Benitez er enn óákveðinn [samkvæmt BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/3776857.stm).
Hann segir:
>”My agent Manuel Garcia Quilon has told me there is still nothing concrete with any of those teams.”
>He added: “When my agent has weighed up the offers, he’ll give me his thoughts and we will decide if one of them is convincing enough.”
Krææææst! Hvað meinar hann að hann sé enn óákveðinn? Ég hélt að þetta væri pottþétt. Er þetta kannski bara umboðsmaðurinn, sem segir honum að halda kjafti svo þeir geti fengið hærri laun hjá Liverpool? Af hverju eru engin önnur lið nefnd?
Ég er að truflast á þessari þjálfaravitleysu.
Bendi fólki á pælingar mínar fyrir nokkrum dögum: [Hvert getur Benitez farið?](http://www.kop.is/gamalt/2004/06/01/18.35.26/)
Ég vona að þetta sé flétta sem er sett upp til að koma í veg fyrir að Liverpool þurfi að borga Valencie milljón pund í bætur.
Benitez tekur sér tvær vikur í “að leita” að nýju starfi og tekur svo við stjórn hjá Liverpool.
Jamm, maður getur vonað að þetta sé eitthvað slíkt. Að þetta sé allt saman partur af stærra plotti.
Annaðhvort gerir fríið hans Parry mig alveg ofboðslega rólegan eða ég fer alveg á taugum. Annaðhvort er hann með stjórn á öllu, eða hann veit ekkert hvað hann er að gera. :confused:
Ég er sammála þessu með Parry eina stundina er maður pollrólegur og heldur að þetta hafi verið planað í fleiri mánuði en hina stundina er maður á barmi taugaáfalls !!
Vill bara að þetta komist á hreint strax!!