Er Diouf næstur?

diouf2.jpgÞað virðist margt benda til þess að El-Hadji Diouf sé á leiðinni frá Liverpool.

Fyrir það fyrsta, þá var honum ekki úthlutað nýtt númer þegar Djibril Cisse tók númer 9. Það hefur svosem gerst áður að menn hafi gefið eftir númerið sitt til nýrra leikmanna, Smicer lét til dæmis sjöuna eftir handa Harry Kewell.

Hins vegar, þá verður það að teljast mjög furðulegt að Diouf skuli vera eini [leikmaðurinn í hópnum án númers](http://www.liverpoolfc.tv/team/squad/).

Í dag birta svo [Liverpool Echo grein](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14386254%26method=full%26siteid=50061%26headline=diouf%2din%2dline%2dfor%2dspanish%2dsojourn-name_page.html) um að Malaga sé á eftir leikmanninum og hafi boðið 3 milljónir punda. Ekki nóg með að það þýði að Liverpool tapi 7 milljónum punda, heldur myndi Liverpool líka þurfa að borga hluta af laununum hans, þar sem Malaga hefur ekki efni á þeim.


Ég verð að segja einsog er að ég er alls ekki hrifinn af þeirri hugmynd að Diouf sé að fara. Hann hefur ýmsa galla, en hann er gríðarlega hæfileikaríkur leikmðaur og er aðeins 22 ára gamall. Að gefast uppá honum án þess að reyna hann undir stjórn Benitez væru mistök að mínu mati.

Houllier hefur eftirá kallað Diouf stærstu mistök sín (stærri en Biscan þá, Houllier?). Það er hins vegar innan við ár síðan Houllier var vígreifur og hélt því fram að Diouf væri loksins að sýna rétta andlit. [Í september sagði Houllier](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/page.cfm?objectid=13422948&method=full&siteid=50061):

>Houllier says the fans are now seeing the best of the 22- year- old player. He accepted that the club had expected too much from Diouf when he arrived from French club Lens 12 months ago.

>The manager said: “His team-mates like him cos he works hard. He never hides. He is a team player. He has good attitude and spirit.

Í september lék Diouf nefnilega frábærlega. Liverpool aðdáendur muna líka að Liverpool liðið lék sinn langskemmtilegasta fótbolta í september. Þá var Hamann meiddur og liðið spilaði með Gerrard sem varnarsinnaðan miðjumann, Smicer fyrir framan hann og Diouf og Kewell á köntunum. Með þessa uppstillingu blómstruðu Smicer og Diouf. Þeir fengu að spila sitt sóknarhlutverk.

En eftir nokkra tapleiki hætti Houllier með þessa uppstillingu, setti Hamann í liðið og byrjaði aftur hefðbundinn varnarbolta. Þá var Diouf beðinn um að sinna mun meira varnarhlutverki, sem er náttúrulega ekki hans sérgrein.

Að mínu mati á Diouf mikið inni og það væru mikil mistök að láta hann fara án þess að leyfa honum að spreyta sig undir stjórn Benitez. Landsliðsþjálfari Senegal varði fyrir [þrem vikum Diouf og sagði](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/africa/3816753.stm):

>”Everyone today is jumping all over El Hadji and blaming him. We must not forget what a major role he has played in recent years,” said Stephan on the eve of his country’s World Cup qualifier in Togo at the weekend.

>”He won the African Footballer of the Year award twice in a row and we have never had a player like that before.

Í dag eru Liverpool að tala um að fá 3 milljónir punda, auk þess að borga laun fyrir hann, þannig að við erum að tala um að fá 2 milljónir punda fyrir Diouf. Hvað ætlar Liverpool eiginlega að kaupa í staðinn fyrir þann pening? Ég get ekki séð að liðið fái betri leikmann en Diouf fyrir þennan pening. Gefum honum sjens!

2 Comments

  1. Ég hef lengi sagt það að það ætti að selja Hamann og fá miðjumann í staðinn fyrir hann. Gerrard getur spilað varnarsinnaðan miðjumann og svo þessi sem kemur í staðinn verður fyrir framan (ef Davids kemur snýst það við). Diouf hefur alls ekki náð að festa rótum hjá LFC og ég hef löngum verið á móti honum vegna þess að hann var ástæðan fyrir því að Anelka kom ekki. En ég er sammála því að það eigi að gefa flestum leikmönnum séns á að sanna sig, allavega þeim sem eru efnilegir eða góðir. Biscan, Cheyrou (farinn), Diao, Traore og svona aukaspilarar sem gera lítið annað en að þiggja laun mega hinsvegar fara til að losa fyrir launum. En það mætti gefa Diouf séns því það væri ennþá heimskulegra að selja hann á skít og kanil og svo í þokkabót taka á sig hlut af launum leikmannsins ?!?!?! Það væri semsagt 7 milljónir í mínus ef mið er tekið af tilboði Malaga plús milljónirnar sem hann fær borgaðar í laun. Vitlaus díll!

  2. Jamm, sammála þessu öllu. Ef maður á að trúa blöðunum, þá er Benitez líka sammála okkur því mörg blöð eru að orða Hamann við þýsk lið.

    Trúi því einnig ekki að Diouf yrði verðminni eftir eitt ár undir stjórn Benitez.

Davids og Baros

Owen mun skrifa undir