Jamm, eins og Einar Örn segir í sinni nýjustu færslu þá er um lítið annað að skrifa þessa dagana en fótboltann. Hann henti inn lista yfir þau tíu atriði sem myndu gera sumarið fullkomið að hans mati og sá listi fékk mig til að hugsa, hvernig væri minn listi? En fyrst, listinn hans Einars:
1: Heskey seldur (búið)
2: Houllier rekinn
3: Mourinho eða Martin O’Neill ráðinn þjálfari
4: Cheyrou, Biscan og Diao seldir
5: Djibril Cisse keyptur frá Auxerre
6: Van der Waart keyptur frá Ajax
7: Philip Mexes keyptur frá Auxerre
8: HOLLAND EVRÓPUMEISTARI! Steven Gerrard kosinn maður keppninnar. Henry chokar enn einu sinni á örlagastundu og Frakkland dettur út í fyrstu umferð. Holland vinnur England í úrslitum. Owen skorar tvö, Gerrard eitt en Holland vinnur 4-3.
9: Liverpool kaupir Beckham frá Real Madrid.
10: United selur Nilsteroy til Barcelona.
Ef ég ætti að gera svona lista þá yrði hann einhvern veginn svona:
1: Heskey seldur (staðfest)
2: Houllier segir af sér og gerist yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool
3: Liverpool ráða Mourinho, Benítez eða Ranieri sem nýjan framkvæmdarstjóra
4: Aðrir seldir: Igor Biscan, Salif Diao, og hugsanlega Djimi Traoré (þó óþarft að mínu mati)
5: Djibril Cissé skrifar undir hjá Liverpool FC (staðfest)
6: Aðrir keyptir: Joey Barton, Michael Dawson, Rafael Van der Vaart, Philippe Mexés (eða einhver annar heimsklassa miðvörður) og Alan Smith (eða einhver annar heimsklassa sóknarmaður).
7: Mikilvægt: kaupa hægri kantmann!
8: Liðið kemst í gegnum forkeppni Meistaradeildarinnar í ágúst og inn í riðlakeppnina.
Þá væri ég ánægður. Átta atriði sem myndu gleðja mig mikið… en eins og alltaf þá getur maður lítið annað en beðið. Fyrsti leikur Liverpool á nýju tímabili er æfingaleikur gegn Glasgow Celtic þann 26. júlí í Bandaríkjunum. Rétt rúmlega tveir mánuðir og á þeim tíma á eftir að selja fleiri leikmenn, kaupa fullt af heimsklassaleikmönnum, hugsanlega skipta um þjálfara og spila heila Evrópukeppni Landsliða í Portúgal. Mikið vatn mun renna til sjávar…