Milan, við treystum á þig!

Í kvöld verður mikil spenna í Evrópukeppninni. Við Kristján styðjum báðir Holland og því þurfum við að treysta því að Tékkar vinni Þýskaland.

Ég held að ég geti nánast fullyrt að það yrði ósigur fyrir knattspyrnuna ef hið grautfúla þýska lið kæmist áfram. Þeir eiga það einfaldlega ekki skilið.

Því bindum við allar vonir við okkar mann í Portúgal, Milan Baros. Hann er búinn að setja mörk í báðum leikjum Tékka í Portúgal og búinn að leika frábærlega. Á meðan að Englendingar froðufella yfir Wayne Rooney, þá virðist enginn taka eftir Baros.

Núna er tíminn fyrir Baros að sanna sig enn frekar. Þrjú mörk í kvöld væru svo sannarlega velkominn. Áfram Tékkland og Áfram Holland! 🙂

5 Comments

  1. hmmm… var ég ekki að lesa einhvers staðar haft heftir Smicer að Milan yrði hvíldur í kvöld?

  2. Já, Þjóðverjana út fyrst við tölum um leiðinlegan bolta. Og í beinu framhaldi vil ég sjá England lika detta út!

  3. Reyndar sýnist mér við fyrstu sýn sem Baros sé á bekknum, eins og allar hinar stjörnur Tékka. En samt, áfram Tékkland og áfram Holland!

    Þið afsakið ef ég tjái mig lítið í dag … ég þjáist af þunglyndi sem nefnist ‘Stevie G syndrome’. :confused:

  4. Tékkland 2 – Þýskaland 1. Baros með sigurmarkið. Vá hvað drengurinn er góður … ef hann spilar svona vel í vetur verður hann fljótlega orðinn uppáhalds-leikmaðurinn minn í Liverpool! Snillingur … maður bara sá það á honum að hann ætlaði að skora í þessum leik!

    Úrslitanna á EM ’96 hefur verið hefnt, bless bless hrútleiðinlegu Þjóðverjar….. :biggrin:

Chelsea vill fá Gerrard. Döööh!

Takk, Milan!