Þá er Mourinho orðinn þjálfari Chelsea og Ranieri orðaður við Valencia. Þessi grein í Times segir allt, sem ég vildi segja um meðferð Chelsea á Ranieri: [Endearing Ranieri could not have been treated worse](http://travel.timesonline.co.uk/article/0,,27-1129997,00.html). Þetta þýðir auðvitað að við Kristján tökum tilbaka allt það fallega, sem við höfum sagt um Mourinho 🙂
Nei nei, ekki alveg svona. Mourinho á ábyggilega eftir að gera góða hluti fyrir Chelsea. Ég er reyndar enn sannfærður um að hann hefði verið betri hjá Liverpool. Það er samt án efa gaman að fá hann í enska boltann. Það verður fjör að sjá hann og Ferguson mætast aftur.
Allavegana, það athyglisverðasta við [blaðamannafundinn hans Mourinho](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/c/chelsea/3765263.stm) er að hann vill minnka hópinn til muna. Í dag er Chelsea með 34 leikmenn + markmenn í hópnum, en Mourinho vill minnka þetta niður í 21 leikmann + markmenn.
Þetta þykir mér mjög athyglisvert og einnig er gaman að skoða hvernig þessum málum er háttað hjá Liverpool. Í Liverpool hópnum í dag eru 22 útileikmenn. Einnig eru 4 leikmenn í láni hjá öðrum liðum. Að auki eru þarna 6 ungir leikmenn, sem hafa nær aldrei spilað fyrir liðið.
Markverðir: Dudek, Kirkland, Luzi
Vörn: Henchoz, Finnan, Hyppia, Riise, Traore, Carragher, Biscan, Otsemobor
Miðja: Kewell, Diouf, Smicer, Murphy, Diao, Hamann, Gerrard, Le Tallec, Cheyrou
Sókn: Baros, Owen, Sinama-Pongolle, Heskey (Cisse), Mellor
Ungir: Medjani, Welsh, Potter, Warnock, Whitbread, Sheridan
Í láni: Babbel, Partridge, Vignal, Diarra
Þannig að ummæli Mourinho eru afskaplega skiljanleg. Liverpool eru í raun með 26 “pro” leikmenn í hópnum, þar af fjórir í láni. Tveir af þeim fjórum hafa fengið tækifæri hjá liðinu og munu sennilega ekki spila aftur fyrir Liverpool (Babbel og Vignal). Hinir eru “ungir” en munu sennilega aldrei verða nógu góðir til að spila fyrir Liverpool (Partridge og Diarra).
Houllier sagði einu sinni að hann vildi sjá 8 topp varnarmenn, 8 miðjumenn og 5 sóknarmenn í liðinu. Það gera 21 leikmann, sama og Mourinho segir. Liverpool eru ekki með ámóta geðveiki og Chelsea en samt eru í Liverpool hópnum 26 leikmenn, þannig að liðið ætti að losa sig við 5 leikmenn. Það þarf í raun ekkert lið fleiri en 21 leikmann. Þá er liðið með 4 vara-varnarmenn, 4 vara-miðjumenn og 3-vara sóknarmenn. Það hlýtur að vera nóg.
Það að trimma hópinn niður í 21 “pro” leikmann myndi líka þýða að yngri leikmennirnir, sem eru væntanlega á mun lægri launum, gætu fengið tækifæri. Það er algert bull að leikmaður á himinháum launum sé miðjumaður númer 9, einsog Diao virðist vera í dag. Það þarf að minnka hópinn. Þannig lækkar liðið launakostnað, hægt er að gefa yngri leikmönnum tækifæri og væntanlega batnar móralinn í hópnum.
Það er náttúrulega Diouf sem er nr. 9 og spilar á miðjunni, en ekki Diao.
Annars varðandi þennan pistil þá langar mig að benda á að það er örugglega vonlaust að hafa 4 vara “topp” varnarmenn, 4 vara “topp” miðjumenn og 3 vara “topp” sóknarmenn. Það yrði sennilega aldrei hægt að gera 21 “pro” leikmönnum (eins og þú kallar það) til hæfis. Ég held að það sé bara óraunhæft.
Mun eðlilegra held ég að vera með kannski svona 14-15 alvöruleikmenn og svo restina svona squad-players.
Ég gruna að Einar Örn hafi átt við að Diao væri níundi í goggunarröðinni af núverandi miðjumönnum liðsins, ekki að hann væri með nr. 9 á treyjunni.
Það verður áhugavert að sjá hverjir fara frá Chelsea, þeir eru meö fullt af stjörnum en það hljóta að vera einhverjir plebbar þarna inn á milli líka sem verða látnir taka pokann sinn.
Já, Eva, þú misskildir mig á tveim stöðum. Ég var að tala um að Diao væri miðjumaður númer 9 í goggunarröðuninni.
Og með “Pro” leikmönnum, þá var ég bara að meina þá, sem eru á fullum launum, en eru ekki unglingar á lágum launum. Þannig myndi ég kalla Biscan “pro” leikmann, þrátt fyrir að hann geti ekki neitt í knattspyrnu, einfaldlega vegna þess að hann er á brjáluðum launum.
Veit ekki hvort að “senior” leikmenn væri betra hugtak til að lýsa því, sem ég var að meina. Allavegana, pointið var að það þarf að minnka hópinn um 4-5 leikmenn (net). Þannig að við sjáum væntanlega 3-4 leikmenn nýja og þurfum því að losa okkur við 7-9 leikmenn. 🙂
misskilningur misskilningur 🙂
sorrý!