Davids, Cheyrou og fleiri…

Ókei, þá er sá draumur úti. Davids fer til Inter þrátt fyrir allt. Það hefði verið gaman að sjá hann spila í tvö ár með Gerrard á miðjunni, eeeen … því miður fór það ekki svo. Sem þýðir að Benítez hlýtur að ætla að verzla Baraja eða Miguel Angel á miðjuna. Kemur í ljós.

Nú, annars er það stórfrétt dagsins að Bruno Cheyrou varð fyrir vonbrigðum með feril sinn hjá Liverpool FC. Veistu hvað, Bruno kallinn? VIÐ LÍKA!!!!! Next…

Ókei, sorrí, hann vann Chelsea fyrir okkur í janúar en ég get bara ekki mögulega verið ánægður með menn sem koma til liðsins fyrir milljónir punda, spila eins og hænsni í tvö ár, skríða svo heim til sín með skottið á milli lappanna og geta lítið annað sagt en “búhú, ég varð ekki vinsæll!”. Ég get ekki mögulega fílað svoleiðis týpur. Sorrí.

Annars er mikið rætt um Milan Baros þessa dagana. Aston Villa reyndu víst að bjóða 3m-punda í hann fyrir EM, og nú ætla þeir víst að reyna aftur að fá hann. Það verður aldrei. Það verður allt vitlaust í Bítlaborginni ef gæjinn verður seldur … sama þótt einhverjar metupphæðir séu í umræðunni. Þá ku Real Madríd vera æstir í að kaupa kappann … þótt þeir séu yfirleitt orðaðir við allt sem hreyfist.

Annars fannst mér ein fyndnasta frétt dagsins koma frá opinberu síðunni. Þar tjáði Gérard Houllier sig um markatign Milan Baros í Evrópukeppninni, og þótt ótrúlegt megi virðast reyndi hann að eigna sér (og meiðslum Baros) smá heiður af markaregni Tékkans unga: Injuries made Baros a star! Riiiiight … er sigur Grikkjanna ekki bara líka þér að þakka, Monsieur?

Ég er Houllier þakklátur fyrir margt, trúið mér, en það fór alltaf í taugarnar á mér hvað það var aldrei neitt honum að kenna – og að sama skapi var hann alltaf rosalega fljótur að benda á eigið ágæti og eigna sér ótrúlegustu afrek. Hann uppgötvaði Steven Gerrard (neibb!), hann gerði hitt og hann gerði þetta … þetta var bara orðið allt of þreytt undir það síðasta. Vonandi er Benítez ekki þessi týpa.

Ef það er eitthvað sem við Liverpool-aðdáendur eigum að hafa áhyggjur af (eða hlakka til) þá er það leikurinn við ManU. Þann 20. september keppa Liverpool og ‘hitt liðið’ í deildinni ensku og er sá leikur merkilegur fyrir þær sakir að þá spilar Rio nokkur Ferdínand sinn fyrsta leik fyrir ‘hitt liðið’ eftir átta mánaða bann! Ég veit ekki hvort ég á að hræðast þetta eða hlakka til. Ég held það verði annað hvort eða … annað hvort gjörsamlega jarðar hann Cissé, Baros og/eða Owen í stórleik vetrarins eða þá að hann rennur á rassinn og lætur þá valta yfir sig. Ég held það verði ekkert þar á milli, hann annað hvort verður hetja eða skúrkur dagsins.

Við skulum vona að það verði hið síðara.

4 Comments

  1. Ertu ekki fullsnöggur að stökkva á þennan Inter link? Mirror segir enn [að hann fari til Chelsea](http://www.mirror.co.uk/sport/sporttop/tm_objectid=14393515&method=full&siteid=50143&headline=davids-to-sign-for-the-blues-today-name_page.html), þrátt fyrir að Mourinho komi fram og segi að hann sé [of lítill](http://msn.foxsports.com/story/2561290).

    Þetta er einungis haft eftir Gazetto della Sport, sem ég trúi mátulega vel. Davids hefur lýst því yfir að hann vilji fara til Englands. Finnst skrítið að hann skuli bakka með það og fara aftur til Mílanó borgar.

  2. Hefur Davids ekki líka sagt að hann muni ekki spila á Ítalíu næstu leiktíð. Held enn þá í vonina að hann komi hingað.

  3. Já kannski er ég of fljótur á mér. Málið er bara það að hann er 31s árs og ég á erfitt með að ímynda mér hann sætta sig við lægri laun hjá L’pool eða T’ham, þar sem hann yrði að vera hluti af byltingarstarfsemi, frekar en að fara til Inter sem geta boðið honum það sama og við og borga eflaust betri laun? Ég efast bara um það … og ef hann vill pottþétt fara til Englands þá efast ég um að Chelsea láti hann fram hjá sér fara.

  4. Ég er fúll út af Davids hafi valið miðlungslið Inter í staðinn. Hann hefði verið pottþétt viðbóðt í LFC liðið og í raun gert stökk okkar í toppbaráttuna lengra en heimsmetið í langstökki er (svo ekki sé minnst á hástökkið!). En skítt með það. Við finnum annan mann.
    En þetta sem Houllier segir um Baros er að vissu leyti rétt. Baros meiddist í þessa mánuði og var frá það lengi ogkom síðan til baka eftir miklar æfingar og var hungraður í fótbolta sem hann fékk ekki hjá LFC. Engu að síður var hungrið til staðar eftir fótboltalega hungursneyð á meðan hann var meiddur. Houllier gerði margt rangt hjá LFC en þetta er rétt hjá karli að mínu mati.

Missir Kewell af byrjun tímabilsins?

Milan Baros til Real Madrid? (uppfært)