupum og sölum séu hér, nenni ekki að endurtaka þau…. En þessi gluggi var ekki góður!!

  270. Ég ætla að stökkbreyta ágærtri færslu sem kom hérna eftir West Brown leikinn um líðan mína:

    Tilhlökkunin áðan fyrir þennan glugga var eins og fyrir lítið barn að bíða eftir jólunum….. Mér líður eins og að allir hafi gleymt að kaupa jólagjöf handa mér nema það var ein sem var merkt mér en þegar ég opnaði hana reyndist hún vera full af mannaskít!

  271. ég bara skil ekki menn að vera kenna King Kenny um þetta. Ekki er hann búin að vera að tala um að það séu 1-3 menn á leiðini. Menn ættu bara að halda kjafti ef þeir geta ekki staðið við það sem þeir segja og það er BR nokkur sem má taka það til sín ef engin kaup verða. Að gefa okkur stuðningsm vonir um leikmenn og standa ekki við það er ekki góður leikur. Hættið svo að væla um Kóngin hann færði ykkur titil og næstum tvo. Geri BR betur.

  272. Eru ekki tveir augljósir hlutir að fara gerast…..Ian ayre er verður rekinn innan árs og við erum að fara signa striker á láni ?

  273. Ótruleg drulla!!! Er sbo fkn svekktur og pirraður núna. Liverpool er orðið að svo miklu athlægi að það er ekki einu sinni fyndið!!! 9 sæti staðreynd og það með heppni…

  274. Þetta er annsi nærri lagi ….

    Well I’ll put it like this. In the morning we entered negotiations with Damiao and that deal looked possible, we also entered negotiations with Sturridge and we were told if he wasn’t on the bench he would sign for Liverpool. However, this was not to be. Dempsey was 99% nailed on, until Liverpool’s owners decided they didn’t want to pay a penny more than their bid, therefore we lost him. He was desperate to come to us, but because of their stubborn attitude it was not to be. Now we are completely undermanned, and Rodgers was lied to. Simple as that.}

    FML

  275. Ég er nú harður Liverpoolmaður og á nú ekki orð yfir því sem ég hef séð hér á þessari síðu í kvöld, ég hef aldrei séð þvílígt samansafn af vælukjóum og hér í kvöld, pantaði vælubílinn fyrir ykkur sem taka þetta til sín, lærið aðeins að slaka á.

  276. Sælir félagar

    Þetta AC move hjá BR er stórhlægilegt að þessum degi loknum. Það er ekki einu sinni hægt að vera reiður vegna þess, svo heimskulegt og vitlaust var það.

    Tek undir með Deus #356 og vona að þessum nýju G&H verði gert ólíft í Liverpool svo þeir komi þangað aldrei framar.

    BR og kanarnir eru búnir að gera þannig í nytina sína að það er með fádæmum. Rembingurinn í BR er hér með og héðan frá ekki marktækur. Ég vil KKD til baka. Alltaf betri en þetta. Ég er gjörsamlega brjálaður út í þessa aumingja.

    Það er nú þannig

  277. Þetta eru nú meiri helvítis hobbitarnir. Nú taka við 4 mánuðir með 2 sóknarmenn. Ætli það komi svo ekki einhver stress-skita um áramóti eins og þegar Carroll var keyptur.
    Það er ekkert í gangi hjá þessum könum.

  278. djöfulsins væl er þetta!!! ég tel tottenham og arsenal vera búnir að veikjast meira en við í glugganum …. við höfum allavega ekki tapað lykilmönnum!!! aðalega búnir að losa okkur við oflaunaða farþega og höfum án efa aukið við gæðin í hópnum með tilkomu sahin og allen … einnig höfum við loksins sýnt að við látum ekki önnur lið kúga okkur!

  279. jæja, þá eru það bara eiður smári, owen og del piero. allir á frjálsri sölu 😛

  280. 360. Tottenham kaupir 5 leikmenn og missa 2 gríðarlega sterka. Þeir kaupa markmann (eru nú með mann sem er meira en 40 ára). Kaupa Ade sem var þeirra leikmaður í fyrra og svo þessa þrjá.

    Hvað gerir Liverpool? Þeir kaupa fimm leikmenn (einn mjög ungur þó). Losa sig við marga sem voru komnir á aldur og á háum launum. Losa sig við þrjá (tvo í lán) sem hefðu ekkert verið annað en farþegar í vetur. Og BR ætlar að notast við marga leikmenn sem eru undir 20 ára. En það er mjög líklegt að þeir hefðu viljað fá einn fyrir 11 í kvöld en ég hef enga trú á að það sé FSG að kenna. Frekar að aðrir klúbbar hafi æltað að taka Liverpool í rassgat.

    Sorrí en mér finnst Tottenham ekkert hafa verið öflugri í sínum glugga. Heilt yfir höfum við fengið betri leikmenn (og unga).

  281. Við erum bara blankir.. held það sé bara málið.. Einnig hefur klúbburinn ekkert aðdráttarafl lengur fyrir leikmenn. Góð og öflug saga er náttúrulega bara saga….. og er að verða ansi gömul saga… þessir ungu guttar sem eru heitustu prospectin í dag þekkja bara sigurgöngu annarra liða.

    En þetta voru engu að síður mjög spennandi síðustu 6 tímar þó vonbrigðin hafi verið mikil..

    Núna er bara að styðja klúbbinn og vona að BR geti gert kraftaverk…

  282. ok það klúðraðist að fá framherja 🙁 En B.R er nú ekki spilandi með marga framherja, meira svona 6 manna miðju.

  283. Ok, ef ég skil suma rétt hérna að þá hefði verið mun betra t.d. að loka dílum eins og lánssamningi við Sahin og kaupin á J.Allen í DAG en ekki á síðustu dögum/vikum? Finnst þessi hype-fílingur hérna svakalegur og múgæsingurinn ótrúlega mikill. Er Árni Johnsen að stjórna kórnum?
    Það tók nú alveg botninn úr þegar menn eru byrjaðir að kalla á Kenny Dalglish aftur. Hvernig væri nú bara að hafa trú á stjóranum okkar, starfsliðinu hans og leikmönnunum sem við höfum!?

    Vildu menn kannski önnur panic kaup eins og með Andy Carroll? Þökk sé þeim að við erum kannski ekki að fá meira til okkar núna!

    Ég hef það allavega og mun styðja lið mitt áfram, meir en nokkurn tímann áður!

    Upp með andlitið og kyssið konuna og LFC merkið góða nótt. Framundan er fáránlega spennandi tímabil með ferskum vindum.

  284. Átti bara að kaupa einhvern framherja bara til að kaupa? Svona eins og þegar Carrol var keyptur ?

  285. Horfði á Liv-Hearts hér í gær og fylgdist með spjallþræði kop. Sá að menn voru að væla yfir lýsandanum á Stöð 2 og þá sérstaklega hvað hann talaði illa um Liv og vel um Hearts. Eftir að hafa lesið spjallþráðinn hér í kvöld er ekki nokkur spurning í mínum huga að lýsandinn hafi verið púlari. Eða hvað?

    Auðvitað er maður pínu svekktur með að hafa ekki fengið einhvern hlunk inn í glugganum í dag en slakið aðeins á. Það eru jú bara 11 inná í einu.

  286. Ég er ekkert ósáttur við tiltektina hjá Liverpool í sumar. Fínt að hreinsa til. En að lána Andy Carroll til nýliða West Ham og fá ekkert í staðinn er mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja.

  287. Núna er rétti tíminn fyrir alla að blása hressilega út……sofa svo vel í nótt og vakna síðan harðari stuðningsmenn Liverpool en nokkru sinni fyrr. Glugginn fór bara eins og hann fór, losnuðum við menn sem ekki á að nota og fengum nokkra ágætis leikmenn (suma mjög góða). Þeir sem vælt hafa sem mest um að ungu strákarnir hafi ekki verið notaðir kætast væntanlega, því núna fá einhverjir tækifæri til að sanna sig. Flestir vita að árangur næst ekki endilega með því að kaupa stór nöfn. Árangur næst með liðsheild og hana nær BR vonandi að skapa.

  288. Er kominn á bjór nr. 2 og skemmti mér konunglega!

    Þessi gluggi var sko ekki eins og glugginn 2008 en það var eytt alveg nóg af peningum. Liverpool er búið að eyða 29.5m punda í sumar á meðan t.d. lið eins og Tottenham er búið að eyða 56.5m punda.. þeir fengu reyndar meiri pening í vasann en Liverpool en samt sem áður þá er staðan þannig að Brendan ætlaði sér að reyna að ná í 1-2 framherja í dag og það tókst ekki því Fulham var með óraunhæfar kröfur að hans mati og Chelsea vildi ekki lána Sturridge.

    Ég trúi því að við getum náð góðum árangri með þennan hóp sem við erum með, alveg sama þótt við keyptum ekki 1 framherja í viðbót. Suarez og Borini og hinir leikmennirnir geta alveg skorað mörk og við getum alveg unnið leiki með þann hóp sem við erum með í dag.

    Næsta á dagskrá: Liverpool vs Arsenal á ANFIELD!

  289. Engar áhyggjur bræður,,,, Owen og Fowler koma bara í sóknina or redda essu,,,,,, verður maður ekki bara að vera bjartsýnn á þessa menn sem eru komnir og þakklátur fyrir að hafa losað okkur við smá óþarfa menn. 1 góður stræker hefði samt rjóða mitt littla hjarta

  290. verðum að átta okkur á því að á vinstri vængnum höfum við Enrique Downing og Sterling !! Búið 3 leikmenn í tvær stöður og í framherjastöðuna og á hægri vænginn Höfum við Suarez Borini og Hendersson Búið !!! þvílikt drasl.

    hvað ætla þeir að gera ef Suarez fer aftur í bann eða meiðist ! jafnvel að fara að horfa á einhverja leiki þar sem Downing verður vinstra megin, Morgan frammi og Hendersson hægra megin !

    það að við erum með kannski góða miðju en enginn getur skotið ! Hendersson getur það ekki. Lucas getur það ekki og er meiddur! Allen getur það ekki ! Shelvey getur það ekki og Gerrard gat það einu sinn en ekki lengur. Adam eins lelegur og hann er var samt eini miðjumaðurinn okkar sem einhver skot hætta var af þó hún hafi ekki verið mikil ! Vona að Sahin geti skotið !! Liverpool er drasl. Engar líkur á 4 sæti og þessvegna engar líkur á nýjum velli !!

  291. Þetta verður algott og Joe Allen og Nuri Sahin eru að fara að sjá til þess að við verðum bara glaðir í vetur. Drullið ykkur í háttinn þið eruð farnir að tala um að fá KK aftur og hvaðeina. Klúbburinn er blankur og Brendan Rodgers er samt sem áður búin að fá spennandi leikmenn.Næsta skref er að valta yfir Arsenal á Sun og svo bara að halda áfram að valta…

  292. Mér líður svipað núna eins og þegar Ísland tapaði fyrir Ungverjum á ÓL í sumar… ég er orðlaus og búinn á því 🙁

  293. Að lesa þessa vitleysu er eins og að lenda inná spjallið á Liverpool.is, slakkið aðeins á dramanu og neikvæðninni. Dæmu þetta í lok maí.

  294. Flutt uppfærsla Kristján Atli. Gefur manni góða yfirsýn yfir þessa hluti.

    7 leikmenn fleirri sem fóru en komu

    Launakostnaður lækkar eitthvað en ekki nógu mikill peningur fenginn fyrir. Heyrði nefnda töluna 12m í kostnað nettó í þessum glugga. Allen og Borini of dýrir ? Adam og Carroll of ódýrir ?

    7 leikmenn sem eru uppaldnir úr Akademíunni

    Veit ekki með Conor Coady, en hinir eru allir mögulegir á bekk eða í fyrsta liðið. Þetta verður eitthvað. Þessu verður ekki breytt úr þessu.

    Bjórglasið hálffult, 4 mán í næsta glugga. Eigum eftir að sjá til Assaidi og Sahin. Áfram Liverpool 🙂

  295. Ég biðst afsökunar á langri athugasemd, en ég hef verið að punkta þetta niður í allt kvöld og verð eiginlega að koma þessu frá mér.

    Það sem eigendur Liverpool þurfa að spyrja sig að í dag, er eftirfarandi:

    Hvert ætla þeir með Liverpool FC? Er ætlunin að vinna titilinn eða komast í CL? Eða, er lagt allt kapp á að komast í UEFA Cup á næsta ári? Eða, er topp 10 lágmarkið fyrir þetta tímabil?

    Þið skiljið hvert ég er að fara með þessu.

    Það er augljóst að Liverpool verður ekki meistari – menn þurfa að vera ansi hreint blindir á báðum fótum (!) ef þeir trúa að slíkt kraftaverk eigi eftir að gerast. Þá stendur eftir, hvort stefnan sé sett á sæti í CL. Nú eru það 4 efstu liðin sem fara í CL að næsta ári. Við skulum benda á blákaldar staðreyndir varðandi leikmannagluggann í því ljósi:

    ManCity kaupir Javi Garcia, Maicon, Rodwell og Sinclair. Garcia er frábær leikmaður sem og Maicon, og munu ekki gera neitt nema bæta leikmannahópinn. ManCity verður meistari, enda með langbesta hópinn í Englandi/Evrópu/heiminum.

    ManUtd kaupir Kagawa og van Persie. Sá fyrrnefndi er stórkostlegur leikstjórnandi og lykilmaður í meistaraliði Dortmund. van Persie þekkja allir, hann er stórbrotinn leikmaður á alla kanta.

    Arsenal keypti Cazorla, Podolski og Giroud. Tveir byrjunarlandsliðsmenn hjá Spáni og Þýskalandi, og markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Misstu reyndar van Persie, en gerðu eiginlega nákvæmlega það rétta í stöðunni – þ.e. kaupa 3 gæðaleikmenn í staðinn.

    Tottenham keypti Gylfa, Dembele, Adebayor, Lloris og hugsanlega Moutinho. Gylfa-söguna þekkja allir, Dembele er að mínu mati stórt spurningarmerki, en Moutinho er frábær leikmaður. Lloris er svo landsliðsmarkmaður Frakklands, og Ade var þeirra besti maður í fyrra. Þeir misstu samt van der Vaart, en keyptu 3 aðra miðjumenn í þessum glugga og geta varla talist hafa veikt leikmannahópinn.

    Og þá er auðvitað eftir Chelski. Þeir keyptu Hazard, Oscar, Marko Marin og Victor Moses, auk Azpilicueta. Eins og góður maður sagði eitt sinn – farðu úr bænum! Þetta eru allt gæðaleikmenn. Hazard sennilega einn mest spennandi leikmaður í heiminum í dag, ásamt Neymar. Marin hefur verið viðloðandi þýska landsliðið, Oscar er einn efnilegasti leikmaður í heimi og Moses er … ágætur leikmaður sem spennandi verður að sjá hvort hann nái að springa út í betra liði en Wigan.

    Þetta eru allt lið sem koma til með að berjast um sæti í CL og að einhverju leyti um deildarmeistaratitilinn. Það er þyngra en tárum taki að horfa á stöðuna hjá Liverpool í þessu ljósi og því spyr maður sig, hvaða væntingar getum við haft til Liverpool á þessu tímabili? Nú þurfa eigendurnir að skýra það hver stefnan er hjá Liverpool. Ég vil bara fá það á hreint, hvort stefnan er að komast í CL á næstu tímabilum (það tekst ekki á þessu tímabili) eða hvort stefnan sé sett á titilinn á næstu 10 árum.

    Kanarnir hafa verið duglegir að reyna að sannfæra okkur um að það sé fullt að gerast á bak við tjöldin hjá klúbbnum, hvort sem um er að ræða leikmannamál, leikvanginn eða eitthvað annað, en það sjá allir að það er ekki alveg skv. bókinni. Ef vilji væri fyrir hendi hjá þeim að taka næsta skref fram á við, þá hefði Liverpool gert betri hluti í þessum glugga. Já, eða bara gert einhverja hluti. Þá tel ég Ian Ayre sé búinn hjá Liverpool FC. Það er ljóst að hann hefur ekkert í það að vera aðalsamningamaður liðsins. Bara nákvæmlega ekki neitt. Svei mér ef ég sakni ekki Parry … mannsins sem hlustaði á “come-and-get-me” frá einhverjum unglingsstrák í Portúgal sem tók upp Ronaldo nafnið til heiðurs besta framherja allra tíma, en Parry taldi að 5-7 milljónir væru aaaalllt of mikið fyrir einhvern strákpatta!

    Ég er hálfdofinn eftir þennan dag og þennan leikmannaglugga. Liðið kúkaði upp á bak á síðustu leiktið, við getum öll verið sammála um það. Liðið hefur veikst umtalsvert frá síðasta tímabili. Við getum ekki gert okkur neinar vonir né haft neinar væntingar til þess að liðið geri betur á þessu tímabili en því síðasta. Ég hef tekið þann pól í hæðina að ætla að fagna hverju einasta stigi sem Liverpool halar inn á þessu tímabili, því þau verða ekki mörg. Allavega ekki nógu mörg til að sefa kröfuharða aðdáendur né nógu mörg til þess að koma Liverpool neitt nálægt hinu umtalaða 4ja sæti.

    Já, og eitt að lokum – fyrrum þjálfari okkar vildi kaupa Falcao á 3 milljónir punda rétt áður en hann var rekinn. Falcao er sennilega besti framherjinn í Evrópu í dag, af frátöldum Messi og Ronaldo. Bætist hann þar með í hóp með leikmönnum á borð við David Villa, Dani Alves og fleiri “sæmilegum” leikmönnum sem sá þjálfari vildi fá en stjórnendur/eigendur mátu það svo að það væri of mikil áhætta. Í staðinn var betra – að þeirra mati – að reka Rafa Benítez. Þetta er svo sorglegt að ég get ekki einu sinni orðið svekktur … eða, jú, ég er það 🙂

    Homer

  296. Svavar, 379.

    Ég er ekki að biðja um Kóngin. Það sem mér fynnst um þennan glugga er það að menn eiga ekki að segjast ætla að landa 1-2 eða 3 leikm og drulla svo upp á bak.
    Þetta er ekkert annað en að drulla upp á bak sama hverjum er um að kenna.
    En ekki ætla ég að hætta að halda með mínu liði þrátt fyrir þetta en það er ekki gaman þegar menn blaðra og geta svo ekki staðið við það sem þeir segja. Ef okkur hefði verið sagt að engin leikmaður kæmi þá væri ég sáttur við það. Ég er bara að biðja um að menn komi hreint fram, það er kannski beðið um full mikið eða hvað finnst þér. ?

  297. Hvað hefði gerst ef við hefðum nú keypt einhvern snilling í framlínuna og hann hefði meiðst í fyrsta leik og Suarez farið í bann og Agger fótbrotnað!!!! Já hvað ef!!! Við höfum bara þann mannskap sem við höfum og verðum að treysta BR til að spila vel úr því sem hann hefur í höndunum. Það er ekki alltaf nóg að kaupa….við stuðningsmenn Liverpool ættum nú að vera farnir að átta okkur á því 🙂

  298. Þetta er nú meira kjaftæðið. BR búinn að tala um að bæta við 1-2 framherjum og svo gerist ekkert! Lélegt..

  299. Jæja þá er þessum glataða leikmannaglugga loksins lokið og hægt að fara að einbeita sér að fótbolta aftur. Við losuðum okkur við Fabio Aurelio, Dirk Kuyt, Maxi Rodriguez, Alberto Aquilani, Craig Bellamy, Andy Carroll (Útlán), Charlie Adam og Nathan Eccleston

    Og fengum inn Fabio Borini, Joe Allen, Oussama Assaidi, Joe Cole og Nuri Sahin (Lán)

    Ég er mjög sáttur að félagið hafi verið að losa sig við eldri leikmenn á allt of háum launum og skila litlu en það sem á eftir að koma í bakið á okkur er klárlega skortur á leikmönnum sem skora mörk. Það sem ég óttast er að það verði of mikil pressa á Suarez í allan vetur nema að Borini og þessi Assaidi muni blómstra hjá okkur.

    Ég get ekki trúað því að það verði mikil pressa á Rodgers í vetur enda liðið mjög þunnt skipað og margir veikleikar til staðar. En það góða er að við framlengdum við Suarez sem að vonandi er ekki að naga sig í handarbakið núna vegna brostinna loforða um leikmannakaup. Sktrel og Agger munu verða saman í vörninni þannig að þetta hefði getað farið verr.

  300. Ef þetta er stormurinn þá skulum við vona að gullni himininn birtist okkur í vor. Hættum nú þessu væli. Þeir sem eru búnir að missa trúna…ég mun ekki sakna ykkar.

  301. Greyið BR. Ef hann hefði bara sagt nei við Liverpool þá hefði hann stýrt Tottenham tveim vikum síðar.

  302. Jæja, ætli við neyðumst ekki til að signa Owen eftir allt, eini maðurinn sem er á lausu. Hvernig er það annars, er líka búið að loka fyrir það að fá leikmenn að láni?

  303. Þá er þessi vitleysa búin. Hlakka til sunnudagsins.

    Gerum svo tvo 18 ára að mönnum á mettíma. Það hefur alveg gerst áður.

    Ég held að hópurinn verði bara ennþá þéttari mentally í vetur en verið hefur lengi.

    Fullt af flottum leikjum framundan. YNWA

  304. segir allt sem segja þar.

    Liverpool er á bótum

    Liam Tomkins ?@liam_tomkins

    Figures don’t include new deals for current players, but even if they did, would still only mean net investment of around £4.8m on last yr.

  305. Hvílíkt nöldur og neikvæðni!
    Hversu margir framherjar eru hjá Barcelona?
    Miðjan er er málið!

  306. Það er eitthvað hræðilega mikið að management-inu. Sammála Babu. Hvað gerðist (eða ekki)?

    Hvar er framherjinni sem átti að kaupa?

    Shit/Fokk.

  307. Við verðum aldrei fyrir ofan miðju með þennan mannskap.
    Búið að veikja liðið frá síðasta tímabili þar sem við náðum 8. sæti.

    Hvaða rugl er í gagni hjá þessum klúbbi?

    YNWA!

  308. Rush er að skrúfa takkana undir skóna……….hann, fowler og owen og þessum framherjamálum er reddað……..allt á uppleið, bjartsýnin að leiðarljósi 🙂 En í alvöru hlakkið þið ekki bara til vetursins? Held það sé full snemmt að dauðadæma tímabilið leifum því að byrja og gefum mönnum séns áður en nokkur verður tekinn af lífi án dóms og laga. Upp með hausinn poolarar……YNWA

  309. Þá er sumarglugginn 2012 lokaður og leikmannahópur LFC er fámennari af leikmönnum eldri en 21s en á sama tíma í fyrra. Við erum með einn alvöru framherja og á vængjunum okkar í vetur verða Borini, Sterling, Assaidi og Downing – þrír óreyndir menn í EPL og einn sem ekki gleður marga.

    Einhvers staðar þarf einhver að finna sökudólg og þá er bara fínt að láta eins og Kenny Dalglish eigi klúbbinn, kalla leikmenn sem hann keypti yfirborgað drasl og fría alla aðra, eigendurna mest. M

    Ég efast stórlega um FSG sem eigendur þessa félags, hef gert frá sveiflu þeirra frá febrúar og fram í maí og ekkert sem ég sé frá þeim í sumar breytir því að ég tel þá vera að stíga frá verkefninu á Anfield. Vel má vera að það sé af því að Financial Fair Play, sem var ein aðalástæða kaupa þeirra á klúbbnum, er líklega dauður bókstafur og vel má vera að þeir séu ekki efnamiklir sjálfir og geta lítið leikið sér.

    Fljótt á litið er að loknum þessum glugga net spending þeirra félaganna 35 milljónir punda frá því þeir keyptu klúbbinn fyrir fimm leikmannagluggum. Það eru 7 milljónir að meðaltali í hverjum glugga og við skulum ekki gleyma því að þeir tóku ekki við góðu liði.

    Svo ráða þeir efnilegan framkvæmdastjóra sem ég hef mikla trú á. Sá sagði okkur í júlí að minnst tvö “VÁ”-kaup væru framundan, sagði að hann væri “nutcase” ef hann myndi lána Carroll með bara Suarez og Borini eftir og í dag að við yrðum að bæta við sóknarleikmönnum í liðið. Hann yfirgaf Melwood með Ayre eins og þrumuský. Ég trúi því ekki að hann hafi logið að okkur, ég trúi öðru tveggja að FSG hafi svikið hann um pening eða Ayre klúðrað leikmannaviðræðum.

    Ótrúlegt tilboð um að skipta slétt á Henderson og Dempsey frá í gær var toppað í dag þegar varð ljóst að í stað Carroll kom enginn, Rodgers er nú þegar kominn með gælunafnið “Nutcase” hjá aðdáendum ónefndra liða sem hlæja að okkur ofan í maga.

    Liverpool FC er orðið sjálfbært fyrirtæki, enda spörum við um 450 þúsund pund í laun á viku nú fram að áramótum og sléttum þar með út þann litla mun sem var á kaupum og sölum í sumar. Það er staðreyndin eins bláköld framan í okkur og hægt er að setja upp.

    Það er auðvitað skiljanlegt þegar ljóst er að eigendurnir ætla ekki að gambla með fjárhag félagsins. Það er hins vegar líka ljóst að með slíkri áætlanagerð verður miklu meira en mjög erfitt að keppa við Manchesterliðin, Chelsea, Spurs og jafnvel Arsenal um CL sætið sem ótrúlega margir í kringum Anfield tala um, en er í dag að mínu mati afar ólíklegur möguleiki.

    En mestar áhyggjur hef ég af Rodgers, var hræddur um að hann hafi ekki verið bakkaður upp í Gylfamálinu og í kvöld er ljóst að félagið náði ekki því sem hann bað um. Hverjar sem ástæðurnar eru þá er ljóst að leikmannahópurinn í heild er mun veikari en hann vildi, óbalanseraður með eins óreynda framlínu og hugsast bara getur.

    Ég hef alvöru áhyggjur af því að þessi útkoma muni verða honum erfiður biti að kyngja, en vona innilega að hann mæti á æfingasvæðið á morgun og tali kjark í þann unga hóp sem fyrir framan hann stendur. Hann er nú maðurinn sem við verðum öll að treysta á að geta töfrað eitthvað gott upp úr hattinum sínum, án mikillar aðstoðar frá eigendunum.

    Ég hef líka áhyggjur af því að “Scouserarnir” á netinu í kvöld eru brjálaðir og eru farnir að benda á að búið sé að finna út ástæðu þess að ekki var leitað til Rafa þegar kóngurinn var rekinn í vor.

    Það er allavega ljóst að Rafa Benitez hefði persónulega sjálfur brotið skrifborð Ian Ayre eftir klúður síðustu tveggja daga, vonandi nær Rodgers að mótivera sig og leikmennina með þá von í brjósti að eitthvað lagist í janúar.

    Og by the way, Liverpool FC, vinsamlegast strikið Europa League út úr keppnum vetrarins, við þurfum að hvíla lykilmennina okkar fyrir deildina, láta ungu mennina alfarið sjá um þá leiki takk…

    Nú er að fara að sofa og stilla sig inn á veturinn út frá þessum forsendum, ungur og óreyndur hópur undir stjórn manns sem lofar miklu og verður bara að standa undir því.

    En ég sjálfur ætla ekki að láta mig dreyma um CL-sætið…sorry!

  310. Tekið af This is anfield (sad but true):
    “Despite a record kit deal with Warrior, a record sponsorship deal with Standard Chartered, reducing the wage bill by offloading Kuyt, Carroll, Maxi and Aquilani, Liverpool have spent less than Southampton in this transfer window.”

    Styrktum miðjuna vel enn hvernig í ósköpunum var hægt að klúðra því í sumar að fá alvöru markaskorara þegar öllum er ljóst að liðið öskrar á slíkan leikmann. Tel að við höfum verið í dauðafæri á 4 sætinu með alvöru striker eftir góða díla með Sahin og Allen, vörn og miðja eru sterk hjá okkur.

    Miðað við ummæli Rodgers síðustu daga þá er ljóst að það er sterkur fnykur af þessum degi og þetta verður að teljast algjört klúður enn einu sinni á leikmannamarkaðnum. Hef fulla trú á BR enn það verður ekkert bil brúað meðan southampton eiga þykkra veski enn við. Tiki-taka my ass, velgengni kostar peninga og þeim var ekki eitt í dag þegar nauðsyn krafði.

  311. Hahahaha…… Hvað er að ykkur???

    Flott lið, hvað var spánn með marga framherja í sumar þegar þeir RÚLLUÐU UPP evrópumótinu??
    Þá sagði BR að hann gæti vel hugsað sér að hafa engann eiginlegan framherja í liðinu, hann er svo klárlega meðidda…. Einhver hér að halda því fram að enginn miðjumaður okkar gæti skotið, ertu að grínast? Gerrard, Shelvey og Sahin eru allir klassa skotmenn, ekkert væl, tökumidda.

  312. Þetta er allt í fína. Við girðum okkur í brók og bætum þessa milljónamenn upp, sem áttu að koma, með því að þjappa hópnum saman og bæta í baráttu og leikgleði. Lítill ungur hópur getur líka verið kostur, þó að við eigum örugglega eftir að finna sviða í febrúar-mars-apríl. En þeir sem eiga eftir að kaupa sér búninginn gera það á morgun svo að liðið geti keypt einn ungan og efnilegan í janúar.

  313. Já klúður er rétta orðið yfir þetta. Þó maður sé orðlaus.

    Úr því sem komið er virðist þó blasa við að Gerrard verði notaður frammi en ekki á miðjunni. Hann fer þá vonandi að blómstra á ný. Allavega reynir nú á fyrirliðann sem aldrei fyrr.

  314. helvítis fokking fokk á vel við. Höfum engan sem getur klárað leikina og er það mikið áhyggjuefni, hefði glaður fengið N’Gog aftur það hefði allavega verið eitthvað.

  315. Maður er her i þunglyndiskasti i boði FSG…. alveg ljost að folk er brjalað og nu eru Fsg með svona 50-60 prosent folk a moti ser. Hefdu þeir bara splæst i dempsey væru allir bara nokkuð sattir. Þessar 2 kulur sem þeir tymdu ekki að borga verða þeim mjog dyrar.

    Eg gratbið nuna um Owen og það an djoks. Mundi strax lyta betur ut að eiga owen a bekknum heldur en engan…

  316. Það sem ég hef séð af Borini er að hann er massa duglegur, góður að koma sér í færi og alltaf að stinga sér á vörnina. Hann hefur oftar en ekki verið ranglega flautaður rangstæður. Hvað gæti hann hafa verið oft kominn 1 á móti markmanni útaf því? Örugglega 3-5 sinnum síðan hann byrjaði að spila fyrir Liverpool. Þetta gæti verið 5 mörk fyrir hann í hvað mörgum leikjum? 5?

    Mér líst mjög vel á hann þótt hann sé aðeins stressaður á markið. Það kemur með fyrsta markinu.

    Hef trú á fyrstu kaupum BR. Hann getur bara ekki klikkað. Sjáið bara til.

  317. TOTTENHAM FOKKING HOTSPUR., er reyndar bara búið að vera gera betri hluti heldur en Liverpool undanfarin ár og eru bara töluvert meira heillandi núna. björt framtíð þar. þarft ekkert að vera hissa yfir því að leikmenn velji tottenham frekar, kristjan atli

  318. Það er ekki væl að vera stuðningsmaður með metnað sem síðan verður fyrir vonbrigðum,þið sem eruð sáttir við það sem er í gangi í stjórnun klúbbsins þ.e það sem snýr að eigendum rökstyðið takk.

    Ég er sjálfur mjög ánægður með Brendan og hans sýn,erum með marga frábæra leikmenn en ekkert sem jafnast á við hin liðin og það þarf víst að vera samkeppnishæfur til að geta keppt. Hvað ætla FSG að gera þegar tímabilið klárast og allt í hassi? Reka Brendan og losa alla leikmenn frá liðinu sem Brendan keypti svona eins og KennyComollibitana..

    Setjið ykkur í spor leikmanns sem er að koma til Liverpool.. er það að gera góða hluti fyrir framann hjá mönnum að koma til Liverpool óháð sögu.titlum eða gloríum úr fortíðinni? Finnst oft eins og það fjari undan leikmönnum þegar og eftir að þeir koma til okkar og endalaust og alltaf EIGENDUM liðsins að kenna.

    Mikið væri gott ef eigendur rækju einhvertímann sjálfa sig þegar illa gengi.

    Annars sammála Homer í einu og öllu,ég mun alltaf elska og styðja liðið mitt og vera með tilfinningaklám allt árið þegar kemur að Liverpool.

    YNWA

  319. djöfull er ég feginn að vera EKKI einn af þessum vælukjarnasvokölluðustuðningsmönnumliverpool

  320. Kristján Atli spyr:

    “Hefði okkur verið betur borgið með að halda Adam og fá Sahin lánaðan fyrir Spearing, sleppa því að borga 15m fyrir Allen og setja það fé í framherja?”

    -Allen hefur komið mér hressilega á óvart. Á eftir að verða lykilmaður í liðinu. Frábær kaup. Mögulega ein af kaupum sumarsins.

    Hefði okkur verið betur borgið með að halda Carroll en að taka sénsinn á að lána hann og sitja eftir tómhentir?

    -Já, ég skil þetta bara ekki. Afar sáttur við að sjá undir sólana á öllum hinum. En algjörlega stórfurðulegt séð utanfrá að láta Carroll fara og fá engan í staðinn. Vonaði að Fernando Llorente eða kappi af svipuðu kalíberi yrði kynntur til sögunnar og það myndi varpa ljósi á þennan gjörning. Sóknarlínan má ekki við hnjaski fram að áramótum.

    En ég er að fíla BR – þetta ár gæti orðið snúið eins og við vissum en nú er bara að halda sjó,spila vel úr þeim spilum sem við höfum og vona að Suarez haldist heill og eiturferskur.

  321. Sorry en ég hreinlega skil að láta Carroll og Adam fara án þess að fá amk einn leikmann í staðinn. Ég ákvað að gefa nýjum eigendum séns út sumarið en því miður er ansi margt farið að minna á fyrri eigendur. Þeir hafa andskotan ekki rassgat vit vit á alvöru FÓTBOLTA! Ansi hræddur um ef að við viljum að Liverpool vilji blanda sér í toppbaráttu á næstu 10 árum þá þurfi eitt stykki sugardaddy til. Það er einfaldlega staðan í enska boltanum í dag.

  322. Deleríum bú bónis. Þetta er einn stór brandari. Komment #397 og #412 segja allt sem segja þarf. Eitt jákvætt við þennan farsa er að væntingar vístitala Liverpool aðdáenda er í besta falli núll!! Það gerist ekki oft í upphafi leiktíðar!

    YNWA

  323. Frábærar fréttir, nú fáum við að sjá Sterling og Assiadi og þessa ungu og spenanndi leikmenn sanna sig. Ég var orðinn skíthræddur um að þeir myndu enda í varaliðinu og fá eina og eina bekkjarsetu í vetur.

    Owen….hahaha. Góður djókur. Þetta er líka nokkuð gott hjá Babu „sleppa því að borga 15m fyrir Allen og setja það fé í framherja?“. Allen á eftir að vera yfirburða leikmaður í Liverpool (og deildinni) næstu árin. En án þess að ég sé neikvæður þá er kostulegt að lesa þunglyndiskommentin kommentin hérna. En líklega er þetta fínt því nú lækka kröfurnar og menn geta farið að dásama liðið eftir að þeir vinna Arsenal og allt tal um nýja leikmenn sem bjarga eiga öllu er gleymt.

    Núna er Liverpool með fullt af spennandi leikmönnum sem bíða eftir að fá að sanna sig meðal þeirra stóru. Líklega yngsta liðið í deildinni og loksins skemmtilegur fótbolti sem er stjórnað af alvöru þjálfara með hausinn á réttum stað.

    Þetta verður bara gaman í vetur og djöfull hlakka ég til að sjá alla leiki með unga og graða leikmenn spila skemmtilegan bolta. Með þessa massa miðju munu litlu mennirnir fá svigrúm til að koma sér inn í liðið þó þeir geri 1-2 mistök. Grunnurinn (hryggurinn) er vörn og miðja þar sem við erum mjög sterkir miðað við önnur lið í deildinni. Ég hef engar áhyggjur……

    Innskot Babu: Hvar sagði ég þetta með Allen? Ég er himinlifandi mað kaupin á honum og hef verið í sumar og held að við höfum fengið hann ódýrt. FSG ætti að eiga feiki nóg af aurum eftir sölur og lán dagsins. Held að þú sért að rugla mér við einhvern annan.

  324. Þetta er allt í lagi það er 50% afsláttur í LFC online store haha i wonder why:)

    Hvernig væri ef allir stuðningsmenn myndu nú senda klósettpappír eða bleyjur já beint á skrifstofu Ian Ayre já eða til Henry og athuga hvort þeim myndi finnast það fyndið!

  325. Er ekki betra að vera með uppalda efnilega strikera heldur en uppgjafar meiðslapésa á bekknum? Ég bara spyr. “Owen fokking gott djók nei takk ”

    Þetta er samt pínu veikt svona á pappírunum fram á við. Gerrard í strikerinn.

  326. Nú er það bara að taka Chelsea á þetta og leggjast í vörn og bara fá ekki á sig mark og bomba skyndisóknum á þessa plebba sem keppa á móti okkur og vinna 1-0. Fá ekki mark á sig meir í vetur!

  327. Ánægður með að þessi helvítis gluggi sé lokaður. Þá þarf maður ekki að vona að hinn og þessi sé að koma. Raunhæfur möguleiki er að LFC endi í 7 til 10 sæti í vor. Evrópudeildin, guð minn góður, við höfum ekkert að gera þangað.

    ANDVARP ! !

  328. Ef við skilgreinum vörn sem öftustu fjóra, miðju sem næstu þrjá og sókn svo sem fremstu þrjá – þá má líka horfa á þetta svona:

    Markverðir: Reina, Jones, Gulacsi.

    Vörn: Agger, Skrtel, Carragher, Coates, Johnson, Kelly, Flanagan, Enrique, Robinson.

    Miðja: Lucas, Sahin, Allen, Henderson, Shelvey, Suso, Coady.

    Sókn: Suarez, Borini, Sterling, Morgan, Downing, Gerrard, Cole, Assaidi, Pacheco.

    Lítur þetta þá ekki aðeins betur út? Það er í raun bara ef Suarez, Borini og Morgan eru allir meiddir sem við eigum ekki eiginlegan sóknarmann í þessa allra fremstu stöðu uppi á toppi.

    En hey, ég er ekki að segja að ég sé sáttur með viðskipti dagsins – ekki hengja mig fyrir að reyna að vera jákvæður í lok ömurlegs félagaskiptaglugga.

  329. Ef við skoðum þetta sumar í heild þá er ekki eins og allt sé gjörsamlega farið til fjandans en á sama tíma er óhætt að segja að spurningarnar eru ansi margar og FSG kemur ekki vel frá borði og hreint út sagt kjánalega út úr síðustu 48 klukkutímum.

    Það sem ég er langt mest pirraður yfir er lánssamningur Andy Carroll, er svona ofboðlega erfitt að greiða honum þau laun sem samið var um að það er betra að hafa hann í West Ham og fá engann inn í staðin?

    Það er talað um að Liverpool hafi tekið verra boði frá West Ham heldur en boðið var fyrir um mánuði síðan og það toppar vitleysuna fullkomlega. Með því var Liverpool búið að skjóta sig í fótinn að því leiti að öll lið sem við ætlum að semja við um sóknarmann vita stöðuna hjá okkur og hækka verðið eftir því. Hausar hafa fengið að fjúka fyrir minna en þetta.

    Allt fer á al versta veg eftir að Carroll er lánaður og allir mögulegir samningar detta upp fyrir. Þar er annað áhyggjuefni því líklega var bara verið að vinna í Dempsey og Sturridge og satt að segja er hvorugur það spennandi, bæta ekki miklu við Carroll. Ég bara kaupi það ekki að Carroll sé það ónothæfur í kerfi Rodgers að það sé betra að hafa engan.

    Þá kemur að því sem ég hef mestar áhyggjur af, var verið að svíkja Brendan Rodgers big big time í þessum glugga? Ég hafði trú á því að hann stjórnaði Gylfa dæminu alveg m.v. fyrirfram ákveðið budget og valdi að taka hann ekki en nú renna aðeins á mann tvær grímur. Það var ekki til króna til að kaupa leikmenn og hann endar daginn einum sóknarmanni færri, nokkrum dögum eftir að hafa sagt að hann þyrfti að vera nutcase til að taka nákvæmlega eins díl og síðan var tekið við West Ham….líklega af okkar frumkvæði.

    Eins og aðrir hafa talað um og ég kom inná á twitter, þetta hefði aldrei nokkurntíma farið hljóðlega í okkar mann Rafa Benitez og maður spyr sig hvort þarna sé partur af ástæðunni fyrir því að ekki var leitað til hans í sumar?

    Glugginn fór þannig að út fóru Dirk Kuyt, Bellamy, Maxi, Adam, Spearing og Carroll. Allt leikmenn sem máttu alveg missa sín og það er ekkert útilokað að Assaidi, Borini, Cole, Sahin og Allen (Pacheco) skili meiru til okkar en þeir gerðu í fyrra. Andy Carroll í hinum hópnum og þetta lítur strax mikið betur út. Aurelio fór síðan líka en hann spilaði ekkert í fyrra og er auðveldlega leystur af (Robinson, Downing, Johnson)

    Ofan á þetta koma fleiri ungir leikmenn til að fá hlutverk í vetur og við höfum nú þegar fengið að sjá Shelvey og Sterling fá stór hlutverk. Þeir virðast báðir a.m.k. ekki vera verri en þeir sem fóru úr þeirra stöðum í sumar.

    Einföldum þetta:
    Miðja
    Inn:
    Allen, Sahin (og Shelvey)
    Út:
    Adam, Spearing (og Aquilani)
    = Frábær bæting.

    Kantframherjar
    Inn:
    Assaidi, Borini, (Cole og Sterling).
    ÚT:
    Kuyt, Maxi og Bellamy
    = Líklega bæting (að mínu mati)

    **Framherjar **-
    Inn:
    Enginn inn nema þá Borini
    Út:
    Carroll
    = Stórfurðuleg veiking á liði og hreinlega mistök hjá félaginu það ætti að vera alveg ljóst enda talað um og reynt að fá sóknarmenn fram á kvöld síðasta dag leikmannagluggans.

    Þannig að hópurinn er kannski ekki veikari og margir farþegar hafa farið, en maður var svo sannarlega að vonast eftir meiri og augljósari styrkingu í sumar. Nýr stjóri þarf alvöru stuðning fyrir sitt fyrsta tímabil. Það er mjög erfitt að breyta um leikstíl félags öðruvísi. Hvað þá þegar keppinautarnir eru ekkert að veikjast.

    Tottenham koma reyndar að ég held ekki eins frábærlega út úr þessum glugga og af er látið nema hvað markmann varðar og Arsenalmenn eru ekkert sáttir heldur.

    En já, það verður gaman að heyra hvernig þeir spinna þetta Carroll klúður.

  330. Eitt árið var mikið grín gert að kaupum Man U og fyrirsagnir eins og “Where are the goals going to come from??” voru vinsælar, þeir urðu meistara það tímabilið.

    BR vildi augljóslega fá fleiri menn í sóknina en þarf nú að vinna með það sem hann hefur og ef hann er virkilega hæfileikaríkur stjóri mun þetta ganga upp.

    Ég ætla að minnsta kosti að gefa honum og hópnum tækifæri. Þetta er enn sama langtímaverkefnið og það var fyrir nokkrum vikum þegar hann var ráðinn.

  331. Ég þarf ekkert að lesa commentin…

    FSG er drasl. Ian Ayre er DRASL…

    Liverpool er að verða klúbbur í neðri hlutanum… Þegar maður eignast gutta og þeir fara að halda með Chelsea eða City segir maður bara: “einu sinni var Liverpool í meistaradeild” og hann hlær….

    Ef menn eru sáttir með þetta bull, þá halda menn bara ekki með klúbbnum. PUNKTUR.

    Ef við getum ekki borgað 5 milljónir fyrir Dempsey (sem ég var ekkert spenntur að fá) og lánum okkar 35 milljón punda Carroll þá er ekki heil brú í þessum mönnum sem stjórna klúbbnum.

    Vona að þú lifir þetta af Brendan. Þú átt betra skilið en þessa drasl eigendur og stjórnendur.

  332. spáum í einu ! sýnir þessi gluggi metnað ? NEI… engin metnaður að komast lengra en í fyrra… og ef einhverntíman er í lagi að vera neikæður er það núna, þessi gluggi er þvílíkt klúður, td. af hverju reyndum við ekki að fá Van Persie 20+ millur og garanteruð 20+ mörk…. Persie hefði skorað meira en bæði dempsey og borini og jafnvel feiri og hann hefði losað um suarez sem hefði örugglega getað klátað betur sín færi….hvað gerum við ef suarez og sterling meiðast ? sem þeir gera örugglega eitthvað, eða fá bönn, Hver á þá að skora ? + það er ekki hægt að skella skuldinni á Kenny D. hann tók við algjöru rusli og vann 1 titil og næstum annan + 8 sætið í deildinni. og ef hann hefði fengið að vera áfram vitum viið ekki hvað hefði skeð(engin af leikmönnunum höfðu spilað saman áður)… en núna er nýr manager og hann selur gauranna sem kenny keypti og ef br verður rekin selur næsti manager það sem br keypti…
    SPURNING : Hver hefur trú á því að Liverpool vinni 1 titil og næstum því annan og nái 8 sæti í deild ? þetta var King Kenny rekinn fyrir og tók hann þó viið MARGFALLT verra liði……Ps. er ekki að dissa BR….

  333. Ég bara trúi Þessu ekki, eru menn að byrja í þessum bransa!!!!!!!!!! Þú verður alltaf að vera með planB og jafnvel C í leikmannamálum. Ok við ætluðum greinlilega ad fá Sturridge og Dempsey…. og hvað ef það mundi klikka,,, þá bara ekki neitt…

    Vititiði þetta er bara fáranlegt. Liverpool football club, klúbbur sem er búinn að vera til síðan 1892 á að hafa meiri reynslu en þetta..

    Ég segi bara fyrir mínar sakir að ég vona að Rodgers sé brjálaðir eftir TÍVOLI síðustu daga.

    Í þessum glugga seldum við leikmenn fyrir 13 og keyptum fyrir 31 samkv. LFChistory.net semsagt 18 milljón punda eyðsla. eftir að hafa gert stærsta búningasamning í sögu Liverpool, og aðra risa saminga í formi auglysinga t.d. Chevrolet!! og lækkuðum launakostnaðinn um heilan helling….. og við gátum ekki pungað út 2m punda auka til að góma Dempsey, sem var búinn að reyna að koma í gegn skiptum yfir til Liverpool í ,, ALLT,, sumar.

    Það er eitthvað í gangi á bakvið tjöldin hjá þessum fkn ………. FSG eru alls ekki að standa sig, ekkert að fretta af vallarmálum heldur…..

    Við stuðningsmenn eigum skilið útskýringar á þessu öllu saman!!!!!!

  334. Falcao hlýtur að koma janúar. Rodgers og stuðningsmenn eru svo fjúríus að FSG þorir ekki öðru en splæsa í hann til að róa alla.

  335. Þetta er ekki ýkja flókið í mínum bókum.

    Ian Ayre er algjör djöfulsins trúður og það sama má segja um FSG.

    Þetta er nú meira fokkings klúðrið og ég neita að hlusta á einhverjar Pollýönnur.

    Get ekki séð að þessir eigendur séu neitt skárri en helvítis fíflin Hicks og Gillett…

  336. sósorry en að kaupa sóknarmann í jan. verður bara alltof alltof seint… er ekki rétt að það sé enn opið fyrir lánssamninga ???

  337. ,,If you didn´t get all the things you wanted, you can still be greatful for all the things that you didn´t want and you didn´t get. – Abraham Lincoln ” – Ghandi

  338. Strákar hvenær fór Doni frá klúbbnum ég missti alveg af því og hvert fór hann?

  339. Hafi það verið einhver vafi þá er það ekki lengur,það er hægt en örugglega verið að gera Liverpool að miðlungsklúbbi sem mun ekki eiga séns á stórum titlum næstu áratugina,dettur kanski inn einn og einn deildabikar á góðu tímabili.
    Og miðað við kommentin hér þá fæ ég ekki betur séð en stór hluti manna sé bara hæstánægður með það!!!

  340. Jæja, hvað á maður eiginlega að segja? Það fyrsta sem mér dettur í hug er mjög lélegur brandari: Liverpool má ekki skjóta í stöng fyrr en eftir áramót í ár. Annars mun liðið verða neðar en í 10. sæti um næstu áramót.

    Sú framtíðarspá er í dag mjög raunsæ. Um næstu áramót mun Liverpool verða opinberlega miðlungs lið. Ástæðan er ósköp einfaldlega að liðið þolir ekki meiðsli, nokkuð sem alltaf mun gerast hjá einhverjum af lykilleikmönnum. Ég nenni eiginlega ekki að útskýra þetta nánar. Held líka að ég þurfi þess ekki.

    Hópurinn okkar núna er 10. til 13. sæti. Því miður.