Rakst á frábæra grein úr The Guardian á netinu í dag og fannst upplagt að deila henni með ykkur hinum. Eins og lesendur bloggsins sjá glöggt erum við Einar Örn, eins og þið flest eflaust, búnir að snúast í nokkra hringi undanfarna tvo-þrjá daga varðandi þjálfaramálin. Eina stundina virðist Curbishley vera líklegastur, svo Mourinho, svo Benítez og sv. frv. En nú virðist loks vera að koma smá ljós á málið og allt bendir til þess að Rafael Benítez hjá Valencia hljóti starfið.
Og ég verð að segja, miðað við þessa ferilskrá hans sem birtist í The Guardian, að hann virkar mjög impressive á mig. Virðist vera hörkunagli hér á ferð. Lesið bara greinina sjálf … hún er þess virði að vera lesin í heild.
Ég sjálfur fílaði greinina rosalega vel þegar ég las þetta:
>Only 25% of Valencia supporters believe that their coach Rafael Benítez should have a street named in his honour, according to an opinion poll on a website devoted to the club, which hardly sounds like a ringing endorsement. Until you see the other answers. The biggest sector, 44%, said that Benítez should, in fact, have two named after him.
😀 Frábær byrjun á grein. Tvær götur? Score! Önnur góð tilvitnun:
>It was no fluke either. This season, Benítez’s third, has seen them win the Uefa Cup and regain the title from Real Madrid with three weeks to spare. Aggressive, fast, synchronised and defensively solid, the team have been peerless. Benítez has become Valencia’s most successful manager. Ever.
Ever. EVER. EVER!!! Á þremur árum. Og hann er ungur og hefur eytt miklum tíma í að stúdera enska knattspyrnu á undanförnum árum. Hmmm?
>”We are a TEAM, with capital letters,” he says. What his modesty prevents him from adding is that he is the man responsible. The feeling remains that some of the Valencia side would look rather ordinary under a different coach, and the talented players look even better with him.
Jahá. Þýðir það að Dioufy fari loks að skora með þennan gæja í brúnni? Þýðir það að við hefðum kannski ekkert átt að selja Heskey…? 😉
Þessi grein talar sínu máli – hér er á ferðinni gæðaknattspyrnustjóri og ef eitthvað er að marka fréttamennskuna í Bretlandi (sem getur oft verið vafasöm, mind you) þá er Mourinho svo gott sem farinn til Chelsea og Benítez svo gott sem kominn til okkar.
Og í lokin, smá grínfrétt fyrir þá sem hafa gaman af slíku: Valencia vilja ráða Claudio Ranieri sem eftirmann Benítez!!! 😉
Góð síða hjá ykkur, hún fer beint í Favorites. 🙂