Samkvæmt [Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14421797%26method=full%26siteid=50061%26headline=rush%2dup%2dfor%2dreds%2dlead%2drole-name_page.html) eru aðstoðarþjálfaramálin öll að skýrast hjá Liverpool. Paco Ayesteran verður helsti aðstoðarmaður Benitez einsog lengi hefur verið ljóst.
Joe Corrigan mun hætta sem markvarðaþjálfari (Guði sé lof) og í stað hans kemur Jose Ochotorena, sem var markvarðaþjálfari Valencia.
Einnig kemur inn Paco Herrera, fyrrverandi þjálfari Albacete.
Þá munu sennilega einhverjir taka gleði sína yfir þeim fréttum að Ian Rush mun verða í fullri þjálfarastöðu, en hann hefur hingað til verið í hlutastarfi við að þjálfa framherjana.