Diao í viðræðum við Portsmouth (uppfært)

Salif Diao er kominn í [viðræður við Portsmouth](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14424806%26method=full%26siteid=50061%26headline=diao%2din%2dtalks%2dover%2dpompey%2dswitch-name_page.html). Liverpool hafa gefið honum leyfi til að tala við Harry Redknapp. Diouf er hins vegar ekki með í þessum viðræðum, enda virðist svo vera sem fleiri lið hafi áhuga á honum.


UPPFÆRT (Kristján Atli): Skv. opinberu síðunni Er Diao ekki að fara neitt … sem hlýtur að leiða líkum að því að hann sé inni í framtíðarplöunum Liverpool FC. Ekki hafa þeir verið að neita sögusögnum um neina aðra menn sem orðaðir eru við brottför frá félaginu; Traoré, Diouf, Babbel og fleiri. En þeir taka sér tíma til að neita að Diao sé á förum.

Hlýtur að þýða að hann eigi sér framtíð hjá Liverpool. Kannski verður hann staðgengill Hamann á næstu misserum undir stjórn Benítez? Ég skal ekki segja…

Þar að auki á Benítez að vera sáttur við hópinn sem hann hefur núna, þannig að kannski verður bara ekkert meira keypt, allavega í sumar? Kannski vill hann láta slag standa með þann hóp sem fyrir er og sjá svo til á fyrsta tímabilinu sínu hverjir standa sig og hverjir ekki?

Spennandi. Eins og ég hef áður sagt – þegar nýr þjálfari tekur við er engin leið að segja til um hvernig hann stillir liðinu upp. Við erum allir að skjóta út í myrkrið hérna … en það verður spennandi í næstu viku þegar æfingaleikirnir hefjast, þá kannski fær maður smá vísbendingar um það hvað Benítez er að pæla!

Ein athugasemd

  1. Mig grunar að Diao eigi eftir að verða ágætur leikmaður í miðlungsliði í EPL, þó svo að hann sé ekki á þeim standard sem við viljum hafa leikmenn Liverpool. Ég vona að honum eigi eftir að ganga vel hjá Portsmouth.

Smá um Chelsea

Flo-Po til Frakklands? (uppfært)