Áminning: Sala á þessari ferð er í fullum gangi!
Komdu með Kop.is á stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield í janúar!
Þá er komið að næstu hópferð okkar. Við förum aðeins eina í vetur og hún verður ekki af minni gerðinni en við ætlum á leik Liverpool og Manchester United á Anfield helgina 15. – 17. janúar n.k.!
Til að bóka ykkar pláss í ferðina farið þá á vef Úrval Útsýnar og fylgið leiðbeiningum þar.
Dagskrá ferðarinnar í grófum dráttum:
- 3 dagar, 2 nætur
- Íslensk fararstjórn
- Flogið með leiguvél á vegum Úrval Útsýnar og Kop.is, eldsnemma á föstudagsmorgni
- Flogið verður beint á John Lennon Airport í Liverpool
- Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool, fyrir hádegi á föstudegi
- Skoðunarferð á Anfield fyrir þá sem vilja
- Frjáls dagskrá á föstudegi
- Morgunmatur, upphitun fyrir leik og stórleikurinn sjálfur á laugardegi
- Frjáls dagskrá á sunnudegi
- Flogið heim frá John Lennon Airport seint á sunnudagskvöldi
Fararstjórn að þessu sinni annast:
- Babú
- Kristján Atli
- Maggi
- SSteinn
Þið lásuð rétt, fjórmenningarnir verða allir með að þessu sinni og lofa frábærri skemmtun að venju!
Verð er kr. 159.900,- á mann í tvíbýli.
Við látum vita um nánari dagskrá og slíkt þegar nær dregur, til dæmis á eftir að koma í ljós hvort leikurinn verður færður yfir á sunnudag, en við hvetjum fólk til að hika ekki heldur bóka sitt pláss strax á vef Úrval Útsýnar.
Við hvetjum United-aðdáendur endilega til að koma með líka. Þetta verður frábær ferð og ekki síður góð fyrir t.d. vini sem halda með sitt hvoru liðinu. Við tökum vel á móti United-aðdáendum í þessari ferð!
Hvenær eru menn að búast við því að það seljist upp á leikinn?
Ég veit ekki hvenær selst upp á leikinn en það er eflaust mjög erfitt nú þegar að fá staka miða.
Er skoðunarferðin á Anfield inn í verðinu?
Nei hún er ekki innifalin þar sem það vilja ekki alltaf allir fara í hana.
er ekkert að gerast á síðuni þessa vikuna, engar fréttir af okkar mönnum með sínum landsliðum eða eithvað svoleiðis? 🙂
Var að panta fyrir mig og konuna og vinahjón á leðinni að panta.
Þetta verður snilld!
Hvernig er það, búist þið við mörgum fótboltabullum frá litla liðinu í Manchester í þessa ferð?
Islogi – við erum ekki með tölur yfir hverjir eru United-aðdáendur og hverjir ekki. En það verða allir Kop.is-arar í þessari ferð, því get ég lofað!
lítð hægt að bóka sig í ferð á liverpool – man utd í jan þar sem það er uppselt á hótelin.