KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!
Hér er þáttur númer sjötíu og sex af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru SSteinn, Maggi, Einar Örn og Babú.
Í þessum þætti ræddum við bikarleikina gegn Chelsea og Bolton, gott gengi í deildinni og lok janúargluggans.
Nákvæmlega þetta er í meiri forgangi hjá Liverpool núna heldur en kaup á nýjum leikmanni.
Frábærar fréttir ef rétt er. Sterling, Flanagan og Henderson næst takk.
Hlakka til að hlusta.
Frábært að vera búin að semja við Litla Kút. 🙂
fyrirgefið félalagar en það á að tala um gott gengi í deildinni er liðið ekki í 7 sæti ??
Gott podcast, ég fer að dæmi Magga og hætti að tala um Balotelli. Liðið er að spila vel, hann er ekki í liðinu, ef hann nær sér á strik úr þessu þá er það bónus. Frábærar fréttir með Coutinho…langvanmetnasti leikmaður í deildinni!
Nr. 3
Þú þarft nú að leggja þig fram til að átta þig ekki á því að verið er að tala um núna undanfarið. Höfum ekki beint þagað yfir gengi liðsins í deildinni í vetur og óþarfi að tyggja það áfram þegar vel gengur eins og núna.
Annars hægt að brosa af þessu hjá nýjasta liðsmanni Tottenham. Auðvitað búið að orða hann við okkur lengi rétt eins og önnur lið. Eigum ágæta menn í sömu stöðu á sama aldri, Ojo jafnaldri hans fór í dag á láni til Wigan sem spilar í deild fyrir ofan. Rossiter hefur verið í hóp hjá Liverpool en meiddist líklega alvarlega í dag og verður lengi frá.
En þetta sagði Dele Alli eitt sinn:
hk hefur liðið ekki verið að leika þokkalega í deildinni í síðustu leikjum?
Eðal að hlusta á þetta eftir mánudagsboltann (sem er alveg til 23:30). Frábærar fréttir með Coutinho, nú er bara að klára Sterling. 🙂
#3
Efstir í form töflunni fyrir 6 og 10 umferðir, held ég. Vörnin virkilega góð í nokkrar vikur o.s.frv. Það er allt, allt annað að sjá liðið undanfarið en þegar ekkert var að ganga upp í haust og snemma vetrar.
Sturridge til baka og Coutinho búinn að semja til langs tíma. Er það ekki bara ágætis janúargluggi? 🙂
Takk fyrir podcastið piltar
Gaman að þessu.
Formið á Liverpool er reyndar svo gott að við erum efstir í formtöflunni með 16 stig úr síðustu 6.
http://www.premierleague.com/en-gb/matchday/form-guide.html
Það leiðinlega er að Arsenal, Southampton og Tottenham eru öll í topp 4 á formtöflunni og United er í 6. sæti.
Nóg eftir, en ekkert gefins. Við þurfum að vinna þessar innbyrðisviðureignir og getum endurmetið stöðina eftir það.
Liverpool er reyndar efst í deildinni í síðustu 7 leikjum. Ef við förum lengra aftur og tökum síðustu 11 leiki (eða síðan 4-leikja taphrinunni í nóvember lauk) þá er þetta gengið síðan 24. nóvember sl. Hér er Liverpool í 2.-4. sæti, stigi á eftir “toppliði” Arsenal:
Þetta er flott og undirstrikar bara hvað slæmir september-nóvember eru að kosta okkur ennþá í dag.
Þakka fyrir góðan þátt að vanda. Ætla að hætti á að reita Magga til reiði og halda áfram þessari Balotelli umræðu. Skil ekki af hverju má ekki ræða um mann sem kom fyrir einhverjar 16 milljónir ef ég man rétt en hefur ekki sýnt nokkurn skapaðan hlut sem réttlætir það. Mér er slétt þó aðstandendur liðsins segi að hann hafi hegðað sér utan vallar eða hvort hann sýni flott hugarfar á æfingum, það skiptir bara engu máli í stóra samhenginu, menn er dæmdir af frammistöðunni innan vallar og hún gefur ekki þá mynd að hann hafi hugarfar eða getu til að réttlæta veru sína hjá félaginu. Það að maðurinn skuli ekki fá nein tækifæri nú þegar gengið er að batna gefur nú ekki til kynna að hann sé að standa sig vel á æfingum. Og er það ekki bara til marks um það hversu slakur hann er að hann hafi einungis spilað átta deildarleiki allan þann tíma sem Sturridge hefur verið frá? Mér finnst að Liverpool hafi fullan heimtingu á því að maður sem kostar svona fjárhæðir sýni eitthvað sem réttlætir það. Maðurinn er bara gríðarlega ofmetinn og hefur alltaf verið. Ástæðan fyrir því að hann er svo stórt nafn sem raun ber vitni er bara sú að hann var daglegur gestur á síðum ensku slúðurblaðanna fyrir heimskupör utan vallar þegar hann var hjá Man. City. Þess vegna hefur hann einhvern „stjörnustatus“. Ég fullyrði að ef hann væri rólegheitagaur sem lítið bæri á utan vallar, kannski eins og Borini, væru þeir landar í nákvæmlega sömu stöðu hjá stuðningsmönnum, menn gætu ekki beðið eftir að losna við þá. Því fyrr sem liðið losnar við dragbíta á borð við Balotelli, því betra.
Sælir piltar,
veit einhver um góðan pöbb í Köben til að horfa á Liverpool?
Bestu kveðjur,
GG.
Afhverju finn eg ekki þennann download takka .. er akkurat að fara í flug og það væri frábært að fá að hlusta á ykkur snillingana 🙂
Veit ekki hver sagði það en það er það rangasta sem ég hef heyrt að Origi sé að slá í gegn í Frakklandi.
4 mörk í Ligue 1 á síðasta tímabili og 3 mörk í Ligue 1 á þessu tímabili.
Honum er spilað út úr stöðu trekk í trekk í arfa slöku liði
Þá er búið að staðfesta langtíma samning við hann Coutinho, frábært að tryggja hann næstu árin.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/179328-coutinho-signs-new-long-term-lfc-deal
Núna þarf Sterling að krota undir nýjan samning og skella #7 eða #11 á bakið á sér.