Latest stories

  • Gullkastið – Milljarðaliðið lagt

    Arne Slot er ennþá að sanna sig í hlutverki stjóra Liverpool enda að stíga í risastór fótspor Jurgen Klopp. Leikur helgarinnar var töluvert blásinn upp sem fyrsta alvöru stóra prófið á hann sem stjóri Liverpool jafnvel þrátt fyrir að hann þriðji leikir hafi varið á Old Trafford, fynda við það er reyndar að hann hefur talað þannig sjálfur. Niðurstaðan var góður sigur á þessu sterka milljarðaliði Chel$ski með fullt af jákvæðum punktum án þess að þessi sigur hafi svarað öllum spurningum eða gert út um allar efasemdir. Enda þegar öllu er á botninn hvolft bara einn leikur.

    Skoðum hann betur og umferðina almennt á Englandi. Ögurverk liðið er á sínum stað og klárað að fylla upp í verstu leikmannakapin að þessu sinni, hver leiðir frammlínuna? Prófin þyngjast svo bara í framhaldinu hjá okkar mönnum, Leipzig úti í Austur-Þýskalandi og svo Arsenal úti í London. Eftir það er svo Brighton úti í deildarbikar þannig að framundan eru þrír þungir útileikir á viku.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 492

  • Liverpool 2-1 Chelsea

    Mörkin

    1-0 Salah (29. mín)

    1-1 Jackson (48.mín)

    2-1 Jones (51.mín)

    Hvað réði úrslitum?

    Maður dæmdi margt til tjóns

    mjög þar óð hann reykinn

    Kom að jaxlinn Curtis Jones

    kláraði svo leikinn

    (HBJ)

    Enn og aftur, fjölþættar ástæður fyrir frábærum, torsóttum sigri. Sterkur varnarleikur, þétt miðja sem er líka skapandi og ógnandi, ógnandi sóknarmenn. Gott og vel skipulagt leikplan Arne Slot og félaga og góð leikstjórn. Chelsea var með 0.88 xG, við fengum ekki eins mikið af færum á okkur og oft áður. Hinn nýbakaði faðir, Curtis Jones tekur fyrirsagnirnar í dag, algjörlega frábær, fjölmargir aðrir sem stóðu mjög góða vakt líka. Chelsea eru að koma til baka í toppbaráttuna og svei mér þá ef þetta furðuverk í stjórnun þess félags sé ekki að skila sér smátt og smátt.

    Hvað þýða úrslitin

    Top of the league! City hirti ósanngjörn þrjú stig í dag, Arsenal tapaði í gær, það er bara meiri meistarabragur á okkar liði en keppinautunum. Allt of snemmt að segja það auðvitað en það er meiri agi, meiri leiðindi, meiri skynsemi, sigurstranglegri taktur í þessu liði núna heldur en oft undir stjórn Klopp. Og best að tala ekkert um hversu vel við sleppum við meiðsli núna. Hvort það sé heppni eða íþróttavísindadeildinni að þakka veit ég ekkert um. En prógrammið fram undan er hrikalegt.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Jota meiddist, óljóst hversu illa. Náðum ekki að losa þá frá okkur allan leikinn.

    Næsta verkefni

    Rosalegt prógram framundan. Næsti leikur er í Meistaradeildinni á miðvikudaginn, gegn Jurgen Klopp og félögum í Red Bull Leipzig. Síðan Arsenal þar á eftir.

    Þar til næst

    YNWA

  • Liðið gegn Chelsea (leikþráður)

    Þá er liðið komið:

    Kemur lítið á óvart. Diaz, Nunez og MacAllister á bekknum, eflaust bara nýlentir.

    Chelsea stillir upp sterku liði, fátt óvænt þar:

    Sanchez

    Malo Gusto – Colwill – Adarabioyo – Reece James

    Caicedo – Lavia

    Sancho – Palmer – Madueke

    Jackson.

    Koma svo, skemmtum okkur í dag!

  • Stelpurnar fá Palace í heimsókn

    Það er tvöfaldur leikdagur í dag, og í báðum tilfellum eru liðin okkar að spila á heimavelli gegn liðum frá Lundúnum. Strákarnir okkar taka á móti Chelsea kl. 15:30 á Anfield (sjá upphitunina frá Eyþóri síðan í gærkvöld), en í millitíðinni ætla stelpurnar okkar að mæta á St. Helens völlinn kl. 13:00 og mæta þar Crystal Palace.

    Það er enginn óskapa munur á þessum tveim liðum í töflunni, enda skammt liðið á tímabilið. Okkar konur með 5 stig í 5. sæti, en Palace í 8. sæti með 3 stig. Þessi 3 stig fengu þær með sigri á Leicester, en hafa tapað hinum 3 leikjunum gegn Spurs, Chelsea og Brighton. Við munum mæta tveim “góðkunningjum” Liverpool í þessum leik, því með þeim spilar núna Katie nokkur Stengel – sem var jú aðalmarkaskorari Liverpool þar til Sophie Roman Haug kom til sögunnar – og hins vegar er innan þeirra herbúða Annabel Blanchard sem er uppalin í akademíu Liverpool í sama árgangi og Missy Bo Kearns. Hún náði held ég aldrei að spila fyrir aðallið Liverpool á sínum tíma. Hún skoraði bæði mörk Palace í sigurleiknum gegn Leicester, og er því orðin einn mikilvægasti leikmaður Lundúnaliðsins.

    Okkar konur mæta aftur svolítið lemstraðar inn í þennan leik. Enn og aftur er aðeins einn heill markmaður í hópnum, en í leiknum gegn City um síðustu helgi var greinilega búið að undirbúa að Yana Daniels gæti komið inn í markið þar sem það var markmannstreyja með hennar nafni tilbúin og var dregin fram þegar Laws meiddist seint í leiknum. Nú svo þurfti Sophie Roman Haug sömuleiðis að meiðast eitthvað og verður frá í dag, rétt eins og nafna hennar Lundgaard. Á hinn bóginn er Ceri Holland mætt til baka og byrjar á bekk, rétt eins og Grace Fisk sem var líklega besti varnarmaður liðsins á síðasta tímabili. Gott að sjá þær tvær aftur. Jafnframt er Olivia Smith leikfær og byrjar, og er það vel.

    En svona ætlar Matt Beard að stilla upp:

    Laws

    Matthews – Bonner – Evans

    Parry – Nagano – Höbinger – Hinds

    Smith – Enderby – Kapocs

    Bekkur: Daniels, Fahey, Fisk, Silcock, Clark, Holland, Duffy, Kiernan

    Maddy Duffy er annan leikinn í röð á bekk, ólíklegt svosem að henni verði hent út í djúpu laugina, en gaman að sjá akademíuleikmenn á skýrslu engu að síður.

    Leikurinn verður sýndur á Youtube eins og venjulega.

    Krækjum nú í 3 stig (og 6 stig í dag takk!).

    KOMA SVO!!!!!

  • Chelsea á sunnudag (upphitun)

    Þá er þessu frábæra landsleikjahléi lokið og alvaran tekin við. Verkefnið er stórt í þetta skiptið, þau eru það alltaf þegar Chelsea kemur í heimsókn. Í þetta skiptið koma gestirnir í talsvert betra formi en þeir hafa gert undanfarin misseri. Annars er alveg merkileg umræðan í kringum þetta Chelsea lið, þeir ná að tengja saman nokkra sigra og menn tala um þá eins og spútnik lið en ekki eins og lið sem hefur eytt tæpum einum og hálfum MILLJARÐI punda í leikmenn á síðustu 2 árum eða svo.

    Herlegheitin hefjast kl. 15:30 og við minnum á gullkastið frá því fyrr í vikunni þegar Einar, Maggi og Sigursteinn hituðu m.a. upp fyrir þessa veislu.

    (more…)

  • Gullkastið – Þyngra prógramm

    Enski boltinn fer að rúlla aftur um helgina, Chelsea bíður okkar mönnum á Anfield á sunnudaginn. Hitum upp fyrir það, skoðum hvaða áhrif innkoma Slot hefur á mismunandi leikmenn liðsins og stöður á vellinum. Bætum vængmanni við Ögurverk liðið og hitum upp fyrir helgina.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 491

  • City mæta á Anfield

    Opinber liðsmynd fyrir tímabilið 2024-2025

    Jújú börnin mín, þó það sé landsleikjahlé, þá verður samt spilað á Anfield sunnudaginn 13. október, og andstæðingarnir verða Manchester City. Það verða stelpurnar okkar sem mæta þeim í fyrsta leiknum á Anfield á þessari leiktíð, en ekki þeim síðasta því það hefur verið tilkynnt að leikirnir verði þrír í heildina: fyrir utan þennan þá spilar liðið gegn United og Everton. Hingað til hefur kvennaliðið eingöngu spilað einn leik á tímabili á Anfield – og þá eingöngu þegar liðið var í efstu deild – og alltaf gegn Everton hingað til. Það er því verið að brjóta blað með þessum leik.

    Annað blað sem vel mætti brjóta er að liðið á enn eftir að vinna á Anfield og reyndar hefur liðið ekki enn skorað (eða jú, Missy Bo skoraði gegn Everton á síðasta tímabili, en markið var ranglega dæmt af vegna meintrar rangstöðu). Það væri alveg tilvalið ef stelpunum okkar tekst að afnema þá hefð. Það hefur lítið verið gefið uppi um miðasölu á leikinn, síðustu tveir leikir á Anfield voru með 20 – 30 þúsund áhorfendur, en kannski ekki skrýtið ef það mæta eitthvað færri áhorfendur í þetta skiptið.

    Liðin koma inn í leikinn á ansi misjöfnum stað hvað varðar leikjaálag og stöðuna á hópnum. City voru að spila í meistaradeildinni í miðri viku og gerðu sér lítið fyrir og unnu Barcelona 2-0 á heimavelli. Það má alveg biðja um að það sitji smá þreyta í þeim eftir þann leik, en því miður er það stutt liðið af tímabilinu að líklega er engin þreyta farin að hreiðra um sig hjá leikmönnum, þrátt fyrir fleiri en einn leik í viku. Nú þar fyrir utan þá eru City konur í 2. sæti deildarinnar með 7 stig eftir 3 leiki. Okkar konur koma hins vegar inn í leikinn í 5. sæti deildarinnar (í augnablikinu) með 5 stig eftir að hafa unnið Spurs 2-3 á útivelli fyrir viku síðan, þar var um ákveðinn Phyrrusar sigur að ræða þar sem Sofie Lundgaard sleit krossbönd eftir hálftíma leik og verður þar með líklega frá út tímabilið. Þar sem Ceri Holland gat ekki spilað þann leik vegna meiðsla og er enn frá, þá verður miðjan með alþynnsta lagi í þessum leik. Reyndar er það svo að Fuka Nagano og Marie Höbinger eru einu “senior” miðjumennirnir sem eru heilir og leikfærir. Matt Beard er reyndar búinn að kalla Maddy Duffy úr unglingaliðinu inn í hópinn, og ekki ólíklegt að við sjáum hana á bekk, en undirritaður ætlar að veðja á að það verði farið í 3-4-3 í ljósi stöðunnar. En það kemur allt í ljós á morgun kl. 13, og þá uppfærum við færsluna með liðsuppstillingunni.

    Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og það lítur allt út fyrir að hann verði sýndur á YouTube.

    Það er erfitt að spá fyrir um úrslit leiksins. Okkar konur voru í vandræðum með City á síðustu leiktíð – þetta var reyndar eina “stórliðið” sem stelpurnar okkar unnu aldrei á þeirri leiktíð því þeim tókst að skella öllum hinum liðunum (Chelsea, Arsenal, United) á einhverjum tímapunkti. Þar fyrir utan þá hjálpa meiðslavandræðin á miðjunni alls ekki. En spáum því að þetta endi með 1-1 jafntefli þar sem Olivia Smith skorar mark okkar kvenna (Andrew Beasley hefur aðeins skrifað um tölfræðina hjá henni í fyrstu þrem leikjunum og spáir að hún eigi eftir að ná langt).


    UPPFÆRT: svona er stillt upp, og jújú þetta lítur út fyrir að vera 3-4-3 þó það eigi eftir að koma í ljós hvernig Höbinger gangi að vera í tvöföldu sexunni við hlið Nagano:

    Laws

    Clark – Bonner – Matthews

    Parry – Höbinger – Nagano – Hinds

    Smith – Roman Haug – Kapocs

    Bekkur: Evans, Fahey, Silcock, Matthews, Duffy, Enderby, Kiernan

    Aftur er enginn markvörður á bekk, Teagan Micah greinilega ekki enn orðin leikfær. Þá verður Matt Beard ekki heldur á hliðarlínunni þar sem hann krækti sér í einhverja flensu, svo það verða Amber Whiteley og Scott Rogers sem stýra liðinu í dag. Þau verða nú samt örugglega með Beard í beinni.

    Engin Vivianne Miedema í hóp hjá City, en ógnarsterkt lið engu að síður hjá þeim; fyrrum púlarar Alex Greenwood (í byrjunarliði) og Laura Coombs (á bekk) og svo fullt af öðrum öflugum leikmönnum, en okkur er í sjálfu sér drullusama um hverjir andstæðingarnir eru, við viljum bara ná í sem best úrslit.

    KOMA SVO!!!

  • KOP Penni gefur út bók

    Kæru lesendur Kop.is

    Ég er búin að vera að dreyma um að skrifa þennan litla pistil árum saman. Mögulega síðan áður en ég byrjaði yfir höfuð að skrifa hér.

    Síðan ég var krakki, ég meina svo ungur að ég man ekki eftir öðru, hef ég stefnt að því að skrifa bók. Þegar ég byrjaði að skrifa um íþróttir um 2016 (þá fyrir FH og handboltasíðuna sálugu Fimmeinn.is og síðar .net og Kop.is) var ég með það á bakvið eyrað að ég væri að reyna að brýna pennann fyrir skáldskaparskrif og núna er fyrsta bókin tilbúin.

    Síðasti Bóksalinn gerist í óræðri framtíð í Reykjavík, þar sem stofnanir eru grotnar niður, vafasamir aðilar fara með raunverulegt vald og einn gamall maður reynir að halda bókabúðinni sinni opinni. Á fögrum sumardegi stefnir í að allt sjóði yfir í bænum og Mikael þarf að finna lausnir, þegar valdameiri menn ákveða að gera hann að peði.

    Ég ákvað að gefa bókina út sjálfur. Það er bæði að gaman og gefandi að standa í öllu því sem tengist útgáfunni, en það erfiðasta er að standa skil af prentkostnaði. Til að gera bókina að veruleika hef ég sett af stað Karolina Fund söfnun, þar sem hægt er að tryggja sér eintak af bókinni, auk þess sem öllum áheitum fylgir auka verðlaun af ýmsum toga.

    Til þess að þetta verkefni verði að veruleika þarf söfnuninn að heppnast, enda er Karolina Fund allt eða ekkert dæmi. Ég vona að þið sýnið mér það traust að heita á verkefnið, inn á Karolina Fund má heyra fyrstu tvo kaflana lesna af mér og í næstu viku mun ég taka upp næstu tvo kafla og senda á þá sem hafa heitið á verkefnið.

    Hlekkur á verkefnið

    Með fyrirfram þökkum fyrir stuðinginn.

    YNWA
    -Ingimar Bjarni Sverrisson

  • Klopp í nýja vinnu og Alisson meiddur

    Eftirsóttasti þjálfari í heimi var í dag tilkynntur sem yfirmaður knattspurnumála hjá Red Bull samsteypunni þar sem hann hefur störf strax eftir áramót. Hann er ekki að fara á hliðarlínuna hjá þessum liðum heldur meira í gamla starfið hans Gerard Houllier og Ralf Ragnick.

    Þetta þarf nú kannski ekki að koma svo ýkja mikið á óvart. Klopp er þarna augljóslega ekki að fara í sama álag og hann hefur unnið í undanfarin 25 ár en engu að síður að vinna í fótboltanum og sér þarna tækifæri til að deila sinni reynslu til annarra stjóra sem og að læra eitthvað nýtt sjálfur.

    Red Bull samsteypan þarf ekki heldur að koma á óvart, fyrir það fyrsta getur hann þá auðvitað verið búsettur í Þýskalandi, þeirra hugmyndafræði er keimlík þeim fótbolta sem Klopp stendur fyrir og í tíð Klopp hafa alla jafna verið töluverð samskipti við Red Bull. Núverandi stjórar hjá Red Bull liðunum þekkja einnig flestir Klopp mjög vel

    Samhliða þessari tilkynningu var sagt að Klopp væri með skýrt ákvæði í samningi að hann má taka við Þýska landsliðinu losni sú staða og óskað verði eftir hans kröfum. M.ö.o. þetta starf hjá Leipzig virkar eins og biðleikur þar til Nagelsmann hættir með landsliðið og Klopp nennir að hella sér aftir af aðeins meiri alvöru í þjálfun aftur.

    Eigum við ekki að segja að þetta sé nokkuð hlutlaust næsta skerf hvað Liverpool varðar, skárra en ef hann væri að taka við liði sem stjóri og færi að mæta Liverpool þannig. Þó Liverpool eigi vissulega Leipzig í næsta leik í Meistaradeildinni. Hinsvegar eru stuðningsmenn Dortmund allt annað en ánægðir og líklega á það við um þýska stuðningsmenn almenn, Red Bull liðin eru alls ekki vinsæl í Þýskalandi líkt og við höfum farið yfir áður. Hvað okkur varðar er þetta klárlega skárra en ef þetta væri sama starf hjá City Group þó Red Bull sé fyrir Þýskum ekki ósvipað “ævintýri”

    Alisson meiddur

    Auðvitað fór það svo með Alisson eins og við óttuðumst, hann er frá í 6 vikur og verður ekkert með í gríðarlega þungu leikjaálagi milli næsti landsleikjapása. Þetta er einmitt ástæða þess að Liverpool keypti annan heimsklassa markmann í sumar og hefur ekki viljað selja Kelleher. Það reynir heldur betur á hann næstu vikur og ekki í boði að vera veikur líkt og í síðasta leik!

    Alisson er fáránlega mikið meiddur m.v. stöðu sem hann spilar og er að missa af 1/4 af of mörgum tímabilum sem er svo sorglega mikil synd. Bara síðasta vetur missti hann af 18 leikjum. Þegar Adrian var að spila og klúðra t.d. fyrir okkur Meistaradeildinni vantaði bæði Alisson og Kelleher.

    Það er svosem ágætt að inni í þessum tíma eru tvö landsleikjahlé en á 21 degi missir hann af þessum leikjum Chelsea, RB Leipzig, Arsenal, Brighton (x2), Bayer Leverkusen, og Aston Villa.

    Þetta er bara rándýrt helvíti.

  • Gullkastið – Útisigur í London

    Liverpool er áfram á toppi Úrvalsdeildarinnar eftir ágætan útisigur á Selhurst Park í London og verður næstu vikur enda deildin komin í aðra pásu tímabilsins vegna landsleikja. Fréttir af samningsmálum leikmanna Liverpool, Ögverk liðið og hörku umferð að baki í enska boltanum.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 490

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close