Djimi Traore er [orðaður við WBA](http://www.expressandstar.com/artman/publish/article_59199.php). Maður grætur það svo sem ekki, þar sem hann hefur verið afar mistækur hjá Liverpool. Umboðsmaður hans segir að Traore sé spenntur fyrir því að fara til WBA.
Reyndar er Traore enn eitt gott dæmi um það hvernig Gerard Houllier tókst að klúðra algjörlega hlutunum hjá leikmönnum sem hann keypti.
Í fyrsta lagi byrjaði Houllier á því að líkja Traore við Desailly. Ég skildi aldrei þessa áráttu hjá Houllier að vera að bera saman einhverja óþekkta leikmenn við stórstjörnur. Það eina, sem það gerir er að vekja alltof miklar væntingar hjá aðdáendum, sem munu alltaf verða fyrir vonbrigðum þegar leikmennirnir standast ekki væntingar. Önnur dæmi sem ég man eftir eru Salif Diao sem var líkt við Vieira (fyrir utan það að þeir eru báðir frá Senegal og báðir grófir, þá eiga þessir leikmenn ekkert sameiginlegt) og Cheyrou, sem hann líkti við Zidane (fyrir utan útlitið, þá eiga þessir leikmenn nákvæmlega ekkert sameiginlegt.)
Allavegana, í öðru lagi þá spilaði Houllier Traore nánast alltaf í vitlausri stöðu, það er í vinstri bakverði. Houllier virðist vera sérfræðingur í þessu. Traore er miðvörður, ekki bakvörður. Við sáum m.a.s. að frábærir miðverðir einsog Henchoz eru alveg “lost” í bakvarðastöðunum. Þetta eru einfaldlega gjörólíkar stöður.
En allavegana, ég hefði talið að Traore væri góður sem backup (allavegana hef ég mun meiri trú á honum í miðverðinum en Biscan) en maður getur svo sem ekki verið reiður útí hann ef hann vill fara frá Liverpool. Það er ljóst að það þarf að bæta við vörnina í sumar. Ef Traore fer, þá eru einu mennirnir sem geta spilað í miðverðinum Hyypia, Henchoz og Carragher (og kannski Biscan). Þarna eru bara þrír menn, sem ég myndi treysta til að spila í miðverðinum og það er alltof lítið. Semsagt, ég myndi halda Traoer ef það er hægt.
Já, ég er algjörlega sammála þér hérna. Að mínu mati á að selja Biscan, ekki Traoré. Traoré er kannski mistækur en gvöðmengóður … ég vill að Biscan spili aldrei aftur í vörninni hjá Liverpool!
Annars er Traoré greyið í erfiðri stöðu. Houllier er farinn og því veit hann ekkert hvað bíður hans hjá nýjum stjóra … vill viðkomandi eitthvað með hann hafa? Þegar W.B.A. koma svo inn með áhuga þá vill hann auðvitað grípa gæsina og komast eitthvert sem hann veit fyrir víst að hann fær að spila reglulega.
Vandamálið er bara það að ekkert mun gerast, hvorki í kaupum né sölum, fyrr en nýr þjálfari er kominn til starfa og búinn að meta hópinn. Það verður að vera hans að ákveða hvort eigi að selja Diouf eða Cheyrou, Hamann eða Murphy, Traoré eða Biscan. Eða engan af þeim. Eða alla. En það er stjórans að ákveða.
Því verður Traoré greyið að bíða rólegur (eins og við hin) eftir að nýr stjóri verði tilkynntur. Sem er erfitt fyrir hann, því að W.B.A. eru að sýna áhuga núna og ef Traoré svarar ekki strax gætu þeir leitað annað og hann misst af tækifærinu.
Oh well, hann er ekki sá eini sem þarf að sýna þolinmæði þessa dagana. Kannski ég leggji mig bara til mánudagsins 7. júní, þegar Parry snýr aftur úr fríi…