Guess who!

Maður getur sennilega orðið alveg geggjaður á því að lesa allar greinarnar, sem eru skrifaðar um Steven Gerrard þessa dagana. Í raun hef ég lítið til að bæta við það, sem við Kristján skrifuðum um helgina.

Allavegana, ég rakst á eina grein, skrifaða af Chelsea stuðningsmanni, þar sem hann talar um það [af hverju Gerrard muni koma til Chelsea](http://chelsea.rivals.net/default.asp?sid=884&p=2&stid=8351115). Greinin er blessunarlega laus við allt mont og þann hroka, sem hefur einkennt Chelsea menn eftir að þeir unnu í rússneska happdrættinu fyrir ári. Ólíkt flestu sem maður les, þá er hún jarðbundin og nokkuð sannfærandi.

Meðal góðra punkta:

>Liverpool’s words were an open admission that the club were facing a struggle on their hands to hold on to the player, a struggle that they might well lose. If the club does make such an admission, at this stage of a protracted transfer, it is not to erect the kind of walls that will keep the player at the club, it is to prepare the supporters for his departure, and the defence, when Gerrard does leave, that the club did what they could but they were powerless to stop him.

>These two items merely add to a number of other articles claiming, with an increasing confidence, that the transfer will happen. Why would Liverpool legends Mark Lawrensen and Alan Hansen, for instance, each take the trouble to write in their respective columns that they understand why Steven will – and should – take the unique opportunity to move to Chelsea? Did these two die-hard Liverpool supporters idly decide to write their pieces, or where they spurred on with the knowledge that it would happen?

Þetta var nákvæmlega það sem mér datt í hug þegar ég las grein Hansen. Ef hann er ekki viss, þá er greinin hans óafsakanleg.

Einnig:

>Meanwhile, the Liverpool faithful are clutching at straws. There are all sorts of fan websites that are telling all and sundry, with a certain desperation, that it is unthinkable that the local lad, the Liverpool captain, would move to Chelsea. All sorts of reasons are offered for this: that he’s not interested in money, that he’s Liverpool through and through, that Liverpool have just appointed an exciting new manager. All of these are nothing more than speculation. The truth is that none of the supporters know what is motivating the player. After all, their club’s chief executive himself has confirmed that the player was unhappy at the club, and wanted to have a better chance of success. That must weigh more than a third hand report of an unnamed friend of the player having said that actually he loves Liverpool.

Eftir allt þetta umtal, þá er hugsunin um Liverpool án Steven Gerrard ekki eins hræðilega svakaleg og hún var fyrir einni viku. Kannski er þetta bara allt gert til þess að við Liverpool fólk fáum ekki öll hjartaáfall á sama tíma. Kannski er þetta allt bara til að draga úr sjokkinu, sem við fáum þegar Gerrard segir okkur öllum að hann hyggist fara til Chelsea.

2 Comments

  1. Það skrifaði einhver hérna á þessa síðu um daginn að það væri ekki nokkur leikmaður stærri en Liverpool ekki einu sinni Stevie. Ég verð að segja það að ég er alveg sammála þessu, það er orðið nokkuð ljóst að Steven er alvarlega að hugsa það að fara frá félaginu, það eitt og sér finnst mér nú bara hálfgerð móðgun við liðið og stuðningsmenn þess, svona þegar að hann er ný orðinn fyriliði og búin að skrifa undir nýjan samning. ‘A miðju tímabilinu voru bæði hann og Owen blaðrandi um það að liðið yrði að komast meistaradeildina, það tókst og ekki nóg með það heldur var stjórinn rekinn, tlað um að selja 30% hlut í liðinu, og miklum peningum lofað til þess að styrkja hópinn. Þannig að maður bara spyr hvað vill hann meir? Ég segji það bara og skrifa ef að það er ekki hægt að gera manninum til hæfis þá getur hann bara farið. Það er vissulega slæmt að missa hann en við getum alveg bætt í þau göt sem að hann skilur eftir sig, ég hef alveg trú á því að Benitez geti klárað það mál.

  2. Jamm, ég er 100% sammála þér, Ólafur. Það er eitt, sem fer í taugarnar á mér varðandi þessa þögn og það er að Gerrard er fyrirliði liðsins. Það felur í sér mikla ábyrgð og ber honum að kveða niður allar þessar sögur ef þær eru þá ekki alveg réttar.

    En svo verður maður líka að muna að við höldum með Liverpool en ekki einstaka leikmönnum. Ég hef líka fulla trú á því að ef Gerrard fari, þá muni Benitez gera góða hluti með peningana.

    Hvernig var það annars, fór ekki Mendieta, besti leikmaður Valencia, frá félaginu árið sem Benitez tók við? 🙂

Bla bla bla Steven Gerrard bla bla

Gúrkutíð…