Latest stories

  • Gullkastið – Slot Vélin Farin Að Malla

    Liverpool er á toppi Úrvalsdeildarinnar og með fullt hús stiga í Meistaradeildinni eftir leiki vikunnar þrátt fyrir að hvorugur hafi verið einhver flugeldasýning sem verður í minnum höfð. Áhugaverð úrslit í öðrum leikjum vikunnar og framundan er útileikur í London sem er síðasta verkefnið fyrir næsta landsleikjahlé.
    Það koma svo tveir inná miðjuna í Öguverk liðinu

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

    Ef fólk vill skoða upphitun á síðunni fyrir leikinn við West Ham á morgun er hana að finna hér á þessum hlekk.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 489

  • Liverpool 2-0 Bologna

    Mörkin

    1-0 Mac Allister (11.mín)
    2-0 Salah (75. mín)

    Hvað réði úrslitum

    Tréverkið og Mo Salah. Þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik þá lagði Salah upp fyrsta markið og skoraði alveg ágætis mark sjálfur, sem gaf okkur smá svigrúm síðasta korterið eða svo. Við þurftum svo á tréverkinu að halda, bæði stöng og slá, en það er í raun merkilegt að við höfum haldið hreinu í þessum leik. Við þiggjum það, og stigin þrjú!

    Í öðrum fréttum er það helst að Gravenberch er líklega maður leiksins enn eitt skiptið – var frábær í dag, virkilega góður á boltann og býr til svo mikið pláss með hraða sínum og tækni. Ég viðurkenni það fúslega að ég hafði litla sem enga trú á að hann myndi ráða við þetta hlutverk eftir að Zubamendi kaupin duttu uppfyrir en skal glaður éta þann sokk!

    Hvað þýða úrslitin

    Það er frekar einfallt, 6 stig af 6 mögulegum og stórir leikir framundan í meistaradeildinni eftir landsleikjahlé þegar við heimsækjum RB Leipzig áður en við tökum á móti Leverkusen og Real Madrid!

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Erfitt að benda á eitthvað eitt en á stórum köflum í leiknum (utan fyrstu 20 mínúturnar eða síðustu 15 mínúturnar þó síðari hálfleikur hafi verið mun skárri) fannst manni við hafa algjöra stjórn á lelknum. Gestirnir sköpuðu sér óþægilega mikið af færum og voru að valda okkur heilum helling af vandræðum. Við þurftum á stönginni, slánni og Alisson að halda í dag, í leik sem á sama tíma og átti að vera “rútínu” sigur en að sama skapi leikur sem varð að vinnast.

    Maður hefði alveg þegið það að við hefðum verið aðeins þéttari og með meiri stjórn á leiknum – til að geta hvílt sig meira á boltanum í bland við að skipta lykilmönnum fyrr útaf. Maður á samt ekki að kvarta of mikið þegar liðið vinnur í meistaradeildinni og heldur hreinu í þokkabót.

    Næsta verkefni

    Eftir sem áður, það er leikur á 3-4 daga fresti, næst er það Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn áður en annað landsleikjahlé tekur við, merkilegt alveg.

    Þar til næst

    YNWA

  • Liðið gegn Bologna

    Liðið klárt sem mun ganga inn á Anfield í kvöld og mæta þar liði Bologna:

    Bekkur: Kelleher, Jaros, Tsimikas, Gomez, Quansah, Bradley, Endo, Jones, Morton, Nyoni, Gakpo

    Jota ekki klár í slaginn eins og hafði frést, og Chiesa ekki heldur. Maður hefði svosem alveg séð Slot rótera eitthvað aðeins, en það er bara skellt í sterkasta liðið sem völ er á.

    3 stig yrðu aaaaafar vel þegin í kvöld.

    KOMA SVO!!!!


    Þess má geta að stelpurnar okkar eru að spila núna kl. 18 gegn erkifjendunum í United á þeirra heimavelli í deildarbikarnum. Það er róterað hressilega enda sú keppni sem minnst áhersla er á, og þar lítur liðið svona út:

    Laws

    Silcock – Fahey – Matthews

    Evans – Lundgaard – Shaw – Daniels

    Kapocs – Kiernan – Enderby

    Bekkur: Spencer, Parry, Bonner, Nagano, Hinds, Höbinger, Smith, Roman Haug

    Gallinn við þennan leik er hins vegar að hann er hvergi sýndur – nema á MUTV – og það er Ekki. Feitur. Séns. Í. Helvíti að maður fari að skrá sig þar. Svo við munum bara frétta af úrslitunum í gegnum gömlu góðu gufuna síðar í kvöld (eða þetta fyrirbæri sem menn kalla internetið).

  • Liverpool-Bologna

    Annar leikurinn í Meistaradeildinni, aftur gegn ítölsku liði en að þessu sinni á heimavelli. Það er þó ekki úr vegi að skoða aðeins bakgrunn og rætur félagsins og borgarinnar, svo við áttum okkur betur hverju má búast við frá andstæðingum Liverpool (með smá hjálp frá Chatgpt).

    Borgin

    Bologna er borg á Norður-Ítalíu, með ríka sögu sem spannar yfir tvö árþúsund. Bologna var upphaflega byggð af Etrúrum á 6. öld f.Kr. og varð síðan að rómverskri nýlendu undir nafninu Bononia árið 189 f.Kr. Á tíma Rómaveldis var hún mikilvæg miðstöð verslunar, sökum staðsetningarinnar, á milli Po-sléttunnar og Appennínafjalla. Staðsetningin er raunar alveg fáránlega góð, á miðjum norður-Ítalíuskaga, stutt í allar áttir, t.d. til Flórens, Pisa, Genoa og Mílanó. Eftir fall Rómaveldis varð borgin að hluta af ýmsum konungsríkjum, þar á meðal Langbarðaveldi og síðar veldi Karls mikla.

    Á miðöldum náði Bologna nýjum hæðum, einkum eftir stofnun Háskólans í Bologna árið 1088, en hann er elsti háskólinn í heiminum. Háskólinn dró til sín nemendur frá öllum heimshornum og gerði Bologna að mennta- og fræðslumiðstöð Evrópu. Á 12. öld tók borgin upp sjálfstjórn sem borgríki og varð hluti af bandalögum borga sem börðust gegn valdi Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Þessi tími einkenndist af efnahagslegum uppgangi, sem sást meðal annars í byggingu hinna frægu turna, Asinelli og Garisenda.

    Í endurreisnartímanum var Bologna enn menningar- og listamiðstöð. Borgin varð hluti af Páfaríkinu árið 1506 og hélt áfram að vaxa og þróast. Þegar Ítalía var sameinuð á 19.öld varð Bologna að hluta af hinu nýja ítalska ríki. Á 20. öld leiddi borgin inn í tíma iðnvæðingar og varð mikilvæg miðstöð stjórnmála og menntunar þar sem róttækir sósíalistar og andfasistar létu til sín taka á fyrri hluta aldarinnar. Borgin er kannski Neskaupstaður – Litla Moskva – þeirra Ítala (í pólitískum skilningi) því oftast nær hefur róttækni einkennt borgina og meirihlutinn í borgarstjórn oftast verið vinstri sinnaður. Líklega er það vegna áhrifa háskólastúdenta í gegnum aldirnar.

    Í dag er Bologna þekkt fyrir að vera bæði söguleg og nútímaleg borg. Hún er fræg fyrir einstaklega vel varðveittan miðbæ sinn, matarmenningu og virkt háskólalíf. Það sem gerir hana sérstaka er hvernig hún hefur haldið í fornleifafræðilegan og menningarlegan arf sinn, allt frá rómverskum tímum til miðalda, á sama tíma og hún heldur áfram að vera lífleg, nýsköpunarmiðuð borg.

    Íþróttirnar

    Íþróttir gegna mikilvægu hlutverki í Bologna, og borgin á sér langa íþróttahefð, sérstaklega í fótbolta en ekki síður í körfubolta. Bologna FC 1909 er fótboltalið borgarinnar og er eitt af elstu og virtustu liðum Ítalíu. Liðið var stofnað árið 1909 og hefur náð ágætis árangri í gegnum tíðina. Helstu afrek félagsins eru sjö ítalskir meistaratitlar. Bologna FC leikur heimaleiki sína á Stadio Renato Dall’Ara.

    Bologna á einnig sterka hefð í körfubolta. Körfuboltaliðin Virtus Bologna og Fortitudo Bologna eru bæði þekkt á Ítalíu og í Evrópu. Virtus Bologna, oft nefnt “La Vu Nera,” er eitt af sigursælustu liðum Evrópu og hefur unnið bæði ítalska meistaratitla og Evrópukeppnir. Fortitudo Bologna, með sterka stuðningsmenn og langa sögu, hefur einnig unnið marga titla. „Derby di Bologna,“ leikurinn á milli Virtus og Fortitudo, er alvöru derbyleikur sem Bolognabúar bíða eftir með mikilli eftirvæntingu, kannski eins og scouserarnir bíða spenntir eftir Liverpool-Everton.

    Auk fótbolta og körfubolta eru íþróttir eins og blak, sund og hjólreiðar vinsælar í Bologna. Bologna er því borg sem státar af öflugu íþróttalífi, með djúpum rótum í hefðbundnum keppnisgreinum sem njóta mikils stuðnings og ástríðu meðal íbúa.

    Bologna FC 1909

    Saga Bologna FC 1909 er nokkuð litrík. Félagið var stofnað 3. október 1909 af Emilio Arnstein, austurrískum innflytjanda sem hafði áður stofnað fótboltafélag í Vínarborg. Bologna FC hóf þátttöku í ítölsku deildakeppninni á fyrstu áratugum 20. aldar, og á þriðja og fjórða áratuginum var félagið eitt af sterkustu liðum landsins.

    Árið 1925 vann Bologna sinn fyrsta ítalska meistaratitil. Liðið hélt áfram að blómstra og bætti við fleiri titlum á fjórða áratuginum, þar á meðal Evrópubikar í París með sigri á Chelsea árið 1936, en það var óopinber Evrópumeistaratitill á þeim tíma. Bologna vann í heildina sjö ítalska meistaratitla, þar af fjóra á milli 1936 og 1941 sem gerði þá að stórveldi í ítölskum fótbolta.

    Eftir seinni heimsstyrjöldina missti Bologna nokkuð af fyrri styrk sínum en vann síðasta ítalska meistaratitil sinn árið 1964. Á þessum tíma var liðið þekkt fyrir baráttuhug og stolt sem endurspeglaði gildi borgarinnar sjálfrar. Lokasigurinn í Serie A 1964 var dramatískur, þar sem Bologna þurfti að spila úrslitaleik gegn Inter Milan eftir að hafa lokið tímabilinu jafnt að stigum. Bologna vann 2-0 og tryggði sér sjöunda og síðasta meistaratitilinn í sögu félagsins.

    Á síðari hluta 20. aldar tók að halla undan fæti. Þeir urðu bikarmeistarar árið 1970 en félagið lenti síðar í fjölda fjárhagslegra vandamála og féll nokkrum sinnum úr efstu deild á níunda og tíunda áratuginum.

    Undanfarið hefur Bologna verið með þokkalega stöðugt lið í Serie A þótt það hafi ekki unnið stærri titla síðan á gullaldarárum sínum. Félagið nýtur samt óbilandi stuðnings stuðningsmanna sinna, sem eru þekktir fyrir tryggð sína og ástríðu. Heimavöllurinn, Stadio Renato Dall’Ara, er staður með mikla sögu, og þar spilar liðið heimaleiki sína. Reikna má með stappfullri útiliðsstúku af háværum og ástríðufullum stuðningsmönnum þegar þeir mæta á Anfield.

    Liðið

    Í síðasta leik gerði Bologna 1-1 jafntefli á heimavelli gegn fjandvinum okkar í Atalanta. Liðið sem lék þann leik var svona:

    Lukasz Skorupski. Skorupski er pólskur landsliðsmarkvörður sem hefur verið fastamaður í marki Bologna undanfarin ár.

    Varnarlínan var skipuð austurríska landsliðsmanninum Stefan Posch sem var hægri bakvörður og Jhon Lucumí var við hliðina á Posch í vörninni. Lucumí er kólumbískur varnarmaður sem fékk rautt spjald í síðasta leik. Hollendingurinn Sam Beukema. Hann gekk til liðs við Bologna FC árið 2023 frá AZ Alkmaar. Charalampos “Babis” Lykogiannis er loks grískur vinstri bakvörður (sounds familiar?) sem kom frá Cagliari árið 2022 og berst nú um stundir við Kostas okkar Tsimikas um byrjunarliðsstöðu í gríska landsliðinu.

    Á miðjunni voru svo Svisslendingarnir Remo Freuler og Michel Aebishcer ásamt hinum bráðefnilega Ítala, Giovanni Fabbian. Einhverjir gætu munað eftir Freuler og Aebischer frá EM í sumar en þeir spilðu báðir mjög vel, öflugir leikmenn.

    Sóknarlínan var síðan skipuð ítalska landsliðsmanninum Riccardo Orsolini, hinum bráðefnlega Argentínumanni Santiago Castro, og loks enn einum Svisslendingnum í Dan Ndoye. Ndoye er eldsnöggur kantmaður sem gæti alveg gert okkar mönnum lífið leitt. Fyrirliðinn þeirra, Skotinn Lewis Ferguson er meiddur.

    Þetta er alveg nokkuð sterkt lið á blaði en þeir eru samt í 13.sæti Serie A, búnir að gera fjögur jafntefli í fyrstu sex leikjunum. Sýnd veiði en ekki gefin, við getum búist við baráttuhundum sem eiga eftir að liggja í vörn og beita öllum mögulegum og ómögulegum brögðum til að pirra okkar menn.

    Þjálfarinn heitir síðan Vincenzo Italiano og er (surprise, surprise) Ítali sem var m.a. áður hjá Fiorentina.

    Liverpool

    Nú verður fróðlegt að sjá hvað Arne Slot gerir. Mér hefur fundist hann vera smátt og smátt að finna út úr því hverjum hann treystir best, það sást gegn Wolves að hann var ekkert að skipta af óþörfu þegar staðan var tæp.

    Eftir snúinn leik á laugardaginn geri ég samt ráð fyrir töluverðum breytingum.

    Liðið getur fyrir mína parta litið allt öðruvísi út. T.d. gæti Endo eða Gravenberch komið inn fyrir McAllister, Trent og Robbo gætu byrjað, Konate gæti byrjað o.s.frv. Eftir þennan leik vitum við töluvert meira um hvernig Arne Slot sér liðið og hópinn, og mögulega sjáum við hvernig hann mun rótera þegar líða tekur á tímabilið.

    Ég held að úrslit leiksins fari töluvert eftir uppstillingu okkar manna. Þetta verður ekki auðveldur leikur, Bologna eru komnir til að berjast en við vinnum 2-0.

  • Stelpurnar mæta Dagný Brynjars og félögum

    Næsti leikur hjá kvennaliðinu er á dagskrá núna kl. 14 að íslenskum tíma, þær eru komnar til Lundúna og hitta þar fyrir lið West Ham. Þar fer að sjálfsögðu Dagný Brynjars fremst í flokki, hún er komin aftur á völlinn eftir að hafa eignast sitt annað barn.

    Hamrarnir spiluðu gegn United á (nánast tómum) Old Trafford í fyrstu umferð og töpuðu þar 3-0, svo þær vilja alveg örugglega rétta sinn hlut í þessum leik. Okkar konur tóku á móti Leicester á St. Helens um síðustu helgi og gerðu 1-1 jafntefli, Leicester hafa löngum reynst óþægur ljár í þúfu og það var raunin í þeim leik. En vissulega var það líka þannig að Matt vildi meina að liðið ætti þá ca. viku eftir til að komast í fullt leikform, og vonandi er það komið núna.

    Liðið er komið og lítur svona út:

    Laws

    Clark – Bonner – Matthews

    Parry – Nagano – Hinds

    Holland – Höbinger

    Smith – Roman Haug

    Bekkur: Spencer, Fahey, Silcock, Evans, Daniels, Lundgaard, Kiernan, Enderby, Kapocs

    Einna helst áhugavert að Matt Beard tekur Gemmu Evans úr byrjunarliðinu og setur Jasmine Matthews inn. Nokkuð ljóst samt að Gracie Fisk tekur þessa stöðu þegar hún kemur aftur úr meiðslum sem verður vonandi um næstu eða þarnæstu helgi. Hitt þarf svo ekkert að koma á óvart að hann spili með tvo dýrustu leikmennina uppi á topp, en það að eiga 3 sóknarmenn í þeirra stað á bekknum er ákveðið lúxusvandamál. Staðan á Teagan Micah er enn sú að hún er frá, rétt eins og Faye Kirby, svo það er aftur leitað í akademíuna fyrir varamarkvörð og Eva Spencer er því til taks á bekknum.

    Leikurinn er sýndur á Youtube

    Við myndum alveg þiggja eins og 3 stig í dag, og vonandi verður liðið beittara en það var um síðustu helgi.

    KOMA SVO!!!

  • Wolves – Liverpool 1-2

    Dansa við úlfa er gömul óskarverðlaunamynd með Kevin Kostner í aðalhlutverki en hún kom upp í hugan í dag,  því að í dag vorum við einmitt að gera það. Við vorum að dansa við þá í staðinn fyrir að drullast til þess að ganga frá þeim og það var helvíti pirrandi.
    Ekki merkilegur leikur og meiri líkur að ég horfi á bíómyndina aftur en þennan leik.

    Mörkin

    0-1 Konate (45 mín)
    1-1 Ait-Nouri (56 mín)
    1-2 Salah (61 mín víti)

    Hvað réði úrslitum?

    Fyrri hálfleikur fer nú ekki á spjöld sögunar fyrir skemmtanagildi en okkar strákar voru rosalega lengi í gang og var lítið í ganga lengi framan af. Við vöknuðum undir lok hálfleiksins og átti Sly að koma okkur yfir eftir frábæra sendingu frá Andy og fór maður að halda að þetta yrði einn af svona dögum liðsins en Jota átti rétt fyrir lok hálfleiks flotta sendingu inn í teigin þar sem Konate átta sig á því að hann er stór og sterkur ( stundum finnst manni að hann gleymi því) og stangaði boltan inn í markið.

    0-1 í hálfleik og þá er bara að sigla þessu heim.

    Við byrjuðum síðari hálfleik betur en heimamenn en þeir voru ekkert að ógna. Konate vildi fá smá spennu í þetta og ákvað að frjósa aðeins eins og gamall afruglari(já krakkar mínir hvað er nú það? spyrjið afa og ömmu) og gaf þeim jöfnurnar mark.
    Við vöknuðum aðeins við þetta og fengum víti skömmu síðar sem Salah skoraði úr en mitt persónulega álit er að hann eigi ekki að taka víti en það er allt önnur saga og fagnaði ég markinu innilega.
    Wolves fékk svo fínt færi á 72 mín þegar þeir virtust vera að sleppa í gegn en Konate átti geggjaða tæklingu en ég er ekki en þá búinn að fyrirgefa honum markið sem við fengum á okkur.
    Við náðum svo að halda þetta út en ekki var það fallegt.

    Hvað þýða úrslitin?

    Við erum í 1.sæti og er það mjög gaman en við þurfum að spila miklu betra en þetta ef við ætlum okkur að vera í þessari baráttu allt til enda.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Þessi rólega byrjun og lengi að komast í gang var frekar pirrandi.  Ekki getum við bent á að þetta sé hádegisleikur og ættu allir að vera löngu vaknaðir.
    Konate hefði mátt ekki gefa mark. Sumir segja að Alisson hefði auðvitað átt að koma út og grípa boltann og það má vel vera en Konate má ekki gera bara ráð fyrir því og hann átti að taka ábyrgð fyrst að hann var sá sem var með boltann.

    Leikmaður dagsins

    Það er erfitt að segja. Mér fannst eiginlega engin vera að standa sig frábærlega en ætla að láta Jota fá þetta fyrir stoðsendinguna og að fiska víti en maður er líka farin að taka Van Dijk sem sjálfsögðum hlut að eiga góða leik og mér fannst hann góður í dag. Ef Konate hefði ekki gefið þeim mark þá væri þetta hans titil.

    Hef smá áhyggjur af Salah þessa dagana en eftir frábæra byrjun þá er eins og að hann sé í smá niðursveiflu en vonandi nær hann sér fljótlega á strik.

    Næsta verkefni

    Bologna í meistaradeildinni á Anfield á miðvikudaginn og væri gott að koma okkur í góða stöðu þar með sigri.

    YNWA –  Það er yndislegt að vera með lið í 1.sæti og maður er ekki alveg sáttur sem segir manni á hvaða stall Klopp kom þessu liði á og Slot er að gera vel með í dag.

  • Wolves – Liverpool

    Það styttist í leik dagsins og er þetta Liverpool liðið sem ætlar sér að komast á toppinn með sigri.

    Hér er ekki verið að flækja hlutina. Þetta er hefbundið lið en þess má geta að Nunez er veikur og er því ekki valkostur af bekknum.

    YNWA

  • Úlfarnir heimsóttir

    Okkar menn bregða sér örlítið suður á bóginn á morgun og mæta það Wolverhampton Wanderers, eða Úlfunum eins og þeir eru nú alltaf kallaðir í daglegu tali. Merkilegt nokk þá er ekki um hádegisleik að ræða, heldur er þetta síðasti leikur dagsins í deildinni. 16:30 að íslenskum tíma nánar tiltekið.

    Andstæðingarnir

    Það verður nú seint sagt að andstæðingar okkar í næsta leik komi inn á einhverri blússandi siglingu. Eru í neðsta sæti deildarinnar (jafnir Everton), hafa ekki unnið leik (þar af aðeins gert eitt jafntefli – eins og Everton), og eru það lið sem hafa fengið á sig flest mörk (jújú, rétt eins og Everton). En það segir okkur bara eitt: BANANAHÝÐI.

    Til að bæta gráu (eða gulu í þeirra tilfelli) ofan á svart, þá er víst eitthvað um meiðsli, sem og að það er víst einhver vírus að ganga í leikmannahópnum. Þeir gætu því þurft að leita á náðir U21 liðsins síns fyrir varnarmenn. En þetta á þó eftir að koma í ljós á leikdegi, kannski verða einhverjir þeirra hressari í fyrramálið.

    Tengsl Úlfanna og Liverpool

    Eins og gengur þá hafa einhverjir leikmenn spilað með báðum liðum.

    Nærtækasta dæmið í dag er að sjálfsögðu Diogo Jota sem kom þráðbeint frá Úlfunum og hefur heldur betur stimplað sig inn í leikmannahóp Liverpool.

    Svo erum við með leikmenn eins og Ki-Jana Hoever sem var seldur til Úlfanna beint frá Liverpool fyrir dágóðan pening, er enn á skrá sem leikmaður Úlfanna en hefur síðustu misserin verið á láni hjá félögum eins og Auxerre í Frakklandi, Stoke, og PSV, og virðist ekki ætla að ná að festa sig í sessi sem aðalliðsleikmaður þar.

    Annar fyrrum leikmaður Liverpool sem átti svo eftir að spila með Úlfunum er Conor Coady. Var reyndar lánaður frá Úlfunum til Everton, en er núna kominn til Leicester.

    Þessi listi er alveg talsvert lengri, má þar nefna menn eins og Paul Ince, Sheyi Ojo, Robbie Keane, Jermaine Pennant o.fl. o.fl.

    Okkar menn

    Ef okkur hefði verið boðið að vera í þessari stöðu eftir 5 umferðir: í 2. sæti í deildinni með 12 stig, eitt mark fengið á sig í deild, sigur í fyrsta leik í CL og í fyrsta leik í Carabao, þá hefðum við hrifsað það boð úr höndunum á viðkomandi og sjálfsagt tætt hluta af skyrtuerminni með. Að ekki sé talað um meiðslalistann. Harvey Elliott sá eini sem er meiddur í einhvern lengri tíma – vonandi bara sirka 4 vikur í hann – og þó bæði Curtis og Alisson hafi verið frá vegna meiðsla þá hafa aðrir leikmenn stigið upp í þeirra stað, sérstaklega Kelleher.

    En eins og Slot sjálfur benti á, þá hafa þetta vissulega nánast eingöngu verið leikir gegn liðum úr neðri hluta deildarinnar. Reyndar er það svo að leikurinn sem tapaðist var jú akkúrat gegn liði í efri hluta deildarinnar, það eina sem kemur kannski pínkulítið á óvart er að það hafi verið Forest. Og þetta semsagt heldur áfram í næsta leik þar sem Úlfarnir eru neðstir. Þetta ætti því að vera nokkuð einfaldur leikur ekki satt?

    Því miður getum við bara ALLS EKKI slegið því föstu. Liðið hefur alveg sýnt ákveðin veikleikamerki, auðvitað sérstaklega í Forest leiknum, en að einhverju leyti líka í öðrum. Bournemouth náðu allnokkrum skotum á mark um síðustu helgi þó svo sigurinn hafi á endanum verið þægilegur 3-0 sigur. Fyrri hálfleikurinn gegn Ipswich var ekki góður, og svona mætti alveg telja eitthvað áfram. En auðvitað er það á endanum þannig að það eru engir auðveldir leikir í þessari deild, og ekki hægt að bóka nokkurn skapaðan hlut gegn nokkru einasta liði.

    Nema kannski gegn United.

    Nóg um það. Slot mun að öllum líkindum snúa beint í að stilla upp sínu sterkasta liði gegn Úlfunum, hann gat hvílt vörn og miðju vel í miðri viku (jújú Macca fékk nokkrar mínútur, bara til að halda sér heitum), Díaz hvíldi alveg og Salah fékk líka bara sínar hefðbundnu mínútur til að ná inn eins og einu marki eða svo.

    Þær gleðifréttir bárust að Alisson væri farinn að æfa aftur, en jafnvel þó svo það verði ákveðið á síðustu stundu að gefa honum ögn meiri tíma þá bara mun maður engar áhyggjur hafa með Kelleher í markinu. Það er alveg ljóst að hann er að fara eftir þetta tímabil, og bara spurning hve hátt hann kemst í töflunni. Manni finnst í raun engin spurning að hann geti labbað í liðið hjá nánast öllum liðunum í neðri hlutanum, og einhver í þeim efri sömuleiðis, þangað á hann auðvitað að stefna. Og við munum sakna hans þegar að því kemur að hann fer, svo njótum þess að sjá hann spila á meðan hans nýtur við. Líklega ekki á morgun samt.

    Spáum uppstillingunni svona:

    Gakpo gerði stórt tilkall til að byrja með frammistöðunni gegn West Ham, en þar sem Díaz hvíldi alveg og er búinn að vera jafnvel enn heitari en Cody, þá eru nú allar líkur á að Kólumbíumaðurinn byrji. Við verðum nú samt ekkert undrandi á að sjá Gakpo koma inná. Eins er líklegra að Jota byrji frekar en Nunez, þar sem sá síðarnefndi spilaði allan leikinn á miðvikudaginn en Jota var tekinn af velli eftir klukkutíma leik. Eins er Chiesa ekki að fara að byrja tvo leiki í röð verandi í ekki meiri spilaæfingu en hann er. Miðja og vörn velja sig svo gott sem sjálf.

    Þrátt fyrir þennan stóra bananahýðisstimpil sem er á þessum leik, þá ætla ég að spá því að liðið haldi uppteknum hætti, og vinni með 2+ mörkum. Segjum 2-0 þar sem Díaz og Szobo setja mörkin.

    KOMA SVO!!!!

  • Liverpool – West Ham

    Mörkin

    0-1 Quensah (sjálfsmark) 21.mín

    1-1 Jota 25.mín

    2-1 Jota 49.mín

    3-1 Salah 74.mín

    4-1 Gakpo 90.mín

    5-1 Gakpo 90.mín (+2)

    Hvað réði úrslitum

    Eftir seinna mark Jota varði Kelleher í tví- eða þrígang til að koma í veg fyrir að West Ham næði að jafna. Eftir þennan kafla þar sem Liverpool þurfti að standast ansi stífan ágang West Ham náði liðið að skora aftur og tryggja sigurinn, síðan var þetta walk in the park. Ef West Ham hefði skorað þarna hefði leikurinn þróast allt öðru vísi.

    Hvað þýða úrslitin

    Titilvörnin heldur áfram og ekki minnkar leikjaálagið. Ef hópurinn helst sæmilega heill er það allt í lagi því Arne Slot er með 22 leikmenn – eiginlega bara akkúrat nákvæmlega – sem hann vill að haldi sér í formi og geti komið sterkir inn í deild og Meistaradeild. Meðan 22 leikmenn (eða því sem næst) eru ómeiddir er bara geggjað að halda áfram í þessum bikar, bara vinna hann aftur..

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Klaufalegt mark sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik. Fyrst skallaði Bradley boltann í horn þegar engin hætta var á ferðum – en það er eitthvað sem gerist á háværum leikvöngum. Síðan kom klafs úr horninu, hálf aulalegt mark sem við fengum í andlitið.

    Næsta verkefni

    Úlfarnir um helgina í deildinni. Góð hvíld á a-liðið, magnað að geta stillt upp b-liði, mjög sterku liði af fullorðnum leikmönnum. Engir óreyndir unglingar að þessu sinni enda eru ekki 7-8 leikmenn á meiðslalistanum (crossing fingers).

    YNWA

  • Liðið gegn West Ham í deildarbikarnum

    Liðið er klárt og eins og gengur þá vissi enginn nákvæmlega hvað Slot ætlaði að gera. Hann róterar hressilega:

    Bekkur: Jaros, Virgil, Trent, Robbo, Macca, Szoboszlai, Morton, Salah, Díaz

    Það hvernig uppstillingin er nákvæmlega á eftir að koma í ljós. Kannski er þetta meira 4-2-4 með Jones og Endo í tvöfaldri sexu, og þá hugsanlega Nunez og Jota í fremstu víglínu? Þetta skýrist allt þegar leikurinn hefst. En Trey Nyoni er ekki einusinni á bekk, þrátt fyrir að hafa ekki verið í hóp með akademíunni í gærkvöldi.

    Sigur takk.

    KOMA SVO!!!!!

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close