Coloccini í viðræðum

Fabricio Coloccini, sem við höfum fjallað um [áður](http://www.kop.is/gamalt/2004/07/09/09.48.18/), segist vera í viðræðum við Liverpool, samkvæmt [Sky](http://www.skysports.com/skysports/article/0,,7-1144363,00.html).

Þetta virðist vera nokkuð trúverðugur orðrómur. Coloccini sló í gegn í spænska boltanum, en hann var í láni frá AC Milan. Hann er ungur og sterkur miðvörður. Hann segir í viðtali:

>”I’ve heard the Liverpool reports. We’re in talks and the offer interests me. I’m proud a club the size of Liverpool rates me, I really like British football and follow it a lot.

>And for the coach who won the Spanish championship to ask for me – given all the players in Spain – is a boost. I’ll be very appreciative if the deal comes off. I wouldn’t let him down.?

Þannig að það er augljóst að Coloccini vill koma frá Milan til Liverpool. Þá er bara spurning hversu mikinn áhuga Benitez hefur á að fá hann til liðsins.

6 Comments

  1. Mér þykja það frábærar fréttir ef Coloccini er að koma til Liverpool. Ég hef ekki séð mikið af honum á Spáni, viðurkenni það, en ef eitthvað er að marka frammistöðu hans í Copa America í sumar þá er þetta klassaviðbót við Liverpool-hópinn.

    Þá finnst mér það rétt að kaupa svona ungan miðvörð. Þótt Ayala sé súperb, í heimsklassa, þá er hann 31s árs gamall eða jafngamall og Hyypiä. Henchoz er svo þrítugur. Ég sé Henchoz alveg fyrir mér gegna stóru hlutverki hjá Liverpool í vetur en að mínu mati á hann bara 1-2 góð ár eftir með liðinu. Að sama skapi á Hyypiä líklegast ekki mikið meira en 2-3 góð ár eftir.

    Þannig að kaupa mann eins og Coloccini, sem getur komið í hægagangi inn í liðið í vetur og skipst á við Henchoz og jafnvel Carragher um leiki, en orðið síðan fastamaður við hlið Hyypiä eftir því sem líður á þessa og næstu leiktíð, meikar bara mikið sens í mínum huga.

    Þá sáum við gegn Wrexham á miðvikudaginn að þeir Carl Medjani og David Raven eiga ekkert langt í að fara að gera tilkall til leikja með aðalliðinu og ættu þeir jafnvel að geta fengið að spila eitthvað, t.d. í Deildarbikarnum, í vetur. Þannig að ef við höfum Henchoz og Hyypiä “röngum megin” við þrítugt og svo þrjá unga stráka, Coloccini, Medjani og Raven, þá erum við bara vel mannaðir í þessa miðvarðarstöðu að mínu mati.

    Auk þess sem Carragher, Traoré og Biscan geta allir spilað þarna.

    Þannig að endilega, vonum það besta og að Coloccini komi í haust. Það yrðu frábær kaup að mínu mati!

  2. Jamm. Argentínumenn hafa spilað alla leikina með kerfið 3-5-2 sem lítur nokkurn veginn svona út, séð frá varnarhliðinni:

    Heinze-Ayala-Coloccini

    Zanetti Sorín

    Og svo hafa þeir verið duglegir að rótera miðjumönnum og framherjum í keppninni. En þessir fimm hafa byrjað alla leiki. Nú Ayala var ekki með í síðasta leik (bann vegna tveggja gulra spjalda held ég) og þá breyttu þeir bara í 4-4-2 með Heinze og Coloccini saman í vörninni.

    Argentínumenn hafa bara brillerað í þessari keppni, spilað langflottasta boltann að mínu mati og hljóta að teljast sigurstranglegri aðilinn gegn Brössunum á sunnudag, þótt það verði eflaust rosalega spennandi leikur.

    Bestu menn Argentínu í þessari keppni myndi ég segja að hafi verið þeir Heinze, Ayala og Coloccini í hjarta varnarinnar (ótrúlega sterk varnarlína) og svo hinn ungi Carlos Tévez sem menn eru farnir að kalla “unga Maradona”. Þannig að það er ljóst, miðað við þessa keppni, að Coloccini er ‘big time player’, þ.e.a.s. einhver sem blómstrar í stórmótum og þegar mest liggur við.

    Ég verð allavega mjög spenntur að sjá hvað Benítez getur gert með hann ef hann kemur. Mjög spenntur.

  3. Oh, miðjustillingin að klikka hjá mér. Sem sagt Ayala, Heinze og Coloccini í miðri vörninni og Zanetti (hægri) og Sorín (vinstri) sem væng-bakverðir. :confused: Leit frekar illa út í ummælunum mínum…

  4. Hey, hárið er að mínu mati ótrúlega mikill plús!

    Honum verður allavega ekki kalt á Englandi á veturna … sem er meira en hægt var að segja um Verón! :tongue:

Metnaðarleysi Skjás Eins

Hvað í ósköpunum er í gangi hjá El-Hadji Diouf?