Liverpool 2 – 1 Brighton
Þetta var heldur betur tvískipt, en TOP OF THE LEAGUE! Skýrslan dettur inn á eftir.
Pistill eftir Daníel Sigurgeirsson
Þetta var heldur betur tvískipt, en TOP OF THE LEAGUE! Skýrslan dettur inn á eftir.
Pistill eftir Daníel Sigurgeirsson
Liðið klárt, og klárar breytingar á goggunarröð komnar í ljós:
Bekkur: Jaros, Gomez, Quansah, Robertson, Bradley, Endo, Jones, Morton, Díaz
Semsagt: Hinn gríski scouser er kominn fram fyrir Andy í röðinni, en kannski aðeins erfiðara að lýsa því yfir að Gakpo sé kominn fram fyrir Díaz, þeir hafa einfaldlega báðir verið sjóðheitir í haust.
Tökum þrjú stig í dag takk!
KOMA SVO!!!
Pistill eftir Hannes Daði Haraldsson
Eftir 3-2 sigur gegn Brighton í bikarnum í vikunni mætum við þeim aftur í deild um helgina, en í þetta skiptið á heimavelli. Það er mýta á Englandi að þegar lið mætast tvisvar í röð þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Vissulega eru nokkur dæmi um lið sem gera það og vonandi verðum við eitt þeirra á morgun.
Tímabil Brighton hefur verið upp og niður í fyrstu leikjunum en þeir hafa náð nokkrum góðum úrslitum með sigrum gegn Man Utd og Newcastle og jafntelfi gegn Arsenal en einnig tapað stigum á stöðum sem þeir bjuggust ekki við með markalausu jafntefli gegn Ipswich og misstu leik gegn Wolves niður í jafntefli á ævintýranlegan hátt um síðustu helgi.
Brighton eyddu rúmlega 200 milljónum punda í sumar, þar á meðal í tvo leikmenn sem spiluðu fyrir Slot hjá Feyenoord á síðustu leiktíð í Minteh og Wieffer en stjarna liðsins í ár er hinsvegar Danny Welbeck sem hefur skorað sex mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Það verður áhugavert að sjá hversu lengi hann nær að halda því uppi þar sem Welbeck hefur aldrei verið mikill markaskorari þó hann hafi reynst sínum liðum vel.
Okkar menn
Slot gerði nokkrar breytingar í bikarleiknum en það er stutt í næsta leik því við eigum þriðjudagsleik í Meistaradeildinni gegn Xabi Alonso og hans strákum í Leverkusen. Það verður því áhugavert að sjá hvað Slot gerir um helgina.
Þetta er liðið sem ég geri ráð fyrir að sjá á morgun. Gakpo átti frábæran leik í vikunni og var skipt útaf meðan að Diaz kláraði leikinn þannig ég býst við að sjá Gakpo um helgina og Diaz gegn Leverkusen. Eins í vinstri bakverði spilaði Robbo allan leikinn og Tsimikas hefur verið að spila Meistaradeildarleikina með Gakpo þannig ég gæti séð að Slot haldi sig við það að spila þeim saman og setji svo Robbo aftur inn með Díaz í komandi viku.
Aðrir eru nokkuð sjálfvaldir fyrir utan að ég held að Szoboszlai komi aftur inn fyrir Jones ef við horfum á Arsenal leikinn. Fannst alveg eðlilegt að gefa Jones tækifærið í þeim leik miðað við að Szoboszlai hefur ekki verið uppá sitt besta og Jones átti flottan leik gegn Chelsea en fannst okkur sakna vinnslu Szoboszlai í leiknum og held að hann fái að byrja á morgun.
Spá
Held að við höldum áfram góðu gengi en vinnum frekar þægilegan 2-0 sigur þar sem Salah og Nunez skora mörk Liverpool.
Pistill eftir Eyþór Guðjónsson
0-1 Gakpo (46.mín)
0-2 Gakpo (63. mín)
1-2 Adingra (81. mín)
1-3 Diaz (85. mín)
2-3 Lamptey (90. mín)
Fyrst og fremst Cody nokkur Gakpo sem skoraði tvö mjög góð mörk, það fyrra sérstaklega fallegt. Kom okkur á bragðið og við virtumst vera að sigla þægilegum 0-2 sigri í hús áður en Quansah gerði sig sekan um slæm mistök sem hleypti leiknum í uppnám.
Pistill eftir Eyþór Guðjónsson
Það er heill hellingur af breytingum frá því í leiknum gegn Arsenal, sem er nákvæmlega eins og maður vildi sjá það.
Slot stillir þessu svona upp í kvöld:.
Jaros
Bradley – Quansah – Gomez – Robertson
Endo – Curtis
Morton
Szobo – Gakpo – Diaz
Það verður fróðlegt að sjá Morton og Jaros í kvöld.
Koma svo!
YNWA
Pistill eftir Ólafur Haukur
Á morgun mun Liverpool heimsækja Brighton í Deildarbikarnum en Liverpool er ríkjandi meistari í þeirri keppni og vill Arne Slot eflaust takast að halda þeim titli á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool.
Liverpool gerði 2-2 jafntefli í útileik gegn Arsenal en heilt yfir spilaði liðið ekki vel og tókst þó að koma tvisvar til baka með góðum mörkum sem er jákvætt.
Það er einna helst að frétta með leikmannahóp Liverpool að þeir Jota, Alisson og Elliott verða eflaust allir frá út næsta landsleikjahlé og erfitt er að meta hver staðan er á Chiesa.
Eflaust mun Slot rótera liðinu aðeins, hann segist ekki viss hvort Jaros byrji leikinn í markinu en það væri kannski nokkuð sanngjarnt.
Gomez – Quansah – Van Dijk – Tsimikas
Szoboszlai – Gravenberch – Jones
Salah – Nunez – Gakpo
Hef ekki hugmynd við hverju maður býst við í liðsuppstillingu en ég gæti alveg séð þetta fyrir mér um það bil svona. Sterkt en samt smá rótering.
Brighton hafa verið í fínu formi í deildinni og sitja sem stendur í 6.sæti og eiga tvo leiki í röð gegn Liverpool, heimaleik í bikar og útileik í deildinnu svo ég tel ekkert ólíklegt að þeir geti róterað eitthvað í öðrum hvorum leiknum og þá spurning hvor það yrði.
Annars finnst mér þetta eiga að vera skyldusigur og áfram inn í næstu umferð, takk.
Pistill eftir Einar Matthías
Liverpool kom tvisvar til baka í London til að næla í ágætt stig á Emirates í stórleik helgarinnar eftir góðan sigur í Leipzig í miðri viku. Slot heldur áfram að standast stóru prófin með sóma.
Svekkjandi að vinna ekki Arsenal auðvitað en alvöru áfallið kom í dag þegar Man Utd sagði Erik Ten Hag mjög ósanngjarnt upp störfum, hann sem var bara rétt að byrja.
Nýtt Ögurverk lið verður skipað vonarstjörnum Liverpool á Úrvalsdeildartímanum og óskum við eftir tilnefningum frá hlustendum/lesendum fyrir hvern þátt. Vonarstjörnurnar sem við erum að velja, eru ungir leikmenn sem miklar væntingar voru fyrir en náðu svo aldrei að slá í gegn hjá Liverpool. Byrjum þetta á markönnum, þið tilnefnið og við veljum í næstu viku.
Þessi vika inniheldur tvo leiki gegn spræku Brighton liði.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 493
Pistill eftir Maggi
Okkar menn rúlluðu til Norður-London í dag og tóku þar á heimamönnum í Arsenal á Emirates vellinum. Þeir fara aftur norður á bóginn með eitt stig í pottinum sem þýðir að við sitjum í 2.sæti deildarinnar eftir helgina stigi á eftir City en áfram fjórum stigum á undan Arsenal.
Byrjunin á leiknum var þokkaleg fersk hjá okkur, héldum bolta og komum grimmir í návígin. Það var því svolítið gegn gangi leiksins að langur bolti upp hægri fann Saka sem gjörsamlega pakkaði Robbo saman og klíndi svo yfir Kelleher í markinu. Skotinn okkar sannarlega í vanda en fékk heldur ekki mikla aðstoð. Eitt – núll á fyrstu tíu mínútum. Helvítis ávani okkar manna gegn Arsenal.
Leikurinn var í jafnvægi og við vorum ekkert lengi að jafna. Fyrirliðinn kom þar til bjargar upp úr horni á 18.mínútu og næstu mínútur virtist ríkja nokkuð jafnvægi. Það jafnvægi hvarf þegar á hálfleikinn leið. Arsenal þrýstu okkur aftar á völlinn, síðustu 15 mínúturnar voru þeir 68% með boltann og áttu 6 tilraunir á markið gegn 0. Ein þeirra endaði í markinu, Diaz braut mjög klaufalega af sér framan við teiginn og upp úr aukaspyrnunni skoraði Merino með skalla, VAR skoðaði lengi en markið stóð og þannig fórum við inn í hálfleikinn eftir hundfúlan endi.
Við komum ágætlega út í seinni og eftir sjö mínútur lentu Arsenal í vanda þegar þeir urðu að taka Gabriel útaf vegna meiðsla, hafsentaparið sem þeir hafa notað í allan vetur horfið þar sem að Saliba var í leikbanni og þetta gaf okkur klárlega vind í seglin. Slot ákvað að reyna að nýta sér vindinn og gerði þrefalda skiptingu þegar Tsimikas, Gakpo og Szoboszlai komu inn í stað Robbo, Diaz og MacAllister. Viðsnúningurinn sást vel á fyrstu 20 mínútunum í seinni, þá var okkar possession 66% og skottilraunir að marki 4-0. Því miður tókst illa að skapa alvöru færi og hægt og rólega náðu Arsenal að brjótast upp úr pressunni.
Þegar að manni fannst heimamenn vera að ná að standa af sér mesta áhlaupið kom jöfnunarmark. Geggjuð hockey sending frá Trent upp hægri losaði Darwin sem keyrði inn í teig og lagði á Salah sem auðvitað kláraði af öryggi framhjá Raya á 82.mínútu – fyrsta markið okkar á lokakortérinu í vetur, megi þau fleiri koma. Þarna vorum við klárlega líklegri til að keyra á stigin þrjú, Arsenal búnir að þurfa að hreyfa verulega til í vörninni sinni og Saka kominn útaf, vonin maður. Vonin!
Hraðinn jókst á báða bóga, sjö mínútum bætt við og Slot henti Endo inn fyrir Curtis til að setja aðeins meiri festu varnarlega á miðjunni og draga úr hasarnum. Það sem eftir lifði leiks hins vegar voru hvorugt lið að gera alvöru atlögu og tíminn rann út – jafntefli staðreynd sem að voru líklega sanngjörn úrslit eftir kaflaskiptan leik.
Molar
Erfiður leikur sannarlega að baki, klárlega stærsta prófið síðan Slot mætti til leiks og hann hefur lært ýmislegt af því. Við létum reka okkur ferlega aftur á völlinn í lok fyrri hálfleiks og þá vantaði einhvern veginn drive-ið til að losa pressuna almennilega. Held að það sjáum við leyst á annan hátt gegn stóru liðunum í framtíðinni.
Vinstri vængurinn varnarlega er bras virðist vera. Robbo átti erfitt gegn Chelsea og í fyrri í dag var stanslaust vesen. Vissulega mátti hann alveg fá meiri hjálp og varadekkun en það var augljóst að Arteta var að leggja leikinn upp á þann hátt að keyra þar upp og það munu fleiri lið gera. Þessi leikstaða er svolítið að verða sú sem ég held að horft verði til að styrkja sem fyrst. Tsimikas átt ágætar innkomur og vel gæti hann farið að fá að byrja stærri leikina í framtíðinni í stað Skotans knáa.
Darwin Nunez var klárlega sprækastur framherjanna okkar. Slot hefur talað um það að hann hafi þurft að leggja sig mjög fram um að læra leikkerfið og útfærsluna sérstaklega varnarlega. Það hefur hann sannarlega gert og stoðsendingin á Salah verulega flott innlegg í leikinn. Frábært að sjá hann þróa sinn leik inn í meiri „sophisticated“ leikstíl. Því kraftinn á hann til!
Mo Salah fór fram úr Jermaine Defoe í skoruðum mörkum og jafnaði ákveðinn Robbie Fowler, situr nú með Guði í 8.sæti þar með 163 mörk. Hann fékk úr litlu að moða í fyrri hálfleik en vaknaði í seinni og þú vildir engan annan hafa fyrir Darwin að senda á en hann. Þeirra samvinna heldur áfram að gefa!
Næst
Framundan er svo vika með tveimur Brighton leikjum. Fyrst förum við til þeirra í Carlingbikarleik og fáum þá svo á Anfield í deildinni næsta laugard. Tveir hörkuleikir þar framundan, sérstaklega þarf deildarleikurinn að gefa takk.
Pistill eftir Maggi
Pistill eftir Ingimar Bjarni Sverrisson
Upphitun – Arsenal
Þó skuggi Wenger hvíli ennþá yfir Emirates vellinum, þá hafa nallarnir náð að stíga útúr skugga besta þjálfara síns betur en annað rauðklætt lið sem mætti nefna. Í upphafi þessa tímabils var almenn skoðun sú að Arsenal væri það lið sem væri líklegast til geta strítt ofurliði Manchester City. Í fyrsta sinn síðan á miðjum fyrsta áratugnum, gátu bjartsýnir Arsenal farið inn í tímabilið og litið svo á að þeir væri líklegastir til að vinna titilinn. Nú eru tvö landsleikjahlé liðinn og þeir fá okkar menn í heimsókn, í leik sem gæti haft gífurleg áhrif á keppnina um þann stóra.
Andstæðingarnir – Arsenal.
Þegar þjálfarar hafa verið með lið í einhvern tíma vilja stuðningsmenn sjá handbragð þeirra á leik liðsins. Arteta hefur svo sannarlega tekist að móta ógnvænlegt lið sem hefur batnað ár frá ári. Í fyrra voru þeir með bestu vörn í deildinni og komnir með stál í liðið sem hefur vantað í mörg ár. Þeir bættu við sig Raheem Sterling sem ætti á pappír að styrkja sóknina slatta. Margir leikmenn liðsins eru á besta aldri og á barmi þess að toppa.
En til að vinna deildina nú orðið þarf tímabilið að vera hérumbil fullkomið. Það vinnur ekki deildina í október, en það er ekkert mál að tapa henni svo snemma. Arsenal hefur þann vondan kæk í ár að fá kjánaleg rauð spjöld og eru þess að auki í bölvuðum meiðslavandræðum. Saka og Ödegaard eru þeirra tvö aðal sóknarvopn, Saka gæti mögulega náð þessum leik en Ödegaard er meiddur, ásamt Tomyasu og Tierney. Þess fyrir utan er Saliba í banni eftir rautt spjald í síðasta leik.
Ef Arsenal tapa á morgun er bilið upp í Liverpool orðið sjö stig og í City líklegast sex (þó við vonum auðvitað að Southampton geri eitthvað kraftaverk). Þetta vel brúanlegt á löngu tímabili, en maður veltir fyrir sér hvernig þetta færi í hausinn á leikmönnunum. Leikmenn vita hvað þarf mörg stig til að vinna deildina, þjálfarar vita það og stuðningsmenn vita það.
Á pappír var frábært fyrir þá að ná í jafntefli gegn City einum færri á Ethihad, en hvernig það gerðist hlýtur að sitja í þeim, á sama hátt og tapið gegn Bournmouth síðustu helgi. Rauði helmingurinn af Norður London er með frábært lið, en þangað til þeir ná að komast yfir síðasta hjallan og lyfta einum og stóru titlunum tveim, þá munu spurningamerki hanga yfir þeim, á sama hátt og þau héngu yfir Liverpool þangað til í Madríd.
Síðustu leikir
Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 og síðan hafa Arsenal mætt Liverpool sextán sinnum í öllum keppnum. Minnstæðastur er líklega bilaður 5-5 leikur í deildarbikarnum í upphafi stjóratíðar hans. Ef við tökum bikarkeppnirnar út fyrir sviga eru þetta 10 leikir. Það má alveg tala um viðsnúning í gengi liðanna: Liverpool unnu fimm af sex deildarleikjum 2019-22, síðan hafa Arsenal unnið tvo og það hafa verið tvö jafntefli.
Okkar menn.
Lífið er gott undir stjórn Arne Slot. Hollendingurinn hefur komið ískaldur inn í enska boltann og staðist flest próf. Á morgun er stærsta prófið hingað til, heimsókn til meistaraefna. Okkar menn hafa átt góða viku eftir landsleikjahléið. 2-1 sigur á Chelsea síðustu helgi og svo útisigur í Meistaradeildinni. Svona vikur eru erfiðar, en munurinn á frábærum tímabilum og góðum er að taka svona vikur og leysa þær.
Hinir geðþekkur Jota og Alisson eru því miður meiddir. Tveir menn sem eru stórfenglegir á öllum sviðum fótbolta, nema að vera inn á vellinum alla leiki tímabilsins. Harvey Elliot er því miður líka úti ásamt Chiesa. Einhver smá séns er að Conor Bradley verði leikfæri, en það væri heljarinnar dæmi að setja hann inn á þessum leik. Samkvæmt Slot er Mac Allister aftur leikfær.
Það hefur vissulega ekki verið jafn spennandi að giska á byrjunarliðið í ár eins og fyrri ár. Það spilar inn í að Slot bolti er ekki jafn orkufrekur og Klopp boltinn var þannig að menn virðast getað tekist á við fleiri mínútur í vikunni. Í deildinni hefur Slot haldið sig meira eða minna við sama lið og ég spái því að það haldi áfram, fyrir utan að ég held að MacAllister komi ekki beint inn í byrjunarliðið. Þetta verður væntanlega svona:
Spá.
Þetta verður algjört stál í stál og endar í pirrandi 1-1 jafntefli. Það verður Diaz sem skorar fyrir Liverpool eftir suddalega stoðsendingu frá Salah.
© 2019 KOP.is