Liverpool að landa Hugo Ekitike

Liverpool er skv. fréttum kvöldsins að landa hinum franska Hugo Ekitike á um £82m frá Frankfurt. Hann er með £86.7m klásúlu og líklega er kaupverð eitthvað í grend við hana en þó án þess að virkja hana enda þyrfti þá að greiða alla fjárhæðina strax.

Þetta er vægast sagt gríðarlega spennandi 190cm franskur strákur sem er alinn upp hjá Reims. Ekitikie hefur undanfarin 4-5 ár verið ein bjartasta vonin í boltanum og fór til PSG árið 2022, fyrst á láni en sá díll var með kaup klásúlu sem var gegnið frá árið eftir. PSG var fullt af stjörnum með stórt egó þannig að Ekitike var lánaður til Frankfurt í febrúar 2024 og keyptur til þeirra um sumarið á €16,5m. Hjá Frankfurt sprakk hann út á síðasta tímabili, fyrst sem samherji og aðeins í skugga Omar Marmush en svo sem aðalmaðurinn eftir að Egyptin fór til Man City í janúar. Hann er aðeins með eitt alvöru tímabil að baki sem fastamaður í alvöru liði og ennþó nokkuð hrár. Það að Liverpool sé tilbúið að taka sénsinn á honum segir okkur að þarna er töluvert potential. Hann er bara 23 ára og því nákvæmlega á því aldursbili sem Liverpool vill vinna með í leikmannakaupum og vonandi á barmi þess að taka skrefið uppávið sem leikmaður, hann þarf þess hjá Liverpool.

Alexander Isak líka?

Leikmannagluggi Liverpool í sumar er þannig að maður veit varla hvað snýr upp og hvað niður. Ekitike virðist sannarlega vera að koma og varla er Liverpool að fara kaupa bæði hann og Alexander Isak í sumar fyrir nákvæmlega sömu stöðuna, er það? Isak til Liverpool sagan var nokkurnvegin að fjara út þar til í dag að Eddie Howe skildi Isak eftir heima og hafði ekki einu sinni í stúkunni í æfingaleik gegn Celtic. Howe segir það hafa verið til að vernda leikmannninn frá sviðsljósi fjölmiðla sem heldur litlu vatni enda var þetta eins og að setja olíu á eldinn. Það er nokkuð ljóst að hausinn á Isak er ekki 100% á Newcastle og miðað við fréttir undanfarna daga hefur Liverpool aldrei gefið alveg upp vonina á að landa svíanum.

Á sama tíma og Liverpool vann ensku úrvalsdeildina nokkuð sannfærandi og endaði efst í 32 liða riðlakeppni Meistaradeildarinnar var nokkuð auðveldlega hægt að finna holur í leikmannahónum og svigrúm til bætinga. Nýr stjóri með öðruvísi áherslur og leikstíll kallar auðvitað á nýja leikmenn í einhverjum tilvikum. Núna ætti heldur betur að vera uppsafnað svigrúm, Slot fékk ekkert að gera sl. sumar og félagið hefur oftast haldið að sér höndum undanfarin ár og nánast alltaf misst af stóra bitanum sem reynt var við undanfarna 3-4 tímabil.

16 comments

  1. og félagið hefur oftast haldið að sér höndum undanfarin ár og nánast alltaf misst af stóra bitanum sem reynt var við undanfarna 3-4 tímabil.

    Þetta er hárrétt! En áður en einhverjir fara að misskilja og ætla halda þvi fram og sérstaklega í vetur að ef Isak kemur ekki missti Liverpool 5 árið í röð af stóra bitanum.

    Þá er hann komin í Wirtz. !

    Þetta með Isak er bara heiðarleg tilraun við mann með langann samning og í liði sel horfir á okkur sem risa keppinaut.

    Ef Isak kæmi værum við með 2 risabita og unnið nánast kraftaverk í sumar

    Hugo Ekitike er vissulega mjög spennandi
    En hann er hrár eins og þú Einar segir og eftir að Jóta lést og datt út úr myndinni.
    Þá er ég ekki að kaupa að félagið ætli að setja öll eggin í körfuna hjá jafn reynslulitlum manni.
    Ef hann deleverar ekki í vetur þá er Nunez eða annar í hópnum ekki að fara bakka hann upp að ráði.
    En Slot er taktískur anskoti svo ég held að hann sé með hugmyndir og pússli einhverju upp eins og með Gravenberch í fyrra.

    Svo þarf að leysa Diaz málið sem fyrst á einn eða annan hátt ásamt miðvarðarmálunum.
    Hvort sem konate verði áfram eða ekki. Þá er einn farinn og við þurfum backup.

    Það virðist vera svo mikið eftir af þessu en samt erum við meistarar.

    4
  2. Þetta er nú meiri krafturinn. Liðið okkar er ekki lengur að leita uppi óslípaða demanta sem fást á vildarkjörum og veifa þeim svo framan í stóru liðin: ,,Sjáið hvað ég fann!” Nei, nú draga þeir upp úttroðið seðlaveskið og kaupa sem aldrei fyrr, úr efstu hillum.

    Ég er svo sem ekki sérlega spenntur fyrir þessum leikmanni og finnst prísinn ansi hár. Vil miklu frekar fá Rodrigo og Guehe í miðvörðinn. Þá held ég að við séum búin að kaupa nóg.

    Það stefnir síðan í hressilega sölu á okkar mönnum. Eitthvað verður nú að koma í kassann á móti!

    1. Sammála meðEkitike, maður veit ekkert um hann og verðið á honum er svipað og á Nunez.
      Ekitike bara buinn með eitt alvöru tímabil eins og sagt er í leiðaranum en við skulum vona að hann muni springa út hjá okkur.

      ég hef hins vegar ennþá miklar áhyggjur með miðverðina, Konante er farinn í hausnum og Virgil fer örugglea eftir þetta tímabil (bara mín skoðun þar sem hann fékk 2 ára samning) enda kominn á aldur.

      ég truin ekki að við förum aftur af stað með leikmann sem gæti farið (og fer) frítt eftir timabilið og það til RM.

      en hrikalega spennnadi tímar framundan,

      við ætlum og munum verja titilinn.

      4
      1. Varðandi miðverðina, þá sé ég alveg fyrir mér að Robertson og Gravenberch verði notaðir þar sem backup eða sem starters ef Konate fer.

    2. Hvers vegna frekar varamann frá Real Madrid sem skoraði 6 mörk sl. tímabil í 30 deildarleikjum?

      Mbappe hefur skorað 31 deildarmark í 34 leikjum fyrir RM. Rodrygo er með 32 í 172 leikjum.

      Þess utan er Rodrygo meiri kantmaður og væri væntanlega hugsaður til að leysa Luis Diaz af hólmi og að flestu leyti gjörólíkur Ekitike.

      1
  3. Sælir félagar

    Ég er mjög spenntur fyrir þessum strák og hefi tröllatrú á honum. Það væri geggjað að fá Ísak líka en svo skrítið sem það virðist þá vil ég þennan strak frekar af tveimur góðum en best væri að fá þá báða. Hvað Konate varðar þá er best að semja við hann og það virðist sem hann og Diaz séu óánægðir með launin og vilji fara þess vegna. Það hlýtur að vera hægt að semja við þessa stráka svo þeir verði ánægðir. Ég er dálítið efins um Guehe eða hvað hann heitir og svo sé ég ekki hvar Rodrigo ætti að koma inn í liðið ef hann væri keyptur nema ef Diaz verður seldur þá . . .

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  4. Er spenntur fyrir Ekitike það sem maður hefur séð lofar góðu ég styð þessi kaup 100%
    Vildi ég sjá Isak eins og margir aðrir til Liverpool ? Jájá ætla ekki að neita því en verðmiðinn á honum var samt fáranlegur þannig ég er feginn að við fórum ekki þá leið.

    Isak mun sjá eftir því að hafa neitað að koma til besta liðsin á englandi en tíminn mun leiða það í ljós það´er ekki hægt að vita þetta 100% fyrirfram
    en ég held hann muni enda eins og Son hjá Tottenham gríðarlega góður leikmaður sem vinnur 1 eða 2 domestic cups og ferilinn búinn.
    Þeir eru ekki að fara vinna stóru keppninar strax þó þeir munu pottþétt gera það á endanum með endalausa fjármagnið sem þeir hafa.

    Anyways
    YNWA !!!!!

    2
  5. Spennandi kaup en mjög há upphæð.

    Ég er hugsi yfir því sem virðist vera í gangi með Luis Díaz. Er félagið að losa hann í staðinn fyrir að sjá hann fara frítt til Spánar eftir tvö ár? Er hann ekki nægilega góður til að fá nýjan og endurbættan samning, sem héldi honum til 32 ára. Er farið að hægja á honum?

    Eitt er víst að mér finnst hann nægilega góður til að ég gæti ekki hugsað mér að sjá hann í öðru liði í ensku deildinni. Hann myndi styrkja öll lið þar. Fyrir utan skemmtanagildið.

    Að missa Luis Díaz og Trent er frekar stórt finnst mér.

    3
  6. Nunez að raða inn morkum, 3 nuna a moti Stoke. Strakurinn a að kunna þetta, kannski best að gefa honum 1 sens i viðbot. Eiða frekar i heimsklassa miðverði.

    YNWA

    2
    1. Ég væri sko meira en til með að sjá hann áfram hjá okkar mönnum.

      2
  7. Darwin Nunez nýbúinn að hlaða í þrennu og er funheitur þessi misserin. Eru öll búin að gleyma sumrinu 2022, hann var eftirsóttast framherji í heimi og við fengum hann bara! Hann er miklu betri en Ekitike þannig ég neita að hlusta á þetta þvaður í ykkur!

    YNWA

    6
  8. Það þarf ekki mikið til að gera okkur púlara crazy yfir kaupum á leikmanni sem fæst okkar hafa séð spila 90mins 🙂

    Að því sögðu tikkar hann í öll box og mér gæti ekki verið meira sama hvað hann kostar. Þetta er bara allt annar markaður en fyrir nokkrum árum og lfc er komið til að spila.

    Við púlarar erum tilfinningaverur og það þarf ekki mikið til að sannfæra okkur um að gefa Nunez annan séns. Ef Diaz fer fyrir góða summu þá er no brainer að halda Darwin og keyra þá fullt í Rodrygo.

    Er ég bara einn um það að finnast þetta Mbuemo transfer skrýtið? Af hverju í andsk vill hann fara þangað? Er utd virkilega eini klúbburinn á eftir þessum leikmanni og eina liðið sem samþykkir hans launakröfur, sem er “bara” 150k p/w? Ekki mikið miðað við epl. Hann er 26 ára og ætti ekki að vera metnaður að spila CL bolta a.m.k.? Það er ólíklegt að utd fari úr 15. í topp5. Liv, City, Ars og Che eru öll að fara enda ofar en utd t.d. Er bara rosalega hrifinn af þessum leikmanni og finnst hann vera allt of góður biti í hundskjaft. Skoraði 20 epl mörk með Brentford sko. Verður pottþétt eftirsjá að hafa ekki farið á eftir honum.

    1
  9. Búnir að kaupa ekitiki, isak kemur aldrei (staðfest)

    Ef diaz fer þurfum við að fara á eftir rodryko

  10. Er eitthvað að gerast í PL sem ég skil ekki og veit ekkert um?? Hvert liðið á fætur öðru að eyða eins og enginn sé morgundagurinn??? Financial fair play reglurnar farnar út úm gluggann?? Liðin búin að finna leið fram hjá reglunum?? Liverpool komið vel yfir 200. Arsenal á leiðinni þangað líka. City eyddu eins og andskotar í janúar. Tottenham líklega að fara yfir 200m. Chelsea auðvitað líka. Man Utd sem maður hélt að væru með allt niður um sig að verða komnir í 150m og virðast hvergi nærri hættir. Og liðin virðst ekki vera hætt að versla…

    1

Leave a Reply to Danni Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Isak til Liverpool?