Latest stories

  • Gullkastið – Allur fókus á deildina

    Arne Slot valdi hreint afleita viku til að tapa tveimur leikjum í röð í fyrsta skipti á ferlinum. Liverpool lauk leik í 16-liða úrslitum þrátt fyrir að hafa toppað deildarfyrirkomulagið í Meistaradeildinn og tapaði svo með afar þreyttum og ósannfærandi hætti gegn Newcastle Wembley, versta frammistaða Liverpool þar síðan 1988.

    Alls ekki gott og ágætt að fá bæði landsleikjahlé og bikarhelgi í kjölfarið á því. Nú fer allur fókus á þessa níu leiki sem eru eftir af þessu tímabili. Sigur í fimm þeirra og það er hægt að jafna sig á þessari viku.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    MP3: Þáttur 513

  • Liverpool 1 – 2 Newcastle

    Eftir tap gegn Newcastle á Wembley þá er staðan sú að Liverpool getur að hámarki náð í einn titil í ár. Og eins og liðið hefur verið að spila upp á síðkastið – þar sem okkar menn hafa virkað orkulausir bæði líkamlega og andlega – þá skulum við ekki bóka eitt eða neitt varðandi þennan eina titil sem enn er í boði.

    Mörkin

    0-1 Burn (45. mín)
    0-2 Isak (52. mín)
    1-2 Chiesa (90+4 mín)

    Hvað réði úrslitum?

    Það er frekar einfalt. Newcastle menn mættu mun hungraðri í leikinn, vildu þetta meira, sköpuðu meira og skoruðu á endanum fleiri mörk.

    Hvað gerðist helst markvert?

    Í fyrri hálfleik gerðist nánast ekkert markvert í sóknarleiknum hjá Liverpool, og fyrir utan eitt færi sem Jota fékk á síðustu mínútu uppbótartíma (sem hann skóflaði nánast í innkast), þá var xG hjá okkar mönnum upp á 0.0 í hálfleiknum. Newcastle fengu mun fleiri hornspyrnur, og upp úr einni þeirra skoraði Dan Burn með skalla þegar Mac Allister átti að vera að dekka hann. Þá hefði Kelleher líka sjálfsagt getað gert betur.

    Síðari hálfleikur var eitthvað aðeins skárri, en samt ekki mikið. Isak þurfti auðvitað að skora, fyrst mark sem var dæmt af vegna rangstöðu, en svo aftur sem var alveg löglegt. Sköpunin framávið hjá okkar mönnum var í algjöru lágmarki. Jones og Nunez komu inná eftir tæpan klukkutíma, Curtis átti gott skot sem var samt nánast beint á Pope, og það var eiginlega fyrsta alvöru tilraunin hjá okkar mönnum. Gakpo kom svo inná og er enn greinilega ekki kominn í rytma. Svo komu Elliott og Chiesa inná og það voru þeir sem sköpuðu þessa litlu von sem við höfðum með því að minnka muninn í 1-2 í uppbótartíma, tók reyndar alveg rúmar 2 mínútur að finna út að Chiesa var ekki rangstæður eins og aðstoðardómarinn hafði upphaflega dæmt. En þrátt fyrir þessa líflínu þá sköpuðu okkar menn ekkert af viti það sem eftir lifði uppbótartíma og því fór sem fór.

    Það verður svo að minnast aðeins á árásina sem Joelinton átti á Elliott á síðustu mínútu uppbótartímans, en fékk ekki einusinni gult fyrir. Skandall. En breytti n.b. engu um úrslitin.

    Hverjir stóðu sig vel?

    Chiesa kom ferskur inn af bekknum. Kelleher átti góða vörslu og kom í veg fyrir að staðan yrði 0-3. Svo voru Konate og Virgil öflugir, en máttu sín lítils. Szoboszlai var duglegur, en ekki mjög áhrifaríkur. Quansah var líklega að spila nokkurnveginn á pari, og Robbo sömuleiðis.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Eiginlega allt. Líklega hefði mátt stilla upp algjörlega öðru byrjunarliði. Jota átti sinn versta leik, Salah var heppinn með það hvað Jota var skelfilegur því annars hefðum við talað um hvað Salah var ósýnilegur í leiknum. Það kom ekkert út úr Díaz. Miðjan var ekki með á löngum köflum, Grav var að eiga einn af sínum verstu leikjum fyrir félagið, og áhyggjuefni hve oft upp á síðkastið það er raunin. Mac Allister hefur oft verið betri.

    Umræðan eftir leik

    Sko, ef okkar menn ná nú að tryggja sér titilinn í apríl og maí, þá munum við gleyma þessu tapi mjög fljótt. En það hefði verið mjög gaman að ná í eina auka dollu. Svo verður ekki og við bara óskum Newcastle til hamingju með bikarinn, þeir voru klárlega betri í dag.

    Nú þarf að sjá hvernig hópurinn nær að safna kröftum – bæði líkamlega og andlega. Vissulega eru margir að fara með landsliðunum sínum núna á næstu dögum, þá er bara að krossa fingur og vona að menn komi heilir til baka. Fyrsta helgi eftir landsleikjahlé er svo bikarhelgi, svo það er pása þá. Hugsa að það sé jákvætt frekar en neikvætt.

    Við þökkum líka fyrir að í næsta leik sem Salah spilar fyrir Liverpool þá verður Ramadan lokið, svo þá má hann borða yfir daginn. Ég vil meina að þetta hafi áhrif á orkustigið hjá honum.

    Næstu verkefni

    Það er deildartitill sem þarf að vinna. Everton á Anfield miðvikudaginn 2. apríl, Fulham úti helgina þar á eftir, West Ham heima helgina þar á eftir. Í öllum þessum leikjum þarf liðið að mæta mun betur stemmt heldur en það hefur gert síðustu leiki.

    Það er einfaldlega ekki í boði að missa dampinn núna á lokasprettinum!

  • Liðið gegn Newcastle á Wembley

    Bekkur: Alisson, Tsimikas, Endo, Jones, McConnell, Elliott, Gakpo, Chiesa, Nunez

    Fátt sem kemur á óvart. Aðal spurningin var frammi, þ.e. hvort Gakpo væri klár í að byrja, og hvort Nunez fengi traustið í níunni.

    Newcastle stilla upp sínu sterkasta liði, fyrir utan að Gordon er í banni og Hall er á sjúkrabekknum.

    KOMA SVO!!!!!

  • Bikarúrslit á morgun – landar Slot sínum fyrsta titli með Liverpool?

    Á morgun fer fram leikur Liverpool og Newcastle í úrslitum Deildarbikarsins þar sem Liverpool fær tækifæri til að verja titil sinn sem var síðasti bikar sem Jurgen Klopp vann með Liverpool – og nú gæti farið svo að það verði fyrsti bikar Arne Slot sen þjálfari liðsins. Það er pínu rómans í því þó hugur flestra beinist þó klárlega að þessum stóra sem virðist innan seilingar.

    Lengi vel hefur þessi bikarkeppni verið töluð niður og margir sem segja þann titil nokkuð ómerkilegan en flest allir sem vinna hann fagna honum þó vel og innilega. Bikarkeppnirnar í Englandi hafa kannski bara því miður misst einhvern ákveðin sjarma eða mikilvægi í alltof þéttu leikjaprógrami fótboltans. Við glöddumst yfir þessum bikarsigri í fyrra og munum án efa fagna þessum innilega líka verði það raunin aftur í ár enda vilja allir að sitt lið vinni allt það sem býðst.

    Verkefnið á morgun verður þó klárlega krefjandi þar sem Liverpool mætir sterku liði Newcastle sem geta verið hræðilegt lið að mæta og. Þeir eru með marga öfluga karaktera, sterkir í vörn, miðjan þeirra er öflug, þeir hafa hraða menn á köntunum og einn besta strikerinn í bransanum í dag. Síðast þegar liðin mættust vantaði framherjann þeirra Isak og nokkra menn á miðjuna sem munar nú alveg um og eru þeir klárir í slaginn á morgun. Þeir verða hins vegar án vinstri vængs síns þar sem þeir Lewis Hall og Anthony Gordon verða fjarri góðu gamni og getur munað um það, sér í lagi þar sem Trent Alexander Arnold er meiddur.

    Newcastle er eitt þeirra liða sem eru í baráttunni um að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári og klæjar eflaust í fingurna að takast það verkefni og kóróna það sem ansi langþráðum bikarsigri. Það má því alveg búast við að þeir selji sig ansi dýrt á morgun og verði enn erfiðari viðureignar en áður – og eru þeir nú öllu jafna ansi verðugur mótherji.

    Liverpool spilaði heilt yfir frábæran leik þegar þeir duttu út fyrir PSG í miðri síðustu viku og eiga nú góða möguleika á þeim tveimur keppnum sem liðið er eftir í. Trent varð fyrir því óláni að meiðast að því virtist nokkuð illa í leiknum og verður frá í einhvern tíma, Konate var tekinn út af en það var meira þreyta eða krampi en einhver meiðsli svo líklega verður hann á sínum stað. Annað er svona nokkurn veginn eins og það hefur verið.

    Nú hefur verið gefið til kynna að Kelleher, sem var lykilmaður í úrslitaleiknum í fyrra þegar hann meðal annars skoraði í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea, muni líklega byrjan leikinn sem er heiðarlegt val þar sem þetta á að vera “hans keppni” en fylgir ákveðin áhætta að velja ekki Alisson, sem hefur verið í frábæru formi upp á síðkastið og er aðalmarkvörður liðsins.

    Kelleher

    Quansah – Konate – Van Dijk – Robertson

    Mac Allister – Gravenberch – Szoboszlai

    Salah – Jota – Diaz

    Ætli ég spái þessu ekki bara svona. Svipað heilt yfir og liðið sem byrjaði gegn PSG fyrir utan þær tvær breytingar að Quansah kemur líklegast inn fyrir Trent og Kelleher fyrir Alisson. Persónulega vil ég sjá Gakpo út á vinstri kanti ef hann er orðinn nógu fit en miðað við það sem maður sá þegar hann kom inn á gegn PSG þá er það ekki raunin svo ætli Diaz verði ekki á þeim kanti og líklega Jota í strikernum.

    Þetta verður síðasti leikur Liverpool í þessum mánuði svo vonandi getum við talað um bikarsigur fram að næsta deildarleik í byrjun apríl. Sjáum hvað setur, erfitt og stórt verkefni framundan sem vonandi fer allt á réttan veg!

  • Liðið gegn United á Anfield

    Bara svo það sé á hreinu: þetta eru stelpurnar okkar sem við erum að tala um í þessum pósti. Þær eru að leika sinn 2. leik á tímabilinu á Anfield, og fá núna stöllur sínar í Manchester United í heimsókn. Lið sem var í brasi á síðasta tímabili, þannig að okkar konur enduðu fyrir ofan þær í töflunni nokkuð óvænt. Voru svo í bölvuðu brasi í sumar á leikmannamarkaðinum, misstu Mary Earps og fleiri, en komu bara sterkari út úr þeim hremmingum og eru núna í 2. sæti í deildinni frekar gegn væntingum. Á meðan hafa okkar konur ekki náð að sýna sitt rétta andlit og eru um miðja deild í 6. sæti. Fyrri leikur liðanna fór ekki nógu vel og við ræðum það ekkert frekar, en það er vonandi að stelpurnar okkar sýni réttara andlit í kvöld.

    Það eru hins vegar einhver veikindi að hrella hópinn, svo við verðum án þeirra Gemmu Bonner, Gracie Fisk, Leanne Kiernan og Ceri Holland. Óhætt að segja að þar séu stór skörð hoggin í hópinn, en þá myndast tækifæri fyrir aðra leikmenn að rísa upp.

    Svona stillir Amber liðinu upp:

    Laws

    Bernabé – Clark – Matthews – Hinds

    Kerr – Nagano – Höbinger

    Smith – Roman Haug – Kapocs

    Bekkur: Micah, Parry, Evans, Fahey, Daniels, Bartel, Shaw, Enderby

    Mögulega er þetta meira 4-2-3-1 með Kerr og Nagano í tvöfaldri sexu, og Höbinger þar fyrir framan. Yrði svosem ekki gapandi hissa þó það væri uppleggið.

    Fyrir utan þær sem eru veikar og missa þar af leiðandi af leiknum þá vantar þær Hönnu Silcock sem er nú vonandi að koma til baka, svo er Sofie Lundgaard í langtímameiðslum og sést líklega ekki aftur á þessu tímabili, og að lokum er Faye Kirby að koma til baka úr sínum langtímameiðslum.

    Fylgist með leiknum hér: https://www.youtube.com/watch?v=2Zz5-pczQWo

    KOMA SVO!!!!!

  • Stór helgi framundan

    Jæja, kominn tími til að ýta þessari leiðinda leikskýrslu niður. Þessi leikur er búinn, og núna hefur Liverpool tvær keppnir sem er hægt að einbeita sér að. Okkar menn eru í mjög góðri aðstöðu til að ná í bikar í þeim báðum, og nú þurfa strákarnir bara að snúa sér að því.

    Tökum eftir því að ef okkur hefði verið boðið fyrir tímabilið: “Liverpool á eftir að vinna deildina, en ekkert umfram það”, þá hefðum við held ég örugglega öll tekið því án þess að hugsa okkur um. Það að vinna deildarbikarinn væri því bara stór bónus, og það að komast langt í CL hefði svo verið enn stærri bónus. Í ljósi þess hve gott liðið okkar er, og í ljósi þess hve vel liðinu gekk í CL deildinni í haust, þá hefðum við auðvitað kosið að sjá þá fara áfram í 8 liða úrslit. Það hefði líka fjölgað leikjunum sem hefðu verið í boði fyrir okkur fótboltasjúklingana. En í staðinn þá fá okkar menn örlítið meiri tíma á milli leikja í apríl og maí, og geta þá einbeitt sér enn frekar að því að tryggja sigurinn í deildinn.

    Tökum líka eftir því að ef okkur hefði verið boðið að vinna deild og deildarbikar, þá hefði það óhjákvæmilega haft í för með sér að strákarnir okkar hefðu fallið úr leik bæði í FA bikarnum og CL á einhverjum tímapunkti, með öllu því svekkelsi sem því fylgir. Semsagt: staðan sem liðið er í er eitthvað sem ÖLL lið lenda í (að vera á góðum stað í 1-2 keppnum, en verri í öðrum) – nema þau sem vinna alla bikara sem í boði eru – og slíkt einfaldlega gerist ekki.

    Það kemur að sjálfsögðu sérstök upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn á Anfield South á sunnudaginn. En það er rétt að minna á að á föstudagskvöld ætla stelpurnar okkar að mæta á Anfield og spila þar gegn United í deildinni. Þetta er einn af þrem leikjum sem var alltaf planað að þær myndu spila á Anfield á þessari leiktíð; sá fyrsti var gegn City, svo kemur þessi leikur, og svo verður endað á að spila við Everton síðar í vor. Gengið á Anfield í gegnum tíðina hefur óneitanlega verið frekar slappt. Þ.e. liðið á enn eftir að krækja í stig þegar þær hafa spilað á Anfield, og fyrsta markið kom ekki fyrr en í haust í leiknum gegn City þegar Olivia Smith skoraði fyrsta markið. En eins og máltækið segir: það styttist alltaf í fyrsta sigurinn. Það yrði nú ekki leiðinlegt ef hann kæmi gegn United…? Það verður Amber Whiteley sem stýrir stelpunum okkar í sínum þriðja leik eftir að Matt Beard var látinn fara, og árangurinn er nú bara með albesta móti: tveir sigrar af tveim mögulegum, þ.e. sigur gegn Palace í deild og Arsenal í bikar, báðir á útivelli. Amber hefur fært liðið til baka í að spila 433, og hefur gefið Gemmu Bonner og Jasmine Matthews það hlutverk að vera í hjarta varnarinnar, þrátt fyrir að þær séu ekkert að verða yngri. Þær hafa klárlega sýnt að þær eru traustsins verðar í þessum tveim leikjum, en nú reynir fyrst á þær af einhverju viti.

    Semsagt; við mælum með að stilla á Liverpool spila á Anfield á föstudagskvöld kl. 19:15 (Youtube linkur dettur inn um leið og liðið kemur), og svo að horfa á Liverpool spila á Anfield South á sunnudaginn kl. 16:30 í úrslitum deildarbikarsins.

    Annars er orðið laust.

  • Liverpool 0 – 1 PSG, PSG áfram eftir vító. (Leikskýrsla)

    Mörkin

    ’13 Dembele (0-1)

    Hvað gerðist markvert í leiknum?

     

    Okkar menn byrjuðu af gríðarlegum krafi og  náðu fyrstu tíu mínuturnar og náðu að skapa sér tvö eða þrjú afar álitleg færi. Það voru þó gestirnir sem nýttu sitt færi. Á þrettándu mínútu náðu Barcola og Dembele að sameina krafta sína í leifturfljótri skyndisókn, sem endaði með því að Dembele skaut sér fram hjá hafsentunum okkar og náði í bolta sem Konate hefði líklega átt að skilja eftir fyrir Alisson.

    Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Parísarmenn með vindinn í bakið. Það var ekki að okkar menn spiluðu illa, en gestirnir virtust eiga mun auðveldara með að skapa færi og við gátum þakkað Becker fyrir að staðan væri ekki verri. Næstum allt virkaði hjá Liverpool, en ekki nóg til að jafna.

    Fyrstu 30 mínútur seinni hálfleiks voru hreinlega frábær fótbolti á báða bóga og líklega besti hálftíma af fótbolta á Anfield í vetur. Bæði lið léku á alls oddi, okkar menn meira með boltann en allar skyndisóknir þeirra frönsku hættulegar. En fjárans tuðran vildi ekki inn!

    Það dróg til tíðinda á 73. mínútu, miður góðra. Trent hoppaði í tæklingu og festi stóru tá í grasinu. Niðurstaðan var að hann sneri svakalega upp á öklan á sér og verður væntanlega frá í í einhverjar vikur. Í stað hans koma Quansah inn á og þessu ótengd sendi Slot Nunez inn á fyrir Jota.

    Það sem eftir lifði hálfeiks róaðist aðeins leikurinn, en ekki mikið. Liverpool, var meira með boltann, sköpuðu fleiri færi en sama hvað þeir gerðu náður þeir ekki að skora. Framlenging niðurstaðan eftir 180 mínútur.

    Það var vítaspyrnufnykur af framlengingunni frá fyrstu mínútu hennar. Þreyttar lappir báðum megin og ákveðin vonbrigði að varamenn okkar næðu ekki að koma inn af meiri krafti. PSG náðu yfirhöndinni í seinni hálfleik en hinn guðdómlegi Alisson Becker varði þeirra besta skot á ramman. Satt best aðs segja var maður afar feginn þegar að vítakeppninni kom.

    Því miður reyndist vítakeppninn okkur ekki hagstæð. Salah stór fyrir sínu en Nunez og Jones tóku hreint út sagt skelfileg víti sem Donnarumma varði léttilega, á meðan PSG liðar skoruðu öruggt úr sínum.

    Hvað réði úrslitum?

    Færanýting, öllu heldur skortur á henni var ástæðan fyrir að okkar menn náðu ekki að klára verkefnið í kvöld.

    Hverjir stóðu sig vel?

    Fyrir utan ein hrikaleg mistök í upphafi leiks voru varnarlínan og sérstaklega Alisson virkilega flottir í dag. Sama miðjan og gatt ekki neitt fyrir viku voru miklu betri í þessum leik, en þetta var ekki leikur þar sem einn maður stóðu uppúr. Quansah verður að fá mikið hrós fyrir hvernig hann kom inn á, lang besta skiptingin í leiknum.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Sóknarlínan eins og hún lagði sig hefði mátt standa sig mun betur í þessum leik. Miðað við þann urmul færa sem voru sköpuð í þessum leik er ótrúlegt að ekkert mark hafi verið saknað. Diaz og Salah voru í það minnsta að pressa vel, Jota var heillum horfin. Verst var samt að skiptingarnar hans Slot virtust ekki hafa nein jákvæð áhrif á leikinn

    Umræðan eftir leik

    Ef Konate og Trent eru illa meiddir gæti þetta reynst rándýr leikur fyrir næstu vikur.

    Það er ofboðslega langt síðan Liverpool spilaði við lið og hitt liðið virtist í betra formi. Í lok framlengingar voru okkar menn á keyra á gufunni einni saman, á meðan PSG virtust geta hlaupið endalaust.

    Ömurlegur endir á Meistardeildinni í ár staðreynd, ótrúlega fúlt eftir að hafa stútað riðlakeppninni.

     

    Hvað er framundan?

    Það er heimsókn á Anfield South um helgina og dolla í boði!

  • Byrjunarliðið tilbúið: Jota byrjar, Gakpo á bekknum

    Þá er Slot búin að ákveða hverjir eru í byrjunarliðinu í stærsta leik tímabilsins á Anfield (hingað til). Ljóst að okkar menn þurfa að spila mun betur en í síðasta leik liðanna til að ná í góð úrslit, vonandi að þeir komi inn jafn trylltir og stuðningsmennirnir á pöllunum verða.

     

    Image

     

    Gestirnir eru ekki svo góðir að pósta flottum myndum af byrjunarliðinu á samfélagsmiðlum, en þeir munu vera með eftirfarandi leikmenn inná:

    Paris Saint-Germain (4-3-3): Donnarumma; Hakimi, Marquinhos, Pacho, Mendes; Neves, Vitinha, Ruiz; Kvaratskhelia, Dembélé, Barcola

    Subs: Safonov, Tenas, Kimpembe, Ramos, Doué, Lee, Hernández, Mayulu, Zaïre-Emery, Beralso, Mbaye

    Anfield skelfur af spenningi ásamt öllum tengdum Liverpool, KOMA SVO STRÁKAR!!!

     

     

  • Gullkastið – PSG og Anfield South

    Bilið breikkaði um tvö stig í viðbót í deildinni og staðan orðin vægast sagt góð. Seinni leikurinn gegn PSG er næst á dagskrá og Wembley um helgina. Liverpool spilar bara stórleiki.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    MP3: Þáttur 512

  • PSG á morgun

    Hugtakið “smash’n grab” var notað svolítið mikið í síðustu viku eftir fyrri leik okkar manna gegn PSG sem fór fram í París. Og svosem ekkert skrýtið, það mætti alveg halda því fram að þetta hafi verið ósanngjörn úrslit, en þegar öllu er á botninn hvolft þá er fótbolti íþrótt þar sem það lið sem skorar fleiri mörk vinnur. Önnur tölfræði – hvort sem hún heitir xG, possession eða hvað annað, skiptir bara nákvæmlega ENGU máli.

    En það er ljóst að fyrri leikurinn – þó hann hafi unnist – var stórt rautt flagg fyrir okkar menn. Það þurfti topp-heimsklassa leik hjá Alisson okkar Becker til að koma í veg fyrir að PSG næði að skora, og svoleiðis frammistaða er einfaldlega ekki eitthvað sem er hægt að stóla á. Vonandi var ekkert annað í gangi þarna en klassískur glímuskjálfti, og eins gott að hann sé horfinn núna.

    Liverpool fer inn í þennan leik hafandi tilkynnt í dag að Adidas (sem af einhverjum ástæðum er bara kallað adidas með litlum staf í fréttatilkynningunni) verði opinber framleiðandi allra Liverpool búninga frá og með næsta tímabili. Þetta voru fínustu 5 ár með Nike, en það er ágætt að skipta reglulega. Það er talsvert síðan að það fóru að leka á netið myndir af búningum næsta tímabils, og þessi ráðahagur er nú eiginlega búinn að vera öllum ljós í einhvern tíma, en er loksins opinber frá og með deginum í dag. Það er talað um að líklega sé þessi samningur að skila hátt í 100M punda á ári, þá reyndar með öllum bónusum.

    Andstæðingarnir

    Ívar okkar fór ágætlega yfir sögu Parísar í upphituninni í síðustu viku, og sögu PSG má finna í upphituninni sem hann linkaði á. Við förum því ekki í þá sálma hér.

    Það fór ekkert á milli mála að PSG liðið kom fullt sjálfstrausts inn í leikinn í síðustu viku, og hafði enda ekki tapað síðan í lok nóvember þegar þeir heimsóttu Bayern München í Þýskalandi. Þar á undan höfðu þeir síðast tapað á heimavelli þann 6. nóv þegar Atletico kom í heimsókn. Þeir eru því búnir að vera á gríðarlegri siglingu síðustu 4-5 mánuðina.

    PSG spiluðu um helgina rétt eins og okkar menn, en leyfðu sér að hvíla megnið af aðalliðinu sínu þegar þeir heimsóttu Rennes á laugardaginn og fóru með 1-4 sigur af hólmi. Eftirtaldir leikmenn sem voru í byrjunarliðinu fyrir viku síðan voru ekki í byrjunarliði á laugardaginn: Donnarumma, Hakimi, Marquinos, Mendes, Vitinha, Ruiz, Kvaratskhelia og Dembélé. Pacho, Neves og Barcola sem byrjuðu á miðvikudaginn byrjuðu líka leikinn á laugardaginn, þeir Dembélé, Mendes, Vitinha og Kvaratskhelia komu inná síðasta hálftíma leiksins, en Hakimi spilaði síðasta korterið. Þeir mæta því að mestu óþreyttir í leikinn.

    Munum nú samt að í Barca leiknum fræga vorið 2019, þá held ég að allt Barcelona liðið hafi hvílt helgina á undan. Stundum þá hjálpar að vera kominn í góðan rytma.

    Það breytir því samt ekki að við skulum reikna með þeim að minnsta kosti jafn öflugum eins og fyrir viku, og nú mæta þeir í hefndarhug. Eru líka með bakið upp við vegg, rétt eins og strákarnir okkar voru í Barca leiknum góða. Ekkert annað í boði en að eiga toppleik gegn þeim.

    Okkar menn

    Slot og Jota sátu fyrir á blaðamannafundi í dag, þar kom fram að Cody Gakpo er mættur til æfinga og verður í hóp á morgun. Szoboszlai spilaði fyrri hálfleikinn á laugardaginn og var alls ekki góður, MacAllister spilaði þann seinni og var eins og hann á að sér, verandi heimsmeistarinn sem hann er. Þá er það spurningin um Gravenberch, sem spilaði megnið af leiknum á laugardaginn og fór ekki útaf fyrr en þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Manni finnst hafa verið smá þreytumerki á honum upp á síðkastið, og ef það ætti að hvíla einhvern miðjumannanna gegn PSG þá væri það hann. En svo á hinn bóginn þá er hann náttúrulega ógeðslega góður þegar hann er í stuði. Reikna frekar með að sjá hann meðal fyrstu 11 þegar liðið verður gefið út.

    Svo er það spurningin með sóknarlínuna. Eða sko, það er auðvitað engin spurning að Salah byrji, ÞÓ svo að Ramadan sé komið í gang og verði þar til í lok mars (guði sé lof fyrir að það eru ekki fleiri leikir í mars en þeir eru! Jújú það er víst einhver leikur á Wembley um næstu helgi líka…). Það að Jota skyldi mæta á blaðamannafundinn er mögulega vísbending um að hann eigi að byrja, en svo á hinn bóginn þá var hann að ströggla fyrir viku, og liðið hrökk eiginlega í gang um leið og Nunez kom inná. Talandi um þann kappa, þá stimplaði hann sig heldur betur inn á laugardaginn með þessu líka fína slútti og með því að vinna vítaspyrnu rúmlega mínútu síðar. Þarna sást í þennan Darwin sem við elskum öll, og elskum að hata eða hötum að elska þegar hann klúðrar færunum sínum. Ég ætla að veðja á að Slot gefi Nunez sénsinn, mögulega byrja þeir bara báðir, hann og Jota. Díaz er jú búinn að spila helling upp á síðkastið, og ég efast um að Gakpo verði hent út í djúpu þegar byrjunarliðið verður valið.

    Annar leikmaður sem var búinn að vera aðeins úti í kuldanum en hefur stimplað sig inn síðustu vikuna eða svo er Harvey Elliott. Nú er hann búinn að eiga tvær fínar innkomur af bekknum, er það nóg til að hann byrji? Líklega ekki, og kannski hentar það honum bara vel að koma inn af bekknum gegn ögn lúnum andstæðingum.

    Téður Elliott er svo einn þeirra sem er á hættusvæði þegar kemur að gulum spjöldum. Við vonum jú öll að okkar menn vinni þetta einvígi og komist í 8 liða úrslitin, en nokkrir leikmenn verða í banni þar fái þeir gult í þessum seinni PSG leik. Þetta eru þeir Elliott, Ibrahima Konate, Alexis Mac Allister, Andy Robertson og Virgil van Dijk. Semsagt, sumir verða að passa sig.

    Spáum liðinu því svona:

    Alisson

    Trent – Konate – Virgil – Robbo

    Grav – Macca

    Salah – Szoboszlai – Nunez

    Jota

    Undirritaður yrði samt ekkert hissa þó Jones, Elliott, Díaz eða Gakpo sæjust í byrjunarliði. Hissið yrði aðeins meira ef t.d. Chiesa eða McConnell myndu byrja.

    Okkar menn fara í 8 liða úrslitin, segjum 2-1 sigur með mörkum frá Macca og Virgil. Myndi alveg taka jafntefli, þó svo það myndi þýða sprengitöflur síðustu mínútur leiksins.

    KOMA SVO!!!!!

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close