Latest stories

  • Æfingaleikur gegn Real Betis

    Núna kl. 23:30 hefst fyrsti “formlegi” æfingaleikur sumarsins þegar okkar menn mæta Real Betis í Pittsburg í Bandaríkjunum. Það er nokkurnveginn sterkasta liðið sem er í boði sem hefur fyrri hálfleikinn, en svo má reikna með að það verði skipt um lið í seinni hálfleik og C-lið Liverpool spili síðari hálfleikinn.

    Uppstillingin er líklega eitthvað á þessa vegu:

    Kelleher

    Bradley – Quansah – Sepp – Tsimikas

    Endo – Jones

    Salah – Szoboszlai – Elliott – Carvalho

    Bekkur: Jaros, Bajcetic, Chambers, Phillips, Gordon, Doak, Beck, Nallo, Koumas, Morton, Blair, Stephenson, Nyoni

    Jota nær ekki á leikskýrslu þó hann sé nýkominn inn í hóp, sést vonandi í næsta leik.


    UPPFÆRT: leik lokið með 1-0 sigri þar sem Szoboszlai skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik eftir stoðsendingu frá Salah. Jones þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik, Nyoni kom í hans stað í sexuna við hlið Endo og stóð sig ljómandi vel, var hreinlega með skörpustu mönnum liðsins, og átti reyndar sendinguna sem byrjaði sóknina sem markið kom upp úr.

    Jaros og Morton komu inná í hálfleik í stað Kelleher og Endo, og eftir um klukkutíma leik var restinni af byrjunarliðinu skipt út og þá leit liðið sirka svona út:

    Jaros

    Stephenson – Phillips – Chambers – Beck

    Morton – Bajcetic

    Doak – Blair – Nyoni – Gordon

    Nyoni fór svo af velli á 70. mínútu og Lewis Koumas kom í hans stað. Ungu strákarnir héldu dampi og sigldu þessu í höfn.

    Fínn æfingaleikur, og það sem við tökum helst úr þessum leik er þetta 4-2-4 leikkerfi, hvort sem það á svo eftir að vera ráðandi þegar alvaran hefst eða vera bara eitt af tólunum í verkfæratöskunni. Eins yrði maður ekki hissa þó Trey Nyoni fái fleiri tækifæri í vetur. Salah og Endo voru ekki að finna fjölina sína, reyndar dæmigert að Salah spili þannig leik en sé samt með stoðsendingu. Conor Bradley var öflugur, svosem ekkert nýtt þar. En annars er laaaaangt í land að við getum eitthvað dæmt einstaka leikmenn eða Arne Slot, það er nóg eftir til þess.

    [...]
  • Gullkastið – Lífsmark á leikmannamarkaðnum?

    Þó að Liverpool sé ekki enn byrjað að láta taka til sín á leikmannamarkaðnum hefur alveg verið smá lífsmark það sem af er sumri. Skoðum aðeins hvað Liverpool er líklegt til að gera og sem og helstu keppinautar.

    Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 480

    [...]
  • Svigrúm til bætinga

    Sumarið 2024 er að mörgu leiti mjög spennandi hjá Liverpool þrátt fyrir afskaplega rólega byrjun á leikmannamarkaðnum í ljósi þess mjög mörgum spurning er ósvarað og töluverð óvissa um flest allt tengt liðinu.

    Æfingatímabilið er alltaf stórt tækifæri fyrir unga leikmenn að minna á sig, sérstaklega þegar það eru stórmót í gangi sem tefur endurkomu lykilmanna og líklega hefur Liverpool aldrei í seinni tíð verið með eins marga leikmenn sem uppaldir eru hjá félaginu (eða komu sem unglingar) í liðinu eða að banka á dyrnar hjá aðalliðinu. Liverpool hefur átt fjölmarga mjög efnilega leikmenn sem fengu aldrei tækifærið.

    Nokkur nýleg dæmi um góða atvinnumenn sem voru hjá Lierpool sem unglingar en komu lítið sem ekkert við sögu í deildarleikjum eru Solanke (583.mín), Coady (1.mín), Wilson (0.mín), Grujic (52.mín), Canos (9.mín), Alberto (135.mín). Leikmenn með fínan feril en fengu aldrei tækifæri til að spreyta sig á stóra sviðinu. Frá 2010-2020 voru fyrir utan Raheem Sterling aðeins Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold sem náðu að festa sig í sessi sem lykilmenn af ungu leikmönnunum, leikmenn sem voru á mála hjá Liverpool frá því þeir voru 18 ára eða yngri.

    Trent dæmið

    Það er áhugavert að skoða færslur Kop.is aftur í tímann þá leiki sem Trent Alexander-Arnold var að stíga sín fyrstu skref. Hann var alls ekkert frekar næsta ofurstjarna þegar hann var að fá sína fyrstu sénsa 18 ára. Solanke, Ojo, Grujic, Ejaria, Brannagan, Woodburn og fleiri voru engu minna spennandi. Þó má ekki misskilja sem svo að það hafi ekki legið fyrir að Alexander-Arnold væri alvöru efni, hann var fyrirliði 18 ára liðsins og var að spila t.d. sumarleikina árið 2017 svipað og við erum að fara sjá í næstu viku. Conor Coady, Brannagan, Spearing, Hobbs o.s.frv. voru líka fyrirliðar U18 ára liðsins og jafnvel U21 árs liðsins en náðu aldrei í gegn hjá Liverpool. Trent fékk sénsinn sem hægri bakvörður aðallega vegna þess að Clyne meiddist. Almennt álit eftir feril hans upp yngri flokka var að þetta væri mjög góður bakvörður en klárlega sterkari sem miðjumaður og frekar framtíðar miðjumaður.

    Áður en Clyne meiddist var hann bókstaflega búinn að spila mest allra útileikmanna Liverpool tvö tímabil í röð og hafði varla misst úr leik í 5-6 ár. Alexander-Arnold kom ekki einu sinni beint í liðið fyrir Clyne heldur var hann back-up fyrir aftan Gomez. Fyrir tímabilið með áhyggjur af meiðslum Clyne var velt upp mögulegum hægri bakvörðum eins og t.d. Danilo sem var ekkert að spila hjá Real Madríd eða Mattia De Sciglio frá Milan.

    Trent kom við sögu í nokkum leikjum 2016-17 (18 ára) eða 165.mínútur samtals í deild. Árið eftir var hann vara hægri bakvörður þar til Joe Gomez meiddist eftir áramót 2018. Trent spilaði bikarleiki og einstaka leiki í deild en Gomez var klárlega númer eitt. Það var því ekki bara koma Van Dijk sem stökkbreytti varnarleik Liverpool eftir áramót 2018, Alexander-Arnold fékk líka sénsinn og eignaði sér stöðuna loksins, þá tæplega tvítugur.

    Leikmenn sem eru nothæfir í hóp þurfa ekki allir að verða ofurstjörnur eins og Alexander-Arnold en hversu margir ungir leikmenn ætli hafi farið í gegnum akademíu Liverpool sem aldrei fengu þennan séns? Stefna félagsins er auðvitað alltaf að reyna fækka slíkum tilvikum og maður veltir fyrir sér nú hvort við séum að “missa okkur” í umræðu um einhverja Danilo og De Sciglio sem eru ekkert betri en það sem við eigum fyrir?

    Við höfum sem dæmi séð Liverpool undanfarin ár reyna að styrkja liðið aftast á miðjunni, Tchouaméni og Caicedo voru klárlega spennandi nöfn en þegar við skoðum listann yfir spennandi valkosti er ekkert sem öskrar á mann. Værum við sem dæmi með kaupum á Ugarte (PSG) eða Luis (Benfica) að hindra leið Bajcetic í byrjunarliðið og þannig að missa af næstu ofurstjörnu?

    Hefðu kaup á álíka leikmanni og Klavan eða Toure hindrað innkomu Quansah í fyrra? Sumarið 2023 fór mest allt í vangaveltur um miðvörð frá Chelsea sem hafði fengið sénsinn (hjá Brighton reyndar) en við höfðum bókstaflega ekki hugmynd um okkar eign leikmann sem hefur farið upp öll sömu yngri landslið Englands og Clowill, spilaði við hliðina á honum í þeim öllum.

    Hvaða leikmenn sem við sjáum koma við sögu í sumar gætu verið næstu Alexander-Arnold eða Quansah þessa tímabils?

    Svigrúm til bætinga innan núverandi leikmannahóps.

    Áður en Arne Slot og Richard Hughes byrja að kaupa (eða selja) leikmenn vilja þeir eðlilega fá tækifæri til að meta það sem þeir hafa. Auðvitað eru þeir með góða grunnhugmynd um leikmannahópinn en nýr stjóri og þá sérstaklega stjóri sem er þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum mikið traust er gríðarlega stórt og spennandi tækifæri fyrir unga leikmenn. Jurgen Klopp gaf gríðarlega mörgum ungum leikmönnum sénsa á seinni hluta ferilsins hjá Liverpool og skilur við félagið með gríðarlega efnilegan hóp.

    Við fórum aðeins yfir hvar helst ætti að vera svigrúm til bætinga í síðasta Gullkast þætti. Greinum hópinn aðeins betur.

    Markmenn

    Alisson verður að spila meira en 74% af deildarleikjum Liverpool. Hann þarf að vera klár nánast alla leiki í deild og Meistaradeild. Takist það er hellings svigrúm til bætinga í þessari stöðu. Kelleher stóð sig vel og er of góður til að vera varamarkmaður en hann er enginn Alisson.

    Þriðji markmaður (og helst líka varamarkmaður) á ekki að skipta máli. Ef að Jaros hefur samþykkt að vera hjá Liverpool í vetur finnst mér það benda til þess að hann verði varamarkmaður í stað Kelleher. Jaors er landsliðsmarkmaður og var að spila alvöru fótbolta síðasta tímabil.

    Hægri bakverðir

    Fyrir það fyrsta þarf Liverpool að fara staðfesta framtíð Alexander-Arnold. Síðasta tímabil var hræðilegt hjá honum enda missti af hann 37% af deildarleikjum Liverpool sem er rándýrt. Við viljum fá að lágmarki 20% meira frá Trent.

    Bradley styrkir svo breiddina gríðarlega og hver veit hvort hann verði jafnvel aðal hægri bakvörður Liverpool þegar líður á veturinn. Framtíð Alexander-Arnold er ekki bara í óvissu heldur hlutverk hann innanvallar einnig. Bradley var í byrjunarliðinu í 10 leikjum síðasta vetur þrátt fyrir að vera meiddur fram yfir áramót. Meiðsli Trent voru gríðarlegt tækifæri fyrir Bradley sem greip það með báðum höndum ekki ósvipað og Trent gerði sjálfur.

    Hér er akademían algjörlega að spara Liverpool ein leikmannakaup sem annars þyrfti að gera.

    Miðverðir

    Liverpool verður að læra af mistökunum sem gerð voru á miðjunni, Henderson og Fabinho var leyft að brenna út hjá Liverpool án þess að félagið væri tilbúið með arftaka þeirra. Aukaleikararnir voru allir verulega meiðslagjarnir og ótraustir þannig að kaupa þurfti nýja miðju á einu og sama sumrinu.

    Quansah gerir það vonandi að verkum að a.m.k. önnur miðvarðastaðan er nokkuð solid til framtíðar en núna er klárlega tíminn til að byrja að huga að framtíð Van Dijk auk þess sem taka þarf stórar ákvarðanir varðandi Konate og Gomez.

    Takmarkið verður að vera að finna miðvarðapar sem getur spilað saman +80% af leikjum tímabilsins og það helst nokkur ár í röð. Hyypia og Carragher hjarta í vörnina. Sjáið t.d. hvað slíkt þéttir vörn Arsenal.

    Van Dijk verður ekki endalaus og var að klára fáránlega langt og strembið tímabil þar sem hann spilaði yfir 5.000 mínútur með Liverpool og Hollandi. Hann varð 33 ára núna í þessum mánuði og er að fara inn í síðasta árið sitt á núverandi samningi. Vonandi endar hann hjá Liverpool svipað og Hyypia og Carragher, missti sætið sitt hægt og rólega en hvernig sem saga hans hjá okkur endar þarf að byrja að huga að þeim endi. Ef slúðrið er rétt var Edwards alls ekki sammála Klopp varðandi nýjan samning Jordan Henderson og jafnvel velt fyrir sér hvort slíkir árekstar hafi leitt til þess að Edwards hætti á sínum tíma, erfitt að segja en það er talað um Richard Hughes sé ekki síður tölfræðimiðaður og kaldur þegar kemur að slíkum ákvörðunum.

    Konate má fara áður en við finnum arftaka Van Dijk. Ekki nema Slot og nýtt læknateymi Liverpool vinni kraftaverk þurfum við að hætta að treysta á Konate sem byrjunarliðsmann og helst reyna losna við hann fyrir leikmann í sama gæðaflokki sem actually getur spilað. Hann er að fara inn í sitt áttunda tímabil sem atvinnumaður og tölfræði yfir spilaðar mínútur í deildarleikjum er vita vonlaus. Mest hefur hann spilað 2.400 mínútur í deild á tímabili og það var fyrir 5 árum. Þetta litla sem hann spilaði á síðasta tímabili var samt meira en árið á undan. Konate er ekki nálægt því að vera arftaki Van Dijk, þetta er bókstaflega arftaki Matip.

    Joe Gomez var lítið treyst sem miðverði undir stjórn Klopp eftir 2019-20 tímabilið, hann er fínn sem alt mulig varamaður í vörninni. Vonandi hugsar Slot hann samt aðallega sem miðvörð og takmarkar alveg spilatíma hans sem bakvörður. Gomez verður aldrei miðvörður sem spilar +80% tímabilsins og þess vegna mætti alveg endurnýja hans pláss í miðvarðahópnum. Ekki endilega í sumar samt.

    Sepp Van Den Berg er að æfa með Liverpool núna í sumar en fær vonandi félagsskipti í bráðlega sem henta honum og Liverpool. Fari svo er í raun vel hægt að kaupa nýjan miðvörð án þess að selja nokkurn hinna strax. Helst þá miðvörð sem er nógu góður til að veita Konate og Quansah samkeppni strax og taka við af Van Dijk með tíð og tíma. Auðvitað er örlítill séns að Berg sé dæmi um akademíu leikmann sem getur brotið sér leið inn í Liverpool liðið. Hann er með töluvert meiri reynslu en Quansah sem dæmi en líklega ekki með jafn hátt þak.

    Vinstri bakverðir

    Erum við að fara í svona miðvarðar vinstri bakvörð undir stjórn Arne Slot? Andy Robertson er sannarlega kominn á svipaðan aldur og við fórum að sjá fjara undan hjá Wijnaldum, Henderson, Fabinho o.fl. og átti alveg ömurlegt tímabil í fyrra. Hans meiðsli voru þó blessunarlega impact slys frekar en vísbending um að hann sé kominn vel yfir hæðina. Ef Liverpool bara endurheimtir Andy Robertson í þann +80% vinstri bakvörð sem við höfum getað treyst á styrkir það liðið all verulega.

    Tsimikas er hinsvegar ekki nógu góður og úr því Gomez var talin betri valkostur en hann á síðasta tímabili er nákvæmlega enginn tilgangur að láta hann taka pláss í hópnum. Eins er hann of mikið meiddur þá sjaldan Robertson er frá. Selja hann og fá inn örfættan miðvörð sem getur leyst bakvörðinn? Mögulega er einhver í akademíunni ekkert síðri en Tsimikas en það allavega blasir ekki við. Beck, Scanlon og Chambers hafa fengið sénsa en öskra ekkert á fleiri eftir það.

    Djúpur miðjumaður  

    Bestu varnartengiliðir deildarinnar spila ekkert sem eiginlegir varnartengiliðir, ekki þetta Didi Hamann eða Macsherano DMC hlutverk eins og við þekkjum það. Rodri og Rice eru jafnan með einhvern úr varnarlínunni við hliðina á sér sem dæmi og eru báðir mikið meira alhliða miðjumenn. Fabinho og Casimerio voru mun meira varnartengiliðir sem dæmi

    Með því að stilla þessu upp svona eru Bajcetic, Endo og Morton helstu kostir á pappír sem öftustu miðjumenn Liverpool í dag. Hinsvegar eru allar líkur á að þegar á reynir séu Mac Allister, Jones, Gravenberch og jafnvel Trent og Szoboszlai á undan í goggunarröðinni í þessu hlutverki.

    Bajcetic er eitt mesta spurningamerkið fyrir þetta tímabil, hann er gríðarlega spennandi leikmaður í nákvæmlega þetta nútíma DMC hlutverk ef skrokkurinn á honum þolir það. Mjög góður á boltann, les leikinn mjög vel, stór og með fínan sprengikraft. Öll leikmannakaup í þessa stöðu held ég að taki mið af því að sá sem kemur inn tekur pláss Bajcetic. Leikmannakaup eins og Endo í fyrra er nákvæmlega dæmi um leikmann sem tekur sæti frá ungum leikmanni sem gæti vel verið mikið betri langtíma lausn (þetta átti auðvitað ekki við í fyrra).

    Bajcetic vann sig inn í liðið tímabilið sem miðjan hjá Liverpool bræddi úr sér og var 18 ára að spila nokkuð reglulega en í liði sem var í mjög miklum vandræðum. Hann sýndi potential sem er ekkert víst að verði meira en það, hann hefur jú bara komið við sögu í rétt rúmlega 1.000 mínútur hjá aðalliði Liverpool.

    Tyler Morton er á móti núna búinn að spila rúmlega 6.000 mínútur af fullorðins fótbolta og hungraður í meira. Það að hann hafi spilað alla leiki hjá nokkuð góðum Championship liðum 19 og 20 ára gefur til kynna að þetta er töluvert efni, hvort hann sé Liverpool efni er erfitt að dæma, hann er t.a.m. enn eitt dæmið um fyrirliða upp yngri flokka félagsins. Af því sem við höfum séð frá þessum strákum hjá Liverpool finnst manni Bajcetic mun meira spennandi með hærra þak en á sama tíma hef ég ekki séð mínútu af Morton undanfarin tvö tímabil.

    Miðjumenn (Áttur)

    Mac Allister er nokkuð afgerandi orðin leiðtogi liðsins á miðsvæðinu og getur spilað allar þrjár stöðurnar vel. Hann nýtist mun betur í 3. til 5. gír og nær marki andstæðinganna en marki Liverpool og við sáum um miðbik síðasta tímabils afhverju hann er lykilmaður í liði Heimsmeistaranna og Ameríku meistaranna. Sem átta og ofar er hann í alvöru heimsklassa. Sem sexa virkar hann aðeins í handbremsu.

    Curtis Jones spilaði hjá frábæru U23 ára landsliði Englendinga sem álíka varnartengiliður og Mac Allister var að spila í byrjun síðasta tímabils og gæti alveg átt framtíð í slíku hlutverki hjá Liverpool takist að stýra álaginu á honum þannig að hann geti spilað reglulega. Jones hefur klárlega hæfileikana og hausinn til að verða lykilmaður hjá félaginu en hann er með meiðsla record á við Lallana, Keita, Ox, Thiago, Gomez og Konate. Held því miður að þetta muni aldrei smella hjá honum.

    Gravenberch er annað stórt spurningamerki fyrir þetta tímabil, leikmaður með alla hæfileikana en spurning með hausinn/hungrið til að festa sig í sessi hjá elítu liði. Hann er ennþá bara 22 ára en gjörsamlega verður að fara standa betur undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Hjá Ten Hag í Ajax var hann 18 ára að spila 2.600 mínútur í deild og 2.200 árið eftir auk leikja í Meistaradeildinni. Hann fór of snemma (20 ára) til Bayern og fékk bara 560.mínútur í deildinni þar. Árið eftir hjá Liverpool spilaði hann bara 1.100 mínútur í deildinni. Mögulega var Liverpool líka of stórt skref fyrir hann en miðað við síðasta tímabil hjá Liverpool átti Gravenberch að gera tilkall til fleiri mínútna en þetta. Hann fær núna hollenskt þjálfarateymi sem vonandi hefur góða hugmynd um hvernig hægt er að ná sem mestu út úr honum.

    Stóra sprningin er svo hvort Trent verði hugsaður meira sem partur af miðjunni því líklega ættum við þar strax einn besta miðjumann deildarinnar. Já og nei, tökum nákvæmlega ekkert mark á því hvernig Southgate tækniundrinu tókst að vinna úr hæfileikum Trent.

    Sóknartengiliður

    Arne Slot þvertók hressilega fyrir að stilla upp 4-2-3-1 leikkerfi eitthvað frekar en 4-3-3 á sínum fyrsta blaðamannafundi, en ef hann stillir miðjunni upp með einn miðjumann meira í holunni en við þekkjum frá tíma Klopp er ljóst að Liverpool er ákaflega vel mannað fyrir það hlutverki.

    Ef að Mac Allister virkaði í handbremsu á köflum síðasta vetur á það ennþá betur við um Szoboszlai. Það má koma honum töluvert nær markinu. Liverpool var ekki bara að skipta um miðju síðasta sumar heldur voru leikmenn eins og Szoboszlai, Gravenberch og Endo að skipta um deild og það getur vel tekið tíma að aðlagast enska boltanum. Endo var sem dæmi mjög opinn með það. Szoboszlai spilaði bara 62% af deildarleikjum Liverpool í fyrra sem má eins bæta töluvert.

    Harvey Elliott spilaði bara 40% af leikjum Liverpool síðasta vetur en hann spái ég að verði leikmaðurinn sem við höfum verið að vonast eftir að Curtis Jones yrði. Síðasta tímabil var mjög stórt skref uppávið hjá Elliott sem er að breytast úr gríðarlega efnilegum leikmanni í alvöru góðan miðjumann. Það verður mjög spennandi að sjá hvar Slot hugsar Elliott og ég spái því að hann verði miklu stærri partur af byrjunarliðinu í vetur. Hann er nú þegar kominn með töluverða reynslu en er ennþá bara 21 árs. Þessir ungu og upprennandi leikmenn eins og Quansah og Bradley eru jafn gamlir og Elliott!

    Bobby Clark er bara 19 ára og var 18 ára farinn að fá mínútur hjá Klopp. Hann hefur í 2-3 ár verið talinn meðal efnilegustu leikmanna Englands. Samkeppnin hjá Liverpool er þannig að líklega þyrfti hann svipað break og Alexander-Arnold til að festa sig í sessi en félagið hefur væntanlega leikmann eins og Clark alveg í huga áður en keypt er enn frekar í hans stöðu.

    Fabio Carvalho er svo enn eitt spurningamerkið fyrir þetta tímabil. Carvalho er sem dæmi ári eldri en Elliott og líklega verður hann ekki partur af framtíð Liverpool.

    Hægri kanntur

    Eitt af stóru spurningamerkjum sumarsins er hvernig Arne Slot sér fyrir sér hlutverk hægri kanntsins því Feyenoord spilaði öðruvísi en Liverpool hefur verið að nota Salah. Eins hefur Salah alls ekki verið sama sprengjan undanfarin ár og hann var þegar hann kom fyrst. Því er spurning hvort Slot þurfi ekki ferskari fætur þarna og hlutverk Salah breytist og færist nær markinu?

    Salah er augljóslega ennþá í toppstandi og virðist koma flottur til leiks í nýtt æfingatímabil og er einn af fáum lykilmönnum sem Slot nær að vinna með mest allt sumarið. Hann spilaði bara 74% af síðasta tímabili sem helgast meira af meiðslum en AFCON sem er verulega óvanalegt fyrir Salah. Hann hefur verið einn af örfáum leikmönnum Liverpool sem sloppið hefur við meiðsli og eru meiðsli hans síðasta vetur ágætt dæmi um tímabilið í heild. Meira að segja Robbo, Trent og Salah voru á meiðslalistanum.

    Áður en Liverpool kaupir kantmann þarf að hafa leikmann eins og Ben Doak í huga því sá væri alltaf að fara takmarka möguleika Doak. Skotinn er auðvitað enn eitt helvítis dæmið um leikmann sem missti meira og minna af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hvað það og stjóraskipti hefur mikil áhrif á framtíð hans er erfitt að segja en staða hans í byrjun síðasta tímabils var þannig að hann kom 18 ára inná fyrir Salah þegar korter var eftir í leik gegn Chelsea þegar staðan var ennþá 1-1. Salah er eiginlega aldrei tekinn af velli og ALDREI sáttur við það en strax í fyrsta leik sá Klopp Doak fyrir sér sem mögulega lausn frekar en Salah í leik gegn Chelsea. Þetta var ekkert besta ákvörðun Klopp sem stjóri Liverpool en segir kannski eitthvað um áltið sem félagið hefur (eða hafði) á Doak.

    Vinstri kanntur

    Diaz átti eitt öruggasta sætið í liðinu þegar hann var heill eða þegar ekki var verið að ræna af honum fjölskyldumeðlinum! Öflugur leikmaður á besta aldri sem Slot er að öllum líkindum spenntur að vinna með. Hann er engu að síður okkar “rebound” eftir Mané og bara ekki jafn góður. 8 mörk og 5 stoðsendingar í deildinni er bara ekki nærri því nógu gott.

    En áður en Liverpool kaupir nýjan mann (eins og Anthony Gordon) í þessa stöðu þarf líklega að selja Diaz og eins taka tillit til þess að Liverpool var allt síðasta tímabil með frábæran vinstri kantmann en að spila honum sem Bobby Firmino “rebound-ið”. Cody Gakpo spilaði nær eingöngu sem vinstri kanntur hjá PSV og ástæðan fyrir því að Liverpool keypti hann var sú að hann var að spila sturlað vel sem slíkur í Hollandi, 9 mörk og 14 stoðsendingar fyrir áramót í 14 leikjum. Eigum við ekki að prufa hann aðeins í sínu besta hlutverki áður en við kaupum fleiri vinstri kantmenn?

    Sóknarmenn

    Darwin Nunez þarf að bæta sig svo lítið hlutfallslega til að þetta smelli hjá honum. Tímasetja hlaupin örlítið betur og hann er ekki bókstaflega alltaf rangstæður, stilla miðið örlítið betur og annaðhvert dauðafæri fer ekki í tréverkið. Hann er að gera þetta meira og minna fyrir landsliðið og hann gerði þetta hjá Benfica. Hann hefur verið tvö og hálft tímabil hjá Liverpool og fær líklega ekki fleiri sénsa en næsta tímabil.

    Ágætt að hafa í huga að Nunez er bara 25 ára, samlandi hans Luis Suarez var 24-25 ára tímabilið sem hann sprakk út hjá Liverpool eftir rólega byrjun þar sem hann leiddi deildina í rangstöðum og skotum í tréverkið.

    Diogo Jota er álíka pirrandi leikmaður og Thiago var. Hann er svo ógeðslega góður þegar hann er heill og “on it” en bara alltof alltof mikið meiddur til að hægt sé að stóla á hann og taka frá svona stórt hlutverk í hóp. Undanfarin sex tímabil hefur hann náð að spila þrjú nokkuð eðlilega. Kringum 2.500 mínútur í deild og minniháttar fjarvera vegna meiðsla. Verra er að tvö af þessum þremur tímabilum var hann leikmaður Wolves og aðeins eitt hjá Liverpool.

    Ég hef litla trú á töfralækningum og því eru góðir leikmenn eins og Jota, Jones, Konate og jafnvel Gomez dæmi um leikmenn sem mér finnst að Liverpool ætti að reyna endurnýja fyrr en seinna. Á móti er ég virklega tilbúinn að borða sokkinn ef enhver af þeim afsannar þennan ótta. Ef næsta tímabil verður eitt af þessum árum sem Jota er heill gæti það vel skilið milli þess að Liverpool vinnur eitthvað eða ekki. Síðsta vetur spilaði hann sem dæmi 1.100 mínútur eða um 33% af tímabilinu sem eru um andvirði 13 leikja samanlagt. Hann skoraði 10 mörk á þessum tíma og lagði upp þrjú.

    Hann var eini sóknarmaður liðsins með fleiri mörk en xG tölfræðin gaf tilefni til. Skoraði 10 mörk en var bara með xG 6.28. Til að setja þetta í samhengi við Darwin Nunez þá hefði hann skorað 27 mörk með 37% fleiri mörk en xG gaf tilefni til (sem er nokkuð normal fyrir elítu sóknarmann). Hann var með xG19,9 en skoraði bara fokkings 11 mörk úr þessum dauðafærum. Ef við setjum sama dæmi fyrir Salah þá hefði hann skorað 30 mörk með jafn góðri nýtingu og Jota en skoraði í raun bara 18 mörk úr sínum dauðafærum.

    Jayden Danns er einn af mörgum ungum leikmaönnum sem bönkuðu fast á dyrnar síðasta vetur og það er líklega ekki langt í að Danns verði hugsaður sem partur af aðalliðshópnum.

    Aðrir

    Leikmannahópur Liverpool í dag er skipaður leikmönnum í öllum stöðum sem voru hjá félaginu þegar þeir voru 18 ára eða yngri. Sumir lykilmenn eða partur af hópnum og nokkrir sem byrjaðir eru að banka á dyrnar. Varamarkmennirnir, hægri bakverðirnir, þrír af fimm miðvörðum og helmingurinn af miðjunni. Það er helst í sóknarlínunni og vinstri bakverði sem akademían hefur ekki skilað sér alveg í hópinn.

    Þetta eru samt bara þeir sem hafa skilað sér upp í aðalliðið, það er annað eins rétt fyrir neðan í akademíunni. Jamal Quansah er ekki partur af þessari færslu fyrir ári síðan sem dæmi. Clark og Danns ekki heldur.

    Trey Nyoni (17 ára) og Amara Nallo (18 ára) eru báðir gríðarleg efni sem Liverpool fékk úr öðrum akademíum. Þeir spiluðu gegn Preston í vikunni og verða líklega partur af sumartúrnum hjá Liverpool.

    Eins höfum við fengið að sjá aðiens af  Koumas, Scanlon, Chambers og Kadie Gordon , einhver af þeim gætu átt svona Quansah break-trough. Auk þess eru t.d. Figeruoa og Kone-Dogherty sem báðir eru sagðir mikil efni. Þeir sénsar sem þessir strákar hafa verið að fá undanfarin ár virðast líka vera skila sér í að félaginu gengur betur að sannfæra næstu Harvey Elliott, Joe Gomez o.s.frv. að veðja á Liverpool.

    Að lokum

    Þessi upptalning er ekki mikið frábrugðin stöðunni á svipuðum árstíma undanfarin ár. Nánast allir þessara ungu leikmanna sem ekki hafa nú þegar náði í gegn koma ekki til með að gera það. Það er t.a.m. ekkert öruggt að Quansah byggi ofan á síðasta tímabil hjá nýjum stjóra, óstöðugleiki getur verið kostnaðurinn við að gefa ungum leikmönnum séns og það er ástæða fyrir því að flest elítu liðin gera þetta mjög takmarkað. Liverpool virðist þó í alvörunni sjá hag í því að ala upp leikmenn sem þekkja leikstíl liðsins óháð því hvaða liði þeir eru að spila með (U16 / U18 / U21 / Aðalliðið) og vilja fá aðalliðið frekar en að reyna bara að ala upp leikmenn til að selja fyrir gróða. Liverpool er að fara gefa Cole Palmer sénsinn frekar en að selja hann til þess eins að kaupa Jeremy Doku.

    Auðvitað viljum við að lið eins og Liverpool sé með á leikmannamarkaðnum í samkeppni um bestu leikmenn í boði. Staða Akademíunnar virðist engu að síður vera verulega góð núna og maður þarf stundum að tóna sig aðeins niður og passa sig að vera ekki óska þess að verið sé að sækja vatnið yfir lækinn. Töluvert af þeim nöfnum sem verið er að orða við Liverpool og blásin upp sem ómissandi púsluspil gætu vel verið “Danilo eða De Sciglio” sem verða til þess að Alexander-Arnold verður líklega aldrei lykilmaður hjá Liverpoool.

    [...]
  • Gullkastið – Logn Á Undan Stormi?

    Þrátt fyrir mjög miklar breytingar hjá Liverpool utan vallar hefur sumarið og byrjun á æfingatímabilinu verið eitt það rólegasta í seinni tíð hjá félaginu. Arne Slot er tekin til starfa og er smátt og smátt að fá leikmenn til æfinga eftir landsleikjaverkefni og sumarfrí og er samhliða að púsla saman nýju þjálfarateymi félagsins. Ferð til Ameríku er næst á dagskrá. Skoðum það helsta á leikmannamarkaðnum hjá Liverpool og öðrum helstu fréttir sumarsins.

    Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 479

    Mynd sem við ræðum útfrá í þætti um hvar sé svigrúm til bætinga í núverandi hópi

    [...]
  • England í úrslit á EM

    Lykilmenn Liverpool eru að týnast í frí einn af öðrum þessa dagana en reglan er að hver og einn fái þriggja vikna frí að lágmarki. Arne Slot fær alls ekki stóran hóp til að vinna með fyrstu vikurnar í starfi en það gefur á sama tíma nokkum minni spámönnum tækifæri til að minna á sig.

    Konaté fór í frí í gær og Van Dijk, Gakpo og Gravenberch eru á leiðinni í frí núna eftir sárt tap gegn Englendingum. Seinna í kvöld ræðst það svo hvort Diaz eða Nunez mæta Mac Allister í úrslitum Copa America. Slot fær því ekki mikið meira en þrjár vikur með þessum leikmönnum fyrir fyrsta leik sem er 17.ágúst.

    Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez spila ekkert hjá Southgate þannig að þeir ættu að vera nánst komnir í frí þrátt fyrir að England hafi einhvernvegin haltrað í úrslit þökk sé einstaklingsgæðum í enska liðinu og smá heppni. Þeir sluppu vissulega við lið eins og Þýskaland, Frakkland og Spán á leið inni í úrslit en miðað við hvernig þetta mót er að detta með þeim vinna þeir væntanlega Spán um helgina. Suður-Ameríkukeppninni líkur einnig á sunnudaginn.

    Það er nákvæmlega ekkert að frétta af leikmannamarkaðnum hvað Liverpool varðar og benti fyrsta viðtal við Richard Hughes til að líklega yrði lítið að frétta í júlí, þá ekki bara hjá Liverpool heldur almennt. Helstu fréttir vikunnar eru þær að Liverpool er að landa einu mesta efni Englands frá Chelsea en það er 15 ára strákur sem fer í akademíuna.

    [...]
  • Æfingatímabilið að byrja

    Áður en tímabilinu lauk var búið að tilkynna töluvert miklar breytingar á Liverpool bak við tjöldin, nýr stjóri og algjör yfirhalning á strúktúrnum fyrir ofan hann. Eftir það hefur nánast ekkert heyrst frá Liverpool. Undanfarin ár hefur Liverpool jafnan verið búið að klára stóru leikmannakaup tímabilsins á þessum árstíma eða við a.m.k. höfum ágæta hugmynd um hver helstu skotmörkin eru. Þannig er það bara alls ekki núna. Höfum þó í huga að í tíð Michael Edwards keypti Liverpool nokkrum sinnum leikmenn nánast upp úr þurru sem voru ekki í umræðunni sólarhing áður.

    Liðið mætir til æfinga á morgun og Arne Slot situr fyrir svörum af því tilefni svo vonandi förum við að fá eitthvað aðeins meiri fréttir af liðinu á næstu dögum. Það að Liverpool sé ekkert búið að gera, hvorki í leikmannakaupum né leikmannasölum þarf ekkert að koma svo rosalega á óvart. Það eru tvö stórmót í gangi sem hægja alltaf á leikmannakaupum. Nýr stjóri hefur bókstaflega ekki hitt leikmannahópinn sem hann fær í hendurnar og Liverpool þarf satt að segja ekki að gera neinar ofboðslegar breytingar á hópnum þó vissulega megi styrkja hann á nokkrum stöðum.

    Fyrir mánaðarmót var talað um Anthony Gordon og spurning hvort það sé einhver séns núna eftir að Newcastle bjargaði sér hvað PSR reglurnar varðar. Eins er óljóst hvort hann sé eitthvað sérstaklega stórt target hjá Liverpool. Diaz er ekkert verri leikmaður en vissulega nokkuð eldri. Cody Gakpo er eins að spila frábærlega í þessari stöðu fyrir Holland.

    Rayan Aït-Nouri vinstri bakvörður Wolves hefur eitthvað verið orðaður við Liverpool undanfarið en hvergi af blaðamönnum sem hægt er að taka mikið mark á.

    Liverpool er ennþá með sjö leikmenn sem eru enn á EM. Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru nú bara í skoðunar og æfingaferð hjá taktíska snillingnum Gareth Southgate.  Virgil van Dijk og Cody Gakpo eru lykilmenn hjá Hollendingum auk þess sem Ryan Gravenberch er í hóp. Ibrahima Konate er í vörninni hjá Frökkum og Diogo Jota er á bekknum hjá Portúgal því þeir eru bara ennþá í alvöru að setja allann fókusinn á Crynaldo.

    Alisson, Nunez, Diaz og Mac Allister eru allir ennþá á Copa America. Úrslitaleikirnir í þessum mótum eru eftir 10 daga.

    Eðlilega mætir enginn af þessum til æfinga strax og má gera ráð fyrir þriggja vikna fríi fyrir hvern og einn þegar þeirra þjóð fellur úr leik. Robertson, Szoboszlai og Jaros mæta ekki á morgun af sömu ástæðu, þeir fá sín þriggja vikna frí eftir EM.

    Góðu fréttirnar eru að Salah og Endo fara ekki á ÓL sem er jákvætt enda er fótbolti ekki ÓL sport. Liverpool missir þ.a.l. engan leikmann á ÓL.

    Liverpool fer til Bandaríkjanna eftir tvær vikur til að spila við Real Betis, Arsenal og Man Utd.

    Það eru 44 dagar í fyrsta leik og ljóst að Arne Slot þarf að nýta þá mjög vel. Hann fær ekki hópinn nema hluta af þessum tíma og enn eru bara fjórir æfingaleikir á dagskrá og þrír af þeim eru í auglýsinga æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilað er í þremur borgum. Ekki solid alvöru æfingaferð þar sem liðið er í æfingabúðum á einum stað í tvær vikur.

    Talandi um United þá voru þeir að framlengja samning Erik Ten Hag um eitt ár í kjölfar þess að hann tryggði liðinu sigur í FA Cup í vor sæti í efri hluta töflunnar í deildinni. Fyllilega verðskuldað.

    Arsenal verða mögulega með ítalska miðvörðinn Riccardo Calafiori í vörninni hjá sér í Bandaríkjunum en þeir eru taldir líklegastir til að næla í hann þó fréttir vikunnar hermi að  £39.8 tilboði þeirra hafi verið hafnað af Bolognia. Þetta er leikmaður sem hefur einnig verið orðaður eitthvað við Liverpool.

     

    [...]
  • Olivia Smith komin til Liverpool Women (Staðfest!)

    Við höfum hingað til látið nægja að kynna nýja leikmenn kvennaliðsins í opnunarpósti tímabilsins, en í dag var klúbburinn að borga hæstu upphæð sem félagið hefur greitt fyrir leikmann kvennaliðisins, þegar Olivia Smith kom til Liverpool fyrir litlar 250 þúsund evrur. Þetta er upphæð sem dugir til að setja hana á lista yfir 10 dýrustu leikmenn úrvalsdeildarinnar. Það er talið að Sophie Roman Haug hafi verið dýrasti leikmaður félagsins fram að því, og hafi væntanlega verið keypt fyrir u.þ.b. 100 þúsund pund.

    Olivia kemur frá Sporting Lissabon, en er kanadísk að uppruna og er aðeins 19 ára en þykir gríðarlegt efni. Hún var valin ungi leikmaður ársins í portúgölsku deildinni á síðasta tímabili, skoraði 13 mörk og átti 9 stoðsendingar í 18 leikjum sem verður að teljast bara ljómandi gott. Sjáum t.d. hér eitt marka hennar:

    Velkomin Olivia!

    [...]
  • Joel Matip að kveðja

    Joel Matip er án efa Liverpool goðsögn.
    Hann kom til okkar frítt 1.júlí 2016 og má segja að væntingarnar voru ekkert rosalegar en fáir áttu líklega von á því að hann myndi vera einn af bestu varnarmönnum á Englandi.

    Þessi stóri og brosmildi varnarmaður var virkilega klókur að lesa leikinn, var góður á boltann, sterkur í loftinu og hafði góðan hraða.

    Hann varð fljót lykilmaður hjá Liverpool en meiðsli áttu eftir að setja ansi stórt strik á hans Liverpool feril. Hann t.d náði aðeins 9 deildarleikjum þegar Liverpool varð Englandsmeistara( Gomez var miðvörður með Van Dijk) en á 8 tímabilum náði hann 150 deildarleikjum og samtals 201 leik í öllum keppnum.  Hann náði að vinna alla titlana  sem voru í  boði á Englandi og auðvita HM félagsliða, Super cup  og meistaradeildina sem hann að sjálfsögðu byrjaði í.

    In all the years that i have been involved in football, i am not sure i have come across too many players who are more loved then joel Matip – Jurgen Klopp

    Þessi orð frá Klopp eiga vel við, því að hann var gríðarlega vinsæll af stuðningsmönnum liðsins og ekki síður leikmönnum sem töluðu um hann sem frábæran liðsfélaga.

    Ástæðan fyrir því að við erum að fjalla um þetta núna er að Joel Matip er opinberlega laus frá okkur 1.júlí 2024 og þökkum við honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Liverpool innan vallar sem utan.

    YNWA Joel Matip

    [...]
  • Liverpool orðað við Anthony Gordon

    Samkvæmt fréttum dagsins hafa Liverpool og Newcastle átt í einhverjum viðræðum núna um helgina varðandi Anthony Gordon sem hefur af og til í sumar verið orðaður við Liverpool. Hann er auðvitað Scouser og fyrrum leikmaður Everton en ólst upp sem harður stuðningsmaður Liverpool sem kannski gefur smá boozt í þetta slúður. Newvastle þar auk þess að selja leikmenn núna í sumar og helst fyrir mánaðarmót til að standast PSR reglurnar.

    Newcastle eru sagðir hafa óskað eftir Jarrell Quansah í skiptum fyrir Gordon sem Liverpool tók ekki á mál og því spurning hvort ekki verði reynt frekar að fá Gordon. Eins er óvíst hversu mikla áherslu hann leggur á að fá að fara. Mögulega er Newcastle búið að leysa PSR vandamálið með sölu á Minteh til Brighton á £33m en sá er vængmaður sem lék í fyrra á láni hjá Feyenoord undir stjórn Arne Slot og var orðaður við Liverpool nýlega. Gordon fer því a.m.k. líklega ekki núna um helgina.

    Einn helst blaðamaður tengdur Newcastle sagði samt fyrr í dag að þessi saga væri ekki endilega búin

    Fróðlegt ef satt því þá er ljóst að Liverpool er að reyna kaupa enn einn vinstri kantmanninn og þá spurning hvaða áhrif koma á Gordon eða öðrum í þessa stöðu hefði á aðra leikmenn liðsins, sérstaklega þá Diaz sem hvað mest hefur verið orðaður við önnur lið.
    Eins er þetta kannski vísbending um að Cody Gakpo er ekki endilega hugsaður á vinstri vængnum hjá Slot.

    Liverpool er í dag með fjóra leikmenn sem öllum líður vel á vinstri vængnum og er fróðlegt að skoða á Transfermarket síðunni hvar þessir fjórir sóknarmenn okkar hafa helst verið að spila, bæði hjá Liverpool og áður en þeir komu til Liverpool.

    Cody Gakpo er t.a.m. miklu meira vinstri kantmaður hjá PSV og þar er hann að nánast eingöngu að spila hjá PSV. Hjá Liverpool er hann skráður með rétt rúmlega 300 mínútur á vængnum í deildarleikjum.

    Luis Diaz hef bara spila á vinstri vængnum og ef Liverpool er að reyna kaupa mann í þessa stöðu er nánast gefið myndi maður ætla að Diaz sé að fara. Hann þarf líka bara að skila betri tölum sóknarlega er hann er að gera og spurning hvort leikmaður eins og Gordon sé ekki með hærra þak til að taka skref uppávið á næstu árum.

    Darwin Nunez hefur eins aðeins spilað á vinstri vægnum og skoraði m.a. 10 mörk og lagði upp 5 í fimm deildarleikjum sem hann spilaði á kantinum hjá Benfica sama tímabil og Liverpool keypti hann. Hann var engu að síður nánast bara nía hjá Benfica.

    Diogo Jota er svo nánast jafnvígur á kantinn eða níuna og hefur spilað svipað lítið í þessum stöðum fyrir Liverpool og Wolves. Spilaðar mínútur Jota sýna samt vel að þarna getur Liverpool líka gert töluvert upgrade bara með því að kaupa leikmann sem tollir meira á vellinum.

    En segjum sem svo að Liverpool ætli að styrkja þessa stöðu í sumar, værum við sátt við Gordon eða er annað meira spennandi í boði?

    Þetta er t.a.m. verðmætustu leikmenn í þessari stöðu skv. Transfermarket m.v. 23 ára og yngri.

    [...]
  • Gullkastið – Ferðir á Anfield

    Leikjaplanið fyrir næsta tímabil er komið út og af því tilefni heimsóttum við Lúlla Arnars á skrifstofur Verdi Travel til að fara yfir fótboltaferðir næsta vetur, þann bransa almennt og bara fótboltann almennt. Enginn á landinu með meiri reynslu í þeim bransa.

    Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 478

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close