Það er ágætis gæðastimpill á leikmanni ef hann er notaður sem “gulrót” í forsetakosningum hjá Real Madrid. Florentino Perez, núverandi forseti Real Madrid, komst til valda með því að lofa að kaupa Luis Figo frá Barcelona og Juan Laporta hjá Barcelona reyndi svipað með því að lofa Beckham. Hann varð þó á endanum að “sætta” sig við Ronaldinho (æ æ).
Núna um helgina fara fram forsetakosningar hjá Real Madrid. Auk núverandi forseta, Florentino Perez, eru fyrrverandi forsetinn Lorenzo Sanz og Arturo Baldasano í framboði. Baráttan fer nú harðnandi.
Ótrúlegt en satt, þá er hann [Milan litli Baros okkar núna orðinn partur af kosningaloforði hjá Lorenzo Sanz](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,51-1141903,00.html). Ég hélt að það gæti ekkert komið mér á óvart í fótboltafréttum, en þetta var nokkurn veginn það síðasta sem ég átti von á. Sanz segir í blaðavilðtali:
>We were at the final of Euro 2004 and made important agreements with three players while we were there. If we win the election, Maniche and Baros will be at the disposal of Real Madrid coach Jose Antonio Camacho from next Monday. Rosicky will be available to sign for the club in a year’s time.
Ok, til að byrja með þá er þetta náttúrulega eins ólöglegt og það gerist ef þetta er rétt hjá honum. Sanz hefur í fyrsa lagi engan rétt til að semja fyrir hönd Real Madrid, þar sem hann vinnur ekki hjá félaginu og auk þess hefur hann engan rétt til að tala við Milan Baros, þar sem Liverpool hefur ekki samþykkt sölu hans.
Sanz þessi er skrítinn lítill kall. Hann er búinn að gagnrýna David Beckham all svakalega í þessum kosningum og gott ef að öll vandamál Real Madrid eru ekki einhvern veginn tengd Beckham.
Sanz tapðaði kosningunum frægu fyrir Florentino Perez fyrir fjórum árum. Þá var það loforðið um Figo, sem skóp sigurinn fyrir Perez og núna er Sanz staðráðinn í því að ná Perez á hans eigin bragði. Helsta loforð Perez er að [byggja þak yfir Santiago Bernabeu](http://www.reuters.co.uk/newsArticle.jhtml?type=worldFootballNews&storyID=5557230§ion=news), sennilega af því að veðrið í Madrid er svo vont. 🙂
En núna gæti einhver fróður maður spurt sig: Hvernig á Milan Baros að bæta þetta Real Madrid lið? Baros er frábær, en við skulum ekki gleyma því alveg strax að fyrir hjá Madrid eru Raúl og Ronaldo. Síðast þegar ég vissi, þá voru þeir bara all sæmilegir framherjar. Auðvitað ef það er eitthvað í hausnum á þessum Sanz, þá ætti hann að vera að spá í varnarsinnuðum miðjumanni og varnarmönnum. En svona eru kosningarnar á Spáni. Það er miklu meira sexí að lofa markakóngi EM.
Það verður þó fróðlegt að sjá viðbrögð Liverpool. Þegar svona svakalegar sögur koma með kvótum og allt, þá verður liðið að segja eitthvað. Það er eitt þegar blöðin segja eitthvað, en þegar menn einsog Sanz koma með fullyrðingarnar þá er það annað. Varla er hann svo kræfur að ljúga beint uppí opið geðið á stuðningsmönnum Madrid?
Annars reyndi ég að leita að meiru um kosningarnar en fann engar skoðanakannanir, þannig að ég hef ekki hugmynd hvort þessi Sanz er líklegur til þess að verða kjörinn. En þetta er spennó.
**Uppfært**: Baros hefur [staðfest](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=212662) að hann hafi fengið tilboð frá Madrid. Baros segir í viðtali við tékkneska sjónvarpsstöð
>Real Madrid have made a concrete offer but it is still a question of discussions. It is only an offer. I still have a contract with Liverpool and go back there on July 19.
Edgar Davids er akkúrat maðurinn sem fittar inní Real Madrid og LFC. Ótrúlegt að aðeins 3-4 lið hafi reynt að fá hann…og að Real hafi EKKI verið eitt af þeim (og ennþá furðulegra að CHelsea var það ekki heldur!).
Ég óttast samt að Milan Baros lendi í einhverju varamannahlutverki þar sem Owen og Cissé eru í miklum metum hjá Benitez. Ég samt hef svo mikla trú á Benitez að ég ætla ekki að byrja að skammast í honum sama hvað bjátar á. Gef honum allavega færi á að stýra skútunni af strandstað og sjá hvort ekki komið sunnangola í seglin (váá! skáldlegt!).
Ég vil hinsvegar fá Mista til LFC. það er vanmetinn leikmaður og í raun ættum við ða kaupa eina 4 leikmenn frá Valencia og láta síðan veskið til hliðar. Man Yoo láta sér nægja að kaupa einhverja 4 aula og ætla síðan ekkert að gera meira sem sýnir bara að Saur Alex er búinn á því og nú er tækifærið að strauja framhjá þessu miðlungsliði þeirra.
Að mínu mati er Baros að gera hárrrétta hluti fyrir sjálfan sig með því að “upplýsa” um boð Real Madríd. Hann er í raun að láta Liverpool vita að hann hafi ásana á hendi. Í raun sé ég fáa kosti í stöðunni, en við skulum fara aðeins yfir þá:
Kostur 1: Milan Baros fær loforð um að fá að spila mikið í byrjunarliði í upphafi leiktíðar, eða í það minnsta jafn mikið og Owen og Cissé. Benítez gerir honum, eins og þeim hinum, síðan ljóst að leikjafjöldi hans í byrjunarliði á seinni hluta tímabilsins ráðist að miklu leyti að því hvernig hann, og hinir framherjarnir, standi sig á fyrstu tveim mánuðum mótsins eða svo.
Kostur 2: Benítez finnur fyrir þrýstingnum og, í einhverju óðagoti, lofar Baros fast sæti í byrjunarliðinu hjá Liverpool. Sem skapar stórt vandamál því þá er bara eitt pláss eftir fyrir Owen og Cissé.
Kostur 3: Liverpool og Benítez hafa þegar ákveðið að Owen og Cissé verði aðalparið í sókninni og, þrátt fyrir framgöngu hans á EM verði Baros aldrei meira en varaskeifa. Því gætu þeir ákveðið að reyna að kreista eins mikinn pening út úr sölu á Baros (hugsanlega til að fjármagna önnur kaup – miðjumenn?!?) á meðan hann er eins heitur og hann er núna eftir EM. Þá, og aðeins þá, gæti ég séð hann fyrir mér fara til Real Madríd.
Að mínu mati er kostur 1 langlíklegastur og í rauninni það eina rétta í stöðunni. Owen hefur ekkert gott af því að vera sjálfkrafa #1 og hann yrði það ekki ef hann færi frá Liverpool til einhvers annars liðs. Það sama gildir um Cissé … og Baros. Ef Baros er í vandræðum með að slá Owen og Cissé út úr byrjunarliði Liverpool, hvernig haldið þið að honum gangi hjá Real Madríd, þar sem fyrir eru þeir Ronaldo, Raúl Gonzalez, Fernando Moríentes og Javier Portíllo? Það yrði tvöfalt erfiðara fyrir hann þar.
Því held ég að maður með viti – eins og Benítez virðist vera – hljóti að taka kost 1 og segja við alla þrjá framherjana að það sé enginn aðal- og varaframherji í þeirra hópi. Þeir séu allir jafnir og muni spilun þeirra ráðast af því hverjir eru frískastir og heitastir hverju sinni. Þar að auki er Benítez þekktur fyrir að hvíla alla helstu leikmenn sína miskunnarlaust til þess að hafa þá heila og á fullum krafti út allt tímabilið. Þannig að ég geri ráð fyrir að jafnvel menn eins og Gerrard, Hyypiä og Owen verði hvíldir af og til.
Ég sé L’pool bara ekki fyrir mér selja Baros, gjörsamlega ekki. Það væri algjör fásinna að gera það og ég yrði frekar reiður ef það myndi gerast. Þetta eru þrír heimsklassaframherjar og við eigum að halda í þá alla með öllum ráðum – án þess þó að lofa neinum þeirra byrjunarsæti í hverjum leik. Það þarf að hvíla, menn meiðast og svo framvegis … það er engin ástæða til að ætla annað en að hver þessarra þriggja fái 35-45 leiki í byrjunarliði Liverpool á næstu leiktíð.
Eeeen… þar sem Baros mætir ekki til æfinga fyrr en 19. júlí er ég nokkuð viss um að, í anda Gerrard/Chelsea-málsins, slúðrið mun aðeins eflast alveg þangað til hann skokkar út á völlinn í fyrsta æfingaleik Liverpool. Þangað til verðum við bara að bíða og vona það besta.
Þetta kemur enn skýrar fram [í The Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14400871%26method=full%26siteid=50061%26headline=baros%2din%2dmadrid%2dtalks-name_page.html). Þar segir Baros
>”Mr Paska (umboðsmaður Baros) called me at the weekend and told me about it.
>”It would certainly be a great challenge. But I have a contract with Liverpool. “I will return after on July 19 and everything will depend on possible agreement of both clubs and my manager.
>”When I return to Liverpool, I will talk with coach Benitez. He will tell me his view.”
Þannig að bara umboðsmaður Baros var í sambandi við Sanz. Baros hefur í raun hagað sér einsog vel og hægt er að ætlast af honum. Hann kemur strax fram og segist svo vilja tala við Benitez. Mjög skiljanlegt.