Fer sæmilega ítarlega yfir leikjaprógrammið neðst í færslunni og bæti inn öllum auka leikdögum (bikar, evrópa og landsleikir).
Byrjum á þessu:
Podcast
Við tókum upp podcast í gær og er umræðan um efni þáttarins ennþá lifandi í þeirri færslu. Tókum fyrir kaup Liverpool það sem af er og ræddum breytingar á þjálfaraliðinu. Tæplega klukkutíma þáttur.
Sterling
Fréttir dagsins herma að Man City komi til með að bjóða £40m í Raheem Sterling og í sömu fréttum er sagt að Liverpool muni hafna því boði. Afhverju í veröldinni fréttir af bæði boðinu og viðbrögðum Liverpool ættu að hafa lekið áður en nokkuð gerist skil ég ekki alveg og fyrir mér gengur þetta ekki alveg upp. En Sterling er 20 ára og eitt allra mesta efni Englendinga með Man City á eftir sér, lið sem verður að bæta við sig Englendingum og á endalaust af peningum. Liverpool á ekki að svara í símann fyrir minna en a.m.k. £50m og það er á mörkum þess að vera nóg á þessum fáránlega EPL markaði.
Hafa ber í huga að QPR á rétt á 20% af söluverði Sterling og að hann á núna 2 ár eftir af samningi sem kostar Liverpool ca. þrefalt minna en annars þyrfti að greiða sambærilegum leikmanni. Framkoma hans og umboðsmanns hans í vetur gerir það síðan að verkum að þeir eiga EKKERT inni hjá forráðamönnum Liverpool.
Hugsanlegur arftaki Sterling
Aðrar (og ekki eins traustar) fréttir herma að staðfest sé að Roberto Firmino leikmaður Hoffenheim ætli í ensku úrvalsdeildina og Globo, sjónvarpsstöðin í Brasilíu heldur því fram að Liverpool hafi sýnt honum mikinn áhuga. Hann er núna í Copa America með Coutinho og væri alltaf líklegur sem arftaki Sterling frekar en viðbót ásamt Sterling. Firmino er engu lægra skrifaður í boltanum heldur en Sterling, nema síður sé og væri þetta því mjög spennandi.
Þó má ekki gleyma að fyrir á Liverpool Markovic og Ibe sem gætu báðir alveg náð jafn langt á sínum ferli og Sterling.
Clyne
Talið er að Southamton sé að kaupa hægri bakvörð Sporting Lisbon, Cedric Soares og bendir það til þess að hreyfing sé komin á mál Nathaniel Clyne sem er mjög líklega að fara frá liðinu í sumar. Talið er að Liverpool ætli að bjóða í hann að nýju á næstu dögum og að hann sé til í að koma til Liverpool. Southamton vill £15m fyrir hann, Liverpool bauð £10m í síðasta mánuði. Ef Southamton er að kaupa leikmann í staðin og Echo að skrifa fréttir um þetta er ljóst að eitthvað ætti að vera marka þessar fréttir. Tottenham er að kaupa Trippier frá Burnley og því er aðeins United líklegt til að blanda sér í þessi viðskipti og eyðileggja eitthvað sem virðist vera óvenjulega átakalaus leikmannakaup.
Leikjaplanið 2015/16
Stóra málið í dag er samt auðvitað nýtt leikjaplan fyrir næsta tímabil. Ég hef aðeins orðið var við svartsýni í kjölfarið á þessari niðurröðun enda útileikirnir erfiðir í byrjun en langar þó að skoða þetta aðeins betur. Til að átta sig betur á listanum set ég inn dagsetningar á bikarleikjum, Europa League og landsleikjahléum.
July
14 – Thai All Stars – Liverpool
Fjarlægð frá Liverpool 9.678 km. Flugtími er ca. 12 tímar.
17 – Brisbane Roar – Liverpool
Fjarlægð frá Bangkok 7.277 km. Flugtími er ca. 9 tímar
20 – Adelaide United – Liverpool
Fjarlægð frá Brisbane 1.620 km. Flugtími er rúmlega 2 tímar.
24 – Malaysia XI – Liverpool
Fjarlægð frá Adelaide er 5.680 km. Flugtími er ca. 7,5 tímar
Fjarlægð frá Kuala Lumpur til Liverpool er 10.670 km. Flugtími tæplega 14 tímar.
1 – HJK – Liverpool (ágúst)
Fjarlægð frá Liverpool 1.830 km. Flugtími 2,5 tímar.
Það er nokkuð ljóst að fábjáninn sem fékk það út að þetta væri bara í alvörunni besti mögulegi undirbúningur Liverpool fyrir næsta tímabil er að hugsa að öllu leiti um fjárhagslegu hliðina og ekkert annað.
Á tíu mikilvægustu dögum undirbúningstímabilsins er Liverpool að ferðast tæplega 35.000 km. Flugtími er að meðaltali um 8,9 tímar í fimm löngum flugferðum. Meira að segja innanlands í Ástalíu er fjórfalt lengra en Reykjavík – Akureyri. Eðlilega spilar Liverpool ekkert á Anfield fyrir þetta tímabil en í heildina ferðast liðið um 37.000 km og er að meðaltali um 7,8 tíma í flugi, samtals áætla ég 47 tíma í flug eða næstum TVO HEILA DAGA. Það svosem gildir einu hvort við teljum þessa ferð til Finnlands með eða ekki.
Allt eru þetta leikir gegn grín mótherjum heimamanna og mjög vel hægt að draga í efa notagildi þessara leikja.
Stoke fer á sama tíma í eina ferð til Singapore 18.júlí og spilar þar við Arsenal eða eitthvað lið heimamanna. Þess utan taka þeir þrjá æfingaleiki á Englandi gegn enskum liðum, ekkert bull í líkingu við Liverpool í þeirra undirbúningi fyrir fyrsta leik.
Bournemouth fer til Bandaríkjana í einn leik um miðjan júlí en er að öðru leiti bara í Evrópu að undirbúa sig.
Ekkert annað lið fer í viðlíka bull og Liverpool á undirbúningstímabilinu. Frekar er þá reynt að taka þátt í mótum sem haldin eru á sama stað og spila þá alvöru leiki gegn alvöru liðum.
Vonandi er þetta betri undirbúningur en ég átta mig á eða þá skiptir ekki svo miklu máli. Leikjaplanið fyrir alvöru leikina er svona
August
8 – Stoke City (A)
15 – Bournemouth (H)
22 – Arsenal (A)
29 – West Ham United (H)
Ef það er einhver karakter í þessu liði er Stoke úti einmitt leikurinn sem við viljum í fyrstu umferð eftir útreiðina í síðasta leik. Mögulega er ekkert að því að mæta Arsenal svona snemma en þó fúlt að þeir hafi ekki náð sínu 4. sæti í fyrra því nú sleppa þeir við Meistaradeildarleiki sem eru þremur dögum fyrir leikinn gegn Liverpool. Ekkert gott að mæta nýliðum svona snemma en enginn afsökun að vinna þá ekki heima.
Liverpool vildi byrja á útivelli og ég hef séð töluvert verri ágúst mánuð hjá Liverpool en þetta. Ekkert væl.
September
1 – Transfer Deadline Day
5 – San Marino v England – Euro 2016 Qualifier
8 – England v Switzerland – EURO 2016 Qualifier
12 – Manchester United (A)
17 – UEFA Europa League MD1
19 – Norwich City (H)
21 – Capital One Cup Round 3
26 – Aston Villa (H)
Aðeins einn útileikur í september þó það sé reyndar útileikurinn. Strax eftir landsleikjahlé, vonandi vinnur það með Liverpool að það stefnir í að allir leikmenn liðsins spili með sama landsliði. Sturridge verður vonandi kominn í liðið þarna.
Fínt að fá heimaleik eftir Europa League og raunar þarf Liverpool aldrei að spila utan Liverpool borgar eftir bölvaða Europa League leikina. Eini útileikurinn er gegn Everton.
Heimtum a.m.k. 6 stig í sept, ef ekki meira.
October
1 – UEFA Europa League MD2
3 – Everton (A)
9 – England v Estonia – EURO 2016 Qualifier
12 – Lithuania v England – EURO 2016 Qualifier
17 – Tottenham Hotspur (A)
22 – UEFA Europa League MD3
24 – Southampton (H)
26 – Capital One Cup Round 4
31 – Chelsea (A)
Þessi mánuður er langverstur. Fínt reyndar að þurfa ekki að ferðast eftir EL leikinn en vont að koma ekki eins ferskir og Everton í leikinn gegn þeim. Tottenham úti er aldrei auðvelt þó Liverpool hafi gengið ágætlega með þá undanfarið.
Sjáum til hvort Southamton verði á sama flugi á næsta tímabili og þeir voru í vetur en við mætum þeim einnig eftir EL leik. Hinsvegar verða þeir að öllum líkindum líka nýbúnir að spila EL leik fyrir leikinn gegn Liverpool.
Vonandi kemur Liverpool út með meira en 50% árangur eftir þennan mánuð því fá lið vinna á Stamford Bridge. Ekkert verra svosem að mæta Chelsea svona snemma frekar en í annan tíma á tímabilinu.
November
5 – UEFA Europa League MD4
7 – Crystal Palace (H)
13 – Possible England International
17 – Possible England International
21 – Manchester City (A)
26 – UEFA Europa League MD5
28 – Swansea City (H)
30 – Capital One Cup Round 5
Palace kemur á Anfield eftir fjórða EL leikinn og nú mætum við hinu Manchester liðinu úti eftir landsleikjahlé. Swansea er svo einnig eftir EL leik. Óttast þennan mánuð enda mikið álag á okkar mönnum á fjórum mismunandi vígstöðum. Vonandi verður Liverpool þó fallið úr leik í deildarbikarnum þarna eða að spila án aðalliðsins. Þá keppni á algjörlega að nýta fyrir aukaleikarana í vetur.
December
5 – Newcastle United (A)
10 – UEFA Europa League MD6
12 – West Bromwich Albion (H)
19 – Watford (A)
26 – Leicester City (H)
28 – Sunderland (A)
Ætla ekkert að fullyrða of mikið fyrirfram en ég hef ALLTAF séð leikjaplanið fyrir desember verra en þetta. Það er ekkert City og Chelsea með tveggja daga millibili í miðri jólatörninni núna t.a.m.
January
2 – West Ham United (A)
4 – Capital One Cup Semi-Final 1st legs
9 – FA Cup 3P
12 – Arsenal (H)
16 – Manchester United (H)
23 – Norwich City (A)
25 – Capital One Cup Semi-Final 2nd legs
30 – FA Cup 4P
Ef allir erfiðu útileikirnir eru strax í byrjun fyrir áramót segir sig sjálft að þeir koma allir á heimavelli strax eftir áramót. Áttaði mig á þessu alveg sjálfur.
February
2 – Leicester City (A)
6 – Sunderland (H)
13 – Aston Villa (A)
18 – UEFA Europa League 32(1)
20 – FA Cup 5P
25 – UEFA Europa League 32(2)
27 – Everton (H)
28 – Capital One Cup Final
Enn á ný heimaleikur eftir EL ef við gefum okkur að Liverpool komist upp úr riðlinum.
March
1 – Manchester City (H)
5 – Crystal Palace (A)
10 – UEFA Europa League 16(1)
12 – FA Cup 6P
12 – Chelsea (H)
17 – UEFA Europa League 16(2)
19 – Southampton (A)
April
2 – Tottenham Hotspur (H)
7 – UEFA Europa League QF(1)
9 – Stoke City (H)
14 – UEFA Europa League QF(2)
16 – Bournemouth (A)
23 – Newcastle United (H)
23 – FA Cup SF
24 – FA Cup SF
28 – UEFA Europa League SF(1)
30 – Swansea City (A)
Hér er hægt að sjá ágætlega hversu mikið leikjaálagið er ef liðið kemst langt í bæði bikar og Evrópu. Gerir leikina gegn Stoke, Bournemouth og Swansea alla mun erfiðari og þau lið geta líklega öll undirbúið sig 100% fyrir leikinn gegn Liverpool á meðan.
May
5 – UEFA Europa League SF(2)
7 – Watford (H)
15 – West Bromwich Albion (A)
18 – UEFA Europa League Final
21 – FA Cup Final
Vinnum deildina 15.maí, evrópudeildina 18.maí og bikarinn 21.maí.
Úrvals vika.
Hvað er í gangi à Anfield? Stækkun?
Stækkun og nýtt gras.
Ég var aðeins að skoða þennan Joe Gomes. AF því sem ég hef séð þá skil ég mjög vel afhverju það er verið að fjárfesta í honum. Hann er með góðan leikskilning, sterkur líkamlega og virkilega góður á boltann.
Tel samt líklegast að hann verði sendur í lán aftur til Chalton, þar sem það er mikilvægt að láta menn spila um hverja helgi á þessum aldri. Þar að segja ef hann verður annað borð keyptur.
Flottur pistill! Þó ég sé tilbúinn að gefa League Cup upp á bátinn með varaliðinu, þá væri ég til í að sjá LFC setja kraft í Europa League, góður bikar að vinna og eflaust aukatekjur sem koma inn ef langt næst í þeirri keppni. Sevilla eru nú búnir að taka þann bikar 3x á síðustu 4 árum eða eitthvað slíkt, þannig að LFC á að geta sett markmiðið að fara alla leið þar. Liðin sem koma inn þar úr Meistaradeildinni virðast oft leggja árar í bát. Deildin mun ekki vinnast, og FA Cup getur farið hvernig sem er, þannig að EL ætti að vera ofarlega á blaði. Við verðum bara að fara að vinna bikar til að hópurinn finni bragðið, og að það þurfi ekki að byrja upp á nýtt enn og aftur með nýjum stjóra.
Jæja Sktrel að fara gera nýjann samning og Gomez í læknisskoðun á morgun. Klúbburinn er alveg greinilega í vinnuni, þeir meiga eiga það. Núna þarf bara að fara selja gasmanninn Sterling og taka inn Firmino og Aubameyang og jú Clyne að sjálfsögðu! Ohh ímyndið ykkur þetta rán ef við gætum fengið Firmino og Aubameyang fyrir söluna á Sterling.
Þeir sem hafa áhuga á framkvæmdunum við völlinn þá er hér hægt að sjá video af því hvernig þetta verður gert.
http://www.thisisanfield.com/2014/12/video-liverpools-anfield-expansion-plans-revealed/
Liverpool a ekki að svara simanum fyrir minna en 50 mills!!! Eg er nu buinn að spyrja allmarga hvað þeir mundu borga fyrir hann, ALLIR segja 20 til 25, nema einmitt poolarar sem segja 50 til 70 mills, en einungis city chelsea og real gætu hugsanlega verið svona utur kortinu. Ef Sanshez kostaði 32 mills ætti Sterling að fara a svona 10. Hann væri t.d. ekki byrjunarliðsmaður hja minum monnum i Arsenal, ekki hja chelsea, ekki hja real, city þarf hugsanlega bara að borga svona mikið utaf þeim vanta enska leikmenn. Þo hann se efnilegur þa er hann lika einn ofmettnasti leikmaður i heimi. En að sjalfsogðu reyna menn i liverpool að fa eins mikið og þeir geta, ekkert að þvi.
@7
Hann er ungur enskur landsliðsmaður á besta aldri og því fásinna að selja hann á minna en 45 millur. Verðlag á enskum leikmönnum er náttúrulega út úr Q, sem er heil bók út af fyrir sig. Liverpool borgaði sælla minninga 35 milljónir fyrir síðahærða meiðslapésann Carrol og það því samanburðarhæfara en Sanchéz kaupin.
Hann er klárlega ekki 50 milljón punda maður á hinum “venjulega” markaði. En í heimi olíufurstanna (og annarra ríkra manna) þar sem peningarnir flæða um þá er hann hann klárlega leikmaður sem á að seljast á þessa gígantísku upphæð.
Það er að mínu mati ástæðan fyrir því að “við poolarar” segjum þessar upphæðir en ekki “nallarar” eða “scummarar” 🙂
Mér skilst að félagið hafi hafnað uppfærðu tilboði City í Sterling nánast samstundis sem er ákveðin vísbending í sjálfu sér. Mat Liverpool er að félagið geti fengið meira fyrir leikmanninn.
Kannski er einhver leikjafræði í gangi. Hver lekur þessum hláturgasmyndum af Sterling á sama punkti og tilboð berst í leikmanninn? Er það kannski umboðsmaðurinn að leika listir sínar?
City þarf að hressa upp á framlínuna hjá sér og það helst með enskum leikmanni. Ég held að eini enski leikmaðurinn hópi City núna séu Joe Hart en Lampard fer til USA í júlí ef mig minnir rétt. Átta “home grown” leikmenn þarf í 25 manna hópi og þó að “home grown” þýði ekki endilega að leikmaðurinn sé breskur (3 leiktíðir í PL fyrir 21 ára afmæli dugir útlendingi) er nokkuð ljóst að City er að leita að góðum enskum leikmanni og þeir vaxa ekki á trjánum beinlínis. City veit ennfremur að Rafa Benitez hefur áhuga á Sterling svo kannski vita FSG nákvæmlega hvað þeir eru að gera.
Ef Liverpool fær 45-50 millur fyrir Sterling væri það meira en ásættanlegt þó að þetta dæmi allt sé heldur ömurlegt finnst mér.
Tek undir með #5 að Firmino fyrir kannski þriðjung-helming þess sem fæst fyrir Sterling væri frábær díll. Firmino er á góðum degi betri leikmaður en Sterling. Hefur litlu minni hraða en mun betri fótavinnu og skottækni. Firmino skilar líka ótrúlegu vinnuframlagi líkt og Suarez gerði en hefur þann ókost að vera ekki alveg nógu stöðugur. En klárlega einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í Þýskalandi.
Aubameyang á fjögur ár eftir af samningi hjá Dortmund og Liverpool varla í færum við hann þetta tímabilið. Ég hugsa jafnvel að Marco Reus væri líklegri til að freista gæfunnar. Reus er fáránlega góður í fótbolta en helvíti gjarn á að meiðast.
Annars er ég hamingjusamur með þá þróun að Liverpool skoðar Bundesliguna til að spotta leikmenn. Hér er mikið úrval frábærra leikmanna og við höfum smjörþefinn af getu þeirra í Emre Can.
Ég bind enn vonir að meistari Klopp taki einn daginn við Liverpool og fari svo sjáum við væntanlega fleiri þýska leikmenn í hópnum sem væri vel að mínum dómi. Þjóðverjum er heldur vel við Englendinga, aðlagast vel og ekkert fokkings væl svona yfirleitt.
Keppnisharka Þjóðverja er líka víðfræg og við sáum hvað gerðist á síðustu metrunum síðasta tímabil. Þar vantaði stálið heldur betur.
Hvað um það. Ef tekst að landa Firmino til Liverpool lítur næsti vetur allt öðruvísi og betur út að mínum dómi.
Nr. 7
Þú áttar þig á því að Liverpool hefur afskaplega lítinn áhuga á að selja Sterling, allra síst til liða í sömu deild og það er nákvæmlega engin þörf á að selja hann núna. Ef þessum liðum langar að kaupa hann er rétt að gera það fyrir rétt rúmlega “yfirverð”.
Þessir sem þú ert að tala við um Sterling fengju nú alls ekki vinnu við að verðmeta leikmenn ef þeir skilja ekki að Sterling kosti meira en 20-25m. Það eru 12 mánuðir síðan hann var valinn besti ungi leikmaður Evrópu. Slíkir leikmenn kosta alltaf gríðarlegar fjárhæðir enda mjög líklegt að þarna sé einstakt efni á ferðinni.
Hér eru síðustu 10 sigurvegarar
2004 Wayne Rooney
2005 Lionel Messi
2006 Cesc Fàbregas
2007 Sergio Agüero
2008 Anderson
2009 Alexandre Pato
2010 Mario Balotelli
2011 Mario Götze
2012 Isco
2013 Paul Pogba
2014 Raheem Sterling
Þegar þessi leikmaður er einnig enskur landsliðsmaður nánast tvöfaldast verðið enda gerir krafa um uppalda leikmenn það að verkum að barist er um bestu ensku bitanna. Þau lið sem eru að berjast hafa sum hver óendanlega mikinn pening milli handanna og ef þú færð Man City í örvæntingu á eftir leikmanni á að horfa á það sem hálfgerðan lottó vinning og mjólka eins mikið út úr þeim og mögulegt er.
Tökum Rooney sem dæmi, hann er keyptur 18 ára árið 2004, upphæðin sem United lagði út fyrir honum þá (2-3 árum yngri en Sterling) myndi útleggjast sem 52,9m á markaðsvirði árið 2010 (mun hærra í dag líklega). Sjá betur hér.
M.ö.o. væri meira eftir af samningi Sterling ætti Liverpool að horfa meira í 60-70m fyrir hann.
Það að Sanchez hafi kostað 32m er einmitt ástæðan fyrir því að ég vill að Liverpool versli sín stóru kaup utan Englands og ali frekar upp heimamenn. Ekki setja 25m í Lallana, 20m í Lovren, 35m í Carroll, 20m í Downing o.s.frv. Setja þessar fjárhæðir frekar í betri leikmenn annarsstaðar að. Nota svo þennan Alberto, Aspas, Borini o.s.frv. pening í (leikmenn með potential) innan Englands.
Já og þessar myndir sem eru að leka af Sterling eftir að kom í ljós að hann vildi fara geta ekki verið tilviljun, það á augljóslega að fá félagið og aðdáendur það mikið upp á móti sér að hann fái að fara.
Slúðurblöðinn segja að City ætli að bjóða money + leikmann næst í Sterling og Liverpool geti þá valið milli, Dzego, Negredo eða Jovetic… hvað finnst mönnum um það…
rakst annars á ágætis grein í dag http://www.liverpool-kop.com/2015/06/debunking-liverpool-fc-myths-no-18-Christian-Poulsen-disaster-for-Liverpool.html?
Christian Poulsen stóð sig greinilega bara ágætlega samkvæmt þessu…
Nr. 11
Er þetta ekki Gillett og Hicks aðdáendasíðan sem flestir héldu að væri stjórnað af aðdáendum einhvers annars liðs?
Poulsen kom inn í liðið fyrir Mascherano og meira þarf nánast ekki að ræða þetta. Hann var löngu kominn yfir sitt besta er hann kom.
Þessi grein minnir mig smá á það þegar Einar Örn var steggjaður og félagar hans settu snilldar Hodgson lofræðu hingað inn í hans nafni.
Poulsen var aldrei nægilega góður fyrir Liverpool en statikin talar alveg sínu máli hann var ekki eins hræðilegur og mann minti en er það samt nægilega gott… Nei held ekki.
Að selja Sterling er allan daginn slæmt fyrir Liverpool. Það er bara þannig. Ömurlegt alveg að missa þetta ótrúlega efni. Alveg einsog það er slæmt fyrir United að selja De Gea. En stundum eru aðstæður þannig að það verður ekki komist hjá því. Sagt er að QPR fái 20% af upphæðinni. Ef við seljum hann á 45m erum við að fá cirka 36m í kassann.. litlu meira en við keyptum Andy fkn Carroll á.
Það er um að gera að blóðmjólka ólíufurstana til hins ýtrasta – þeir þurfa virkilega enska leikmenn (og góða) og þeir eru ekki að fara stoppa við 45m.
Notum svo peningin í Clyne, Firmino og einn klassa striker (með fullri virðingu fyrir Ings)
Þoli ekki þessa pistla frá þér Babu. Þarf nefnilega alltaf að taka mér frí í vinnuni til að ná að lesa þetta allt saman 🙂
Veit einhver hvenær endanlegt leikjaplan kemur inn, þegar búið er að raða sjónvarpsleikjum og taka tillit til Evrópukeppnanna?
Jovetic væri prime skipti og ekki spillti ef það væri plús einvher upphæð. Þetta sumar er að verða svolítið spennandi. Ég held að brottför Sterling geti verið þrátt fyrir allt mjög gott þar sem verðlagningin á honum virðist vera út úr kortinu.
Skrtel með nýjan samning.
Gomez staðfestur og Clyne svo gott sem kominn skv Echo.
http://www.liverpoolfc.com/news/media-watch/echo-defender-to-undergo-medical
Svakalega erfitt leikjaprógramm i upphafi timabils og fyrstu 7 utileikirnir allir við toppliðin.
Gætum orðið fyrir neðan miðja deild eftir fyrstu 7 utileikina. Hins vegar ef við komum a ovart og vinnum eitthvað af þessum leikjum þa gæti motið orðið mjog gott þvi i seinni umferðinni þa eigum við oll toppliðin heima.
En ja i guðanma bænum klara þessa solu a sterling og kaupa eins og 2 mjog ofluga leikmenn.
Það er líka spurning ef Liverpool fer í hart og neitar að selja Sterling…hvað hann á eftir að leggja mikið á sig á 30.000 pundum á viku?
Maður skilur ekki ákafa Sterling að fara, hann segir sjálfur að hann hefði skrifað undir síðasta sumar en síðan núna undir engum kringumstæðum hefur hann áhuga á að vera áfram.
Mér þykir þetta allt hið furðulegasta mál.
#11 hef ansi litla trú á þessum sögusögnum þar sem City á ekki lengur Negredo, þar sem það var skilyrði fyrir láni hans til Valencia að þeir myndu kaupa hann eftir tímabilið, sem þeir reyndu reyndar að komast út úr þar sem hann var mjög lélegur hjá þeim.
Út með sterling svo að við getum fengið leikmenn inn sem fyrst, því fyrr þvi betra. Þeir fara þá með liðinu í þetta rugl ferðalag. Vonandi erum við ekki að versla fram á síðustu stundu
Það yrði fargi létt af klúbbnum að losna við Sterling það fylgir honum þrumuský gjörsamlega búin að eitra andrúmsloftið í kring um sig og því verður ekki auðveldlega breytt.
Hann er allan tíman á útleið og good riddance eins og ég hef sagt áður.
Aftur á móti væri frábært ef við fengum proven mann frá city + pening eins og menn hafa verið að tala um , En yrði sama þó það yrði ekki vill hann bara burt sem fyrst.
Þegar Simon Kjear hjá Lille velur Fenerbache frekar en Liverpool því “hann vill vinna titla” þá sýnir það að klúbbur okkar er í verulegum vanda og þeir sem eru í frontinum ná ekki að sannfæra menn um afreksstefnu. Það reyndar eitt og sér að reka ekkí Rodgers eftir 6-1 tap gegn Stoke (fullyrði að stjórar Chelsea – City- United – Spurs og jafnvel Southampton hefðu eki lifað það af)
sýndi okkur endanlega að FSG er ekki í þessu til að vinna titla
Oddi, þetta eru skilaboð til aðdáenda Fenerbache, ekki Liverpool ????
Hvað átti hann að segja?
Veit að það er töluverður munur 1.deild og úrvalsdeildinni en maður er samt orðinn ansi spenntur fyrir þessum strák og loksins að njósnararnir okkar eru að gera almennilegt mót. Þessi Gomez hefur m.a.s. lítinn áhuga á að vera lánaður, telur sig geta spilað sig inní byrjunarlið Liverpool strax á fyrsta ári! Það er svona hreðjar sem okkur hefur vantað í langan tíma. http://moresport.com/football/liverpool/joe-gomez-why-liverpool-have-committed-daylight-robbery?
Varðandi Sterling þá er greinilega ætlun FSG að fá lágmark 45-50m punda fyrir Tuðarann Mikla frá Jamaica. Ef þeir fá það ekki þá eru þeir alveg eins líklegir til að henda honum bara í varaliðið ef hann neitar að spila fyrir Liverpool í haust og reyna eyðileggja feril hans. Framkoma Sterling við Liverpool á ekkert meira skilið í raun og veru. Þeir þurfa líka að búa til þá ímynd klúbbsins að allir þessir ungu strákar hjá Liverpool eins og Ibe muni ekki auðveldlega getað vælt sig frá Liverpool um leið og þeir meika það smá.
Annars neitaði Edin Dzeko að fara sem skiptimynt til Liverpool í staðinn fyrir Sterling. Gott að Liverpool sé búið að læra af Suarez klúðrinu og séu að reyna loksins að fá heimsklassa leikmenn + pening í skiptum. Sýnist Liverpool líka vera loksins komið á eftir Konoplyanka á free transfer. Yrði frábær scenario að fá hann í staðinn fyrir Sterling + heimsklassa striker í skiptum + pening.
On the downside þá reyndum við að kaupa Simon Kjaer. Hann vildi ekki koma til Liverpool því hann vildi vinna titla. Fokking Fenerbache er orðið meira spennandi valkostur þessa dagana. Svona er orðspor Liverpool á leikmannamarkaðnum orðið eftir 3 titlalaus ár undir stjórn Brendan Rodgers.
Rodgers bara kominn á sólarströnd og lætur ekkert heyra í sér í fjölmiðlum í heilan mánuð. Ætli hann komi nokkuð nálægt því að reyna koma leikmönnum til Liverpool? Þegar Rafa Benitez landaði Javier Mascherano þá tók Rafa næstu flugvél og hitti hann á kaffihúsi, útlistaði fyrir honum á bréfþurrku og saltstaukum hvaða stöðu Mascherano myndi spila fyrir Liverpool og lýsti háfleygt hvert Rafa ætlaði sér með liðið. Mascherano bara hreifst með þessum klikkaða Spánverja og skrifaði undir samning við Liverpool nánast á staðnum. Þá var Liverpool í voða svipaðri stöðu og nú, ekki talið meðal toppliðanna á Englandi, Arsenal og Man Utd áttu deildina vísa og Alex Ferguson t.d. virkilega reiddist þegar hann frétti að Liverpool hefði náð að kaupa Mascherano.
Liverpool getur alveg keypt heimsklassaleikmenn þó við séum ekki tímabundið í CL. Það þarf bara þjálfara með pung, karisma, orðspor og sambönd í knattspyrnuheiminum til að geta komið sínum dramum á framfæri við leikmenn.
Elsku Brendan Rodgers… ef maður í landsliðsklassa eins og Simon Kjaer hefur ekki nokkra trú á því sem þú ert að gera þá er varla neinn í elítuklassanum sem gerir það heldur. Í augnablikinu ertu meira eins og Sigmundur Davíð en Bill Shankly. Maður sem er ekkert nema kjafturinn og stöðugt að eigna sér verk annarra. Farðu að segja af þér kúturinn. Þú ræður ekkert við þetta starf.
#7 Þú verður að átta þig á því að Sterling er samningsbundinn Liverpool næstu tvö árin og því liggur Liverpool nákvæmlega ekkert á að selja hann og engin ástæða til þess að láta hann fara fyrir slikk. Held með fullri virðingu að álit Arsenal stuðningsmanna á verðmæti Sterling skipti bara ekki nokkru einasta máli í þessu samhengi…
#25
Hafliði – vissulega segir hann eitthvað sem stuðningsmenn Fenerbache vilja heyra.
Þó mín skoðun sé að maðurinn eigi ekki að draga okkur inni umræður.
Það sem vakti ekki kátínu mína er:
A) leikmaður velur lið í Tyrklandi framyfir Liverpool.
B) Fenerbache sannfærir hann um baráttu um titla – hvað voru þá okkar menn að segja við hann? “Tja. .. reynum okkar besta en lets face it, getum ekki keppt við topp 4 svo fimmta væri æði”
Sáu einhverjir Ilori gegn England u21 í gær? Hann var rock solid. Yrði flottur 3-4 kostur hjá okkur því hann er viðbjóðslega snöggur og nokkuð yfirvegaður með boltann.
Hann er líklega alveg hægt að prófa hann í CDM.
Allavega hér er highlights af honum í gær.
https://www.youtube.com/watch?v=Cc_bZRo8oIo&feature=youtu.be
Ég er mjög svartsýnn á komandi tímabil og framhaldið en við skulum nú halda okkur við raunverulegar ástæður enda ofgnótt til af þeim. Fyrir það fyrsta þá sagði Kjaer þetta ekki skv. fjölmiðlafulltrúa hans og jafnvel þó svo væri, who cares. Þetta er einhver Dani í tyrknesku deildinni sem ég kæri mig ekkert um í Liverpool og allra síst kæri ég mig um hans álit á hlutunum. Nóg eigum við af rusl miðvörðum.
bara minna menn á að þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður hefur látið þessi orð falla. Þegar Michael Owen fór frá Real Madird á sínum tíma stóð val hans á milli Liverpool og Newcastle hann valdi Newcastle og lísti því yfir í fjölmiðlum að hann vildi vinna titla. Þetta er ekkert nýtt og menn segja það sem aðdáendur vilja heyra. Verið nú skynsamir og ekki hlaupa á eftir öllu sem kemur í ruslblöðunum
Það er nú töluvert síðan þessi meintu ummæli Kjær voru dregin til baka enda bull og vitleysa. Hann er fyrir það fyrsta stuðningsmaður Liverpool en félagið var ekkert að reyna kaupa hann, ágætt hint er að hann er að fara til Fenerbache!
Er bara handvalið hverju menn trúa af svonalöguðu, dugar að það sé nógu neikvætt í garð Liverpool? Ágæt regla að sjá video viðtal við viðkomandi ef taka á svona fréttum trúanlega.
Svo er það hitt, ef þetta væri satt og Kjær virkilega sagt þetta væri það fínt merki um metnað hans og hversu vitlaus hann þá væri. Ekkert sem stuðningsmenn Liverpool ættu að hafa áhyggjur af.
Hvar kemur fram að Dzeko hafi hafnað því að fara sem skiptimynt til Liverpool og/eða þá að það hafi yfirhöfuð verið partur af tilboði City? Liverpool á ekki að taka það í mál að losa City við menn af launaskrá til að einfalda það fyrir þeim að kaupa Sterling.
Trúið þið því svo bara alveg að það sé ekkert plan hjá Liverpool fyrir þetta sumar og ekkert í gangi fyrir næsta tímabil? Rodgers bara á ströndinni og komi með öllu óundirbúinn til leiks 6. júlí. Félagið er t.a.m. nú þegar búið að semja við þrjá leikmenn og skv. öllu koma þjálfarar mest lítið við sögu núorðið í leikmannaviðskiptum. Raunar koma leikmennirnir sjálfir takmarkað að þessu líka.
Ekki man ég heldur eftir þessum rökum frá Owen, hann fór vel yfir þetta í ævisögu sinni, hann vildi fara til Liverpool aftur en þegar Newcastle bauð 15m í hann var ekki glæta að Liverpool myndi jafna það enda fór hann ári áður á aðeins 8m frá Liverpool. M.ö.o. Liverpool reyndi í raun aldrei að kaupa hann aftur og hann hafði lítið val.
Rant over
In-Demand French Star Geoffrey Kondogbia Is a ‘Huge Liverpool Fan’ ….fá þennan nagla og þá er hægt að henda Lucas og Allen út í hafsauga……
Trúa menn virkilega þessari vitleysu að Kjær hafði val milli Fenerbahce og Liverpool?
Hef ekki heyrt talað um það að liverpool væri á eftir honum í LANGAN tíma, ég var reyndar sjálfur spenntur fyrir honum á sínum tíma.
Út með sterling, ef hausinn er ekki á réttum stað þá þurfa menn að fara annað. Hinsvegar, algjör vitleysa að selja hann ódýrt.. 40-50M væri flott og ég svo sannarlega tel hann ekki vera þess virði en frábært að lið séu til í að eyða slíkri upphæð.
Þetta eru nú ekki hrikalega spennandi menn sem Shitty eru að bjóða í staðinn fyrri Sterling. Ástæða fyrir því að þeir bjóða skiptidíl er líklega frekar sú að þá er hægt að snuða QPR um hluta af þessum 20% sem þeir eiga rétt á.
Þeir Colin Pascoe og Mike Marsh hafa sko sitthvað á samviskunni.
Þegar að þeir hófu að eyðileggja fyrir snillingnum Brendan Rodgers í júlí 2012, þegar hann tekur við, var FC Liverpool metið samkvæmt UEFA styrkleikalistanum (UEFA rankings for club competitions) sem 17 sterkasta lið Evrópu.
Þegar Liverpool hefur keppni þremur árum síðar er liðið #42 á styrleikalistanum. Er þarna á milli Anderlecht og Metalist Kharkiv.
#judgemeafterthreeyears