Nú er það svo að við eigum flest eða jafnvel öll einhvern Liverpool varning, og eins og gengur með þann varning eins og annan þá á hann það til að skipta um hendur.
Við gerum hér smá tilraun varðandi það að gerast milliliður ef lesendur vilja selja eða gefa slíkan varning, og eins ef einhver er að óska eftir tilteknum varningi. Nú er það svo að það er ekki í boði fyrir venjulega lesendur að setja inn myndir, en það má bjarga því með því að finna okkur Kop pennana á samfélagsmiðlum og biðja okkur um að bæta inn myndum við þráðinn eftirá.
Ég set inn fyrsta innlegg sem athugasemd hér fyrir neðan, ykkur er velkomið að bæta við athugasemdum ef þið eruð til í að selja/gefa/býtta einhvern Liverpool tengdan varning.
Undirrituðum barst bréf frá lesanda sem langar að gefa þessa ónotuðu boli sem sjást hér á myndinni, ásamt svörtu/gylltu Liverpool handklæði. Bolirnir eru 3X en samt ekkert sérlega stórir. Sá með V-hálsmálinu er 55 cm yfir miðjuna, en hinn 63 cm.
Sjá mynd.
Djöfull eru þessi spam svör hérna þreytt.
Er engin leið að loka á þetta ?
Spurning hvort væri hægt að ráða eh meistara hér á Kop.is til að hjálpa eyða út commentum frá þessum rússa bottum? myndi kanski létta undir : D
Smá hliðarspor, en hvað finnst fólki um að Pep Lijnders sé búinn að ráða sig til Man City? Persónulega finnst mér það ansi pirrandi. Ég meina, að ganga til liðs við aðalkeppinaut Liverpool?
Maðurinn þarf að vinna. Meðmæli með honum vilji shitty ráða hann. Klárlega ræður hann illa við að vera númer eitt, finn sem aðstoðarmaður. Pep bólan er tæmd.
Wirtz THERE WE GO!! Romano var að staðfesta.
Geggjað spenntur fyrir næsta tímabili með þennan gaur innan hóps megi sumarið líða hratt.
YNWA
Þetta er að gerast !!
Wirtz ekki nema litlar 150m shees
150 miljónir evra með add ons.
Sem fæst þá með t.d sigri í meistardeild, sigri í meisraradeild, mögulega ballan’dor hjá honum og allskonar.
Vonandi borgum við allar þessar 150 miljónir.
Þessi strákur er algjör gamechancer fyrir okkur.
Fengum hamn á 150m evra, vona að hann skrifi undir 6-8 ára samning er það stór upphæð en mér er sama þetta er alvöru styrking á liðinu maður minn góður.