Latest stories

 • Gullkastið – Ferðir á Anfield

  Leikjaplanið fyrir næsta tímabil er komið út og af því tilefni heimsóttum við Lúlla Arnars á skrifstofur Verdi Travel til að fara yfir fótboltaferðir næsta vetur, þann bransa almennt og bara fótboltann almennt. Enginn á landinu með meiri reynslu í þeim bransa.

  Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: SSteinn og Maggi

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

  MP3: Þáttur 478

  [...]
 • Er varnartengiliðurinn útdauður?

  Eftirmaður Fabinho virkaði síðasta tímabil sem eitt augljósasta sárið á Liverpool liðinu, tvö tímabil í röð er Liverpool sagt hafa reynt að kaupa stærstu bitana á þeim markaði án árangurs, Tchouameni fór til Real Madríd og við munum Caicedo (og Lavia) sirkúsinn í fyrra. Takmarkið núna er því myndi maður ætla að finna alvöru varnartengilið sem er betri en Wataro Endo og Stefan Bajcetic.

  Þetta er þegar betur er að gáð bara alls ekki svo auðvelt, hinn eiginlegi varnartengiliður virðist vera að deyja út sem eru alvarlegar fréttir fyrir okkur í TeamDMC samtökunum. Miðverðir og/eða bakverðir eru farnir að leysa miklu meira það svæði sem áður var verndarsvæði varnartengiliða og miðjumenn í dag þurfa að vera ennþá fjölhæfari en áður. Liverpool vantar alls ekki áttur sem þekkja það að spila sem sexur. Miðjumenn Arne Slot hjá Feyenoord voru raunar mun meira slíkar tegundir varnartengiliða heldur en svona Fabinho alvöru DMC.

  En þegar við setjum fókusinn á hvað er í boði á leikmannamarkaðnum sem bætir til muna þar sem við eru með fyrir vandast málið.

  Eitt heitasta nafnið er Joao Neves hjá Benfica. Hann hefur að því er virðist tekið stöðu Florentino Luis í liði Benfica en sá var töluvert í umræðunni síðasta sumar. Neves er reyndar mun meira en bara varnartengiliður og enduðu þeir tímabilið t.a.m. saman á miðjunni hjá Benfica. Þetta er gríðarlegt efni og virðist verða verðlagður í takti við það. Þetta er jafnframt jafnaldri Bajcetic, er hann það mikið betri að það borgi sig að hlaða í €70-100m? Líklega er þetta meira alhliða miðjumaður en varnartengiliður, gerir hann alls ekki minna spennandi en ekki beint það sem Liverpool vantar.

  Adam Warton er svipað dæmi, mjög spennandi leikmaður og jafn gamall Bajcetic. Hann getur spilað sem átta og gerði það hjá Blackburn en var jafnan aftast hjá Palace. Hann kom til þeirra í janúarglugganum þegar ljóst var að Doucoure yrði meiddur út tímabilið. Annar leikmaður sem var töluvert orðaður við Liverpool síðasta sumar sem endar tímabilið sannarlega í skugganum á tvítugum strák.

  Ef að Ugarte samlandi Nunez yrði fáanlegur í sumar eftir aðeins eitt tímabil hjá PSG væri það eitthvað sem Liverpool ætti kannski að skoða þar sem þar er alvöru varnartengiliður og enn einn sem fór í annað stórlið síðasta sumar. Verður að teljast mjög ólíklegt þó.

  Reijnders og Rovella eru báðir miðjumenn sem eru að gera góða hluti á Ítalíu en eins og flestir hinir meira áttur sem geta spilað aftar frekar en sexur. Zubimendi 25 ára hjá góðu liði Real Soceidad gæti verið valkostur á góðu aldri. Archie Gray verður vonandi ekki ferilinn hjá Leeds og Liverpool mætti sannarlega vera það lið sem reynir að landa honum en hann væri ekki svarið sem varnartengiliður.

  Sá varnartengiliður á þessum lista sem kannski hefur hæsta þakið í þeirri stöðu er Baleba hjá Brighton. Þeir vita hvað þeir eru að gera á leikmannamarkaðnum og fengu hann inn fyrir Caicedo. Það að hann hafi ekki spurngið út í fyrra þarf ekki að þíða að hann gerir það ekki. En líklega er best fyrir hann og hans líka að gera það einmitt hjá liði eins og Brighton og fara svo til stærra félags.

  Önnur nöfn á blaði sem varnartengiliðir

  Ef að við tökum aðeins stærra brainstorm yfir hugsanlega varnartengiliði sjáum við að það eru nokkrir leikmenn á góðum aldri að spila þessa stöðu hjá liðum sem Liverpool ætti að geta keypt frá. Fæstir virka betri en það sem félagið er með fyrir.

  Hjulmand var einn af þeim sem var í umræðunni í fyrra, er að standa sig vel á EM og var lykilmaður hjá Sporting í vetur, þar spilar hann samt á miðjunni með þriggja manna vörn fyrir aftan sig.

  Doucoure var sæmilega spennandi fyrir síðasta tímabil en hefur ekkert spilað eftir áramót, nei takk!

  Tonali hefði líka verið spennandi fyrir 18 mánuðum, alvöru gæði sem væru mjög gaman að fá til Liverpool en myndi alls ekki veðja á að hann sé að fara neitt!

  Wieffer var sexa hjá Slot í Feyenoord en jafnan með annan miðjumann sér við hlið í 4-2-3-1 leikkerfi.

  André sem var heitasta nafnið um áramótin á síðsta tímabili er bara ennþá hjá Fluminense sem er í dag lélegasta lið deildarinnar í Brasilíu og sitja á botnunum. Sýnir kannski hvað svona orðrómar geta verið innihaldslitlir þegar á hólminn er komið. Koné og Thuram eru einnig ennþá hjá sínum liðum, þar eru t.a.m. leikmenn sem eru ekki mikið meiri sexur en Gravenberch, Mac Allister og Jones eru sexur.

  Þeir bestu í TeamDMC

  Ef að Liverpool mætti kaupa bara þann varnartengilið sem Slot myndi vilja er markaðurinn furðu lítill og hlutverkið ennþá óljósara.

  Tchouaméni byrjaði ekki í úrlistaleik Meistaradeildarinnar, miðjumaðurinn Camavinga var í hans stað í liðunu með þremur öðrum áttum.

  Declan Rice hefur töluvert ferðafrelsi í þéttri vörn Arsenal og er rétt eins og Rodri hjá Man City mun meira alhliða miðumaður. Báðir fá þeir töluverða hjálp á miðsvæðinu frá annaðhvort bakvörðum eða miðvörðum sem spila nánast sem varnartengiliðir. Hjá Man City eru Stones, Akanji eða Aké oft meira að spila sem varnartengiliðir en varnarmenn. Eins hjá Arsenal þá leysa White og Zinchenco mikið inn á miðjuna. Það er sem dæmi áhugavert að bera saman nokkrar lykiltölur hjá Mac Allister og Declan Rice síðasta tímabil.

  Varnartengiliður sem mögulega gæti verið spennandi en ekki fáanlegur fyrir Liverpool er Onana frá Everton en þar erum við líka töluvert farin að lækka standardinn.

  Rest

  Ef að við svo gott sem klárum rest af því sem eru í boði fyrir þessa stöðu á vellinum koma þessi nöfn helst upp. Mögulega er eitthvað þarna sem Edwards og Hughes reikna Liverpool í vil en ég efa það. Wataro Endo hefði btw ekki komið til greina í þessari færslu í fyrra þar sem hér er aðeins verið að skoða leikmenn undir 30 ára gömlum.

  Liverpool liðið

  Ef að Slot spilar með svipað kerfi og hann gerði hjá Feyenoord eða Klopp var að gera hjá Liverpool eru þrjú sæti í liðinu fyrir miðjumenn.

  Szoboszlai, Elliott, Carvalho og Bobby Clark eru allir líklegir til að berjast um tíuna en hinir meira um stöðurnar tvær fyrir aftan þá. Szoboszlai getur vissulega leysta þær stöður líka en til þess á alls ekki að þurfa að koma.

  Stefan Bajcetic

  Mögulega sjáum við á næstu árum hversu mikið áfall það var að missa Bajcetic út allt síðasta tímabil. Hann hefur bara spilað samtals ígildi um 11 deildarleikja í Meistaraflokki og var að koma til baka eftir heilt ár frá og því líklega ekki raunhæft að ætlast til að hann byrji næsta tímabil sem lykilmaður í hjarta miðjunnar hjá Liverpool. Áður en hann meiddist var hann hinsvegar eitt mesta efnið í sínum aldurshópi og við sjáum í þessari færslu hvaða leikmenn eru í hans aldurshópi.

  Wataro Endo

  Töluvert betri panic leikmannakaup en árið áður en þegar Liverpool fékk Arthur á láni og að mörgu leiti flottur Squad leikmaður. Liverpool verður engu að síður að hugsa stærra en Endo. Hjálpaði honum ekki í fyrra að fá ekkert undirbúningstímabil með Liverpool og þekkja ekki hraðannn. En þegar hann náði takti um miðbik tímabilsins átti Liverpool sína bestu leiki og Mac Allister fór að sýna afhverju hann er einn besti miðjumaður deildarinnar.

  Mac Allister 

  Ef að Liverpool kaupir ekki miðjumann í sumar er lang líklegast að Slot hefji tímabilið líkt og Klopp með Mac Allister aftast á miðjunni. Núna þó sem partur af tveggja manna miðju og væntanlega með töluverða hjálp frá Trent út bakverðinum. Slot verður að finna leið til að vernda varnarlínuna en á sama tíma koma Mac Allister miklu meira inn í action-ið á hinum vallarhelmingnum.

  Gravenberch

  Hollendingurinn gæti vel verið vanmetnasti leikmaður liðsins fyrir næsta tímabil og jafnvel líklegastur til að eigna sér aðra stöðuna aftast á miðjunni. Hann þekkir það að spila sem annar af afturliggjandi miðjumönnum liðsins frá því hann var hjá Ajax þó megnið að ferlinum hafi hann spilað sem átta. Fyrir nokkrum árum var Gravenberch töluvert meira efni í heimsfótboltanum en t.d. Joao Neves er núna. Hann náði ekki í gegn hjá Bayern og hefur verið óstöðugur undanfarin 1-2 tímabil en það gleymist aðeins að hann varð bara 22 ára fyrir mánuði síðan. Það eru til ansi mörg dæmi um heimsklassa miðjumenn sem voru óstöðugir á aldrinum 19-21 árs og mögulega hefði Gravenberch átt að bíða aðeins með að fara strax til Bayern, hann var bara það góður hjá Ajax.

  Núna fær Gravenberch hollenskan stjóra sem þekkir hann vel og fær auk þess smá undirbúningstímabil með Liverpool liðinu öfugt við síðasta sumar, eins þekkir hann betur inn á deildina núna. Innkoma Slot ætti að vera dauðafæri fyrir Gravenberch að reyna festa sig í sessi í liðinu. Hæfileikarnir eru til staðar og það hljómar ekki illa að fá 1,9m háan leikmann á miðjuna. Spurningin er bara með hugarfarið.

  Curtis Jones 

  Hjá U21 árs landsliði Englendinga hefur Jones stundum verið að spila sem annar af aftari tveimur miðjumönnum og er vafalaust hugsaður í svipað hlutverk hjá Slot ef hann nær að halda sér eitthvað smávegis heilum. Hann er núna að fara hefja sitt fimmta tímabil hjá Liverpool og hefur ekki enn náði 1.200 mínútum í deild yfir heilt tímabil. Hann hefur aldurinn samt enn með sér, er bara 23 ára, ári eldri en Gravenberch. Hann má samt ekki við enn einu tímabilinu á sjúkrabekknum því samkeppnin um nákvæmlega hans hlutverk á miðjunni er töluverð hjá Liverpool.

  Tyler Morton

  Morton kom 19 ára gamall við sögu í samtals 9 leikjum Liverpool tímabilið 2021-22 eftir að hafa farið upp yngri flokka félagsins sem fyrirliði í sínum aldurshópi. Síðan þá hefur hann tekið tvö heil tímabil í Championship deildinni þar sem hann hefur spilað rúmlega 40 leiki hvort tímabil. Er hann söluvara í sumar eða fær hann séns hjá nýjum stjóra? Hann væri ekki ólíklegri en t.d. Quansah eða Bradley til að brjóta sér leið inn í liðið. Erfitt að átta sig á hversu öflugur hann er eftir tvö ár í Championship og hvert þakið er hjá honum og í raun erfitt að sjá hann á Liverpool leveli, því miður.

  Trent Alexander-Arnold 

  Það er áhugavert að Trent er að byrja á miðjunni hjá landsliði Englendinga en erfitt að lesa mikið í það þar sem stjóri liðsins er svo langt frá því leveli sem flestir leikmanna liðsins eru að vinna á. Það að Gareth Southgate sé að reyna vinna úr hæfileikum Alexander-Arnold eru glæpsamleg sóun. Það er því auðvelt að draga þá ályktun að hann eigi alls ekki heima á miðjunni og sé miklu betri í bakverðinum.

  En á móti er ákveðin hola á miðjunni hjá Liverpool sem Alexander-Arnold gæti vel fyllt og ef uppgangur Conor Bradley verður svipaður og hann þegar hann kom inn í liðið er alveg hægt að sjá fyrir sér að Slot reyni að skapa pláss fyrir báða. Trent gæti hentað Slot frábærlega sem quarterback miðjumaður með hlaðborð af sóknarmöguleikum allt í kringum sig.

  Niðurstaða

  Liverpool kaupir mjög líklega ekki varnartengilið í sumar, mögulega verður keyptur miðjumaður sem getur leyst þetta hlutverk en mun líklegra er að félagið kaupi miðvörð og jafnvel einhvern sem getur leyst ofar á vellinum, svipað og City er að gera með Stones og Akanji eða Arsenal með White.

  Varðandi varnartengiliðin þá er hans hlutverk að sjálfsögðu ekki útdautt, það eru tískubylgja í gangi núna með leikkerfi og flóknum útfærslum af leikmönnnum vítt og breytt úr stöðu sem virðist þrengja mjög af þessum leikmönnum.

  Næsta tískubylgja verður svo að leggja aftur upp með djúpum miðjumanni og þannig láta rest af liðinu fúnkera…

  #TeamDMC

  [...]
 • Fyrsta viðtal Arne Slot

  Með litlum sem engum fyrirvara mætti Arne Slot á internetið.

  Fyrsta viðtalið er að finna hér á opinberu síðunni og er það ferskt að hann gat sagt frá fyrsta leiknum við Ipswich. Sólbrúnn og flottur eftir fríið!

  Slot var mjög auðmjúkur varðandi sína ráðningu og virðist hinn viðkunnalegasti í alla staði, algerlega reiprennandi á enskunni og í raun með sterkari orðaforða núna í upphafi en Klopp átti við lok ferilsins hjá LFC. Við Íslendingar munum læra vel að segja nafnið hans, Hollendingar nota r-ið eins og við svo að við bara köllum hann Arne á íslensku, ekki “Arnie” eins og Tjallarnir virðast þurfa að gera. Hann tilkynnti að hann og Richard Hughes væru búin að vera í daglegum samskiptum um langa hríð, fór yfir það að símtölin áttu sér stað á ströndinni og annars staðar þar sem hann hefur verið frá því að hann lauk störfum hjá Feyenoord.

  Eins og við var að búast þá hrósaði hann Klopp út í eitt þegar hann gat og vísaði sérstaklega til rígsins milli hans og Pep, á sama hátt staðfesti hann það sem við vissum um að Hollendingar fylgjast afskaplega vel með Premier League. Búinn að ræða oft við Jurgen og fengið alls konar samtöl um liðið og umgjörð þess. Vísað var til líkindanna, sérstaklega þegar kemur að ástríðu fyrir verkefninu og því hversu vel honum hefur gengið að vinna með unga leikmenn. Hann vísar í það að hann geti nýtt sér ýmislegt sem Jurgen gerði og byggt á en sé að horfa til atriða sem hann vill setja inn í liðið.

  Hann þekkir titilinn aðalþjálfari (head-coach) og er sáttur við það, telur sinn styrkleika vera á æfingavellinum og það verði í höndum Richard Hughes að vinna með styrkingu liðsins, auðvitað í samstarfi við Slot og aðra í þjálfarateyminu. Hugsun hans var að vera út næsta tímabil hjá Feyenoord en þegar Liverpool bankaði þá var það verkefni sem hann gat ekki sleppt. Hann talaði mikið um jákvæða orku sem lykil í því að ná árangri, þar þyrftu allir að vera á sama báti, eigendur, þjálfarar, leikmenn og aðdáendur. Hann hefur horft mikið til afreksfólks í íþróttum varðandi andlega þáttinn þegar kemur að “winning mentality” sem er að hans mati lykilþáttur í árangri. Þar er hann ekkert síður að horfa á þá sem ná árangri í einstaklingsíþróttum.

  Hann staðfesti sinn aðstoðarmann formlega, Sipke Hulshoff en einnig er búið að ráða líkamsstyrksþjálfarann Ruben Peeters sem var með þeim hjá Feyenoord en stærsta fréttin varðandi þjálfarateymið var að búið er að sækja Fabien Otte sem hefur verið markmannsþjálfari Borussia Moenchengladbach og bandaríska landsliðsins. Þar er á ferð Þjóðverji sem hóf þjálfaraferilinn hjá Burnley og Slot lýsti honum sem stórum þætti í því sem þá langar að gera.

  Markmið hans er klárt, halda áfram í toppslag og fyrsta skrefið er að bæta við stigafjöldann frá því í vetur, ná í meira en 82 stig og keppa við City og Arsenal um titlana. Hann hefur rætt við nokkra af leikmönnunum eftir að Jurgen var formlega hættur. Hann byrjaði á að spjalla við fyrirliðann Virgil en vildi ekki gefa upp hverja fleiri. Það hins vegar verði að litlu leyti hans undirbúningur, leikmennirnir muni kynnast honum þegar þeir mæta til æfinga. Þegar hann var spurður út í upplegg æfingatímabilsins þá segir hann það verði strax farið að aðlaga leikkerfið að því sem hann vill, það verði lagt upp með leikmönnunum sem mæta strax og þeir vonandi muni svo hjálpa leikmönnunum sem snúa síðar úr fríinu að skilja áherslubreytingarnar sem hann telur muni verða einfaldara í ljósi líkinda við leikstíl LFC síðustu ár. Hann benti líka á líkindi Liverpool og Rotterdam, fólk vant að vinna mikið og með algera ást á liðinu sínu.

  Það er augljóst að hér er á ferð mjög metnaðarfullur einstaklingur sem líst vel á verkefnið og það virkaði bara vel á mig að sjá hann með merkið á brjóstinu, kom mér aðeins á óvart svona út frá því að þessi stjóri hét ekki Jurgen Klopp. Talaði um það að lokum að hann myndi leggja sig allan fram og treysti því að fólk þjappi sér á bakvið liðið. Fínt viðtal á allan hátt…en það er þarna eins og alltaf í boltanum, það verða ekki viðtölin sem virka. Núna er það árangurinn og við treystum á endalausa gleði krakkar!

  YNWA.

  [...]
 • Leikjaplanið – Ipswich úti fyrsti leikur

  Þá er leikjaplan okkar manna fyrir næsta tímabil orðið klárt og uppgefið.

  Það var einhver fyndinn sem raðaði upp fyrstu leikjunum…setti auðvitað Liverpool FC í hádegisleik í fyrstu umferð laugardaginn 17.ágúst, alveg magnað í ljósi alls að svo sé. Við semsagt höldum á Portman Road í Ipswich í fyrstu umferð og Arne Slot verður leikstjóri í karnivali nýliðanna. Það er alveg bananahýði.

  Fyrsti heimaleikurinn er svo við Brentford viku síðar áður en við höldum á Old Trafford í þeirri þriðju. Fyrra Merseyside-derbyið er helgina kringum 7.desember og helgina áður (30.nóv) tökum við á móti Manchester City.

  Jólaprógrammið er mun rólegra en oft áður en þegar maður horfir yfir erfiða kafla þá er það klárlega síðustu 5 leikirnir. Þá eigum við heimaleiki við Tottenham, Arsenal og Palace og útileiki við Chelsea og Brighton.

  Eins og við fórum yfir í podcasti gærdagsins þá er nú verið að teikna upp þá leiki sem helgaðir verða kop.is – ferðum vetrarins í samstarfi við Verdi ferðaskrifstofuna. Við setjum fréttir hér inn um leið og eitthvað verður þar klárt!

  [...]
 • Gullkastið – Hvað gera hin liðin í sumar?

  Að venju er þetta rólegasti tími ársins þegar kemur að enska boltanum enda meira og minna allir í fríi eða að taka þátt í verkefnum. með landsliðum sínum. Hinsvegar er jafnan töluvert í gangi bakvið tjöldin sem fer að koma betur og betur í ljós þegar líður að júlí mánuði en æfingatímabilið hefst á ný. Tókum aðeins stöðuna á hinum liðunum í deildinni og hvað þau eru líkleg til að gera í sumar.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: SSteinn og Maggi

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

  MP3: Þáttur 477

  [...]
 • Endurnýjun sóknarlínu Liverpool

  Liverpool liðið á hátindi Jurgen Klopp sem stjóra var skipað einni allra bestu sóknarlínu í heimi, Salah, Mané og Firmino. Þeir báru auðvitað hvað mest ábyrgð á markaskorun liðsins en auk þess sluppu þeir betur en flestir samherja sinna við meiðsli sem er vanmetið mikilvægur partur af jöfnunni. Jafnvel þau tímabil sem Liverpool gekk illa var hægt að treysta á að sóknarlínan gerði sitt, leikur liðsins hrundi frekar aftar á vellinum.  Það er ekkert grín að endurnýja þessa sóknarlínu og líklega var ekki raunhæft að Liverpool myndi reyna að gera það með alveg eins leikmönnum. Því síður væri það endilega besta aðferðafræðin.

  Það er engin ein rétt aðferð til að vinna titla. Liverpool liðið í vetur skoraði sem dæmi einu marki meira en Liverpool liðið sem vann deildina með 99 stigum árið 2020. Eins fékk liðið núna aðeins átta mörkum meira á sig en það lið. Þetta raðaðist bara ekki nógu vel yfir tímabilið. Vonlausa 67 stiga tímabilið 2022-23 skoraði Liverpool 75 mörk sem er ekkert algalið. En 22 af þeim komu í þremur leikjum þar sem Liverpool skoraði 6-9 mörk.

  Hátindur liðsins og sóknarlínunnar var ca frá 2017-2022. Yfir þetta fimm ára tímabil spilaði Salah 87% deildarleikja Liverpool, Mané 80% og Firmino 72% Þessir þrír leikmenn komu að meðaltali að 70 mörkum á ári með beinum hætti yfir heilt tímabil (mörk og stoðsendingar). Hluti af því eru auðvitað stoðsendingar frá þeim á annan sóknarmann.

  Þetta er flott tölfræði fyrir þá en það voru líka veikleikar sóknarlega á liðinu annarsstaðar fyrir vikið. Ein ástæða þess að þeir spiluðu svona mikið er sú að breiddin var alls ekki góð. Ferill Divock Origi er sem dæmi ótrúlegur í ljósi þess að hann spilaði að meðaltali minna en 500 mínútur í deild og alls aðeins um 14% af deildatleikjum Liverpool meðan hann var leikmaður liðsins. Fyrir utan kraftaverkin voru nokkrir leikir þar sem hann gat sannarlega ekki neitt. Sturridge var sömuleiðis leikmaður Liverpool fyrstu fjögur ár Klopp og spilaði raunar meira hlutfallslega en Origi á þeim tíma (18% af deildarleikjum liðsins).

  Miðjan var jafnan skipuð þremur vinnuhestum sem bættu afskaplega litlu við sóknarlega og um leið og félagið keypti sóknarþenkjandi miðjumann var sá hinn sami sendur með sjúkrabíl á bráðadeild um leið. Það er sem dæmi magnað að bera spilaðar mínútur sóknarmanna Liverpool við miðjumenn liðsins á sama tíma. Wijnaldum var sá eini sem spilaði meira en 80% leikja liðsins af miðjumönnunum yfir heilt tímabil.

  Bakverðirnir nutu líka góðs af þessu uppleggi sóknarlega og spiluðu meira sem kantmenn en varnarmenn stóran hluta af hverju tímabili og komu einnig að fullt af mörkum með beinum hætti, aðallega þá með stoðsendingum.

  Liverpool 2.0

  Ef að þú ætlar að endurnýja þetta lið er líklega best að horfa meira til þess að fá meira framlag frá miðjumönnum liðsins og dreifa markaskorun liðsins. Eins er spurning hversu raunhæft það er að reyna kaupa Bobby Firmino 2.0 sem var verulega óhefðbundin nía og jafnvel mikilvægari varnarlega en sóknarlega.

  Diogo Jota kom inn sem fjórði maður 2020 og var fyrsti alvöru góði fjórði maður í sóknarlínunni síðan Coutinho fór. Hann kom þegar Sturridge loksins varð samningslaus og leysti í raun Minamino og Origi af til að byrja með frekar en að vera arftaki einhvers af Salah, Mané eða Firmino. Jota spilaði 32% af deildarleikjum 2020/21.

  Firmino sem hafði spilað bróðurpartinn af öllum tímabilum fór að lenda í meiðslum 2021-22 og þá kom Jota inn í liðið og lofaði verulega góðu þó hann væri vissulega ólíkur Bobby.  Liðið spilaði til úrslita í öllum bikarkeppnum í boði og tapaði titlinum með 92 stig, einu minna en 115 City. Jota skoraði 15 mörk sem er jöfnun á því besta sem Firmino gerði fyrir framan markið. Það er vissulega ósanngjarnt að bera þá saman þar sem mikilvægi Firmino var mun meira en bara fyrir framan markið, á móti var hann nía sem skoraði ekki mjög mikið í liði þar sem miðjan skilaði mjög litlu fyrir framan markið.

  Af 68 mörkum Liverpool 2020-21 komu aðeins sex þeirra frá miðsvæðinu eða aðeins 9% Árið eftir skoruðu miðjumenn Liverpool 8 mörk af 94 mörkum eða líka 9%

  Titiltímabilið skoruðu miðjumenn Liverpool 25% af mörkum liðsins en þau dreifðust líka á níu leikmenn. Núna í vetur fengum við 14 mörk frá miðsvæðinu, sóknarlínan bætti sig um 17 mörk milli ára einnig. Engu að síður geta líklega allir verið sammála um að bæði sóknarlínan og miðsvæðið á nóg inni til að gera mun betur á næsta tímabili. Miðja og sókn var að tengja mun betur saman en árið á undan en vonandi er þetta bara byrjunin enda mjög miklar breytingar gerðar síðasta sumar. Liðið fann í raun aldrei fyrir alvöru taktinn síðasta vetur.

  Fyrsta brottförin

  Diogo Jota var ekki keyptur sem arftaki Firmino heldur var hann viðbót við sóknarlínuna og kom mun frekar í stað Origi, Minamino og Sturridge sem allir spiluðu nánast ekkert. Kaupin á Luis Diaz í janúarglugganum 2022 voru hinsvegar stór vísbending um að Sadio Mané væri mögulega á útleið þá um sumarið.

  Síðustu þrjú tímabil Mané hjá Liverpool skoraði hann 18 – 11 – 16 mörk og lagði slatta upp líka. Ef að Diaz er beinn arftaki hans er hann töluvert mikið drop off með sín 4 – 4 –  8 mörk undanfarin þrjú tímabil. Jota sem líka getur leyst þessa stöðu vel er búinn að skora 15 – 7 – 10 mörk undanfarin þrjú tímabil en tók líka eitt ár án þess að skora á þeim tíma. Báðir hafa lent í langtímameiðslum sem við bara lentum ekki í með Mané. Fyrsta tímabilið eftir að Máné fór var Diaz meiddur 2/3 af tímabilinu og Jota spilaði litlu meira, samanlagt spiluðu þeir tæplega 24 leiki. Til að bæta gráu ofan á svart náði Firmino svipað miklum leiktíma og samanlagt fylltu þeir upp í leiktíma eins leikmanns.

  Önnur brottförin

  Til að fylla skarð Firmino var einnig eiginlega fengið inn tvo leikmenn. Darwin Nunez kom sama sumar og Mané fór og tók eitt tímabil með Bobby. Cody Gakpo var svo bætt víð í janúar enda fáránleg meiðslavandræði í sóknarlínunni.

  Darwin Nunez spilaði 50% af leikjum liðsins og setti 9 mörk og var með 3 stoðsendingar. Nokkuð góð tölfræði á blaði en þar vantar inn í að hann var rangstæður oftast allra og klúðraði afskaplega mörgum dauðafærum. Hrár en spennandi leikmaður. Gakpo skapaði sér nafn á vinstri vængnum hjá PSV en var ætlað að fylla skarð Firmino hjá Liverpool sem þessi óhefðbundna nía.

  Af því sem við höfum fengið að sjá eru Nunez og Gakpo töluverð veiking á liðinu samanborið við Firmino þegar hann var á sínum hátindi hjá Liverpool.

  Mörk frá miðjunni / Svigrúm til bætinga

  Undanfarin fimm tímabil hefur Liverpool mest fengið 21 mark frá þeim leikmönnum sem flokkaðir eru sem miðjumenn. Hluti af þeim mörkum komu úr vítum. Þrisvar á síðustu fimm tímabilum hefur miðjan skilað 6-8 mörkum yfir heilt tímabil. Þetta er bara hundlélegt og skilur eftir töluvert svigrúm fyrir Arne Slot að bæta. Miðjan sem Jurgen Klopp er að skilja eftir sig núna er töluvert betri sóknarlega en miðjan sem Klopp var með flest árin.

  Sóknarlínan á síðsta tímabili skoraði aðeins 55 mörk af 86 mörkum liðsins eða um 64% Tímabilið á undan skoraði sóknarlína Liverpool 57 mörk af 75 (76%) Tímabilið 2022 skoruðu sóknarmenn Liverpool 66 af 94 mörkum liðsins er 70% Það er því ljóst að markaskorun var að dreifast aðeins meira síðasta vetur en undanfarin ár.

  Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig Arne Slot sér núverandi leikmannahóp Liverpool fyrir sér og þá sérstaklega hvort hann færi ekki einhverja leikmenn meira í sínar náttúrulegu stöður.

  • Cody Gakpo spilar á vinstri vængnum fyrir landsliðið og verður tæplega áfram að spila sem ódýr útgáfa af Bobby Firmino hálfpartinn á miðjunni.
  • Fáum við Harvey Elliott meira á vænginn eða í holuna? Þar gætum við átt miðjumann sem getur skilað +10 mörkum á tímabili.
  • Fáum við inn alvöru varnartengilið sem fækkar mínútum Mac Allister aftast á miðjunni? Hann skoraði 10 mörk fyrir Brighton tímabilið áður en hann fór til Liverpool. Hann tók reyndar vítin fyrir þá líka og mætti alveg endilega gera það hjá Liverpool.
  • Fáum við að sjá Diaz og Nunez eitthvað nær því sem þeir voru að gera í Portúgal áður en þeir komu til Liverpool?
   • Nunez var með 19,2 xG deildinni í Portúgal tímabilið 2021-22 en skoraði 26 mörk! Hjá Liverpool í vetur var hann líka með 19,2xG en skoraði bara 11 mörk. Gæti sóknarupplegg Slot hentað hans leikstíl betur? Hann þarf að bæta sig smá í nokkrum stöðum til að stökkbreyta allri sinni tölfræði. Þetta dæmi er sama xG en fimmtán marka sveifla!
   • Diaz var með 14 mörk en bara 9,9xG þetta hálfa tímabil áður en hann fór til Liverpool. Núna í vetur var hann með 8 mörk en 12,9xG. Reyndar skoraði hann 9 mörk í vetur til að gæta sanngirnis,.
   • Eitthvað nálægt þessari nýtingu þeirra í Portugal frá öðrum hvorum eða báðum. Það er ekki eðlilegt að vera þarna með tvo leikmenn sem eru samtals í -13xG. Bara þar eru helvíti mörg stig farin í súginn.
  • Szoboszlai skoraði 6 og lagði upp 8 tvö tímabil í röð hjá Leipzig áður en hann kom til Liverpool. Hjá Salzburg gerði hann 9 mörk og lagði upp 10 í 27 leikjum. Hjá landsliðinu skorar hann í ca fjórða hverjum leik að meðaltali. Hann skoraði bara 2 hjá Liverpool og lagði upp 3 síðsta vetur. Hann á HELLING inni og þarf kannski betur skilgreint hlutverk?
  • Diogo Jota hefur spilað aðeins 33% af síðustu tveimur tímabilum. Þar áður náði hann 70% af tímabilinu. Nær Arne Slot að halda honum meira innan vallar? Hann réði a.m.k. alls ekki við æfingaprógramm Klopp. Jota skoraði 10 mörk í vetur þrátt fyrir að spila bara 1/3 af mótinu, eini sóknarmaður liðsins með fleiri mörk en xG segir til um sem er jafnan normið hjá góðum sóknarmönnum.
  • Alexander-Arnold skoraði þrjú mörk og lagði upp fjögur í vetur, það er hægt að fá miklu meira frá honum en það. Hann hefur fram til nú nánast alltaf verið í tveggja stafa tölu bara í stoðsendingum. Eins verður fróðlegt að sjá hvert hans hlutverk verður, hann var sem dæmi bókstaflega í búningi númer 8 hjá landsliðinu og spilaði með Declan Rice á miðjunni.
  • Kemur Fabio Carvalho aftur í leikmannahóp Liverpool?
  • Hvernig vinnur Slot úr ungu strákunum? Verður einhver af Danns, Clark, Doak, Gordon eða Nyoni break-out stjarna næsta tímabils? Það eru mörk í öllum þessum strákum.

  Svona er tölfræðin undanfarin ár fyrir sóknarmenn Liverpool.

  Fyrst og fremst þurfum við aftur stöðuga leikmenn eins og Salah – Mané og Firmino voru.

  Salah er augljóslega kominn yfir sinn hátind sem leikmaður og hefur ekki alveg sömu sprengju og hann hafði áður. Hann hefur samtals spilað 20.746 mínútur í deildinni hjá Liverpool eða 87% leikja liðsins að meðaltali síðan hann kom. Síðasta tímabil var það fyrsta þar sem hann lendir í meiðslum og spilaði hann því aðeins 74% Það er erfitt að sjá hann fyrir sér sem kantmann næsta vetur m.v. hvernig Slot notar þá stöðu hjá Feyenoord og spurning hvort hann fari því ekki meira fremst eða jafnvel í holuna? Honum verður klárlega fundið hlutverk og haldist hann heill getum við vonandi treyst áfram á 20-30 mörk frá Salah næsta vetur. En Liverpool verður að fara fá fleiri sem draga vagninn með Salah, Mané var sem dæmi að gera það vel og Jota einnig tímabilið sem hann var heill.

  Nunez og Gakpo hafa sloppið ágætlega við meiðsli ennþá en spila ekki alla leiki einfaldlega vegna samkeppni. Jota og Diaz hafa hinsvegar verið miklu meira áhyggjuefni. Helst mætti skoða strax í sumar að endurnýja annanhvorn eða báða en ef ekki verðum við að fá miklu meira frá þeim.

  Satt að segja á ég erfitt með að sjá Liverpool gera breytingar á sóknarlínunni í sumar heldur verður Slot ætlað að tweek-a því til sem þarf til að bæta framlag þessara manna næsta vetur. Helst væri það þá að fá inn framtíðar arftaka Salah líkt og gert var 6-12 mánuðum áður en Mané og Firmino fóru.

  [...]
 • Hvernig var tímabilið?

  Tímabilið 2023-24 fer seint í sögubækurnar sem það besta í enska boltanum. Rennum létt yfir liðin í deildinni og röðum eftir því hvernig Kop.is spáði þeim fyrir mót.

  Luton

  Metnaður Luton virkaði svolítið eins og þeir væru bara í heimsókn og að þetta tímabil væri meira bónus fyrir áframhaldandi uppbyggingu næstu árin. Þeir eyddu €25m umfram það sem þeir seldu fyrir mót og það var bara ekki nóg jafnvel þó stig væru dregin af tveimur liðum. Luton var samt næst því af nýliðunum að halda sér uppi, náðu í nokkur góð úrslit og fara lítið laskaðir niður um deild nema síður sé. Stóra áfallið var auðvitað að missa fyrirliðan í byrjun tímabils og væntanlega er hann nú hættur í fótbolta. Rob Edwards er ennþá stjóri liðsins sem er líklega eina vitið, hans næsta starf verður líklega hjá stærra liði en Luton, ekki minna.

  Ágætt annars að losna við Luton þó þeirra uppgangur og öskubuskuævintýri sé áhugaverður. Þetta er enganvegin Úrvalsdeildarlið, spila fótbolta sem vonandi er á undanhaldi og stuðningsmenn liðsins heilluðu alls ekki þegar Liverpool spilaði við þá.

  Sheffield United

  Vægast sagt áhugavert fyrir mót þegar þeir seldu sinn besta mann til Burnley sem kom upp með þeim í fyrra. Leikmannakaup sumarsins í staðin gengu enganvegin upp og Sheffield fellur sem þriðja versta lið í sögu Úrvalsdeildarinnar. Arsenal vann þá samanlagt 11-0, Newcastle vann þá 13-1, Burnley tók þá 9-1. Allt í allt fengu þeir 104 mörk á sig eða 19 mörkum meira en næsta lið á eftir.

  Sheffield endar mótið með Chris Wilder sem stjóra. Hann gæti vel barið þetta lið betur saman í Championship og farið með þá aftur upp eins og hann gerði fyrir fimm árum. Ekki það að öll Yorkshire liðin mega bara halda sig í Championship deildinni.

  Bournemouth

  Richard Hughes vissi hvað hann söng þegar hann lét Gary O´Neil fara þrátt fyrir að hafa bjargað svo gott sem föllnu Bournemouth liði á síðasta tímabili. Væntingar til þeirra voru því ansi litlar síðasta sumar en það er aðeins vanmetið að þetta litla félag kom út í mínum €125m á leikmannamarkaðnum. Hið ótrúlega er hinsvegar að megnið af þessum leikmönnum sem þeir keyptu síðasta sumar voru ekki lykilmenn í liðinu í vetur nema þá helst í seinni hluta tímabilsins.

  Andoni Iraola var greinilega það góður að þetta var áhættunnar virði að skipta um stjóra og Bournemouth endaði í 12.sæti 22 stigum fyrir ofan Luton sem var í 18.sæti. Stjóri sem líklega ræður við stærra svið seinna meir og hópur sem á töluvert inni ennþá.

  Everton

  Stórvinur SSteinn bjargaði Everton heldur betur í vetur. Þeir hafa undanfarin ár svindlað hressilega á Financial Fair Play reglunum og fengu fyrir vikið samtals frádrátt upp á átta stig í vetur. Sum ár hefði það dugað til að fella Everton, t.d á síðasta tímabili sem hefði verði mikið nær að refsingin væri tekin út en Dyche náði að lífga upp á Everton með sínum Burnley viðbóðsfótbolta og endar tímabilið með 48 stig í raun sem er jafn mikið og Brighton og Bournemouth.

  Framhaldið verður mjög fróðlegt, núna eru nýjir fjárfestingarhópar orðaðir við kaup á félaginu, þeir þurfa líklega að selja eitthvað í sumar af leikmönnum og nýr heimavöllur er á lokametrunum.

  Líklega eru stuðningsmenn Everton dauðfegnir að þetta tímabil er búið og það fór ekki verr. Framtíð félagsins hefur á köflum í vetur virkað verulega dökk en er kannski orðin eitthvað bjartari núna.

  Wolves

  Gary O´Neil silgdi lygnan sjó með Wolves allt tímabilið og voru þeir aldrei í hættu á að falla eða blanda sér að ráði í efri hlutann. Það eru samt smá viðvörunarljós að þeir unnu aðeins einn leik af síðustu tíu í deildinni (2-1 sigur á Luton) og töpuðu sjö af þessum leikjum.

  Ágætt tímabil samt hjá Wolves í ljósi þess að þeir seldu Nunes, Nevez og Collins alla síðasta sumar og komu út í €81m hagnaði nettó eftir leikmannagluggann (og þurftu þess til að standast FFP reglur). Þeirra langbesti leikmaður (Neto) var líka meiddur hálft tímabilið.

  Þeir þurfa að heyra aftur í Mendes og fá nýja sendingu frá Portúgal fyrir næsta tímabil.

  Burnley

  Af nýliðunum eru stuðningsmenn Burnley líklega lang svektastir eftir mótið. Kompany fékk nýtt €111m vopnabúr á leikmannamarkaðnum til að byggja ofan á skemmtilegasta og besta lið Championship deildarinnar 2022-23. Niðurstaðan var hræðilegt 24 stiga tímabil þar sem Kompany virtist aldrei sætta sig við yfirburði andstæðinga Burnley og silgdi skútunni sannfærandi í strand allt til enda án þess að breyta mikið um leikplan eða áherslur.

  Hann er hinsvegar stórt nafn í fótboltaheiminum og er væntanlega að leggja upp það sannfærandi leikplan að það hlítur að virka hjá betra liði, rétt eins og það gerði þegar Burnley voru með sterkasta hópinn í Championship deildinni. Eitthvað er það því að FC Bayern er búið að ráða hann í staðin fyrir Tuchel. Dortmund réði Klopp vissulega eftir að hann féll með Mainz en þetta virkar ekki alveg sama dæmið!

  Burnley situr allavega eftir með frekar illa samansettan hóp sem var sniðin að þörfum þjálfara sem er farinn. Af liðunum sem féllu ættu þeir samt að vera lang líklegastir til að koma aftur eftir næsta tímabil.

  Nottingham Forest

  Þeir keyptu leikmenn fyrir €131m síðasta sumar og €194m þar síðasta sumar. Það er spurning hvort þessi afskaplega skrautlegi eigandi félagsins hafi ákveðið að það væri þess virði að taka sénsinn á að FFP refsingin væri ekki næg til að fella þá. Það voru dregin fjögur stig af þeim í vetur og það er fróðlegt að sjá hvernig þeir ná undir viðmið fyrir næstu tímabil.

  Þeir tóku dómaravæl upp í nýjar víddir á tímabilinu, réðu Mark Clatterburg bjánan sem “sérstakan ráðgjafa” hjá sér og létu hann gera sig að fífli vikulega þar til hann hætti í því starfi.

  Enduðu í 17.sæti og hefðu gert það óháð stigafrádrætti. Það voru því miður þrjú lið verri en Forest í vetur og því verða þeir enn á sínum stað næsta vetur. Þeir eru með hóp sem á að gera mikið betur og hafa undanfarin tvö sumur sankað að sér nokkrum áhugaverðum leikmönnum á góðum aldri. Væri kannski þjóðráð hjá þeim að kaupa færri en 10-25 menn milli ára núna.

  Crystal Palace

  Eftir að Roy Hodgson var loksins rekinn kom á daginn að Palace er í raun og veru besta lið Evrópu. Oliver Glasner var hárréttur maður fyrir þennan hóp sem inniheldur nokkra mjög svo spennandi leikmenn á góðum aldri sem líklega verður erfitt að halda í sumar. Mögulega eru þeir þar komnir með nógu góðan stjóra til að þeir þurfi ekki að reka hann í október og taka fimm ár af David Moyes?

  Wharton sem kom frá Blackburn í janúar gerir tilkall til að vera leikmannakaup tímabilsins og auk hans eiga þeir Olise, Eze og Guéhi sem allir eru verulega verðmætar söluvörur takist þeim ekki að halda þeim í sumar.

  Palce var 16.besta lið deildarinnar í fyrri umferðinni með stigi meira en liðið í 17.sæti. Þeir voru sjötta besta lið deildarinnar í seinni umferð tímabilsins.

  Fulham

  Þrjú lið voru svo afgerandi léleg í vetur að það varð aldrei nein teljandi fallbarátta. Fulham var fyrir neðan miðju en aldrei í hættu nánast allt tímabilið og enda með 47 stig. Afskaplega tíðindalítið tímabil en ljóst að þeir missa lykilmenn í sumar sem þeir þurfa að leysa vel.

  Brentford

  16.sæti hjá Brentford og 39 stig sem eru fall form sum ár. Þar af unnu þeir aðeins fimm heimaleiki í vetur. Tímabilið var þó töluvert litað af meiðslum og auðvitað löngu banni Ivan Toney. Þeir voru aldrei í hættu og aldrei að fara gera neitt aukalega, enganvegin sama partý og undanfarin ár allavega.

  West Ham

  David Moyes kveður West Ham í betri málum en hann tók við þeim. Þeir áttu hörku tímabil í Evrópudeildinni þar sem þeir voru óheppnir að henda ekki Leverkusen úr keppni en réðu ekki við deildina samhliða ævintýrunum í Evrópu.

  Sóknarlínan fyrir aftan níuna var frábær (Kudus – Paqueta – Bowen) en þá vantar níu sem er betri en Antonio. Þeir hafa keypt fullt af þeim en enda alltaf með Tona frammi. Scamacca sem fór síðasta sumar til Atalanta hefði t.a.m. átt að vera einmitt slík nía.

  Stóra málið síðasta sumar var salan á Rice sem þeir leystu með Alvarez sem var fínn og svo Kalvin Phillips á láni sem var ótrúlega lélegur.

  Engin Evrópa næsta vetur hjá West Ham, Paqueta mögulega á leiðinni í ævilangt bann og Kudus væntanlega eftirsóttur. Hinsvegar ættu þeir að eiga ágæta sjóði eftir enn frá síðasta tímabili og fá inn nokkuð spennandi nýjan stjóra í Julen Lopetegui.

  Brighton

  Tvö skref áram og eitt afturábak, þetta var tímabil þar sem þeir stíga aðeins til baka. Sala á Mac Allister og Caiceido var of stór biti á einu bretti auk þess sem Sanchez fór til Chelsea. Þetta var samt ekki verra en 11.sæti og auk þess var Brighton að stíga sín fyrstu skref í Evrópu samhliða. Þeir eru með hlaðborð af efnilegum leikmönnum sem stíga pottþétt betur upp næsta vetur.

  De Zerbi virðist ætla að verða næsti Conte og tollir ekki lengi á sama stað. Hann var ósáttur við innkaupastefnu félagsins og var tekin sameiginleg ákvörðun eftir tímabilið að hann myndi hætta. Magnað hvað hlutabréf í honum féllu hratt eftir því sem leið á tímabilið sem er kannski ekki alveg sanngjarnt. Þeir enduðu mótið á því að vinna aðeins einn leik af síðustu 10 sem gefur aðeins til kynna að þreyta hafi verið komin í þetta.

  Fróðlegt að sjá hvað þeir gera í staðin fyrir RDZ, heyra þeir aftur í Potter sem dæmi eða fara þeir í frumlegri og meira spennandi valkost líkt og þeir hafa gert vel undanfarin ár. Potter var auðvitað á góðri leið með liðið þegar Chelsea stal honum frá þeim.

  Tottenham

  Tottenham var stórt spurningamerki fyrir mót í kjölfar sölunnar á Harry Kane. Ange Postecoglou tók við liðinu og kom með mjög ferska vinda í byrjun móts og fékk ævintýralega hjálp frá dómurum sem skilaði Spurs á toppnum í byrjun nóvember. Þeir voru ekki í neinni Evrópukeppni heldur og stimpluðu sig strax út úr birkarkeppnum og virtust því eiga nokkuð greiða leið á a.m.k. Meistaradeildarsæti. Áður en nóvember var allur voru þeir hinsvegar komnir í fimmta sæti sem reyndist svo rauninn.

  Ekki beint vont tímabil en á sama tíma var þetta dauðafæri á að ná Meistaradeildarsæti, sérstaklega þar sem Aston Villa endaði á að taka eitt sætið í staðin. Eins var árangur enskra liða í Evrópu óvenju lélegur í vetur sem gerði það að verkum að fimmta sætið sem átti að vera slam dunk skilaði ekki Meistaradeildarsæti.

  Það er hætt við því að Man Utd, Chelsea, Newcastle og jafnvel West Ham og Brighton bíti betur frá sér næsta vetur og eins að Evrópudeildin bíti eitthvað í hjá Tottenham. Það er erfitt að meta lið sem spilaði aðeins þrjá leiki aukalega fyrir utan deildarleiki í vetur. Liverpool sem dæmi spilaði 17 leikjum meira í vetur.

  Aston Villa

  Unai Emery og Aston Villa eru mögulega lið tímabilsins. Mjög góður árangur hjá honum að skila Villa í Meistaradeild og naut auðvitað góðs af því að United, Chelsea og Newcastle tóku ekki þátt í vetur. Liðið þarf klárlega að stækka hópinn fyrir næsta tímabil enda voru þeir alveg sprungnir í lok tímabilsins og unnu engan af síðustu sex leikjunum. Þar af vandræðalega lélegt einvígi gegn Olympiacos.

  Newcastle

  Talandi um að ráða við aukið álag sem fylgir því að spila í Evrópu. Newcastle var engin smá sóun á Meistaradeildarsætinu okkar. Þetta er ríkasta félagslið í heimi enda ríkisrekið af olíuríki en þökk sé hertu regluverki náðu þeir “aðeins” að eyða €108m nettó á þessu tímabili og þar af voru fullkomlega misheppnuð kaup á Sandro Tonali sem var í kjölfarið settur í bann nánast allt mótið.
  Eddie Howe lét liðið svo hlaupa sig í kaf og var með meira og minna allt liðið á nuddbekknum megnið af mótinu.

  Newcastle er í mínus hvað FFP reglur varðar og þarf að selja leikmann fyrir lok þessa mánaðar til að ná að laga það. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir leysa það en á sama tíma er ljóst að þeir munu láta til sín taka seinna í sumar. Þeir eru t.a.m. búnir að kveðja nokkra leikmenn sem hafa verið hjá þeim lengi en runnu út á samningi.

  Þeir verða í hlutverki Spurs næsta vetur, engin Evrópa sem gæti hentað þeim mjög vel við að rétta sig af eftir síðasta tímabil. Newcastle er samt orðið bara eins og City, tekur því varla að telja þá með enda fullkomlega sturlað að leyfa ríkisrekstur á félagsliðum.

  Chelsea

  Það er vanmetið hversu ógeðslega lélegur árangur Chelsea hefur verið miðað við leikmannakaup. 63 stig eftir €1.102.150.000 leikannakaup á 18 mánuðum er fáránlega lélegt. Engu að síður var Pochettino aðeins að ná tökum á liðinu undir lok tímabilsins sem kannski gefur til kynna að þeir verði með á næsta tímabili.

  Það er ekki fræðilegur möguleiki að þetta bull standist allar FFP reglur en á sama tíma hefur maður takmarkaða trú á að nokkuð verði gert sem heitið geti. Þeir eru eftir sem áður orðaðir við alla helstu bitana á markaðnum og voru auðvitað að skipta um stjóra sem vill vafalaust eitthvað hafa að segja um hópinn næsta vetur.

  Chelsea er yfirfullt af góðum leikmönnum á frábærum aldri, þó það nú væri, þeir kostuðu €1.102.150.000 undanfarna tvo glugga.

  Chelsea keypti bæði Caideido og Lavia á €178m síðasta sumar aðallega til að Liverpool gerði það ekki, það gerir það aðeins sætara að Liverpool endaði 19 stigum fyrir ofan þá í vetur og vann þá í úrslitaleik deildarbikarsins með hluta af unglingaliðinu inná í framlengingunni.

  Manchester United

  Ten Hag er með nettó eyðslu upp á rúmlega €360m síðustu tvö tímabil og hefur ennþá ekki náð að setja sannfærandi sitt handbragð á United liðið. Þetta er ekkert líkt frábæru Ajax liði Ten Hag sem var mjög nálægt því að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Þessi eyðsla er sem dæmi rúmlega helmingi meiri en Liverpool hefur gert á leikmannamarkaðnum á sama tíma.

  Þeir enda þetta tímabil í áttunda sæti sem er hærra en spilamennska liðsins verðskuldaði megnið af mótinu. Þeir gátu í fullt af leikjum treyst á einstaklingsgæði sem löguðu leiki þar sem þeir áttu ekkert skilið. Sigur í FA Cup bjargar heilmiklu fyrir þá og jafnvel starfi Ten Hag en það bara hlítur að vera óásættanlegt að henda frá sér Meistaradeildarsætinu og hvað þá skíta svona illa á sig í þeirri keppni. Þeir féllu úr leik fyrir áramót þrátt fyrir að vera í riðli með Kaupmannahöfn og Galatarsaray.

  Vissulega var Ten Hag með liðið í töluverðum meiðslavandræðum megnið af mótinu og það hefur klárlega áhrif. Núverandi hópur á helling inni á betra tímabili. Eins er Ten Hag að því er virðist að glíma við erfið hegðunarvandamál innan liðsins sem er magnað að sé raunin hjá United. Raunar virðist stjórnun á félaginu í heild hafa verið tæp ef eitthvað er að marka fréttir af hreinsunum Jim Radcliff eftir að hann keypti sig inn í félagið. Jadon Sancho er svo toxic að hann má ekki æfa með liðinu og er frekar sendur út á láni, hvað gæti hann einn og sér gefið þessu liði í sama formi og hann var hjá Dortmund? Greenwood er ennþá meira toxic og svo var Rashford ansi ólíkur þeirri ímynd sem hann var búinn að byggja upp.

  Það segir svo kannski eitthvað um innkaupastefnu United að það voru Manioo, Garnacho og kannski McTominay sem voru það helsta jákvætt við tímabilið. Þeir eru byrjaðir að taka töluvert til í hópnum nú þegar og enn meira utan vallar.

  Stóra spurningin er hvort þeir skipti um stjóra sem verður enn að teljast líklegt því það virðist vera komið mikið meira sannfærandi fólk að stýra félaginu.

  Liverpool

  Fyrir ári síðan vorum við að tala um að næsta tímabil yrði töluvert mikið transition ár enda skipt um miðju og verið að skipta lykilmönnum hægt og þétt út fyrir nýja, Liverpool 2.0.

  Meistaradeildarsæti var lágmarkskrafa sem ekkert allir höfðu endilega trú á og auðvitað að vinna bikar. Sérstaklega þá Evrópudeildina úr því við skráðum okkur í hana. Kop.is spáði sem dæmi Liverpool 3. sæti.

  Sprengjan frá Jurgen Klopp á miðju tímabili setti allt upp í loft sem og auðvitað gott gengi liðsins sem leyfði okkur um að dreyma stærri drauma. Það er fáránlegt að Liverpool hafi unnið deildarbikarinn, farið langt í FA Cup og Evrópudeildinni og verið á toppnum í byrjun apríl miðað við galin meiðslalista allt tímabilið. Ekki bara það heldur bættust bönn, mannrán og mesta mótlæti allra liða hvað VAR varðar ofan á líka. Í einum leiknum var hreinlega dæmt mark af því dómaratríóið var ennþá með timburmenn eftir ferð frá Abu Dhabi kvöldið áður.

  Liverpool var í séns fram á vor þrátt fyrir að ná eiginlega aldrei að vera með alvöru flugendasýningu eða sýna sitt besta enda í öllum leikjum að púsla saman liði. Hrun í lok tímabilsins var hrikalega svekkjandi enda liðið jafnan verið frábært í síðustu 10 umferðunum undir stjórn Klopp og var þá farið að endurheimta lykilmenn aðeins úr meiðslum. Þetta var samt augljóslega skrefi of langt og allir nokkuð úrvinda eftir mót, stuðningsmenn, liðið og auðvitað stjórinn

  Tilfinningin síðustu vikurnar var því eins og þetta hafi verið verra tímabil hjá Liverpool en það kannski var. Meistaradeildarsæti var lykilatriði, fínt að vinna bikar auðvitað og líklega bættust nokkrir leikmenn við leikmannahópinn sem hefði annars kannski ekki endilega fengið sénsinn. Sannarlega transition tímabil sem vonandi er hægt að byggja ofan á næsta vetur.

  Arsenal

  Man City vann þrennuna tímabilið 2022-23 og var því kannski smá von fyrir önnur lið að þeir kæmu ekki eins hungraðir í næsta tímabil og mögulega aðeins lúnir eins og Liverpool var klárlega að glíma við 2022-23 eftir að hafa farið til enda í öllum keppnum 2021-22. Arsenal hömruðu járnið heldur betur á meðan það var heitt og keyptu Declan Rice, Kai Havertz, Timber og Raya á €234m

  Það er raunar í takti við það sem Arsenal hefur verið að gera í tíð Arteta. Hann er búinn að fá leikmenn fyrir €835m og er með nettó eyðslu upp á €638m sem er ekki nema €375m meira en Klopp hefur keypt á sama tíma hjá Liverpool.

  Auðvitað er deildin stórlega löskuð og hefur verið í áratug með Man City meðal þátttökuliða. Þetta er eins og ef einn fengi alltaf að vera á sterum í frjálsíþróttakeppni. Arsenal er að lenda í nákvæmlega sama og Liverpool undanfarin ár. Auðvitað viljum við sem stuðningsmenn Liverpool alls ekki að erkifjendur eins og Arsenal vinni deildina en það hefði verið mun betra fyrir brandið ef Man City hefði ekki unnið þetta fjórða árið í röð. Það er flestum drullusama um Man City (öfugt við t.d. Arsenal) og hvernig þeirra árangur er tilkomin eykur ekki beint spennu fyrir þessum íþróttahvítþvotti olíuríkis.

  Þetta var eitt af bestu tímabilum Arsenal í Úrvalsdeild en þeir enda með svipað góðan árangur og Aston Villa, Meistaradeildarsæti. Jú þeir unnu reyndar góðgerðarskjöldinn i ágúst sem er auðvitað lítið meira en gloryfied æfingaleikur.

  Allt púðrið fór í deildina og lengi vel féll mjög margt með þeim, sérstaklega þá hvað meiðsli lykilmanna varðar sem voru lítil sem engin í samanburði við t.d. Liverpool. Endurkoma þeirra í Meistaradeildina var smá waste of space þó vissulega hafi þeir skriðið í 8.liða úrslitin þar. Bikarkeppnirnar tóku fljótt af og niðurstaðan því annað sæti sem er ekki beint eitthvað sem sungið er um.

  Þessi hópur er á fínum aldri og núna er stóra spurningin hvort þeir hafi hungur eins og Liverpool 2019-20 til að klára dæmið eða lenda þeir í meiri brekku næsta vetur? Hvað gera þeir líka á leikmannamarkaðnum?

  Man City

  Eftir að hafa í mörg ár haldið því fram að allir þeirra fjármálagerningar standist vel settar reglur og að öll gagnrýni á þá sé ósanngjörn breyta þeir núna alveg um takt og vilja allt í einu meina að reglurnar sjálfar séu ólöglegar og það sé alveg fáránlegt að þeir þurfi að fara eftir þeim. City hafa frá því Abu Dhabi keypti félagið verið að dæla peningum inn í reksturinn í gegnum falsaða auglýsingasamninga við félög sem eru í eigu sömu aðila, bæði hafa þeir gert það með greiðslum undir og yfir borðið sem misvel er hægt að rekja. Stundum við félög sem eru ekki með neina starfsemi.

  Miðað við hvað þeir eru tilbúnir að leggja á sig í lögfræðikostnað og til að hylma yfir svindl utan vallar hvað eru þeir tilbúnir að gera til að hagræða sér í vil innanvallar?

  Árangur þeirra undanfarin ár á ekki virðingu skilið og meira en kominn tími til að tekið verði á því hvernig þeir hafa fengið að skekkja settar leikreglur. Þetta er allt byggt á sandi, bókstaflega.

  Tökum þróun auglýsingatekna sem dæmi í samanburði við hin liðin frá því Abu Dhabi keypti félagið.

  Abu Dhabi kaupir félagið 2009 og árið eftir voru auglýsingatekjur félagsins 161% hærri frá árinu áður. Árið 2012 er gerður risastór samningur við Etihad flugfélagið sem síðar kom í ljós (gagnaleikinn) að vera að 92% leiti ekki fjármagnaður af Etihad.

  Tíu árum eftir yfirtökuna voru auglýsingatekjur búnar að aukast um 1.178% samanborið við um 131% – 300% hjá hinum liðunum. Núna 2023 er þetta 1.789% meira í auglýsingatekjur, markaðsteymið hjá City eru nefnilega svona ofboðslega færir í sinu starfi sjáiði til.

  Man City hefur ekki þurft að kaupa eins mikið undanfarin ár og þeir gerðu upphaflega enda verið að viðhalda frábæru liði og kannski aðeins þurft að hægja á eftir að hafa orðið fyrir barðinu á stórum gagnaleka sem upplýsti um hluta af þeirra augljósu fjármálafimleikum? Þannig að á tíma Klopp sem stjóri Liverpool hefur Man City aðeins keypt leikmenn fyrir €575m meira en Liverpool (þeirra helstu keppinautar) og munurinn nettó á leikmannakaupum liðanna er €480m. Höfum í huga að Klopp tók við liði sem þurfti að endurnýja nánast frá grunni á meðan Guardiola tók við liði sem voru meistarar tveimur árum áður. Magnað hvernig þetta mikið minna félag hefur náð að fjármagna þetta.

  Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr væntanlegum dómsmálum City þó líklega sé ekki von á niðurstöðu strax. Eins er rétt að stilla væntingum í hóf enda jafnvel um milliríkjadeilur að ræða ef Úrvalsdeildin vogar sér að fara fram á það við City að þeir fari eftir leikreglum eins og aðrir. Hvað þá ef þeim verður nú refsað eins og tilefni er til.

  Núna í þessari viku á að taka fyrir mál þar sem þeir vilja m.a. meina að það lýðræðisleg kosning Úrvalsdeildarinnar þar sem farið er fram á 2/3 af atkvæðum til að breyta samþykktum deildarinnar sé í raun ólögleg. Þeir eigi að fá að gera það sem þeim sýnist og eru þá sérstaklega að meina hvað fjárhæð auglýsingasamninga varðar því þannig hafa þeir dælt fjármagni inn í reksturinn úr ríkissjóði Abu Dhabi. Ekki að óháður aðili þurfi að leggja mat á hvort þeir séu á eðlilegu markaðvirði. Takist þeim að láta afnema þessa 2/3 reglu verður t.d. fróðlegt að sjá hvað stóru liðin gera varðandi sjónvarpsréttindi, hvað myndi stoppa Liverpool, United og Arsenal að sjá bara um sjónvarpsréttinn af sínum leikjum sjálf og gefa skít í kröfur minni liðanna um að jafna tekjurnar af sjónvarpsútsendingum?

  Burtu með þetta City lið, þó fyrr hefði verið.


  Þannig að, City vann deildina, liðin sem komu upp skíféllu öll aftur og ensku liðin gátu ekkert í Evrópu.

  [...]
 • Man City kærir Úrvalsdeildina!

  Það er ekki öll vitleysan eins, stórfrétt dagsins úr enska boltanum er sú að The Times lak því að Man City hefði lagt fram sturlaða kæru á Úrvalsdeildina og málið yrði tekið fyrir á mánudaginn. Það sem þeir eru svo ósáttir við er að félög nátengd eigendum liðsins megi ekki borga það sem þau vilja í auglýsingasamninga. Eins finnst þeim fáránlegt að meirihlutinn ráði í ensku úrvalsdeildinni (það þarf samþykki 14 af 20 liðum deildarinnar fyrir reglubreytingum).

  “But within an 165-page legal document City argue that they are the victims of “discrimination”, describing rules they say have been approved by their rivals to stifle their success on the pitch as a “tyranny of the majority”.

  Upphaflega reyndu þeir að halda þessari kæru á deildina leyndri en töpuðu fyrir dómi og hafa þessar fréttir vægast sagt hleypt illu blóði í hin liðin í deildinni skv. Times.

  Þetta kemur að hluta til í kjölfar þess að bresk stjórnvöld undir handleiðslu Boris Johnson og álíka siðferðislega gjaldþrota einstaklinga ákváðu að keyra það í gegn og pressa á að leyfa eignarhald Saudi Arabíu á Newcastle árið 2021. Síðan það galna eignarhaldi var bara í alvöru leyft að fara í gegn hefur deildin verið að herða reglur um auglýsingasamninga frá tengdum aðilum enda augljóst að ríkisrekin Olíufélög eins og Man City eru að dæla peningum inn í reksturinn með baktjaldamakki og “flókum” vafningum í gegnum önnur ríkisrekin félög. Etihad er sem dæmi í eigu ríksrekins fjárfestingasjóðs rétt eins og City Football Group. Þetta hefur reyndar stundum verið svo augljóst að oft eru þetta félög með enga starfsemi þegar örlítið er garfist fyrir um þau en samt að gera milljarða auglýsinga samning í Englandi.

  Með öðrum orðum, líklega er markaðsteymi Man City ekki bara svona rosalega snjallt í að útvega styrktarsamninga eins og þeir hafa haldið fram í áratug heldur geta þeir nánast fengið óútfylltan tékka frá “styrkaraðilium” sínum sem flestir eru á endanum í eigu sömu aðila. Það er helvíti sanngjarnt að lið eins og Arsenal, Liverpool og Tottenham þurfi að berjast á samkeppnismarkaði um bestu auglýsingatekjurnar á meðan lið eins og Man City og Newcastle geta bara leitað í ríkissjóð einræðis olíuríkja. Enn og aftur, eignarhald Abu Dhabi á City, Saudi Arabíu á Newcastle og Katar á PSG er nákvæmlega jafn sturlað og ef Bandaríkin myndu kaupa Arsenal eða Rússland myndi bara bókstaflega kaupa Chelsea. Vafningar um að þessir fjárfestingasjóðir séu ekki í eigu ríkisins halda auðvitað engu vatni.

  Það hefur alla tíð verið morgunljóst að það er fullkomlega sturlað að leyfa ríkiseigu á félagsliðum. Hvað þá einræðisríkjum sem svífast fullkomlega einskis og þetta er augljós afleiðing þess. Það að taka á augljósum brotum Man City og hvað þá Newcastle seinna meir gæti bara mjög líklega skapað milliríkjadeilur sem ná langt út fyrir fótboltann. Komið niður á viðskiptahagsmunum breta algjörlega ótengdum fótbolta. Nógu var nú slæmt að horfa framhjá tengslum Roman Abarmovich við rússnesk stjórnvöld í 20 ár og uppruna auðæfa hans, enda var það annað verulega augljóst Sportwashing verkefni.

  Þetta mál Man City er auðvitað bara til að þyrla upp ryki í málinu sem hangir yfir þessu ömurlega Sportwashing verkefni þar sem þeir fengu á sig 115 ákærur fyrir margvíslegt svindl á fjármálareglum í knattspyrnuheiminum, styrktarsamninga við tengda aðila og eignarhald auk þess sem þeir eru þar sakaðir um að gefa ekki allt upp er kemur að greiðslum til þjálfara og á launaseðli leikmanna.

  (more…)

  [...]
 • Liverpool á leikmannamarkaðnum

  Liverpool er núna á nokkrum mánuðum búið að skipta út nánast öllu þjálfarateyminu sem og öllum helstu stjórnendum félagsins, þ.e.a.s. mönnunum sem taka lokaákvarðanirnar varðandi leikmannakaup, sölur og samninga.

  Það væri satt að segja verulega skrítið ef að Richard Hughes, Arne Slot, Michael Edwards og þeir sem núna taka þessar ákvarðanir hafi engar athugasemdir varðandi núverandi leikmannahóp. Félagið vill klárlega ekki gera byltingu og það ætti ekki að vera nein þörf á því. Eitt af því sem var heillandi við Slot var hversu vel hans leikstíll hentar núverandi leikmannahópi. En við hljótum að gera ráð fyrir einhverjum stórum ákvörðunum strax í sumar.

  Thiago og Joel Matip losa töluvert um launaskrá en skilja ekki lengur eftir skarð sem félagið verður að fylla, það er nokkurnvegin búið að fylla þeirra skarð. Ef að félagið selur leikmenn eins og Berg, Kelleher, Morton, Carvalho, Phillips er engin öskrandi þörf á að bæta það upp á leikmannamarkaðnum. En skapar mögulega svigrúm til að gera meira. Endurkoma Liverpool í Meistaradeildina hjálpar klárlega líka og fleiri leiki í þeirri keppni kalla á stærri leikmannahóp.

  Það vantar ekki beint fleiri leikmenn í hópinn, ef að Liverpool lætur til sín taka á leikmannamarkaðnum er ljóst að einhverjir fara í staðin og vafalaust hafa leikmannasölur stór áhrif á leikmannakaup sumarsins en skoðum aðeins hvar helst er hægt að sjá Liverpool styrkja núverandi hóp og hvaða leikmenn eru helst líklegir á markaði fyrir þær stöður.

  Núverandi hópur

  Það er ekki hægt að binda leikmenn við einhverja eina stöðu lengur en ef við flokkum núverandi hóp er þetta líklega nokkuð nærri lagi. Auðvitað geta flestir leikmenn spilað fleiri hlutverk en þetta.

  Miðvörður

  Joel Matip var byrjunarliðsmaður þar til hann meiddist þegar núverandi tímabil var rétt tæplega hálfnað. Quansah hefur að stóru leiti fyllt hans skarð og ef maður horfir yfir hópinn er Liverpool með fjóra alvöru miðverði. Einn af þeim er 32 ára, annar 21 árs og tvo af þeim er lítið hægt að treysta á þegar leikjaprógrammið fer að þéttast. Allir eru þeir réttfættir sem hjálpar alls ekki ef hugmyndin er að spila meira út frá öftustu línu.

  Það er fínt að losna við Matip hvað meiðsli varðar en Liverpool þarf að bæta við sig öðrum miðverði sem er í svipuðum klassa og Matip, Gomez og Konate, helst örfættum. Takist það kveðjum við væntanlega einn miðvörð til viðbótar í staðin. Annar möguleiki væri að fá inn ungan miðvörð sem verður partur af fimm manna hópi þetta tímabil en hugsaður sem lykilmaður til framtíðar.

  Matip er farinn og þar losnar um launapakka byrjunarliðsmanns, van den Berg fer líklega líka í sumar fyrir €15-25m og Phillips hlítur að fara af launaskrá líka. PSG er orðað við Konate sem væri kannski ekki svo ólíklegt?

  Skoðum aðeins markaðinn fyrir miðverði – þetta er brainstorm af helstu valkostum í þessa stöðu. Sumir þeirra passa mögulega vel fyrir sitt lið en alls ekki Liverpool.

  A – Fyrir miðverði sem Liverpool ætti að eiga raunhæfa möguleika á og mögulega vilja.

  B – Fyrir leikmenn sem Liverpool ætti að eiga möguleika á en eru ólíklegir til að reyna við

  C – Spennandi leikmenn hjá liðum sem Liverpool er líklega ekki að fara kaupa af.

  Það virka mikið fleiri möguleikar í boði núna en þegar við vorum að velta sömu stöðu fyrir okkur áður en Liverpool keypti Konaté. Þeir sem auðveldast er að sjá fyrir sér á lista Liverpool eru menn eins og Pacho (Frankfurt), Inácio (Sporting) og Hincapé (Leverkusen) sem allir eru örfættir miðverðir sem eru góðir á boltann og á mjög góðum aldri. Hancko (Feyenoord) mögulega líka, ekki jafn spennandi og hinir en þekkir Slot mjög vel auðvitað.

  Yoro (Lille) hefur verið orðaður við öll stórlið undanfarið og er líklega það mikið efni að Liverpool myndi klára kaup á honum ef tækifæri gefst þó hann sé enn aðeins 18 ára og réttfættur. Þetta er það mikið efni. Scalvini (Atalanta) var gríðarlega öflugur  gegn Liverpool og Lukeba (Leipzig) væri ekki fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool kaupir frá Red Bull.

  Eins eru nokkrir kostir í ensku deildinni, Guéhi fer líklega í stærra lið fljótlega, Murillo er örfættur miðvörður á góðum aldri með eitt ár í EPL að baki. Báðir miðverðir Fulham gætu farið hærra og Hughes þekkir auðvitað Kelly vel hjá Bournemouth.

  Efstir á listanum væru samt líklega Colwill og Brantwaite sem báðir eru hjá liðum sem líklega færu frekar á hausinn en að selja sína lykilmenn til Liverpool. Colwill er reyndar aðeins orðaður við Liverpool og það er slúðrað um að Chelsea þurfi að selja uppalda leikmenn til að rétta bókhaldið hjá sér en þetta er ekki að fara gerast. Eins er Colwill ekkert endilega betri en Quansah. Ef að Chelsea þarf að selja leikmenn í sumar eru þeir svosem með fleiri leikmenn sem væri áhugavert að skoða. Verst að þeir eru flestir með lífstíðarsamninga hjá þeim.

  Liverpool hefur óþægilega oft farið inn í tímabil með allt of þunnan/brothættan hóp í þessari stöðu og læra rosalega seint af fyrri mistökum. Það þarf klárlega einn afgerandi örfættan miðvörð og helst annan til sem gæti þá leyst stöðu bakvarðar einnig, svona Aké/Gvardiol tegund af miðverði.

  Ef ekkert verður bætt við í þessari stöðu í sumar blasir við að nýtt teymi hefur ekkert lært.

  Varnartengiliður

  Liverpool reyndi að kaupa varnartengilið fyrir €110m í fyrra og ungling á €50-60m undir lok síðasta sumars. Enduðu í staðin á 30 ára Japana fyrir 1/5 af þeirri fjárhæð sem stóð sig betur en þeir báðir til samans síðasta vetur. Engu að síður er tilfinningin ennþá að Liverpool þarf að kaupa sinn Rice eða Rodri. Eða réttara sagt þá vantar Liverpool nýjan Fabinho.

  Nýr varnartengiliður þarf að vera betri en Bajcetic, ekki miðað við síðasta tímabil heldur það sem félagið sér sem þakið hjá honum. Ef að hann verður áfram jafn afgerandi partur af leikmannahópi Liverpool og hann var undir stjórn Klopp er erfitt að sjá fyrir sér leikmannakaup sem hindra hans endurkomu. Tyler Morton er annar sem mögulega sér fyrir sér nýtt tækifæri hjá Liverpool. Hann er kominn með tvö góð Championship tímabil og var fyrirliði Liverpool upp yngri flokkana.

  Eins er séns að Liverpool meti núverandi hóp nógu breiðan til að leysa þessa stöðu og haldi áfram að spila áttum sem sexum. Skoðum markaðinn

  Mikilvægi þessara leikmanna virðist vera mun betur metið núna en áður og ekki margir augljósir valkostir í boði. Það er erfitt að sjá Tchouméni, Rice eða Rodri tegund af leikmanni sem gæti komið inn í Liverpool liðið og bundið það mikið betur saman. En njósnarateymi félagsins og traust þeirra á tölfræði getur vonandi greint hentugan leikmann sem hefur þak til þess að verða slíkur leikmaður.

  Bajcetic gæti vel verið einmitt þessi leikmaður og ef félagið metur stöðuna þannig sjáum við Endo líklega áfram í stóru hlutverki sem og Mac Allister eða Jones aftast á miðjunni og móti honum. Það vantar ekki breiddina í núverandi hóp en það vantar gæðin sem alvöru sérhæfður varnartengiliður gefur sóknarsinnuðu liði eins og Liverpool.

  Helstu möguleikar Liverpool á varnartengiliðum eru leikmenn sem gætu tekið stórt skref uppávið fljótlega, ekki Declan Rice tegund eða Caicedo sem kemur tilbúinn.

  Varela hjá Porto er samherji Mac Allister hjá landsliðinu og var góður hjá Porto í vetur eftir að hafa komið fyrir síðasta tímabil frá Boca. Zubimendi hefur verið góður hjá sterku liði Soceidad og gæti eins og Ugarte frá PSG komið inn sem nokkurnvegin tilbúnir leikmenn.

  André er ennþá hjá Fluminese og Baleba hjá Brighton er spáð mjög bjartri framtíð, eru þeir betri en Bajcetic verður?  Éderson hjá Atalanta og Wharton hjá Palace hafa verið frábærir í vetur en eru kannski nær því að vera Mac Allister tegund af varnartengiliði en Fabinho.

  Kamara hjá Aston Villa væri kannski hvað helst spennandi af þessum lista en mjög líklega ekki að fara frá Villa í sumar.

  Doucoure hjá Palace var meiddur allt tímabilið, Onana hjá Everton væri klárlega í umræðunni ef hann væri ekki einmitt hjá Everton. Chelsea er með a.m.k. þrjá unga og mjög efnilega varnartegiliði.

  Með því að skoða markaðinn finnst mér ekkert endilega líklegt að Liverpool kaupi nýjan Fabinho í sumar, reyni frekar að búa hann til innanfrá.

  Framherjar

  Liverpool þarf klárlega ekki fleiri sóknarmenn en mögulega vill félagið aðra sóknarmenn. Þrétt fyrir pirrandi tímabil er ljóst að Arne Slot fær gríðarlega sterkan hóp sóknarmanna sem ætti að vera hægt að stórbæta. Þeir eiga allir töluvert mikið inni.

  Vinstri vængurinn er mjög vel skipaður og ólíklegt að keypt verði fleiri í þá stöðu. Diaz ætti að henta Slot mjög vel en eins er vel hægt að sjá fyrir sér Gakpo, Nunez eða Jota á vinstri vængnum. Kadie Gordon er líka bestur á vinstri vængnum. Ef Liverpool kaupir leikmann væri það líklega striker eða framtíðar arftaki Salah á hægri vængnum.

  Það er nóg af spennandi leikmönnum á þessum markaði

  Bakayoko frá PSV gæti verið gríðarlega spennandi valkostur sem hentar Slot mjög vel. Olise frá Palace er klárlega að fara í stærra lið og mögulega er Kudus líka að fara í eitthvað stærra. Dani Olmo hjá Leipzig er líka sterklega orðaður við brottför í sumar. Enginn af þeim er samt líklega spenntur fyrir því að keppa við Salah um stöðuna heilt tímabil.

  Ferguson hjá Brighton átti þungt tímabil sem gerir hann líklega bara meira spennandi fyrir FSG. Hann gæti verið nían sem Liverpool er líklegra til að vilja og nota undir stjórn Slot (frekar en fölsk nía sem við þekkjum frá tíma Klopp).

  Sesko, Györkeres, Giminez gætu alveg verið á listanum ef Slot vill níu sem hann treystir betur en Nunez, Gakpo eða Jota. Boniface eða Osimhen væru meira spennandi og ólíklegri ef svo væri.

  Líklega gerir Liverpool ekki neitt í sóknarlínunni. Vonandi getur Slot bætt núverandi hóp og eins þarf að hafa í huga að félagið sér fyrir sér að einhver af Doak, Gordon eða Danns banki á dyrnar á næstu árum. Doak kom sem dæmi inná sem varamaður í fyrsta leik síðasta tímabils, fyrir Salah.

  Þegar Slot var kynntur var eitt af því sem honum var helst ætlað að gera var að vinna með og bæta leikmenn eins og Nunez. Salah er svo gott sem búinn að staðfesta að hann verði áfram. Diaz fjölskyldan hefur eitthvað pissað utan í Barcelona en þeir hafa líklega ekkert efni á honum frá Liverpool. Jota er ekki beint söluvæn varna með sína meiðslasögu og Slot þekkir Gakpo vel. Ef einhver af þeim fer í sumar breytir það sumrinu töluvert á leikmannamarkaðnum.

  Bakverðir

  Örfættur miðvörður og miðvörður sem getur leyst stöðu bakvarðar vinstra megin er líklegra en að Liverpool kaupi næsta arftaka Andy Robertson. Markaðurinn er ekkert rosalega spennandi heldur. Hægra megin er Liverpool mjög vel sett á pappír a.m.k.

  Kerkez sem Hughes keypti til Bournemouth gæti verið nokkuð spennandi reyndar. Ait-Nouri hjá Wolves gæti eins spilað á hærra leveli. Dest var frábær hjá PSV í vetur á láni frá Barcelona. Robinson hjá Fulham hefur verið góður undanfarin tvö tímabil en er líklega orðin of gamall til að koma til greina.

  Hvað segið þið? Er Liverpool að fara gera meira en við höldum eða lítið sem ekki neitt?

   

   

   

  [...]
 • Gullkastið – Arne Slot og þjálfarakapall

  Tókum aðeins snúning á því hvað Arne Slot hefur verið að gera undanfarin ár, hvaða áhrif hann hafði á Feyenoord og hvernig núverandi hópur Liverpool gæti hentað hans hugmyndafræði. Eins tókum við snúning á slúðrinu en öfugt við stundum áður á þessum árstíma er töluvert meira slúður tengt þjálfaramarkaðnum en leikmannamarkaðnum og nokkuð fróðlegar vikur í vændum hvað stjórastöðu nokkurra stórra liða varðar.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

  MP3: Þáttur 476

  Hópurinn sem Slot fær hjá Liverpool

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close