ITV Football: Benítez move this week?
Hmmm… skv. þessari frétt er Benítez staddur í Liverpool-borg í dag til að ganga frá samningi við Liverpool, viku á undan áætlun, þar sem aðstandendur klúbbsins eru sagðir vilja fá hann til að byrja að vinna sem fyrst. Það er nóg framundan fyrir Benítez, hann þarf að meta hópinn, kynna sér hverja hann vill selja og hverja hann vill halda í. Þá þarf hann að hella sér út á leikmannamarkaðinn sem allra fyrst og styrkja hópinn.
Þannig að það er í raun ekkert skrítið að þeir vilji semja við hann strax, þótt þeir þurfi að borga Valencia fyrir. Ef þeir hins vegar bíða til 15. júní n.k., þegar tveggja vikna uppsagnarfresti Benítez er lokið, þurfa þeir ekki að borga neitt fyrir hann.
Ég veit að peningalega séð er betra að bíða í viku, en ég væri alveg til í að fá fréttamannafund á morgun! 🙂