Það er ekki bara verðbólga á leikmannamarkaðnum, hún teygir anga sína víðar. En það var tilkynnt um helgina að BT Sport hefði unnið “blint uppboð” á sjónvarpsréttinum á Champions League (CL) og Europe League (EL) fyrir tímabilið 2015-2017. Þetta er vissulega fagnaðarefni þar sem að við Liverpool menn fáum þá að sjá okkar ástkæra Michael Owen oftar á skjánum. En þetta gæti haft talsverð áhrif á komandi árum.
Fyrir tímabilið 2011/2012 halaði UEFA inn 906 milljónum punda fyrir sjónvarpsrétt á CL & EL. Af þessari köku komu tæp 16% eða 144 milljónir punda frá Englandi. Þetta eru tölur fyrir eitt tímabil, ekki heildarpakkinn.
Tilboð BT Sport hljóðaði uppá 299 milljónir punda á ári. Tvö hundruð, níutíu og níu. Þetta er hækkun uppá 155 milljónir punda eða rúm 107 %.
Hvernig skilar þetta sér til félagana ? Jú, UEFA tekur þetta allt saman í kassann ásamt því að „kassa“ vel inn á auglýsingasamningum. Sirka 75% af þessari köku er svo deilt til félaga vegna þáttöku þeirra í CL / EL (hluti greiddur án tillit til frammistöðu, hluti fyrir að komast í riðlakeppnina og svo fyrir lengra komna).
Fyrir tímabilið 2012/2013 skiptist þetta sirka svona:
Þið sjáið að ensku liðin voru að fá 24-30 milljónir punda í sinn hlut. Þessi gífurlega hækkun á sjónvarpsrétti mun skila sér í s.a. 55 milljóna punda aukningu á tekjum ensku liðana vegna þáttöku þeirra í CL (UEFA hefur hingað til greitt 42,5% af sjónvarpstekjum sínum vegna CL til félaga sem „Market pool“, það er sú greiðsla sem félögin fá án tillit til árangurs og fer stærð “pool-sins” eftir því hve mikið sjónvarpsrétturinn fór á í þínu landi). Þetta eru tæpar 14 milljónir punda aukalega á ofangreind félög, bara fyrir það eitt að komast í keppnina.
Það má fastlega gera ráð fyrir að þessar 55 milljónir punda séu eingöngu lágmarks aukning fyrir ensku félögin. Því þarna á svo eftir að koma inn auglýsingatekjur o.fl. Þó svo að sjónvarpsrétturinn sé auðvitað langstærsti parturinn, eða rúm 68% af innkomu UEFA.
Ókey, það er slatti. En hvað þýðir þetta á mannamáli ? Jú, þetta þýðir að efstu fjögur liðin í Premier League eru að fá s.a. 40 milljónir punda fyrir þáttöku sína í Champions League. Til að setja þetta í samhengi þá skulum við skoða heildartekjur fjögurra félaga í ensku úrvalsdeildinni:
Þessar tölur eru m.v. tímabilið 2011/2012. Það má því búast við talsverðri aukningu hjá þeim klúbbum sem komast í CL á næstu árum. Er það einhver þarna úti sem er með „búlletprúf“ plan fyrir Aston Villa til að minnka þetta bil og fara að challenga í top 4 sæti ? Newcastle reyndi nú með ráðningu Joe Kinnear, það hefur ekki gengið sem skyldi. Þrátt fyrir að þeir séu með fína leikmenn eins og Kebab o.fl.
Bara fyrir það eitt að komast í Champions League er félag að tryggja sér 35-40 milljónir punda sem er s.a. helmingur af heildartekjum klúbba eins og Aston Villa og Newcastle (miðasala, sjónvarpsréttur, tekjur á leikdegi o.s.frv.).
En hin liðin hafa EL !
Sjónvarpsrétturinn fyrir EL fyrir tímabilið 2011/2012 var 171 milljónir punda. Það er tæp 19% af heildarpakkanum (EL & CL), það er því ekki einu sinni hægt að bera þetta saman.
Það er eins með þetta og annað, hlutfall launa og tekna hefur bara hækkað síðan að sykurpabba félögin komu fram á sjónarsviðið. Það hefur áhrif á öll félög, með auknum tekjum má fastlega gera ráð fyrir því að félögin fara að greiða enn hærri laun. Eitthvað sem verður ómögulegt fyrir klúbba utan elítunar.
Það má svo auðvitað benda á það á móti að deildin hefur aldrei verið jafn spennandi og einmitt núna. En við vitum það líka að ef það koma klúbbar inn sem eru að gera góða hluti, með flotta leikmenn. Þá verða þeir ávalt lokkaðir í burtu af ríkari klúbbunum ef þau komast ekki í Champions League. Skoðið t.a.m. Southampton í dag og Newcastle fyrir tveimur árum. Ef að Lallana heldur áfram að spila eins og hann hefur verið að gera undanfarin misseri, hverjar eru þá líkurnar á að Southampton geti haldið honum ? Þeir eru með flott lið, virkilega, en ég sé þá ekki halda sama dampi út tímabilið þegar það fer að reyna á breiddina, það kostar pening að geta leyft sér þann lúxus að vera með breidd á bekknum. Annars væru allir með eitt stykki Juan Mata á sínum bekk.
Það sama má segja um Liverpool. Ef að Suárez heldur áfram að vera besti leikmaður deildarinnar og t.a.m. Coutinho heldur áfram að blómstra, hverjar eru þá líkurnar að aðkeyptir Suður-Ameríkumenn haldi tryggð við klúbbinn, utan CL, á helmingi lægri launum ? Þeir geta fengið mun meira borgað fyrir það eitt að verma tréverkið í London eða í Manchester.
Misskipting auðs er áhyggjuefni og eru margir á því að það hafi skemmt La Liga. Þar eru tvö félög sem eru að berjast sín á milli, restin er að berjast við gjaldþrot. Þó svo að Atletico Madrid séu að koma sterkir inn í ár þá hefur ekkert lið, utan Barcelona og Real Madrid, verið nálægt því að challenga síðan Rafa gerði það með Valencia fyrir tæpum áratug (Villarreal gerði ágætis hluti 2007/2008 en eftir 2009/2010 hafa þessi lið verið að slaga uppí og yfir 100 stigin og verið að vinna deildina 20-30 stigum á undan þriðja sætinu).
Þetta er þróunin og það er áhyggjuefni. FFP er ekki að fara breyta neinu þar um, en það er efni í annan pistil.
Þetta tekur mjög vel saman viðbrögð ansi margra þegar þessar fréttir af samningi BT Sport bárust. Ríku liðin verða ríkari, Meistaradeildin heldur áfram að gera deildarkeppnirnar heima fyrir ójafnar nema bara enn meira núna.
Staðan á Englandi er frekar sérstök að því leiti að þar eru mörg lið í eigu moldríkra manna sem eru að leika sér og aðeins að þjónusta ego-ið í krafti auðs síns. Akkurat núna er deildin frekar jöfn en flest öll undanfarin ár hefur titilbaráttan verið tiltölulega lítið spennandi og það er orðið nánast ógerlegt fyrir ný lið að vinna óvænt. Þetta er ennþá verra í mjög mörgum öðrum deildum. Því lengra sem lið komast óvænt í meistaradeildinni úr minni deildum því verri áhrif hefur það á deildarkeppnina heimafyrir árið eftir. Auðvitað eru til undantekningar á þessu en þær eru ekki nógu margar.
Tony Barrett kom með annan góðan punkt á twitter þegar þegar var tilkynnt
Tony Barrett ?@TonyBarretTimes
The good thing about the new BT deal is England’s Champions League clubs will be able to reduce ticket prices……………….
Einmitt !
B-O-B-A
Frábær frumraun hjá nýja pennanum. Meira í ætt við það sem maður les á Swiss Ramble, sem er virkilega vel.
Annars eru þetta svakalegar tölur og algjörlega augljóst að Liverpool þarf að ná top 4 í deildinni sem fyrst, ef það var það ekki fyrir, þ.e.a.s 🙂
Ef Liverpool sleppur við meiðsli og leikbönn hjá Suarez þá er ekkert því til fyrirstöðu að ná í meistaradeildina. Markvarslan er sterk, vörnin er sterk þótt að einhverjir nýir eigi eftir að fóta sig betur. Miðjan er sterk, fyrstu fjórir allavega og sóknina er ómögulegt að stoppa ef liðið er að spila vel. Þetta verður allavega mjög spennandi tímabil, það eru 6 lið sem geta unnið deildina en ekki bara 2-3 eins og hefur verið.
Flottur pistill hjá þér Eyþór, til hamingju. Það er mikið til í því sem KKD sagði að það er mikilvægara fyrir klúbba að ná topp 4 sæti heldur en að vinna hinar tvær bikarkeppnirnar, í ljósi þess vona ég að við náum að styrkja liðið um eins og einn til tvo gæðaleikmenn í janúar, án þess að selja neinn leikmann.
Þetta FFP verður aldrei neitt held ég, félögin ná alltaf að komast framhjá því með einhvern fjármálagjörning.
Það er samt eitt enn sem á eftir að auka tekjur Liverpool, það er stækkun á Anfield, sem vonandi fer að fara af stað fyrr en seinna.
Geta þeir ekki notað landsleikjahléið og byrjað bara að stækka 😉
Takk fyrir mig Eyþór og velkominn í þennan flotta hóp af eðalpennum 🙂
.
Akkurat Babú. Það furðulega við þetta allt saman er að ef Liverpool kæmist í CL, segjum á kostnað Chelsea eða City. Þá myndu þessi peningalið henda seðlabúntum í þjálfara, leikmenn ,vatnsbera og plastfána til þess að komast þangað aftur. Skiptir þau nákvæmlega engu máli þó þau missi CL aurana.
.
Lykillinn að þessu öllu saman er því að stækka völlinn, og vinna hörðum höndum að því að bæta hópinn. Neita að selja bestu leikmennina innan Englands og vera þolinmóðir.
Flott ,,debut” hjá þér, og bara til hamingju að vera nýr penni hérna. Hinsvegar, má ég koma með eina pinkuponsu gagnrýni? Hefur ekkert með greinina sjálfa að gera, en værirðu til í að ekki gera bil á milli orðs og spurningamerkis/upphrópunarmerkis? Ekki mikið merkilegra en það, en þetta er bara eitthvað sem ég tók eftir.
Annars bara vel gert og flottur pistill.
.
Takk fyrir það. Tek það til greina! <– 🙂
Velkominn á síðunna Eyþór 🙂 Flottur pistill hjá þér og skemmtileg lesning 🙂 vonandi er þetta aðeins forsmekkurinn sem koma skal í framtíðinni 🙂
Sælir félagar
Kem hérna fyrst og fremst til að þakka Eyþóri fyrir góðan pistil og frábæra innkomu í sterkan hóp Kop penna. Ég hlakka til framtíðarinnar hjá kop.is eftir þessa styrkingu á liðinu.
það er nú þannig
YNWA
Þetta sýnir mikilvægi 4 sætisins algerlega svart á hvítu.
Liðið hefur farið ágætlega af stað í vetur og það virðist vera ágætis gangur í því. Það má því segja að við séum í góðu færi á þessu 4 sæti ef að liðið heldur sínu striki.
Man City er að ströggla og Man Utd og Chelsea hafa sýnt veikleika í ár. Álagið á þessi lið (sem og Arsenal) mun aukast verulega eftir áramót þegar þau fara að mæta alvöru andstæðingum í CL og það mun koma okkur til góða.
Held það hafi verið ágætismál hjá okkur að ná ekki í Evrópusæti þetta eina season til að það sé hægt að reset-a liðinu og byrja upp á nýtt.
Rodgers hefur talað um að hann ætli að styrkja hópinn enn frekar í janúar, væntanlega með sóknarmanni. Ef að liðið nær að halda sér við toppsætið um áramótin, þá erum við í dauðafæri á CL sætinu – sem mun síðan styrkja okkur fjárhagslega í að gera atlögu að titlinum á næsta tímabili.
En höfum þó í huga að 2-3 leikja taphryna getur eyðilagt fyrir okkur season-ið nú þegar bilið á milli liða er svona lítið … það er því nauðsynlegt að halda rétt á spilunum.
Flottur startari hjá Eyþóri.
Alveg heilmiklar pælingar þarna sem vit er í…fótboltinn er breyttur og verður áfram. FFP er alveg út úr þeirri mynd að laga eitthvað til í þeirri stöðu sem að er uppi í íþróttinni núna og við þurfum að díla við þá staðreynd.
Mér hugnast betur þessi leið sem við erum að gera núna, til lengri tíma með ungum leikmönnum frekar en “sykurpöbbum”.
Hvernig standa leikvangamálin? Er þetta að fara fyrir dómstóla eða eitthvað slíkt. Er einhver Everton maður þarna sem neitar að flytja sig um set?…hvað er að ske?
Frábært debut Eyþór. Ég er reyndar við það að æla yfir þessu peningarugli öllu í kringum fótboltann. Af hverju setur UEFA þennan pening ekki í grasrót fótboltans? Af hverju eru úthlutunarreglur skráðar í stein og óumbreytanlegar? Það er auðvitað hellings spilling í þessu því auðvitað eru það stóru klúbbarnir sem hafa mest áhrif. Á meðan eru þúsundir félaga út um alla Evrópu að berjast í bökkum með að ná endum saman. Og sum þeirra skaffa stóru klúbbunum meira að segja leikmenn fyrir sama og ekki neitt. Uppeldisbætur sem eru einhverjir smáaurar við hliðina á því sem fæst fyrir leikmanninn.
…
En að rantinu loknu stendur það upp úr að meðan við viljum að klúbburinn okkar nái árangri þarf hann að spila eftir þeim reglum sem eru settar hverju sinni og það þýðir að CL-sæti er mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Bæði hvað varðar peninga og líka auðvitað þá leikmenn sem hægt er að fá til félagsins. Og hvað hægt verður að borga þeim í laun.
Klassa debut Eyþór, flott að fá þessa hlið á málum líka.
Varðandi þessar pælingar þínar Ívar um að UEFA ætti frekar að setja peningana í grasrótina, þá held ég að UEFA og FIFA séu alveg logandi hrædd um það að bestu liðin í Evrópu munu stofna með sér atvinnumannadeild ef þeir fá ekki það sem þeir telja sig eiga skilið.
Þú sér að nærri allar alvöru íþróttir í USA hafa verið settar inn í atvinnumannadeildir og það eiga engin önnur lið break á að komast inn í þær deildir. Þannig eru t.d. sömu lið sem keppa í NBA ár eftir ár eftir ár – og hafa gert það frá því ég man eftir mér.
UEFA hefur lítið í höndunum að mínu mati ef að menn ákveða að stofna atvinnumannadeild. Það væri einna helst að koma í veg fyrir að leikmenn viðkomandi landa fái að leika landsleiki – en ég held að það væri bara bónus fyrir margar af þessum prímadonnum.
Það góða kannski við þessar fáránlegu upphæðir er að eigendurnir sjá enn meiri hag í að fjárfesta vel í janúar.
Aðeins feitari biti hangir á spýtunni og verðin sem ensku liðin þurfa að borga fyrir leikmenn munu fara hækkandi.
Góð janúarkaup verða góður business.
YNWA
setti færslu inn á þráðinn fyrir neðan og ætla að svindla honum inn hæer líka:
congrats eyþór…
en eitt sem mig langar að forvitnast um… núna þegar maður fer á koppið í isímanum þá kemur ekki lengur mobile útgáfan… er einhver sérstök ástæða fyrir því eða var það ekki að gera sig????
Takk fyrir góðan pistil Eyþór.Auðvitað er það Mammon sem stýrir þessu öllu en ef Brendan Rodgers fær aur í janúar þá getum við vel keppt um meisraradeildarsæti en það þarf eitthvað að endurskoða þetta financial fairplay.