Liverpool tók á móti Bournemouth í 16 liða úrslitum deildarbikarsins í kvöld og vann sanngjarnan 1-0 sigur sem jafnframt er fyrsti sigur Liverpool undir stjórn Klopp!
Klopp gerði 9 breytingar frá því um helgina, inn komu Bogdan, Lovren, Toure, Randall, Teixeira, Brannagan, Allen, Ibe og Firmino.
Bogdan
Randall – Lovren – Toure (c) – Clyne
Teixeira – Brannagan – Allen
Ibe – Firmino
Origi
Bekkurinn: Fulton, Skrtel, Moreno, Lucas, Lallana, Coutinho, Sinclair.
Stjórinn ekki hræddur við að stilla upp ungu og spennandi liði í fjarveru lykilmanna.
Bournemouth byrjaði leikinn betur og hefði getað komist yfir í byrjun leiks þegar Bogdan varði frábærlega gegn Stanislas. Gestirnir pressuðu vel fyrsta korterið eða svo en svo fórum við að komast betur í takt við leikinn. Það var á 15 mínútu sem að Firmino átti fínt skot fyrir utan teig, sem var varið í horn.
Leikurinn var ekki nema um 17 mínútna gamall þegar Firmino sendi frábæran bolta inn á Teixeira sem átti flott þverhlaup inn fyrir vörn Bournemouth. Teixeira var ekki stressaðri en það að hann reyndi að setja boltann framhjá markverðinum með hælspyrnu. Það tókst en varnarmaður gestanna náði að bjarga á línu, Clyne kom á ferðinni, náði frákastinu og skoraði í autt markið, 1-0. Fyrsta mark hans fyrir klúbbinn!
Eftir þetta vorum við alltaf líklegri. Toure meiddist rétt fyrir lok hálfleiksins (þetta fer að vera komið gott!) og Skrtel kom inn í hans stað. Talað um að þetta sé tognun aftan í læri, verður væntanlega frá í einhverjar vikur. Bogdan varði reyndar vel, aftur frá Stanislas, og okkar menn því með forystu í hálfleik.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti. Pressuðum vel og það borgaði sig nánast á 58 mínútu þegar besti leikmaður vallarins, Firmino, átti skot rétt framhjá. Ibe var sprækari en oft áður, en vantar engu að síður mikið upp á, vonandi kemur það með auknum spilatíma.
Annars var þetta nokkuð svipað og við höfum fengið að sjá síðustu 2 vikur eða svo. Liverpool meira með boltann, pressan að virka ágætlega en vantar aðeins meira bit fram á við. Origi er ekki alveg að heilla mig. Fannst hann vera taka rangar ákvarðanir oft í kvöld. Auðvitað mikil pressa á stráknum í fjarveru Sturridge, Ings og Benteke.
Leikur liðsins datt aðeins niður þegar fór að líða á hálfleikinn og menn virkuðu stressaðir. Við vorum ekki að ógna mikið fram á við, helst var það Lucas (sem fær að fara mun ofar í pressu en við eigum að venjast) sem átti fyrst fínt skot sem var varið, og svo fínan bolta undir lok leiksins inn á markteig sem Origi rétt missti af. Teixeira átti einnig fína aukaspyrnu fyrir utan teig sem var varinn í horn. Annars var þetta svolítið eins og í síðustu leikjum, við áttum ágætis spretti inn á milli en loka sendinginn og hlaupin sem voru í boði fram á við voru ekki að ganga upp.
Bournemouth voru rétt búnir að jafna í uppbótartíma þegar Ritchie lék inn á teig og átti skot á nærstöngina sem að Bogdan varði vel í horn.
Okkar menn lönduðu því sanngjörnum 1-0 sigri í leik og eru komnir í 8 liða úrslit!
Much better…Firmino with a standing ovation from us. Great to see the young lads perform well. Come On Redmen. https://t.co/kUQslquvgA
— Anfield HQ (@AnfieldHQ) October 28, 2015
Maður leiksins og pælingar
Að mínu mati koma þrír leikmenn til greina. Bogdan var frábær í markinu, Teixeira virkilega sprækur og óheppinn að fá ekki markið og svo var Firmino sem átti sinn besta leik í Liverpool treyju. Hann er klárlega ekki í leikformi en þegar leið á leikinn þá fengum við að sjá (vonandi) hverju við eigum von á. Átti frábæra sendingu inn á Teixeira í markinu og var alltaf ógnandi og sívinnandi, hann fær því mitt atkvæði.
You can tell Firmino enjoyed getting MOTM! #lfc https://t.co/7x9MRUmPef
— Anfield HQ (@AnfieldHQ) October 28, 2015
Ég ætla ekki að fara í langa greiningu á því hvað vantar upp á í leik liðsins. Leikmenn eru að gefa sig alla í verkefnið og vonandi kemur flæðið í leik liðsins með auknu sjálfstrausti og þegar við förum að fá lykilleikmenn inn aftur. Það er virkilega jákvætt að sjá stráka eins og Ibe, Teixeira, Randall og Brannagan fá tækifæri.
Fyrsti sigur Klopp, hann er reyndar ósigraður og vonandi heldur það áfram eftir næstu helgi!
YNWA
INNSKOT: Liverpool fékk Southampton á útivelli í 8 liða úrslitum.
Þetta var fínt.
Bogdan > Mignolet!
einnig, Origi þarf að fara að sýna eitthvað tbh :/
Bogdan virkilega solid
Gratulierte herr Klopp????
Fyrsti sigur JK og örugglega ekki sá síðasti!
Flott frammistaða hjá guttunum, Texeira frábær, og hinir góðir líka. Mér finnst liðið alltaf vera að bæta sig í að verjast sem ein heild. Var að vonast eftir að Sinclair fengi smá sjéns, en hann kemur bara inná á laugardaginn 🙂 Origi verður að fara að setjann greyið.
Við verðum bara betri og betri, næst er það vælu móri. Áfram Liverpool !
Sælir félagar
Það er ástæða til að óska Klopp til hamingju með fyrsta sigurleik Liverpool undir hans stjórn, guð láti gott á vita. Ég sá ekki leikinn en óska sjálfum mér, Klopp og öðrum stuðningmönnum til hamingju með daginn.
Það er nú þannig
YNWA
Ekki sammála mönnum sem fannst Allen slakur í þessum leik. Stöðvaði flest allt sem kom í gegnum miðjuna hjá Bournemouth og sérstaklega í síðari hálfleik. Skilaði síðan boltanum strax frá sér einfald eins og varnartengiliður á að gera. Fannst þetta besti leikur Allen á tímabilinu. Menn sjá samt yfirleitt ekki vinnuna sem þessi staða skilar og segi ég það sem gamall spilari í þessari iðnaðarstöðu. 🙂
Það sem var farið að gerast hjá Rodgers en Klopp leyfir ekki, er að intensity í þessum minni leikjum datt niður í rass. Ekki í dag. Veikara lið já, en mikil grimmd og mótivasjón, sérstaklega í seinni. Blessaður kallinn hann Origi, hann vinnur og vinnur, hjálpar miðjumönnum mikið að loka svæðum og vinna bolta, en það er eins og hann vilji ekki fá færi – forðast teiginn eins og heitasta hel. Þarf að kippa einhverju í lag í hausnum á honum.
Texeira spennandi leikmaður og er það rugl, eða virkar Bogdan solid markmaður? Svo förum við að sjá Firminho koma upp – Klopp skilur þann leikmann og á eftir að draga fram það besta í honum.
Og átta-liða úrslit, það styttist í Wembley.
Alveg sérlega góður seinni hálfleikur. Firmhino klárlega mikil búbót fyrir klúbbinn okkar og gaman að sjá loksins hvað hann getur. Ætti að byrja í holunni frekar en Kútur eins og staðan er í dag. Er líka á því að Texeira sé maður í byrjunarliðið í deildinni, flottur leikur og loksins kominn maður sem getur spyrnt boltanum almennilega úr föstum leikatriðum. Léttleikandi , hreyfanlegur og skapandi strákur sem ég spái stórum hlutum.
Einnig þá var gaman að sjá að Ibe er ekki orðinn lélegur í fótbolta, fínn í dag ásamt Clyne.
Joe Allen var líka bara fínn, utan við eitt atriði í fyrri, hann hefur alveg átt helling af gagnrýni skilið , en svaraði því bara nokkuð vel í dag.
Mjög sáttur !!!
[img]https://i.gyazo.com/0249b52d9ade1a60923a8f58c0c908f1.gif[/img]
Þetta var virkilega solid. Firmino og Teixeira flottir, einnig Clyne og Bogdan.
Í Clyne erum við líklega komnir með besta bakvörð félagsins síðan Johnson var upp á sitt besta. Hrikalega sáttur við kappann.
Annars skil ég ekki hvað fólk var að tauta yfir Allen. Kannski 2-3 lélegar snertingar, en gerði akkúrat það sem hann átti að gera í þessu uppleggi. Recyclaði boltann vel og var ekki að klappa honum að óþörfu.
Flottur sigur og vonandi verður hægt að gefa ungu mönnunum séns í fleiri leikjum í þessari keppni – það er jú einn stærsti kosturinn við hana. Verst að missa squad player (Kolo) í meiðsli. Hefði verið fullkomið annars.
Fínn leikur varnarlega, gáfum voða lítið af færum eins og það hefur raunar verið í dálítinn tíma. Kom merkilega mikið út úr okkur sóknarlega miðað við liðið sem við vorum að spila á en Ibe, Firminho og texeira voru allir nokkuð sprækir. Bogden góður og lítur sannarlega út fyrir að vera fínasti varamarkmaður. Vonbrigði leiksins kannski aðalega Origi þar sem það kemur bara svo rosalega lítið út úr honum, hann var þó allavega með í spilinu sem skilaði markinu í dag en það er bara ekki nóg. Honum til varnar samt þá er hann að spila miklu stærra hlutverk en honum var ætlað hjá okkur. Hann var hugsaður held ég sem fjórði sóknarmaður en nú þurfum við að treysta á hann. Ég fullyrði það að EKKERT lið í deildinni myndi koma vel út úr svona svakalegum framherjameiðslum. Að því sögðu að þá get ég ekki beðið eftir að fá betri framherjana okkar til baka.
Einfaldlega flottur leikur hjá liverpool og þá sérstaklega síðarihálfleikurinn þar sem þeir gáfu engin færi á sér og fengu nokkur mjög góð færi.
#10,
Þessi gif er aðeins 10 megabæt! 😛
Varðandi gagnrýnina á Origi, þá kom vissulega lítið út úr honum uppi á toppi. En hann óð upp kantinn í markinu og gerði það mjög vel, sendi á Firmino sem stakk boltanum inn á Teixeira. Kannski það henti Origi betur að vera á kantinum?
Flottur sigur og cleansheet.
Firmino og Ibe helvíti góðir, var heillaður af Teixeira og spurning hvort við förum ekki að sjá þann strák í einhverjum leikjum í PL.
Gaman að sjá þann Passion One fagna á hliðarlínunni????
Frábær bikarsigur gegn sprækum og grimmum Bournmouth-mönnum.
Vörnin ágætlega solid og Bogdan bjargaði því sem bjarga þurfti. Hreint lak, mjög jákvætt.
Nú er bara að halda áfram á þessari braut og taka amk stig á brúnni um helgina.
Áfram Liverpool!
Þetta var góð upphitun fyrir Chelsea…myndi ekkert gráta ef Liverpool myndi hefna fyrir nokkur töp gegn þeim og senda Mourinho í enn eitt agabann fyrir að kenna dómaranum um tapið.
Líka mikilvægt að klára þetta í 90 mín, meðan celski fór í framlengingu og vító. 🙂 Vonum að það nýtist okkur á laugardaginn 🙂
Ég skil ekki alveg þetta Allen hatur hérna hann var mjög fínn í þessum leik en það er alveg eins og að menn séu búnir að ákveða það fyrirfram að hans sé lélegur og um leið og hann gerir mistök að þá er strax farið að tauta og röfla um hann. Origi átti stóran þátt í markinu og á hrós skilið fyrir vinnusemi sína og dugnað. En maður leiksins er klárlega Bobby Firm a.k.a Roberto Firmino, þarna er kominn maðurinn sem að við keyptum á 30 millur og hann var óheppinn að skora ekki í leiknum.
Ég elska Klopp hann er með svo mikið passion fyrir þessu og ég er viss um að leikmennirnir elska að spila fyrir þennan meistara.
Mér fannst Allen bestur í kvöld.
missti af þessum leik eins og sí?asta ì þessari keppni en hef lesi? commentin hérna frà bá?um þessum leikjum og þa? er gaman a? sjá jákvæ?ari comment hérna 🙂 þá erum vi? à rèttri lei? ekki satt?
Hvernig gat Rodgers ekki notað þennan Texeira? Fyrir mér var hann maður leiksins ásamt Firmino.
Er búið að draga?
Sel það ekki dýrara en ég frétti það en þetta er víst fyrsi heimaleikurinn í þessari keppni í 10 ár sem Liverpool heldur hreinu! Um markt athyglisverður leikur og ekki síst að sjá pressuna sem Liverpool beitti með mjög góðum árangri í leiknum, sérstaklega í byrjun síðari hálfleiks, því miður varð það ekki af mörkum í þetta skiptið en sigur í höfn og undirbúningur í gang fyrir næsta leik.
#24, verið að bíða eftir að man utd klárist, þar er framlengt :- )
Allen byrjaði illa, var mögulega brotið á honum þegar hann missti boltann í byrjun leiks en það breytir því ekki að þetta var verulega illa gert hjá honum. Fyrir utan það átti hann bara voða týpískan Allen leik. Hann klúðraði engu sérstöku en hann bjó líka ekkert til. Það pirrar mig rosalega að hann sendir nánast undantekningalaust til hliðar eða aftur sem er skelfilega vondur ávani fyrir miðjumann sem á að heita góður sendingamaður. Ég hugsa að Lucas hafi átt fleiri sendingar fram á við, og klárlega hættulegri, en Allen átti og fékk samt ekki nærri jafn mikinn tíma.
Fyrir mér er Allen kannski ekki endilega lélegur, hann er bara ekki jafn góður og aðrir leikmenn sem við höfum. Til dæmis finnst mér Hendó og Millner bara betri að öllu leyti. En eins og með aðra leikmenn þá vonar maður bara það besta og vonar innilega að Klopp nái góðum hlutum út úr honum.
Daníel og Kristján – eitt um Origi.
Sammála að hann gerði vel á kantinum í markinu…en, og það er stórt EN…af hverju í ósköpunum sneri hann inn á völlinn þegar hann er kominn með hálfan metra á bakvörðinn með boltann í góðri stöðu, autt svæði næstum inn að markteig og er þar að auki öskufljótur?!?
Það fyrir mér er bara skortur á sjálfstrausti. Hann drap mómentið sem hann var búinn að skapa með því að snúa á bakvörðinn. Það kom mark út úr því, en þetta var ekki besta eða hugrakkasta ákvörðunin.
og manutta er úr leik 🙂
Gaman að horfa á þessa Utd landsliðsmenn klúðra vítunum sínum 😀
Drátturinn:
Southampton – Liverpool
YNWA
útileikur gegn southampton
Boro slógu út Utd í vító þar sem Rooney, Carrick og Young létu verja frá sér.
Það er dauðafæri að fara langt í þessari keppni með Arsenal, Chelsea og Utd dottin út.
Soton vs Liverpool í næstu umferð.
United, Arsenal og Chelsea dottin út, það er ansi gott. Hvernær er dregið ?
jæja þetta er flott og úrslit kvöldsins frabær. þetta er bikar og eg vil vinna hann og vona bara að við verðum heppnir með drátt og fáum heimaleik…
Mjög glaður með þetta kvöld.
Fannst liðið ná verulega góðum köflum í þessum leik og það er afar jákvætt miðað við það að mér fannst Randall eiga erfitt með að átta sig á hraðanum og miðjan okkar átti erfitt á köflum.
Á móti var verulega gott að sjá hafsentapar Skrtel og Lovren spjara sig svona fínt og auðvitað gleðst maður yfir því að sjá Teixeira og Firmino spinna svo vel sóknarlega og að greina það að Jordan Ibe fann eitthvað af sjálfstraustinu. Bætum við að það var gaman að sjá Clyne í þessum leik og Adam Bogdan verður ekki grínari sýnist mér, þetta var verulega flott frammistaða.
Það sem gladdi mig var að sjá að menn voru áræðnir og grimmir í gegnum þennan leik allan og það virkar sterkt á mig að mönnum líði betur saman en áður. Klopp náttúrulega frábær í öllum sínum gerðum, labbandi á milli manna í upphituninni, líflegur á línunni, gefur sér góðan tíma með leikmönnum inni á vellinum eftir leik og viðtalið snilld. Þvílíkur karakter sem maðurinn er, kurteisa útgáfan af sterkum karakter sem stjórnandi leikmannanna. Auðmjúkur og flottur, bravó!
Einu leiðindi kvöldsins var að sjá “last minute Mellor” draga okkur á útivöll gegn Southampton í næstu umferð. En það verður bara alvöru leikur þar sem vonandi ungir menn fá að spreyta sig.
Það sem er hins vegar umhugsunarefni eftir þetta kvöld er að mér sýnist Firmino, Teixeira, Coutinho og Lallana allir vera tilbúnir að spila undir senternum…og svo eigum við sentera í ákveðnum bunkum…en það vantar enn hraða á vænginn okkar. Ef Firmino heldur þessum hætti uppteknum á hann allan tímann að fá þessa stöðu held ég…og þá er spurningin hvar á að koma hinum fyrir.
Gæðastund með tveimur Jamie eftir leik ræddi þetta töluvert og ég deili þeirri skoðun að töluvert verði fækkað í hópi þessara “tía” hjá okkur og í staðinn fáum við hraða vængmenn og meira stál á miðjuna.
Flottur sigur og ég held að þetta hafi verið nákvæmlega það sem klúbburinn þurfti fyrir helgina. Sigur þar myndi bara gleðja mig SVOOOOOO mikið!
Origi átti heldur betur sinn þátt í þessu marki. Ótrúlegt af skýrsluhöfundi að átta sig ekki á því.
hahah hvað er í gangi með að chelsea ,arsenal og utd séu úr leik. Dauðafæri á þessum titli en þetta var versti drátturinn fyrir utan city á etihad. Virkilega fín frammistaða hjá liðinu og náðum að hvíla 8 menn fyrir chelsea leikinn. núna ætla ég að leggjast á bæn og biðja fyrir því að annaðhvort benteke eða sturridge verði klárir í þann leik origi á ekkert erindi í þann leik hann gerði afar vel í markinu en var týndur allan leikinn veit ekki hversu oft ég sa koma langa sendingu fram eða skalla í svæðið og þá var origi útá kanti að vesenast
Bogdan í markið.
# 37 . Klopp talaði um að Benteke yrði klár í celski leikinn, ekki útséð með Sturridge fyrr en á morgun.
Er þetta ekki þessi Lucas sem var keyptur frá Germio sumarið 2007 box 2 box miðjumaður sem var valinn besti leikmaður brasilísku deildarinnar. Ég hef verið rútubílstjóri Lucas-rútunnar frá upphafi, en mér finnst hann undir stjórn Klopp vera að sýna mjög góðan leik. Hann er að taka mikklu meiri þátt í spili fram á við og að spila með töluverðu sjálfstrausti.
Fannst mjög jákvætt að sjá hvað Ibe óx og óx í sjálfstrausti og þar af leiðandi í heppnaðist fleira og fleira hjá honum með hverri mínútunni sem leið. Gabb stungusendingin hans innfyrir í lok leikst var nátturlega sjúk!
https://mtc.cdn.vine.co/r/videos_h264high/816A9849DF1271262983078715392_SW_WEBM_1446066923470b3fcfb5ef8.mp4?versionId=Nvz6Nf.dt0TFmdiCbm37l8qakqAqyLXY
Þegar allir eru heilir held ég að það sé ekki nokkur spurning um að Firmino verði sá leikmaður sem spilar hlutverkið fyrir aftan sóknarmanninn (False nine). Sérstaklega eftir að Klopp tók við. Hann spilaði þetta hlutverk í Þýskalandi og hefur verið langt um betri undanfarin ár heldur en nokkurntíma Lallana og Coutinho (hvað þá Texeira). Hann var einn af bestu leikmönnum deildarinnar í Þýskalandi í fyrra og hefur verið bæði góður og vaxandi undanfarin 3-4 ár.
Coutinho hefur á sama tíma verið gríðarlega óstöðugur þó vissulega hafi hann sýnt af og til hvað hann getur, ekki nærri því af sama stöðugleika og Firmino var að gera. Firmino var að spila í liði sem náði ekki ofar en 8.sæti en er með 21 stoðsendingu og 23 mörk í Þýsku deildinni undanfarin tvö ár í 66 leikjum. Þar fyrir utan hefur Coutinho aldrei sýnt sýnar bestu hliðar í því hlutverki sem hentar Firmino best. Síðast þegar Coutinho spilaði mjög vel af einhverjum smá stöðugleika var þegar hann var á miðjunni með Henderson að hjálpa sér gríðarlega og Sterling, Sturridge og Suarez hreyfanlega fyrir framan sig. Já og Gerrard sem QB. Framtíð hans hjá Liverpool hlýtur að vera á miðjunni frekar en sem second striker. Hann þarf reyndar mjög fljótlega að skipta upp 3-4 gíra ætli hann að eiga sér framtíð hjá Liverpool.
Lallana er svo bara ekkert á sama leveli og Firmino þó hann sé góður leikmaður. Hann endist sjaldan 90.mínútur í leik og er gríðarlega oft meiddur. Ég trúi a.m.k. ekki öðru en að Firmino verði fastamaður um leið og hann er kominn í almennilega leikæfingu, vonandi byrjar það á laugardaginn. Það var einmitt spennandi í sumar þegar Liverpool setti peninginn í einn af bestu leikmönnum þýsku deildarinnar í stað þess að yfirborga gríðarlega fyrir leikmann í úrvalsdeildinni (enn eina ferðina).
Texeira, Branagan og Randall verður vonandi hægt að prufa áfram í þessari keppni sem og Evrópudeildinni. Adam Bogdan á skilið fleiri sénsa þar einnig því hann setur hellings pressu á Mignolet með svona frammistöðu. Gleymum ekki að hann varði þrjú víti síðast þegar hann spilaði.
Takist Klopp að blása smá sjálfstrausti í Jordon Ibe er líklega ekki langt í að hann komist í byrjunarliðið. Hann er sá eini með þann hraða sem Klopp vill hjá sínum leikmönnum. Frammistaðan hans í kvöld var skref í rétta átt, hann getur mikið betur en þetta.
Bjarni #42, þetta var akkúrat GIF-ið sem ég var að bíða eftir, þessi sending kórónaði leikinn hjá Ibe, mér fannst hann drullugóður.
Annars er ég mjög sáttur við spilamennskuna, 9 breytingar frá síðasta leik og vorum muuun betri. Varnarleikurinn er samt enn ekki nægilega góður, mér fannst vörnin ekki í sama klassa og sóknarleikurinn. Við hefðum skorað 3-4 mörk í leiknum ef Ings, Sturridge eða Benteke hefði spilað þennan leik, en Origi er að koma til.
Fyrir mér er bara eitt lið sem er alvöru fyrirstaða og það er að sjálfsögðu City.
Mjög margt áhugavert og jákvætt við þennan leik eins og menn nefna hér að ofan.
Það sem mér finnst einna merkilegast og jákvæðast er að sjá hvernig Klopp er að tækla þessa hluti. Án þess að ég tali niður til fyrri stjóra (ft.) enda er það leiðinlegur ávani að tala niður til annarra, þá finnst mér Klopp vera svakalegur leiðtogi. Leiðtogi í þeirri skilgreiningu að hann fer fyrir liðinu en er ekki að reka það áfram.
Þetta er ekkert flókin sálfræði. Ef þú trúir að þú getir gert eitthvað, þá eru miklu meiri líkur á að þú getir gert það. Hann er með’edda.
Tek undir með Magga. Mikið yrði maður glaður um helgina takist okkur að vinna. Púkinn í manni er farinn að iða á fullu.
Fyrri hálfleikur fannst mér vera í takt við síðustu leiki en í síðari hálfleik fannst mér ég sjá klárar framfarir og liðið stíga upp á næsta level. Miklu betra flæði og færri snertingar á boltanum.
Handbragð JK er byrjað að skína í gegn á einstaka leikmönnum líka, Ibe og Firmino sérstaklega. Líka Origi þó hann sé enn mistækur.
Frábært að sjá JK eftir leikinn labba á milli manna, magnaður karakter.
#16
Gott og mjög viðeigandi gælunafn: The Passionate One !!
Hann er allaveganna ekki The Normal One í mínum huga.
:O)
YNWA
Eg segi að það verði breitt nafninu a vefsiðuni i klopp.is, því nýji meistarinn okkar heitir klopp
Frábær sigur og margt mjög jákvætt i gærkvöldi. JK hefur tekið til i varnarleiknum. Tvö mörk fengin á okkur í 360 mín undir hans stjórn. Ef fram sem horfir þá verðum við með lið sem er ,,tough to beat”. Þetta er grunnurinn að árangri, það er algjörlega klárt. Mörkin munu koma þegar JK hefur fengið meiri tima með liðið og sett sitt handbragð á það.
Það var virkilega góð tilfinning að sjá sterkan varamarkmann og unga og spræka stráka i leiknum i gær, ásamt þvi að Lovren og Firminho eru að koma til baka. Meira að segja Allen var fínn í gær.
Já, Jurgen Klopp er stórkostlegur persónuleiki og við getum verið ánægð að hafa fengið hann sem stjóra OG hann hefur örugglega ekki fundið meira spennandi og krefjandi verkefni en stjóra sætið hja LFC. Hann hefur nu þegar sameinað alla stuðningsmenn liðsins utum allan heim og blæs hvatningu og gleði i leikmenn okkar. Svo ma ekki gleyma þvi að hann er mikið aðdráttarafl fyrir leikmenn sem við viljum fá, það munum við sjá i næstu leikmannagluggum.
Hópurinn okkar er góður en auðvitað ekki 100% eins og hann hefði mótað hann síðastliðin 3 ar eða svo. Þetta mun taka tima, kannski lengri tima en sumir þola en a meðan þessi undiralda af jákvæðni og breytinga ýtir okkur áfram i rettu att þa verða næst tímabil virkilega spennandi hja okkur, svo vægt se til orða tekið.
Liverpool über alles!!
http://www.mbl.is/sport/enski/2015/10/29/djofullinn_med_leikmonnum_a_anfield/
Hvað ætli þessi maður sé að sitja við hliðin á leikmönnum Liverpool?
myndi vilja þetta svona á móti chelsea ..
Bogdan
clyne – skrtel – sakho – moreno
millner – lucas – Can
firmino coutinho
benteke
Lallana .. Ibe .. Teixeira spenntir á bekknum
Er einhver með link a leikinn?
Mbk.
Elmar gamli félagi hér er hægt að sjá leikinn.
http://livefootballvideo.com/fullmatch/england/league-cup/liverpool-vs-afc-bournemouth-2
kv. Kalli
#7
Alltaf hægt að treysta á flott comment hjá SigKarl-i – þannig er það nú bara 🙂
Annars er þetta myndskeið eitthvert besta þunglyndismeðal sem ég hef séð, þessi hlátur er svo smitandi og svo comment-ið í lokin, það vantar bara ‘Mr. Bond’ í lokin til þess að Klopp gæti hreinlega neglt hlutverkið sem illmennið í næstu Bond-mynd:
Svo tökum við Chelsea á morgun, Mourinho verður rekinn fyrir kaffi og tilkynnt í hádeginu á sunnudag að Brendan Rodgers muni verða næsti þjálfari Chelsea – það yrði nú eitthvað!
YNWA!
https://www.youtube.com/watch?v=alIv7ejdNjE
Upphitun fyrir morgundaginn ? :Þ :O
Upphitun dettur inn um 21:00 eða svo!
Hvernig er það. Nú er ég að horfa á þýska boltann og þar syngja menn og tralla og berja trumbur… eru svona “aukahlutir” bannaðir á breskum völlum ? Ég hef líka tekið eftir að á mörgum þýskum völlum er eins konar kórstjóri, sem stendur á áberandi stað fyrir framan stúkuna og stýrir liðinu í stúkunni… hafa menn engan áhuga á svona hlutum á bretlandi ? Er þetta kannski bannað ? Hver er með svör við þessu ?