Liverpool-Southampton – leikþráður og liðin

Arne okkar Slot stillir þessu svona upp:

Bekkur: Endo, MacAllister, Chiesa, Elliott, Jota, Robertson, McConnell, Kelleher, Quansah.

Enginn Gakpo enn sem komið er. Kannski áhyggjuefni?

Southampton:

Ramsdale

Manning, Bednarek, Harwood-Bellis, Walker-Peters

Grönbæk, Ugochukwu, Smallbone, Fernandes, Dibling

Sulemana

Bekkur: McCarthy, Stephens, Aribo, Lallana, Sugawara, Archer, Onuachu, Wellington, Armel Bella Kotchap.

60 Comments

  1. Við hér á Ystu Nöf hefðum viljað sjá fyrrum pizzasendilinn frá Skotlandi í vörninni. Alltaf hægt að stóla á sendingar frá honum. En spáin er 3-6-0.

    7
  2. Góðar skiptingar hélt að Slott hvíldi Konate í þessum leik…..vonandi sjáum við Elliott eða ítalann í þessum leik eða báða…..

    4
  3. Er með smá ónot fyrir þrssum leik. Kannski bara spenna. 3 stig og engin meiðsli takk.

    4
  4. Geggjað hjá Forest að vinna city….slagur að komast í meistaradeildina

    7
  5. Sælir félagar

    Ég er mjög sáttur við þessa uppstillingu þar sem Robbo átti nánast hauskúpuleik síðast ásamt Jota. Nunez gerði meira á þessum mínútum sem hann var inná en Jota nánast allan leikinn. Jones átti líka fína innkomu og Macca þarf smá hvíld. Láta þetta nú ganga Liverpool leikmenn og gleðjið okkur verulega 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Svo má líka líta á þetta þannig að liðið í heild sinni var ekki alveg on it á erfiðum útivelli gegn ógnarsterku liði en varðist þess í stað frábærlega … þ.á.m. Robertson og Jota.

      Skil ekki alveg af hverju það þarf alltaf að tína til það slæma þegar liðið okkar er frábært og nær í úrslit jafnvel þó frammistaðan gæti verið betri. Það hefur hingað til verið aðalsmerki góðra vel mannaðra fótboltaliða.

      8
  6. Gott viðtal við Slott fyrir leik sá kann að halda mönnum á tánum

    5
  7. Hvað kom fyrir Diaz? Er þetta þreytta eða formleysi.
    Timmi litli þarf að fara í sumar og lfc að kaupa vinstri bakvörð. Hann getur ekkert

    2
  8. Já, sumir leikmenn Liverpool mættu einfaldlega sofandi í fyrri hálfeik – VAKNA !!!

    3
  9. Sælir félagar

    Þetta er svona þegar hroki og hleypidómar ráða för, virðingarleysi fyrir andstæðingnum og letileg frammistaða hja Liverpool liðinu. Þetta er ekki aðeins liðinu til skammar og öllum sem að því standa. Svo einfalt er það. Ég krefst þess að Tsimikas verði tekinn útaf í leikhléinu því Robbo með hauskúpuleik er betri en hann. Svo vil ég að liðið drullist til að fara spila fótbolta en ekki þennan lata drulluibolta sem liðið hefur sýnt í fyrri hálfleik.

    Það er nú þanniog

    YNWA

    6
    • Er ekki í lagi!???

      Menn eru bara vel bugaðir!
      Látlausr barátta á erfiðasta útivelli evropu og ferðalamilli landa

      Þetta er það heimskulegasta sem þú hefur sett hér inn!! Sorry

      Leikurinn endar 3-1

      Aðein

      9
  10. Virkilega slakar ákvarðanir þarna hjá VVD og Alisson hvað er VVD að gaufa með boltann þarna bara spyrna þessu útaf.

    Þarf að rífa sig í gang í seinni þú ert ekki búinn vinna fyrirfram þó að liðið sé í neðsta sæti
    Vanmat og slow tempo er ekki að fara gera neitt

    4
  11. Maður er búinn að bíða eftir þessu í langan tíma. Frammistöðurnar í flestum leikjum eftir áramót mjög slakar. En nú tekur steininn úr. Ég óttaðist slæma frammistöðu fyrir leik en þetta er svo lélegt auðmaður þarf áfallahjálp.

    4
  12. Þetta virtist ætla að verða einn af þessum Slot fyrri-hálfleikjum þar sem allt er í fyrsta gír og ekkert gerist. En svo gerðist… eitthvað. Ég myndi vilja sjá bæði Elliott og Robbo innáskiptingu strax.

    4
  13. Af hverju er þetta ekki aukaspyrna þegar gaurinn fer aftan í Alison sem gerir það ð verkum að Alison nær ekki að leggjast á boltann. Skil alls ekki þetta VAR!!

    6
    • einmitt. Af hverju var það ekki skorað. Maðurinn hleypur á Alisson. Liverpool átti að mótmæla.

      3
    • Var einmitt að spá í það….hefði allan daginn verið brot út á velli
      YNWA

      2
  14. Jæja nú vitum við hvernig Parísarmönnum leið!

    Hef engar áhyggjur. Við tökum þetta í seinni. Erum að keppa við klaufa.

    3
  15. Buðum hættunni heim með frekar þreyttri frammistöðu en höfum 45 til að bæta ráð okkar. Engin einn verri eða betri en annar og allir geta bætt sig. Breytum ekki gangi leiksins með því að nota ljót orð um okkar ágætu leikmenn. Höfum trú og von og þetta fer í það minnsta aldrei verra en illa.
    YNWA

    4
  16. Hver var var að tala um Nunes. Menn verða hafa sá vit á þessum leik.

    3
  17. Engar áhyggjur!

    Nunez að eiga stjörnuleik elsku karlinn. Það tvennt af öllu hjá honum.

    4
  18. En southampton unnu fyrri hálfleikinn. Fá reyndar ekkert fyrir það en var örugglega gaman í klefanum ´´i 10 mín.

    2
  19. Ef svo ótrúlega vill til að við fáum á okkur jöfnunarmark þá logar þetta spjall…..

    2
  20. haha þarna kom það!

    Eeeeengar áhyggjur!
    Baaaaara trú!

    Og 16 stig í litla Arteta…

    3
  21. Gravenberch var geggjaður fannst mér en að sjálfsögðu er Salah með hæsta skor…eins og alltaf!

    3
    • Það má ef um höfuðhögg er að ræða, en ég veit ekki til þess að það hafi verið núna. Finnst þetta mjög skrítið.

      2
      • Bednarek fór út af vegna höfuðhöggs, þá fá bæði lið eina auka skiptingu.

        6
    • Já skrýtið 3 inná í hálfleik og svo 3 skiptingar eftir það hélt að það mætti bara skipta inná þrisvar en menn hljóta að vita hvað þeir eru að gera.

      • Það má nota 3 stopp í skiptingar. Liverpool skipti fyrst út af í hálfleik svo það telur ekki sem stopp

        1
  22. Ef annað liðið gerir skiptingu vegna höfuðmeiðsla, fá þá bæði lið auka skiptingu?

Southampton í heimsókn – Upphitun

Liverpool 3-1 Southampton