Spámaðurinn mikli

diao.jpgJá góðir lesendur, það er greinilegt að ég er ótrúlegur spámaður. Fyrir nær tveimur vikum spáði ég því að Arsenal myndi tapa næsta leik.

OG HVAÐ GERIST??? Jú, þeir tapa auðvitað. Hér eftir mun ég ekki svara öðru nafni en “Einar spámaður”.

Trallalalalala, þetta er því búinn að vera yndislegur fótboltadagur, því í morgun fór ég á Ölver og sá hið stórkostlega stórveldi Liverpool vinna Leeds. Senegalarnir í liðinu sáu um að leggja upp og skora markið. Diouf gaf sendingu á Diao, sem skoraði. Pólski snillingurinn Dudek varði nokkrum sinnum, en þó voru Liverpool mun meira með boltann í leiknum. Harry Kewell brenndi svo af á ótrúlegan hátt þegar tvær mínútur voru eftir.

Þannig að nú er svo sannarlega gaman að skoða stöðuna í ensku deildinni. Mesta stórveldi enskrar knattspyrnu er aftur komið á réttan stað. Liverpool er á toppnum!

2 Comments

Öruggur sigur!

Góður dagur