Mikið er nú gaman að geta sagt að það verði ekki fleiri landsleikjahlé á næstunni. Þetta er búið að vera með hreinum ólíkindum, 4 landsleikjahlé frá því að tímabilið hófst, ef ég reikna þetta rétt þá þýðir það um það bil 6 vikur þar sem landsliðsmenn hafa verið fjarverandi á æfingum sinna liða. En allavega, bjartir tímar framundan og mikið af fótbolta.
Rafa var pirraður í gær, mjög pirraður. Það er einfalt mál að hella sér ofaní pælingar í sambandi við hvað það var sem hrjáði kallinn. Persónulega fannst mér þetta mjög ófagmanlega gert hjá honum. Ef eitthvað mikið var að, þá hefði hann einfaldlega átt að sleppa því að mæta á þennann blaðamannafund í staðinn fyrir að kveikja upp svona mörg spurningamerki hjá stuðningsmönnum liðsins. Ég var ekki ánægður með þetta. Vonandi var þetta bara vondur dagur hjá honum en ekki eitthvað meira og dýpra, því ég vil alls ekki hugsa þá hugsun til enda að fara að skipta um stjóra á þessum tímapunkti, bara alls ekki. Yfirlýsing þeirra Gillett og Hicks var einnig afar skrítin og nú þarf að hreinsa loftið fljótt, því þessi óvissa sem er komin upp er bara engan vegin ásættanleg. Koma svo, komið þessum málum á hreint. Ég bíð spenntur eftir næsta fréttamannafundi hjá Rafa og það verður fróðlegt að heyra hvað hann segir þar.
En að leiknum á morgun. Enn einn hádegisleikurinn eftir landsleikjahlé, og nú liggur leiðin upp til Newcastle. Af öllum leiktímum í enska boltanum, þá eru það þessir hádegisleikir sem mér finnst leiðinlegastir. Ég hef það oft á tilfinningunni að leikmenn og liðin í þeim leikjum séu nývöknuð og það nákvæmlega sama gildir með stuðningsmennina. Þetta eru stemmningsminnstu leikirnir í boltanum, engin almennileg upphitun á pöbbnum (þ.e.a.s. fyrir stuðningsmennina, vonandi eru leikmenn lítið að hita upp þar) og menn óvenju hljóðir á vellinum.
Þá að mótherjunum. Í mínum huga er Newcastle (reyndar ásamt Tottenham) eitt mesta “næstumþvílið” í boltanum. Hafa í gegnum tíðina lítið gefið stóru klúbbunum eftir í eyðslu í leikmenn, en þetta lið hefur þó oftast gleymt því að það er ekki nóg að kaupa endalaust af sóknar- og miðjumönnum. Ég hef þó ávallt haft gaman að þessu liði, alveg þar til að leiðinlegasti stjórinn í deildinni (jú Motormouth er farinn) kom til þeirra. Big (mouth) Sam á þennan titil einn og óstuddur hjá mér núna.
Newcastle hefur verið skelfilegt varnarlega mjög lengi, og það virðist engin breyting ætla að verða þar á. Liðið hefur skorað jafn mörg mörk og okkar menn, eða 19 stykki, en þeir hafa fengið 18 á sig á meðan Liverpool hafa fengið á sig 6 kvikindi. Newcastle eru sem stendur í 11 sæti í deildinni, 6 stigum á eftir okkur. Þeirra markahæsti maður er Obafemi Martins sem hefur skorað 4 mörk á leiktíðinni og hefur komið við sögu í öllum 12 leikjum liðsins. Okkar markahæsti maður er Fernando Torres með 5 mörk, en í 10 leikjum. Það virðast margir vera afar hrifnir af Martins og vilja fá hann til okkar. Ég er á annarri skoðun og er ekkert yfir mig hrifinn af honum sem leikmanni. Mér finnst hann vera lítill team player og ekki þessi mikli markaskorari sem menn vilja af láta. En eins og með alla knattspyrnumenn í heiminum, þá eru skiptar skoðanir um þá.
Newcastle er eins og áður algjört jó jó lið í deildinni. Þeir hafa unnið 5 leiki, gert 3 jafntefli og tapað 4 leikjum. Þeir hafa verið afar erfiðir heim að sækja, en Portsmouth sýndu það í síðustu umferð að það er alveg hægt að taka þá í bakaríið á St. James Park. Af 5 heimaleikjum sínum hafa þeir unnið 3, gert eitt jafntefli og tapað einum. En á útivelli hafa þeir verið skelfilegir og hafa meira að segja afrekað það að hafa náð að tapa fyrir Derby og það geta hreinlega ekki öll lið státað sig af. Lykillinn að sigri á morgun er að keyra á slaka vörn þeirra og pressa þá duglega. Portsmouth gaf þeim engan grið og uppskáru vel og slátruðu leiknum strax í byrjun hans.
Það er talsvert um meiðsli hjá heimamönnum. Michael Owen (surprise, surprise) er meiddur, Steven Taylor er tæpur, Babayaro og Faye eru frá, Capaca er tæpur, Ramage er ekki væntanlegur næstu mánuðina, Carr er tæpur og Duff verður ekki með. Ágætis listi þarna og hafa þeir ekki verið heppnir þegar kemur að meiðslalistanum. Þeir verða í vandræðum með að stilla upp í vörnina og það þarf að nýta. Ekki ætla ég að spá fyrir um það hvernig liðið þeirra verður uppstillt, enda skiptir það engu máli. Það sem skiptir máli er að okkar menn komi ákveðnir til leiks og spili góðan bolta. Geri menn það, þá geta menn vel tekið öll þrjú stigin út úr leiknum.
Þá að okkar mönnum. Þeir Steven Gerrard og Peter Crouch (þó svo að hann persónulega geti borið höfuðið hátt – þá er ég ekki að vísa í hæðina á drengnum) koma eflaust ekki fullir sjálfstrausts eftir sláturtíð ensku pressunnar undanfarið. Það eina sem þeir geta gert til að gleyma þessu hörmungar enska landsliði er að rífa sig upp og tryggja það að liðið þeirra verði í toppbaráttunni í deildinni á tímabilinu. Ekki ætti landsliðsmetnaður að þvælast fyrir þeim, því þeir sjá fram á langt og gott sumarfrí næsta sumar. Það eru líklega bara 3 leikmenn Liverpool núna sem verða fjarverandi vegna meiðsla, þeir Benayoun, Pennant og Xabi. Pennant verður frá út árið, en það styttist mjög í endurkomu hinna tveggja. Agger ætti að vera orðinn klár á ný og nú er það bara spurning hvort Rafa hendi honum inn eða haldi áfram að setja traust sitt á Hyypia. Það fer í rauninni alveg eftir því hvernig Agger hefur verið að virka á æfingum. Sé hann ryðgaður eftir fjarveruna, þá er ekkert ólíklegt að sá gamli haldi sæti sínu.
Yfirleitt þegar maður er að spá í liðsuppstillinguna, þá hefur verið auðveldast að velja varnarlínuna. Oft á tíðum hefur hún verið algjörlega sjálfvalin, en svo er ekki núna. Eftir lofandi frammistöðu þeirra Arbeloa og Aurelio í bakvarðarstöðunum og endurkomu Agger, þá er þetta ekkert orðið neitt einfaldara en að stilla upp í aðrar stöður á vellinum. Það var ekki á það bætandi. Bæði Arbeloa og Aurelio koma með meiri vídd inn í sóknarleik liðsins, en þeir Finnan og Riise væru svona safe bet varnarlega. Þar sem við erum að fara að spila gegn Newcastle, þá finnst mér ekkert ólíklegt að Rafa setji inn meira varnarsinnaðri bakverði. Það gæti meira að segja farið svo að hann taki Finnan inn og hendi Arbeloa inn í vinstri bakvörðinn. Miðjan er svo einnig ákveðið vandamál, okkar tveir helstu hægri kantmenn eru frá vegna meiðsla og því líklega bara tveir kostir í stöðunni. Setja Ryan Babel á hægri kantinn, eða Steven Gerrard. Ég reikna ekki með Javier inn í byrjunarlið vegna mikilla ferðalaga eftir landsleiki Argentínu. Ég er eiginlega í svolítilli dilemmu með þessa uppstillingu. Ef Javier myndi vera klár, þá myndi ég giska á að Stevie færi á hægri kant og þeir Momo og Javier inni á miðjunni. Þannig að, ég ætla að tippa á að Babel verði hægra megin, Momo og Stevie á miðjunni og Aurelio á vinstri kantinn. Ég væri þó alveg til í að sjá Lucas inni á miðjunni og Stevie á kantinum. Frammi verða svo Torres og Kuyt. Torres búinn að jafna sig af meiðslum og kemur ferskur inn, og Kuyt hefur verið úti í kuldanum og kemur alveg brjálaður til leiks.
Ég spái því liðinu svona:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa
Babel – Sissoko – Gerrard – Aurelio
Kuyt – Torres
Bekkurinn: Itandje, Riise, Lucas, Kewell og Crouch
Við ÞURFUM að hala inn 3 stig úr þessum leik. Næstu leikir á eftir þessum eru gegn Reading og Bolton og við verðum að koma okkur á almennilegt skrið áður en Man.Utd koma í heimsókn eftir það. Þetta er okkar tækifæri á að setja okkur á fullt inn í toppbaráttuna og þetta tækifæri verðum við að nýta. Það eru eflaust margir þreyttir eftir landsleikina undanfarið, en menn þurfa bara að gleyma henni í eins og tvo tíma. Ég hef fulla trú á okkar mönnum, enda hafa verið stór batamerki á liðinu í undanförnum leikjum. Við höldum því áfram og vinnum 1-2 baráttusigur. Eigum við ekki að segja að Torres og Kuyt skori mörkin.
flott upphitun og ég er algjörlega sammála þér varðandi farsann á blaðamannafundinum í gær…
ætla að skjóta á þetta lið
Reina
Finnan Agger Carragher Arbeloa
Babel Sissoko Gerrard Kewell
Kuyt Torres
mundi sjálfur hafa Lucas fyrir Sisqó og Crouch fyrir Kuyt
Ástæðan fyrir því að flestir þessir leikir Liverpool eru í hádeginu, eru vegna þess að ef Liverpool stuðningsmenn fá þessa pöbbastemmningu sína, þá eru þeir alltaf langverstu bullurnar. Þess vegna eru Man Utd – Liverpool / Liverpool – Man Utd t.a.m. undantekningalaust hádegisleikir. Svo önnur rök að baki hádegisleikjum Liverpool er náttúrulega sú að þetta eru sjónvarpsleikir í Englandi, þannig að við ættum þó að kætast yfir því að félagið sé að fá einhvern pening í kassann með hádegisleikjunum sem hin liðin fá ekki.
Ef menn vilja fá líklegt byrjunarlið Newcastle þá verður það mjög líklega eitthvað á þessa leið:
Harper
Taylor – Rozehnal – Faye – N’Zogbia
Emre – Barton – Smith
Milner – Viduka – Martins
Og þótt Portsmouth hafi rústað Newcastle um daginn, þá var það vegna þess að Cacapa (enn einn aulinn í vörninni þar á bæ) gaf Portsmouth tvö mörk.
En ef maður þekkir Sam Allardyce rétt og taktík hans gegn stóru liðunum, þá munu þeir eflaust spila svona thug-football, með Smith og Barton á miðjunni, þannig að þetta gæti orðið erfitt. En ef Agger er orðinn heill, þá hlýtur hann að byrja inn á. Það er búið að vera skelfilegt að horfa á Hyypia spila suma þessa leiki, og Benitez hlýtur að vita það rétt eins og við hinir.
Þetta var ekki mjög fagmannlegt hjá Rafa í gær og vonandi er þetta bara stormur í vatnsglasi þó svo margt bendi til annars.
Ég ætla ekki að reyna að giska á liðið en mér þætti vænt um að sjá Kewell byrja. Leikar fara svo 0-2. Kewell og Torres með mörkin.
“…eru vegna þess að ef Liverpool stuðningsmenn fá þessa pöbbastemmningu sína, þá eru þeir alltaf langverstu bullurnar”
Hvernig væri þá að bakka þetta upp? Þvert á móti þá hafa skýrslur undanfarin ár (og það ansi mörg undanfarin ár) sýnt fram á akkúrat hið gagnstæða. Þetta er vægast sagt ótrúleg fullyrðing hjá þér. Getur þú sýnt dæmi eða komið með eitthvað sem bakkar upp þessa stóryrtu fullyrðingu?
Sammála seinni ástæðunni, þ.e. sjónvarpsdæminu.
það er nú bara þannig að þegar lið sem mikill rígur er á milli mætast, þá eru leikirnir í hádeginu…
þetta er ekki bara á Englandi…
Svo sammála SSteini með óvissuna, hana verður að skýra. Verður mjög óþægilegt fyrir okkur stuðningsmennina og það sem verra er leikmennina ef ekkert skýrist fyrr en í desember!
Held að Nicky Butt sé nokkuð öruggur með sæti í Newcastle liðinu..
Treysti mér ekki í að spá fyrir um liðið.. Uppstilling SSteins er ekki fjarri því sem ég mundi skjóta á. Persónulega vildi ég láta Crouch spila en held að Rafa deili þeirri ekki skoðun minni. Er Babel hlýtur að fá að byrja í fjarveru Benayoun og Pennant, hef tröllatrú á honum. Giska á að Crouch, Leiva og Kewell eigi eftir að koma sterkir inn af bekknum.
Síðan er nauðsynlegt að Arbeloa og Aurelio verði báðir í liðinu – þeir hafa unnið fyrir því!
Ég álít að yfirlýsing eigenda sé tilkomin vegna kjaftagangs um ósætti milli eigenda, ekki vegna neins sem Rafa sagði eða gerði.
Kannski var hann svo með harðlífi á fundinum, eða konan búin að vera erfið, eða tengdamamma í heimsókn….menn eiga ekki að blása svona upp.
Taka bara liðið í KR búningum á morgun, áfram Liverpool !
Ef það væri málið þá væri þetta ekki í blöðunum:
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2007/11/23/tom-hicks-quit-talking-and-coach-the-players-100252-20150506/
Hvað er í gangi þarna? Geta menn ekki haldið þessu á bakvið tjöldin. Mér lýst bara engan veginn á þetta mál.
Þessi helvítis “pissing-contest” á eftir að koma niður á liðinu, kanarnir vilja sýna Benitez hver ræður og vice-versa. Þetta á bara eftir að koma niður á liðinu ef menn geta ekki verið sammála á bakvið tjöldin og þurfa að auglýsa öll vandamál eins og gelgjur
eiga þeir að rífast um þau mál á bak við tjöldin á þetta að vera
Ég vil sjá Crouch fá sénsinn því hann virðist heitur þessa dagana ólíkt td Kuyt, svo spilaði Kewell heilan leik með landsliðinu um daginn og hefur átt góðar innkomur af bekknum hjá okkur, væri til í að sjá hann í byrjunarliðinu en á ekki von á því. Annars sammála uppstillingu SSteins.
Aðalmálið að vinna leikin AUÐVITAÐ.
Svo tek ég undir það að ég hef áhyggjur af því hvað er í gangi á milli eigandanna og Rafa, svona hlutir eiga heima bakvið tjöldin og óþarfi hjá þessum aðilum að auka pressuna á sig sjálfa og liðið með svona upphlaupi. Ekki gott mál.
Það eru vissulega stórmerkilegar fréttir sem berast úr herbúðum LFC í gær og í dag. Allajafna myndum við skrifa nýja færslu um svona stórar fréttir en það er kannski best að halda þessu í þessum Newcastle-þræði bara, enda venjan að leyfa upphitunum að njóta sviðsljóssins á föstudögum. 🙂
Til að draga málið aðeins saman svo að allir hafi fullar upplýsingar um málið þá er atburðarrásin nokkurn veginn svona:
Í gær mætti Rafa of seint á blaðamannafundinn fyrir Newcastle-leikinn og var augsýnilega mjög reiður á þessum fundi. Hann svaraði nær öllum spurningum með sömu setningunni, “I am focusing on coaching and training my team.” Það þótti gefa til kynna að hann væri að skjóta einhverju að einhverjum, væntanlega eigendum félagsins.
Rétt tveimur tímum síðar gáfu eigendur klúbbsins frá sér yfirlýsingu þar sem þeir ítrekuðu að þeir myndu ekki ræða kaup og sölur fyrr en þeir kæmu til Liverpool þann 16. desember n.k. til að horfa á leik liðsins gegn Man Utd á Anfield.
Í dag birtist svo grein í Echo þar sem Tom Hicks, annar eigendanna, sendir Rafa skýr skilaboð: “Quit talking and coach the players you have.” Þar með var orðið ljóst að það sem hafði gerst á blaðamannafundinum í gær var ekkert minna en algjört uppnám í samskiptum forráðamanna klúbbsins og framkvæmdarstjórans.
Eftir hádegið í dag birtir Phil McNulty, ritstjóri BBC Sport, pistil þar sem hann fjallar um málið á ítarlegan hátt og segir okkur m.a. að samkvæmt sínum innstu heimildarmönnum hafi Hicks og Gillett, eigendur Liverpool, verið brjálaðir út í Rafa eftir að hafa frétt af framkomu hans á blaðamannafundinum í gær.
Eftir stendur að upp er komin sú staða hjá klúbbnum að Rafa er bæði búinn að stilla eigendunum og sjálfum sér upp við vegg. Báðir aðilar telja sig hafa rétt fyrir sér og það má vel vera að í raun sé hvorugur aðilinn í órétti heldur sé þetta aðeins menningarlegur árekstur bandarískra viðskiptajöfra og blóðheits, spænsks knattspyrnuþjálfara. Staðan er hins vegar einfaldlega sú að annar hvor aðilinn verður að gefa eftir ef ekki á illa að fara.
Rafa þarf að gera annað af tvennu. Hann þarf annað hvort að leiða liðið á algjöra sigurbraut núna, tryggja áframhald upp úr riðlum Meistaradeildarinnar og rétta atlögu liðsins að deildartitlinum við, til þess að geta mætt á fund með Hicks og Gillett í desember og sagst vita hvað hann er að gera og að þeim sé hollara að treysta honum og styðja hann umbúðalaust í janúar. Ef hann ekki getur þetta – til dæmis ef hann ekki kemst upp úr riðli Meistaradeildarinnar eða ef bilið á milli Liverpool og toppliða Úrvalsdeildarinnar breikkar á næstu þremur vikum – sé ég lítið annað í stöðunni fyrir hann en að bakka með þessa gagnrýni sína og samþykkja að það sé ekki rétt af honum að heimta meiri pening nema hann sjái árangur fyrir þá eyðslu sem þegar er komin á blað.
Eigendurnir hins vegar hafa með viðbrögðum sínum ýtt Benítez út í horn. Þeir eru í raun og veru að segja honum að annað hvort vinnur hann eftir þeirra reglum – enda þeir eigendurnir sem öllu ráða – eða þá að hann getur hypjað sig. Þetta er vissulega hættulegur leikur, þar sem ég trúi ekki öðru en að þeir vilji enn hafa Benítez við stjórnvölinn, knattspyrnulega séð – en rétt eins og hjá Mourinho og Abramovich er hættan sú að vegna málefna utan vallar og/eða karps um fé til leikmannakaupa gæti Benítez mjög óvænt verið á förum frá Liverpool á næstunni.
Ég veit ekki hvaða stefnu þessi mál munu taka en það er ljóst að útkoma þessa opinbera rifrildis mun að miklu leyti ráðast af því hvernig Rafa reiðir af með liðið á næstu vikum. Sigur gegn Newcastle á morgun var þörf áður, en nú er nauðsyn ef ekki á illa að fara hjá Benítez og Liverpool.
Svona til gamans…
ef þið hafið séns á því að skoða helgarblað DV þá er þar ansi áhugaverð liðsuppstilling. Þar telja þeir líklegt að Barnes verði á miðjunni með Gerrard, Kewell og Benayoun. Fowler og Rush verða svo í framlínunni.
Svo spá þeir því að Seaman verði i markinu hja Arsenal og Adams i vörninni, á miðjunni verða svo Pires, Fabregas, Viera og Hleb. Framlinan verður svo Henry og Wright. Cantona verður svo með Rooney í framlínu United.
Magnað alveg hhhehehe…
Það er algjört “krúsíal” atriði að Rafa verði áfram við stjórnvölinn!!! Einfaldlega vegna þess að hann er án efa besti maðurinn í starfið, snillingur á ferð!!!
Ennfremur, án hans, yrði 3 ára vinna hans eyðilögð, því þegar að nýjir stjórar koma, eru alltaf hrókeringar og oftast tekur tíma að byggja lið upp eftir stjóraskipti. Einnig er hætta á því að einhverjir spænskir myndu vilja fara, e.t.v. klassamenn á borð við Alonso og Reina. Þannig er ég er hjartanlega sammála Kristjáni Atla, Rafa og eigendurnir verða að setjast niður sem fyrst og hreinsa loftið. Því Rafa vill áfram stýra liðinu og eigendurnir hafa ávallt sagst vilja hafa Rafa við stjórnvölinn.
Ég veit ekki hvort þessi Halldór hafi setið einhverja fundi hjá ensku úrvalsdeildinni þegar þeir voru að raða niður leikjunum á tímabilinu. Mér finnst fullyrðing hans vera langt frá því gáfuleg og hef ég trú á að þetta hafi verið bara lélegur brandari hjá karlinum. Menn eiga víst mismunandi daga hvort sem menn eru fótboltamenn eða bara venjulegt almúgafólk eins og við.
En varðandi Rafa og skapgredduna í honum á síðasta blaðamannafundi er ég sammála SSteini að þetta var ófagmannlegt af honum. Hann veit það sjálfur að ef blaðamenn finna einhvern veikleika á honum munu þeir hamra á því til að reyna að ná upp einhverju vafasömu til að skrifa um. Þeim tókst það með Rafa í þetta skiptið og núna fáum við að heyra allskonar sögur um að Rafa sé að taka við enska landsliðinu og hann verður eflaust kominn efstur á listann hjá veðbönkum fyrir kick-off á morgun.
Annars verður þetta erfiður leikur gegn Newcastle þar sem hinn leiðinlegi framkvæmdastjóri Sam Allardyce lætur lið sitt spila ömurlegan fótbolta eins og hjá Bolton. Ég samt spái að við tökum leikinn 1-3 og Newcastle haldi áfram sínu “stuði” í deildinni, svo fljótlega verður Super Sam rekinn ráðinn þjálfari enska landsliðsins til að fullkomna þá þvælu.
Sælir félagar.
Fín upphitun Ssteinn og ég er algjörlega sammála Kristjáni og fleirum sem hafa komið inn á þetta mál með Rafa og eigendurna.
Það verður að ganga frá því og það hið snarasta. Mér dettur samt í hug hvort Kanadollaragrínin hafi ef til vill sama áhuga á Mótorkjaftinum og hann á LFC. Það er að vísu viðbjóðsleg tilhugsun. Samt er hugsanlegt að þeir séu að gera Rafa óvært á svæðinu, gera hann brjálaðan, hann hættir og´Ódámurinn kemur inn sem frelsandi “engill”. Ömurleg tilhugsun en hvað veit maður þegar kanar með dollaravöndul í hjartastað og þar að auki ekkert vit á knattspyrnu né þeim hefðum og menningu sem í kringum fótboltann er. Æ ég veit ekki!
Það er nú þannig.
YNWA
Maður veit varla hvað skal segja eftir þetta fjölmiðla-fíaskó. Liverpool er milljón sinnum stærra en G&H og Benitez og þetta bull gerir mann fokvondann. Talist við í símann eða hittist, ekki fara með allt í fjölmiðlana og slást einhverjum ego-bardaga þar. Það er ekki the Liverpool way, sem virðist því miður á undanhaldi.
Liverpool stendur ekki og fellur með þeim þremenningum. En þær hefðir sem haldnar hafa verið í heiðri í gegnum árin og gerir LFC að þeim klúbb sem hann er, skulu virtar.
Ég hef oft gagnrýnt Benitez fyrir leikstíl liðsins undanfarna mánuði en þó alltaf haldið virðingu fyrir manninum og stutt hann í starfi. Þetta er aftur hið versta mál og ég verð að segja, fyrir mitt leyti, að framkvæmdarstjóra LFC ber að koma betur fram en þetta.
Þessi uppákoma kemur á versta tíma… svo ekki sé meira sagt.
Ég hef miklar áhyggjur að framvindu mála næstu vikur. Ég er einlægur stuðningsmaður Benites. En ég er asskoti hræddur um að eitthvað mikið sé að. Það er ekki á hverjum degi sem stjórar í Úrvalsdeildinni eru rassskeltir opinberlega af eigendum sínum.
Hörmungas. Nú verður kastljósið hjá öllum á Rafa/fara/ekkifara. Ég fékk nóg af þessu með Gerrard um árið. Nú er þessi staða komin upp.
Jæja… Best að henda þessu frá sér og vona heitt og innilega að við vinnum Newcastle á morgun. Því ef það gerist ekki….
Jaaaa…. talandi um að hella olíu á eld!!
Ég verð að segja einsog er að þrátt fyrir að ég styðji Rafa, þá finnst mér hann koma illa útúr þessu. Auðvitað tapar klúbburinn langmest á svona vitleysu, en þó fannst mér nú meira vit í þessari yfirlýsingu frá Hicks heldur en blaðamannfundinum hans Rafa í gær.
Ef að Rafa heldur að það sé til einhver klúbbur þar sem hann muni fá að ráða öllu og eigendur geri ekki neitt, þá getur hann bara keypt sér þriðju deildarklúbb á Spáni. Hjá öllum stóru klúbbunum í Evrópu þá þarf hans hins vegar að sætta sig við að hann kemst ekki upp með allt í samskiptum við eigendur.
Ég er allavegana á því að nýjir eigendur hafa gert allt sem hægt er að gera til að gera þetta lið betra. Rafa fékk að kaupa fyrir 44 milljónir punda í sumar og það kom aldrei fram að hann hefði viljað meiri pening – fyrst og fremst klúðraði hann sumrinu með því að eltast við Heinze. Því finnst mér þetta væl í honum hálf barnalegt.
Sammála Hicks: Quit talking, and coach the players you’ve got!
Sælir félagar.
Gott hjá þér Einar. Eihvernveginn líður mér betur þegar ég les eitthvað svona afdráttarlaust. 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Það er alveg ljóst að það er eitthvað að hitna í kolunum á Anfield. Greinilegt að G&H eru orðnir jafnpirraðir stuðningsmenn liðsins á gengi liðsins so far og ég tel eðlilegt að kanarnir vilji bíða og sjá hvað gerist í næstu leikjum. Allavega myndi ég gera það sama í þeirra sporum sem fjármagnseigandi þ.e. að sjá árangur af síðustu fjárfestingu áður en ég myndi dæla fjármagni í þá næstu. Benitez gæti hins vegar velt því fyrir sér að selja eitthvað af þeim leikmönnum sem hann hefur til þess að freista þess að fá nýja. Ætti að liggja ágætis peningur í Sissoko, Kuyt, Crouch eða Riise (ekki að leggja til að selja alla eða einhvern ákveðinn, þetta er bara nöfn sem hafa verið nefnd)
Á næstu dögum geta örlög liðsins ráðist í Evrópukeppninni og hver einasti deildarleikur verður hreinlega að vinnast ef liðið ætlar ekki að dragast aftur úr. Ég hef trú á Benitez en en hef líka trú á að Liverpool lmyndi lifa af brotthvarf hans.
Það er ekkert í stöðunni nema bara vona að liðið þétti sér saman og klári prógramið fram að áramótum með stæl.
Lokin á þessu furðulega viðtali….
Fréttamaður: “Have you had good week Rafa?”
Rafa: “Not the best”
Fréttamaður: “You seem frustrated”
Rafa: “I am as always focused and concentrating on coaching my team”
…..ég er urrandi vitlaus yfir þessu öllu saman. Eitthvað mikið hefur gengið á. Sammála amercan dúo … elsku besti Benites minn.. einbeittu þér að þjálfun næstu leiki. En mikið hefði ég kosið að þessi senna þeirra hefði ekki ratað í fjölmiðla.
Sælir félagar
Ég nenni ekki að tala meira um kana/rafa krísuna í bili. Ég sá að Mark Lawrenson spáir 1 – 1 á morgun. Hann er nú oft sannspár kallinn og nokkuð raunsær. Vona samt að hann hafi rangt fyrir sér og við merjum þetta með
1 – 2. Torres skorar 4 lögleg og Carra 2. Því miður verða 4 þessara marka dæmd af og niðurstaðan Torres 1 og minn maður Carra 1 🙂
——————-Reina————–
Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Aurelio
Babel — Lucas — Gerrard — Kewell
————–Kuyt – Torres————–
Ég vona að þetta verði svona á morgun
Já, og svo verð ég að segja að þessi liðsuppstilling hans Steina er algjör martröð. Þarna eru þrír menn, sem ég vil ekki sjá inná, Sissoko, Kuyt og Finnan. Heldur mætti ég biðja um þetta lið:
Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Aurelio
Babel – Lucas – Gerrard – Kewell
Crouch – Torres
En það væru draumórar, því þetta er of sókndjarft. Allavegana, plís plís plís ekki hafa Kuyt inná.
Enda var þetta spá mín en ekki ósk, bara til að hafa skýran greinarmun þar á 🙂
Ég er reyndar alveg á því að gefa Kuyt tækifærið. Hann er ekki örþreyttur eftir landsleikjahlé og búið að frysta hann aðeins fyrir utan liðið, hann ætti því að koma dýrvitlaus til leiks og staðráðinn í að sanna sig. Mér hefur einnig fundist hann og Torres ná fínt saman eins og var í byrjun tímabilsins og Kuyt að opna mikið af svæðum fyrir hinn með linnulausum hlaupum sínum.
Mín draumauppstilling væri svipuð þinni.
Jammm, ég gerði mér grein fyrir því. En liðið er búið að spila sinn besta bolta án Kuyt, svo hann má hvíla á bekknum áfram.
En allavegana, þetta ætti að koma mönnum í gott skap.
ætla að spá því að Rafa eigi eftir að flippa eitthvað í tilefni dagsins/vikunnar og stilli upp
Arbeloa-Carragher-Hobbs-Aurelio
Gerrard-Mascherano-Lucas-Babel
Torres-Crouch
Síðan ætla ég að spá 3-0 fyrir okkar mönnum þar sem Jamie Carragher skorar fullkomna þrennu 😀 þ.e.a.s. hægri, vinstri og haus
nei svona í alvöru spái ég 3-1 baráttu sigri með 2 mörk í viðbótartíma Torres 2, Babel 1
Þetta er mikill misskilningur, Liverpool er eingöngu það sem G&H vilja og ef það eru einhverjar hefðir sem koma sér illa fyrir þá þá verða þær einfaldlega brotnar. Ég er enginn sérstakur aðdáandi Benítez en mig grunar að margir sem gátu ekki beðið eftir að Liverpool seldi sálu sína hæstbjóðanda fari bráðum að sjá eftir því. Miðað við hvernig viðbrögð Man Utd og Arsenal aðdáenda gagnvart yfirtökum sinna liða þá var vilji meirihluta Liverpool-aðdáenda aumkunarverður í aðdraganda sölunar síðasta vor.
Einar, þetta er linkur vikunnar hjá þér. Svona menn verða yfirleitt atvinnulausir daginn eftir svona mistök … karlgreyið! 🙂
Það er vonandi að þessi meinta “deila” á milli eigendanna og Rafa, sem virðist augljós, verði til þess að leikmennirnir þjappi sér á bakvið Rafa. Ég mun túlka hlutina þannig á morgun að ef menn verða eitthvað andlausir og almennt ekki grimmir þá sé eitthvað að á milli leikmanna og Rafa. En ég vona að svo sé ekki.
Ég verð samt að segja að ég er að missa trúna á Rafael Benitez…
Og svo til að svara fyrir Halldór um það sem SSteinn var að biðja um rökstuðning fyrir(ummæli #4):
http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=436072&cc=5739
Ætla ekki að taka einhverja afstöðu með eða á móti þessu en ég mundi bara eftir þessu frá því í sumar og Googlaði það því.
Gunnar, ertu ekki að fíflast í okkur með þennan link?
Ég sagði líka að the Liverpool way virtist á undanhaldi.
Það sem ég meinti nú með þessu Kjartan að þessir menn eru ekkert stærri en klúbburinn og við komumst af án þeirra. En þegar við byrjum að tapa því sem hefur gert þennan klúbb svo magnaðan síðustu ára-tugina þá er hætta á ferðum.
Sumir halda því fram að Benitez sé það eina rétta fyrir LFC. Sumir halda því fram að það hafi verið nauðsyn að fá inn fjársterku aðilana. Gott og vel ég held að það sem skipti mestu máli sé að halda í heiðri þeim hefðum sem við höfum skapað í gegnum árin. Kannski full rómantísk hugmynd en þannig líður mér allavegana.
Því er mín skoðun sú að þeir sem ekki skilja sögu LFC eða sýna henni ekki virðingu skuli ekki koma nálægt klúbbnum. Hvort sem þeir séu, eigendur, stjórar eða leikmenn.
Ég veit ekki hvað hefur skapað þetta bil á milli eigendana og Benitez, ég veit þó að framkoma stjórans í fjölmiðlum bar engin merki um virðingu fyrir LFC.
Jú auðvitað er ég að fíflast. Slaka.
Ok 🙂
Hélt í alvöru að þú ætlaðir að nota þetta sem rök fyrir því sem um var rætt. Ég er orðinn rólegur.
Held að það sé nauðsynlegt að við vinnum þennan leik á morgun. Það er klárlega eitthvað mikið í gangi í klúbbnum. Rafa kemur skelfilega út úr þessu máli. Skil fýlu eigendanna vel. Fáránleg hegðun hjá Rafa. Held að við eigum að hætta þessu rugli með að það þurfi alltaf að hvíla Liverpool menn eftir landsleiki. Staðan er bara þannig núna að við þurfum okkar sterkasta lið til að vinna leikina og vera með í einhverri baráttu. 3 stig eru nauðsynleg á morgun. Því vil ég sjá Crouch frammi með Torres og miklu frekar Lucas á miðjunni en Sissoko, sem mér finnst ekkert erindi eiga í okkar lið. Rafa á að berja menn áfram núna, sýna okkur aðdáendum það að liðið ætli sér að vera í titilbaráttu. Ekki að vera að þessu rugli. Koma svo, láta verkin tala innan vallar og taka þetta Newcastle lið.
Þessi uppákoma á blaðamannafundinum er vægast sagt undarleg en hefur sínar skýringar. Benitez hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að vera fljótur til á leikmannamarkaðnum svo önnur lið verði ekki fyrri til. Sl. sumar voru sögur um að hann hefði misst af Anderson til Man.Utd, hann vildi Maluda frekar en Babel og hann tapaði af Simao Sabrosa og Dani Alves vegna þess að verðið var hækkað. Hann varð að velja á milli Alves og Kuyt þar sem félagið hafði aðeins efni á öðrum þeirra (reyndar hvorugum þar sem David Moore lánaði úr eigin vasa fyrir Kuyt). Reynsla hans og ,,töp” á leikmannamarkaðnum þýða að hann vill ekki bíða eftir miðjum desember til að ganga frá ákveðnum hlutum.
Það er fyrst í sumar sem hann fær verulega upphæð til leikmannakaupa og það er líka fyrst í sumar sem Liverpool getur selt leikmenn fyrir e-r upphæðir. Yfirleitt voru þeir leystir undan samningi eða leyft að fara þar sem þeir voru verðlausir!
Þá kemur að því hvernig peningamennirnir Gillett og Hicks líta á málin. Eru kaupin á Liverpool fjárfesting til langs tíma eða réð áhugi á fótbolta kaupunum? Þar held ég að enginn velkist í vafa um að þeir sjá hagnaðarvon með kaupum sínum.
Eftirfarandi er athyglisvert úr grein Phil McNulty (http://www.bbc.co.uk/dna/606/A29449326)
,,Benitez has since come up with a number of transfer targets that he wishes to pursue and has expressed fears to the Anfield hierarchy that he could miss out.”
Átta eigendurnir sig á hve grimmdin er mikil á leikmannamarkaðnum? Getur verið að við gætum t.d. tapað Mascherano? Þetta pirrar Rafa enda segir McNulty að ,,Benitez, despite his benign public image, is a ruthless, single-minded, sore loser – no problem with that.” Það finnt mér reyndar frábært að heyra.
Málið er leiðinlegt í alla staði og vonandi ná menn að jafna ágreininginn – en dugar það?
Það er ekki nokkur möguleiki að Liverpool vinni þennan leik. Meðan þjálfari liðsins hagar sér líkt og hann er að gera getur liðið ekki nær árangri. Hann einkennist af neikvæðni og fýlu og býst ég við andlausum Liverpool mönnum á morgun. Persónulega hef ég engan áhuga á að horfa á uppáhalds liðið mitt inni á vellinum alveg skít sama og ætla ég ekki að horfa á þennan leik. Og það er alveg ljóst að meðan þjálfari liðsins, sá sem fer fyrir liðinu, ætlar að láta svo þá er áhugi manns ekki mikill til að horfa á uppáhalds liðið. Þessi framkoma Benitez er vanvirðing við klúbbinn en verður að átta sig á að hann er með merkilegasta starf í fótboltanum, hann stjórnar LIVERPOOL FOOTBALL CLUB. Veit hann ekki hvað það er stórt og mikilvægt???
S.s. sannfærandi sigur Newcastle gegn andlausum og illa fyrir förnum her Liverpool.
Þar er ég ekki sammála þér Stb held að menn eigi eftir að koma dýrvitlausir til leiks og sýna það að þeir standa með Benitez þrátt fyrir þennan undarlega blaðamannafund. Eftir leikinn átta kanarnir sig svo á því að jafnvel á sínum verstu dögum er Benitez frábær þjálfari og þeir halda kjafti og opna veskin 🙂
Rafa er atvinnumaður fram í fingurgóma. Þess vegna er framkoma hans á fréttamannafundinum alvarlegt áhyggjuefni. Það er eitthvað mikið að bak við tjöldin. Það er ljóst að hann er að undirbúa brottför – ef hann fær ekki eitthvað fram sem mér sýnist hann ekki fái. Meiri peninga. Rafa er í fýlu og sýndi ófagmannlega framkomu. Hann var ekki að peppa leikmenn með þessu væli. Óttast að þetta dragi mátt úr leikmönnum og þeir tapi leiknum. Því miður.
Benitez vill örugglega vinna alla leiki og ég er því ekki sammála Stb #40 um að leikurinn á morgun verði daufur. Ef liðið kemur vel stemt til leiks er það jákvætt fyrir Benitez og því á ég von á að svo verði.
Stb.nr 39. Hvernig veist þú til dæmis hvernig Rafa er á æfingasvæðinu, eða hvar sem er, kannski á maður á mann spjalli við sína leikmenn. Það er aldeilis uppi á mönnum typpið þegar þeir eru farnir að sálgreina menn, sjá fyrir úrslit og hvort leikir verði skemmtilegir, bara útaf sjaldséðri fýlu hjá framkvæmdastjóra klúbbsins á blaðamannafundi með, í flestum tilfellum, tilgangslausum spurningum .Ég er bara anskotann ekkert hissa á að hann sé þreyttur á því að aðalumræðan eftir t.d, Besiktas-leikinn hafi snúist um hversu lítið hann hann brosti framan í myndavélarnar á vellinum. Leikurinn fór 8-1! Þetta er ekki flókið: Rafael Benitez fær ekki borgað fyrir að brosa eða vera bróðir hressleikans, heldur árangur, metnað, að liðið sé ávallt í toppbaráttu á öllum vígstöðum, stöðuleika og svoleiðis. Ég ætla ekki að þykjast þekkja Rafa. Menn fara eflaust í ákveðinn karakter fyrir framan vélarnar, það þarf enginn að segja mér að Morinho láti svona heima hjá sér eða út í búð. Held bara að hann Rafa okkar sé sérvitringur, ekkert hættulegt við það, heillandi ef eitthvað er. Og ég er alveg sammála þér, hann er með merkilegasta starfið í fótboltanum. En Stb. þú getur varla kallað þig stuðningsmann okkar ástkæra félags ef þú horfir ekki á leiki á þessum forsendum, því eins og þú veist, þá er enginn, hvorki Rafa né leikmenn, stærri en klúbburinn. Þú ert búinn að ákveða fyrirfram að við komum til með að tapa á morgun, áhuga- og andlausir útaf meintri fýlu Rafa. Þú hljómar eins og Man U maður sem er að kynda í Liverpool-mönnum til að skrifa tilfinningaþrungnar greinar eins og ég geri nú. Ef svo er, þá náðirðu tilætluðum árangri, gaman, gaman. Hins vegar, ef þú ert virkilega Púllari þá afsaka ég, en vona að þú rífir þig upp úr þessu drama-þunglyndi, horfir á leikinn á morgun, og styðjir drengina í gegnum skjáinn. Bið ekki um meira.
Búi S – fór ekki leikurinn 8 – 0 ?
Hjartanlega sammála þér í einu og öllu.
AVANTI LIVERPOOL – við vinnum alla leiki framm að áramótum ekki spurning (vona að þetta verði ekki notað á mig hohohohohohohohho hó)
Er ekki bara verið að búa til létt leikrit fyrir pressuna á englandi eftir landsleikinn á miðvikudaginn,er ekki bara verið að beina athygglinni frá fyrirliðanum og beina henni einhvert annað sem pressan getur skrifað um,en ekki vera að velta sér upp úr hvað Steve sé að hugsa eftir tapið á móti Króötum..Allavega væri það óskandi
Jú,jú, svei mér þá, veit ekki hvaðan mark frá Besiktas í þessum leik hafi átt að koma. Þeir hefðu getað spilað þangað til kýrnar kæmu heim og ekki sett hann. Algjört hrun. Maður vorkenndi þessum greyjum(þ.e.þessum sömu greyjum og unnu okkur í Tyrklandi!), líklega eitthvað freudian slip hjá mér;)
Ég held að ég geti alveg hugsað mér að þjálfa landsliðið,sagði Rafa,engin veit hvað famtíðin o,s,f,.Ég held að blöðin geri of mikið úr svona ummælum ,og þau eru að selja sjálfan sig.Eg hef lent í þessu sjálfur að hafa sagt eitthvað en þega það kom á prenti þá voru blaðamenn búnir að breyta því .Ég held að Rafa verði mjög lengi hjá Liv og hann er að gera góða hluti,en við meigum ekki taka mark á öllu sem er sagt í blöðum.Að leiknum……við tökum þettað er það ekki á laugardaginn . KOMA SVO við erum BESTIR
Er búinn að sofa á uppákomunni í gær! Hef verið að hugsa málið og ég ætla að taka upp hanskann fyrir Benites.
Allt útlit er fyrir að Kanarnir hafi skellt skollaeyrum við óskum Benties í janúarglugganum. Ef svo er þá er ég ekki ánægður.
Benites gerir mistök að draga ósætti sitt inn á blaðamannafund, í það minnsta á þessum tímapunkti. Það var óþarfi og bara ekki líkt okkar manni. En honum leið greinilega herfilega. Ég hef á tilfinningunni að hann hafi verið á brúninni með að segja starfi sínu lausu!!!
En ég verð að segja að Gillett og Hicks gera enn stærri mistök í mínum huga með yfirlýsingum sínum. Þær bera vott um fljótfærni og málin ekki hugsuð til enda. Hvað skilaboð eru það til keppinautanna að ekkert sé verið að pæla í leikmannamarkaðinum fyrr en 16. desember. Hvurs lags þvæla er þetta eiginlega. Þetta er bara barnalegt í besta falli. Og afhverju að “aga” Benites opinberlega?? Hvað tilgangi þjónar það? Ég er ósáttur við þessi vinnubrögð.
Ég vildi óska að þetta væri bara allt saman vel ritað leikrit… til að slá ryki í augu andstæðinga okkar!!!! En það er sennilega óskhyggja.
Mér finnst þetta bara hið versta mál og að fjölmiðlar hafi, aldrei þessu vant, ekki verið að gera neitt sérstaklega mikið úr málinu. Benitez var auðsýnilega mjög pirraður á þessum fundi og yfirlýsing Hicks og Gillett í framhaldinu lyktaði mjög af einhvers konar valdatafli.
Mér finnst báðir aðilar hafa hagað sér bjánalega í þessu máli og vona svo sannarlega að það leysist farsælega. Ég veit ekki hvort Benitez mun leiða Liverpool til meistaratitils en hann verður að fá að klára sína hugmyndafræði til að úr því verði skorið. Á móti get ég alveg skilið Hicks og Gillett, þeir eru búnir að fjárfesta töluvert í leikmannahópnum á þessu ári og auðvitað er ekki hægt að ausa endalausum peningum.
Jón ,ég held að þú hafir að átt að sofa lengur.Í fyrsta lagi, á Rafa ekki að tala um að hann vilji fá þennan eða hinn fyrr en gluggin opnast, þú mátt ekki hafa samskipti við leikmann sem er bundinn öðru félagi.Kanski hefur Rafa lagt fram óskalista en Gillett og C/O vilja ekki ræða þessi mál fyrr en gluggin opnast,sem sagt fara eftir reglum.Við vitum það að Rafa er þrjóskur og lætur ekki vel að stjórn, en þar hitti skrattin ömmu sína,og Rafa á að nota þá menn sem hann er með ,vegna þess að hann hefur góðan mannskap……..
“Jón ,ég held að þú hafir að átt að sofa lengur.Í fyrsta lagi, á Rafa ekki að tala um að hann vilji fá þennan eða hinn fyrr en gluggin opnast, þú mátt ekki hafa samskipti við leikmann sem er bundinn öðru félagi.”
🙂 Góðan daginn einsi kaldi!
Sko.. hvar held ég því fram að Benites sé að hafa ólögleg samskipti við leikmenn annarra liða?? Heldur þú virkilega að Stjórar og Eigendur innan sama liðs tali ekki um leikmannakaup fyrr en akkúrat að glugginn opnar??
Svo ég segi bara aftur.. Góðan og blessaðan daginn… 🙂 Og þar sem ég vaknaði með sjálfskipuðum vekjaraklukkum til að horfa á “Litle Einsteins” ólöglega snemma á laugardagsmorgni… þá er ég að pæla í því að legga mig aftur í eins og hálftíma fyrir fjörið klukkan 12:45.
Sammála mönnum hér, þetta er hið versta mál. Allt sem dregur athyglina frá leikjum og því hafaríi sem er þar í kring er vont mál.
Báðir aðilar hafa eitthvað til síns máls og Benitez var ófagmannlegur á fundinum í gær. Minnti mig á Mourinho í fýlu, sem er SKELFILEG tilhugsun!
Halldór er í gríninu með Liverpoolaðdáendur og má þola miklar skammir fyrir það bull!
Annars held ég því miður að jafnteflið verði niðurstaða dagsins, því miður. Er ekki frá því að uppstillinn Steina verði rétt en er líka sammála honum að þetta er ekki óskaliðið mitt!
Vonum að allt gangi vel….
þetta er allt í gúdí
hann bað um 60 millur en fær bara 35
þetta er bara smá fíla
en verst er að ef við missum af Mascherano
The Reds team in full: Reina, Finnan, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Gerrard, Kewell, Sissoko, Lucas, Kuyt, Torres. Subs: Itandje, Riise, Crouch, Babel, Mascherano
Jón góðan dag við tökum þettað í dag, er að fara að horfa á LIVERPOOL.Ég held að sé allt í lagi þó svo menn rífist í blöðum.Áfram Rafa