Glöggir menn hafa kannski tekið eftir að við Einar höfum ekki minnst mikið á Emile Heskey í sumar, ef nokkuð. Það er líka vel, okkur var báðum stórlétt þegar hann var seldur frá Liverpool í vor og held ég að það sé engum ofsögum sagt að líkurnar á því að Liverpool-liðið spili verr með Cissé í liðinu heldur en það gerði með Heskey í liðinu eru í kringum núll prósentin. 0%.
Eeeeen, þar sem það ríkir algjör gúrkutíð þessa dagana í Liverpool-málum og allt snýst um enska landsliðið og Evrópukeppnina í knattspyrnu (sem er að hefjast eftir 20 mín. þegar þetta er skrifað) þá fannst mér við hæfi að leyfa Emile Heskey að eiga gullkorn dagsins hvað varðar landsleikina sem framundan eru.
Í þessari grein talar Heskey um möguleika sína á að gera eitthvað af viti í þessari keppni, þar sem hann situr á bekknum þökk sé Wayne “Shrek” Rooney. En Heskey er hvergi banginn og um væntanlega meistaratakta sína á þessu móti hafði hann þetta að segja:
>I want to do as well as I can. I might get a chance so I must be focused and ready to go at a second’s notice. I can offer a different sort of option to the other two.
>From my point of view I certainly feel more relaxed after playing in a couple of tournaments previously. I know what is needed.
Hvað getur hann boðið okkur sem Owen og Rooney geta ekki boðið okkur? You guessed it … ef Englendingar vilja fá leikmann sem rennur á rassinn í dauðafæri undir lok leiksins þá eru Owen og Rooney ekki mennirnir sem ber að leita til, heldur Emile sjálfur Heskey!
Veit hann hvers er þörf? Eeeeh, ég hef núna fylgst með hverjum einasta leik sem Emile Heskey hefur spilað í rúm fjögur ár og ég skal ábyrgjast það að hann hefur ekki eina einustu hugmynd um það hvað er ætlast til af framherja. Sorrý, en það er satt. Emile Heskey = clueless.
Sorglegt. Þótt ég hafi ekki jafn hátt álit á Rooney og aðrir þá vona ég það, Englendinga vegna, að hann spili hvern einasta leik á þessu móti … því að öðrum kosti fær Heskey að spila og það veit aldrei á gott fyrir lið sem ætla að ná árangri!
Andvarp … af hverju tókst James Beattie ekki að sannfæra Alan Shearer um að spila með Englendingum á EM? Bara tilhugsunin um Owen og Shearer saman í framlínunni. Það eina sem er meira spennandi en það er tilhugsunin um Gerrard og Aimar saman á miðjunni…..