Diouf vill berjast fyrir sæti sínu

Senegalarnir tveir eru áfram tengdir við brottför frá Liverpool. Nú síðast í dag voru bæði Diouf og Diao orðaðir við [lánsamning hjá Portsmouth](http://portsmouth.rivals.net/default.asp?sid=922&p=2&stid=8352496), en það lið er búið að missa Smertin til Chelsea og svo er Lua-Lua sennilega að fara til WBA.

Diouf er hins vegar staðráðinn í að vera áfram hjá Liverpool og berjast fyrir sæti sínu í liðinu undir nýjum þjálfara. Hann segir [í viðtali](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,51-1142226,00.html)

>”I have a contract with Liverpool and my objective is to stay here. I left France to succeed in The Premiership and I have not yet done that.

>”I can speak very well of the new coach, Benitez, and I want to demonstrate to him that I can serve a purpose for his new project.”

Það er gaman að heyra svona komment frá Diouf. Hann hefur vissulega gert mörg mistök utan vallar og virtist hafa gert Houllier algjörlega vitlausan síðustu mánuðina.

En það er vonandi að Benitez gefi honum nýtt tækifæri og sjái hvort hann nái ekki meira útúr Diouf. Það er augljóst að hann hefur hæfileikana. Hann þarf bara að nýta þá reglulega.

**Uppfært (Kristján)**: Mikið rosalega er ég líka ánægður að heyra þetta! Diouf verður kyrr!!! :biggrin: Ég er nefnilega viss um að nýr þjálfari eins og Benítez mun ná miklu meira út úr honum en Houllier náði. Ég er viss um það. Og það er gaman að heyra að hann skuli vilja vera kyrr og berjast fyrir sínu…

En pælum í einu. Ef hann vill verða kyrr, og Benítez vill hafa hann, hvað gerum við þá við hann? Mun Benítez nota hann á hægri kantinum (eða vinstri ef Kewell fer á Ólympíuleikana)? Mun hann nota hann í þeirri stöðu sem hann er frægastur fyrir, frammi? Þar eru fyrir Owen, Cissé, Baros, Sinama-Pongolle og Mellor.

Eða… gæti Benítez viljað nota hann í nýju hlutverki, sem að mínu mati gæti orðið okkur ómetanlegt? Ég sé Diouf fyrir mér sem ekki framherja heldur fremsta miðjumann í fjögurra-fimm manna miðju. Svipað og Figo spilar hjá Real, hvar hann er oftast úti til hægri en dettur oft í framherjann, yfir til vinstri og getur jafnvel sest á miðja miðjuna og skapað þaðan.

Svipað og Ronaldinho spilar hjá Barca, þar sem hann hefur oft verið fyrir aftan Saviola og Kluivert og farið hvert sem hann vill fara til að koma sér í boltann.

Mér þætti margt vitlausara en að prófa Diouf í svona semi-leikstjórnandastöðu þar sem hann hefur yfirferðina og hæfileikana til, auk þess sem hann er góður skotmaður og allt það. Ef við leikum okkur aðeins að byrjunarliðinu þá gæti það t.d. verið svona, með þeim leikmönnum sem við höfum úr að velja núna:

DUDEK

FINNAN – CARRAGHER – HYYPIÄ – RIISE

MURPHY – GERRARD – KEWELL

DIOUF

OWEN – CISSE


Hérna set ég Owen og Cissé fram bara af því að það búast flestir við að þeir byrji tímabilið saman frammi. Baros gæti þó fyllilega verið þarna að mínu mati.


Ég sé þetta lið fyrir mér sem lið sem getur bæði varist alveg frábærlega og sótt alveg ótrúlega vel. Vörnin er byggð upp á góðum boltamönnum þar sem Hyypiä er kletturinn í hjarta varnarinnar og Carragher er frábær maður-á-mann, auk þess sem hann er betri fram á við en t.d. Henchoz eða Biscan. Í Finnan og Riise höfum við síðan sókndjarfa og ógnandi bakverði sem, með smá vinnu, ættu að geta verið frábærir bæði varnar- og sóknarlega séð.

Á miðjunni hefðum við flata þriggja manna miðju, með engan einn aftastan heldur bara flæði. Ef Murphy fer fram situr Gerrard aftur, og svo öfugt. Þetta þýðir að vísu að Kewell yrði að bæta varnarvinnuna hjá sér en hann getur það vel. Kewell getur farið út til hægri af og til en yrði aðallega leitandi út til vinstri. Það myndi vega upp á móti Gerrard og Murphy sem gætu þá einbeitt sér meira að því að brjótast upp hægra megin, studdir rækilega af Finnan.

Þar fyrir framan gæti Diouf legið sem þessi Aimar/Van Der Vaart-týpa sem er ekki endilega leikstjórnandinn (það yrðu Gerrard og Murphy, sem myndu bera boltann upp) heldur væri frekar í því að finna glufur á vörninni og koma sér í svæði. Hann væri úti á vinstri kanti þegar Kewell færi yfir til hægri, hann væri úti á hægri kanti, hann væri þriðji framherjinn og fjórði miðjumaðurinn. Við vitum allir að Diouf hefur vinnsluna til að klára svona stöðu, spurningin er bara hefur hann heilann?

Þeir hjá Barca spila svipað, þar sem Edgar Davids og Xavi sáu á síðasta tímabili um að bera boltann upp fyrir þá. Ronaldinho sást bara hér og þar, ein snerting hér, hælspyrna þar, þríhyrningur hér og svo var hann mættur í eyðuna til að klára síðustu sendinguna eða skot á markið. Hann var ekki mikið í boltanum en hann var jafnan sá sem endaði sóknirnar þeirra, þar sem hann er að mínu mati sá besti í heimi í að koma sér í stöður á vængjum, miðju og frammi.

Það væri allavega vel þess virði að íhuga þennan kost, að mínu mati, þar sem Diouf hefur tvímælalaust hæfileikana í þessa stöðu.

Og já, ég vill frekar sjá Murphy með Gerrard en Hamann. Ef Benítez ætlar að liggja í vörn á útivelli gegn Juventus í Meistaradeildinni er Hamann ómetanlegur, og gæti komið inn fyrir Diouf í svoleiðis leikjum og styrkt miðjuna varnarlega. En ef þú ætlar að spila flæðandi sóknar- og varnarbolta sem á að hafa eitthvað í lið eins og ManU, Arsenal og Chelsea að segja verðuru að hafa menn sem geta sótt hratt í liðinu. Og þar er Murphy með þeim betri í deildinni að mínu mati.

Ef Murphy gæti spilað eins og hann gerði veturinn 2002-2003, þegar hann var valinn leikmaður ársins og var frábær í alla staði, þá held ég að hann gæti öllum að óvörum orðið fastamaður í liði Benítez á næstu leiktíð!

En Diouf á framtíðina fyrir sér hjá Liverpool og vona ég að hann verði kyrr. Spurningin er bara, hvernig er best að nýta hann? 😉

3 Comments

  1. Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég ósammála tveim stöðum í þessu liði þínu.

    Í fyrsta lagi, þá verður Benitez að byrja með Baros og Owen frammi. Hann getur hreinlega ekki annað. Ímyndið ykkur hversu mikil móðgun það er fyrir markakóng EM að byrja á bekknum í fyrsta leik. Það væri kjaftshögg fyrir Baros. Það væri mun auðveldara fyrir Benitez að skýra út fyrir Cisse að hann myndi byrja á bekknum á meðan hann er að venjast enska boltanum.

    Cisse hefur ekkert sannað sig í enska boltanum og því skal hann byrja á bekknum og vinna sig inní liðið smám saman.

    Og jedúddamía, Danny Murphy!

    Af hópnum, sem við höfum núna þá vildi ég frekar gefa Le Tallec tækifæri. Bara ekki Murphy. Hann myndi aldrei komast í liðið hjá Chelsea eða Arsenal og því á hann ekki að vera byrjunarmaður hjá Liverpool (nema á móti Man U ;-))

    En ég er sammála þér um varnarlínuna. Held að það sé mun betra að færa Carragher inní miðjuna og taka Henchoz út. Halda Riise og Finnan í bakvarðarstöðunum.´

    Ef við höldum okkur við hópinn í dag og þessa leikaðferð, sem þú leggur til, þá myndi ég setja:

    **Kirkland**

    **Finnan – Carragher – Hyypia – Riise**

    **Diouf – Gerrard – Kewell**

    **Le Tallec (eða jafnvel Smicer)**

    **Baros – Owen**

    Já, og varðandi Ronaldinho, þá ef hann er á milli sóknar og miðju, þá er alltaf bara einn maður með honum (oftast Saviola) en aldrei tveir sóknarmenn. Allavegana hef ég ekki séð það.

  2. frekar svona
    Kirkland

    finnan Hyppia Carragher

    ????? gerrard smicer Kewell

    Baros Owen Cisse

    svoltið illa uppsett en vona að þið skljið þetta ef ekki þá bara… 😯

  3. Þessi uppstilling er ekki slök þó svo að Gerard Houllier náði að brjóta sterka leikmenn niður og gera þá að algjörum kerlingum á aðeins 2 árum. Það sem ég á mest von á með komu Benitez er sjálfstraustið og þessir leikmenn í nákvæmlega þessari uppstillingu MEÐ sjálfstraust geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Annars væri ég til í að sjá Diouf næsta tímabili hjá LFC þótt ég sé enginn aðdáandi hans so far. En við megum ekki gleyma því að það eiga allir að fá annan séns og því eru engar hreyfingar á leikmannamarkaðnum. Gott skref hjá Benitez að byrja að gefa mönnum sjálfstraustið.

Sammy Lee hættur

Argentínumaður í vörnina?