Tekið af RAWK.com: Benítez lines up Quaresma
Þetta er að sjálfsögðu bara slúður eins og er en í raun og veru er þetta ekki svo langsótt. Vitað er að Quaresma hefur verið að tjá sig undanfarna daga um að hann vilji aldrei aftur spila undir stjórn Rijkaards hjá Barcelona og hefur meðal annars sagt að hann snúi ekki aftur til liðsins í haust ef Rijkaard er enn stjóri liðsins eftir sumarfríið. Sem verður að teljast líklegt, þar sem liðinu gekk þrusuvel eftir áramót á síðasta tímabili.
Þá get ég ekki ímyndað mér annað en að Quaresma renni hýru auga til Benítez, sem rústaði honum og hinum í Barca í spænsku deildinni á síðasta tímabili. Þá er alkunna að Benítez notar allan völlinn og spilar mikið uppá kantmenn, þannig að leikmaður eins og Quaresma getur verið viss um að fá mikið vægi innan liðs sem Benítez stjórnar.
Þá sárvantar okkur hægri kantmann. Lesist: sárvantar, svo nauðsynlega að það liggur við að ég hringi út til Liverpool og bjóði þeim að kaupa Jón Þorgrím hjá FH. Hann væri betri en enginn. Okkur sárvantar kantmann og það helst í gær!!!
Quaresma uppfyllir vissulega þær kröfur. Hann er “undrabarn”, spilaði fyrsta landsleik sinn 18 ára gamall og er nú rétt rúmlega tvítugur og þegar kominn með reynslu af landsliðum, Evrópukeppnum og erfiðustu deild heims, spænsku La Liga. Hann er geysifljótur og rosalega góður dribblari með boltann en hans sterkasta vopn eru fyrirgjafirnar. Já, þið lásuð þetta rétt: FYRIRGJAFIR. Ímyndið ykkur Cisse, Owen og Baros í liði sem getur gefið fyrir bæði frá hægri og vinstri. Ímyndið ykkur bara…
Þetta væru frábær kaup hjá Liverpool, að mínu mati. Vissulega er drengurinn með dáldið Egó en það breytir engu, Benítez hefur gert meiri prímadonnur en hann að hlutum í liðsheild (lesist: Vícente Rodriguez). Þá telja Portúgalir almennt Quaresma vera mikið betri leikmann en t.d. Christiano Ronaldo hjá ManU. Eina ástæðan fyrir því að það eru ekki allir að tala um Quaresma í sumar er sú að hann meiddist í næstsíðasta leik Barca í vor og missir af EM 2004 vegna meiðsla. En hann er aðeins tvítugur og á því nóg af stórmótum eftir.
Er þetta ekki málið bara? Kaupa hann…
Og þá er það grínfrétt dagsins: Harry Kewell lögsækir Gary Lineker fyrir ummæli sín í kjölfar sölu Leeds á Kewell til Liverpool. Já, Harry kærir Gary fyrir ærumeiðandi ummæli sem áttu sér stað í blaðagrein fyrir 10 mánuðum síðan. Gvöð má vita af hverju Harry var svona lengi að kæra ef hann ætlaði sér það á annað borð … en í kjölfar kærunnar hefur blaðagreinin verið fjarlægð af öllum netmiðlum, að sjálfsögðu, og því getum við aðeins velt því fyrir okkur hvað í ósköpunum Gary Lineker sagði.
Hins vegar er fyrirsögn blaðagreinarinnar þessi: “Kewell transfer makes me feel ashamed of football”. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Gary fjallaði um í þessari grein.
Spurningin er: þýðir þetta að Lineker þarf að vera fjær Kewell en 500m? Því þá getið þið gleymt að sjá Liverpool á BBC Sport í vetur… 🙂
Hérna er upphaflega fréttin. Þetta eru ekki beint áreiðanlegir miðlar, en þetta er samt athyglisvert.
Ég verð samt að játa það að ég man lítið eftir að hafa séð til Quaresma. Það, sem ég hef lesið um hann, hljómar vissulega vel.
Þessi Quaresma er hreint út sagt algjör snillingur! Þetta er akkúrat leikmaður sem okkur vantar og þyrfti að vera í hverju liði í dag í raun. En munurinn á honum og Ronaldo er sá að Ronaldo er meira fyrir reitarbolta og sýndarmennsku en að taka leikmann á og klára verkið með sendingu fyrir markið. Svona “McManaman syndrome” eins og þegar hann var hjá okkur. Ruud Gullit sagði það að ef McManaman lærði að nota þessa fótavinnu sér til gagns yrði hann óstöðvandi. Quaresma er akkúrat kominn í “óstöðvandi” flokkinn ef sá gállinn er á honum. Djöfull líst mér vel á þennan Benitez! Loksins einhver með viti kominn!