Latest stories

  • Milan 1-3 Liverpool

    Arne Slot stýrði Liverpool í fyrsta skiptið í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið heimsótti AC Milan. Slot og leikmenn liðsins höfðu talað um að þurfa að sýna rétt svar við slæmu tapi gegn Nottingham Forest um síðastliðna helgi og tókst það heldur betur með mjög flottri frammistöðu og góðum 3-1 sigri á Milan.

    Það voru tvær breytingar gerðar á byrjunarliðinu frá því um helgina en það voru þeir Tsimikas og Gakpo sem komu inn fyrir Robertson og Diaz. Báðir áttu nú heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum.

    Hvað gerðist marktækt í leiknum?
    Leikurinn byrjaði nú ekki vel þegar Liverpool var strax lent undir á þriðju mínútu leiks eftir mjög kjánalegan varnarleik hjá Tsimikas sem skildi vörnina eftir mjög illa setta og Christian Pulisic skoraði með góðu skoti. Í fyrstu virtist koma smá svona ónota tilfinning í liðið en nokkrum mínútum seinna náðu þeir sér niður á jörðina og tóku öll völd á leiknum.

    Liverpool átti fín færi og Salah til að mynda átti tvö skot í tréverkið úr fínum færum en Liverpool jafnaði svo metin þegar Trent átti fyrirgjöf eftir aukaspyrnu sem fór á kollinn á Konate sem var örugglega kominn einhverja tíu metra upp í loftið og stangaði boltann af krafti í netið. Flott mark hjá honum og vonandi munum við sjá þetta reglulega hjá honum í vetur. Það var svo svipuð uppskrift af markinu sem kom Liverpool yfir en þá átti Tsimikas góða hornspyrnu á VVD sem sömuleiðis skoraði með kröftugum skalla.

    Áfram hélt Liverpool stjórninni og gerði AC Milan eiginlega neitt að viti fram á við eftir að þeir lentu undir og Liverpool meira en minna bara stýrðu hraðanum á leiknum og umferðinni. Milan reyndi að sækja aðeins á bakvið þá og svona en gerðu í raun ekkert sem Liverpool réði ekki nokkuð þægilega við.

    Það var svo Szoboszlai sem innsiglaði sigurinn í seinni hálfleik með flottu marki eftir frábæran undirbúning Gakpo sem var óstöðvandi í leiknum.

    Bestu menn leiksins
    Það voru ekki margir leikmenn Liverpool sem voru ekki að eiga fínan leik. Tsimikas gerði sig sekann í marki Milan og var úti á þekju en bætti það upp með stoðsendingunni og átti heilt yfir mjög fínan leik. Trent lagði upp en fannst fara töluvert minna fyrir honum heilt yfir þar sem uppleggið fór rosa mikið upp í gegnum þá Tsimikas og Gakpo.

    Mac Allister átti flottan leik á miðjunni og þeir Konate og Van Dijk voru frábærir, ég er ekki viss um að þeir hafi þurft að svitna mikið í þessum leik. Það sem þeir þurftu að gera gerðu þeir bara svo rosalega vel og auðveldlega. Salah átti nokkrar fínar rispur og óheppinn að skora allavega ekki eitt mark. Szoboszlai var stanslaust að og skoraði gott mark en lengi vel fannst mér hann pínu ekki í takti en margar jákvæðar rispur.

    Þeir sem ég tel hafa staðið hvað mest upp úr voru þeir Gravenberch og Gakpo. Gravenberch heldur áfram að vera frábær í þessu miðjumannshlutverki sem hann spilar í vetur og Gakpo byrjaði sinn fyrsta leik og var hreint út sagt frábær, einn af hans betri overall leikjum held ég hjá Liverpool í langan tíma. Gravenberch, Gakpo eða Van Dijk – held við getum hent verðlaunum á einn af þeim og ég verð bara sáttur.

    Hvað hefði betur mátt fara?
    Liverpool hefði getað skorað fleiri og svo sem kjánalegt mark að fá á sig svo fyrir utan það þá var í raun ekkert mikið út á þennan leik að setja. Fínar sóknir og vörðust vel. Ég nenni allavega ekki að reyna að týna bara einhver atriði til að reyna að finna neikvæðan vinkil á þetta – æ jú, segjum bara að við fengum alltof fáar mínútur af Chiesa á vellinum!

    Næsta verkefni?
    Næsti leikur er heimaleikur við Bournemouth um næstu helgi og svo bikarleikur gegn West Ham í miðri viku eftir það. Við viljum klárlega sjá meira svona í þeim leikjum heldur en það sem við sáum gegn Nottingham Forest takk!

  • Liðið gegn AC Milan – fyrsta rótering Slot

    Meistaradeildin hefst aftur innan skamms eftir árs pásu hjá Liverpool og er nú með nýju uppleggi og hefur Liverpool leik á San Siro og mætir AC Milan.

    Arne Slot hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá því í tapleiknum gegn Nottingham Forest um helgina.

    Alisson

    Trent – Konate – Van Dijk – Tsimikas

    Szoboszlai – Gravenberch – Mac Allister

    Salah – Jota – Gakpo

    Bekkurinn: Kelleher, Jaros, Gomez, Endo, Diaz, Nunez, Chiesa, Jones, Robertson, Quansah, Morton, Bradley.

    Tsimikas kemur inn fyrir Robertson og Gakpo fyrir Luis Diaz. Þá er Chiesa í fyrsta skiptið í leikmannahópi Liverpool síðan hann gekk nokkuð óvænt til liðs við Liverpool í lok sumargluggans.

    Sjáum hvernig Liverpool tekst eða tekst ekki að svara fyrir svekkjandi úrslit um síðastliðna helgi.

  • Gullkastið – Skítur Skeður

    Liverpool tók þessa líka hvellskituna í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og sparkaði öllum jákvæðum straumum eftir byrjun tímabilsins langt út á haf. Afleit byrjun á rosalegu leikaprógrammi fram að næsta landsleikjaglugga. Lið sem ætlar sér eitthvað í Úrvalsdeildinni má hreinlega ekki tapa fyrir Forest heima, það er ekki í boði.
    AC Milan bíður næst á San Siro og svo er það Bournemouth úti um helgina.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 486

  • AC Milan – Liverpool

    AC Milan í Meistaradeildinni? Já takk, ég er til í það.

    (ATH: Gullkast þáttur vikunnar er hér fyrir neðan)

    Eftir árshlé frá Meistaradeildinni eru okkar menn komnir aftur þangað og það er bara einfaldlega risaslagur framundan. AC Milan eru hluti af Evrópuelítunni rétt eins og Liverppol FC. En áður en við byrjum þá er ágætt að lesa þessa frábæru upphitun Einars frá 2021 þar sem hann fer rækilega í sögu félagsins, héraðsins og borgarinnar Mílanó. Því tek ég annan pól í hæðina í þessari upphitun. Mig langar að kynnast aðeins liði AC Milan í dag.

    Þeir eru, eins og liðin á Englandi, búnir að spila fjóra leiki í Serie A. Þeir voru án sigurs í fyrstu þremur en öfugt við Liverpool rústuðu þeir fjórða leiknum sínum, Íslendingaliðið Venezia (ég veit reyndar ekkert hvort einhverjir Íslendingar séu eftir þar) var fórnarlambið í 4-0 sigri AC Milan.

    Byrjunarliðið þeirra er nokkuð sterkt. Í markinu stendur franski landsliðsmarkvörðurinn Mike Maignan. Klárlega mjög sterkur markvörður sem getur skipt sköpum í svona leikjum. Varnarlínan verður líklega Emerson Royal sem hægri bakvörður, Tomori og Pavlovic miðverðir og Theo Hernandez vinstri bakvörður. Royal og Hernandez ættu flestir að kannast við, frá Tottenham og franska landsliðinu og engir aukvisar þar á ferð. Oluwafikayomi Oluwadamilola “Fikayo” Tomori er 26 ára gamall enskur miðvörður sem kom frá Chelsea en hefur lítið spilað fyrir þá en verið mest á láni. Hann á þó fimm landsleiki fyrir England. Serbinn Strahinja Pavlovic er með honum í hjarta varnarinnar. Sá er 1,94 á hæð, best að vera ekkert að senda Jota í skallabolta gegn honum. Hann er serbneskur landsliðsmaður, 23 ára sem á samt 40 landsleiki. Það er alveg þokkalega efnilegur varnarmaður.

    Miðjan verður væntanlega skipuð Loftus Cheek, Fofana og Reijnders. Loftus Cheek er svo annar Chelsea leikmaðurinn sem er hjá AC Milan. Hann á 10 landsleiki, er 28 ára, hefur ekki náð neinum gríðarlegum landsliðsferli með Englendingum og er líklega ekki nógu góður til að fá 15 ára samning hjá Chelsea. Fofana er 25 ára franskur landsliðsmaður sem kom frá Mónakó fyrir nákvæmlega mánuði síðan og loks er Hollendingurinn Tijjani Reijnders, sem sló bara þokkalega í gegn á EM í sumar þarna líka. Hann var sterklega orðaður við Liverpool eftir EM og það er ekki ólíklegt að okkar menn reyni við hann næsta sumar. Þetta er bara ágætis miðja, kannski helst að Loftus Cheek sé veikleiki.

    Sóknarlínan samanstendur svo af Rafael Leao, Tammy Abraham og Cristian Pulisic. Leao þarf vart að kynna, hann var mjög góður með Portúgal í sumar og hefur vakið töluverða athygli, er öskufljótur og leikinn með boltann og hefur líka örugglega verið undir smásjá okkar manna í sumar og verður eitthvað áfram. Tammy Abraham var hjá…you guessed it…Chelsea áður en þeir seldu hann til Roma þaðan sem hann kom til AC Milan á láni í sumar. Ágætis senter sem virkaði nú bara ágætlega í ensku deildinni, skoraði t.d. 25 mörk í 37 leikjum fyrir Aston Villa tímabilið 2018-2019. Þriðji sóknarmaðurinn var líka í Chelsea. Christian Pulisic er leikmaður sem Liverpool var eitt sinn að eltast við en er nú kominn til AC Milan. Flottur leikmaður sem hefur þó átt upp og ofan feril.

    Sem sagt. Byrjunarliðið hjá AC Milan er skipað 5 Chelsea rejects og svo nokkrum öðrum frekar sterkum leikmönnum. No comment á hversu sterkir þessir Chelsea rejects eru, en þetta eru allt ágætis leikmenn. Bekkurinn er síðan þrælsterkur, í hópnum eru t.d. Davide Calabria fyrirliði, ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Florenzi, alsírski landsliðsmaðurinn Ismael Bennacer, Evrópumeistarinn Alvaro Morata og serbneski senterinn Luka Jovic svo einhverjir séu nefndir. Það er því alveg óvíst að byrjunarliðið verði eins og ég giska á það hér en einhverjir af þessm eru meiddir, t.d. Calbria fyrirliði, en hann er tæpur fyrir leikinn.

    En þá að okkar mönnum.

    Liverpool fór í gamlan takt um helgina og eftir landsleikjahlé tapaði liðið á heimavelli fyrir…ja bara helvítis leiðindaseggjum í Nottingham Forest. En þannig er jú fótboltinn, þú þarft að finna leiðir til að vinna leiki og Forest gerði það, Arne Slot og drengirnir hans voru ekki nógu góðir.

    En sá leikur er búinn, algjör óþarfi að hengja sig eitthvað í hann, heldur bara mæta á fullu gasi á San Siro. Þetta er alveg snúinn útileikur en miðað við hvernig Slot hefur brugðist við hingað til getum við alveg átt von á miklum breytingum á byrjunarliðinu því það voru allnokkrir leikmenn sem spiluðu ekki vel gegn Forest. Að því sögðu þá gerðu varamennirnir svosem ekkert stórkostlega hluti heldur. En leikjaálagið er komið í gang og það er meira “í lagi” að tapa stigum í Meistaradeildinni þannig að ég spái liðinu svona:

     

    Þarna fram á við verða alls kyns róteringar, Aðallega þó Gakpo, Jota og Nunez. Það er kominn tími á að Gakpo og Nunez fái sénsinn, kannski verður Diaz samt inni, jafnvel Szoboszlai líka. Eða Jones. Snúið að spá til um þetta.

    Það er alveg klárt að leikurinn verður erfiður, AC Milan á San Siro verður aldrei walk in the park. Ég segi 1-1, frekar súr leikur, en Chiesa fær að koma inn síðasta hálftímann eða svo og það verður gleðilegt.

  • Liverpool 0 – 1 Forest

    Velkominn í raunveruleikann Arne Slot! Við hefðum alveg kosið að þetta raunveruleikatékk hefði borið að öðruvísi, en svona er þetta.

    Markið

    0-1 Hudson-Odoi (72. mín)

    Hvað gerðist markvert í leiknum?

    Okkar menn virtust ekki alveg vera komnir í gang í fyrri hálfleik, þetta leit svolítið út eins og 12:30 leikur á köflum. Engu að síður þá átti Díaz skot í stöng eftir að hafa unnið boltann vel af Yates. Jota átti skot af markteig eftir góða sendingu frá Macca, og sá síðarnefndi átti svo góðan skalla sem var varinn. Markvörður Forest var nálægt því að skora sjálfsmark en bjargaði á síðustu stundu.

    Stemmingin var svolítið sú að “jújú, menn líklega aðeins lúnir eftir ferðalögin í landsleikjahléinu, en þetta hlýtur að koma í seinni hálfleik”. Svipað og í Ipswich leiknum. En það gerðist ekki, liðið var á svipuðu tempói í seinni hálfleik. Slot skipti Nunez, Gakpo og Bradley inn fyrir Díaz, Jota og Macca, þar spiluðu ferðalögin hjá Suður-Ameríkumönnunum örugglega inn í. Skiptingin gerði hins vegar ekkert til að bæta leik liðsins. Og þegar tæplega 20 mínútur voru til leiksloka náðu Forest menn að pota inn marki. Í framhaldinu skipti Slot Tsimikas og Jones inná fyrir Robertson og Konate, og skipti í 3ja manna vörn. Það hins vegar hafði ekki tilætluð áhrif og Forest menn sigldu leiknum í höfn.

    Bestu menn leiksins

    Þarna er helst hægt að nefna Gravenberch, Virgil og Konate. Restin hefur oft spilað betur.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Frammistaðan hjá nánast öllum öðrum leikmönnum. Tökum kannski Alisson út fyrir sviga, hann hefði hugsanlega getað verið betur staðsettur í markinu, en skotið fór í stöngina inn og erfitt að ætlast til að menn verji slíkt. Szoboszlai var áberandi lélegur og komst aldrei almennilega í takt við leikinn, en Salah átti líklega sinn alversta leik fyrir félagið. Trekk í trekk var hann kominn inn í teig hægra megin, reyndi að senda boltann á samherja en sendi hann í staðinn á varnarmann.

    Tökum samt ekkert af þessu Forest liði sem mætti á svæðið til að berjast, og gerði það mjög vel.

    Umræðan eftir leik

    Alveg ljóst að Slot fékk hérna sína fyrstu alvöru eldskírn í enska boltanum. Menn munu velta fyrir sér hvort skiptingarnar hafi verið réttar, en erfitt að sjá hvaða aðrir leikmenn hefðu átt að breyta einhverju. Eftir á að hyggja hefði verið gott að hafa Chiesa til að koma í staðinn fyrir Salah, vandamálið með Salah er auðvitað hvað hann getur verið alveg út úr heiminum en samt dúkkað upp með stoðsendingu eða mark þrátt fyrir það, og sjálfsagt var Slot að vonast eftir því í dag. Jota var ekki nógu mikið í boltanum þangað til hann var tekinn út af, og spurning hvort það hefði ekki þurft að tækla það öðruvísi en með því að skipta honum út af. Annars er þessi leikur líka áfellisdómur yfir Nunez og Gakpo, þegar menn fá ekki að byrja en koma inn af bekknum þá er bara ekkert annað í boði en að mæta eins og argandi ljón inná. Ekki hægt að segja að það hafi verið málið.

    Hvað er framundan?

    Nú skella menn sér upp í flugvél og spila leik á San Siro á þriðjudagskvöldið, en taka svo á móti Bournemouth eftir viku. Það er ljóst að í þessum tveim leikjum verða menn að koma til baka úr þessari lægð sem liðið var í í dag.

  • Liðið gegn Forest

    Það er lítið verið að finna upp hjólið í liðsuppstillingum þessa dagana, sama byrjunarlið og síðast:

    Bekkur: Kelleher, Gomez, Tsimikas, Quansah, Bradley, Endo, Jones, Gakpo, Nunez

    Bekkurinn frekar varnarsinnaður, og Jones og Endo í raun einu miðjumennirnir. Enn sést ekkert til Chiesa, en þannig er einfaldlega staðan þegar megnið af hópnum eru heilir heilsu og leikfærir, að þá verður einhver að vera utan hóps. Hins vegar eru nú allar líkur á að þetta breytist á næstu 20 dögum eða svo, þ.e. leikjaálagið er slíkt að Slot mun líklega neyðast til að rótera.

    Það væri náttúrulega frábært að krækja í eins og einn sigur, og enn betra væri ef liðinu tækist að halda hreinu. “Slæmar hefðir er best að rjúfa” sagði Stjörnu-Sævar forðum, og þessi hefð að fá á sig mark í upphafi leiks (eða bara að fá á sig mark yfirhöfuð) var orðin mjög þreytt.

    Fyrstu tveir leikirnir fóru 2-0, er þá ekki bara við hæfi að næstu tveir fari 3-0?

    KOMA SVO!!!!

  • Upphitun: Nottingham Forest mætir á Anfield

    Eftir langt og strangt landsleikjahlé sem kemur alltof snemma á tímabilinu er loks komið aftur að ensku úrvalsdeildinni og í þetta skiptið fáum við Skírisskógsmenn í Nottingham Forest í heimsókn.

    Forest hefur byrjað tímabilið vel og eftir fyrstu þrjá leikina eru þeir enn ósigraðir með einn sigur og tvö jafntefli. Andstæðingarnir hafa kannski ekki verið þeir sterkustu í deildinni en þeir unnu Southampton og gerðu jafntefli við Wolves og Bournemouth og fá sitt fyrsta stóra próf á morgun en hafa gert vel og hafa Chris Wood og Morgan Gibbs-White náð vel saman í sóknarlínunni.

    Það eru þó einhverjar fréttir að Cris Wood hafi meiðst lítillega í landsleikjahléinu og gætum við því séð fyrrum Liverpool-manninn Taiwo Awoniyi leiða línuna en hann er einnig að stíga upp úr meiðslum og hefur verið á bekknum í síðustu leikjum.

    Leikir þessara liða í fyrra voru alveg svart og hvítt. Í leiknum á Anfield voru Forest mjög slakir og unnum við auðveldan 3-0 sigur, en við fórum á City Ground í mikilli meiðslakrísu og buðum upp á þriggja manna miðju með Joe Gomez, Bobby Clark og Alexis MacAllister. Þrátt fyrir það tryggði Darwin Nunez Liverpool sigur með marki á 99. mínútu.

    Okkar menn

    Nottingam Forest hafa reynst okkur afar vel á Anfield í gegnum tíðina en við höfum ekki tapað þeirri viðureign í síðustu 28 skipti eða síðan í febrúar 1969.

    Fyrstu þrír leikir tímabilsins hafa farið nánast eins vel og hægt var að óska eftir og ef liðinu tekst að vinna á morgun og halda hreinu yrði Slot fyrsti þjálfarinn til að afreka það að vinna fyrstu fjóra leiki sína í starfi án þess að fá á sig mark og Liverpool yrði fimmti liðið í sögunni til að afreka það. Ágætis leið til að stimpla sig inn.

    Slot var mjög tryggur sínu byrjunarliði í fyrstu þremur leikjunum og ef allir snúa vel tilbaka úr sínum landsliðsverkefnum er enginn ástæða til að búast við breytingum en bráðum fara leikir að hrannast upp og þá verður áhugavert að sjá hvernig hann róterar sínu liði til að koma í veg fyrir þessa meiðslamartröð sem einkenndi síðustu ár Klopp.

    Ansi margir af okkar mönnum áttu gott landsleikjahlé. Gravenberch hélt áfram að spila vel og Trent heillaði loksins ensku þjóðina með þjálfara sem var tilbúinn að treysta honum. Hinsvegar eru stóru fréttirnar í hléinu meiðali Harvey Elliott. Hann hefur vissulega ekki spilað stórt hlutverk í fyrstu leikjunum en nú koma sjö leikir á 22 dögum og við erum fámennir á miðsvæðinu. Þar á meðal er Curtis Jones sem ég hef miklar mætur á en hann er gerður úr postulíni.

    Býst sem sagt ekki við breytingum en leikurinn í miðri viku gegn AC Milan gæti haft áhrif á það. Darwin Nunez fór ekki með Úrúgvæ í landsleikjahléinu vegna leikbanns og hann gæti því fengið að byrja sinn fyrsta leik í ár en get ekki séð Slot sleppa Jota, bæði vegna þess að Jota hefur litið vel út og því hann elskar að spila við Forest. Hann hefur skorað sex mörk í fimm leikjum gegn Forest fyrir Liverpool og Wolves og hefur nú komið að sextán mörkum í síðustu tuttugu leikjum sem hann hefur spilað á Anfield þannig það væri galið að byrja honum ekki. Helst hefði ég búist við því að Elliott fengi sénsinn en hann meiddist eins og áður kom fram. Áhugaverðast verður að sjá hvort við fáum mínútur frá nýja manninum Chiesa af bekknum.

    Spá

    Held að við sjáum áframhald af því sem við sáum í fyrstu þremur leikjunum. Stýrum leiknum lítið af áhyggjum og öruggur 2-0 sigur með mörkum frá Jota og Salah.

     

  • Gullkastið – Alvaran tekur við á ný

    Hitum upp fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum sem fer aftur að rúlla eftir landsleiki. Hvernig er staðan á hinum stóru liðunum, Ögurverk liðið og fókus á Nottingham Forrest sem mæta næst á Anfield

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 486

  • Ron Yeats RIP

    Ég er ekki viss um að allir viti hver Ron Yeats var enda langt síðan að hann var að spila fyrir Liverpool en til þess að setja þetta aðeins í samhengi þá var hann Steve G eða Mo Salah okkar á sínum tíma. Hann var leiðtogi liðsins og oftar en ekki okkar besti maður. Hann spilaði sem miðvörður.

    Ron var 86 ára þegar hann lést

    Bill Shankly nældi í Yeats í júlí 1961 frá Dundee og sagði “Walk around him,” the manager told the media when Yeats was unveiled that summer. “He’s a colossus.” As so often, Shankly was right. það var einmitt það sem einkenndi hann.  Hann var stór og sterkur en hann gat líka sparkað í bolta svo að því sé haldið til haga.  Bill Shankly fékk Ron og Ian St John á sama tíma(Ian kom 2 mánuðum fyrr) og hafði Bill Shnakly þetta að segja um kappana. They were the greatest signings and they were the beginning of Liverpool.

    Bara Steve G hefur borið fyrirliðabandið oftar fyrir Liverpool. Ron Yeats var fyrsti Liverpool fyrirliðinn  til að lyfta FA Cup bikarnum árið en það gerði hann árið1965. Hann var líka fyrirliðinn sem fór með Liverpool til Íslands að spila fyrsta evrópuleikinn og var það gegn KR. Hann varð Englandsmeistari með Liverpool 1964 og 1966 og var einn af lykilmönnum Bill Shankly

    “Big Ronny is the best centre-half I have ever seen,” goalscoring legend, Roger Hunt, said in 1974. “With him in the team and at his best, we used to think we were unbeatable

    Ron Yeats spilaði 456 leiki fyrir Liverpool, skoraði 16 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Hann spilaði frá 1961 til 1971 með Liverpool áður en hann fór á smá flakk og spilaði t.d með Los Angeles Skyhawks í Bandaríkjunum áður en hann lagði skóna á hilluna 1978 eftir tímabil með Formby.

    YNWA – Ron Yeats

  • Hálf fullt, hálf tómt eða galtómt?

    Nú þegar fyrsta hörmungans landsleikjahléið á þessu tímabili er komið í gang, þá er ekki úr vegi að kíkja aðeins á stöðuna þegar kemur að leikmannamálum hjá stærstu liðunum. Almennt séð var þessi gluggi rólegri en oft áður hjá stærstu liðum Evrópu. Mikil og hávær köll voru frá mörgum stuðningsmönnum Liverpool um alvöru styrkingu. Helstu stöður sem menn vildu styrkja voru sexa, miðvörður, vinstri bakvörður og svo jafnvel ein af sóknarstöðunum. In the end þá var svo sannarlega keyptur mjög svo spennandi sóknarmaður á fáránlega lága upphæð (miðað við prófíl) og svo ákaflega efnilegur/góður markvörður sem er hugsaður til lengri tíma. Svo lokaði bara glugginn og margir alveg sársvekktir og sumir algjörlega brjálaðir yfir niðurstöðunni.

    Undirritaður er nokkuð sáttur bara, alls ekkert í skýjunum, en bara sáttur. Það er alveg ljóst að það er nóg af skrokkum á launaskrá hjá Liverpool. Alls ekki færri aðalliðsmenn en hjá helstu samkeppnisaðilum okkar. Margir vilja meina að gæðin á hópnum fyrir utan fyrstu 11, eða fyrstu 15 séu mun minni en hjá samkeppnisaðilunum. Menn geta deilt endalaust um það, en þessi pistill er settur fram til að menn geti séð þennan samanburð meira svart á hvítu. Uppsetningin er einföld, við stillum upp í tvö 11 manna lið fyrir hvert félag fyrir sig í þeirri röð sem þau enduðu í deildinni á síðasta tímabili.

    (more…)

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close