Podcast – Beint í mark

Upphitun fyrir leikinn gegn WBA er í færslunni fyrir neðan podcast

Það er við hæfi eftir 7-0 sigur á Spartak að fá tilboð fyrir lesendur Kop.is á Beint í mark spilinu sem kom út nýverið. Maggi Már hjá Fotbolti.net mætti í þátt vikunnar og var heldur betur í jólaskapi. Kristján Atli mætti aftur til leiks eftir nokkurt hlé og SSteinn var á sínum stað nýlentur eftir Kop.is ferð til Liverpool. Hann var á báðum leikjunum í síðustu viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Magnús Már ritsjóri Fotbolti.net

Lesendur kop.is geta fengið 1.500 kr afslátt af spilinu Beint í Mark sem Maggi Már er meðal útgefanda, allt sem þarf að gera er að fara á beintimark.is og nota kóðann kop.

MP3: Þáttur 174

9 Comments

  1. Bókstaflega um leið og við lukum upptöku á þættinum komu fréttir af því að Klopp hefði hvílt Firmino og Coutinho gegn Everton eftir samtal við læknateymið og að Salah hefði verið tekinn af velli þar sem hann var tæpur (hamstring) undir lokin.

    Ekki risaatriði en við vissum þetta a.m.k. ekki á meðan við tókum upp.

  2. Þetta er flott, Burnley komið i 4 sætið! Þetta jafntefli er miklu meira en 2 töpuð stig, miklu meira.

  3. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn. Skemmtilegar umræður og ég var glaður að fá loksins að heyra í KAR í þættinum. Hans hefi ég saknað og gamla fjórmenningaklíkan er fyrir mér alltaf best. Einar Matthías, SSteinn, KAR og Maggi minn gamli nemandi.

    Það ner nú þannig

    YNWA

  4. “Bókstaflega um leið og við lukum upptöku á þættinum komu fréttir af því að Klopp hefði hvílt Firmino og Coutinho gegn Everton eftir samtal við læknateymið og að Salah hefði verið tekinn af velli þar sem hann var tæpur (hamstring) undir lokin.
    Ekki risaatriði en við vissum þetta a.m.k. ekki á meðan við tókum upp.”

    Nákvæmlega.
    Eigum við ekki að fara að treysta því að hann sé að vita hvað hann er að gera í stað þess að fara í þessu neikvæðni endalaust?

  5. To be fair fannst mér podcastið ekki vera gangrýna liðsvalið um of og við komum inná að auðvitað vissum við ekki alla söguna. Á móti skil ég ekki hvað Klopp græðir á því að segja ekki frá þessu fyrir eða eftir leik.

    Liðið sem hann sendi út gegn Everton var meira en nógu gott til að klára þann leik og með ólíkindum að þeir hafi ekki gert það m.v. gang leiksins. Stóra vafaatriðið snýr t.a.m. að Lovren og hann hefði alltaf verið í liðinu.

  6. Svo er það bara þannig að heppni og óheppni er hluti af fótbolta. Liverpool var einfaldlega óheppið í síðasta leik. Slíkt gerist á bestu bæjum.

    Mér fanst þetta fínasta prodcast og fanst eins og Klopp hafi svarað fyrir flestar spurningar sem komu þar fram eins og t.d afhverju Salah var tekin út af og Firmino og Coutinho byrjuðu á bekknum.

    Það er enginn tilviljun að hópurinn er næstum heill á þessum tíma og ástæðan er augljóslega sú að það er verið að dreifa leikjaálaginu.

    T.d ef Salaha er tæpur fyrir næsta leik er lang best að hvíla hann og gefa öðrum tækifæri.

  7. Lovren er shaky og þú veist ekkert hvar þu hefur hann ófyrirgefanlegt everton fá eina sókn í öllum leiknum og það er víti soft kanski en víti engu að síður og þetta er ástæðan að Burnley eru komnir yfir okkur en við ekki búnir að hirða 3dja sætið.

    Það getur allt breyst mjög hratt með slæmum úrslitum í kvöld gætum við dottið í það 7nda þetta er ÓÁSÆTTANLEGT.

  8. Takk fyrir gott Podcast (að venju). Þetta bara einfaldlega klikkar ekki hjá ykkur þessi köst 🙂

    Mitt pirr eftir leikinn á móti, æi þið vitið hverjum, fer alfarið á að menn sem voru inni kláruðu ekki leikinn. Tvö veigamikil atvik sem búið er að nefna, Mane á verri fótinn sinn, hefði alla daga átt að hugsa fyrst um liðið enda hefðu hinir geta tekið Moonwalk inn í markið ef þeir hefðu fengið boltann frá honum og svo fær Lovren hinn snúðinn. Soft og allt það en hvaða sóknarmaður hefði ekki farið að bíta gras í þessum aðstæðum?

    Svo voru nokkur færi sem á ágætum degi hefðu alveg farið inn….svona er þetta.

    Nokkuð bjartsýnn á leikinn í kvöld.

Upphitun: WBA á Anfield

Sterkt byrjunarlið gegn West Brom