Liðið gegn West Brom

Jæja, liðið sem mætir West Brom lítur svona út. Það kemur sennilega engum á óvart að liðið er óbreytt frá Everton sigrinum.

Mignolet
Flanagan – Skrtel – Touré – Cissokho
Henderson – Gerrard – Coutinho
Sterling – Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Kelly, Ibe, Allen, Alberto, Aspas, Moses.

Allen kemur þarna inná bekkinn. Hawthornes hefur verið erfiður völlur, en við eigum klárlega að vonast eftir sigri í dag svo að við nýtum okkur klúður Spurs og Man U í gær og aukum forskotið á þau lið og setjum um leið pressu á Chelsea í keppni um þriðja sætið.

81 Comments

  1. Ég er hræddur um að þetta kerfi eigi ekki eftir að virka jafn vel gegn WBA. Þetta virkaði gríðarlega vel hjá okkur síðast þegar við lágum aftur, leyfðum everton að vera með boltan og beittum skyndisóknum. Ég er ekki að sjá það gerast núna, WBA fær aldrei að halda boltanum jafn mikið og þar af leiðandi verður það við sem fáum skyndisóknirnar í bakið.

    En við vinnum þennan leik samt

  2. Eru WBA ekki að reyna að breyta áherslum og halda bolta meira. Er ekki allt að leyfa þeim að halda að það sé að ganga, loka þá framar á völlinn og sækja svo hratt? Sé ekkert að því að prófa það.

  3. Skellum í framdrifið og völtum yfir þá.

    Gameplan dagsins er snilldarplan allra tíma, það lið sem skorar fleiri mörk vinnur.

  4. ég hef pínu áhyggjur af uppstillingunni á byrjunarliðinu. Við þurfum að eiga algeran toppleik og spila af sama súperkrafti og á móti Everton, annars gæti þetta orðið Aston Villa martröð all over again. Hef auðvitað sértaklega áhyggjur af miðjunni og svæðinu sem gæti opnast þar. Það mun mikið mæða á Henderson og Gerrard í þessum leik.

    Við munum skora í þessum leik, engin spurning. Halda hreinu gæti hins vegar orðið erfitt.

  5. Svona á þetta að vera Carra tekur viðtalið við Rodgers 😀 á Sky….

    En annars þar sem leikmenn vita úrslir úr leikjunum í gær hljóta þeir að ætla notfæra sér þau og vinna þennan leik….

    áfram Lfc…

  6. Styrktum liðið sem betur fer í janúar – annars hefði bekkurinn í dag litið hræðilega út.

  7. Með Gerrard og Hendo á miðjunni og Coutinho bakkar vel til þess að fá pláss á miðjunni þá hef ég ekki miklar áhyggjur. Við eigum alla daga að vinna þennan leik en menn verða að mæta í þetta af FULLUM krafti.
    Sóknarþungi SSS mun skipta sköpum í dag og ef vörnin heldur hreinu þá eigum við að taka 3 stig og koma okkur þægilegra í 4 sætið.

  8. humm… er Allen á bekknum.. her i tv i norge stendur að Agger sé á beknum ?

  9. Liðið að spila vel? það er ekki neitt í gangi! ég bara vona að við skorum fyrsta markið í leiknum !

  10. Það er bara eitt betra en að sjá Sturridge skora í dag … það er að sjá Suarez fífla fantinn og ógeðisleikmanninn Jonas Olsson í assistinu…

  11. Hefur einhver séð betra Liverpoollið heldur en það sem er að spila þessa dagana?

  12. Kolo Toure bara ÆTLAR að skora í dag 😀 Sérstaklega skemmtileg “run” hjá honum í dag.

  13. Nei nei hehe, ég ólst upp með Rush plakat fyrir ofan rúmið. Þetta lið myndi reyndar rústa göngufótboltanum sem var í gangi þá…jafnvel þótt að Liverpool hafi verið besta göngufótboltaliðið.

  14. sjitt hvað það verður nú gaman þegar tían okkar fer að hitta á rammann 🙂

  15. Það fer allt eftir því hvort maður samþykki þá fullyrðingu að fótboltinn og fótboltamenn í dag séu mikið betri en fyrir 30-40 árum.

    Ég er ekki sammála því.

  16. Maður er alltaf sáttur við að vera yfir.
    En ég vill sjá meiri greddu í seinni við náðum ekki alveg að halda boltanum nægilega vel og skapa meira af færum, þessi leikur gæti alveg eins verið 0-0 og umræðan þá öðruvísi.

  17. Það er alveg klárt að við bætum við mörkum í seinni hálfleik. Þó að WBA séu að reyna að pressa að þá er ekkert sem Mignolet hefur þurft að hafa áhyggjur af.

  18. Skemmtileg umræða hérna áðan hvort Liverpool liðið í dag sé betra en Liverpool liðið á 9. áratug síðustu aldar.

    Það er alveg ljóst að liðið á 9. áratugnum var mun sterkara þá í samanburði við liðin sem voru að spila í efstu deild á þeim tíma heldur en liðið okkar í dag í samanburði við liðin sem við erum að glíma við í dag í ensku úrvaldsdeildinni.

    Hitt er svo annað mál að hraðinn í fótboltanum hefur aukist gríðarlega á þessum c.a. 30 árum sem við erum að bera saman, en þessar pælingar eru samt mjög skemmtilegar 🙂

  19. Man ekki eftir að hafa séð Cissokho svo lítið lélegan áður. Leikurinn annars nokkurveginn eins og maður átti von á, engin flugeldasýning og jákvætt hvað wba eiga erfitt með að skapa eitthvað. Toure þarf síðan að fara hætta þessum hlaupum með boltann og koma honum fyrr frá sér.

  20. Lítur út fyrir að LFC sé að spila vel í dag og WBA að skapa lítið af færum. Mignolet hefur ekki þurft að verja eitt einasta skot. Vonandi heldur þetta svona áfram í seinni hálfleik.

    Go Liverpool.

  21. 0-1 yfir, brothætt, er þetta lognið á undan storminum, rosalega vantar mig eitt mark í viðbót hjá okkur 🙂 PLEASE SUAREZ, ! ! !

  22. SIMON með heimsklassa markvörslu, heldur okkur í 0-1 í þessum leik.

  23. Verðum að fórna annaðhvort Coutinho eða sturridge fyrir Allen til að ná smá tökum á miðjunni!!!

  24. jæja. coutinho er alvarlega úti á þekju og ekki tengdur í dag. allen inn á í staðinn til að ná betri tökum á miðjunni takk.

  25. djöfulsins reitabolti er þetta alltaf í öftustu línu ?????. ÓÞOLANDI ! !

  26. Eini bletturinn á vellinum sem hann mátti ekki gefa boltann! Djöfulsins moðhaus!!!

  27. Þetta verður kannski til þess að við forum að sækja, búnir að vera í nauðvörn í allan seinni hálfleik ! ! ! ! djöfull er þetta slappt.

  28. kolo kolo kolo kolo kolo kolo toure .. hann er buinn að vera góður strákar halda honum í liðinu!

  29. Þetta jöfnunarmark lág í loftinu, eins og staðan er núna finnst mér WBA líklegri til að skora aftur. Það vantar eitthvað í Liverpool liðið bæði í vörn og sókn – svo við tölum nú ekki um miðjuna! Eins og staðan er núna, getum við verið sátt með jafntefli.

  30. Eigum nú tæplega þetta eina stig skilið, myndi veðja á lokatölurnar 2-1 eða 3-1…

  31. afhverju er hann að hafa suarez inná hann er eekki buinn að geta skít í þessum leik … setja sturridge uppá topp og moses á kantinn!

  32. Er í vinnunni og sá þetta á BBC…… er í lagi???

    “That was one of the worst defensive mistakes you will see all season. In fact, one of the worst you will ever see.”

  33. Voðaleg neikvæðni er í mönnum hérna í dag. Liverpool er alltaf að fara vinna þennan leik.

  34. Miðjan okkar var bara léttur hádegismatur fyrir WBA í dag, algjörlega hræðileg

  35. Mikið finnst mèr menn latir og àhugalausir à vellinum. Lìtil hreyfing àn bolta. Ömurleg frammistaða hjà liðinu.

  36. Vægast sagt hræðilegur leikur hjá okkar mönnum…….. Gamla Syndrome vaknað í Liverpool…… Spila á móti Everton…. Everton er GOTT lið förum á þeirra level…. Aston villa er lélegt lið Spilum á Þeirra Level…. West Brom er jafntefliskóngar,,,, Spilum á þeirra Level Jafntefli… fátt jákvætt úr þessum leik annað enn Bíddu Gerðum við eitthvað af viti? Allveg stórkostlegt að klúðra því sem gerðist í gær NEI Við getum ekki nýtt okkur það!! Brendan Rodgers farðu nú að sýna Alvöru Motivation Speak! Þegar þú færð svona góðan laugardag þá þarftu bara öskra á þessa launþega þína að SIGRA whatever it takes….

  37. Það sást strax að það vantaði nestan í dag. maður var að vona að liðið kæmi sterkara inn í þeim seinni en það tókst ekki skopuðum lítið sem ekkert sem er ekki vanalegt hjá liðinu.

    þetta mark hefði getað dugað okkur í dag, en klaufalegustu misstök ársins hjá liðinu kom því miður í dag………. 2 mjög mikilvægstig fóru í dag

  38. Við áttum ekkert meira skillið eftir miðlungsleik gegn miðlungsliði. Ég skrifa þó þessi tvö töpuð stig á Kolo. Svona gerist þegar enginn metnaður í að styrkja liðið og leikmaður sem við fengum frjálsri sölu klikkaði stórt i dag.

  39. Tekur enginn eftir því hvað Mignolet er með léleg útspörk og útköst? Öll útspörk lenda á mótherja og útköst eru stórhættuleg oft

West Brom á morgun!

WBA 1 – Liverpool 1