Rafa Benitez er víst kominn til Portúgal, þar sem hann [ætlar að hitta Liverpool mennina í enska hópnum](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,7-1139957,00.html), Carragher, Owen og auðvitað Gerrard. Mér finnst þetta nokkuð gott múv hjá Benitez, það er að fara strax og tala við Gerrard.
Jafnvel þótt að Gerrard eigi að vera að einbeita sér að EM, þá þarf enginn að segja mér annað en að þessi Liverpool mál trufli hann í undirbúningnum. Þess vegna væri gott fyrir hann að tala út um þessi mál við Benitez sem fyrst.
Auðvitað vonum við að niðurstaðan úr þessum fundum verði jákvæð.
Annars er [hérna einkaviðtal LFC.tv við Benitez](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145193040618-1225.htm).
Svo er nú dálítið fyndið að [Houllier og Benitez rákust á hvorn annan](http://www.reuters.co.uk/newsPackageArticle.jhtml?type=sportsNews&storyID=532336&src=rss/uk/sportsNews§ion=news) þegar þeir voru að tékka inn töskurnar sínar í Lissabon. Houllier óskaði Benitez góðs gengis (hvað gat hann eiginlega sagt annað?)