Stephen Warnock fær nýjan samning

warnock.jpg
LiverpoolFC.tv: Warnock Set For New Deal

Vinstri bakvörðurinn ungi, Stephen Warnock, mun á næstu dögum skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool FC. Þessar fréttir gleðja mig mjög, þar sem hann brilleraði í vinstri bakverðinum með Coventry á síðustu leiktíð og ætti með réttu að geta þrýst aðeins á Riise og Carragher í vinstri bakverðinum. Og hver veit? Kannski vill Benítez gefa ungum mönnum séns … kannski fáum við að sjá mikið til Warnock og Jon Otsemobor á næstu leiktíð? Maður veit aldrei, en má alltaf vona.

Það góða við unga leikmenn sem eru uppaldir hjá félaginu er að þeir kosta ekki neitt í leikmannakaupum. Við erum að leita að félaga með Gerrard á miðjuna, hann þarf að vera í sama klassa og Gerrard en mun því verða dýr. Gerrard, hins vegar, var uppalinn og kostaði ekkert. Það er augljóslega hagstæðara að ala upp góða menn fyrir aðalliðið, eitthvað sem Houllier virtist aldrei hafa mikinn áhuga á.

Ekki misskilja mig, ég held ekkert meira með Warnock en Riise bara af því að hann er heimamaður … en Riise hefur alltaf þurft spark í rassinn, hann er einn af þessum leikmönnum sem mér þykir slaka of mikið á ef hann er öruggur með sæti sitt í liðinu. Þannig að smá samkeppni skaðar hann ekki heldur bætir, og er því liðinu til góða.

Stephen Warnock: framtíðarbakvörður Liverpool?

2 Comments

  1. Hmmm… veit ekki. Þessi gaur er nú 23 ára gamall, eða nákvæmlega jafngamall og Gregory Vignal og einu ári yngri en Riise.

    Kannski toppaði Vignal bara ungur, en mér fannst hann lofa alveg einstaklega góðu áður en hann meiddist. Vonandi kemur Benitez allavegana með opnum hug að þjálfuninni og leyfir mönnum einsog honum að sýna sig.

  2. Hlakkar til að sjá þennan leikmann var valinn besti maðurinn hjá Coventry á síðasta tímabili.

Tælenska fjárfestingin

Partridge skrifar undir