Rennum í gegnum þetta. Byrjunarliðin voru eftirfarandi.
Arbeloa – Carragher – Skrtel – Riise
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres
Skiptingar Liverpool: Hyypia inn fyrir Skrtel 22. mín – Pennant inn fyrir Benayoun 78. mín – Babel inn fyrir Torres 98. mín.
Essien – Carvalho – Terry – A. Cole
Lampard – Makalele – Ballack
J. Cole – Drogba – Kalou
Skiptingar Chelsea: Malouda inn fyrir Kalou 70. mín – Anelka inn fyrir J. Cole 90. mín – Shevchenko inn fyrir Lampard 119. mín.
Fyrri hálfleikur:
Það var mikið í húfi í rigningunni í Lundúnum og leikmenn frekar stressaðir á upphafsmínútum leiksins. Chelsea byrjuðu leikinn miklu betur og Drogba átti fyrsta skotið á mark eftir 5 mínútuna leik en Reina sá við honum. Stuttu síðar fékk Torres færi eftir frábæra skyndisókn sem Benayoun og Gerrard sköpuðu en Spánverjinn lét verja frá sér. Drogba fékk svo annað færi, að þessu sinni dauðafæri en hann skaut boltanum rétt framhjá og vörn Liverpool út á þekju. Skrtel varð fyrir einhverju hnjaski og varð að fara að velli og láta hlúa að sér. Hann hélt áfram að kveinka sér og var skip útaf á 22. mínútu fyrir hinn 34. ára gamla Sami Hyypia. Minni hraði, meiri reynsla en klárlega áfall að missa Skrtel útaf og þurfa að breyta vörninni í miðjum leik. Á 33. mínútu fékk Kalou færi, þrumaði á markið, Reina varði en Drogba var mættur á fjærstöng og hamraði boltann í netið. Lierpool voru búnir að spila eins og ræflar fram að þessu og langt frá því að vera ásættanleg spilamennska hjá þeim. Sóknarleikurinn var ráðleysislegur og engin ógn var fram á við, leikmenn voru útúrtaugaðir og einföldustu sendingar voru að klikka. Ég átti von á að Liverpool myndu taka sig saman í andlitinu og rífa sinn leik upp eftir markið en annað kom á daginn. Chelsea voru miklu hættulegri. Þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig, Ballack tók hana og þrumaði boltanum rétt framhjá. Sendingar Liverpool voru skelfilegar, móttökurnar hræðilegar og sóknaraðgerðirnar voru eftir því. 1-0 í hálfleik og greinilegt að heimamenn réðu öllu sem fram fór inn á vellinum.
Síðari hálfleikur:
Sá síðari byrjaði með látum. Mascherano sendi boltann á Gerrard sem skallaði fyrir markið, þar var Kuyt mættur en Cech varði frábærlega og Hyypia missti af frákastinu. Lítið sem ekkert gerðist þangað til á 64. mínútu þegar að Benayoun tók á sprett af kantinum í átt að miðjum vítateig, lagði boltann í gegnum vörn Chelsea og hver annar en Fernando Torres var mættur og kláraði færið frábærlega. 1-1. Allt annað Liverpool lið mætt til leiks og baráttan og leikgleðin allt önnur en í fyrri hálfleik. Mascherano var farinn að taka brunabílinn og tækla um allan völl, Torres og Gerrard voru orðnir hreyfanlegri og liðið að spila mun betur. Leikurinn varð bragðdaufari eftir jöfnunarmarkið, völlurinn var þungur og hvorugt liðið var tilbúið að taka áhættuna. Liverpool voru þó sterkari aðilinn og líklegri ef eitthvað var. Leikmenn voru orðnir mjög þreyttir og gamli góði krampinn var farinn að líta dagsins ljós. Leikurinn fjaraði loks út og 1-1 kunnuglegar lokatölur. Framlenging staðreynd og rafmögnuð spenna á Brúnni.
Framlenging:
Liverpool byrjaði framlenginguna betur og áttu góða sókn, en hún varð bitlausari eftir slaka fyrirgjöf Riise sem hafði nægan tíma til að athafna sig. Örfáum andartökum síðar fékk Makalele boltann í hönd sína rétt fyrir utan vítateig en boltinn endaði aftur fyrir og hornspyrna. Gerrard tók hornið og Hyypia skallaði rétt framhjá. Liverpool miklu sterkari en svo kom slakur kafli sem kostaði okkur leikinn. Þeir töldu sig hafa skorað mark þegar Essien þrumaði boltanum í netið en Drogba tók sér stöðu fyrir framan Reina og því dæmd rangstaða og markið ekki löglegt, þar sem Drogba truflaði Reina í að reyna að verja. Stuttu síðar braut Hyypia á Ballack innan teigs. Lampard tók vítið og skoraði. Lítið var í gangi þar til að Drogba bætti við öðru marki sínu í leiknum. Það atvikaðist þannig að Anelka slapp bakvið Riise sem taldi Anelka rangstæðan, Carragher spilaði hann hins vegar réttstæðan og Anelka sendi boltann fyrir þar sem Drogba var mættur og skoraði. Þegar 10 mínútur voru eftir af framlengingunni fannst mér Liverpool hæglega geta fengið vítaspyrnu þegar Hyypia var felldur inn í teig, en dómarinn dæmdi ekkert. Þetta virtist vera að fjara út en þegar um 4 mínútur voru eftir þrumaði Ryan Babel boltanum upp í Samúel Örn og minnkaði muninn í 3-2. En þar við sat og Chelsea komnir í úrslitaleikinn í Moskvu.
Ég á ekki eitt aukatekið orð. Ég sit hérna lamaður. Ég veit hvorki í þennan heim né annan. Nei í alvöru, allt sem ég skrifa hér fyrir neðan myndi ég taka með fyrirvara. Ég hugsa ekki skýrt, þetta er martröð.
Maður leiksins:
Ég ætla að velja Jamie Carragher og Pepe Reina menn leiksins. Ég get ekki gert upp á milli þeirra. Carra barðist allan tímann og átti eina bestu tæklingu sem ég hef séð og það var enn betra að Drogba varð fyrir henni. Carragher er bara þessi leikmaður sem á solid 90. mínútur. Reina varði ég veit ekki hvað mörg skot sem skoppuðu fyrir framan hann í rigningunni, var fljótur að koma boltanum í leikinn og það er ekki hægt að kenna honum um neitt af þessum mökrum sem hann fékk á sig. Hinir voru of kaflaskiptir, Carra og Reina spiluðu vel ALLAN tímann. Mér fannast hræðilegt að sjá varnarvinnu Arbeloa í þessum leik, skelfilegt. Ég er ekki að koma með einhver ósanngjörn skítköst hérna eftir leik. Eins og ég upplifði þetta þá fannst mér Arbeloa eiga í vandræðum með ótrúlega margar sendingar og staðsetningar hans varnarlega voru oft út í hött. Ég var ánægður með Benayoun í 10 sekúndur þegar hann lagði upp jöfnunarmarkið en annars var hann ekki sannfærandi. Torres kláraði sitt færi vel og ég átta mig ekki á því af hverju hann fór útaf. Ég hlýt að hafa misst af því þegar hann meiddist eða þegar hann bað um skiptingu eða eitthvað.
Nú er þetta tímabil búið. Við erum ekki að keppa að neinu úr því sem komið er. 4. sætið er okkar, við erum dottnir úr leik í öðrum keppnum. Næsti leikur er gegn Man City á laugardaginn. Ég bara get ekki farið út í frekari umræðu um þennan leik, því miður. Ég skal ræða þetta seinna, þ.e.a.s taktíkina, skiptingarnar, Avram Grant, Rafa Benítez, dómgæsluna og það allt. En núna ætla ég að fara og leggjast í þunglyndi. Við heyrumst.
YNWA.
OOOOJÁ!!! CHELSEA ERU BESTIR!
ÞETTA ER OF SÆTT TIL AÐ GETA VERIÐ SATT!
Sjaldan verið eins sárt að tapa svona leik, þvílik vonbrigði akkurat þegar maður heldur að þetta sé að verða komið! Hyppia átti að fá víti það er pottþér.
…og markið hjá Essien átti að standa!
Frábær leikur, ömurleg úrslit. Samt er ég ekkert svo svekktur:) Kannski er þetta allur bjórinn að tala. Hvað segja samt andfótboltamenn núna, frábæru sóknarliðin ManUre og Barca skora eitt mark í tveim leikum meðan ömurlegu varnarliðin Liverpool og Chelsea skor sjö mörk í tveim leikum.
Til hamingju Chelsea.
YNWA
ÍR, kanntu enga mannasiði?
Sama hér.. Liðin 2 sem mætast í úrslitaleik meistaradeildarinar eru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinar.. Sýnir bara hversu sterk enska deildin er orðin. Nú er bara komið að því hjá Liverpool að fara að rústa deildinni. Orðinn frekar þreyttur á hugsuninni “Meistaradeildin reddar þessu seasoni vonandi” þó það sé náttúrulega gaman og fjárhagslega gott að standa sig vel þar líka.
YNWA
Þá er þetta season liðið, niðurstaðan ekki ásættanleg en etv. engin hörmung samt, tel að klúbburinn eigi strax í fyrramálið að gera hreint hjá sér, þ.e. varðandi eiganda og stjórnendamál og fara síðan í þær aðgerðir sem til þarf til að seasonið endi ekki í apríl á næsta ári, STYRKJA hópinn þ.e. hreinsa þá út sem ekki eiga þar heima og kaupa aðra og betri leikmenn í staðinn..
YOU´LL NEVER WALK ALONE
kv Baddi
Er ekki hægt að láta loka á IP-töluna hjá ÍR. frekar mikið pirrandi gaur.
Ég veit ekki með Chelsea menn en ef mitt lið væri á leið til Moskvu núna þá væri ég fagnandi með vinum mínum. Léti bara sára Chelsea menn komast heim því á svona stundu þá langar mann upp í rúm og liggja þar, á erfitt með að fara í lærdóm núna.
Góður dómari leiksins klikkaði á vítaspyrnu en hafið í huga að það var í stöðunni 3-1 og því hefðum við þurft eitt mark í viðbót sem hefði ekki endilega komið.
Ég vona að menn byrji ekki með of oft endurtekinn frasann “reka Rafa” og benda á vafasama skiptingu Babel fyrir Torres. Ég er svosem sammála því að þetta var vafasöm skipting en leikurinn tapaðist ekki á sóknarleik heldur fyrst og fremst á lélegri miðju og í framlengingunni slöppum varnarleik. Mascerano og Alonso byrjuðu allt of seint að spila þennan leik án mistaka og vítið sem Hyypia fékk á sig var skrítið.
Það þýðir ekki að hengja haus. Núna tekur við erfiður tími hjá stuðningsmönnum Liverpool því núna þarf að taka til í eigendamálum okkar og það getur orðið erfitt. Við stöndum saman sem aldrei fyrr og horfum fram á við.
YNWA
Jájá….hvað gat maður beðið um meira en framlengingu. Ef þeir gátu ekki klárað það þar…….þá átti Chelsea skilið að fara áfram!!
Ég er stoltur af okkar mönnum samt sem áður
Flottur leikur og ég hélt að ég yrði svekktari en raun ber vitni eftir leik. Vendipunkturinn var klárlega þegar Skrtel fór útaf meiddur… Hyypia réði engan veginn við Drogba.
YNWA
Terry með hendi fyrir utan teig fljótlega eftir mark Torres og önnur svipuð hendi rétt fyrir utan teig Chelsea fljótlega í framlengingunni. Babel og Hyypia atvikin inní teig Chelsea voru á grænu svæði. Mark Essien, 4 Chelsea-menn í rangstöðu.
og hahah, geturu nefnt dæmi um hvað við höfum fengið gefins??
Jæja, svona fór þetta nú. Frábær leikur og frábærir leikir allir hjá Liverpool í Meistaradeildinni allt frá þriðja leik í riðlakeppni. Man Utd – Barca voru svefnleikir, alveg skelfilegir leikir, en þessir tveir leikir Liverpool – Chelsea voru frábær auglýsing fyrir þessa stórkostlegu keppni.
Hyypia gamli var svo sannarlega óheppinn í vítinu og hefði e.t.v. getað fengið víti sjálfur seinna í framlengingunni. En Chelsea vann þennan leik með mjög öflugum 15 mínútum framlengingar þar sem ég hélt að Liverpool myndi keyra upp tempóið. En svona er þetta víst bara stundum.
Til hamingju Chelsea menn og ég vona að þið kennið gamla vælukjóanum og liðsmönnum hans lexíu á “heimavelli” ykkar í Moskvu 🙂
Í 3. markinu var Riise eins og djöfulsins ræfill, í staðinn fyrir að hlaupa og dekka manninn þá stoppar hann og veifar höndinni og biður um rangstöðu. Vona að norski rauðhausinn spili aldrei aftur í Liverpool treyju.
Ég vona að Rafa komi með góða skýringu á Torres skiptingunni.
Ég segi það nú og stend fast við það: Versta frammistaða sem ég hef séð hjá Steven Gerrard í rauðri treyju. punktur. Djöfull er ég samt orðinn þreyttur á því að þessi hripleka vörn okkar fái á sig 2-3 mörk í hverjum einasta stórleik.
Ég get nú ekki sagt að ég hafi búist við öðru en tapi, það var því miður það eina sem komst fyrir í hausnum á mér eftir að Riise setti hann í sitt eigið mark í fyrri leiknum.
Sanngjörn úrslit, dómarinn var góður og í guðanna bænum ekki vera að svara sorglegum kjánum sem eiga sér ekki betri stund en að koma hingað til að gera sig að fíflum, hundsa greyin er bara best.
Til lukku Chelsea menn og konur með að vera komin í úrslit CL.
Til lukku Avram Grant með að gera á fyrsta ári það sem MoaningHo gat aldrei.
Nú tekur við spennandi tími þar sem við fáum að heyra allt um það að Rafa muni verða rekinn eftir sísonið og svo allt hitt bullið.
Hefði viljað sjá Babel inn fyrr og jafnvel Crouch – út af með Kuyt og Alonso, ekki Torres.
Drogba virkur í teig með því að fara trekk í trekk fyrir Reina áður en Essien skaut í netið og því markið réttilega dæmt af. En annars dómari slakur, hefði getað dæmt víti Hyppia í vil rétt eins og dæmt var á Hyppia. Og enn einu sinni fær Terry að verja með höndum í teig.
Leiðinlegt að segja það, en mér fannst Chelsea vera miklu betri í dag. Steven Gerrard ákvað að senda tvífara sinn í leikinn, sem kann ekki mikið í fótbolta.
Babel og Hyypia atvikin voru hvorugt vìti. Babel hefði svo auðvitað átt að koma inn á fyrir Kuyt. Með því að taka Torres út, þá fannst mér Benitez vera að segja “Ég vil fara í vító”, á meðan Chelsea blésu til sóknar.
YNWA
Getur einhver logið því að mér að ef leikurinn í Moskvu endar með jafntefli þá verða hvorki Chelsea né Man Utd. evrópumeistarar ? Plííís..
Þannig fór um sjóferð þá.
Til hamingju Chelsea! Þið vilduð þetta meira á lokasprettinum.
Einn greiði takk… úr því Riise hleypti ykkur áfram. Vinna Unt. takk fyrir í Moskvu.
Veit einhver afhverju Torres var tekinn út af?
Það er lítið við þessu að segja. Nema bara vera áfram í bömmer. Í það minnsta fórum við út með stæl. En okkar menn áttu að klára þetta í framlengingu. Mómentið var með okkur. Eftir stórkostlegt mark Torres og Benayoun. Loksins þegar hann gerði það sem ég var búinn að öskra á hann að gera að snúa og taka menn á og finna Torres í lappirnar kom markið. Stórkostlegt mark hjá Babel. En kom aðeins of seint. Ég held við hefðum jafnað þetta ef við hefðum haft 5 mínútur í viðbót.
Ég spyr sjálfan mig hvort við hefðum tekið tvö mörk á okkur á 5 mínútum í framlengingu ef Skrtel og Aurilio hefðu staðið vaktina. En svona er þetta bara. Djöfull er ég svekktur. Skora þrjú mörk á Chelsea og þar af tvö á Stamford og það er ekki nóg. Andskotans.
YNWA….
e.s. Reina átti stóran þátt í fyrsta marki chel$ea með því að slá bolta til didetta þannig að styð hann ekki sem mann leiksins. Gerrard átti ekki sinn besta leik en tók sig á í síðari hálfleik og framlengingu.
Hvað meiniði sanngjörn úrslit ? menn verða að horfa á að þetta var 180 mínútna viðureign og þetta var bara langt frá því að vera sanngjarnt. En því miður gáfum við þeim mark og það er bara akkúrat markið sem kom þeim áfram.
Ekkert sanngjarnt við þetta.
Hvað sagði ég á mánudag – Chelsea skorar 2 mörk og allir hlógu að mér – svartsýni sögðu alir hér á síðunni – hvað gerðum við – 2 mörk yes – sem er ekki nóg – Rafa á auðvitað sökina þar sem hann þurfti endilega að kveikja í leiðindagaurnum DD – málið er að Rafa hefur ekki sömu áhirf innan dómarasambandsins og SAF, sem eiginleg á þar sæti. Rafa þarf að fatta það. Áhrif þeirra hafa ekki sömu vægi. Eitt er að höfða til dómara en annað að kveikja í leiðínda spilara eins og Drogba. Það er munurinn á Rafa og SAF, sem kann allt og á allt bixið. – Man Utd þjálfari á þetta en Liverpool þjálfari á langt í langd með stórnina. Svona er þetta bara. – Hættið þessu helvítis æli. Svona er þetta bara. Ef leikmennirnir eru ekki nógu sterkir til að klára þetta sjálfir. Í kvöld voru okkar menn eins og tískudrósir sem vissu ekki hvað þær áttu að gera við brækurnar.
Ef við hefðum unnið á anfild 1- 0 þá hefðum við komist áfram ,er það ekki? Annars er þettað o k við vinnum tvöfalt næsta ár$$$$$$
Jæja, svona er þetta víst stundum.
Vona bara að nú fari menn að snúa sér að því að hreinsa til í bakherbergjunum og að því verði lokið sem fyrst í maí svo Rafa geti farið að einbeita sér að því að undirbúa næsta tímabil af fullum krafti.
Vonandi að kórinn sem virðist alltaf fara að kyrja sama sönginn eftir töp dragi andann djúpt og reyni að sjá skóginn fyrir trjánum.
Til hamingju Chelsea. Ég vonast eftir bláum sigri í Moskvu.
Áfram Liverpool!
EF er stærsta orð í íslensku: EF ég hefði unnið, EF við hefðum unnið, þá væri allt öðru vísi en í dag …
Riise var líka fullkomlega útá þekju í fyrsta markinu, staðsetti sig fyrst kolvitlaust og reyndi svo ekki einu sinni að komast fyrir skotið hjá Drogba. Riise á mjög stóra skuld í 3 af þeim 4 mörkum sem Chelsea skoraði í þessu einvígi.
Það var líka stór vendipunktur þegar Skrtel meiddist, Hyppia var ekki að ráða við Drogba og braut klaufalega af sér gegn Ballack.
Torres bara hlýtur að hafa verið orðinn dauðþreyttur enda búið að sparka hann niður í 100+ mínútur.
Það voru mistök að senda Pennant inná enda hefur hann ekki gæði til að spila í stórleikjum, hefði verið mikið betra að skipta Babel og síðan Crouch inná.
Maður spyr sig enn og aftur um Gerrard. Er hann nógu mikill leiðtogi fyrir Liverpool? Hefur hann nógu góða tækni og leikskilning til að spila í holunni fyrir aftan Torres? Hinn aldurhnigni Makelele pakkaði honum saman í þessum leik og Gerrard sást ekki í leiknum.
Við töpuðum þessu samt á bakvörðunum og þessu einstaka klúðri Riise í fyrri leiknum. Hefðum getað unnið einvígið á Anfield.
24 Vá spáðir 2 og þeir skoruðu 3 – þvílíkur spámaður.
http://www.lfconline.com/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=390266
torres meiddur
jæja þá er hægt að reka hr benitez með góðri samvisku
Alveg sammála Arnór, Riise átti alltof stóran hlut í þessu. Hefur ekki í sér að fara í Drogba í fyrsta markinu og svo reyna að fá rangstöðu í þriðja í staðinn fyrir að spila áfram. Bara skammarlegt, munurinn á liðunum í tveimur leikjum er þessi maður.
“e.s. Reina átti stóran þátt í fyrsta marki chel$ea með því að slá bolta til didetta þannig að styð hann ekki sem mann leiksins.”
Er þetta djók? Margir markmenn hefðu ekkert náð að verja skotið frá Kalou til að byrja með. Þetta var virkilega góð markvarsla.
Er gríðarlega stoltur af mínu liði sem hefur án vafa verið skemmtilegasta lið CL þetta árið og unnið sig í gegnum gríðarlegt mótlæti allt fram á síðustu metra. 29 mörk í aðalkeppni CL í 12 leikjum er frábær árangur og engin ástæða til að hengja hausinn of mikið.
Er sammála því að vendipunkturinn var Skrtel út og Hyypia inn. Dreg ekkert úr því að Hyypia er búinn að vera frábær í vetur, en hann er einfaldlega ekki maður sem ræður við leikmenn eins og Drogba lengur. Bara því miður, þreytan í framlengingunni hjá honum kostaði okkur vítið, og hann var alltof seinn í marki nr. 1 hjá Chelsea.
En við skulum leyfa Avram Grant og Chelsea að njóta vafans, vissulega fengu þeir páskaegg í jólagjöf frá Riise sem ég spái að spili ekki fleiri mínútur fyrir LFC í fyrri leiknum en frammistaða þeirra í síðustu tveim leikjum er búin að vera mögnuð og ég ætla hér með að spá því að þeir vinni tvöfalt í ár. United mun ekki eiga svar við þeim bláklæddu í Moskvu eins og mál standa núna. Og það er fullkomlega ljóst það sem ég hef alltaf sagt að José Mourinho var fyrir framþróun þessa Chelsealiðs, einfalt!
En fyrst og fremst þarf LFC að stíga skrefin áfram. Vinna Man. City á laugardaginn í leik þar sem Insúa, Pennant og Lucas fá að spila. Klára svo Tottenham, ganga frá þessari eigendavitleysu. Veturinn í vetur bættist verulega í hóp góðra leikmanna hjá liðinu og nú er bara að bæta vel í þann hóp áfram og sækja bikar nr. 19 í Englandi. Hann er málið, Stóru Eyrun munu koma heim á meðan Benitez verður hjá okkur. Chelsea eða Scum verða bara með hann í tímabundnu láni!
Voðalega er orðið þreytandi að heyra allt í lokin á timabili eftir timabili, Næsta ár!!! hvað svo eftir það timbil, er þá aftur næsta ár!!! Það þarf að fara kaupa menn í þetta lið sem styrkja byrjunarliðið en ekki hópinn!!! Við erum bara ekki betri en þetta!!!
Allir vilja að Chelski vinni united!! af tvennu illu þá get ég ekki hugsað mér að sjá Chelski vinna!!!Þetta er svo hrokafullt lið og leiðinlegir gaurar sem spila alltaf leiðinlegan bolta!! United spilar þó sóknarbolta!!! EN nú vill ég sjá menn úr varaliðinu fá smá sjens i þessum 2 leikjum sem eftir eru!! Vill sjá Leto, Insua, Nemeth spila einhverjar mínutur!!
Og kaupa alvöru menn i sumar, ekki Degen og eitthvað svoleiðis! Væri til í að sjá Robbie Keane og jafnvel Bentley, ekki Barry, sé ekki hvar hann á að spila !
22: “e.s. Reina átti stóran þátt í fyrsta marki chel$ea með því að slá bolta til didetta þannig að styð hann ekki sem mann leiksins.”
þetta hlýtur að vera grín. eða er það ekki annars? guð minn góður! reina slær helvítis tuðruna til hliðar (sem er hárrétt). drogba vann einfaldlega “kapphlaupið” við riise. riise reyndar skokkaði á eftir boltanum á meðan drogba sprettaði. horfðu á þetta atvik aftur áður en þú stendur við þessi orð.
Þórhallur Jónsson, þú ert semsagt mættur aftur. Ég saknaði þinna ummæla nú ekki, enda veit maður að liðinu gengur vel þegar þú ekki sést! Það heimskasta í heimi væri að reka eina stjórnandann í félaginu sem allir treysta. Snillingur ertu!
Auðvitað var Torres meiddur, Rafa hefði aldrei tekið hann útaf öðruvísi, en fínt að það var staðfest svo bullblaðamennirnir gætu ekki búið til úlfaldabúgarð úr þeirri mýflugufrumu!
Robbie Keane?
Hvað á hann að styrkja? Þó Phil Thompson sem tók þátt í að gera Liverpool að athlægi með leikstíl sínum og rak Robbie Fowler frá félaginu stingi upp á því sé ég ekki NOKKRA ástæðu til að fá hann. Fínn örugglega á bekkinn, en hann mun aldrei ná klassa Gerrard og Torres. Svoleiðis menn þurfum við!
Var Torres ekki tekinn útaf í 2:1 ?
Robbie keane yrði held ég flottur fyrir aftan Torres
Torres var tekinn af velli á 98. mínútu og Lampard skoraði á sömu mínútu og kom Chelsea í 2-1. veit ekki hvort Torres fór útaf strax eftir að strax fyrir vítið. skiptir svo sem litlu.
annars fann torres til í aftanverðu lærinu, sama og hann var að glíma við í vetur.
maggi þú ert maðurinn. það eitt að gefa þeum rauðhærða norska séns er brottrekstrarsök. Það að segja að allir styðji rb er kjaftæði. hvaða klassa sýndi gerard í kvöld ?
Torres er góður á móti léglegum liðum en á móti stórum liðum er hann ekki góður, en eftir vill á hann eftir að batna……það er bara svona.
Allir spá bjartsýni en enginn býst við 3 mörkum … hvar er bjartsýnin … eða eru þið ruglaðir?
Olli 36#
Ég verð að vera nokkuð á móti þér í þessu commenti, því Reina var alls ekki upp á sitt besta í þessum leik, aðallega í þessu marki sem að 22# segir frá, þó svo að það sem að 22# segir sé alveg kolvitlaust því að hann gerði 100% rétt með það að slá boltann í burtu. Hann á hins vegar að eiga nærhornið, en í staðinn er hann að hleypa boltum inn sem að ættu alls ekki að vera inni.
Ég viðurkenni hins vegar að Drogba gerði mjög vel í þessu marki sínu, en þrátt fyrir það þá átti Reina að vera búinn að koma sér í betri stöðu og hirða þennan bolta eða í það minnsta að ná betur til boltans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að maður sér svona mistök hjá Reina á þessari leiktíð og hálf vandræðanlegt að mínu mati, því að Reina er án efa einn af bestu markvörðum heims og á þess vegna ekki að geta hleypt svona boltum inn.
En við liverpool menn eigum ekki að vera að horfa svona á okkar bestu menn, heldur horfa á björtu hliðarnar og næsta leiktíð held ég að verði mjög björt fyrir okkur, sérstaklega eftir að hafa séð þetta frábæra mark hjá Babel!. Hættum því að tuða yfir þessum niðurstöðum því að það kemur einfaldlega ekkert gott út úr því.
Þrátt fyrir það hef ég án efa aldrei verið jafn svekktur yfir liverpool leik og á eftir að vera étinn lifandi af mancester mönnunum á vinnustaðnum mínum (sem eru í stórum meirihluta). :/
Áttu þið asnanir kannski von á engum mörkum frá Chelsea? Flokkast undir Liverpool raunsæi eða bara eðlilegri bjartsýni? Er það nema von að ég eigi enga samleið með ykkur!!!
Já, einmitt. Skiptingin á Torres varð til þess að Liverpool tapaði. Gleymum því að maðurinn sem kom inn á fyrir hann skoraði gott mark. Nei, þessi leikur tapaðist vegna þess að gæðin í vinstri hluta varnarinnar voru ekki nógu mikil.
Torres skoraði “bara” gegn Inter, Arsenal og Chelsea í útsláttarkeppninni. Lélegur í stórum leikjum? Mér fannst hann skila sínu en hann fær ekki eins mikinn stuðning samherja sinna í þessum stóru leikjum þar sem liðið liggur stundum full aftarlega.
Robbie Keane er búinn að skora 44 mörk seinustu tvö tímabil. Leggur líka upp svona 10-15 á tímabili. Hann er í heimsklassa, og ég er ekki að grínast. Betri en Kát, betri en Crouch, betri en Voronin. Svo að sjálfsögðu myndi hann styrkja L’pool.
Arnór Ó #45:
hann var við nærstöngina. riise blokkar sjónarhorn reina sem sér boltann aldrei, viðbrögð reina eru góð en hann átti bara ekki séns. skotið var gríðarlega fast og enginn tími fyrir hann að átta sig. mitt mat.
Maggi: þú kanski bendir mér á þá menn sem eru þá í “Gerrard – Torres Klassa” ? Þú segir að við þurfum þannig menn…hvaða menn eru það ? Í fljótu bragði dettur mér enginn í hug sem er í sama klassa og Gerrard….eða Torres..En endilega bentu mér á þessa menn…
Insjallah…Carl Berg
Sálfræöi Benitez virkaði öfugt. En ekkert féll okkar megin. Það þarf heldur betur að stokka spilin upp á nýtt í okkar elskulega félagi.
ÁFRAM LIVRPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!
YOU NEVER WALK A LONE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Olli 49#: (aftur)
Já, hann var “við” nærstöngina, en hann hefði átt að vara mun nær henni og loka almennilega á þetta færi.
Ég ætla þó alls ekki að mótmæla því að rise hafi verið fyrir að hluta því að hann var auðvitað fyrir honum að hluta, og ef hann fer fyrir hann svona þá á hann að taka svona bollta (átti fyrir það fyrsta að vera á undan drogba að ná boltanum). En þrátt fyrir það verðuru að geta viðurkennt að hann gat gert betur, kannski hægt að fyrirgefa það því að hann varði stórkostlega frá Kalou, en samt sem áður ef maður lýtur einungis á færi drogba þá GAT Reina gert betur, en gerði það ekki. Alls engin lítilsvirðing gegn Reina því að eins og ég hef sagt áður þá er hann frábær markvörður og var langt frá því að vera lélegur í þessum leik (drogba var einfaldlega of góður).
Burtséð frá einvíginu sem slíku og ótrúlegu sjálfsmarki Riise í fyrri leiknum, þá áttu Chelsea sigurinn skilið í dag. Liverpool hefði raunar getað fengið víti þegar brotið var á Hyypia, en dómarar gera mistök eins og aðrir. Mér fannst dómarinn annars standa sig bara þokkalega þó einhverjir vafasamir dómar hafi litið dagsins ljós, gerist það ekki alltaf í svona stórum leikjum þar sem spennustigið er mjög hátt?
Liverpool liðið spilaði ekki vel í kvöld. Reina og Carragher raunar solid og Torres og Babel skoruðu sitthvort markið, þeir fá allir plús í kladdann fyrir það. Nánast allir aðrir voru agalega slakir. Þó fannst mér Hyypia meira óheppinn en nokkuð annað að fá þetta víti dæmt á sig, Ballack sömuleiðis klókur að næla sér í það.
Ég var þó þakklátur og stoltur af liðinu að sýna þann karakter að koma tilbaka í venjulegum leiktíma og svo fyrir að negla inn einu í lokin til að minna á sig. Það forðaði okkur frá niðurlægingu fannst mér.
Ég ætla ekki að heimta höfuð Rafa á fati eftir þennan leik eða tímabilið. Hinsvegar er ég ekki sannfærður um að hann sé sá maður sem mun færa LFC aftur á sinn rétta stall. Hann hefur afrekað margt með liðið, sumt algjörlega ótrúlegt, það má ekki taka það af honum. Það að komast nánast alltaf í undanúrslit í CL er ótrúlegt, 2 úrslitaleikir enn ótrúlegra, dollan sjálf svo náttúrulega algjört kraftaverk. Þetta eru afrek og hann á skilið mikla virðingu og þakklæti fyrir þau. Það er líka í raun ótrúlegt hvað liðið hefur farið langt á þessari leiktíð í CL og deild miðað við hvað margir lykilleikmenn hafa verið að spila langt undir getu nánast allt tímabilið. Má þar t.d. nefna Kuyt, Alonso, Finnan, Riise og jafnvel Carragher. Aðrir hafa verið mjög misjafnir en mjög fáir hafa verið stöðugir og góðir. Það er helst að Torres og Reina komi upp í hugann, Gerrard finnst mér aðeins of sveiflukenndur sé tekið mið af hans stöðu í liðinu. Það sem angrar mig við Benitez er það sama og hefur alltaf angrað mig með hann. Mér finnst hann ofhugsa og flækja hlutina fullmikið og mér finnst liðið oftast spila hundleiðinlegan fótbolta undir hans stjórn. Þeir hafa átt sína spretti, en heilt yfir finnst fótboltinn sem liðið spilar ekki mjög mikið fyrir augað. Ég vil sjá sóknarfótbolta og titla, mér finnst það eðlileg krafa á lið eins og LFC.
Þeir sem ég tel að liðið þurfi að losna við í nánustu framtíð eru Kuyt, Finnan, RIISE, Crouch (ef það á ekki að nota hann), Alonso, Voronin og svo náttúrulega meiðslahrúgurnar Kewell og Aurelio. Þessir menn eru bara ekki nógu góðir að mínu mati.
En já, sanngjarn sigur Chelsea en ég get ekki skilið þá sem vilja sigur þeirra í CL þetta árið. Manchester United spilar skemmtilegri fótbolta allajafna og er að mínu mati besta lið í heimi í dag. Sigur þeirra væri sigur fótboltans, sem er fullyrðing sem ég efa að auki vinsældir mínar á þessari síðu. En þetta er engu að síður mín skoðun.
Annars er maður bara spenntur fyrir sumrinu,, ég er mjög forvitinn að sjá hvað Rafa ætlar sér að gera varðandi mannskap fyrir næsta tímabil.
Burt með…
Finnan
Riise
Beneyoun
Kuyt
Kewell
Voronin
Benitez (hann er ekki að fara vinna ensku dolluna)
Fá
Rafinha
Bentley
Robbie Keane
Owen
Alvöru stjóra!!!!
53# Toggi:
Ég verð að vera ósammála þér um 4 hluti:
1#: Carragher hefur örugglega verið stöðugasti leikmaður okkar liðs á þessari leiktíð.
2#: Benitez á alls ekki að losa sig við Kuyt, þó svo að sniðugt væri að fá betri hægri kanntmann í stað hans, en samt hafa hann á bekknum sem varamann því að hann er maður sem að hægt er að nota í allar stöður.
3#: Mér finnst Gerrard alls ekki hafa verið sveiflukenndur, hann hefur verið mjög stöðugur og verið án efa einn af mikilvægustu mönnum liverpool liðsins við hlið Torres á þessu tímabili, þetta er maður sem að getur tekið leikinn í sínar hendur þegar mest bítur á.
4#: Benitez hefur alls ekki breytt leikstíl liverpool liðsins til hins verra, því að þegar að þú horfir á liverpool leikina við stjórn Houllier þá sérðu lélegan fótbolta og leikir liverpool liðsins við stjórn Rafa verða einungis betri með hverjum leik, þrátt fyrir það að það sé alltaf eitthvað sem að stuðningsmennirnir geti sett út á byrjunarliðið í hverjum og einasta leik.
Hversu sárt var þetta…. alveg svakalega… og vá hvað ég er ósáttur við 2 hluti… það er benna sem nóta bene má fara núna… og svo dómarann sem skeit upp á bak í framlenginguni.. eins og hann var nú búinn að vera góður….
hvað er benni að pæla að taka mann sem þarf 1 færi til að skora mark út af… jújú babel átti alveg að koma inn á… en hann hefði átt að koma inna fyrir varnarmann ekki sóknarmann… maður setur ekki dirk fram í svona leik… maðurinn sem er frammi þarf að geta stungið sér inn fyrir og stunið af…. semsagt benni er búinn að gera það sem hann getur með þetta lið.. og nú er bara komið af kaflaskiptum hjá liverpool.
já og dómarinn… hann dæmdi leikin svona næstum óaðfinnanlega þangað til að hann fór að kúka á sig af stessi… engin smá hugrekki að dæma af mark.. með hjálp aðstoðardómara… engin smá hugrekki að flauta víti… og í báðum tilfellum rétt… en þvílíkur heigulskapur að flauta ekki á brotið á sammi…. arg hvað ég var fúll…… svo filgu dómar eins og að dæma ekki á það þaegar stevi er tekinn niður undir lokin… hvar var hugrekkið í dómaranum þá…
en jæja við sættum okkur við að þetta tímabil er búið og samt 2 leikir eftir í deildini… strákarnir sem fara á em koma líklega ekki til með að spila meyra á tímabilinu… og vænti maður þess að liverpool mæti fílefldir til leiks á næsta tímabili með nýjan stóra með nýjar hugmyndir og nýir menn komi… og auðvita mega nokkrir fara… en aðalega bæta við hópin
takk fyrir ágætt tímabil og megi þessi síða dafna áfram…
Með kveðju úr snjónum fyrir austan
Kristján Atli….. plíssss… komdu undan sæng og leyfðu ritgyðjunni að streyma um þig allann. Þarf eitthvað ritmál að viti hérna til að lyfta andanum upp!!! 🙂
liverpooooooooooool liverpooooooooooooool liverpooooooooooooooool liverpooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooool
“hvað er benni að pæla að taka mann sem þarf 1 færi til að skora mark út af”
Hann var meiddur, einfalt mál!
Ég vill nefna eitt en og aftur að carra er með höfuð og herðar yfir flesta þessa leikmenn sem eru þarna. Ef menn vinna eins fyrir laununum og hann þá væru við í annari stöðu. Besti varnamaður í heimi ekki spurninig, sama hvað menn segja. Þó svo að hann sé ekki hipp og cool, með strípur í hárinu eða hárband.
Skiptir ekki nokkru máli hvaða topp þjálfari er að stjórna þarna. Ef við tökum 10 bestu stjórana þá væri engin þeirra að ná betri árangri en þetta. Það er allt of mikið af drasl leikmönnum sem væru ágætir hjá meðal liði eins og Everton. En eiga ekki heima í classanum sem við viljum að LFC sé í.
Svo set ég stórt ? merki við hugafarið hjá leikmönnum. Óþolandi að í sumum leikjum sérstaklega stórleikjum að 2-3 leikmenn taki þunglyndið með sér á völlinn. Hvernig væri að láta Carra fá þetta fyrirliðaband og lemmja aðeins á leikmönnum. Aldrei skilið af hverju SG þarf að bera bandið þegar hann er með hökuna í bringunni heilu og hálfa leikina.
Ég vill ekki heyra að Phil eða einhver svona trukkabílsjóra týpa eigi að taka við. Það eru ekki til margir þjálfarar sem eru færari en Rafa og að henda honum er bara rugl.
Burt með aðdáendurna!
🙂
Þið ættuð að hitta hann Hannes vin minn. Hann stendur alltaf með sínum mönnum. Að ná í úrslit þriðja árið af fjórum hefði orðið kraftaverk og þau gerast ekki á hverjum degi. Þannig að ég ætla að standa með Hannesi og Harry Kewell og John Arne Riise og Dirk Kuyt og Stevie Gerrard og segja gott hjá ykkur í CL í vetur. Kemur, óheppnir, reynum aftur næst.
Takið eftir því að Alex Ferguson er búinn að vera með Man Utd í 22 ár og hann er að komast í annað skipti í úrslit. Liverpool hefur tapað úrslitaleikjum jafn oft og Man Utd hefur unnið keppnina. Þó að ég hafi enga trú á að Rafa vinni deild með Liverpool tek ég ofan fyrir honum fyrir framgönguna í CL.
Eini ljóðurinn var í raun þessi drulla hjá Benitez á Drogba fyrir leik. Það hefndist heldur betur. Sleppa þessu takk Rafa, það var engin reisn yfir því að fara niður á plan til Drogba, það er of langt seilst í svaðið.
Það verður víst að leyfa öðrum enskum liðum að spreita sig á þessari dollu líka og er mér nokk sama hvort liðið vinnur,bara að drogba fari frá englandi eftir þetta tímabil…
Jæja þetta datt þá þeirra megin, þessi slæma tilfinning var þvi rétt 🙁
Þetta hefði sannarlega getað dottið beggja vegna í dag, en miðað við þennan leik á Chelsea klárlega skilið að fara áfram. En ef miðað er við eivígið í heild þá er það ekki alveg þannig og við getum SVO SANNARLEGA nagað okkur i handarbökin að hafa ekki klárað dæmið betur á Anfield.
En það sást í dag hversu mikið betri hóp Chelsea hefur yfir að ráða, lykilmaður í hverri stöðu og líka á bekknum á meðan við bjóðum upp á farðþega í byrjunarliðinu eins og sjálfan Johnny Riise sem er að enda feril sinn (vonandi) á hræðilegan hátt hjá Liverpool, Alvaro Arbeloa sem átti afleitan dag, lélegur á boltan og óöruggur varnarlega, Yossi Bennayoun sem var góður í ca mínútu í dag en er þó líklega spilað smá vitlaust hjá Liverpool (þetta er holuleikmaður) og svo vinur minn Dirk Kuyt, cult hero en engu að síður ekki nógu góður (eins og oft er nú málið með cult heroes). Þessir kappar byrja hjá okkur meðan Chelsea hefur Malouda, Anelka, Shvea, Beletti, SWP o.sfrv. Á BEKKNUM eða ekki í liði.
Ég tek ekkert af Chelsea þeir spiluðu frábærlega og taktík þeirra gekk vel upp gegn hugmyndasnauðu liði Liverpool, þeir settu Gerrard í gjörgæslu, lokuðu að mestu á Alonso og leyfðu Mascherano að bera boltann upp…..en í þeirri stöðu minnir hann á köflum á sjálfan Momo Sissoko. Þessar stöður er einfalt að loka bara á hjá Liverpool á meðan bakverðir og kanntmenn okkar skapa akkurat ekki neina ógn og mynda ekkert svæði fyrir eina sóknarmanninn okkar. Skiptingarnar í dag gegnu svo enganvegin upp, eyddum skiptingu í varnarmenn í fyrri hálfleik, Pennant var svipaður og Yossi og Babel kom of seint í leikinn…og það fyrir Torres.
Varnartaktík Liverpool var svo sem ekki langt frá því að ganga upp líka, meiðsli Skrtel voru mikið áfall og eins hittum við á Drogba í óvenjulegu stuði, einbeitti sér bara að fótbolta, lét leikaraskapinn eiga sig og þannig er sá gaur frábær. Arbeloa og Riise áttu dapran dag og þreyttur Hyypia sýndi fáséð mistök þegar hann fékk á sig klaufalegt víti. Eins gerði Chelsea svolítið sem við hefðum átt að geta boðið upp á líka, leituðu mikið að Drogba sem olli vörninni stöðugum vandræðum. Hefði viljað sjá Crouch gera slíkt hið sama hjá okkur, jafnvel frá byrjun.
Maður leiksins að mínu mati, Drogba, þar næst Essien. Hjá okkur var Carra bestur og Mascherano vann mjög á þegar leið á leikinn.
En svona fór um sjóferð þá, kalt mat er að jafnvel sé Chel$ki sterkari kandídat en Liverpool til að stoppa United (plííísss) og það er erfitt að játa slíkt. Næsta verk er að koma eigendamállum á hreint, helst á morgun og réttast væri að losna við allann þennan sirkus á einu bretti frá klúbbnum og helst frá borginni………………og í kjölfarið framlengja samninginn við Rafa sem er á réttri leið með klúbbinn og er stutt frá þvi að vera búinn með púslið.
You´ll Never Walk Alone
L var bara ekki tilbúið í slaginn og þess vegna vann Ch. Til hamingju Rafa með motivation fyrir DD. Svona vinnast stórslagir.
Því miður er hægt að gera upp tímabilið á þessari stundu en ekki eftir síðustu umferð deildarinnar.
Hversu mikla þolinmæði eigum við að gefa Benitez??
Fyrir tímabilið var krafa allra Liverpool-aðdáenda að við værum að berjast um englandsmeistaratitilinn fram í lok tímabilsins. EN, nú finnst mér margir tala um hvað hann á að gera fyrir næsta tímabil. Flestir voru á því að nú væru ENGAR afsakanir í boði.
Árangurinn er ekki mikið betri en í tíð Hullier. Jú við höfum náð góðum árangri í CL en nú eru tvö titlalaus tímabil að baki þar sem við höfum ekki átt nokkurn séns í að sigra ensku deildina. Benitez hefur skemmt mér mjög á tímum en líka pirrað mig oft.
Ég veit að við erum með betra lið en þegar Hullier fór, en liðin í kringum okkur eru bara líka orðin betri. Þannig að við erum bara ALLS EKKI að ná að bæta okkur í samanburði við þau.
Mér er bara spurn, hversu lengi eigum við að bíða??
Vilja menn bara kenna eigendunum um??
Eða óheppni?
Eða að hin liðin séu svo góð að það sé bara í góðu lagi að ekki sé séns á að við vinnum deildina?
Er þetta alls ekki Benitez að kenna??
Hver á að taka ábyrgð??
Alla vega verður einhver að taka ábyrgð og ég tel Benitez eigi að taka ábyrgð á þessu.
Framfarir sjást á töflunni og á tiltum þó aðdáendur Benites séu góðir í að tína til afsakanir fyrir óförum okkar liðs.
Ég vill sjá framfarir hjá liðinu í PL sem ekki hefur sést s.l. 4 ár.
Ég get þó viðurkennt að það er engin ávísun á betrumbætur að skipta um stjóra, en eitthvað verður að gera.
Tímabilið var ekki viðunnandi, en vonandi verður það næsta betra (í 19. skipti) hvort sem Benitez leiðir okkur þangað eða ekki.
YNWA
ArnarÓ: Allt svosem valid punktar hjá þér, en þú ert ekki alveg að skilja mig rétt í öllum tilfellum. Svo ég skýri mitt mál betur út frá þeim athugasemdum sem þú gerir.
Ég er ekki ósammála því að Carragher hefur almennt staðið sig vel, enda er hann frábær varnarmaður sem að mínu mati ætti að vera fyrirliði liðsins. Með stórt hjarta og nánast ótakmarkaðan baráttuvilja (“nánast” jafnvel ofaukið). Ég nefni hann í upptalningunni um lykilleikmenn sem hafa spilað undir getu þetta tímabil vegna þess að hann hefur að mínu mati ekki átt nærri því jafn gott season og síðustu ár. Það þýðir ekki að mér finnist hann ekki frábær, eingöngu að hann hafi spilað undir getu þetta season. Það segir samt kannski meira um mína trú á hans getu en nokkuð annað.
Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að Kuyt geti verið ágætis squad player, vinnuhestur sem er tilbúinn að spila einmitt hvaða stöðu sem er þegar þörf er á. Að mínu mati liggur vandinn í því að þó hann sé tilbúinn að spila þessar stöður, þá mun hann ekki gera það sérstaklega vel. Móttaka hans á bolta er hroðaleg, hann hefur lítinn hraða og auk þess virðist hann að mestu laus við markheppni. En duglegur er hann og baráttuglaður og ég ber virðingu fyrir honum vegna þess að hann leggur sig allan fram fyrir liðið, sem mér finnst vanta uppá hjá mörgum liðsfélögum hans. Mitt mat er það að á meðan hægt er að fá einhvern sæmilegan pening fyrir hann, þá sé um að gera að losa hann burt. En hann gæti nýst á þann hátt sem þú lýsir, ég get alveg viðurkennt það þó ég sé sjálfur ekki hrifinn af þeirri hugmynd nema valið sé mjög takmarkað.
Gerrard hefur átt mjög fínt tímabil að mörgu leyti. Frábær leikmaður sem getur unnið leiki uppá eigin spýtur. Sem fyrirliði finnst mér hann samt full sveiflukenndur. Gott dæmi um það var leikurinn í kvöld, þar sem hann bara sást varla. Í svona leik finnst mér að fyrirliðinn eigi alltaf að vera fyrirmynd annarra leikmanna hvað varðar hungur og baráttu. Mér finnst það alltof oft vanta í hann. Kannski væri mat mitt annað ef hann væri ekki fyrirliði. Kannski liði honum betur á vellinum án þeirrar ábyrgðar sem á honum hvílir (sbr. frelsun Torres við komuna til LFC). Ég veit það ekki.
Ég held því ekki beint fram að Benitez hafi breytt leikstíl LFC til hins verra. Houllier var dauði, það er rétt, en mér finnst Benitez samt ekki nógu sóknarsinnaður almennt. Ég get samt vel fallist á að það hefur batnað umtalsvert með tímanum, en þó vil ég meira. Kannski er hann maðurinn í það, kannski ekki. Ég er allavega ekki sannfærður, á hvorn veginn sem er.
Nr. 65 Gústi
Rafa er á góðri leið með að vera sá stjóri Í SÖGU Liverpool til að ná 150 sigrum, King Kenny á metið og hann tók við gullaldarliði með sjálfan sig innanborðs.
Liverpool hefur tapað heilum þremur leikjum í ár í deildinni sem sýnir að þetta er nú alls ekki svo ómögulegt og nokkrar viðbætur í leikmannahópnum og örlítil heppni á meiðslalistanum gætu gert mikið.
Eins fórum við í undanúrslit og framlengingu í CL þriðja árið af fjórum undir Rafa sem er MAGNAÐUR árangur hjá liði sem kostar ekki meira og endar alltaf í 3-4 sæti.
Við höfum eðlilega ekki getað keypt eins frjálslega og dýrt og Chelsea og United sem að auki voru búin að hefa uppbyggingu á sínum liðum áður en Rafa hóf sýna uppbyggingu.
Allt þetta með þvílíkan sirkus í gangi bak við tjöldin, svo mikin að að Real Madríd roðanar í samanburði.
Þetta er ekki svo langt frá og það sem Rafa hefur verið að gera er alls ekki svo galið þegar á heildina er litið.
Að gefa honum ekki séns áfram væri hneyksli.
leiðrétting
Rafa er á góðri leið með að vera sá stjóri Í SÖGU Liverpool til að ná fljótast allra 150 sigrum
Enda langt besti stjóri Liverpool fyrr og síðar. Árangurinn kemur, bara spurning um hvenær.
Nr. 67 Babu
Þú talar um aðeins 3 ósigra. Það er betra vinna einn leik af tveimur en að gera tvö jafntefli. Þú afsakar ekki árangur manns með því að tapa svo fáum leikjum ef hann gerir fjölmörg jafntefli. Ef við myndum taka alla okkar jafnteflisleiki og skipta þeim jafnt milli sigurs og taps þá værum við með fleiri tapleiki og jafnframt fleiri stig sem gerir okkur líklegri til að vinna deildina. Þetta er ein af mörgum lélegum afsökunum fyrir slöku gengi í deildinni.
King Kenny færði okkur dollur og það er það sem telur. Ég ætla ekki að setja mig í hóp tölfræðisnillinga, enda er tölfræði oft það sem menn tína til þegar verja á slakan árangur. Ef ég myndi nenna að tína til slæma tölfræði gagnvart Benitez þá væri það örugglega ekki mikið mál. Mikilvægasta tölfræðin er hversu margir titlar koma í hús og í hvaða sæti endar þú í deildinni. Fá töp skipta engu þegar þú átt ekki séns á að vinna deildina.
Ef við værum að keppa um sem fæst töp í deild væri Liverpool í betri málum en raun ber vitni.
Gústi, þegar samkeppnin er eins og United og Chelsea bjóða upp á þá er ekki hægt að ætlast til árangurs á einni nóttu. Til þess þarf að fjárfesta eins og Chelsea gerir og við getum það ekki. Í staðin þurfum við því miður að sýna þolinmæði og byggja hægt og örugglega upp samkeppnishæft lið, það finnst mér Rafa klárlega hafa verið að gera allann sinn tíma hjá Liverpool og hef trú á að á næsta tímabili megi breyta slatta af þessum 13 jafnteflum í sigur með nokkrum sterkum sóknarsinnuðum viðbótum á hópinn.
Ég er ekkert ánægður með titlaleysi en reyni að líta raunsætt á stöðuna, við erum ekki nógu góðir í dag en erum ansi nálægt því, 11 stig er ekki mikið í fótbolta og munurinn er ekki meiri en svo, þrátt fyrir þetta slæma tímabil okkar. Ég vil því gefa Rafa tíma meðan hann er á uppleið og að styrkja liðið, í staðin fyrir að fá nýjan mann í brúnna og byrja enn einu sinni upp á nýtt.
ath. tel ekki Arsenal með þar sem þeir eru í svipuðum málum og við, nema stjórinn nýtur algers trauts.
Mikið ROSALEGA Var Hullier góður stjóri að ná álíka góðum árangri í deildinni og Benitez er að gera. Þrátt fyrir að Hullier var með mun lakara lið. Jú það er hægt að viðurkenna að Benitez er búinn að gera betri kaup, en þá er líka Hullier búinn að ná miklu meira út úr sínum mannskap í ensku deildinni með sitt slaka lið.
Ættum við ekki bara að láta Benitez sjá um innkaup og Hullier sjá um þjálfun, leikskipulag og stjórnun?
Væri þetta nokkuð galin blanda??
Jú líklega væri það ekki sem best :o)
Byrjunarliðið = Carra *11 og þá er allt klárt. Þarf engan stjóra.
Mér fannst nú langbest að Riise reyndi að “blokkera” fyrsta markið með því að vera SAMSÍÐA skotinu, þessi maður er djók! BURT MEÐ HANN
Jæja, þannig fór um sjóferð þá! Tímabilið 2007/2008 búið og enginn titill í skápinn hjá okkur, en svona er þetta.
Leikurinn í kvöld var mjög kaflaskiptur, tek það fram að ég sá einungis fyrstu 90. mín en horfði á mörkin áðan. Riise hlýtur að hafa spilað sinn allra síðasta leik fyrir Liverpool í kvöld, gat komið í veg fyrir tvö mörk en gerði það því miður ekki.
Reina var að verja oft á tíðum virkilega vel, Arbeloa er ekki að sýna sitt rétta andlit þessa dagana eftir meiðslin. Carragher sýndi hvernig á að spila með hjartanu, Skrtel var góður það stutta sem hann var inni á, Hyypia flottur nema þetta klaufalega víti. Riise ömurlegur. Benayoun góður í 15 sekúndur, Alonso er að koma sterkur inn, Mascherano tilgangslaus, taka hann útaf í hálfleik. Gerrard langt, langt, frá sínu besta. Kuyt hljóp og hljóp, nálægt því að skora og svo Torres sem var frekar einn á toppnum og óstuddur skoraði laglegt mark og barðist.
Ég hef fulla trú á Benitez – 2-3 toppleikmenn inn í bakverðina og einn sóknarsinnaðan miðjumann/second striker og þá vona ég að við getum farið að gera þessa langþráðu atlögu að titlinum. Við fáum Agger inn á næsta ári, það verður frábært og svo þurfa menn að stíga upp og sýna bara úr hverju þeir eru gerðir.
Þó Houllier hafi ekki endað vel hjá okkur þá var hann nú ekkert alslæmur stjóri, en hann var kominn á endastöð með liðið þegar hann hætti, þannig er það bara alls ekki með Rafa.
….og að mínu mati er samkeppnin mikið meiri núna og deildin mun sterkari.
Það er oft kvartað yfir því að menn tjái sig ekki eins mikið eftir sigurleiki og tapleiki. Það er auðvitað að sannast enn og aftur miðað við þennan fjölda kommenta. Ástæðan er sú að fjölmargir sjálfskipaðir knattspyrnusérfræðingar hafa í raun ekki hundsvit á knattspyrnu nema þegar kemur að því að gagnrýna. Sbr. Arnar Björnsson sem reynir oftar en ekki að sýnast sem knattspyrnusérfræðingur þegar hann röflar yfir því að lið sé að spila illa eða að sending sé að mistakast.
Árangur Rafa Benitez er aðdáunarverður og þetta tap var hans fyrsta tap í undanúrslitum með nokkurt lið. Liverpool skoraði tvö mörk á Stamford Bridge, hversu mörg lið gera það? Liverpool byrjaði þennan hörku leik við mjög erfiðar aðstæður frekar illa enda Chelsea vel stemmdir en náðu að jafna leikinn. Í framlengingu fá Liverpool svo á sig víti og annað mark og komast í vandræði. Þeir halda samt áfram og ná að minnka muninn. Þetta er karakter.
Hugsanlega átti Gerrard ekki sinn besta leik en hvaða miðjumaður stóð uppúr í leiknum? Enginn enda aðstæður þannig að erfitt var að spila fótbolta. Það gerir það að verkum að úrslit og spil verður mun tilviljunarkenndara en ef um venjulegar aðstæður er að ræða.
Auðvitað má gagnrýna Benitez. En að skipta meiddum Torres útaf er ekki ein af ástæðunum eins og mér finnst að sumir hafi verið að gera. Sá sem kom inná skoraði mark sem minnkaði muninn. Það er ekki víst að hann hefði gert það sama ef hann hefði byrjað leikinn enda hentuðu aðstæður leikstíl Babel mjög illa.
Liðið sem Benitez er búinn að byggja upp er að verða mjög gott. Menn hljóta vera sammála um að leikur liðsins hefur snarbatnað frá stjórnatíð Houlliers. Það er gaman að horfa á Liverpool og þeir eru að ná góðum árangri í deildinni en vantar aðeins aukalega til að klára leiki. Mjög mörg af þessum jafnteflum eru nær því að vera sigur en tap. Treystum á að með nokkrum góðum kaupum í sumar verði þessi jafntefli að sigrum og við berjumst um titilinn á næsta ári ( ekki fyrsta árið sem við segjum það en maður verður að trúa). Að skipta um stjóra er engin lausn þegar liðið er greinilega á réttri leið.
Það eina sem ég get séð jákvætt í kvöld við þetta er að eigendur séu ekki of jákvæðir og vilji allir eiga liðið og eyðileggi sumarið. Við þurfum breytingar og vonandi klárast þessi eigendamál sem fyrst og styrking sem við þurfum verði sem fyrst. Það sjá allir að það þarf ákveðnar breytingar og ég efast um að Rafa sé ósammála því. Ég persónulega vill að við kaupum í þessar c.a. 3 stöðum sem við þurfum í og leyfum honum að kára næsta tímabil og dæmum hann endalega þá.
Ég er auðvita djöf.. lega svekktur en svona er boltinn. Yfirleitt erum við þeir sem fögnum sem betur fer en svona fer þetta stundum og því miður fór þetta ekki eins og við vildum í kvöld. Ég verð samt að reyna að fífla mig með því að sannfæra mig með því að við hefðum kannski tapað fyrir ManU í þessum úrslitaleik og það hefði ég hreinlega ekki lifað af.
Ég tek pásu núna í nokkrar vikur og vil þakka ykkur fyrir að vera bestu aðdáendur í heimi. Það er engin klúbbur sem á svona góða aðdáendur og þessi heimasíða er dæmi um slíkt.
kveðja, Manni
Sammála Babu og Jóhanni (#77) í einu og öllu.
Ég bara þoli ekki þá aðila sem koma hingað inn í hvert skipti sem illa gengur (eftir tap/jafntefli eða jafnvel kannski ósannfærandi sigra) og heimta Benitez burt. Svo þess á milli heyrist ekki múkk í þeim. Skiletta barekki ….
Rafalution is still on!!
Flott innlegg Babu #63
YNWA
Rafalution er rétt í fæðingu. Leiðinlegt að Chelsea þurfi að svindla + að liverpool skori sjálfsmark til að geta komist áfram 😉
Liverpool klárlega betra liðið, þó ég hafi verið algjörlega snar yfir einstaka leikmönnum meðan á leiknum stóð þá nenni ég ekki að þrasa um það. Benitez leysir þann vanda.
Vandamálið hjá Liverpool í dag liggur ekki í stjóranum.
Benitez er einn sá besti í bransanum og ég tel að það séu ekki margir stjórar í heiminum sem hafa afrekað það sem hann hefur á sínum tíma með Liverpool.
Sbr. metið sem King Kenny á sem að Benitez nálgast nú óðum.
Hann er búin að komast í undanúrslit eða úrslit í CL 3 tímabil af 4 og hann er búin að vinna FA bikarinn einusinni ásamt öðrum bikurum og úrslitaleikjum.
Það vantar einungis uppá að hann geri betur í deildarkeppninni og ég hef fulla trú að því að það gerist, það þarf bara að standa betur við bakið á honum, sýna honum traust og gefa honum vinnufrið. Nýjir eigendur hafa ekki reynst honum vel og það hefur örugglega ekki verið gott vinnuumhverfi á tímabili fyrir hann í vetur.
Hann er klárlega rétti maðurinn til að stjórna liðinu áfram og það yrði skref afturábak að fá nýjan mann til að taka við liðinu á þessum tímapunkti.
Vandamálið liggur hinsvegar frekar að mínu mati í sumum leikmönnum hjá okkur sem að eru einfaldlega ekki nógu góðir til að keppa við þá allra bestu.
Ef að hópurinn hjá Liverpool er borin saman við hópinn hjá td Chelsea eða Man. Utd., þau lið sem að eru á toppnum í dag og þar sem að við viljum vera, þá er það alveg klárt mál að það vantar töluvert mikið uppá til að það sé hægt að tala um sambærilega hópa.
Benitez er búin að styrkja liði gríðalega mikið síðan hann tók við, og hann á eftir að styrkja liðið meira og það er vonandi að við förum að sjá svipuð kaup hjá Liverpool og hin stórliðin hafa verið að gera.
Þ.e.a.s. að bæta stöður í liðinu, ekki bara að auka breyddina. 2-3 miðlungsleikmenn eru ekki að skila sama árangri og einn klassaleikmaður, og þar liggur vandamálið.
Jújú það er auðvitað nauðsynlegt að vera með breiðan hóp yfir langt og erfitt tímabil ef það á að ná langt í öllum keppnum. Það er hinsvegar kominn tími til finnst mér, að eigendur klúbbsins fjármagni kaup sem að koma til með að styrkja byrjunarliðið en ekki bara hópinn.
Þannig að ég segi, burt með farþegana og inn með farastjórana.
YNWA
Já já ,svona fór um sjóferð þá.Eg sagði, við vinnm þettað tvöfalt næst, og við stöndu með okkar liði(sem verður eflaust öðruvísi en það er í dag).Ég vona að M U taki þettað en ekki C l og rússneski eigandinn sem kaupir allt og alla með peningum sem hann fékk ja hvar? hvernig?eða ????
Ps Scholes skaut M U til russlands,en Riise skallaði C L þangað. Það er bara svona, eða þannig
“All I want for next season is my new owners, my new owners…”
Að mínu mati vann liðið sem hafði leikmenn í að klára þetta. Okkur vantar sterkari menn og getum verið sáttir við hvert við fórum miðað við mannskap að mínu mati. Nú er bara að vona að það taki nýjir eigendur við sem skilji hvað nútíma fótbolti snýst um. Eins og maðurinn sagði “you have to loose money to make money”
Til hamingju
Slökkti á tölvunni í gær og sé að umræðan hefur farið fyrst djúpt í dal en svo upp úr honum aftur.
Enda eðlilegt að tilfinningarnar séu ríkar eftir svona rússibana eins og í gær! Ég er hjartanlega sammála mörgum hér að Rafa eigi að fá næsta ár. Þeir leikmenn sem hann keypti í fyrrasumar fyrir peninga (ekki frítt eins og Voronin) hafa staðið sig feykivel og ég allavega hlakka rosalega að sjá Skrtel og Agger saman, handviss um að Lucas mun veita Mascherano og Alonso alvöru aðhald og spila fullt af góðum leikjum og samvinna Babel, Gerrard og Torres skili enn fleiri mörkum en áður!
Langar aðeins að svara um Robbie Keane. Phil karlinn Thompson vill fá Gerrard inn á miðsvæðið í stað Alonso eða Mascherano. Keane svo þar fyrir framan. A) Eru menn semsagt sammála því og telja Keane betri leikmann en annan þessara tveggja, A og M. B) Eru menn ennþá á því að hafa Gerrard sem miðjumann, en ekki í holunni á bakvið Torres?
Svar mitt við þessu tvennu…. A) NEI!!!!! og B) Alls ekki, samvinna Gerrard og Torres er sú besta síðan Dalglish og Rush voru saman og við eigum að byggja á henni til framtíðar.
Hins vegar er Keane ágætur kostur EF Crouch fer.
Varðandi klassaleikmennina sem ég vill fá eru það leikmenn sem geta leyst kantsenterstöðurnar, Quaresma frá Porto er þar minn fyrsti kostur, getur spilað á bæði hægri og vinstri. Rafael Van der Vaart er líka fínn kostur í þessar stöður. Svo vill ég fá Lahm frá Bayern. Vissulega sýnist manni Barca vera að ná honum en ég vill allavega að gerð verði alvöru atlaga að honum. Þessir þrír leikmenn eru allir í talsvert hærri gæðaflokki en Robbie Keane, sá ágæti drengur!
Menn hafa gagnrýnt Gerrard nokkuð undanfarið og talað um að það fari lítið fyrir honum í leikjum og ég get tekið undir það. Ástæðan er að mínu viti sú að Alonso og Mascherano liggja báðir of aftarlega og sækja allt of lítið fram með boltan. Gerrard er því of einangraður í mörgum leikjum of þar af leiðir að bæði hann og Torres verða ekki nógu virkir. Þegar Babel kom inn í gær og Gerrard fór aftar sá maður loks mann sem gat spilað og unnið miðjubaráttu Chelseamanna. Það er komin tími á Alonso og við þurfum einfaldlega fljótari og öflugri mann sem getur sótt fram í hans stöðu. Enn og aftur vil ég síðan benda á að vandi Liverpool liggur í allt of mörgum hægum leikmönnum sem geta ekki tekið menn á! Það verður að breytast og liðið hefur staðið sig FRÁBÆRLEGA miðað þið að vera með allt of marga miðlungsleikmenn. Rafa er því að gera góða huti en vantar betri leikmenn sem eru svo sem engin ný sannindi:-)
Ég held að það segi margt um þessi meintu stjóravandræði okkar að þegar við vorum í lægðinni í vetur, þá var Sven-Göran Erikson einna vinsælastur meðal þeirra sem vildu fá nýjan stjóra.
Ég er í dag sannfærður um að Rafa er rétti maðurinn (þótt ég hafi haft mínar efasemdir). Ég er hins vegar ekki alveg viss hvað hann þarf að gera til að færa okkur titilinn. Ég vildi að það væri eitthvað einfalt einsog að “kaupa markmann” eða “kaupa heimsklassa sóknarmann”, en það er einfaldlega ekki svo auðvelt. Það þarf að bæta liðið í tveimur ódýrustu stöðunum (hægri og vinstri bakvörð) og svo þarf sennilega að bæta eitthvað við sóknarlínuna. Það er allavegana ekki ásættanlegt að byrja mikilvægasta leik ársins með Kuyt og Benayoun í framlínunni.
En ég er viss um að Benitez lagi það sem þarf að laga. Þetta var óheppni í gær. Við vorum betri í 3 af 4 hálfleikjum, en Chelsea menn keyrðu yfir okkur á fimm mínútna kafla í framlengingunni og skoruðu 3 mörk, þar af 2 lögleg. Það var einfaldlega of stór biti fyrir okkar menn.
En það væri gaman ef að einhver benti mér á lið sem hefði skapað jafn skemmtilega fótboltaleiki og Liverpool hefur í þessari Meistaradeild í vetur.
Svo er það auðvitað fáránleg kaldhæðni að eftir því sem lið Benitez hafa orðið betri og betri, þá hefur árangurinn versnað. En ég efast allavegana ekki um það að þetta Liverpool lið í dag er miklu, miklu sterkara en það lið sem að Benitez tók við.
tja Rafa rétti maðurinn? Gæti verið, en fyrir leikinn fóru nú að renna á mig tvær grímur vegna ummæla hans um Drogba. Virkilega gáfulegt,,,, að kynda undir hættulegasta manni andstæðingana rétt fyrir leik. Og hann svarar með tveimur mörkum og slær okkur út. En burt séð frá því og mörgu öðru þá held ég (og vona) að Rafael verði áfram næsta tímabil. höfum of góðan kjarna til að byggja á svo það tekur sig ekki að gera neina hallarbyltingu.
Drogba hefði aldrei skorað þessi mörk ef Benitez hefði ekki bent á það sem allir vita að hann er duglegur að láta sig detta í fótboltaleikjum.
Þessi ummæli Benitez voru engin mistök. Þau gerðu það aftur að verkum að benda dómaranum á það sem hann líklega vissi fyrir og ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir einni einustu Drogba dýfu í gær. Gæti þó verið minnisleysi í mér.
ok, rafa er algjörlega á réttri leið. ég var orðinn pirraður í janúar og hafði misgóðar skoðanir á leik liðsins og rafa sjálfum. þá fannst mér hann vera ráðalaus og ekkert geta gert til að bæta leik liðsins. en hann kemur alltaf til baka og það besta við hann er að hann svarar gagnrýninni á sig í leikjum, ekki í fjölmiðlum. hann er ekki mikið í því að svara fyrir sig í viðtölum, ávalt stuttorður og rólegur þar, en inn á vellinum kemur hann alltaf til baka.
það hefur ekki hjálpað rafa að eigendurnir hafa hagað sér eins og vitleysingar í vetur. hann hefur þurft að vinna við óásættanlegar aðstæður. hann hefur þurft að halda fundi með þeim til að spyrja: “viljiði mig? eða eruð þið að leita að öðrum stjóra eða hvað er að gerast strákar?”
þetta hlýtur að hafa verið skelfilegt að vinna undir þessum mönnum og árangur rafa með ekki dýrara og betra lið en liverpool er frábær, sérstaklega í ljósi alls ruglsins hjá eigendunum. sýnir bara og sannar að ef fótbolti er spilaður rétt og ofur-taktískt, þá eiga ALLIR séns gegn öllum.
það er eitt sem ég hrífst af í taktík rafa og það er að hann er alltaf með eitthvað upp í erminni, eitthvað sem enginn veit af. aðrir þjálfarar vita aldrei hvar þeir hafa hann því að hann er klárari og klókari en þeir flestir. og ég held þeir viti það.
rafa hefur sagt að róteringakerfi sitt snúist um það að trúa á leikmenn sína, sýna þeim traust með því að láta ekki bara sterkasta lið sitt byrja. í gær drulluðu menn (þar sem ég horfði á leikinn allavega) yfir rafa fyrir að hafa ekki babel í byrjunarliðinu og the commentators á stöð2sport skyldu ekkert í þessu. ég hló af þessu. babel hefði aldrei klárað þennan leik þar sem hann getur ekki klárað 70 mínútur á þurrum velli. benayoun lagði upp markið og þá var rafa búinn að svara fyrir sig enn og aftur. snilld. svo setti hann babel inn á sem skoraði, snilld. 🙂 algjör snilld.
rafa er langt frá þessari blessuðu títt og téð nefndu endastöð. rafa á að fá pening því ef einhver hefur hæfileikana og getuna til að gera frábæra hluti með liverpool, þá er það hann. ég vona að rafa fái að kaupa réttu mennina og að hann selji réttu mennina. nú mun slúður um leikmenn og eigendurna fara á fullt og í ágúst verðum við vonandi búnir að losa okkur við 2-3 ákveðna aðila, og fá 3-4 leikmenn sem eru vel spilandi. leikmenn sem kunna fótbolta og lenda ekki í vandræðum þótt það sé lokað á sendingaleiðir þeirra, sem er óþolandi að horfa upp á hjá ákveðnum leikmönnum liðsins. leikmenn sem búa til eitthvað og eru alltaf hættulegir.
draumakaup: rafinha/degel, lahm, bentley, quaresma.
leikmenn sem ég tel búna hjá lfc: riise, voronin.
ég myndi ekkert blóta eftirfarandi uppstillingu í upphafi næsta tímabils:
Reina
Degel/Rafinha – Carra/Skrtel – Agger/Carra – Lahm
Mascherano – Alonso
Bentley – Gerrard – Quaresma
Torres
ég hlakka til sumarsins og það verður spennandi að sjá hverjir verða nýjir í rauðu treyjunni eftir sumarið 🙂
leiðrétting: Degen heitir víst þessi ágæti bakvörður en ekki Degel 🙂
Af hverju í ósköpunum viltu skipta út Babel fyrir Quaresma?
þetta er ekki flókið, það sem réði úrslitum var rauðhærður norskur bakvörður. Mark hans á Anfield gerði það að verkum að ekki dugði að skora eitt mark á útivelli og svo átti hann stóran þátt í tveimur mörkum sem liðið fékk á sig í gær.
Vendipunktur í leiknum voru meiðslin hjá Skrtel en eftir það opnaðist vörn Liverpool algjörlega.
Af tveimur liðum sem mér mislíkar gífurlega vil ég að Chelsea taki þetta tvöfalt í ár.
vá…
ég steingleymdi babel. skil þetta ekki. hann er einn af mínum uppáhalds. ég bara steingleymdi honum. tæki hann fram yfir quresma klárlega. my bad.
hins vegar væri fín breidd að hafa quaresma og bentley að berjast um byrjunarliðssæti á köntunum við babel.
33 Kartan, #36 Olli, #36 Arnar Ó: Þið segið mín ummæli um markvörslu Reina sem leiddi til fyrsta marks vera djók og kolröng.
Reina hefði getað slegið boltann aftur fyrir í stað þess að senda hann beint á drogba. Og það eru fleiri sammála mér, s.s. Times í dag bls 61 sem gefur Reina einkunn 7 (sama einkunn og Cech fær): ,,Should he have held Kalou’s shot, which led to the opening goal? Ray Clemence would have done, but goalkeepers are educated differently now”.
Reina var góður á heildina í leiknum en á þessari ögurstundu hefðu aðrir markverðir gert betur, s.s. Ray sem spilaði 470 leiki með Liverpool frá 1967-81, á þeim tíma sem leikmenn reyktu og spiluðu í bómullarfatnaði.
Mér finnst ótrúlegt að lesa hér að Rafa hafi skotið sig í fótinn með þessum yfirlýsingum um D. Drogba, ekkert sem Rafa getur sagt auðveldar Drogba leiðina að markinu, hann er einfaldlega frábær framherji sem hefur því miður tekist í langan tíma að gabba dómara með dýfum og það var hárrétt hjá Rafa að benda á þetta.
Pointið er að Drogba er alltaf líklegur til að skora, hann var bara líklegri til að láta sig detta og Rafa stoppaði það og væntanlegar aukaspyrnur og vítaspyrnur í leiðinni.
Ég er alls ekki ósáttur við leikinn, ég bara get það ekki, þetta var 50/50 leikur á velli þar sem heimaliðið hefur ekki tapað leik í nokkur ár.
Aðeins að framtíðinni, ég er bjartur fyrir næsta síson að því gefnu að Rafa verði áfram með liðið.
Það er ljóst að það verða mannabreytingar í sumar og nú þegar er búið að semja við leikmenn sem við fáum að vita um fljótlega, svo erum við með mann eins og R. Babel sem ég fullyrði að verður rosalegur á næsta tímabili, Agger og Skrtel munu verða sterkari og sterkari.
Framtíðin er alltaf björt, gleymið því ekki, við erum ekki Newcastle aðdáendur for crying out loud!
Rafalution is on!
Einkennilegt samt þegar við bjóðum upp á skemmtilega fótboltaleiki þá skiptir árangurinn allt í einu engu máli.
Menn hafa óspart gert grín að Arsenal fyrir að leika þennan flotta bolta en það skilar engu.
Við spiluðum vel í gær en það skilaði engu. Hingað til hafa menn frekar viljað hundaleiðinlegan Rafa bolta í Meistaradeildinni.
Rafa hefur gert margt ágætt en eitt af því slæma sem hann gerði var að versla fjárhundinn Dirk Kuyt sem er hreinlega lamaður knattspyrnumaður. Ótrúlegt að þetta sé fjárfesting upp á rúmar 10 milljónir punda.
Skrtel hrikalega flottur leikmaður og var sárt saknað eftir að hann fór að velli þrátt fyrir að gamli hafi staðið sig vel.
Langar líka að koma því á framfæri að Reina átti ekki nærstöngina í gær. Riise tók það svæði svo það hefði verið heimskulegt af Reina að covera einnig það svæði. Stundum koma upp atvik í leik þar sem markmaðurinn getur einfaldlega ekki coverað nærsvæðið. Þetta fer allt eftir aðstæðum í leiknum.
En segjum við bara ekki eins og undanfarin ár sem frægt er orðið; Gerum betur að ári.
Að sjálfssögðu hefði Ray Clemence haldið þessum bolta og það handleggsbrotinn á báðum. Hetjur gærdagins í sögu Liverpool voru nefninlega vart mennskir, heldur nokkurs konar ósnertanlegir hálfguðir sem þurftu hvorki fæðu né svefn…
Að sjálfssögðu á Rafa að vera áfram. Ég hafði reyndar mínar efasemdir í janúar en ég sé bara ekki mann þarna úti sem ætti að gera betur. Ég held að innanbúðarátök hafi kostað liðið nokkur stig í vetur en burtséð frá því þá er hópurinn ekki enn nógu sterkur til að klára 38 leiki. Jafntefli voru fjandi mörg í vetur en reyndin er samt sú að sigrar gegn ManUtd í báðum leikjum væri nóg til að vera á toppnum, það er allt og sumt.
Finnst mér þá allt í lagi hjá klúbbnum? Nei, breiddin er ekki nógu mikil og gæðin á köntunum ekki nægjanleg. En mér líst vel á marga þá leikmenn sem hafa komið til liðsins á undanförnum 12-18 mánuðum; Masch, Skrtel, Torres, Babel. Við eigum að leyfa Rafa að halda áfram með þetta.
Jóhann 77, gott að vera jákvæður en það er ekkert óeðlilegt við mikinn fjölda athugasemda þegar illa gengur enda vilja menn skilja hvað fór úrskeiðis og hvernig hægt að rétta úr kútnum. Ég veit ekki hvaða menntun þú hefur í fótbolta en að mínu mati er íþrótt þessi ekki það flókin að áhangendur sem lesa um þetta daginn út og inn geti ekki komið með sæmilega skynsamlegar athugasemdir og viðrað sitt álit.
Þú spyrð hvaða miðjumaður stóð uppúr í leiknum, það er einfalt að svara því: Ballack og Lampard. Og hvaða lið skorar tvö mörk á stamford á 120 mínútum? Einfalt svar: mörg, t.d. Aston villa sem skoraði 4 á 90 mínútum.
Hvernig hentuðu aðstæður Babel mjög illa? Babel er nógu góður í hvaða ,,aðstæður” sem er með sínum hraða, skothæfni og tækni. Og finnst þér Liverpool virkilega hafa náð góðum árangri í deildinni? Að berjast við Everton um fjórða sæti ár eftir ár…
En ég er sammála að Rafa á eitt ár inni enn. YNWA.
fékk mig varla fram úr rúminu eftir þetta dapra kvöld sem lfc átti i gær en yhe show must go on er viss um að margt muni breytast a næstu leiktíð ,rafa vill eflaust tonn af seðlum til að byggja upp traustara byrjunarlið og fá meiri breidd likt og man u og chelski hafa, faum við loks eigendur sem standa ekki i fjárhagskröggum og sja til að við náum fyrri dyrð ,eg personulega vill ekki lenda i 3-4 sæti aftur næstu ár ,toppurinn er markið.
vill að riise verði seldur til siberiu helst að moka snjo, finnan fari einnig, kewell fari i neighbours i astraliu og voronin ma svosem lika fara. og við kaupum menn sem borga sig upp eins og til dæmis hann torres ,torres sem sokn. og gerrard eru ekki að fara að vinna deildina tveir með markaskorun. tek til dæmis man u sem er drasl i minum huga sem felag en spila samt fotbolta þeir hafa c.ronaldo,nani,anderson,tevez og fleiri sem setja nokkur sem er ………….. . er bara mjög bitur með hvernig hlutirnir hafa þroast og þetta skal breytast .
og skiptingin atti að koma a 74 min þ.e. babel og crouch sem hefðu klarað þetta undir lokin min skoðun
Grosli, ég held að menn séu ekki að segja að það sé í lagi að tapa því við spiluðum vel, allavega líður mér ekki þannig og ég les það ekki útúr svörum manna hérna. Aftur á móti stóð liðið sig mjög vel í þessum tveimur leikjum og fór út með sæmd, menn eru ánægðir með það.
Ég man þegar Guðjón Þórðarson var nýtekinn við íslenska landsliðinu þá sagði hann að það væri óumflýgjanlegt að tapa leikjum, það er hvernig þú tapar sem skiptir máli og held ég að það sé margt til í þessu hjá kallinum.
Ég var mjög efins um Rafa í kringum áramót, ekkert gekk og úrslit og spilamennska voru langt fyrir neðan væntingar. Núna aftur á móti er ég 100% sannfærður um að Rafa eigi að vera áfram. Það sem er MJÖG MIKILVÆGT í sumar er að hann fái að kaupa þá leikmenn sem hann vill sem fyrsta kost. Alvöru leikmenn sem labba inní liðið og gera það betra. Það vantar hraða og það vantar vídd. Auðvitað fer þetta svolítið eftir því hvaða leikkerfi hann ætlar að nota hvaða leikmenn okkur vantar.
Mitt mat eftir leikinn í gær er að ég er gríðarlega stoltur að vera Liverpool maður í dag. Félagið stóð sig frábærlega í meistaradeildinni í vetur ef frá eru teknir fyrstu 3 leikirnir. Maður sér hvernig þetta lið er að vaxa undir Rafa og það er svo gríðarlega mikilvægt í sumar að hann fái góðan stuðning á leikmannamarkaðnum í sumar frá þeim kanabræðrum.
Þetta er snilld!
http://101greatgoals.magnify.net/item/TQCCNYPK4H5RQ9NH
Hárrétt Hafliði, við erum sko ekki Newcastle aðdáendur fyrir grátandi upphátt.
Undirstöður Liverpool liðsins er hreint frábærar, við höfum allt til alls að verða stórveldi næstu ár og áratugi ef við erum jákvæðir og bætum liðið á réttan hátt.
Ég fæ bara grænar bólur af tilhugsuninni um Quaresma í liði Liverpool. Þetta er einn mesti dýfari boltans, miklu verri en Arjen Robben og C.Ronaldo til samans. Auk þess er hann mjög ofmetinn leikmaður sem kæmi til með að eyðileggja liðsmóralinn. Þessi gaur er cry-baby ballerína sem hefur ekki líkamlegan styrk í enska boltann. Ég myndi ekki taka hann jafnvel á free transfer.
Við eigum að eltast í sumar við byrjunarliðsleikmenn í 3-4 stöður sem geta skipt sköpum í toppleikjum gegn Man Utd, Chelsea og Arsenal næstu tímabil. Vana leikmenn sem þora að taka af skarið og eru ekki hræddir við að “get stuck in”. Menn sem vinna návígi og geta tekið varnarmenn á.
Frank Ribery á hægri kantinn væri alger draumur, sem og Phillip Lahm í vinstri bak. Rafinha stendur vonandi undir því sem maður hefur heyrt og séð.
Einnig hefur maður séð fréttir um Mancini (Roma, 4m punda) og Modric, Barry og Bentley o.fl.
Spurning hvort þessi Englendinga-kvóti hvetji Rafa til að kaupa enskt. Rafa allavega vill helst fjölhæfa leikmenn sem geta spilað 2-3 stöður. Því kæmu kaup á Gareth Barry mér ekki á óvart.
Svo má athuga með að skipta Xabi Alonso út, heimþrá og slíkt, og mér finnst hann líka bara ekki skapa nógu mikið frammá við sem leikstjórnandi í ensku deildinni. Er voða lengi í form og getur ekki tekið menn á. Er samt frábær leikmaður og ég vil ekki missa hann nema fá einhvern enn betri. Diego (Werder Bremen) væri sá maður.
Ég minni síðan á að við eigum Agger alveg inni fyrir næsta tímabil, þá mun spilið útúr vörninni gjörbreytast. Ekki gleyma því heldur að Agger skoraði markið á Anfield í undanúrslitum gegn Chelsea í fyrra. Þar liggur einn stór hundur grafinn, þegar maður reynir að greina þetta óþarfa tap gegn Chelsea í ár.
Framtíðin er mjög björt hjá Liverpool. Nú er bara að vera jákvæður og bíða eftir að yfirstjórn liðsins hætti deilum og sameinist. Styðja síðan Liverpool liðið af fullum hug næsta tímabil.
hef ekki nent að lesa öll komentin og hvað þá leikskýrsluna….. en alt sem ég sagði stend ég við… og ég gleymdi einu… hvað í ansdskotanum var stevie að gera inn á vellinum.. jú hann var með gult spjald og vildi ekki missa af úrslitaleiknum… en hvort er mikilvægara.. að koma liðinu í úrslitaleikin eða geta sagt.. ég hefði ekki veirð í banni ef að við hefðum komist.. hann gat ekki neitt í leiknum… púntur….. að taka hagsmuni sína fram yfir liðið er ekki fyriliða sæmandi….
arg ég er enþá pirraður eftir þennan leik.
ok ég ætla að segja eitt . það var skárra að tapa núna heldur en í úrslitaleiknum. samt er aldrei gott að tapa. En skiptingin babel/torres var handónýt. veit ekki hvort torres hafi verið þreyttur eða hvað en samt í svona leikjum þá tekuru ekki undramannin af velli. hann hefði bara þurft eitt færi eins og hann sýndi fyrr í leiknum.Hefði viljað sjá babel inn á fyrir alonso og svo í 3-1 crouch inn á fyrir riise. norðmaðurinn þarf að koma sér í ágætt lið um miðja deild í englandi hann er ekki nógu góður til að vinna titla.
En í þynnkunni ætla ég að segja bless.
Macca, fyndið að mæta með comment # 108 og hafa greinilega ekki nennt að kynna sér hvað gerðist : )
En þér til hægðarauka skal ég segja þér að torres meiddist.
Tekið af lfc online:
Fernando Torres picked up a hamstring injury during Liverpool’s Champions League clash with Chelsea.
Rafael Benitez stunned everyone when he substituted his star man when two goals behind with five minutes remaining, but the Liverpool boss later confirmed that it was because he was injured.
Ekki get ég verið sammála þér að það sé betra að tapa í undanúrslitum en í úrslitaleik, en skil samt hvað þú ert að fara.
komment nr. 97: “Reina hefði getað slegið boltann aftur fyrir í stað þess að senda hann beint á drogba.”
beint á drogba?? horfðu á þetta atvik maður.
þessi markvarsla var á heimsmælikvarða, þ.e. markvarslan eftir skot kalou. hann gerði hárrétt með að slá boltann til HLIÐAR þar sem ENGINN var. hann sló ekki boltann á drogba heldur til hliðar. og í síðasta sinn. drogba vann riise í kapphlaupinu um boltann. riise blokkar sjónarhorn reina sem VAR staddur á nærstöng en hann sér aldrei boltann og skotið var fáránlega fast.
to sum up: Reina varði skot kalou frábærlega, hann sló boltann til hliðar en gat ekkert gert í marki drogba.
Arnbjörn (101)
Það er ágæt grein eftir hinn umdeilda Paul Tomkins á .tv vefsíðunni. Þar bendir á það sem rétt er að fyrir þremur árum vorum við 30+ stigum á eftir efsta liði, næsta ár vorum við 20+ stigum á eftir efsta liði á þessu tímabili endum við líkelga 10+ stigum á eftir efsta liði. Auðvita er enginn sáttur við að vera í 4. sæti en Benitez tók við liði á niðurleið með mikið af farþegum og hefur verið að byggja upp. Ef efstu liðin hefðu ekki bætt við sig mannskap ár frá ári með rándýrum leikmönnum þá væri munurinn líklega horfinn. En öll liðin eru að bæta við sig og sínu mest utd. þar sem ferguson er kominn með hörkulið og besta fótboltamann heims. Liverpool er samt á réttri leið eru að minnka forskotið og ef við gerum ekki nema örlítið betur á næsta ári þá ættum við að vera í baráttu um titilinn. Við erum í vandræðum með bakverði eins og allir vita enda liggja topp leikmenn ekki á lausu. Við erum samt komnir með mjög efnilegan kantmann í Babel, Benayoun hefur verið fínn squad player og Kuyt hefur verið að fylla þetta skarð á hægri kantinum eins vel og hann getur. Það átt sig samt allir á því að það vantar í þetta lið ennþá en við erum samt komnir miklu nær því að vera með topplið en á síðustu árum.
Ég átta mig á því að eitt og eitt lið getur skorað mörk á Stamford bridge en það breytir því ekki að þeir hafa ekki tapað þarna í 82 leikjum í röð. Það er meira en að segja það að vinna Chelsea á þessum velli og þeir eru með vindinn í seglin núna.
Babel er snöggur og teknískur leikmaður og það er ekki bestu aðstæður eins og þær voru í gær þar sem völlurinn var rennandi blautur. Fannst þér í alvöru Lampard og Ballack frábærir í gær? Þetta er skoðun. Ég er ósammála.
Olli ég held ég að bestu markmenn, og Reina á sínum ,,besta” degi hefðu slegið boltann aftur fyrir eða gripið. Þetta var ekki markvarsla á heimsmælikvarða að mínu mati, Reina var við miðju marks og sló boltann ská út, það er þó rétt hjá þér að boltinn fór ekki beint á didier (og já riise átti líka að gera betur).
Eins og ég sagði, mín athugasemd var nú ekki meira grín eða kolrangari en svo að Times, virtasta íþróttadeild Bretlands að mér finnst a.m.k. að frátöldu kannski BBC, og þótt víðar væri leitað, minntist tvisvar á þetta í blaðinu í dag. Og fjölmargir aðrir fjölmiðlar segja að Reina hafi einungis vikið (e. parry) boltanum en ekki varið.
En ég vil þakka þér og öllum hinum pennunum á þessari síðu fyrir veturinn, frábær vettvangur til að tjá sig um málefni liðsins. Við erum ekki alltaf sammála en hvað um það… Ég ætla nú að einbeita mér að halda með Hollandi í EM næstu mánuðina 🙂
já Jóhann ég hef séð grein Tomkins og tjáð mig um hana hér, þessi grein er ágæt en alls ekki gallalaus – Tomkins gróf ekki nógu djúpt í tölfræðina – það er ekki nóg að skoða fjölda skiptinga, það þarf líka að skipta réttum mönnum á réttum tíma þannig að liðið geri ekki jafntefli við lélegustu lið deildarinnar.
ég er sammála þér að stamford er erfiður völlur og Rafa hefur gert margt gott síðan hann kom og hin liðin hafa bætt sig mikið á sama tíma…. kemur á næsta ári. einhver orðaði það vel hér að ofan að hann er stolltur stuðningsmaður, tek undir það. Góðar stundir.
Það þarf að taka inní að aðstæður voru erfiðar, boltinn blautur og þungur þannig að það var ekkert auðvelt fyrir Reina að stjórna boltanum, Cech gerði nú mistök í öðru markinu þegar hann ætlaði að kýla boltann.
Sökina á fyrsta markinu á klárlega vörnin. Arbeloa algjörlega útúr stöðu og Riise að fylgjast með boltanum allann tímann eins og 6.flokks leikmaður, svo þegar skotið kom þá kom Drogba á blindu hliðina á hann og setti boltann í netið.
Ég nenni ekki að lesa greinina hans Tomkins sem stendur. Ég veit hvað stendur í henni. En allt í lagi með það.
Það er fínt að vera bjartsýnn.
Menn tala um að þetta sé allt að koma, bilið minnki stöðugt, einungis þurfi að kaupa nokkra menn, losa sig við farþega, fá menn aftur úr meiðslum, menn hafi verið meiddir á þessu tímabili og aðrir hafi ollið vonbrigðum.
En við megum ekki gleyma því að nýir menn þurfa tíma til þess að aðlagast, einhverjir munu valda vonbrigðum, einhverjir þeirra sem eru nú þegar í liðinu munu valda vonbrigðum og spila undir getu og aðrir munu meiðast.
Þetta er gangur lífsins. Endurnýjun og óhöpp. Við munum aldrei losna við þau og verðum að taka þau með inn í reikningin. Og ef ég á að verða virkilega leiðinlegur þá eru menn eins og Gerrard og Carragher ekkert að verða yngri. Það fer að koma að því að næsta síson verði orðið of seint þegar þeir tveir eru annars vegar.
Það sem ég er að reyna að segja er að það er ekkert gefið að næsta tímabil verði betra. Jafnteflisleikir gegn Birmingham, Tottenham, Wigan og Aston Villa á heimavelli og töp gegn Reading og West Ham voru ekki vegna þess að við værum ekki með þúsund sinnum betra lið en andstæðingarnir.
Jæja, þetta var ágætis mótvægi við alla bjartsýnina. En svona kalt mat:
Er Rafael Benitez kominn á endastöð með liðið? Nei
Væri einhver annar líklegri til að ná árangri? Hver þá?
Er líklegt að við tökum titilinn á næsta ári? Nei
Er líklegt að næsta tímabil verði betra en þetta? Líklega hugsanlega.