Rafa Benitez stjórnaði sinni fyrst æfingu hjá Liverpool í dag. Allir voru mættir heilir á húfi nema Hamann, Smicer, Baros, Gerrard og Owen sem voru að spila á EM.
Djibril Cisse, sem virðist ekki geta neitað viðtali, var mættur á staðinn og var [vígalegur](http://www.liverpoolfc.tv/images3/140704-cisse_250_01.jpg) að sjá. Hægt er að nálgast [myndir af æfingunni hér](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N145372040712-1715.htm).
Benitez er aðeins varkárari en Chelsea þjálfarinn Mourinho í viðtölum og segir að hann þurfi að fá tíma, en [bætir svo við](http://liverpool.rivals.net/default.asp?sid=890&p=2&stid=8352870): “We need time, but perhaps we have a surprise for the supporters”. Það er ljóst að ólíkt Mourinho, þá mun Benitez hins vegar fá tíma til að sanna sig í starfi.
Cisse er hinn brattasti í viðtali og segir að það sé vel mögulegt að liðið vinni enska meistaratitilinn. Þessi drengur er gjörsamlega viðtalaóður, en það er vonandi að hann standi við stóru orðin.
Annars er það að frétta að Liverpool eru í [öðrum styrkleikaflokki](http://www.newsnow.co.uk/cgi/NGoto/63965403?-11194) í Meistaradeildinni, það er ef að þeir komast í gegnum undankeppnina. Liverpool er með AC Milan, Juventus, Inter, Roma, Lyon, Chelsea og PSV í þeim flokki, sem þýðir að Liverpool mun ekki dragast gegn þeim liðum. Liðunum er raðað svona niður:
1. Real Madrid
2. Valencia
3. Barcelona
4. Manchester United
5. Bayern Munich
6. Deportivo La Coruna
7. Arsenal
8. Porto
9. AC Milan
10. Liverpool
11. Juventus
12. Internazionale
13. Roma
14. Lyon
15. Chelsea
16. PSV Eindhoven
Deportivo, Real Madrid, Manchester United, Inter og Liverpool þurfa öll að fara í gegnum undankeppni til þess að komast inní riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
sko það eru allir að tala um að byrja með sóknarlínuna Baros og Owen og ef owen stendur sig ekki í fyrstu þrem leikjum owen út cisse inn.
en það er enginn að pæla í ev baros skorar ekki mark í fyrstu 6 :biggrin2: en cisse kominn með 5 mörk á þá ekki að taka baros út og owen inn svo koll af kolli.