Latest stories

 • England í úrslit á EM

  Lykilmenn Liverpool eru að týnast í frí einn af öðrum þessa dagana en reglan er að hver og einn fái þriggja vikna frí að lágmarki. Arne Slot fær alls ekki stóran hóp til að vinna með fyrstu vikurnar í starfi en það gefur á sama tíma nokkum minni spámönnum tækifæri til að minna á sig.

  Konaté fór í frí í gær og Van Dijk, Gakpo og Gravenberch eru á leiðinni í frí núna eftir sárt tap gegn Englendingum. Seinna í kvöld ræðst það svo hvort Diaz eða Nunez mæta Mac Allister í úrslitum Copa America. Slot fær því ekki mikið meira en þrjár vikur með þessum leikmönnum fyrir fyrsta leik sem er 17.ágúst.

  Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez spila ekkert hjá Southgate þannig að þeir ættu að vera nánst komnir í frí þrátt fyrir að England hafi einhvernvegin haltrað í úrslit þökk sé einstaklingsgæðum í enska liðinu og smá heppni. Þeir sluppu vissulega við lið eins og Þýskaland, Frakkland og Spán á leið inni í úrslit en miðað við hvernig þetta mót er að detta með þeim vinna þeir væntanlega Spán um helgina. Suður-Ameríkukeppninni líkur einnig á sunnudaginn.

  Það er nákvæmlega ekkert að frétta af leikmannamarkaðnum hvað Liverpool varðar og benti fyrsta viðtal við Richard Hughes til að líklega yrði lítið að frétta í júlí, þá ekki bara hjá Liverpool heldur almennt. Helstu fréttir vikunnar eru þær að Liverpool er að landa einu mesta efni Englands frá Chelsea en það er 15 ára strákur sem fer í akademíuna.

  [...]
 • Æfingatímabilið að byrja

  Áður en tímabilinu lauk var búið að tilkynna töluvert miklar breytingar á Liverpool bak við tjöldin, nýr stjóri og algjör yfirhalning á strúktúrnum fyrir ofan hann. Eftir það hefur nánast ekkert heyrst frá Liverpool. Undanfarin ár hefur Liverpool jafnan verið búið að klára stóru leikmannakaup tímabilsins á þessum árstíma eða við a.m.k. höfum ágæta hugmynd um hver helstu skotmörkin eru. Þannig er það bara alls ekki núna. Höfum þó í huga að í tíð Michael Edwards keypti Liverpool nokkrum sinnum leikmenn nánast upp úr þurru sem voru ekki í umræðunni sólarhing áður.

  Liðið mætir til æfinga á morgun og Arne Slot situr fyrir svörum af því tilefni svo vonandi förum við að fá eitthvað aðeins meiri fréttir af liðinu á næstu dögum. Það að Liverpool sé ekkert búið að gera, hvorki í leikmannakaupum né leikmannasölum þarf ekkert að koma svo rosalega á óvart. Það eru tvö stórmót í gangi sem hægja alltaf á leikmannakaupum. Nýr stjóri hefur bókstaflega ekki hitt leikmannahópinn sem hann fær í hendurnar og Liverpool þarf satt að segja ekki að gera neinar ofboðslegar breytingar á hópnum þó vissulega megi styrkja hann á nokkrum stöðum.

  Fyrir mánaðarmót var talað um Anthony Gordon og spurning hvort það sé einhver séns núna eftir að Newcastle bjargaði sér hvað PSR reglurnar varðar. Eins er óljóst hvort hann sé eitthvað sérstaklega stórt target hjá Liverpool. Diaz er ekkert verri leikmaður en vissulega nokkuð eldri. Cody Gakpo er eins að spila frábærlega í þessari stöðu fyrir Holland.

  Rayan Aït-Nouri vinstri bakvörður Wolves hefur eitthvað verið orðaður við Liverpool undanfarið en hvergi af blaðamönnum sem hægt er að taka mikið mark á.

  Liverpool er ennþá með sjö leikmenn sem eru enn á EM. Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru nú bara í skoðunar og æfingaferð hjá taktíska snillingnum Gareth Southgate.  Virgil van Dijk og Cody Gakpo eru lykilmenn hjá Hollendingum auk þess sem Ryan Gravenberch er í hóp. Ibrahima Konate er í vörninni hjá Frökkum og Diogo Jota er á bekknum hjá Portúgal því þeir eru bara ennþá í alvöru að setja allann fókusinn á Crynaldo.

  Alisson, Nunez, Diaz og Mac Allister eru allir ennþá á Copa America. Úrslitaleikirnir í þessum mótum eru eftir 10 daga.

  Eðlilega mætir enginn af þessum til æfinga strax og má gera ráð fyrir þriggja vikna fríi fyrir hvern og einn þegar þeirra þjóð fellur úr leik. Robertson, Szoboszlai og Jaros mæta ekki á morgun af sömu ástæðu, þeir fá sín þriggja vikna frí eftir EM.

  Góðu fréttirnar eru að Salah og Endo fara ekki á ÓL sem er jákvætt enda er fótbolti ekki ÓL sport. Liverpool missir þ.a.l. engan leikmann á ÓL.

  Liverpool fer til Bandaríkjanna eftir tvær vikur til að spila við Real Betis, Arsenal og Man Utd.

  Það eru 44 dagar í fyrsta leik og ljóst að Arne Slot þarf að nýta þá mjög vel. Hann fær ekki hópinn nema hluta af þessum tíma og enn eru bara fjórir æfingaleikir á dagskrá og þrír af þeim eru í auglýsinga æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilað er í þremur borgum. Ekki solid alvöru æfingaferð þar sem liðið er í æfingabúðum á einum stað í tvær vikur.

  Talandi um United þá voru þeir að framlengja samning Erik Ten Hag um eitt ár í kjölfar þess að hann tryggði liðinu sigur í FA Cup í vor sæti í efri hluta töflunnar í deildinni. Fyllilega verðskuldað.

  Arsenal verða mögulega með ítalska miðvörðinn Riccardo Calafiori í vörninni hjá sér í Bandaríkjunum en þeir eru taldir líklegastir til að næla í hann þó fréttir vikunnar hermi að  £39.8 tilboði þeirra hafi verið hafnað af Bolognia. Þetta er leikmaður sem hefur einnig verið orðaður eitthvað við Liverpool.

   

  [...]
 • Olivia Smith komin til Liverpool Women (Staðfest!)

  Við höfum hingað til látið nægja að kynna nýja leikmenn kvennaliðsins í opnunarpósti tímabilsins, en í dag var klúbburinn að borga hæstu upphæð sem félagið hefur greitt fyrir leikmann kvennaliðisins, þegar Olivia Smith kom til Liverpool fyrir litlar 250 þúsund evrur. Þetta er upphæð sem dugir til að setja hana á lista yfir 10 dýrustu leikmenn úrvalsdeildarinnar. Það er talið að Sophie Roman Haug hafi verið dýrasti leikmaður félagsins fram að því, og hafi væntanlega verið keypt fyrir u.þ.b. 100 þúsund pund.

  Olivia kemur frá Sporting Lissabon, en er kanadísk að uppruna og er aðeins 19 ára en þykir gríðarlegt efni. Hún var valin ungi leikmaður ársins í portúgölsku deildinni á síðasta tímabili, skoraði 13 mörk og átti 9 stoðsendingar í 18 leikjum sem verður að teljast bara ljómandi gott. Sjáum t.d. hér eitt marka hennar:

  Velkomin Olivia!

  [...]
 • Joel Matip að kveðja

  Joel Matip er án efa Liverpool goðsögn.
  Hann kom til okkar frítt 1.júlí 2016 og má segja að væntingarnar voru ekkert rosalegar en fáir áttu líklega von á því að hann myndi vera einn af bestu varnarmönnum á Englandi.

  Þessi stóri og brosmildi varnarmaður var virkilega klókur að lesa leikinn, var góður á boltann, sterkur í loftinu og hafði góðan hraða.

  Hann varð fljót lykilmaður hjá Liverpool en meiðsli áttu eftir að setja ansi stórt strik á hans Liverpool feril. Hann t.d náði aðeins 9 deildarleikjum þegar Liverpool varð Englandsmeistara( Gomez var miðvörður með Van Dijk) en á 8 tímabilum náði hann 150 deildarleikjum og samtals 201 leik í öllum keppnum.  Hann náði að vinna alla titlana  sem voru í  boði á Englandi og auðvita HM félagsliða, Super cup  og meistaradeildina sem hann að sjálfsögðu byrjaði í.

  In all the years that i have been involved in football, i am not sure i have come across too many players who are more loved then joel Matip – Jurgen Klopp

  Þessi orð frá Klopp eiga vel við, því að hann var gríðarlega vinsæll af stuðningsmönnum liðsins og ekki síður leikmönnum sem töluðu um hann sem frábæran liðsfélaga.

  Ástæðan fyrir því að við erum að fjalla um þetta núna er að Joel Matip er opinberlega laus frá okkur 1.júlí 2024 og þökkum við honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Liverpool innan vallar sem utan.

  YNWA Joel Matip

  [...]
 • Liverpool orðað við Anthony Gordon

  Samkvæmt fréttum dagsins hafa Liverpool og Newcastle átt í einhverjum viðræðum núna um helgina varðandi Anthony Gordon sem hefur af og til í sumar verið orðaður við Liverpool. Hann er auðvitað Scouser og fyrrum leikmaður Everton en ólst upp sem harður stuðningsmaður Liverpool sem kannski gefur smá boozt í þetta slúður. Newvastle þar auk þess að selja leikmenn núna í sumar og helst fyrir mánaðarmót til að standast PSR reglurnar.

  Newcastle eru sagðir hafa óskað eftir Jarrell Quansah í skiptum fyrir Gordon sem Liverpool tók ekki á mál og því spurning hvort ekki verði reynt frekar að fá Gordon. Eins er óvíst hversu mikla áherslu hann leggur á að fá að fara. Mögulega er Newcastle búið að leysa PSR vandamálið með sölu á Minteh til Brighton á £33m en sá er vængmaður sem lék í fyrra á láni hjá Feyenoord undir stjórn Arne Slot og var orðaður við Liverpool nýlega. Gordon fer því a.m.k. líklega ekki núna um helgina.

  Einn helst blaðamaður tengdur Newcastle sagði samt fyrr í dag að þessi saga væri ekki endilega búin

  Fróðlegt ef satt því þá er ljóst að Liverpool er að reyna kaupa enn einn vinstri kantmanninn og þá spurning hvaða áhrif koma á Gordon eða öðrum í þessa stöðu hefði á aðra leikmenn liðsins, sérstaklega þá Diaz sem hvað mest hefur verið orðaður við önnur lið.
  Eins er þetta kannski vísbending um að Cody Gakpo er ekki endilega hugsaður á vinstri vængnum hjá Slot.

  Liverpool er í dag með fjóra leikmenn sem öllum líður vel á vinstri vængnum og er fróðlegt að skoða á Transfermarket síðunni hvar þessir fjórir sóknarmenn okkar hafa helst verið að spila, bæði hjá Liverpool og áður en þeir komu til Liverpool.

  Cody Gakpo er t.a.m. miklu meira vinstri kantmaður hjá PSV og þar er hann að nánast eingöngu að spila hjá PSV. Hjá Liverpool er hann skráður með rétt rúmlega 300 mínútur á vængnum í deildarleikjum.

  Luis Diaz hef bara spila á vinstri vængnum og ef Liverpool er að reyna kaupa mann í þessa stöðu er nánast gefið myndi maður ætla að Diaz sé að fara. Hann þarf líka bara að skila betri tölum sóknarlega er hann er að gera og spurning hvort leikmaður eins og Gordon sé ekki með hærra þak til að taka skref uppávið á næstu árum.

  Darwin Nunez hefur eins aðeins spilað á vinstri vægnum og skoraði m.a. 10 mörk og lagði upp 5 í fimm deildarleikjum sem hann spilaði á kantinum hjá Benfica sama tímabil og Liverpool keypti hann. Hann var engu að síður nánast bara nía hjá Benfica.

  Diogo Jota er svo nánast jafnvígur á kantinn eða níuna og hefur spilað svipað lítið í þessum stöðum fyrir Liverpool og Wolves. Spilaðar mínútur Jota sýna samt vel að þarna getur Liverpool líka gert töluvert upgrade bara með því að kaupa leikmann sem tollir meira á vellinum.

  En segjum sem svo að Liverpool ætli að styrkja þessa stöðu í sumar, værum við sátt við Gordon eða er annað meira spennandi í boði?

  Þetta er t.a.m. verðmætustu leikmenn í þessari stöðu skv. Transfermarket m.v. 23 ára og yngri.

  [...]
 • Gullkastið – Ferðir á Anfield

  Leikjaplanið fyrir næsta tímabil er komið út og af því tilefni heimsóttum við Lúlla Arnars á skrifstofur Verdi Travel til að fara yfir fótboltaferðir næsta vetur, þann bransa almennt og bara fótboltann almennt. Enginn á landinu með meiri reynslu í þeim bransa.

  Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: SSteinn og Maggi

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

  MP3: Þáttur 478

  [...]
 • Er varnartengiliðurinn útdauður?

  Eftirmaður Fabinho virkaði síðasta tímabil sem eitt augljósasta sárið á Liverpool liðinu, tvö tímabil í röð er Liverpool sagt hafa reynt að kaupa stærstu bitana á þeim markaði án árangurs, Tchouameni fór til Real Madríd og við munum Caicedo (og Lavia) sirkúsinn í fyrra. Takmarkið núna er því myndi maður ætla að finna alvöru varnartengilið sem er betri en Wataro Endo og Stefan Bajcetic.

  Þetta er þegar betur er að gáð bara alls ekki svo auðvelt, hinn eiginlegi varnartengiliður virðist vera að deyja út sem eru alvarlegar fréttir fyrir okkur í TeamDMC samtökunum. Miðverðir og/eða bakverðir eru farnir að leysa miklu meira það svæði sem áður var verndarsvæði varnartengiliða og miðjumenn í dag þurfa að vera ennþá fjölhæfari en áður. Liverpool vantar alls ekki áttur sem þekkja það að spila sem sexur. Miðjumenn Arne Slot hjá Feyenoord voru raunar mun meira slíkar tegundir varnartengiliða heldur en svona Fabinho alvöru DMC.

  En þegar við setjum fókusinn á hvað er í boði á leikmannamarkaðnum sem bætir til muna þar sem við eru með fyrir vandast málið.

  Eitt heitasta nafnið er Joao Neves hjá Benfica. Hann hefur að því er virðist tekið stöðu Florentino Luis í liði Benfica en sá var töluvert í umræðunni síðasta sumar. Neves er reyndar mun meira en bara varnartengiliður og enduðu þeir tímabilið t.a.m. saman á miðjunni hjá Benfica. Þetta er gríðarlegt efni og virðist verða verðlagður í takti við það. Þetta er jafnframt jafnaldri Bajcetic, er hann það mikið betri að það borgi sig að hlaða í €70-100m? Líklega er þetta meira alhliða miðjumaður en varnartengiliður, gerir hann alls ekki minna spennandi en ekki beint það sem Liverpool vantar.

  Adam Warton er svipað dæmi, mjög spennandi leikmaður og jafn gamall Bajcetic. Hann getur spilað sem átta og gerði það hjá Blackburn en var jafnan aftast hjá Palace. Hann kom til þeirra í janúarglugganum þegar ljóst var að Doucoure yrði meiddur út tímabilið. Annar leikmaður sem var töluvert orðaður við Liverpool síðasta sumar sem endar tímabilið sannarlega í skugganum á tvítugum strák.

  Ef að Ugarte samlandi Nunez yrði fáanlegur í sumar eftir aðeins eitt tímabil hjá PSG væri það eitthvað sem Liverpool ætti kannski að skoða þar sem þar er alvöru varnartengiliður og enn einn sem fór í annað stórlið síðasta sumar. Verður að teljast mjög ólíklegt þó.

  Reijnders og Rovella eru báðir miðjumenn sem eru að gera góða hluti á Ítalíu en eins og flestir hinir meira áttur sem geta spilað aftar frekar en sexur. Zubimendi 25 ára hjá góðu liði Real Soceidad gæti verið valkostur á góðu aldri. Archie Gray verður vonandi ekki ferilinn hjá Leeds og Liverpool mætti sannarlega vera það lið sem reynir að landa honum en hann væri ekki svarið sem varnartengiliður.

  Sá varnartengiliður á þessum lista sem kannski hefur hæsta þakið í þeirri stöðu er Baleba hjá Brighton. Þeir vita hvað þeir eru að gera á leikmannamarkaðnum og fengu hann inn fyrir Caicedo. Það að hann hafi ekki spurngið út í fyrra þarf ekki að þíða að hann gerir það ekki. En líklega er best fyrir hann og hans líka að gera það einmitt hjá liði eins og Brighton og fara svo til stærra félags.

  Önnur nöfn á blaði sem varnartengiliðir

  Ef að við tökum aðeins stærra brainstorm yfir hugsanlega varnartengiliði sjáum við að það eru nokkrir leikmenn á góðum aldri að spila þessa stöðu hjá liðum sem Liverpool ætti að geta keypt frá. Fæstir virka betri en það sem félagið er með fyrir.

  Hjulmand var einn af þeim sem var í umræðunni í fyrra, er að standa sig vel á EM og var lykilmaður hjá Sporting í vetur, þar spilar hann samt á miðjunni með þriggja manna vörn fyrir aftan sig.

  Doucoure var sæmilega spennandi fyrir síðasta tímabil en hefur ekkert spilað eftir áramót, nei takk!

  Tonali hefði líka verið spennandi fyrir 18 mánuðum, alvöru gæði sem væru mjög gaman að fá til Liverpool en myndi alls ekki veðja á að hann sé að fara neitt!

  Wieffer var sexa hjá Slot í Feyenoord en jafnan með annan miðjumann sér við hlið í 4-2-3-1 leikkerfi.

  André sem var heitasta nafnið um áramótin á síðsta tímabili er bara ennþá hjá Fluminense sem er í dag lélegasta lið deildarinnar í Brasilíu og sitja á botnunum. Sýnir kannski hvað svona orðrómar geta verið innihaldslitlir þegar á hólminn er komið. Koné og Thuram eru einnig ennþá hjá sínum liðum, þar eru t.a.m. leikmenn sem eru ekki mikið meiri sexur en Gravenberch, Mac Allister og Jones eru sexur.

  Þeir bestu í TeamDMC

  Ef að Liverpool mætti kaupa bara þann varnartengilið sem Slot myndi vilja er markaðurinn furðu lítill og hlutverkið ennþá óljósara.

  Tchouaméni byrjaði ekki í úrlistaleik Meistaradeildarinnar, miðjumaðurinn Camavinga var í hans stað í liðunu með þremur öðrum áttum.

  Declan Rice hefur töluvert ferðafrelsi í þéttri vörn Arsenal og er rétt eins og Rodri hjá Man City mun meira alhliða miðumaður. Báðir fá þeir töluverða hjálp á miðsvæðinu frá annaðhvort bakvörðum eða miðvörðum sem spila nánast sem varnartengiliðir. Hjá Man City eru Stones, Akanji eða Aké oft meira að spila sem varnartengiliðir en varnarmenn. Eins hjá Arsenal þá leysa White og Zinchenco mikið inn á miðjuna. Það er sem dæmi áhugavert að bera saman nokkrar lykiltölur hjá Mac Allister og Declan Rice síðasta tímabil.

  Varnartengiliður sem mögulega gæti verið spennandi en ekki fáanlegur fyrir Liverpool er Onana frá Everton en þar erum við líka töluvert farin að lækka standardinn.

  Rest

  Ef að við svo gott sem klárum rest af því sem eru í boði fyrir þessa stöðu á vellinum koma þessi nöfn helst upp. Mögulega er eitthvað þarna sem Edwards og Hughes reikna Liverpool í vil en ég efa það. Wataro Endo hefði btw ekki komið til greina í þessari færslu í fyrra þar sem hér er aðeins verið að skoða leikmenn undir 30 ára gömlum.

  Liverpool liðið

  Ef að Slot spilar með svipað kerfi og hann gerði hjá Feyenoord eða Klopp var að gera hjá Liverpool eru þrjú sæti í liðinu fyrir miðjumenn.

  Szoboszlai, Elliott, Carvalho og Bobby Clark eru allir líklegir til að berjast um tíuna en hinir meira um stöðurnar tvær fyrir aftan þá. Szoboszlai getur vissulega leysta þær stöður líka en til þess á alls ekki að þurfa að koma.

  Stefan Bajcetic

  Mögulega sjáum við á næstu árum hversu mikið áfall það var að missa Bajcetic út allt síðasta tímabil. Hann hefur bara spilað samtals ígildi um 11 deildarleikja í Meistaraflokki og var að koma til baka eftir heilt ár frá og því líklega ekki raunhæft að ætlast til að hann byrji næsta tímabil sem lykilmaður í hjarta miðjunnar hjá Liverpool. Áður en hann meiddist var hann hinsvegar eitt mesta efnið í sínum aldurshópi og við sjáum í þessari færslu hvaða leikmenn eru í hans aldurshópi.

  Wataro Endo

  Töluvert betri panic leikmannakaup en árið áður en þegar Liverpool fékk Arthur á láni og að mörgu leiti flottur Squad leikmaður. Liverpool verður engu að síður að hugsa stærra en Endo. Hjálpaði honum ekki í fyrra að fá ekkert undirbúningstímabil með Liverpool og þekkja ekki hraðannn. En þegar hann náði takti um miðbik tímabilsins átti Liverpool sína bestu leiki og Mac Allister fór að sýna afhverju hann er einn besti miðjumaður deildarinnar.

  Mac Allister 

  Ef að Liverpool kaupir ekki miðjumann í sumar er lang líklegast að Slot hefji tímabilið líkt og Klopp með Mac Allister aftast á miðjunni. Núna þó sem partur af tveggja manna miðju og væntanlega með töluverða hjálp frá Trent út bakverðinum. Slot verður að finna leið til að vernda varnarlínuna en á sama tíma koma Mac Allister miklu meira inn í action-ið á hinum vallarhelmingnum.

  Gravenberch

  Hollendingurinn gæti vel verið vanmetnasti leikmaður liðsins fyrir næsta tímabil og jafnvel líklegastur til að eigna sér aðra stöðuna aftast á miðjunni. Hann þekkir það að spila sem annar af afturliggjandi miðjumönnum liðsins frá því hann var hjá Ajax þó megnið að ferlinum hafi hann spilað sem átta. Fyrir nokkrum árum var Gravenberch töluvert meira efni í heimsfótboltanum en t.d. Joao Neves er núna. Hann náði ekki í gegn hjá Bayern og hefur verið óstöðugur undanfarin 1-2 tímabil en það gleymist aðeins að hann varð bara 22 ára fyrir mánuði síðan. Það eru til ansi mörg dæmi um heimsklassa miðjumenn sem voru óstöðugir á aldrinum 19-21 árs og mögulega hefði Gravenberch átt að bíða aðeins með að fara strax til Bayern, hann var bara það góður hjá Ajax.

  Núna fær Gravenberch hollenskan stjóra sem þekkir hann vel og fær auk þess smá undirbúningstímabil með Liverpool liðinu öfugt við síðasta sumar, eins þekkir hann betur inn á deildina núna. Innkoma Slot ætti að vera dauðafæri fyrir Gravenberch að reyna festa sig í sessi í liðinu. Hæfileikarnir eru til staðar og það hljómar ekki illa að fá 1,9m háan leikmann á miðjuna. Spurningin er bara með hugarfarið.

  Curtis Jones 

  Hjá U21 árs landsliði Englendinga hefur Jones stundum verið að spila sem annar af aftari tveimur miðjumönnum og er vafalaust hugsaður í svipað hlutverk hjá Slot ef hann nær að halda sér eitthvað smávegis heilum. Hann er núna að fara hefja sitt fimmta tímabil hjá Liverpool og hefur ekki enn náði 1.200 mínútum í deild yfir heilt tímabil. Hann hefur aldurinn samt enn með sér, er bara 23 ára, ári eldri en Gravenberch. Hann má samt ekki við enn einu tímabilinu á sjúkrabekknum því samkeppnin um nákvæmlega hans hlutverk á miðjunni er töluverð hjá Liverpool.

  Tyler Morton

  Morton kom 19 ára gamall við sögu í samtals 9 leikjum Liverpool tímabilið 2021-22 eftir að hafa farið upp yngri flokka félagsins sem fyrirliði í sínum aldurshópi. Síðan þá hefur hann tekið tvö heil tímabil í Championship deildinni þar sem hann hefur spilað rúmlega 40 leiki hvort tímabil. Er hann söluvara í sumar eða fær hann séns hjá nýjum stjóra? Hann væri ekki ólíklegri en t.d. Quansah eða Bradley til að brjóta sér leið inn í liðið. Erfitt að átta sig á hversu öflugur hann er eftir tvö ár í Championship og hvert þakið er hjá honum og í raun erfitt að sjá hann á Liverpool leveli, því miður.

  Trent Alexander-Arnold 

  Það er áhugavert að Trent er að byrja á miðjunni hjá landsliði Englendinga en erfitt að lesa mikið í það þar sem stjóri liðsins er svo langt frá því leveli sem flestir leikmanna liðsins eru að vinna á. Það að Gareth Southgate sé að reyna vinna úr hæfileikum Alexander-Arnold eru glæpsamleg sóun. Það er því auðvelt að draga þá ályktun að hann eigi alls ekki heima á miðjunni og sé miklu betri í bakverðinum.

  En á móti er ákveðin hola á miðjunni hjá Liverpool sem Alexander-Arnold gæti vel fyllt og ef uppgangur Conor Bradley verður svipaður og hann þegar hann kom inn í liðið er alveg hægt að sjá fyrir sér að Slot reyni að skapa pláss fyrir báða. Trent gæti hentað Slot frábærlega sem quarterback miðjumaður með hlaðborð af sóknarmöguleikum allt í kringum sig.

  Niðurstaða

  Liverpool kaupir mjög líklega ekki varnartengilið í sumar, mögulega verður keyptur miðjumaður sem getur leyst þetta hlutverk en mun líklegra er að félagið kaupi miðvörð og jafnvel einhvern sem getur leyst ofar á vellinum, svipað og City er að gera með Stones og Akanji eða Arsenal með White.

  Varðandi varnartengiliðin þá er hans hlutverk að sjálfsögðu ekki útdautt, það eru tískubylgja í gangi núna með leikkerfi og flóknum útfærslum af leikmönnnum vítt og breytt úr stöðu sem virðist þrengja mjög af þessum leikmönnum.

  Næsta tískubylgja verður svo að leggja aftur upp með djúpum miðjumanni og þannig láta rest af liðinu fúnkera…

  #TeamDMC

  [...]
 • Fyrsta viðtal Arne Slot

  Með litlum sem engum fyrirvara mætti Arne Slot á internetið.

  Fyrsta viðtalið er að finna hér á opinberu síðunni og er það ferskt að hann gat sagt frá fyrsta leiknum við Ipswich. Sólbrúnn og flottur eftir fríið!

  Slot var mjög auðmjúkur varðandi sína ráðningu og virðist hinn viðkunnalegasti í alla staði, algerlega reiprennandi á enskunni og í raun með sterkari orðaforða núna í upphafi en Klopp átti við lok ferilsins hjá LFC. Við Íslendingar munum læra vel að segja nafnið hans, Hollendingar nota r-ið eins og við svo að við bara köllum hann Arne á íslensku, ekki “Arnie” eins og Tjallarnir virðast þurfa að gera. Hann tilkynnti að hann og Richard Hughes væru búin að vera í daglegum samskiptum um langa hríð, fór yfir það að símtölin áttu sér stað á ströndinni og annars staðar þar sem hann hefur verið frá því að hann lauk störfum hjá Feyenoord.

  Eins og við var að búast þá hrósaði hann Klopp út í eitt þegar hann gat og vísaði sérstaklega til rígsins milli hans og Pep, á sama hátt staðfesti hann það sem við vissum um að Hollendingar fylgjast afskaplega vel með Premier League. Búinn að ræða oft við Jurgen og fengið alls konar samtöl um liðið og umgjörð þess. Vísað var til líkindanna, sérstaklega þegar kemur að ástríðu fyrir verkefninu og því hversu vel honum hefur gengið að vinna með unga leikmenn. Hann vísar í það að hann geti nýtt sér ýmislegt sem Jurgen gerði og byggt á en sé að horfa til atriða sem hann vill setja inn í liðið.

  Hann þekkir titilinn aðalþjálfari (head-coach) og er sáttur við það, telur sinn styrkleika vera á æfingavellinum og það verði í höndum Richard Hughes að vinna með styrkingu liðsins, auðvitað í samstarfi við Slot og aðra í þjálfarateyminu. Hugsun hans var að vera út næsta tímabil hjá Feyenoord en þegar Liverpool bankaði þá var það verkefni sem hann gat ekki sleppt. Hann talaði mikið um jákvæða orku sem lykil í því að ná árangri, þar þyrftu allir að vera á sama báti, eigendur, þjálfarar, leikmenn og aðdáendur. Hann hefur horft mikið til afreksfólks í íþróttum varðandi andlega þáttinn þegar kemur að “winning mentality” sem er að hans mati lykilþáttur í árangri. Þar er hann ekkert síður að horfa á þá sem ná árangri í einstaklingsíþróttum.

  Hann staðfesti sinn aðstoðarmann formlega, Sipke Hulshoff en einnig er búið að ráða líkamsstyrksþjálfarann Ruben Peeters sem var með þeim hjá Feyenoord en stærsta fréttin varðandi þjálfarateymið var að búið er að sækja Fabien Otte sem hefur verið markmannsþjálfari Borussia Moenchengladbach og bandaríska landsliðsins. Þar er á ferð Þjóðverji sem hóf þjálfaraferilinn hjá Burnley og Slot lýsti honum sem stórum þætti í því sem þá langar að gera.

  Markmið hans er klárt, halda áfram í toppslag og fyrsta skrefið er að bæta við stigafjöldann frá því í vetur, ná í meira en 82 stig og keppa við City og Arsenal um titlana. Hann hefur rætt við nokkra af leikmönnunum eftir að Jurgen var formlega hættur. Hann byrjaði á að spjalla við fyrirliðann Virgil en vildi ekki gefa upp hverja fleiri. Það hins vegar verði að litlu leyti hans undirbúningur, leikmennirnir muni kynnast honum þegar þeir mæta til æfinga. Þegar hann var spurður út í upplegg æfingatímabilsins þá segir hann það verði strax farið að aðlaga leikkerfið að því sem hann vill, það verði lagt upp með leikmönnunum sem mæta strax og þeir vonandi muni svo hjálpa leikmönnunum sem snúa síðar úr fríinu að skilja áherslubreytingarnar sem hann telur muni verða einfaldara í ljósi líkinda við leikstíl LFC síðustu ár. Hann benti líka á líkindi Liverpool og Rotterdam, fólk vant að vinna mikið og með algera ást á liðinu sínu.

  Það er augljóst að hér er á ferð mjög metnaðarfullur einstaklingur sem líst vel á verkefnið og það virkaði bara vel á mig að sjá hann með merkið á brjóstinu, kom mér aðeins á óvart svona út frá því að þessi stjóri hét ekki Jurgen Klopp. Talaði um það að lokum að hann myndi leggja sig allan fram og treysti því að fólk þjappi sér á bakvið liðið. Fínt viðtal á allan hátt…en það er þarna eins og alltaf í boltanum, það verða ekki viðtölin sem virka. Núna er það árangurinn og við treystum á endalausa gleði krakkar!

  YNWA.

  [...]
 • Leikjaplanið – Ipswich úti fyrsti leikur

  Þá er leikjaplan okkar manna fyrir næsta tímabil orðið klárt og uppgefið.

  Það var einhver fyndinn sem raðaði upp fyrstu leikjunum…setti auðvitað Liverpool FC í hádegisleik í fyrstu umferð laugardaginn 17.ágúst, alveg magnað í ljósi alls að svo sé. Við semsagt höldum á Portman Road í Ipswich í fyrstu umferð og Arne Slot verður leikstjóri í karnivali nýliðanna. Það er alveg bananahýði.

  Fyrsti heimaleikurinn er svo við Brentford viku síðar áður en við höldum á Old Trafford í þeirri þriðju. Fyrra Merseyside-derbyið er helgina kringum 7.desember og helgina áður (30.nóv) tökum við á móti Manchester City.

  Jólaprógrammið er mun rólegra en oft áður en þegar maður horfir yfir erfiða kafla þá er það klárlega síðustu 5 leikirnir. Þá eigum við heimaleiki við Tottenham, Arsenal og Palace og útileiki við Chelsea og Brighton.

  Eins og við fórum yfir í podcasti gærdagsins þá er nú verið að teikna upp þá leiki sem helgaðir verða kop.is – ferðum vetrarins í samstarfi við Verdi ferðaskrifstofuna. Við setjum fréttir hér inn um leið og eitthvað verður þar klárt!

  [...]
 • Gullkastið – Hvað gera hin liðin í sumar?

  Að venju er þetta rólegasti tími ársins þegar kemur að enska boltanum enda meira og minna allir í fríi eða að taka þátt í verkefnum. með landsliðum sínum. Hinsvegar er jafnan töluvert í gangi bakvið tjöldin sem fer að koma betur og betur í ljós þegar líður að júlí mánuði en æfingatímabilið hefst á ný. Tókum aðeins stöðuna á hinum liðunum í deildinni og hvað þau eru líkleg til að gera í sumar.

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: SSteinn og Maggi

  Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

  MP3: Þáttur 477

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close