Blaðamannafundur í dag!

SkySports: REDS TO MAKE ANNOUNCEMENT

Frá þessu hefur verið sagt víða á netinu en nú í hádeginu barst sú tilkynning að haldinn yrði blaðamannafundur klukkan 15:00 að staðartíma (14:00 að ísl. tíma) á Anfield í Liverpool.

Ekki er vitað eins og er hvaða tilkynning mun fara fram á þessum fundi en líklegt þykir að það sé eitt af eftirtöldu:

1: Liverpool hefur samþykkt tilboð Tælendinganna í 30% hlut klúbbsins.

2: Liverpool hefur ákveðið að selja Steven Gerrard, líklegast til Chelsea.

3: Michael Owen hefur framlengt samning sinn við Liverpool.

4: Steven Gerrard vill halda blaðamannafund og ítreka það að hann sé ekki á leið frá Liverpool.

5: Liverpool hefur fest kaup á leikmanni/leikmönnum og ætla að kynna hann/þá í dag.

S.s., eitt af þessu þykir mér líklegast. Reyndar held ég að þeir myndu aldrei halda blaðamannafund til að tilkynna söluna á Gerrard, Chelsea myndu frekar halda blaðamannafund til að tilkynna kaupin. Þá finnst mér ólíklegt að það að Owen framlengi samning sinn sé tilefni í fréttamannafund.

Þá eru aðeins þrír kostir eftir: Tælendingarnir, Gerrard verður kyrr eða nýir leikmenn. Og þar sem Cissé skrifar ekki formlega undir fyrr en á fimmtudaginn n.k., 1. júlí, og verður kynntur á blaðamannafundi þá þá er ljóst að við erum að fara að sjá mjög spennandi tilkynningu hér á eftir.

Mín spá: Liverpool hefur tekið tilboði Tælendinganna
Mín von: Steven Gerrard verður um kyrrt hjá Liverpool

Það er að sjálfsögðu fylgst grannt með þessu á öllum Liverpool-tengdum síðum og bendi ég mönnum á að fylgjast með tilkynningum á Liverpool.is. Ég er staddur í vinnu og mun því varla uppfæra fyrr en að fundinum loknum, þannig að þið getið fengið skúbbið annars staðar. Ég mun svo að sjálfsögðu koma með mína skoðun á tilkynningu dagsins að fundinum loknum.

Vonum bara það besta!

Milan Baros: 5 mörk í 4 leikjum!

Blaðamannafundur: Gerrard verður kyrr!