Blaðamannafundur í dag!

LiverpoolFC.tv (opinbera síðan): Liverpool FC SET TO UNVEIL NEW BOSS!

Staðfest. Ekki lengur slúður heldur staðfestar fréttir, ókei? Við getum andað léttar, það er blaðamannafundur kl. 14:30 að íslenskum tíma þar sem Rafael Benítez verður loksins kynntur opinberlega sem nýr framkvæmdarstjóri Liverpool FC.

Blaðamannafundur þessi, sem og fyrsta einkaviðtalið við Benítez sem stjóra Liverpool, verður fáanlegt frítt fyrir alla á opinberu síðunni síðdegis, strax að fréttamannafundinum loknum. Þannig að endilega kíkjið á opinberu síðuna síðdegis í dag og brosið hressilega! 😀

Næsta mál: hverja kaupir hann fyrir tælensku peningana?

4 Comments

  1. gengur eitthvað illa að pósta hér inn… en reyni aftur 🙂

    getið þið nokkuð – ef þið nennið – sett inn linkinn á þennan fund og það? finn það ekki

    nema ég sé svona óþolinmóð og það eigi bara eftir að koma inn á official síðuna – sem er alveg líklegt

  2. Það er ennþá ekki búið að setja fundinn á netið. Menn eru þó farnir að birta kvót af fundinum, t.d. [hér](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14339060%26method=full%26siteid=50061%26headline=proud%2dto%2dbe%2da%2dred-name_page.html)

    >I am a very proud man today because all the coaches in Spain like to be at the best clubs. For me, it is very important to be here in Liverpool. “I want to win. I want the supporters to be proud of the team, the manager, the players and the club.”

Engar áhyggjur – Benítez kemur!

Blaðamannafundurinn