Mourinho flýgur til London

Nú virðist Mourinho vera á leiðinni til samningaviðræðna við Chelsea. Það virðist allt klappað og klárt [samkvæmt BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/c/chelsea/3746255.stm).

Það sem mér finnst magnaðast við þetta er hvernig Chelsea fer með Claudio Ranieri. Ég á erfitt með að finna dæmi um félagslið, sem fer jafn illa við þjálfara, sem á það jafn lítið skilið og Ranieri. Hann er elskaður af aðdáendunum og leikmönnunum en samt þá fer stjórnin með hann einsog eitthvað úrhrak. Ég hef allavegana ekki heyrt neinn Chelsea mann, sem vill láta reka Ranieri.

Það eina sómasamlega sem Chelsea gæti gert væri að leysa Ranieri strax undan störfum og ræða við Mourinho, eða þá að framlengja samninginn við Ranieri. Ég tel í alvöru að Chelsea liðið væri best statt með því að gefa Ranieri lengri tíma. En þessi hegðun stjórnar Chelsea er liðinu til skammar.

Djimi Traore til WBA?

Benitez í viðræðum við Valencia