Echo segja í dag að Liverpool [muni krefjast 10 milljóna punda](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14403733%26method=full%26siteid=50061%26headline=liverpool%2dwill%2dwant%2d%2d10m%2dfor%2dstriker-name_page.html) fyrir Milan Baros. Það er það sama og Emile Heskey kostaði, aðeins minna en El-Hadji Diouf.
Einnig er talað um að Barcelona hafi líka áhuga á að fá Baros til sín.
Annars eru [BBC með mjög góða fréttaskýringu um kosningarnar hjá Madrid](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/3873141.stm). Mæli með að fólk kíki á þá frétt. Þar er m.a. sagt að Perez, núverandi forseti sé “Overwhelming favourite”.
Perez er aðeins varnarsinnaðari í loforðum sínum og segist [ætla að kaupa](http://www.tribalfootball.com/july/spanishnews080704.html) Ricardo Cavalho, varnarmann frá Porto ef hann vinnur.