Það er ekki oft, sem ég gagnrýni liðið mitt, Liverpool en nú er nóg komið. Fjórir leikir án þess að skora mark. Og það með framherja, sem eru sennilega samanlagt virði um 40-50 milljónir punda. Hvað er að?
Menn gera ekkert jafntefli á móti Southampton. Það er bara ekki hægt. Og svo er nýji búningurinn líka miklu ljótari en sá gamli. Hann er þó ekki eins slæmur og varabúningurinn hjá Manchester United, sem er eins og ljót náttföt.